PLAY opnar húddið
Samkvæmt útboðslýsingu PLAY hyggst flugfélagið selja jafnmörg sæti og WOW air gerði árið 2017 innan fjögurra ára. Félagið býst við að skila tapi á rekstri sínum í ár, en ná fimm milljarða króna hagnaði árið 2025.
Kjarninn 14. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Forsætisráðherra segir að ef mögulegur þolandi myndi leita til sín vegna einhverra mála, teldi hún sig bundna trúnaði um þau samskipti.
Katrín látin vita af ámælisverðri hegðun Kolbeins Proppé fyrir um ári síðan
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna hvorki játar því né neitar, sem heimildir Kjarnans herma, að hún hafi verið upplýst um ámælisverða háttsemi þingmannsins Kolbeins Ó. Proppé gagnvart konu fyrir um það bil ári síðan.
Kjarninn 11. júní 2021
ÁTVR borgaði Rolf Johansen bætur fyrir að hætta að kaupa neftóbakið Lunda
Fyrir tæpum áratug ætluðu nokkrir aðilar að fara í samkeppni við ÁTVR í sölu á löglegu neftóbaki, sem þó var aðallega notað sem munntóbak. ÁTVR brást við með því að hætta innkaupum á vörum samkeppnisaðila.
Kjarninn 10. júní 2021
Er Ísland marxískt, spillt og stéttaskipt eða er allt sem ríkisstjórnin hefur gert frábært?
Eldhúsdagsumræður fóru fram í gær. Þar lýstu stjórnmálamenn stöðu mála í íslensku samfélagi á afar mismunandi hátt. Raunar svo mismunandi að það var á stundum eins og þeir væru ekki að lýsa gangi mála í sama landinu.
Kjarninn 8. júní 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson eru oddvitar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík.
Sigurvegarar og taparar í vel heppnuðu prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík
Konur verða í stórum hlutverkum hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í komandi kosningum. Frjálslyndari frambjóðendum gekk betur en íhaldsamari og ef eitt er öruggt í lífinu þá er það að Birgir Ármannsson lendir í sjötta sæti.
Kjarninn 7. júní 2021
Opinberir starfsmenn gáfu eftir lífeyrisréttindi fyrir hærri laun – Það loforð hefur enn ekki verið efnt
Opinberir starfsmenn samþykktu að hækka lífeyristökualdur, byggja sjóðssöfnun á föstum iðgjöldum og að ávinnsla réttinda yrði aldurstengd árið 2016. Á móti átti að hækka launin þeirra þannig að þau yrðu í takti við laun á almenna markaðnum áratug síðar.
Kjarninn 6. júní 2021
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Dýrustu minkapelsar sögunnar
4. nóvember í fyrra tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur að allur danski minkastofninn skyldi sleginn af. Hræ tæplega 17 milljóna dýra voru urðuð í miklum flýti, í stað þess að brenna þau. Nú er verið að grafa hræin upp, og brenna, með ærnum tilkostnaði.
Kjarninn 6. júní 2021
PwC greiddi samanlagt vel á annan milljarð króna til að sleppa undan málsókn vegna hrunsins
Í nýlegum dómi Landsréttar kemur fram að endurskoðendur Landsbanka Íslands fyrir hrun borguðu yfir milljarð króna til að sleppa við málsókn fyrir að hafa skrifað upp á rangan ársreikning.
Kjarninn 5. júní 2021
Getur verið erfitt að vera alltaf þiggjandi að góðvild annarra – að aðrir „leyfi þér“ að vera með
Guðrún Þorsteinsdóttir segir að upplifun fatlaðra barna af skóla án aðgreiningar sé misjöfn og kallar útfærslan á ákveðna breidd í mannskap, til að mynda þurfi fleiri en ein fagstétt að vera til staðar í skólunum.
Kjarninn 5. júní 2021
Katrín með öll tromp á hendi ... enn sem komið er
Tvö ríkisstjórnarmynstur virðast líkleg eins og er, miðað við stöðu mála í könnunum. Sitjandi ríkisstjórn nýtur nánast sama fylgis og útgáfa af svokölluðu Reykjavíkurmódeli.
