Meirihlutinn í Reykjanesbæ hvetur Arion banka og Thorsil til að falla frá áformum
Deildar meiningar eru í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Kjarninn 22. janúar 2019
Heimavellir bjóða Heimavelli 900 ehf. til sölu
Leigufélag á Ásbrú hefur nú verið boðið til sölu.
Kjarninn 22. janúar 2019
Kauphöllin vill að Íslandsbanki og Landsbankinn verði boðnir út
Kauphöllin telur að hagsmunum ríkissjóðs og fyrirtækja sé best borgið með því að stærstum hluta bankakerfisins sé komið í dreift eignarhald breiðs hóps fjárfesta. Kauphöllin telur að beina ætti útboðinu bæði að innlendum og erlendum fjárfestum.
Kjarninn 22. janúar 2019
Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Bendiktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Steinunn Þóra og Haraldur kjörin varaforsetar forsætisnefndar Alþingis
Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Bendiktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafa verið kjörin varaforsetar forsætisnefndar Alþingis.
Kjarninn 22. janúar 2019
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Segja málsmeðferð forseta Alþingis ámælisverða
Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa sent bréf til Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, þar sem þeir gera at­huga­semd­ir við málsmeðferð hans. Þau segja ætlun hans að halda þeim í myrkrinu.
Kjarninn 22. janúar 2019
Tæplega helmingur kvenkyns lækna orðið fyrir kynferðislegu áreiti í starfi
Mikill meirihluti lækna telja sig vera undir of miklu álagi í starfi í nýrri könnun Læknafélags Íslands. Tæplega fimmtíu prósent kvenkyns lækna hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti einhvern tímann á starfsævinni og um 7 prósent á síðustu þremur mánuðum.
Kjarninn 22. janúar 2019
Sigmundur Davíð segir Steingrím vera popúlista
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, vera einn mesta popúlista íslenskra stjórnmála. Sigmundur segir að persónuleg óvild Steingríms í sinn garð sé vel þekkt.
Kjarninn 22. janúar 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Málaferli vegna synjunar á innflutningi fersks kjöts hafa kostað ríkið 47 milljónir
Kostnaður íslenska ríkisins vegna tveggja málaferla um synjun á heimildum til innflutnings á fersku kjöti er í heild 47 milljónir króna. Matvælastofnun hefur einu sinni hafnað umsókn um innflutning kjöts eftir að dómur Hæstaréttar féll í fyrra.
Kjarninn 22. janúar 2019
Sagði ríkisstjórnina enga framtíðarsýn hafa og að hún væri „tilgangslaus“
Formaður Miðflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í ræðu sinni á Alþingi, í dag.
Kjarninn 21. janúar 2019
„Það er íslenska þjóðin sjálf sem er stjórnarskrárgjafinn“
Frumvarpið byggir að uppistöðu á stjórnarskrá stjórnlagaráðs.
Kjarninn 21. janúar 2019
Þórdís Kolbrún: Snýst ekki um skammstöfun gjaldmiðilsins heldur stöðugleikann
Rætt var um gjaldmiðlamál á Alþingi í dag, og var spurningum beint til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur.
Kjarninn 21. janúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Stjórnarskrárumræða föst í skotgröfum skilar ekki árangri
Forsætisráðherra hélt ræðu á Alþingi í dag þar sem hún fjallaði um breytingar á stjórnarskrá og hvernig hún sæi fyrir sér að sú vinna færi fram.
Kjarninn 21. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson
Karl Gauti og Ólafur gagnrýna forseta Alþingis
Þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson mótmæltu því á fyrsta þingfundi ársins að hafa ekki fengið úthlutað ræðutíma. Karl Gauti sagði vinnubrögð þingforseta óboðleg.
Kjarninn 21. janúar 2019
Afpökkunarboð í verslun Krónunnar á Granda
Krónan býður viðskiptavinum að skilja eftir óþarfa umbúðir í verslunum
Krónan hefur nú sett upp sérstakt afpökkunarborð fyrir viðskiptavini í tveimur verslunum. Viðskiptavinum gefst kostur á að skilja óþarfa umbúðir eftir í verslunum til að minnka heimilisruslið og Krónan sér um að umbúðirnar séu flokkaðar og endurunnar.
Kjarninn 21. janúar 2019
Stúlka með greiðu 1937, eitt verka Gunnlaugs Blöndal.
Setja spurningarmerki við að Seðlabankinn safni þjóðargersemum í geymslur
Bandalag íslenskra listamanna gerir athugasemd við að Seðlabankinn hafi ákveðið að fjarlæga verk Gunnlaugs Blöndal af veggjum bankans og komið fyrir í geymslu. Jafnframt gagnrýnir bandalagið að bankinn safni myndlist í geymslur sem engum sé aðgengileg.
Kjarninn 21. janúar 2019
Hvalur 8
Vilja að skýrsla um hvalveiðar verði unnin upp á nýtt
Stjórn Landverndar mótmælir harðlega málflutningi sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar.
Kjarninn 21. janúar 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð segir forseta Alþingis nýta stöðu sína gegn sér
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir Steingrím J. Sigfússon nýta stöðu sína sem þingforseta til að hefna sín á Sigmundi. Hann segir að með því að skipa nýja forsætisnefnd brjóti Steingrímur blað í sögu Alþingis.
Kjarninn 21. janúar 2019
Tíu ár frá því Aretha Franklin söng Obama inn í embætti forseta
Í dag eru tíu ár frá því að fyrsti svarti forsetinn í sögu Bandaríkjanna, Barack Obama, tók formlega við stjórnartaumunum, mitt í dýpstu efnahagslægð sem Bandaríkin höfðu komist í frá Kreppunni miklu.
