Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Pétur Gauti Valgeirsson
Leiðsögumenn eru lykilfólk
9. október 2020
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm Valsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, mun taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs 1. desember næstkomandi.
9. október 2020
Mjög skiptar skoðanir eru á nýju frumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof, ef marka má umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.
Framsækið skref sem vekur heimsathygli eða forræðishyggja aftan úr fornöld?
Alls bárust 253 umsagnir um drög að frumvarpi til nýrra fæðingarorlofslaga. Landlæknisembættið telur vinnumarkaðsáherslur of fyrirferðamiklar, en fræðafólk við HÍ telur að samþykkt frumvarpsins væri framfaraskref sem myndi vekja alþjóðaathygli.
9. október 2020
Ragnar Freyr Ingvarsson er umsjónarlæknir COVID-göngudeildarinnar.
Yfirmaður COVID-göngudeildar: „Þetta gæti meira segja verið Brynjar sjálfur“
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildarinnar, gagnrýnir Brynjar Níelsson harðlega og spyr hvort það geti verið að þingmaðurinn eigi í erfiðleikum með að reikna.
8. október 2020
Ólíkar leiðir stjórnarandstöðuflokka út úr kreppunni
Hvað eiga tillögur um að gera Akureyri að borg, um að byggja mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu í stað borgarlínu og um aukna fjárfestingu í lýðheilsu þjóðarinnar sameiginlegt?
8. október 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Vill hækka greiðslur vegna lífeyris og atvinnuleysisbóta um rúma tíu milljarða
Þingmaður Pírata hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ársins 2021 þar sem hann leggur til að lífeyrisgreiðslur úr ríkissjóði og atvinnuleysisbætur hækki í samræmi við hækkanir á lífskjarasamningi.
8. október 2020
Boeing 757-200 vél frá Icelandair.
Kaupandinn að vélum Icelandair íslenskt félag fyrir hönd bandarísks fjárfestingasjóðs
Íslenskt félag sem sérhæfir sig í að kaupa, selja og leigja út flugvélar hefur samþykkt að kaupa þrjár Boeing 757 vélar, framleiddar 1994 og 2000, af flugfélaginu. Vélarnar voru veðsettar kröfuhafa Icelandair.
8. október 2020
Grunnsviðsmyndin sem lögð er til grundvallar aðgerðum er varða landbúnað byggir á væntum breytingum á fjölda búfjár samkvæmt mati Umhverfisstofnunar auk 10 prósent fækkunar sauðfjár samkvæmt búvörusamningum við sauðfjárbændur.
Stjórnvöld stígi ekki skrefinu lengra „heldur 100 skrefum lengra“
Breyta ætti styrkjakerfi svo bændur geti framleitt loftslagsvænni afurðir. Markmið um aukna grænmetisframleiðslu eru þörf en metnaðarleysi einkennir kröfur um samdrátt í losun frá landbúnaði. Kjarninn rýnir í umsagnir um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
8. október 2020
Fréttamenn Kveiks eru í yfirlýsingu GMS sakaðir um upplýsingaóreiðu og falsfréttir í „illa rannsakaðri og villandi 30 mínútna heimildarmynd“ sem þjóni helst þeim tilgangi að fá háar áhorfstölur.
Milliliðurinn hraunar yfir þátt Kveiks, skoðar málsóknir og segir Eimskip hafa gert allt rétt
Fyrirtækið GMS hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kveiks um endurvinnslu fyrrum flutningaskipa Eimskips í Indlandi. Þar segir meðal annars að Kveikur hafi sleppt því að ræða við þúsundir ánægðra starfsmanna í Alang.
8. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Að læknar skuli halda þessu fram finnst mér ótrúlegt
Engin þjóð er nærri því að ná hjarðónæmi. Svíar eru mjög langt frá því og Íslendingar enn lengra. Þó er álag á heilbrigðiskerfið hér mikið og á eftir að aukast á næstu dögum og vikum.
8. október 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Biden og Trump yrðu ekki á sama stað í næstu kappræðum
Forsetaframbjóðendur Bandaríkjanna, Joe Biden og Donald Trump, myndu ekki vera á sama stað í næstu kappræðum þeirra, samkvæmt úrskurði kappræðunefndar þar í landi.
8. október 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Sumir fjölmiðlar algerlega að visna „í skugga Ríkisútvarpsins“
Þingmaður Miðflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra ræddu RÚV og einkarekna fjölmiðla á þinginu í dag.
8. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran les ekki minnisblöð og reglugerðir
„Veiran les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og ekki reglugerðir ráðuneytisins,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um gagnrýni sem fram hefur komið á misræmi tillagna hans og ákvörðunar ráðherra.
8. október 2020
Tæplega hundrað innanlandssmit greindust í gær.
