Drangajökull verður líklega horfinn árið 2050
Niðurstöður nýrrar rannsóknar draga upp dökka mynd af framtíð Drangajökuls. Höfundar hennar telja þó að stjórnvöld hafi enn tíma til að undirbúa viðbrögð sín.
Kjarninn 9. febrúar 2020
Kínverjar vilja Níðstöngina burt
Ný myndastytta, sem komið hefur verið fyrir við Kristjánsborgarhöllina í Kaupmannahöfn fer mjög fyrir brjóstið á Kínverjum. Styttan heitir Skamstøtte, Níðstöng. Ástæðan fyrir uppsetningu styttunnar er ástandið í Hong Kong.
Kjarninn 9. febrúar 2020
Rökstuddur grunur um að flytja ætti Heinaste frá Namibíu
Heinaste, verksmiðjutogari Samherja í Namibíu, var kyrrsettur á ný í gærmorgun á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi. Einungis er heimilt að beita slíkri kyrrsetningu ef rökstuddur grunur er um að til standi að fjarlægja umrædda eign.
Kjarninn 8. febrúar 2020
17 milljarða skattafsláttur á kostnað framtíðarkynslóða
Hluti landsmanna hefur fengið rúmlega 17 milljarða króna í skattaafslátt fyrir að nota séreignarsparnað sinn til að greiða niður húsnæðisskuldir sínar. Tekjuhærri eru mun líklegri til að nýta sér úrræðið en tekjulægri hópar.
Kjarninn 8. febrúar 2020
Heinaste kyrrsett á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi
Kyrrsetningu togarans Heinaste, sem er í eigu Samherja, var aflétt í fyrradag. Í morgun var hann hins vegar kyrrsettur á ný. Sekt sem Samherji greiddi vegna brota skipstjóra Heinaste var greidd í reiðufé.
Kjarninn 7. febrúar 2020
Undir þriðjungi vinnumarkaðar nýtir sér skattfrjálsa séreign til að borga niður húsnæðislán
Tekjuhærri landsmenn eru mun líklegri til að safna í séreign en þeir sem eru tekjulægri. Alls hafa tæplega 60 þúsund manns nýtt sér séreignarsparnað sinn til að borga inn á húsnæðislán skattfrjálst. Þar er um að ræða gæði sem einungis þeim eru færð.
Kjarninn 7. febrúar 2020
73,5 milljarða af séreignasparnaði í að borga niður húsnæðislán
Á þeim fimm og hálfu árum sem liðin eru frá því að íslenskum húsnæðisskuldurum, eða þeim sem voru í kauphugleiðingum, var gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til að lækka húsnæðislán hafa þeir notað 73,5 milljarða króna til þess.
Kjarninn 6. febrúar 2020
Innreið tæknirisa á lánamarkað markar tímamót
Hvað gerist ef tæknirisarnir munu fara hratt inn á fjármálamarkað, og marka sér þar yfirburðastöðu?
Kjarninn 5. febrúar 2020
Það var hagvöxtur í fyrra, en hann verður lítill í ár í köldu hagkerfi
Útlit er fyrir að hagvöxtur í ár og á næsta ári verði minni en búist var við. Í fyrra óx hins vegar landsframleiðsla, þvert á nær allar spár. Samhangandi hagvaxtarskeið Íslands hefur því staðið yfir frá árinu 2011.
Kjarninn 5. febrúar 2020
Krónan eftir höft: Stöðugleiki og stöðnun
Íslenska krónan, gagn hennar og lestir, er eitt helstu þrætuepli íslenskrar þjóðar. Frá aldamótum hafa farið fram þrjár mismunandi tilraunir í að stýra henni þannig að gagnsemi krónunnar sé sem mest.
Kjarninn 2. febrúar 2020
Falsarinn
Þeir voru ekki kátir yfirmenn sænska hersins þegar þeir uppgötvuðu að í þeirra hópi var maður sem hafði logið sig til metorða, og lagt fram fölsuð prófskírteini. Maðurinn hafði fyrir rúmum tuttugu árum verið rekinn úr sænska liðsforingjaskólanum.
Kjarninn 2. febrúar 2020
Krónan í höftum: Bjargvættur í fangelsi
Íslenska krónan, gagn hennar og lestir, er eitt helstu þrætuepli íslenskrar þjóðar. Frá aldarmótum hafa farið fram þrjár mismunandi tilraunir í að stýra henni þannig að gagnsemi krónunnar sé sem mest, en að lestir þessa örgjaldmiðils sjáist sem minnst.
Kjarninn 1. febrúar 2020
Sérfræðingar frá ÖSE ráðleggja Alþingi – Endurskoðun siðareglna stendur nú yfir
Tveir sérfræðingar frá Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE munu heimsækja Alþingi í byrjun næstu viku til að ræða við þingmenn og skrifstofu Alþingis um endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn.
