Forsíða desemberútgáfu MAN 2018
Tímaritið MAN hættir útgáfu
Tímaritið MAN hefur hætt útgáfu en gefin hafa verið út 64 tölublöð. Ritstjóri blaðsins segir aðstæður til útgáfu á litlum markaði nánast ómögulegar.
Kjarninn 7. janúar 2019
Sífellt fleiri Íslendingar velja að standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga.
Tæplega 25 þúsund manns standa utan trúfélaga
Enn fækkaði í þjóðkirkjunni á síðasta ári. Kaþólikkum hefur hins vegar fjölgað hratt samhliða fjölgun erlendra ríkisborgara hérlendis. En mesta aukningin er á meðal þeirra sem skrá sig utan trú- og lífskoðunarfélaga.
Kjarninn 7. janúar 2019
Mjög hefur hægt á útlánum lífeyrissjóða til íbúðarkaupa á síðustu mánuðum.
Lífeyrissjóðir lánuðu jafn mikið óverðtryggt og verðtryggt í nóvember
Útlán lífeyrissjóða til sjóðsfélaga vegna íbúðarkaupa eða endurfjármögnunar drógust saman um tæpan þriðjung milli mánaða. Helmingur útlána þeirra voru óverðtryggð.
Kjarninn 7. janúar 2019
FA telur vinnubrögð ráðherra tilefni til málsóknar
Félag atvinnurekenda telur að vinnubrögð velferðarráðuneytisins vegna kostnaðarútreikninga að baki rafrettueftirlitsgjalda sé tilefni til málsóknar á hendur ráðherra. Ráðuneytið hefur engar upplýsingar veitt um hvernig gjaldið endurspegli kostnað
Kjarninn 7. janúar 2019
Segja frum­varps­drög sjávarútvegsráð­herra stríðs­yfir­lýsingu
Náttúruverndarsamtökin Icelandic Wild­li­fe Fund segja að frum­varp Kristjáns Þórs Júlíus­sonar sjávar­út­vegs­ráð­herra um breytingu á ýmsum laga­á­kvæðum er tengjast fisk­eldi vera stríðs­yfir­lýsingu á hendur þeim sem vilji vernda lífríki.
Kjarninn 7. janúar 2019
Segir afnám einkasölu ríkisins á áfengi fjölgi dauðsföllum
Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskráar, segir að það blasi við að slökun á auglýsingabanni og afnám einkasölu ríkisins á áfengi muni valda aukinni neyslu áfengis og þar með fjölgun dauðsfalla, meðal annars vegna krabbameina.
Kjarninn 6. janúar 2019
Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari. Peningaþvættisskrifstofan var færð til embættis hans sumarið 2015.
Umfjöllun leiddi til aukningar á tilkynningum um peningaþvætti
Alls móttók peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara 655 tilkynningar um peningaþvætti á árinu 2016. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 urðu þær rúmlega 800 talsins.
Kjarninn 6. janúar 2019
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Lagt til að að kröfugerð SGS verði hluti af stefnu Sósíalistaflokksins
Þann 19. janúar næstkomandi verður haldinn félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands. Á dagskrá fundarins er tillaga um að kröfugerð Starfsgreinasambandsins, gagnvart stjórnvöldum í tengslum við kjarasamninga, verði hluti af stefnu Sósíalistaflokksins.
Kjarninn 5. janúar 2019
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkir Veganúar
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti Samtök Grænkera á Íslandi um 400 þúsund krónur fyrir Veganúar 2019. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðuneytið styrkir Samtök Grænkera en markmið framtaksins er að vekja fólk til umhugsunar um neyslu dýraafurða.
Kjarninn 5. janúar 2019
Kleifaberg RE
Kleifarberg svipt veiðileyfi vegna brottkasts
Togarinn Kleifaberg RE hefur verið sviptur veiðileyfi í þrjá mánuði vegna brottkasts. Fiskistofa telur brottkastið ásetningsbrot og beitir þyngstu viðurlögum sem lög leyfa. Útgerðin mun kæra til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.
Kjarninn 5. janúar 2019
Af hverju greip Seðlabankinn inn í?
