Stífla í Súes
Eitt stærsta flutningaskip í heimi virðist hafa lotið í lægra haldi fyrir vindhviðu á för sinni um Súes-skipaskurðinn í Egyptalandi á þriðjudagsmorgun. Þrátt fyrir tilraunir hefur fleyið, sem er lengra en Eiffel-turninn í París, ekki náðst á flot.
Kjarninn 24. mars 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og þeirri skipulagslínu nýs vegar sem er að finna á aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
Gera má ráð fyrir „verulegum breytingum“ á ströndinni við Vík
Munnar jarðganga í Reynisfjalli yrðu á „alræmdu“ snjóflóðasvæði og „einu þekktasta“ skriðufallasvæði landsins. Vegur um ósbakka og fjörur samræmist ekki nútíma hugmyndum um umhverfisvernd. Kjarninn rýnir í umsagnir um áformaða færslu þjóðvegar í Mýrdal.
Kjarninn 24. mars 2021
Hlutabréfaverð skaust upp á sama tíma og afkoma flestra félaga varð verri
Úrvalsvísitala íslensku Kauphallarinnar hefur hækkað um 80 prósent á einu ári. Alls jókst markaðsvirði 17 af þeim 19 félögum sem skráð eru í hana í fyrra. Samt skiluðu 14 af þessum 19 félögum verri afkomu en á síðasta ári en þau gerðu 2020.
Kjarninn 23. mars 2021
Ríkissjóður verður rekinn í meira en 1.100 milljarða króna halla á sjö ára tímabili
Viðspyrnan í íslensku efnahagslífi veltur áfram sem áður á því hversu fljótt það tekst að taka á móti ferðamönnum til landsins, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026.
Kjarninn 22. mars 2021
Goshátíð í Geldingadölum
Blaðamaður Kjarnans gekk óþarflega langa leið að gosstöðvunum á Reykjanesi í gær og lýsir því sem fyrir augu bar. Ljósmyndarinn Golli var einnig á staðnum og fangaði stemninguna.
Kjarninn 22. mars 2021
„Að morgni skal eldstöð lofa“
Tómas Guðbjartsson fór að gosstöðvunum í Geldingardal aðfaranótt sunnudags. Þar tók hann fjölmargar myndir. Hér er afraksturinn.
Kjarninn 22. mars 2021
Hefur hlýtt á sinn síðasta söng
Hún hefur verið víðförul um heiminn. Að öllum líkindum farið nokkrar ferðir suður á bóginn. Alla leið í Karabíska hafið. Svo hefur hún örugglega makast og mögulega eignast afkvæmi. Hnúfubakurinn sem rak á land á Garðskaga átti áhugaverða ævi.
Kjarninn 22. mars 2021
Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri. Hún er þó ekki skrifuð fyrir athugasemd embættisins heldur tveir aðrir starfsmenn þess.
Telja áform stjórnvalda um færslu skattrannsókna ganga gegn yfirlýstum tilgangi
Embætti skattrannsóknarstjóra telur að frumvarp sem færir rannsókn á meiriháttar skattrannsóknum til héraðssaksóknara muni valda meiri skaða en gagni. Hætta sé á að sérfræðiþekking tapist.
Kjarninn 21. mars 2021
Stærsta verkefni Íslandssögunnar – Hvað er að gerast í Finnafirði?
Finnafjarðarverkefnið gengur út á byggingu stórskipahafnar með tilheyrandi athafnasvæði sem yrði ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Áhrifin geta orðið mikil, á efnahag, náttúru og mannlíf en einnig landfræðipólitíska stöðu Íslands.
Kjarninn 21. mars 2021
Kynjahalli í myndastyttum
Ef lesa ætti sögu Danmerkur út frá þeim 2500 myndastyttum mætti halda að í landinu hefðu einungis búið karlar. Innan við 30 styttur af konum, eða þeim tileinkaðar, er að finna í landinu á almannafæri utandyra. Brátt fjölgar líklega kvennahópnum, um eina.
Kjarninn 21. mars 2021
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Græðgin æðri mennskunni og reisn allra
Ritstjórn Kjarnans hefur verið tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins 2020 fyrir umfjöllun sína um brunann á Bræðraborgarstíg og margháttaðar afleiðingar hans. Hér er hægt að lesa umfjöllunina.
