Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Orlen er stærsta fyrirtæki Póllands og lýtur stjórn ríkisins, sem á í því 27,5 prósent hlut.
Ríkið, olíurisinn, Polska Press og umboðsmaðurinn
Á mánudag frysti dómstóll í Varsjá kaup olíufélagsins Orlen á einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins. Sjálfstæður umboðsmaður þingsins kærði ákvörðun samkeppnisyfirvalda um viðskiptin og telur þau vega að fjölmiðlafrelsi í landinu. Það telja fleiri.
14. apríl 2021
Sauðfé á beit í auðn. Þetta svæði er merkt sem friðað fyrir beit samkvæmt gæðastýringu í sauðfjárrækt og vottun gefin samkvæmt því.
Loftslag og landnýting: Yfirdrifin viðbrögð við sjónvarpsþætti
14. apríl 2021
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
13. apríl 2021
Ekki svona þétt reyndar. Og með grímu. En áhorfendur munu fá að sækja íþróttakeppnir þegar íþróttir verða heimilar á ný á fimmtudag.
Hundrað áhorfendur mega sækja íþróttaviðburði á fimmtudag
Allt að 100 áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði hér á landi á fimmtudag. Hlutirnir hafa breyst frá því í morgun, en í upphaflegri tilkynningu frá stjórnvöldum um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum kom fram að íþróttakeppni væri heimil, án áhorfenda.
13. apríl 2021
Inga Sæland var málshefjandi í sérstökum umræðum á fátækt á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðum.
Inga: „Þó að einhver hafi það verra einhvers staðar annars staðar þá bætir það ekki stöðu þeirra sem eru fátækir“
„Hvers vegna hjálpum við þeim ekki?“ spurði formaður Flokks fólksins í sérstökum umræðum á þingi um fátækt á Íslandi. Fjármálaráðherra var til andsvara og sagði ríkisstjórn hafa gert mikið til að bæta hag þeirra sem hafa lægstu tekjurnar.
13. apríl 2021
Páll Hermannsson
Finnafjarðarföndur
13. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Fullvíst“ að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að tekist hafi að koma í veg fyrir stærri hópsýkingar og útbreiðslu á kórónuveirunni megi telja fullvíst að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu.
13. apríl 2021
Tuttugu mega koma saman
Samkvæmt nýrri reglugerð sem taka mun gildi á fimmtudag mega tuttugu koma saman í stað tíu nú. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sundstaðir opna með ákveðnum fjöldatakmörkunum. Krár má hafa opnar til kl. 21.
13. apríl 2021
Bóluefni Johnson & Johnson þarf aðeins að gefa einu sinni.
Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson
Notkun bóluefnis sem fyrirtækið Johnson & Johnson framleiðir hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að sex konur á aldrinum 18-48 ára hafa fengið sjaldgæfa tegund blóðtappa í kjölfar bólusetningar.
13. apríl 2021
Þeim sem hafa verið án atvinnu í meira en ár hefur fjölgað um fjögur þúsund milli ára
Atvinnuleysi dróst lítillega saman í síðasta mánuði og Vinnumálastofnun spáir að það muni halda áfram að minnka í apríl vegna árstíðasveiflu og sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda. Langtímaatvinnuleysi heldur þó áfram að aukast.
13. apríl 2021
Uhunoma Osayomore kom hingað til lands sem flóttamaður árið 2019.
Afstaða yfirvalda í máli Uhunoma óbreytt eftir nýjan úrskurð kærunefndar
Kærunefnd útlendingamála staðfesti á föstudag eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Uhunoma Osayomore um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Ráðherrum voru í febrúar afhentar yfir 45 þúsund undirskriftir vegna málsins.
13. apríl 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Íslensk stjórnvöld hafa gert athugasemd við mat AGS á aðgerðum hérlendis
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir beinan stuðning ríkisfjármála til að takast á við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar einna minnst í Evrópu á Íslandi. Forsætisráðherra segir að útgjöld ríkisins til aðgerða séu ekki ein og sér mælikvarði á eitt eða neitt.
13. apríl 2021
Ragnheiður Elín Árnadóttir tekur nú sæti í stjórn Ríkisútvarpsins.
Ragnheiður Elín og tveir Merðir í stjórn RÚV
Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra Sjálfstæðisflokks er á meðal þriggja nýrra aðalmanna sem Alþingi tilnefnir í stjórn Ríkisútvarpsins næsta árið. Þar eru líka tveir af þeim fimm mönnum á Íslandi sem heita Mörður.