Inngrip var á gjaldeyrismarkaði í dag, en samkvæmt stefnu bankans eiga þau að vera til að draga úr óæskilegum sveiflum.
Kjarninn 4. janúar 2019
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til veggjalda
Ný könnun sýnir ólík viðhorf Íslendinga til veggjalda.
Kjarninn 4. janúar 2019
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór ætlar að óska eftir stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðanda um stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti þegar þing kemur saman á ný í lok janúar. Jón Þór óskar eftir að aðrir þingmenn verði með á skýrslubeiðninni.
Kjarninn 4. janúar 2019
Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna
Aðstoðarforstjóri WOW air hefur verið ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna.
Kjarninn 4. janúar 2019
Magnús Geir verður áfram útvarpsstjóri næstu fimm árin
Fimm ár eru liðin síðar í þessum mánuði frá því að stjórn RÚV ákvað að ráða Magnús Geir Þórðarson sem útvarpsstjóra, en ráðningartímabilið er fimm ár. Stjórnarformaður RÚV segir að Magnús Geir muni sitja áfram í embættinu næstu fimm árin.
Kjarninn 4. janúar 2019
Íslandspóstur afskráði dótturfélag án samþykkis
Íslandspóstur afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til þess hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða.
Kjarninn 4. janúar 2019
Apple hrapar í verði en er með fulla vasa fjár
Apple hefur hrapað í verði. Er fyrirtækið komið aftur á byrjunarreit? Fjárfestar spyrja sig að því.
Kjarninn 3. janúar 2019
Rauðar tölur á mörkuðunum í upphafi ársins
Árið 2018 var ekki gott á hlutabréfamarkaði á Íslandi, og reyndist ávöxtun lítillega neikvæð að meðaltali. Árið 2019 byrjar illa og blikur eru á lofti á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 3. janúar 2019
FME auglýsir eftir fólk sem gæti verið skipað í bráðabirgðastjórnir fjármálafyrirtækja
Fjármálaeftirlitið vill fá áhugasama sérfræðinga til að gefa kost á sér til að taka að sér afmörkuð verkefni fyrir sína hönd, komi slík upp. Þeir sem vinna hjá eftirlitsskyldum aðilum eins og bönkum eða öðrum fjármálafyrirtækjum koma ekki til greina.
Kjarninn 3. janúar 2019
Hætt við skerðingu á innflutningskvóta fyrir kjötvörur
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hætt við áform um að umreikna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir kjötvörur frá Evrópusambandinu yfir í ígildi kjöts með beini, en slíkur umreikningur hefði skert tollfrjálsan innflutning um allt að þriðjung.
Kjarninn 3. janúar 2019
Seðlabankinn telur ekki rétt að birta stýrivaxtaspáferil bankans
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur að birting stýrivaxtaspáferils bankans muni ekki hjálpa til við að upplýsa fjárfesta um líklega þróun vaxtanna. Seðlabankinn hyggst koma á fót vinnuhóp til þess að meta inngripastefnu bankans á gjaldeyrismarkað.
Kjarninn 3. janúar 2019
Munu vaxtahækkanirnar í Bandaríkjunum stöðvast?
Yfir 60 prósent af gjaldeyrisvaraforða heimsins er í Bandaríkjadal, og því hafa vaxtabreytingar Seðlabanka Bandaríkjanna víðtæk áhrif um allan heim. Fjárfestar virðast veðja á að nú fari að hægja vaxtahækkanaferli bankans.
Kjarninn 2. janúar 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður flokksins, voru báðir á meðal þeirra sem tóku þátt í drykkjusamsætinu á Klausturbar.
Miðflokkurinn rúmlega helmingast í fylgi – fengi 5,7 prósent ef kosið væri í dag
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki mælst minni það sem af er kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn tekur til sín þorra þess fylgis sem Miðflokkurinn tapar.
Kjarninn 2. janúar 2019
Ný lög um lögheimili taka gildi
Nú er m.a. hægt að stunda nám erlendis og hafa lögheimili á Íslandi á sama tíma, hjón geta verið með lögheimili á sitthvorum staðnum og hægt er að halda lögheimili sínu hér á landi þrátt fyrir dvöl erlendis vegna veikinda.