Kjarninn 31. janúar 2020
Krónan fyrir hrun: Vopn gegn almenningi
Íslenska krónan, gagn hennar og lestir, er eitt helstu þrætuepli íslenskrar þjóðar. Frá aldarmótum hafa farið fram þrjár mismunandi tilraunir í að stýra henni þannig að gagnsemi krónunnar sé sem mest, en að lestir þessa örgjaldmiðils láti sem minnst á sér
Kjarninn 31. janúar 2020
Félag makrílveiðimanna stefnir íslenska ríkinu
Þær útgerðir sem veiða makríl á krókum segja að kvóti þeirra hafi verið helmingaður þegar makríll var kvótasettur í fyrra. Þær telja minni útgerðir vera látnar bera þunga misgjörða ríkisins eftir að stórútgerðir unnu mál gegn ríkinu í desember 2018.
Kjarninn 30. janúar 2020
Milliliðir í ferðaþjónustu hafa sótt í sig veðrið
Velta ferðaskipuleggjenda og bókunarþjónustu hefur aukist verulega á síðustu árum. Fjöldi þeirra starfar á Íslandi og hefur hlutur þeirra í heildarneyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands nærri tvöfaldast á áratug.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ásmundur keyrði fyrir rúmlega 320 þúsund krónur á mánuði
Ásmundur Friðriksson var, enn og aftur, sá þingmaður sem keyrði mest allra í fyrra. Alls kostaði akstur Ásmundar skattgreiðendur 3,8 milljónir króna, sem er 52 prósent meira en kostnaður þess sem keyrði næst mest.
Kjarninn 28. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
Kjarninn 19. janúar 2020
Allir ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi frá kosningum – Andstaðan bætir vel við sig
Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í kortunum, sameiginlegt fylgi frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkanna helst enn stöðugt og er að aukast en atkvæði sem falla niður dauð gætu ráðið úrslitum í kosningum.
Kjarninn 18. janúar 2020
Framkvæmdasvæðið er í landi Sólheima, sveitabæjar í Dalabyggð.
Vilja vindorkuver á mikilvægu fuglasvæði
Verði hugmyndir að þremur vindorkuverum á Vesturlandi að veruleika yrðu þar reistar um 86 vindmyllur með allt að 375 MW aflgetu. Samanlagt afl beggja Búrfellsvirkjana Landsvirkjunar er 370 MW.
Kjarninn 16. janúar 2020
Stefnir í að aksturskostnaður þingmanna verði hærri í fyrra en árið áður
Ásmundur Friðriksson er sem fyrr sá þingmaður sem tilgreinir hæstan aksturskostnað allra þingmanna. Alls voru tólf þingmenn með kostnað yfir einni milljón króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Um 74 prósent af öllum aksturskostnaði er vegna þeirra.
Kjarninn 16. janúar 2020
Seðlabankinn sniðgekk mun hæfari konu til að ráða karl
Seðlabanki Íslands hefur þrívegis brotið gegn jafnréttislögum frá árinu 2012. Í vikunni var birt niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í máli þar sem bankinn er talinn hafa sniðgengið mjög hæfa konu fyrir mun minna hæfan karl.
Kjarninn 15. janúar 2020
Enn beðið eftir tillögum um breytingar á kvótaþaki
Skilgreining á tengdum aðilum í sjávarútvegi eru í engu samræmi við slíkar skilgreiningar í fjármálageiranum, sem skerpt var verulega á í kjölfar bankahrunsins.
Kjarninn 14. janúar 2020
Lífeyrissjóðakerfið á að tryggja sem flestum Íslendingum áhyggjulaust ævikvöld. Eignir þess hafa aukist hratt undanfarið.
Eignir lífeyrissjóðanna nálgast fimm þúsund milljarða
Alls jukust eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins um 655 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Erlendu eignir þess hafa næstum tvöfaldast frá því að höftum var lyft og innlend hlutabréf gáfu vel af sér í fyrra.
Kjarninn 13. janúar 2020
Tæknispá 2020: Komandi áratugur
Umhverfismál, matvæli, námuvinnsla, mannlegar hliðar tækninnar og fjártækni eru helstu umfjöllunarefnin í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar, sem nú spáir í þróun mála næsta áratuginn.
Kjarninn 12. janúar 2020
Með brunasár á smáum fótum
Mörg dýr hafa fengið skjól í fangi manna í hamfaraeldunum í Ástralíu. Margfalt fleiri hafa farist og þeirra á meðal eru þúsundir kóalabjarna, sem eru ekki aðeins sérlega krúttlegir heldur mikilvægur hlekkur í þegar viðkvæmu vistkerfi.