12. apríl 2021
Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson.
Forsætisráðherra segir að greina þurfi hverjir hafi hagnast á kórónuveirukreppunni
Eðlilegt er að fara yfir þá tekjuöflunarmöguleika sem séu fyrir hendi fyrir ríkið þegar búið er að greina hverjir hafi hagnast á yfirstandandi kreppu, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
12. apríl 2021
Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
„Endurfæðing“ og „nýfengið frelsi“ á köldum apríldegi
Kuldaboli ákvað aðeins að sýna hornin daginn sem brúnin á Englendingum tók að léttast snarlega eftir að tilslakanir voru gerðar varðandi ýmsa starfsemi og þjónustu. Raðir mynduðust við bari og verslanir sem höfðu verið lokaðar í um fjóra mánuði.
12. apríl 2021
Hólmfríður Árnadóttir varð hlutskörpuð í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Hólmfríður Árnadóttir leiðir VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði skaut bæði sitjandi þingmanni og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar ref fyrir rass í forvali VG í Suðurkjördæmi. Raunar röðuðust konur í þrjú efstu sætin í forvalinu.
12. apríl 2021
Dominique Plédel Jónsson
Um erfðabreytt bygg og gervikjöt
12. apríl 2021
Drífa Snædal forseti ASÍ gerir miklar athugasemdir við samráðsleysi stjórnvalda í málinu.
Telur stjórnvöld vera að „smygla“ inn óræddum breytingum í lífeyrismálum
Nýtt frumvarp um breytingar á lífeyrismálum frá fjármálaráðherra hefur fallið í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni. Forseti ASÍ segir að svo virðist sem búið sé að smygla inn í það óásættanlegum hlutum sem aldrei hafi verið ræddir.
12. apríl 2021
Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts, hefur reynslu úr flugbransanum, en hann var framkvæmdastjóri Iceland Express og einnig aðstoðarforstjóri WOW air.
Birgir Jónsson nýr forstjóri Play
Flugfélagið Play er sagt hafa tryggt sér yfir fimm milljarða fjármögnun frá nýjum fjárfestum og ráðið Birgi Jónsson í starf forstjóra.
12. apríl 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Komið í veg fyrir að Alþingi borgi fyrir akstur þingmanna í kosningabaráttu
Kostnaður vegna aksturs þingmanna, sem er greiddur úr ríkissjóði, hefur aukist í kringum síðustu þrjár kosningar. Það bendir til þess að skattgreiðendur hafi verið að borga fyrir kosningabaráttu sitjandi þingmanna. Nú á að taka fyrir þetta.
12. apríl 2021
Tillögur til aukins fæðuöryggis með kornrækt
12. apríl 2021
The Deceptive Nature of Lava
The owners of Icelandic Lava Show in Vík, Iceland, write Lava Piece of the Week #1.
12. apríl 2021
Breskir ferðamenn hafa nú gott tækifæri til að skoða landið í friði í sumar, að mati Sunday Times.
Ísland „heitasti ferðamannastaðurinn í sumar“ að mati Sunday Times
Dagblaðið The Sunday Times segir Breta mega búast við því að geta ferðast til Íslands í sumar og skoðað landið án áreitis frá fjölda annarra ferðamanna.
12. apríl 2021
233 fengu 16,2 milljarða króna í arðgreiðslur
Sá hópur sem fær arðgreiðslur vegna eignar sinnar í íslenskum fyrirtækjum telur alls 23.388 manns. Helmingur þeirra fær minna en 30 þúsund krónur í arð hver. Eitt prósent hópsins skipti á milli sín þriðjungi allra arðsgreiðslna.
12. apríl 2021
Ólafur Margeirsson, hagfræðingur.
Segir stjórnvöld geta lært af Marshall-aðstoðinni
Hagfræðingur segir ríkisstjórnina eiga að beita útgjöldum ríkissjóðs til að draga úr atvinnuleysi og styrkja efnahagslífið í stað þess að reyna að lækka skuldir. Þetta segir hann í grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
11. apríl 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Segir ekki ráðlegt að beita ströngu aðhaldi ef hagvöxtur verður lítill
Fjármálaráð varar gegn áætluðum niðurskurði eða skattahækkunum á næstu árum til að ná niður skuldahlutfalli ríkisins ef hagvöxtur verður undir markmiðum.
11. apríl 2021
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina sama dag og neyðarlög voru sett og ákveðið var að tryggja allar innstæður í innlendum bönkum.
