Allt að 330 milljarða tekjur munu ekki skila sér í þjóðarbúið 2020
Ferðamönnum sem heimsækja Íslands mun fækka um allt að 69 prósent í ár. Mikil óvissa er um það hvenær viðspyrna getur hafist en ganga má út frá því að starfsemi í ferðaþjónustu verði skert í allt að ár í viðbót hið minnsta.
Kjarninn 18. apríl 2020
Líður eins og íþróttamanni með stuðningsmenn á hliðarlínunni
Hún var enn þrútin í andliti eftir kvöldvaktina er hún setti grímuna á sig í morgun. Gríman gerir það líka að verkum að sjúklingarnir sjá ekki brosið hennar svo hún límdi mynd af sér á hlífðargallann. Sjúkraliðar á Landspítala hugsa í lausnum.
Kjarninn 18. apríl 2020
Áhugi er á að reisa 34 vindorkuver á Íslandi. Eitt vindorkuver er hér nú þegar, sem telur tvær vindmyllur Landsvirkjunar.
43 nýir virkjanakostir lagðir til
Samanlagt uppsett afl þeirra virkjanahugmynda sem komnar eru inn á borð verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar er 3.675 MW. Í þriðja áfanga áætlunarinnar, sem ítrekað hefur frestast að afgreiða á þingi, er 1.421 MW í nýtingarflokki.
Kjarninn 17. apríl 2020
Höfða landamerkjamál á Ströndum sem gæti sett áform um Hvalárvirkjun í uppnám
Meirihluti eigenda eyðijarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi segir það sinn vilja „að óbyggðir Ófeigsfjarðarheiðar, vatnsföllin, fossarnir og strandlengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og náttúran fái að þróast á eigin forsendum“.
Kjarninn 17. apríl 2020
Veikindi virðast minnka þegar samfélagið róast
Þegar ró færist yfir samfélagið vegna bankahruns eða samkomubanns virðast færri veikjast alvarlega. Mikið álag hefur verið á gjörgæslum Landspítala vegna COVID-19 og þó að farið sé að draga úr því mun starfsfólk ekki kveðja varnarbúningana í bráð.
Kjarninn 16. apríl 2020
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra aldrei verið hærri
Á einum mánuði hefur líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensínlítra lækkað um meira en 60 prósent. Sú lækkun, sem er tilkomin vegna hruns á olíuverði á heimsmarkaði, hefur ekki skilað sér til íslenskra neytenda.
Kjarninn 15. apríl 2020
Hvað verður í næsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar?
Fyrir rúmum þremur vikum kynnti ríkisstjórnin það sem hún kallaði stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar. Fyrir lok þessarar viku mun hún þurfa að kynna annan aðgerðarpakka sem verður síst umfangsminni.
Kjarninn 14. apríl 2020
Við erum ekki að þýða samstöðuna gegn veirunni
Erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Þeir eru nú yfir 50 þúsund. Þær aðstæður sem nú ríkja í íslensku samfélagi skapa allskyns áskoranir fyrir þennan hóp sem eru kannski ekki sýnilegar öðrum.
Kjarninn 13. apríl 2020
Tók U-beygju í lífinu eftir örmögnun en er komin aftur „heim“ á gjörgæsluna
„Ég stend á öxlum risa,“ segir Laufey Steindórsdóttir hjúkrunarfræðingur um endurkomu sína á gjörgæsludeildina og hið færa fagfólk sem þar starfar. Laufey er í bakvarðasveitinni. „Ég hlustaði á hjarta mitt sem er minn besti vegvísir.“
Kjarninn 13. apríl 2020
2020 fram að kórónufaraldri: Hildur Guðnadóttir sigraði heiminn
Í febrúar varð hin íslenska Hildur Guðnadóttir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Hún varð um leið þriðja konan til að vinna verðlaunin fyrir kvikmyndatónlist. Í þakkarræðu sinni hvatti hún konur til að hefja upp raust sína.
