Strengur ætlar að borga fyrir yfirtökuna á Skeljungi með því að selja eignirnar
Tveir kerfislega mikilvægir bankar, Íslandsbanki og Arion banki, ætla að fjármagna yfirtöku Strengs á Skeljungi verði yfirtökutilboði félagsins tekið. Strengur ætlar sér að selja eignir Skeljungs til að endurgreiða bönkunum og afskrá félagið.
Kjarninn 16. desember 2020
Raunveruleg ástæða þess að norskur stórbanki sagði upp viðskiptum við Samherja
Norska efnahagsbrotadeildin rannsakar hvort DNB bankinn hafi tekið þátt í glæpsamlegu athæfi með því að tilkynna ekki millifærslur Samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlits sem grunsamlegar millifærslur.
Kjarninn 13. desember 2020
Á meðal þess sem fellur undir veitta félagslega þjónustu sveitarfélaga er þjónusta þeirra við aldraða.
Kostnaður íbúa í Reykjavík jókst um þrefalt hærri upphæð en íbúa í Kópavogi
Íbúar Reykjavíkur borga mun meira í veitta félagslega þjónustu hver en íbúar nágrannasveitafélaganna. Sum þeirra hafa aukið framlög í málaflokkinn síðust ár en önnur hafa hlutfallslega setið eftir. Eftir sem áður er munurinn milli sveitarfélaga sláandi.
Kjarninn 13. desember 2020
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
NATO finnur sér hlutverk
Þrátt fyrir að NATO-ríkin standi ekki frammi fyrir beinni stríðsógn eða viðlíka ógnum sem leiddu til stofnunar bandalagsins á sínum tíma, má fullyrða að mikil þörf sé fyrir stofnun eins og NATO. Ný skýrsla útlistar hvers eðlis það hlutverk á að vera.
Kjarninn 13. desember 2020
Bófarnir á bókasafninu
Á nokkrum árum hafa bíræfnir þjófar komist yfir milljónir danskra króna af fjölmörgum bankareikningum. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á þjófunum eiga það sameiginlegt að hafa notað almenningsbókasöfn víða í Danmörku.
Kjarninn 13. desember 2020
Fátt bendir til þess að pólitískt veðmál Vinstri grænna gangi upp
Vinstri græn hafa ekki mælst með minna fylgi frá vormánuðum 2013. Flokkurinn hefur tapað um 55 prósent af kjósendum sínum frá því að sitjandi ríkisstjórn var sett á laggirnar, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur á sama tíma bætt við sig fylgi.
Kjarninn 12. desember 2020
Sérfræðingar svara spurningum um bóluefnin: Miklar kröfur gerðar til dropanna dýrmætu
Hvernig getum við verið viss um að bóluefni gegn COVID-19 sé öruggt? Þurfa þeir sem fengið hafa sjúkdóminn að fara í bólusetningu? Getum við hætt að bera grímu um leið og við höfum verið bólusett og ferðast áhyggjulaus um heiminn?
Kjarninn 12. desember 2020
„Þetta er í öllu falli liðin tíð og ég dvel ekki frekar við hana“
Fyrrverandi dómsmálaráðherra segist ekki trúa öðru en að blaðamennskan telji landsréttarmálið orðið „old news“ eða gamlar fréttir. Kjarninn rifjar upp aðdraganda þessa afdrifaríka máls.
Kjarninn 9. desember 2020
Ríkustu 242 fjölskyldurnar á Íslandi eiga 282 milljarða króna
Eigið fé þess 0,1 prósent þjóðarinnar hefur vaxið um 120 milljarða króna frá árinu 2010. Ríkustu fimm prósent landsmanna eiga eigið fé upp á tvö þúsund milljarða króna, en það er alls um 40 prósent af allri hreinni eign í landinu.
Kjarninn 8. desember 2020
Litli gaddaboltinn, kórónuveiran sem veldur COVID-19, verður von bráðar afvopnuð.
Heppni, samvinna, peningar – og meiri peningar
Hingað til hefur tekið mörg ár og stundum áratugi að þróa bóluefni. En innan við ári eftir að sjúkdómur vegna nýrrar kórónuveiru fór að herja á fólk eru fleiri en eitt bóluefni tilbúin. Hvernig í ósköpunum stendur á því?
Kjarninn 8. desember 2020
Zuism: Trúfélagið sem fjármagnaði ferðalög, áfengiskaup og hlutabréfaviðskipti tveggja bræðra
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn, bræður, fyrir að svíkja sóknargjöld út úr ríkissjóði og nota þau svo í eigin þágu um nokkurra ára skeið. Það gerðu þeir með því að nota trúfélagið Zuism, sem hafið lofað öllum sem skráðu sig í það endurgreiðslu.
