Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
26. september 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum.
Helgi Hrafn og Smári McCarthy ætla ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Tveir oddvitar Pírata ætla að hætta á þingi eftir næstu kosningar. Þeim hugnast hvorugum að ílengjast of lengi á þingi.
26. september 2020
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Sóknarfæri vegna farsóttarinnar
Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.
25. september 2020
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
24. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
23. september 2020
Rewida
Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands
23. september 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ekki bara eitthvað bras
23. september 2020
Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Stjórnarformaður LIVE: Fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga réðu för
Stefán Sveinbjörnsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir í yfirlýsingu að sjaldan hafi einn fjárfestingarkostur verið rýndur jafn vel og þátttaka í hlutafjárútboði Icelandair. Áhættan verið metin of mikil, miðað við vænta ávöxtun.
23. september 2020
Ríkustu tíu prósent landsmanna eiga tæplega þrjú þúsund milljarða í eigin fé
Frá lokum árs 2010 og út árið 2019 urðu til 3.612 milljarðar króna í nýju eigin fé á Íslandi. Af þeim fóru 1.577, eða 44 prósent, til þeirra tæplega 23 þúsund fjölskyldna sem mynda ríkustu tíu prósent landsmanna.
23. september 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór lýsir yfir vantrausti á varaformann stjórnar LIVE
Formaður VR segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að taka málflutning Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns stjórnar LIVE, til skoðunar og meta hana vanhæfa til starfa í stjórn lífeyrissjóðsins vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um útboð Icelandair Group.
23. september 2020
Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð
Miðflokkurinn eykur mest við sig fylgi í nýrri könnun
Fylgi Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Miðflokksins og Sósíalistaflokksins eykst milli kannana MMR en fylgi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar, VG og Flokks fólksins minnkar.
23. september 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fjármálaeftirlitið kannar ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á ákvarðanatöku lífeyrissjóða í kringum hlutafjárútboð Icelandair Group. Seðlabankastjóri segir óheppilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar.
23. september 2020
57 ný innanlandssmit
Í gær greindust 57 með COVID-19 hér á landi. Tæplega helmingur var í sóttkví við greiningu. Nýgengi innanlandssmita er því komið upp í 83,2.
23. september 2020
Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum dróst saman milli ára
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum losunar gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2019 dróst losun frá vegasamgöngum saman um 2 prósent milli áranna 2018 og 2019.
23. september 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Horfur í efnahagslífinu hafa versnað frá því í júlí og baráttan verður langdregnari
Seðlabankinn segir að heimili og fyrirtækið verði að vera undir það búin að aðhald verði hert á ný þegar efnahagslífið tekur við sér í kjölfar COVID-19 faraldursins. Það getur til að mynda þýtt hækkun vaxta.
23. september 2020
Hvernig verður Ísland 2.0?
None
23. september 2020
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
22. september 2020
Ingrid Kuhlman
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
22. september 2020
Tíu staðreyndir um niðurstöðu hlutafjárútboðs Icelandair
Icelandair Group lauk hlutafjárútboði sínu í síðustu viku. Umframeftirspurn var eftir nýjum hlutum í félaginu og því tókst Icelandair Group að ná markmiði sínu, að safna 23 milljörðum króna í nýju hlutafé.
22. september 2020