Kjarninn 12. apríl 2020
Harmsaga Hart-eyju
Einu sinni hét hún Hjartaeyja. En svo féll einn stafur niður og nafnið Hart-eyja festist við hana. Þetta er að minnsta kosti ein kenningin um nafnið á eyjunni sem á sér svo átakanlega sögu að flestir íbúar New York vilja ekki vita að hún sé til.
Kjarninn 12. apríl 2020
Margrét Þórhildur Danadrottning verður áttræð 16. apríl. Til stóð að halda rækilega upp á áfangann, en svo kom COVID-19.
Engin veisla hjá Margréti Þórhildi á áttræðisafmælinu
Margrét Þórhildur Danadrottning verður áttræð næstkomandi fimmtudag, 16. apríl. Veirufaraldurinn sem nú geisar kemur í veg fyrir veisluhöld. Þegar drottningin varð sjötug var það Eyjafjallajökull sem setti strik í veislureikninginn.
Kjarninn 12. apríl 2020
Flaug suður og tók tíu vaktir á níu dögum á gjörgæsludeild
Þegar Arna Rut O. Gunnarsdóttir sá bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins auglýsta ákvað hún strax að skrá sig. Arna er búsett á Akureyri en fór suður til vinnu á gjörgæslunni. „Þetta var alveg svakalegt ástand,“ segir hún um fyrstu vinnulotuna.
Kjarninn 11. apríl 2020
2020 fram að kórónufaraldri: Icelandair rær lífróður
Áföllin sem dunið hafa á Icelandair á undanförnum árum eru af ýmsum toga. Sum vegna rangra ákvarðana en önnur eru vegna ytri aðstæðna sem félagið getur lítið eða ekkert gert við.
Kjarninn 10. apríl 2020
Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina
Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þó að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag.
Kjarninn 10. apríl 2020
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Lúxusfrí á lystiskipi breyttist í margra vikna martröð
„Því miður þá eru fjórir farþegar okkar látnir,“ heyrist skipstjórinn segja í hátalarakerfi skipsins. „Einn í nótt, tveir í gær og einn fyrir nokkrum dögum.“ Farþegar sitja hljóðir, lokaðir inni í klefum sínum. Það er farsótt um borð.
Kjarninn 9. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Sir Keir Rodney Starmer heitir hann, nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Fékk vinstrimennsku í vöggugjöf
Keir Starmer er orðinn formaður Verkamannaflokksins. Líklegt þykir að undir hans forystu muni Verkamannaflokkurinn sækja í átt að miðjunni á næstu árum, þrátt fyrir að Starmer sjálfur segi að hann vilji halda í róttækni liðinna ára.
Kjarninn 7. apríl 2020
Eftirlitið sleppti Samherja við tug milljarða yfirtökutilboð í Eimskip
Samherji hefði þurft að greiða allt að 20 milljarða króna ef aðrir hluthafar Eimskips hefðu ákveðið að selja hluti sína eftir að yfirtökuskylda skapaðist í félaginu. Af því varð þó ekki.
Kjarninn 6. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Það slokknaði á LED perunni
Rífandi gangur, milljónasamningar við stór fyrirtæki og framtíðin björt. Þetta var lýsing forstjóra danska ljósaframleiðandans Hesalight haustið 2015. Nokkrum mánuðum síðar var Hesalight komið í þrot og við blasti risastórt fjársvikamál.
Kjarninn 5. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Eignir lífeyrissjóða lækkuðu um 87,5 milljarða á einum mánuði en stóra höggið er eftir
Eignasafn íslenska lífeyrissjóðakerfið mun taka á sig mikið högg vegna þeirra efnahagslegu hamfara sem nú ríða yfir heiminn. Eignir þess hafa einungis tvisvar dregist saman um fleiri krónur á einum mánuði en í febrúar síðastliðnum.
Kjarninn 3. apríl 2020
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
„Okkar líf er alveg jafn mikilvægt og annarra“
Ekki hefur mikið farið fyrir í samfélagsumræðunni hvernig fatlaðir einstaklingar eigi að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur nú frammi fyrir á tímum faraldurs.