Innstæður Íslendinga rúmlega tvöfölduðust árið sem ríkið ábyrgðist innstæður
Þrátt fyrir að langt samfellt góðæri hafi staðið yfir á Íslandi árin áður en COVID-19 faraldurinn skall á þá hefur umfang innstæðna sem geymdar eru á íslenskum bankareikningum en ekki náð sömu krónutölu og í árslok 2008.
11. apríl 2021
Ungi maðurinn og forna fjallið
Grænlendingar eiga að finna sína eigin styrkleika. Ekki láta stór alþjóðleg fyrirtæki stjórna ferðinni. Þessi skilaboð Múte Inequnaaluk Bourup Egede hafa heyrst hátt og skýrt um heimsbyggðina eftir úrslit þingkosninganna í síðustu viku.
11. apríl 2021
Gúlagið Ísland
Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Þriðji pistill Jóns fjallar skáldin og skáldskapinn sem stundum er kallaður lygi.
11. apríl 2021
Burger King-verslun á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn
Margt skrýtið í danska kýrhausnum
Der er noget galt í Danmark heitir þekkt danskt lag. Þessi titill ætti kannski vel við mál dansks athafnamanns sem fékk milljónir í styrki en var á sama tíma dæmdur í háar fjársektir, og fangelsi.
11. apríl 2021
Verðir standa vörð um Salvator Mundi í útibúi Christie's í London. Myndin var seld hjá Christie's í New York fyrir 450 milljón Bandaríkjadali í nóvember árið 2017.
Louvre neitaði að sýna dýrasta málverk sögunnar á forsendum krónprins Sádi-Arabíu
Mohammad bin Salman vildi að að málverk í hans eigu yrði sýnt við hlið Monu Lisu á sýningu Louvre og verkið sagt eftir Leonardo að öllu leyti. Það hefði verið líkt og að þvætta 450 milljón dala verk að mati viðmælanda nýrrar heimildarmyndar um málverkið.
10. apríl 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Sigrum við norðrið?
10. apríl 2021
Lengi hefur tíðkast að safna peningum í sparibauka, og leggja þá svo inn á innstæðureikninga.
5.632 íslenskar fjölskyldur áttu 24 milljarða á erlendum bankareikningum
Upplýsingar um erlenda bankareikninga Íslendinga voru í fyrsta sinn færðar á sundurliðunarblað með framtali á árinu 2018. Við það þrefaldaðist fjöldi þeirra sem gáfu upp innstæður í erlendum bönkum.
10. apríl 2021
Blekkingamáttur storknandi hrauns
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þetta er sá fyrsti.
10. apríl 2021
Af varamannabekknum inn í framkvæmdastjórn
Elísabet Grétarsdóttir þurfti að setjast á varamannabekkinn, eins og hún orðar það, á árinu 2020 eftir að hún greindist með krabbamein. Meinið er nú á bak og burt og Elísabet hefur snúið aftur til starfa í nýja stöðu hjá tölvuleikjafyrirtækinu DICE.
10. apríl 2021
Úlfar Þormóðsson
Af djúpvitringum
10. apríl 2021
Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Innsend erindi teljast fyrirliggjandi gögn óháð því hvort borgarfulltrúar hafi séð þau eða ekki
Afgreiðsla Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni frá Kjarnanum var haldin verulegum annmörkum, að mati úrskurðarnefndar. Borgin hélt því fram að innsend erindi um skipulagsmál gætu ekki talist fyrirliggjandi gögn fyrr en borgarfulltrúar hefðu kynnt sér þau.
10. apríl 2021
Bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca var þróað af vísindamönnum við Oxford-háskóla.
Þúsundir skammta af AstraZeneca bíða á lager
Þrjátíu ára. 56 ára. 65 ára. Sjötugt. Aldursmörk þeirra sem fá bóluefni AstraZeneca eru mismunandi eftir ríkjum. Sum ætla að gefa yngra fólki annað bóluefni í seinni skammti. Önnur hafa sett það í geymslu og enn önnur hyggjast ekki nota það yfir höfuð.
9. apríl 2021
Høgni Hoydal, þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Fyrrverandi ráðherra í Færeyjum segist hafa upplifað pólitískan þrýsting frá Íslandi
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í Færeyjum sagði í fréttaskýringarþætti í gær að stjórnmálamenn á Íslandi, sér í lagi Sjálfstæðismenn, hefðu beitt sér gegn því að útlendingar yrðu útilokaðir úr færeyskum sjávarútvegi.
9. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Tugþúsund Íslendinga í Facebook leka
9. apríl 2021