Kjarninn 2. júní 2021
Faraldurinn stórjók áfengiskaup hjá ÁTVR en neftóbakssalan hrundi
ÁTVR stendur í stórræðum. Síðasta rekstrarár reyndist langt um betra en reiknað var með þar sem landsmenn keyptu nær allt áfengi sem þeir neyttu í vínbúðum fyrirtækisins. Það ástand mun ekki vera til lengdar og neftóbakssala ÁTVR hefur hrunið. A
Kjarninn 2. júní 2021
Vildu að Lilja útskýrði orð sín um að Samherji hefði gengið „of langt“
Lögmaður á vegum Samherja óskaði eftir því 27. apríl að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við, þegar hún sagði á þingi deginum áður að Samherji hefði gengið „of langt“ í viðbrögðum sínum.
Kjarninn 31. maí 2021
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Kaflaskil í baráttunni gegn loftslagsbreytingum?
Ríkjum heims hefur gengið treglega að uppfylla sáttmála um minni kolefnislosun. Nú kann að verða breyting á vegna harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína og þess að fjárfestingar í grænni tækni aukast hratt og örugglega.
Kjarninn 30. maí 2021
Metro kerfið í Kaupmannahöfn hefur notið fádæma vinsælda. Og nú er stefnt að því að láta það teygja sig til Svíþjóðar.
Metro undir Eyrarsund til Malmö
Fyrir níu árum sagði yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar að hann sæi fyrir sér að Metro lestarkerfið í Kaupmannahöfn næði yfir Eyrarsund til Malmö innan fárra áratuga. Fáir voru trúaðir á þessa framtíðarsýn. Nú er komið annað hljóð í strokkinn.
Kjarninn 30. maí 2021
Benedikt skekur Viðreisn
Helsta hvatamanni að stofnun Viðreisnar, og fyrsta formanni flokksins, var hafnað af uppstillingarnefnd fyrr í mánuðinum. Harðar deilur spruttu upp í kjölfarið.
Kjarninn 29. maí 2021
Tíu molar um hvernig Reykjavík hyggst verða „hjólaborg á heimsmælikvarða“
Ný hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt og samþykkt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í vikunni. Kjarninn skoðaði plaggið og tók saman nokkra mola um það sem í því felst.
Kjarninn 29. maí 2021
Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringdi inn fyrstu viðskipti með hlutabréf í Síldarvinnslunni í morgun. Athöfnin fór fram um borð í skipinu Berki við höfn í Neskaupstað.
Viðskipti hefjast með bréf í Síldarvinnslunni og hluthafalisti birtur
Samherji, Kjálkanes og tengdir aðilar halda áfram á 56 prósent í Síldarvinnslunni eftir að hafa selt hlutafé fyrir næstum 30 milljarða króna. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins keyptu ekki hlut í félaginu en Gildi keypti fyrir tíu milljarða króna.
Kjarninn 27. maí 2021
Mörg börn fá ekki stuðning við hæfi – og skólagangan verður þar af leiðandi „hreint helvíti“
Margt hefur breyst í aðstæðum einhverfra á Íslandi á undanförnum áratugum en ýmislegri þjónustu er þó ábótavant. „Við viljum að allir eigi rétt til síns lífs á þeim forsendum sem þeir vilja en ekki á forsendum annarra.“
Kjarninn 24. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Birgir Jónsson, forstjóri PLAY
10 staðreyndir um deilur ASÍ og PLAY
Alþýðusamband Íslands og lággjaldaflugfélagið PLAY hafa tekist á um launakjör og birt harðorðar yfirlýsingar í garð hvors annars síðustu daga. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um deilurnar.
Kjarninn 23. maí 2021
Vildu nothæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upplýsingum um stjórn samtaka
Í samræðum „skæruliðadeildar“ Samherja kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. Þau ræddu einnig að safna upplýsingum um stjórn samtaka gegn spillingu.
Kjarninn 23. maí 2021
Færeyjaáætlun skæruliðadeildarinnar
Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Samherja velt vöngum yfir því hvernig ætti að bregðast við fréttum færeyska Kringvarpsins. Fulltrúi fyrirtækisins kom sér í samband við færeyskan ritstjóra í þeim yfirlýsta tilgangi að rægja færeyskt fréttafólk.
Kjarninn 23. maí 2021
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 23. maí 2021
Samherji reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu í formannskjöri í stéttarfélagi blaðamanna
„Það þarf samt að fara mjög fínt í þetta því við viljum heldur ekki að það spyrjist út að Samherji eða ráðgjafar Samherja séu uggandi yfir stöðunni og séu að hjálpa til í smölun gegn fulltrúa RÚV.“
Kjarninn 22. maí 2021
„Hallgrímur Helgason rithöfundur er ekki skráður eigandi Teslu“
Lögmaðurinn Þorbjörn Þórðarson fletti upp eignum rithöfundarins Hallgríms Helgasonar til að komast að því hvort hann ætti Teslu, sem er í eigu nágranna hans. Hugmyndin var að nota meinta Teslu-eign gegn honum á opinberum vettvangi.