Kjarninn 8. desember 2020
Fimmta mánuðinn í röð flýja sjóðsfélagar með húsnæðislánin sín frá lífeyrissjóðum til banka
Uppgreiðslur á húsnæðislánum hjá lífeyrissjóðum námu hærri upphæð en nokkru sinni áður í októbermánuði. Íslenskir viðskiptabankar hafa lánað tvisvar sinnum meira á fyrstu tíu mánuðum þessa árs en þeir gerðu allt árið í fyrra.
Kjarninn 7. desember 2020
Reykvíkingar með félagsþjónustu höfuðborgarsvæðisins á herðunum
Íbúar í Reykjavík borga hver og einn sjö sinnum hærri fjárhæð í fjárhagsaðstoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda en íbúar á Seltjarnarnesi. Þeir greiða tvöfalt meira fyrir alla veitta félagsþjónustu en íbúar í Kópavogi og Garðabæ.
Kjarninn 7. desember 2020
Þjóðin á úthald inni ef hugarfarið fylgir með
Kjarninn ræddi við sérfræðing hjá Landhelgisgæslunni sem segir að líta verði á COVID-ástand sem langhlaup.
Kjarninn 6. desember 2020
Milljónir minka hafa verið felldar í Danmörku síðustu vikur.
Hvað gera bændur nú?
Danskir (fyrrverandi) minkabændur eru í miklum vanda. Þeim hefur verið lofað bótum vegna þess að fella þurfti bústofninn en enginn veit hvenær þær bætur fást greiddar, meðan skuldir hrannast upp. Bankarnir hafa lítinn skilning á vandanum.
Kjarninn 6. desember 2020
Konur myndu kjósa félagshyggjustjórn en karlar hallast að íhaldinu
Kjósa konur öðruvísi en karlar? Skipta menntun eða tekjur máli þegar fólk ákveður hvaða stjórnmálaflokkur endurspegli best skoðanir þess á því hvernig þjóðfélagið á að vera? Er munur á því hvernig borgarbúar og þeir sem búa úti á landi ráðstafa atkvæðum?
Kjarninn 5. desember 2020
Bóluefni Pfizer og BioNTech fer í dreifingu í Bretlandi í næstu viku. Risastór áfangi. En munu nægilega margir vilja láta bólusetja sig?
Þegar bóluefnið lendir mun enn þurfa að sannfæra marga
Breskir ráðamenn stíga nú fram og segjast tilbúnir að láta bólusetja sig í beinni útsendingu til að auka tiltrú á bóluefnum. Ný dönsk samanburðarrannsókn sýnir mismikinn bólusetningarvilja á milli ríkja og að traust í garð yfirvalda ráði miklu þar um.
Kjarninn 3. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Hvaða skýrsla um skýrslur er þetta eiginlega?
Síðdegis á föstudag birtist skýrsla sem Alþingi óskaði eftir í janúar árið 2018, um það hvernig framkvæmdavaldið hefði brugðist við ábendingum sem finna mætti í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þar á meðal þeirri stóru um fall bankanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Ástandið kallar á að við setjum okkur í spor annarra – og er prófsteinn á siðferði okkar
Sjaldan hefur verið mikilvægara að staldra við og íhuga aðgerðir stjórnvalda vegna þerrar heilsuvár sem vofir yfir. Við það vaknar fjöldi siðferðislegra spurninga og ræddi Kjarninn við Vilhjálm Árnason til þess að komast nær svörum í flóknum aðstæðum.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lokatilraun gerð til að koma frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla í gegn
Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti í þriðja sinn frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ríkisstjórn í morgun. Í þriðja sinn var frumvarpið afgreitt þaðan. Það verður lagt fram á Alþingi fyrir þinglok.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Frá Borgartúni í Reykjavík
COVID-19 bítur fasteignafélögin
Rekstrarskilyrði fasteignafélaganna þriggja í Kauphöllinni, Reita, Regins og Eikar, hafa versnað vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Þar vega hóteleignir félaganna þyngst.
Kjarninn 22. nóvember 2020
Vaxandi spenna í Taívan-sundinu
Kínverski herinn hefur aukið þunga heræfinga sinna í nágrenni Taívans á síðustu mánuðum og náðu heræfingar þeirra í háloftum Taívans hámarki í október.
Kjarninn 22. nóvember 2020
Styttan af Friðriki V á kæjanum.
Listgjörningur eða skemmdarverk
Brjóstmynd af Friðriki V Danakóngi eyðilagðist þegar deildarstjóri við Konunglega fagurlistaskólann í Kaupmannahöfn, ásamt hópi nemenda, henti styttunni sem var í samkomusal skólans í sjóinn. List sagði deildarstjórinn sem hefur verið sendur heim.
