Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Aðalsteinn hættur á RÚV og í Kveik – „Ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“
Einn þeirra sem stóð að gerð umfjöllunar Kveiks um Samherjamálið hefur ákveðið að hætta störfum hjá RÚV. Hann segir að RÚV sé „ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur.“
30. apríl 2021
Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Esjan í móðu og blóðrautt sólarlag – gátan að leysast
Gátan um mistrið er að leysast, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þétt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sökudólginn er að finna á Reykjanesi. En svo allrar sanngirni sé gætt þá spila fleiri þættir inn í.
30. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn rýkur upp í fylgi – Mælist með tæplega 29 prósent
Samfylkingin hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu, Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkurinn fær sína bestu mælingu og Miðflokkurinn er við það að detta út af þingi. Ný könnun var birt í dag.
30. apríl 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Segir lífeyrissjóði leggja meira kapp á að þagga mál niður en að sækja rétt eigenda sinna
Kveikur opinberaði í gær að félag sem þjónustar lífeyrissjóði og verkalýðsfélög hafi rukkað sjóðina um vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Formaður VR býst ekki við afleiðingum og segir orðspor stjórnenda vega meira en hagsmunir sjóðsfélaga.
30. apríl 2021
Slegist um átta pláss í sérdeildum grunnskóla Reykjavíkurborgar – Foreldrar búnir að fá nóg
Mikið færri komast að en vilja í sérdeildir í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Foreldrar 30 barna með einhverfu hafa fengið „fyrirhugaða synjun“ um pláss næsta skólaár. Mikið og erfitt ferli, segja foreldrar – og óskýrt og ruglingslegt.
30. apríl 2021
Sala nýrra bíla hjá Toyota dróst saman á árinu 2020 en sala notaðra bíla jókst í fyrrasumar. Áhrif af heimsfaraldri kórónuveiru voru mun minni á rekstur félagsins en gera mátti ráð fyrir, samkvæmt ársskýrslu.
Settu 131 starfsmann á hlutabætur og greiða nú 100 milljónir í arð
Greiðslur vegna hlutabóta til starfsmanna Toyota í Kauptúni námu 26 milljónum króna í fyrra. Stjórnarformaður segir fyrirtækið ekki geta endurgreitt fjármuni sem það fékk ekki – greiðslurnar hafi borist starfsmönnum en ekki fyrirtækinu.
30. apríl 2021
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Hluthafar Símans búnir að fá 8,5 milljarða króna greiðslu
Síminn hefur ráðið tvo banka til að kanna hvort félagið eigi að selja Mílu, félag utan um fjarskiptainnviði Símans. Markmiðið er að hámarka verðmæti eigna Símans fyrir hluthafa og að framtíðarþróun „verði hagfelld fyrir íslenskan almenning“.
29. apríl 2021
Úlfar Þormóðsson
Hræringur
29. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taldi sig ekki rétta manninn til þess að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að ræða áhrif hagsmunahópa, en orð hans í nýlegu viðtali við Stundina hafa vakið mikla athygli.
Ásgeir þekktist ekki boð um að ræða við þingnefnd um völd hagsmunahópa
Þingmaður Vinstri grænna segir seðlabankastjóra ekki hafa þegið boð um að mæta og ræða orð sín um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
29. apríl 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Reykjavíkurborg ætlaði að hagnast um 11,9 milljarða en tapaði á endanum 2,8 milljörðum
Heimsfaraldur kórónuveiru hafði veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu Reykjavíkurborgar í fyrra. Sá hluti rekstrarins sem er fjármagnaður með skatttekjum skilaði 5,8 milljarða króna tapi. Eignir höfuðborgarinnar uxu þó meira en skuldir hennar.
29. apríl 2021
Biden reynir að selja Bandaríkjunum að ríkisstjórnin geti gert mikilvæga hluti
Joe Biden hélt fyrstu stefnuræðu sína í gærkvöldi og fagnar 100 dögum í embætti Bandaríkjaforseta í dag. Hann hefur lagt fram tvo nýja efnahagsaðgerðapakka á vikum sem samanlagt eru verðmetnir á 4 billjónir dollara.