Kjarninn 2. janúar 2019
Meirihluti Verkamannaflokksins vill aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu
Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Formaður flokksins vill hins vegar að samningur May verði lagður fyrir þingið.
Kjarninn 2. janúar 2019
Sólveig Anna segir verkalýðsforystuna ekki leggja áherslu á skattalækkanir
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsforystan leggi ekki áherslu á skattalækkanir heldur leggi hún mikla áherslu á að leiðrétta það sem Stefán Ólafsson hefur kallað hina Stóru skattatilfærslu.
Kjarninn 2. janúar 2019
Lögreglumálum fjölgaði umtalsvert árið 2018
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að meðaltali um 350 málum á hverjum sólarhring árið 2018. Í heild voru skráð 16 pró­sent fleiri mál hjá lögreglu í fyrra en árið 2017. Innbrotum fjölgaði um 60 prósent á milli ára.
Kjarninn 2. janúar 2019
Verslað með fasteignir á Íslandi fyrir 550 milljarða á árinu 2018
Um 74 prósent allra peninga sem skiptu um hendur vegna fasteignaviðskipta á árinu sem var að líða, gerðu það vegna slíkra á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð á fasteign var 44 milljónir króna á landinu öllu, en 51 milljón króna á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 1. janúar 2019
Páll Óskar, Valdís, Laddi og Ragnar Aðalsteinsson á meðal þeirra sem fengu fálkaorðu
Alls sæmdi forseti Íslands 14 manns fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, sjö karla og sjö konur.
Kjarninn 1. janúar 2019
Þeir sem njóta efnislegra gæða freistist til að sýna ósanngjarnt oflæti og skilningsleysi
Forseti Íslands fjallaði meðal annars um orðræðu á netinu, áskoranir lands og heims, bætt lífskjör og betri stöðu mannkyns, í nýársávarpi sínu.
Kjarninn 1. janúar 2019
„Allir aðilar“ sammála um skattskerfisbreytingar til að mæta lægri tekjuhópum
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ætla að leggja sitt að mörkum til að tryggja kjarabætur. Nauðsynlegt sé til dæmis að ráðast í stórátak í húsnæðismálum.
Kjarninn 1. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna valin maður ársins af Stöð 2
Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2. Sólveig tók við viðurkenningunni í Kryddsíldinni í dag og nýtti tækifærið til að spyrja formenn þingflokkanna hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins
Kjarninn 31. desember 2018
Höfundur Fortnite hástökkvari á milljarðamæringalistanum
Tölvuleikjaframleiðandinn Tim Sweeney, sem er forstjóri Epic Games, hagnaðist verulega á ótrúlegum vinsældum Fortnite á árinu.
Kjarninn 31. desember 2018
Forsætisráðherra: Að vinna með þeim sem eru ósammála manni gerir mann sterkari
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjaldan hafi verið mikilvægara að sýna fram á að hægt sé að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum þvert á flokka.
Kjarninn 31. desember 2018
Viðar Freyr Guðmundsson
Segir sig frá störfum fyrir Miðflokkinn
Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur hefur sagt sig frá störfum fyrir flokkinn vegna langvarandi óánægja með skipulagsleysi við stjórn flokksins og málefnastarf.
Kjarninn 30. desember 2018
Sýn á botninum á íslenska hlutabréfamarkaðnum
Árið 2018 var ekki gott á íslenskum hlutabréfamarkaði. Það sama var upp á teningnum víða um heim.
Kjarninn 29. desember 2018
Drífa: Hækkanirnar hjá hinu opinbera hafa áhrif inn í kjaraviðræðurnar
Forseti ASÍ vill meiri aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðum.
Kjarninn 29. desember 2018
Um 45 prósent landsmanna vill áfram óhefta sölu á flugeldum
Yfir helmingur þjóðarinnar vill einhverskonar takmörkun á sölu á flugeldum. Kjósendur Miðflokksins og Flokks fólksins eru mest fylgjandi því að sala flugelda verði áfram óheft.
