Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Biden bauð til leiðtogafundar í vikunni þar sem hann ræddi við leiðtoga 40 annarra ríkja í gegnum fjarfundabúnað.
Boða sókn í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á leiðtogafundi Bidens
Á tveggja daga leiðtogafundi um loftslagsmál kynnti Bandaríkjaforseti frekari skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Margir þjóðarleiðtogar fylgja Biden að máli en aðgerðarleysi Kínverja hefur valdið gremju bandarískra stjórnmálamanna.
24. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir: Fjárfestingaleiðin hefði aldrei gerst á minni vakt
Sitjandi seðlabankastjóri segir að það hefði átt að fylgjast betur með því hvaðan peningarnir sem voru ferjaðir til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands komu. Stjórnvöld hafa neitað að upplýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leiðina.
24. apríl 2021
Kurteisasta eldgos sögunnar?
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þetta er sá þriðji í röðinni. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt eins og þeim er einum lagið.
24. apríl 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn sækist eftir sæti í Reykjavík eftir að hafa verið hafnað í Suðurkjördæmi
Kolbeinn Óttarsson Proppé bauð sig fram til að vera oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi til að hafa meiri áhrif í pólitík. Þar var honum hafnað. Nú sækist hann eftir sínu gamla sæti í Reykjavík.
24. apríl 2021
Þingflokkur Vinstri grænna taldi það eitt af sínum mikilvægustu málum fyrr á kjörtímabilinu að takmarka arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu, en það hefur ekki verið á stefnuskrá stjórnvalda.
Er eðlilegt að hagnast vel á því að veita opinbera heilbrigðisþjónustu?
Pólitíska spurningin um arðgreiðslur úr heilbrigðisþjónustu hefur verið á ís, en dæmi eru um mikla arðsemi fyrirtækja sem veita þjónustu fyrir almannafé. Myndgreiningarsamstæða í eigu eins læknis hagnaðist um vel yfir 200 milljónir króna árið 2019.
24. apríl 2021
30 mega koma saman á barnum – ekki frá Þórólfi komið
Breytingar á reglugerð um samkomutakmarkanir, sem auglýstar voru í Stjórnartíðindum í vikunni, eru ekki byggðar á minnisblaði eða ráðleggingum sóttvarnalæknis.
24. apríl 2021
Skattar, skattar, skattar. Fjárfestar í Bandaríkjunum urðu hvumsa í gær þegar það spurðist út að til stæði að hækka fjármagnstekjuskatt á þá tekjuhæstu í Bandaríkjunum allverulega.
Fjármagnstekjuskattur á þau ríkustu allt að 43,4 prósent?
Nýjar og óstaðfestar skattatillögur Joe Biden Bandaríkjaforseta ollu titringi á fjármagnsmörkuðum á fimmtudag, en hann er sagður ætla að leggja til að fjármagnstekjuskattur á þau ríkustu í samfélaginu verði nærri tvöfaldaður.
23. apríl 2021
Hluti þeirra sem eru ákærðir í málinu.
Namibísk stjórnvöld vilja fá þrjá Samherjamenn framselda
Íslensk lög heimila ekki að íslenskir ríkisborgarar séu framseldir. Því hefur vararíkissaksóknari hafnað beiðni namibískra stjórnvalda um að þrír núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja verði framseldir til landsins.
23. apríl 2021
Halla Gunnarsdóttir
Þyngdarlögmál Þorsteins Víglundssonar
23. apríl 2021
Ferðamaður að koma inn á sóttkvíarhótel í Melbourne.
Fólk yfir fimmtugu fær ekki lengur bóluefni Pfizer
Til að hraða bólusetningum í Ástralíu hefur verið gripið til þess ráðs að gera bóluefni AstraZeneca að fyrsta kosti hjá fimmtíu ára og eldri. Yngra fólk og framlínustarfsmenn munu áfram fá efnið frá Pfizer.
23. apríl 2021
S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
Nýttu hlutastarfaleið fyrir tugi starfsmanna en stefna nú að 230 milljóna arðgreiðslu
S4S sem rekur fjölda skóbúða nýtti hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl í fyrra. Í ársskýrslu S4S segir að faraldurinn hafi haft „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“ en stjórnin leggur til að 230 milljónir verði greiddar í arð.
23. apríl 2021
Fjölmiðlar hafa leikið lykilhlutverk í því að koma réttum skilaboðum á framfæri við almenning í heimsfaraldri. Þríeykið næði ekki viðlíka útbreiðslu með sína fundi ef blaðamenn gerðu þeim ekki skil líka.
Þess vegna þarf að segja fréttir
Blaðamenn hafa sýnt mikla aðlögunarhæfni undanfarið ár líkt og svo margar aðrar starfsstéttir. Heimsfaraldurinn dregur fram mikilvægi þess fyrir hvert samfélag að eiga sterka fréttamiðla sem greina ástandið og miðla með fréttum og fréttaskýringum.
23. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum
Ásgeir Jónsson er mjög ósáttur með það að Samherji hafi kært fimm starfsmenn bankans og skilur ekki af hverju málinu sé ekki vísað frá. Hann segir að peningastefna Seðlabanka Íslands sé velferðarstefna.
23. apríl 2021
Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Greiða háar fjárhæðir til að fá að vernda regnskóg
Þeir fá hvorki timbur, jarðefni né uppskeru af fjárfestingu sinni. Það eina sem þeir fá fyrir að setja 1 milljarð bandaríkjadala í verkefnið er heiður og virðing og vonandi bjartari framtíð fyrir sig og sína.
22. apríl 2021
Atli Þór Fanndal
„Þrátt fyrir stöku mótmæli“
22. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
22. apríl 2021
Fullnaðarsigur skattsvikara
None
22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
22. apríl 2021
22 þingmenn sátu hjá og ellefu voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna í nótt.
Heimild til að skylda ferðamenn í sóttvarnarhús samþykkt á Alþingi
Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpi um heimild til að skikka fólk sem hingað kemur frá útlöndum í sóttvarnahús. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna sem fór fram á fimmta tímanum í nótt.
22. apríl 2021
Ráðherrar fjölmenntu á blaðamannafund í Hörpu í gær til þess að kynna breytingar á landamæraaðgerðum vegna veirunnar. Mikill misskilningur hefur verið uppi um hvað stjórnvöld ætla sér í dag.
Hvað á eiginlega að gera á landamærunum?
Margir hafa misskilið það sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera á landamærunum. Enda hafa misvísandi upplýsingar komið fram. Stjórn Læknafélagsins gagnrýnir nýjar skilgreiningar stjórnvalda harðlega. En hvað hefur ríkisstjórnin boðað?
21. apríl 2021
Ingrid Kuhlman
„Þessi fræga dánaraðstoð...“
21. apríl 2021
Spyr hvernig markaðssetning landsins og harðari aðgerðir á landamærum fara saman
Þingmaður Viðreisnar er „ringlaður“ því ríkisstjórn boðar hertar aðgerðir á landamærum á sama tíma og gosið í Geldingadölum er auglýst á Times Square. Hægt sé að taka á móti bólusettu ferðafólki án þess að fórna sóttvörnum segir ferðamálaráðherra.
21. apríl 2021
Yfirvöld eru byrjuð að birta upplýsingar sem gefa gleggri mynd af 14 daga nýgengi smita í hópi komufarþega til landsins.
Nýgengi smita á landamærum birt í samhengi við fjölda komufarþega
Nú má sjá á tölfræðivef yfirvalda upplýsingar um 14 daga nýgengi smita sem greinast í landamæraskimunum í samhengi við fjölda farþega sem koma til landsins. Nýgengið er nú yfir 450 á hverja 100 þúsund farþega.
21. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
20. apríl 2021
21 smit greindist innanlands
113 manns eru nú í einangrun með COVID-19 á landinu. Tveir liggja á sjúkrahúsi. 21 smit greindist innanlands í gær. 517 manns eru í sóttkví.
20. apríl 2021
Ísland fellur í fjölmiðlafrelsisvísitölu Blaðamanna án landamæra fjórða árið í röð.
Ísland fellur um eitt sæti í vísitölu Blaðamanna án landamæra
Samtökin Blaðamenn án landamæra hafa birt fjölmiðlafrelsisvísitölu sína fyrir árið 2021. Ísland fellur um eitt sæti á listanum, niður í það sextánda. Herferðar Samherja gegn trúverðugleika fréttamanna á síðasta ári er getið í umfjöllun samtakanna.
20. apríl 2021
Vilja að einkafyrirtæki geti nýtt sér fyrirhugað stafrænt pósthólf stjórnvalda
Fjármála- og efnahagsráðherra lagði nýlega fram frumvarp um stafrænt pósthólf stjórnvalda sem á að stuðla að skilvirkari þjónustu hins opinbera og auka gagnsæi og hagkvæmni. Í umsögnum við frumvarpið er kallað eftir því að gildissvið laganna verði rýmkað.
20. apríl 2021
Fótboltaheimurinn engist um vegna lokaðrar elítudeildar stórliða
Stuðningsmenn, stjórnmálamenn, keppinautar og æðstu valdabatterí knattspyrnuheimsins hafa gagnrýnt áform 12 evrópskra fótboltaliða um stofnun ofurdeildar fyrir útvalda. Þau eru sögð ganga gegn öllu því sem fótbolti sem íþrótt eigi að standa fyrir.
19. apríl 2021
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
19. apríl 2021
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
19. apríl 2021