Kjarninn 22. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir er formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var fyrr í haust kosinn varaformaður flokksins.
Viðreisn sækir helst fylgi til vel menntaðra og tekjuhárra karla á höfuðborgarsvæðinu
Enginn flokkur sem mældur er í könnunum MMR nýtur jafn lítilla vinsælda hjá tekjulægstu landsmönnum og Viðreisn. Flokkurinn virðist höfða mun betur til karla en kvenna.
Kjarninn 21. nóvember 2020
Sex stjórnmálaflokkar högnuðust samanlagt um rúmlega 300 milljónir króna í fyrra
Ríkisendurskoðun hefur birt ársreikninga sex flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þar kemur fram að meginþorri tekna komi úr opinberum sjóðum. Allir flokkarnir skila myndarlegum hagnaði.
Kjarninn 21. nóvember 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Karlar og minna menntaðir hrífast af Miðflokknum
Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er á mjög svipuðu róli nú í könnunum og hann var í síðustu kosningum. Hann á erfitt uppdráttar á höfuðborgarsvæðinu og hjá ungu fólki en er sterkur á landsbyggðinni.
Kjarninn 20. nóvember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin á miklu skriði hjá konum og yngstu kjósendunum
Degi fyrir kosningarnar 2016 sögðust eitt prósent kjósenda undir þrítugu ætla að kjósa Samfylkinguna. Nú mælist stuðningur við flokkinn hjá þeim aldurshópi 19,3 prósent. Bætt staða Samfylkingarinnar þar er lykilbreyta í auknu fylgi flokksins.
Kjarninn 19. nóvember 2020
Ætti að taka ákvarðanir um sóttvarnaráðstafanir á Alþingi?
Innan flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn á Íslandi í dag er ekki einhugur um það hvernig skuli glíma við kórónuveiruna. Stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa verið gagnrýnir á sóttvarnaaðgerðir. Kjarninn bauð þingmönnum að tjá sína skoðun á málinu.
Kjarninn 19. nóvember 2020
Píratar væru stærsti flokkur landsins ef ungt og tekjulítið fólk kysi einvörðungu
Píratar eru sterkir á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Ungt og tekjulítið fólk lítur frekar til þeirra en annarra flokka. Og enginn flokkur sem á þegar sæti á Alþingi hefur bætt við sig meira fylgi frá 2017 en Píratar.
Kjarninn 18. nóvember 2020
Það verður bið á því að örtröð myndist við landganga í Leifsstöð, samkvæmt spá Seðlabanka Íslands.
Seðlabankinn spáir dýpri kreppu og hægari efnahagsbata en hann gerði í sumarlok
Seðlabankinn telur að 750 þúsund ferðamenn muni heimsækja Ísland á næsta ári. Það eru 250 þúsund færri en bankinn spáði í ágúst og 150 þúsund færri en forsendur fjárlaga segja til um. Afleiðingin verður minni hagvöxtur 2021 en reiknað hafði verið með.
Kjarninn 18. nóvember 2020
Innlyksa í eldhafi
Hvað gerðist á vettvangi brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg og hvað tók svo við í kjölfarið fyrir þá sem lifðu af? Hér má finna samantekt á því helsta sem fram kemur í umfangsmiklum greinaflokki Kjarnans um harmleikinn.
Kjarninn 18. nóvember 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í janúar 2020.
Sósíalistaflokkurinn sækir vinstrafylgið fast og heggur í stöðu Vinstri grænna
Í borgarstjórnarkosningunum fyrir tveimur árum sigraði Sósíalistaflokkurinn baráttuna um vinstri vænginn og fékk fleiri atkvæði en Vinstri græn. Skýrar vísbendingar eru um að sú sókn í vinstrafylgið getið haldið áfram í komandi þingkosningum.
Kjarninn 17. nóvember 2020
„Dóttir mín svaf í fötunum í margar vikur“
Í sumar varð hún vitni að því þegar fólk stökk út um glugga á brennandi húsi. Sá höndum veifað í glugga á herbergi sem var orðið fullt af reyk. Gekk fram hjá blóðblettum á götunni í marga daga á eftir. Finnur enn brunalykt leggja frá húsinu.
Kjarninn 17. nóvember 2020
GRECO, samtök gegn spillingu, segja að Ísland verði að gera meira
Ísland þarf að gera meira til þess að koma í veg fyrir spillingu og efla heilindi hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og innan löggæslustofnana, samkvæmt nýrri eftirfylgniskýrslu GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu.
Kjarninn 16. nóvember 2020