Kjarninn 22. maí 2021
Skæruliðadeild Samherja sem vill stinga, snúa og strá svo salti í sárið
Hluti þess hóps sem rekur áróðursstríð Samherja gegn blaðamönnum og ákveðnum fjölmiðlum sem fjallað hafa um fyrirtækið lýsir sér í samtölum sem „skæruliðadeild Samherja“. Einn þeirra segist bara vera „eitt tannhjól í góðri vél“.
Kjarninn 21. maí 2021
„Á sjónarmið hans að vega hærra eða stjórnvalda?“
Ákvarðanir um að synja hópi Palestínumanna um alþjóðlega vernd voru teknar „áður en yfirstandandi átök brutust út á Gaza,“ segir sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar og að stríðið þar hafi „ekki endilega“ áhrif á flutning þeirra úr landi.
Kjarninn 20. maí 2021
„Stríðið sem nú geisar kemur alltaf aftur – það er ekki hægt að lífa eðlilegu lífi á Gaza“
Margir hælisleitendur sem hingað koma í leit að skjóli þurfa frá að hverfa þegar þeir hafa þegar fengið hæli í Grikklandi. Þriggja barna faðir í leit að mannsæmandi lífi er einn þeirra en hann kemur frá Gaza þar sem stríðsátök geisa nú um dagana.
Kjarninn 19. maí 2021
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Neytendasamtökin boða dómsmál gegn öllum stóru bönkunum
Í fyrrahaust fóru Neytendasamtökin fram á að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn breyttu skilmálum allra lána á breytilegum vöxtum sem þeir hafa veitt íslenskum heimilum. Bankarnir neituðu og nú ætla samtökin að fara með með málin fyrir dóm.
Kjarninn 19. maí 2021
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Siðanefnd skoðar ekki ummæli Björns Levís um að Ásmundur hafi dregið að sér fé
Fyrir tveimur árum komst siðanefnd og forsætisnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þingmaður Pírata hefði brotið siðareglur fyrir að nota orðalagið „rökstuddur grunur“.
Kjarninn 13. maí 2021
Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við kynningu á henni í dag.
Spá því að útflutningsverðmæti sjávarútvegs og fiskeldis nánast tvöfaldist til 2030
Árið 2019 var útflutningsverðmæti sjávarútvegs, fiskeldis og öðrum tengdum greinum 332 milljarðar króna. Virði þessara greina gæti aukist í 615 milljarða króna innan áratugar, eða um 85 prósent.
Kjarninn 12. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Samherji og Kjálkanes ætla að selja fyrir allt að tólf milljarða hvort í Síldarvinnslunni
Félag í eigu þriggja stjórnenda Síldarvinnslunnar keypti hlut í fyrirtækinu í lok síðasta árs á verði sem er meira en helmingi lægra en það sem þeir geta búist við að fá fyrir hann eftir skráningu.
Kjarninn 4. maí 2021
Varnarsamningurinn 70 ára – Hvernig hefur tekist til?
Ísland hefur að mestu leyti farið vel út úr varnarsamstarfi við Bandaríkin en að einhverju leyti getað haldið betur á málum. Nú þegar aðstæður eru að breytast með aukinni nærveru Bandaríkjamanna er mikilvægt að læra af mistökum fortíðar.
Kjarninn 2. maí 2021
Frægastur danskra leikara
Hann fæddist í Kaupmannahöfn, lærði ballett og var atvinnudansari í 10 ár. Þrítugur að aldri lauk hann leikaranámi og er í dag frægastur allra danskra leikara. Heitir Mads Mikkelsen. Gleymska hafði einu sinni næstum orðið honum dýrkeypt.
Kjarninn 2. maí 2021
Aldrei fleiri skráð í VG – kjörskrár tútnuðu út í aðdraganda forvals
Metfjöldi félaga er um þessar mundir skráður í VG, eða yfir 7.100 manns. Frá áramótum hafa á bilinu 1.400 til 1.500 manns bæst í flokkinn. Þingmaður sem tapaði oddvitaslag segist efins um fyrirkomulagið sem flokkurinn notar til að velja sér fulltrúa.
Kjarninn 1. maí 2021