Kjarninn 28. desember 2018
Viðskiptamaður ársins vill breyta nafni HB Granda í Brim
Guðmundur Kristjánsson er viðskiptamaður ársins samkvæmt Markaðnum. Verstu viðskiptin á árinu tengjast WOW air, Icelandair og kaupum fjarskiptafyrirtækis á hluta fjölmiða 365 miðla.
Kjarninn 28. desember 2018
Wizz air keypti lendingarleyfi WOW air á Gatwick
Lendingarleyfi WOW air á Gatwick flugvellinum í London fóru til tveggja flugfélaga, Wizz air og easyJet. Salan á leyfunum fór fram sama dag og tilkynnt var um mögulega fjárfestingu Indigo Partners í WOW air en Wizz air er í eigu Indigo Partners.
Kjarninn 27. desember 2018
Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.
Krefjast afturvirkra samninga
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Verkalýðsfélögin gera kröfu um að samningar félaganna við SA muni gilda afturvirkt til 1. janúar 2019, óháð því hvenær samningar nást.
Kjarninn 27. desember 2018
Tístin um að hlutabréfaverð sé í hæstu hæðum á Wall Street sjást ekki lengur
Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter á fyrsta árinu í embætti þegar kom að umfjöllun efnahagsmál, og vitnaði oft til þess að hlutabréfaverð væri í hæstu hæðum. Þetta sést ekki lengur.
Kjarninn 26. desember 2018
Japanir munu hefja hvalveiðar næsta sumar
Japan mun segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu (IWC) og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næstkomandi sumar.
Kjarninn 26. desember 2018
Þrír oddvitar minnihlutans vilja afsögn Dags
Enginn af samstarfsflokkum Samfylkingarinnar í borgarstjórn hefur krafist afsagnar borgarstjóra vegna braggamálsins en Píratar munu funda um afstöðu sína í janúar.
Kjarninn 24. desember 2018
Háifoss
Hyggjast friðlýsa svæði í Þjórsárdal og Reykjatorfuna í Ölfusi
Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu tveggja svæða; í Þjórsárdal og Reykjatorfu í Ölfusi. Um er að ræða fyrstu friðlýsingar sem falla undir viðkvæm svæði undir álagi ferðamanna í sérstöku átaki í friðlýsingum.
Kjarninn 23. desember 2018
Kannski ætti ég að selja?
Prófessor í hagfræði við Yale háskóla segir í viðtali við New York Times að það mikla verðhrun sem hefur verið á hlutabréfum í Bandaríkjunum að undanförnu sé farið að hafa áhrif á sálarlíf margra fjárfesta.
Kjarninn 22. desember 2018
Erfitt fyrir flóttakonur að fóta sig á íslenskum vinnumarkaði
Í nýrri rannsókn Starfsgreinasambandsins á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði kemur í ljóst að ýmislegt megi gera betur til bæta stöðu þeirra. Þá sérstaklega þegar kemur að fyrirkomulagi flóttamannaverkefnisins hér á landi.
Kjarninn 22. desember 2018
Krónan styrkist og styrkist
Eftir snögga veikingu krónunnar í haust og fram í desember, hefur gengi krónunnar styrkst nokkuð hratt að undanförnu. Svo virðist sem áhyggjur af vanda í flugiðnaði séu nú mun minni en þær voru þegar vandi WOW air kom upp á yfirborðið.
Kjarninn 21. desember 2018
Jólakaup Íslendinga á netinu aukast
Innlend netverslun hefur líklega aldrei verið meiri en í nóvember á þessu ári samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. Nóvember er orðin helsti mánuður netverslunar vegna stórra afsláttardaga en netverslun jókst um 15 prósent milli ára.
Kjarninn 21. desember 2018
Ekki viss um að innistæða hafi verið fyrir „öllum þessum málarekstri“ í hrunmálum
Dómsmálaráðherra segir í viðtali við Þjóðmál að margir hafi átt um sárt að binda vegna hrunmála og að hún voni að þeir láti ekki byrgja sér sýn þegar horft sé fram á veginn. Hún hefur efasemdir um ágæti þess að eftirlitsþjóðfélagið vaxi.
Kjarninn 21. desember 2018