Kjarninn 2. apríl 2020
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Það dropar á glerþakið milli kvenna og peninga en fáar sprungur myndast
Sjöunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Þrátt fyrir miklar hræringar, þar sem meðal annars var skipt um forstjóra hjá átta skráðum félögum, er niðurstaðan sú sama og áður.
Kjarninn 1. apríl 2020
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
Kjarninn 31. mars 2020
Svaf á fjörutíu sentímetra löngum steinbít
Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur er komin suður eftir reglubundna vettvangsferð að vetri í friðlandið á Hornströndum. Hún segir okkur sögur af brimsköflum sem skoluðu reiðinnar býsn af sjávarfangi á land svo refirnir urðu saddir og sælir.
Kjarninn 31. mars 2020
Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra síðan 2002 – Verð á lítra hér lækkað um nokkrar krónur
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu falli á síðustu vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 68 prósent. Á Íslandi hefur viðmiðunarverð á seldum bensínlítra lækkað um 3,4 prósent frá því um miðjan janúar.
Kjarninn 31. mars 2020
Stræti margra stórborga heims eru tómleg að sjá, á þessum undarlegu tímum. Mynd frá New York á dögunum.
Raunveruleg dánartíðni vegna COVID-19 er á huldu
Dánartíðni vegna COVID-19 á heimsvísu er, samkvæmt opinberum tölum, 4,7 prósent. Fjöldi smita er þó vanmetinn og hægt er að slá því föstu að dánartíðnin sé umtalsvert lægri, en þó ólíklega jafn lág og rannsakendur við Oxford-háskóla töldu mögulegt.
Kjarninn 30. mars 2020
Alþingiskosningar og samfélagsmiðlar: Hverja reyndu flokkarnir að nálgast og hvernig?
Í nýlegu áliti Persónuverndar um samfélagsmiðlanotkun stjórnmálaflokka fyrir síðustu tvennar Alþingiskosningar má lesa ýmislegt forvitnilegt um það hvernig flokkarnir reyndu að ná til fólks með keyptum skilaboðum á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 30. mars 2020
Óvissan liggur í loftinu
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir og blaðamaðurinn Bára Huld Beck fóru í göngutúr um auðar götur miðbæjar Reykjavíkur. Þrátt fyrir gjörbreytta götumynd þá mátti sjá ljós í myrkrinu við hvert fótmál.
Kjarninn 30. mars 2020
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
Kjarninn 29. mars 2020
Nokkrar jákvæðar fréttir í miðjum faraldri kórónuveiru
Ógnvekjandi fréttir dynja á okkur þessa dagana. Þeim ber að taka alvarlega. En það finnst vonarglæta inn á milli talna um dauðsföll og útbreiðslu veirunnar skæðu.
Kjarninn 27. mars 2020
Þýsku leiðinni svipar til þeirrar íslensku – margir greinst en dánartíðni enn lág
Þrátt fyrir að staðfestum smitum fjölgi hratt í Þýskalandi og að 239 hafi látist þar í landi úr COVID-19 hafa yfirvöld boðist til að taka við ítölskum og frönskum sjúklingum. Dánartíðni er lægri í Þýskalandi en mörgum löndum.
Kjarninn 26. mars 2020
Útgerðirnar vilja fá að fresta því að borga veiðigjaldið vegna COVID-19
Hagsmunasamtök sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækja vilja að veiðigjaldi verði frestað, að sérstök gjöld á fiskeldi verði jafnvel felld niður og að stimpilgjald vegna fiskiskipa verði afnumið. Ástæðan er staðan sem skapast hefur vegna útbreiðslu COVID-19.
Kjarninn 25. mars 2020
Margþættir efnahagsskellir framundan og samdráttur allt að 4,8 prósent í ár
Sviðsmyndir Seðlabanka Íslands gera ráð fyrir að mikill samdráttur verði í íslensku efnahagskerfi í ár. Atvinnuleysi mun aukast verulega, einkaneysla dragast saman og fækkun ferðamanna gæti orðið allt að 55 prósent í ár.