Kjarninn 20. mars 2021
Tilkoma NFT skekur listheiminn
None
Kjarninn 20. mars 2021
Bjarminn frá strókunum sex
Eldgos er hafið við Fagradalsfjall. Ljósmyndari Kjarnans var í námunda við það fyrr í kvöld.
Kjarninn 20. mars 2021
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá leiddu ríkisstjórn, kynntu Fyrstu fasteign í ágúst 2016, nokkrum vikum fyrir haustkosningar það árið.
Upphæðin sem nýtt var undir hatti „Fyrstu fasteignar“ tvöfaldaðist á rúmu ári
Þeim sem nýttu úrræðið „Fyrsta fasteign“ til að nota séreignarsparnað sinn skattfrjálst til að greiða niður húsnæðislán sín, eða í útborgun fyrir íbúð, fjölgaði um þrjú þúsund frá lokum árs 2018. Nýtingin er þó enn langt frá 50 milljarða króna markmiðinu.
Kjarninn 19. mars 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur komið 102 sinnum fram í sjónvarpsþáttum RÚV frá árinu 2018.
Þingmenn VG oftast í þáttum RÚV
Þingmenn VG hafa oftast komið fram af öllum þingmönnum í sjónvarps- og útvarpsþáttum RÚV frá árinu 2018. Ef miðað er við fylgi flokka í síðustu kosningum hefur sá flokkur fengið mest vægi, á meðan mest hefur hallað á Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn.
Kjarninn 19. mars 2021
Hvað keyrir áfram bílamenninguna í Reykjavík?
Í nýlegri rannsókn reyndi fræðafólk við Háskóla Íslands og Aalto-háskóla í Finnlandi að kortleggja hvað útskýrir mikla bílaeign á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið skiptir miklu, í bland við slæma ímynd almenningssamgangna og sess einkabílsins í samfélaginu.
Kjarninn 17. mars 2021
Skattfrelsi fyrir húsnæðiseigendur en skattlagning á aðra
Þeir sem hafa tekið út séreignarsparnað undanfarið ár hafa greitt yfir níu milljarða króna í skatta af honum. Þeir sem hafa nýtt séreignarsparnað til að borga niður húsnæðislánið sitt undanfarin tæp sjö ár hafa fengið 21 milljarð króna í skattaafslátt.
Kjarninn 17. mars 2021
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen vill alþjóðlega fyrirtækjaskatta
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur verið að vinna að samningi um lágmarksskatt á fyrirtæki á heimsvísu í samvinnu við OECD. Samningurinn myndi ná til rúmlega 140 landa heimsins og gæti litið dagsins ljós í sumar.
Kjarninn 16. mars 2021
Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,8 milljónir á mánuði
Sá forstjóri í Kauphöll Íslands sem hafði hæstu mánaðarlaunin fékk 13,5 milljónir króna greiddar á mánuði. Það eru rúmlega tvöföld mánaðarlaun þess sem kemur á næst á eftir. Fleiri karlar sem heita Árni stýra skráðum félögum á Íslandi en konur.
Kjarninn 16. mars 2021
Fjöldi þeirra sem hefur verið atvinnulaus í lengri tíma eykst mánuði til mánaðar á Íslandi.
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en hálft ár eru fleiri en allir sem búa á Akranesi
Þótt atvinnuleysi hafi dregist lítillega saman í síðasta mánuði hélt þeim sem hafa verið án vinnu í lengri tíma en sex mánuði áfram að fjölga. Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár.
Kjarninn 15. mars 2021
Ted Hui var þingmaður á svæðisþinginu í Hong Kong.
Sneru á Kínverja
Kínversk stjórnvöld hugsa Dönum þegjandi þörfina eftir að danskir þingmenn hjálpuðu andófsmanni, sem átti yfir höfði sér fangelsisdóm, að komast frá Hong Kong til Danmerkur.
Kjarninn 14. mars 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 í byrjun október í fyrra. Þar kom fram áætlun um ríkisbúskapinn 2020.
Hallinn á rekstri ríkissjóðs var 68 milljörðum krónum minni en áætlað var
Tekjur ríkissjóðs á síðasta ári voru mun hærri en áætlað var þegar fjárlög voru kynnt í október. Nánar tiltekið 121 milljarði króna hærri. Útgjöld voru líka meiri en þar skeikaði minna.