29. apríl 2021
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Fullorðnir og börn frá „tilteknu landi“ fá „öfgafull“, „rasísk“ og „ljót“ skilaboð
Ekki dæma alla fyrir eitthvað sem örfáir hafa gert,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. „Við berum öll ábyrgð, við þurfum öll að taka þátt og við erum í þessu saman, sama hvaðan við komum, þá erum við öll almannavarnir.“
29. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Hópsýkingar geta sprottið upp „áður en við er litið“
Enn ber á því að smit greinist hjá fólki sem hefur verið með einkenni í nokkra daga og þar af leiðandi útsett marga fyrir veirunni. Þó að staðan sé nokkuð góð í faraldrinum þarf lítið útaf að bera, líkt og hópsýkingar síðustu daga bera með sér.
29. apríl 2021
Verðbólga þýðir að verðið á hlutunum sem við kaupum hefur bólgnað um það prósentuhlutfall sem hún mælist á síðastliðnu ári. Það sem kostaði ákveðna upphæð fyrir ári kostar að jafnaði 4,6 prósent meira í dag.
Verðbólga á Íslandi ekki mælst meiri síðan í byrjun árs 2013
Miklar verðhækkanir hafa verið á Íslandi á undanförnum mánuðum. Verðbólgan hefur farið úr 1,7 prósent í 4,6 á rúmu ári. Hún hefur ekki mælst meiri í rúmlega átta ár.
29. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir
Samfelld heilbrigðisþjónusta: Jafnt aðgengi óháð efnahag
29. apríl 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Ávarp formanns BSRB vegna 1. maí 2021
29. apríl 2021
Meira bil verður á milli keppenda á rafíþróttamótunum sem fram fara í Laugardalshöll í maí heldur en var á þessu móti sem haldið var fyrir kórónuveirufaraldur.
Fyrirhuguð rafíþróttamót í Laugardal „fordæmalaus landkynning fyrir Ísland“
Formaður Rafíþróttasamtakanna gerir ráð fyrir að tugir milljóna muni fylgjast með rafíþróttamótunum sem fara fram í Laugardalshöll í maí. Mikil áhersla er lögð á sóttvarnir í tengslum við komu og dvöl keppenda hér á landi.
29. apríl 2021
Marek segist ekki hafa tekið geðlyfin í hálft ár
Það er engin spurning um það „að ef sök sannast að hann var algjörlega ófær um að stjórna gerðum sínum,“ sagði einn þriggja geðlækna sem bar vitni í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg í dag.
28. apríl 2021
Gylfi: „Við þurfum ekki að láta sérhagsmunaöflin sigra“
Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands tekur undir orð seðlabankastjóra um að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum. Skýrt dæmi um slíkan hóp sé útgerðin.
28. apríl 2021
Kjartan Bjarni Björgvinsson settur umboðsmaður Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis fjallar um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna
Af og til berast umboðsmanni Alþingis kvartanir um að stjórnendur opinberra stofnana hafi með afskiptum sínum takmarkað tjáningarfrelsi starfs­­manna.
28. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri vill að ríkið sé alltaf tilbúið að ráðast í nokkrar stórframkvæmdir
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag að hann gæti gagnrýnt stjórnvöld fyrir of litla áherslu á fjárfestingu í faraldrinum. Hann stingur upp á því að ríkið verði alltaf klárt að keyra 4-5 stór verkefni af stað.
28. apríl 2021
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan hagnaðist um 5,3 milljarða í fyrra og er metin á næstum 100 milljarða
Síldarvinnslan verður skráð á markað í næsta mánuði. Hún er metin á allt að 99 milljarða króna og hluthafar sem munu selja fá allt að 29 milljarða króna. Stærstu eigendur hennar, Samherji og Kjálkanes, eru taldir líklegastir til að selja.
28. apríl 2021
Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins í maí ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurskautaráðsins .
Utanríkisráðherrar stórveldanna verða í vinnusóttkví á Íslandi
Það verða strangar sóttvarnareglur á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Allur fundurinn fer fram í vinnusóttkví. Utanríkisráðuneytið segir ekki hafa komið til greina að halda bara fjarfund. Persónulegir fundir skipti máli.
28. apríl 2021
Jón Sigurðsson er á meðal stærstu eigenda Stoða og settist í stól forstjóra félagsins fyrr í þessum mánuði.
Eigið fé Stoða í lok síðasta árs var 32 milljarðar – Hefur meira en tvöfaldast á fjórum árum
Stoðir er stærsti eigandi Símans og Kviku og stærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion banka. Félagið hagnaðist um 7,6 milljarða króna í fyrra og eigi fé þess hefur aukist um 18,5 milljarða króna á fjórum árum.