Kjarninn 25. mars 2020
Borgirnar þagna
Margar stórborgir heims virðast nú mannlausar, eru eyðilegar. Það er varla nokkur sála á ferli. Mannlífið er horfið og þó að vorið sé að vakna víða í vesturheimi verður bið á því að við fáum að njóta þess með sama hætti og áður.
Kjarninn 24. mars 2020
Ástandið er ein löng jógaæfing – Jóga nidra hugleiðsla handa lesendum Kjarnans
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti Auði Bjarnadóttur, eiganda Jógasetursins, sem í meðfylgjandi myndbandi leiðir lesendur Kjarnans í gegnum jóga nidra hugleiðslu til að ná djúpslökun. Hér er viðtal við jógakennarann og djúphugleiðsla handa ykkur.
Kjarninn 22. mars 2020
Stóru orð leiðtoganna
Þrír stjórnmálamenn stíga á svið í dimmum sal þar sem gleðin er vön að vera við völd. En þeir eru alvarlegir og brúnaþungir.
Kjarninn 21. mars 2020
„Stærstu einstöku efnahagsaðgerðir sögunnar“
Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar felst aðallega í að Seðlabankinn geti veitt ábyrgðir fyrir lánum til fyrirtækja upp á tugi milljarða króna, heimila frestun á greiðslum opinberra gjalda, afnema gisináttaskatt, lækka bankaskatt og greiða úr barnabótaauka.
Kjarninn 21. mars 2020
FÍA gætir hagsmuna flugmanna hjá Icelandair.
Flugmenn vildu að að fólk með yfir milljón á mánuði fengi fullar atvinnuleysisbætur
Félag íslenskra atvinnuflugmanna telur það sanngjarnt að fólk sem haldi launum frá atvinnurekenda sem yrðu yfir milljón krónur á mánuði fái samt fullar atvinnuleysisbætur úr ríkissjóði. Ástæðan er meðal annars sú að hópurinn hafi greitt svo mikið í skatt.
Kjarninn 21. mars 2020
Fimmti hver Bandaríkjamaður þarf að vera heima
„Við erum að sjá hörmungar á skala sem við höfum ekki séð af völdum smitsjúkdóms frá árinu 1918,“ segir Jeffrey Shaman, prófessor í lýðheilsu. „Og þetta krefst fórna sem við höfum ekki séð síðan í síðari heimsstyrjöldinni.“
Kjarninn 21. mars 2020
Fimm misvísandi skilaboð Donalds Trump – og nokkur til
Við höfum stjórn á þessu. Algjöra stjórn. Takið því bara rólega, þetta mun hverfa. Þetta mun hverfa fyrir kraftaverk. Leiðtogi hins vestræna heims gerði frá upphafi lítið úr faraldrinum og sendi misvísandi og röng skilaboð til þjóðarinnar.
Kjarninn 20. mars 2020
Svartasta sviðsmyndin reiknar með 50 þúsund landsmönnum á hlutabótum
Rúmlega fjórðungur starfandi Íslendinga mun fá hluta af launum sínum greiddum úr Atvinnuleysistryggingasjóði fram til 1. júní verði dekksta sviðsmynd stjórnvalda að veruleika. Í henni er gert ráð fyrir að kostnaður við þá stöðu yrði 32 milljarðar króna.
Kjarninn 20. mars 2020
Samkomubönn og félagsforðun virðast skila árangri
Ítalir eru ein elsta þjóð heims. Suður-Kóreumenn er í hópi þeirra yngstu. COVID-19 leggst þyngst á þá sem eldri eru og gæti þetta skýrt mismunandi dánartíðni milli landa. Á Ítalíu virðast dæmin sanna að samkomubönn skili árangri í baráttunni við veiruna.
Kjarninn 20. mars 2020