Kjarninn 12. janúar 2020
Skipulögðu kjarnorkuárásir á Danmörku
Það er ekki ofmælt að yfirstjórn danska hersins og margir háttsettir danskir stjórnarráðsstarfsmenn hafi orðið undrandi þegar þeir hlýddu á fyrirlestur tveggja danska sérfræðinga skömmu fyrir jól.
Kjarninn 12. janúar 2020
Með landið að láni
Páll Skúlason var brautryðjandi þegar kemur að umræðu um umhverfismál en hann taldi meðal annars mikil mistök vera falin í því viðhorfi að líta á náttúruna sem eign manna og að leyfilegt væri að gera hvað sem er undir því yfirskini.
Kjarninn 11. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir höfðu ýmsar athugasemdir við tillögu að rammaáætlun er hún var lögð fram á þingi 2016 og 2017.
Katrín vildi Skrokkölduvirkjun „út fyrir sviga“
Þingmenn Vinstri grænna gerðu ýmsar athugasemdir við þingsályktunartillögu að rammaáætlun er hún var lögð fram árin 2016 og 2017. Nú ætlar umhverfisráherra að leggja tillöguna fram í óbreyttri mynd.
Kjarninn 11. janúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fengið tillögurnar inn á sitt borð. Að óbreyttu mun hann taka ákvörðun um hvaða breytingar verða lagðar til.
Tillögur um endurskoðun á hámarki kvótaþaks liggja fyrir
Tillögur um breytta hámarkshlutdeild í fiskveiðikvóta, sem í dag er 12 prósent, hefur verið skilað inn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Þær verða kynntar á næstu dögum. Skilum á tillögunum var flýtt vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 10. janúar 2020
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær kominn með fulla stjórn á fjármálum sínum á ný
Reykjanesbær hefur á síðustu árum farið í gegnum sársaukafullar aðgerðir til að ná niður himinháu skuldahlutfalli sínu, sem hafði myndast eftir viðvarandi hallarekstur. Nú er Reykjanesbær laus undan því að lúta eftirliti með fjármálum sínum.
Kjarninn 9. janúar 2020
Hafréttarstofnun á að gera rannsóknaráætlanir og sinna ráðgjöf en gerir hvorugt
Tvö ráðuneyti hafa lagt Hafréttarstofnun Íslands til rúmlega 200 milljónir króna frá því að hún var sett á laggirnar árið 1999. Í samningi um tilurð hennar er kveðið á um að stofnunin sinni ákveðnum verkum.
Kjarninn 9. janúar 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Rúmlega 100 þúsund manns standa utan þjóðkirkjunnar
Flestir sem yfirgáfu trúfélag í fyrra fóru úr þjóðkirkjunni. Hún er þó enn langstærsta trúfélag landsins þar sem 63,5 prósent íbúa þess eru enn skráðir í hana. Kaþólikkum og þeim sem skráðum eru í Siðmennt fjölgar mest.
Kjarninn 9. janúar 2020
Veðsetning hlutabréfa jókst um 65 milljarða króna í fyrra
Mun meira var um það í fyrra að fjárfestar tóku lán til að kaupa hlutabréf – gíruðu sig upp – en verið hefur frá því að hlutabréfamarkaður var endurreistur eftir hrunið. Slík veðsetning hlutabréfa var mjög algeng í góðærinu sem lauk haustið 2008.
Kjarninn 8. janúar 2020
Skiptastjórar WOW air vísa málum til héraðssaksóknara vegna gruns um lögbrot
Leiga á íbúð í London sem forstjóri WOW air bjó í og röng upplýsingagjöf í tengslum við skuldabréfaútboð WOW air eru á meðal þeirra mála sem skiptastjórar flugfélagsins hafa vísað til héraðssaksókara vegna gruns um lögbrot.
Kjarninn 7. janúar 2020
Tillaga um rammaáætlun verður lögð fram í óbreyttri mynd
Þrettán virkjanakostir í orkunýtingar- og biðflokki tillögunnar myndu falla innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Heimila á nýjar virkjanir innan hans en með strangari skilyrðum. „Klárlega málamiðlun,“ segir umhverfisráðherra.
Kjarninn 7. janúar 2020
Morðið í Miðausturlöndum sem orsakað gæti styrjöld
Hann er sagður arkítekt stríðsins í Sýrlandi, vera hugmyndasmiður utanríkisstefnu Írans og áhrifamaður í stjórnmálum um öll Miðausturlönd. Nú er hann allur.
Kjarninn 6. janúar 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna og LSR máttu ekki breyta því hvernig þeir reiknuðu út vexti
Neytendastofa hefur birt ákvörðun þar sem hún segir að lán sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna og LSR veittu frá byrjun árs 2001 og til apríl 2017 hafi ekki að geyma fullnægjandi ákvæði sem leyfi vaxtabreytingu sem sjóðirnir tilkynnti um í maí 2019.
Kjarninn 6. janúar 2020