28. apríl 2021
Fyrirtæki hafa endurgreitt 380 milljónir vegna hlutastarfaleiðarinnar
Alls hafa 88 fyrirtæki endurgreitt hlutabætur sem greiddar voru til 1.834 launamanna. Hlutastarfaleiðin er umfangsmesta efnahagslega úrræði stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins en alls hafa 28 milljarðar verið greiddir í hlutabætur.
28. apríl 2021
„Íslenska parið“ og yfirlýsingar Mareks um Moskvuferð
Hver lögreglumaðurinn á fætur öðrum sagði í dag frá hrikalegri aðkomunni að brunanum á Bræðraborgarstíg. Hvernig ringulreið ríkti og að ofan á allt saman hafi par farið inn í logandi húsið. Parið, sem verjandi Mareks hefur beint sjónum að bar vitni í dag.
27. apríl 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Fengum boð um aðild að viðbragðssveitum í september og þáðum það í janúar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að sameiginlegum viðbragðssveitum, Joint Expeditionary Force, með bréfi til varnarmálaráðherra Bretlands þann 11. janúar síðastliðinn.
27. apríl 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Þöggunarmenningin svo rótgróin og djúpstæð „að við sjáum hana ekki einu sinni“
Þingmaður Pírata telur að tjáningarfrelsið sé ekki virt í íslensku samfélagi. Dæmin sýni það.
27. apríl 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Þetta eru þung og alvarleg orð“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að áhrif hagsmunaaðila „inn í pólitíkina“ sé meinsemd sem íslenskt samfélag hafi þurft að glíma við um langt skeið. Nú þurfi ráðamenn ríkisstjórnarinnar að gefa skýr skilaboð um að hér þurfi að breyta hlutum.
27. apríl 2021
Sigríður Dögg nýr formaður Blaðamannafélags Íslands
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigraði Heimi Má Pétursson í formannskjöri.
27. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem fyrsta samkomubannið var tilkynnt, 16. mars í fyrra. Nú er búið að teikna upp áætlun um afléttingar og verður hún kynnt í dag.
Horft til þess að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir lok júní
Ríkisstjórnin ræddi um afléttingaráætlun sóttvarnatakmarkana á fundi sínum í morgun. Fjórar vörður eru teiknaðar upp á leiðinni að hömlulausu samfélagi, sú síðasta fyrir lok júnímánaðar.
27. apríl 2021
Þegar rétta fólkið bendir á stærstu vandamálin
None
27. apríl 2021
Launatekjur heimilanna minnkuðu en eignatekjur jukust
Íslensk heimili fengu minni launatekjur í fyrra heldur en árið á undan, í fyrsta skipti frá árinu 2009. Á sama tíma jukust eignatekjur þeirra og tekjur úr bótakerfinu.
27. apríl 2021
„Ég man allt saman. Þó að ég hafi verið veikur“
Tveimur tímum fyrir brunann á Bræðraborgarstíg kom Marek Moszczynski „trítilóður“ og „ör“ til vinnuveitanda síns sem hafði aldrei áður séð hann í því ástandi. Hann hafi einmitt ávallt verið vinnusamur og áreiðanlegur rólyndismaður,
26. apríl 2021
Einar Ólafsson
Herinn sem skrapp frá
26. apríl 2021
Lilja segir Samherja hafa gengið of langt í sínum vörnum
Mennta- og menningarmálaráðherra styður Ríkisútvarpið í þeirri „orrahríð“ sem Samherji hefur háð gegn stofnuninni. Töluvert var rætt um viðbrögð Samherja við fréttaflutningi RÚV í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
26. apríl 2021
Spurði forsætisráðherra hvort landinu væri stjórnað af hagsmunahópum
Þingmaður Viðreisnar spurði forsætisráðherra hvort að hún væri sammála seðlabankastjóra sem sagði landinu stjórnað að miklu leyti af hagsmunahópum. Forsætisráðherra hefði viljað að seðlabankastjóri nefndi dæmi í viðtalinu þar sem hann lét orðin falla.
26. apríl 2021
Skúli Magnússon nýr umboðsmaður Alþingis
Dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur mun taka við embætti umboðsmanns Alþingis um næstu mánaðarmót. Hann var einn þriggja sem sóttist á endanum eftir því að taka við af Tryggva Gunnarssyni.