Kjarninn 20. janúar 2019
Hefur áhyggjur af fordæminu þegar þingmenn neita að koma fyrir nefndir
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að forsætisnefnd skoði hvort að breyta þurfi reglum þannig að t.d. þingmönnum verði gert skylt að mæta fyrir þingnefndir.
Kjarninn 20. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Miðflokkur og Flokkur fólksins bæta við sig – Samfylkingin missir fylgi
Samfylkingin mælist nú með lægsta fylgi sem hún hefur mælst með frá því í maí 2018. Fylgið er samt sem áður töluvert yfir kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og Framsókn græðir mest á Klaustursmálinu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Helmingur landsmanna hefur breytt daglegum innkaupum til að minnka umhverfisáhrif
Rúmlega helmingur landsmanna hefur breytt daglegum innkaupum sínum á síðustu tólf mánuðum til þess að lágmarka áhrif á umhverfi og loftlagsbreytingar. Auk þess hafa tæplega tveir af hverjum þremur breytt hegðun sinni til minnka umhverfisáhrif.
Kjarninn 17. janúar 2019
Jón Baldvin Hallibalsson
Aldís segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra
Dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar segir hann hafa nýtt bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington þegar hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild.
Kjarninn 17. janúar 2019
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins.
Hótanir og tilraunir til múta hluti af veruleika skattrannsóknarstjóra
Skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins hef­ur oftar en einu sinni verið hótað og tilraunir gerðar til að múta henni í starfi. Stofn­un­inni sem slíkri hefur einnig verið hótað póli­tísk­um af­skipt­um í ein­stök­um mál­um.
Kjarninn 17. janúar 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Segir Klausturmenn litla karla sem hatast út í konur
Inga Sæland segir að þrír fyrrverandi Sjálfstæðismenn sem gengið hafi til liðs við flokk hennar 2017 hafi viljað fá stjórn yfir fjármunum flokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafi einungis átt eitt erindi á Klaustur, að svíkja flokk sinn.
Kjarninn 17. janúar 2019
Bára Halldórsdóttir
Kröfu Miðflokksmanna í Klaustursmáli hafnað
Bára Halldórsdóttir hafði betur í Landsrétti eins og í hún hafði í héraði, þegar krafa um gagnaöflunarvitnaleiðslur var umfjöllunar.
Kjarninn 16. janúar 2019
Vilhelm Már Þorsteinsson nýr forstjóri Eimskips
Formaður stjórnar er Baldvin Þorsteinsson, en hann er náfrændi nýja forstjórans. Eimskip er skráð á aðallista kauphallar Íslands, en Samherji er stærsti eigandi félagsins.
Kjarninn 16. janúar 2019
Vísitala leiguverðs lækkar milli mánaða
Leiguverð lækkaði milli mánaða, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár.
Kjarninn 16. janúar 2019
May telur allur líkur á að ríkisstjórn hennar standi af sér vantrauststillöguna
Í kvöld munu bresk­ir þing­menn greiða at­kvæði um van­traust á rík­is­stjórn Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, aðeins sól­ar­hring eft­ir að þingið hafnaði Brex­it-samn­ingi stjórn­ar­inn­ar og Evr­ópu­sam­bands­ins.
Kjarninn 16. janúar 2019
Auður Jónsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Bára Huld Beck samankomnar þegar Þjáningarfrelsið var tilnefnt til verðlaunanna.
Bók um fjölmiðla hlýtur Fjöruverðlaunin
Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlauna kvenna 2019 voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag klukkan 15.
Kjarninn 16. janúar 2019
Helga Vala Helgadóttir stýrði fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
Hefur verið rætt óformlega að skipa rannsóknarnefnd vegna sendiherramálsins
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segist telja að það verði að skoða hvort að skipa þurfi rannsóknarnefnd um sendiherramálið svokallaða, sem snýst um meint pólitísk hrossakaup um sendiherrastöður. Þetta kemur fram í sjónvarpsþættinum 21.
Kjarninn 16. janúar 2019
Leikskólagjöld lægst í Reykjavík
Mikill munur er á leikskólagjöldum á milli sveitarfélaga, munurinn á almennu leikskólagjaldi er mest 53 prósent á milli sveitarfélaga eða rúm 150 þúsund á ári. Leikskólagjöld hækka hja 80 prósent sveitarfélaga á þessu ári.
Kjarninn 16. janúar 2019
Bjarni kannast ekki við pólitísk hrossakaup um sendiherraskipan
Bjarni Benediktsson segir að áhugi Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastöðu hafi aldrei verið rædd í því samhengi að til stæði að uppfylla einhver gefin loforð eða meint samkomulag. Utanríkisráðherra segir Bjarna aldrei hafa skipað sér að gera nokkuð.
Kjarninn 16. janúar 2019
Af fundi nefndarinnar sem nú stendur yfir.
Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi mæta ekki á fundinn
Gunnar Bragi Sveinsson segir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vera haldinn til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að enginn siðferðislegur grundvöllur sé fyrir þeirri umræðu sem fari fram á fundinum.
Kjarninn 16. janúar 2019
Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né Gunnar Bragi Sveinsson hafa staðfest komu sína á fundinn.
Meint pólitísk hrossakaup um sendiherrastöður til umfjöllunar
Formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra munu báðir koma fyrir stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd í dag til að ræða sendiherramálið. Ekki liggur fyrir hvort formaður og varaformaður Miðflokksins, sem báðir voru boðaðir, muni mæta.
Kjarninn 16. janúar 2019
Fjárlaganefnd samþykkir stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti
Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Í aukafjárlögum er heimild til að endurlána Íslandspóst allt að 1500 milljónir en Ríkisendurskoðun hefur bent á að orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins sé enn ógreind
Kjarninn 16. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019