Kjarninn 12. mars 2021
Þegar Mjólkursamsalan braut lög til að koma Mjólku út af markaði
Árið 2012 var afrit af reikningum sent til fyrrverandi eiganda Mjólku. Í reikningunum kom fram að Kaupfélag Skagfirðinga, einn eigenda Mjólkursamsölunnar, þurfti ekki að borga sama verð fyrir hrámjólk og þeir sem fóru í samkeppni við það.
Kjarninn 12. mars 2021
Tíu molar um hóp sem vill fresta Borgarlínu og malbika meira
Nýr hópur sem kallar sig „Áhugafólk um samgöngur fyrir alla“ lagði á dögunum fram tillögur að breytingum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hópurinn telur Borgarlínu of dýra og leggur til mörg ný mislæg gatnamót. Kjarninn skoðaði tillögurnar.
Kjarninn 12. mars 2021
Heimsfaraldur í eitt ár
Ár er liðið frá því að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að heimsfaraldur væri brostinn á. Þessu ári hefur verið lýst með ýmsum orðum; það er fordæmalaust, ár hörmunga, ár sorgar, ár fórna. Ár vísindanna.
Kjarninn 11. mars 2021
Fagradalsfjall hafði áhrif á gang mannkynssögunnar
Í dag skelfur það og nötrar enda rennur undir því logandi heit kvika sem er að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Fyrir 77 árum komst það í heimsfréttirnar er sprengjuflugvél kölluð Hot Stuff brotlenti þar.
Kjarninn 11. mars 2021
Sjávarútvegurinn, SA og Viðskiptaráð vilja ekki auðlindaákvæðið í stjórnarskrá
Í umsögnum helstu hagsmunagæslusamtaka landsins um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra eru gerðar verulegar athugasemdir við hugtakið „þjóðareign“.
Kjarninn 10. mars 2021
Þegar konu var stefnt persónulega fyrir að telja sér mismunað á grundvelli kynferðis
Lilja D. Alfreðsdóttir ákvað að skipa flokksbróður sinn sem ráðuneytisstjóra. Það gerði hún á grunni mats sem hæfisnefnd, stýrt af trúnaðarmanni ráðherra, hafði unnið. Einn umsækjandi kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála og vann.
Kjarninn 10. mars 2021
Harmur hertogahjónanna
Í reynslu Meghan Markle enduróma kunnugleg stef úr sögu bresku konungsfjölskyldunnar. Bergmálið úr lífi Díönu prinsessu, blandað rasisma í ofanálag, varð að endingu svo hávært að aðeins ein leið var fær: Út.
Kjarninn 9. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Þegar hlutabréfaverðið í Arion banka fór að rísa þá seldu erlendu eigendurnir sig niður
Hlutabréfaverð í Arion banka hefur hækkað um 58 prósent frá því í haust og fyrir liggja áform um að tappa tugi milljarða króna af eigin fé af bankanum. Á sama tíma eru nær allir erlendir eigendur bankans að minnka stöðu sína í honum. Hratt.
Kjarninn 6. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Skjálftarnir færst sunnar – Krýsuvíkursvæðið undir sérstöku eftirliti
Skjálftarnir á Reykjanesi hafa færst til suðvesturs frá því gær. Virkni færðist í aukana í morgun. Krýsuvíkursvæðið er undir sérstöku eftirliti en það kerfi teygir anga sína inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 4. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Bankar lána nánast einvörðungu í steypu
Viðskiptabankarnir lána lítið til atvinnulífsins um þessar mundir, og ný útlán eru að mestu til fasteignafélaga. Þorri nýrra útlána eru til heimila landsins með veði í íbúð eða húsi. Vart er lánað lengur á Íslandi nema í steypu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins.
Ólögleg skipan dómara í Landsrétt kostaði skattgreiðendur að minnsta kosti 141 milljón
Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna þess að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt hefur verið birtur.
Kjarninn 23. febrúar 2021
Ástarsaga úr fjörunni – flaug til makans og setti Íslandsmet
Kannski var það afkomuótti frekar en söknuður sem rak hana yfir hafið mun fyrr en dæmi eru um. En hver svo sem ástæðan er hafa þau fundið hvort annað eftir langan aðskilnað og tryggt sér búsetu á óðalinu í sumar.
Kjarninn 23. febrúar 2021