26. apríl 2021
Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi dróst saman um tvö prósent milli ára
Losun frá vegasamgöngum dróst saman í fyrsta sinn síðan árið 2014 samkvæmt árlegri skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda. Þá jókst binding í skóglendi um 10,7 prósent milli ára.
26. apríl 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun skipa í embættið.
Yfir hundrað manns sóttu um embætti skrifstofustjóra stafrænna samskipta
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun brátt skipa í stöðu þess sem mun leiða starfræna þróun í samfélaginu fyrir hönd stjórnarráðsins næstu fimm árin.
26. apríl 2021
Gagnrýni á Samherja flæðir úr öllum áttum en mbl.is birti auglýsingu fyrir áróðursmyndband
Á sama tíma og fjölmiðlafólk, listamenn og stjórnmálamenn stigu fram og fordæmdu árásir Samherja á Helga Seljan og RÚV seldi Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Samherja auglýsingu á vef sínum fyrir nýjasta áróðursmyndband sitt.
26. apríl 2021
Alþingi hefur skilað auðu þegar kemur að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á undanförnum árum.
Fjölmiðlafrelsi mest hjá þeim ríkjum þar sem einkareknir fjölmiðlar eru styrktir
Ísland hefur fallið ár frá ári á lista alþjóðlegra samtaka um fjölmiðlafrelsi, úr 10. í 16. sæti á nokkrum árum. Þau lönd sem skipa efstu sæti þess lista eru nágrannalönd okkar. Þau hafa öll í lengri tíma styrkt einkarekna fjölmiðla með opinberu fé.
26. apríl 2021
Eitt stærsta manndrápsmál sögunnar loks fyrir dóm
Fyrir 305 dögum var eldur kveiktur í 115 ára gömlu timburhúsi í hjarta Reykjavíkur með þeim afleiðingum að þrír ungir íbúar þess létust. Í dag, mánudag, hefjast réttarhöld yfir manninum sem grunaður er um íkveikjuna.
25. apríl 2021
Bjarni skákaði Lilju Rafneyju í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi
Vinstri græn hafa kosið sér nýjan oddvita í Norðvesturkjördæmi. Tveir sóttust eftir því að leiða lista flokksins þar. Sitjandi þingmaður náði ekki því sæti sem hún sóttist eftir.
25. apríl 2021
Söngkona sem stendur á sextugu segir aldrei of seint að láta drauma sína rætast
Ljóðlínur kveiktu laglínur hjá Kristjönu Arngrímsdóttur. Hún safnar fyrir útgáfu plötu á Karolina Fund.
25. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Enn bólar ekkert á ársreikningi félagsins sem hélt utan um Namibíustarfsemina
Átta mánuðum eftir að Samherji Holding átti að skila inn ársreikningi til íslenskra yfirvalda þá hefur hann ekki borist. Félagið heldur utan um erlenda starfsemi samstæðunnar, meðal annars þann hluta sem er til rannsóknar í Namibíu.
25. apríl 2021
Bretar leiða Joint Expeditionary Force, en þar erum við nú líka ásamt Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Hollandi, Noregi og Svíþjóð.
Ísland gerist aðili að sameiginlegum viðbragðssveitum Breta
Íslands gekk inn í nýjan varnarmálavettvang í vikunni sem leið og það vakti svo litla athygli að það fór næstum því framhjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Ísland mun líklega leggja fram borgaralegan sérfræðing í samstarfið er fram líða stundir.
25. apríl 2021
Rammvilltir lúðar með spýtnadrasl og sjóveika fugla í búri
Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Fjórði pistill Jóns fjallar um sjómennsku fornaldar.
25. apríl 2021
Bestseller og herforingjastjórnin í Myanmar
Getur hugsast að stærsti fataframleiðandi Danmerkur styðji, með óbeinum hætti, herforingjastjórnina, og mannréttindabrot í Myanmar? Ekki bara hugsanlegt, heldur staðreynd segir danski utanríkisráðherrann, sem varar fyrirtækið við.
25. apríl 2021
Kynning ríkisstjórnarinnar á öðrum aðgerðarpakka vegna efnahagsafleiðinga COVID-19
Segir núverandi ástand ekki vera kreppu
Doktor í fjármálum segir að Íslendingar virðast hafa sloppið við kreppu í þetta skiptið. Hins vegar sé áhyggjuefni hvað atvinnuleysi hefur aukist mikið hérlendis, ef miðað er við nágrannalönd.
24. apríl 2021