Enn fjölgar innlögnum vegna COVID-19: 23 á Landspítala
Yfir hundrað smit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Innanlandssmit voru 94. Innan við helmingur var í sóttkví við greiningu. 23 liggja á Landspítalanum með COVID-19.
8. október 2020
Fjárlögin á mannamáli
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2021 í síðustu viku. Þau segja til um hvernig þjóðarheimilið er rekið. Í hvað erum við að eyða, hverjir borga mest fyrir það og þau nýju verkefni sem ráðast verður í.
8. október 2020
Flótti lántakenda frá lífeyrissjóðunum og verðtryggðum lánum heldur áfram
Íslendingar eru farnir að sýna það í verki að þeir eru afar meðvitaðir um kjör húsnæðislána. Lægri stýrivextir og aukin verðbólga hafa leitt til þess að þúsundir hafa fært sig úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð, og frá lífeyrissjóðum til banka.
8. október 2020
Eigandi Fréttablaðsins keypti hlutabréf fyrir tæplega 600 miljónir króna í fyrra
Félag sem eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins í fyrra metur eignir sínar á 592,5 milljónir króna, eða sömu upphæð og það fékk lánað hjá tengdum aðila til að kaupa hlutabréf á árinu 2019. Einu þekktu viðskipti félagsins í fyrra eru kaup á fjölmiðlum.
7. október 2020
Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir Svíþjóðar.
Smitum fjölgar ört í Svíþjóð
Vonir um að Svíþjóð myndi ekki verða fyrir haustbylgju kórónuveirufaraldursins í Evrópu virðast farnar, en daglegum smitum fer þar ört fjölgandi á mörgum stöðum landsins.
7. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
„Veit ekki á gott fyrir íslenskan landbúnað ef þetta eru viðhorf landbúnaðarráðherra“
Þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýnir Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra harðlega fyrir orð sem hann lét falla á þinginu í gær. Ungir Framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á ráðherrann.
7. október 2020
Áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi.
Óvissa um nýorkubíla eykur „gríðarlega áhættuna“ í rekstri bílaleiga
Ferðaþjónustan vill vinna með stjórnvöldum en ekki gegn þeim í umhverfismálum en þá þurfa sjónarmið þeirra þó að fara saman, segir í umsögn SAF um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
7. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun gegna störfum heilbrigðisráðherra næstu vikurnar.
Svandís í leyfi frá störfum – Guðmundur Ingi gegnir störfum hennar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra gegnir störfum heilbrigðisráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur, sem farin er í leyfi til 15. október.
7. október 2020
Fótbolti og aðrar utanhússíþróttir eru leyfilegar á höfuðborgarsvæðinu, en innanhússíþróttir ekki.
Ekki til þess fallið að efla samstöðu að leyfa fótbolta en banna annað
Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar gagnrýndu ósamræmi varðandi íþróttaiðkun í hertum reglum á höfuðborgarsvæðinu í umræðum um störf þingsins í morgun. Hanna Katrín Friðriksson segir að það verði að vera „system i galskapet“ – samræmi í vitleysunni.
7. október 2020
Tæplega 90 ný smit og átján á sjúkrahúsi
Í gær greindust 87 manns til viðbótar með kórónuveiruna hér á landi. 795 manns eru í einangrun vegna COVID-19 og yfir 4.000 í sóttkví. Yfir 2.650 sýni voru tekin á landinu í gær.
7. október 2020
Ólína segir forstjóra Samherja hafa beitt sér fyrir því að hún fengi ekki háskólastöðu
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir í nýrri bók að Þorsteinn Már Baldvinsson hafi hindrað ráðningu sína sem forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri árið 2013. Hana grunar að andstaðan við sig hafi verið af pólitískum toga.
7. október 2020
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Stýrivextir áfram eitt prósent
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum á sama stað og þeir hafa verið frá því í maí.
7. október 2020
Þær verða flestar á jörðu niðri, enn um sinn.
2.200 færri nýjar þotur á loft næsta áratuginn
Sérfræðingar Boeing segja að það muni taka farþegaflugið þrjú ár að ná sömu hæðum og það gerði árið 2019. Flugvélaframleiðandinn bandaríski spáir því að mun færri þotur verði afhentar á næstu árum en til stóð.
7. október 2020
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Uppboð á aflaheimildum í Namibíu mistókst og skilaði sáralitlum tekjum
Stjórnvöld í Namibíu náðu einungis að innheimta 1,3 prósent af þeirri upphæð sem þau ætluðu sér að ná í með uppboði á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl.
7. október 2020
Forsetinn birti með færslu sinni þessa teiknuðu mynd af honum sjálfum með grímu.
Guðni Th.: „Sýnum hvað í okkur býr“
Forseti Íslands hvetur landsmenn til samstöðu í þessari bylgju faraldursins. „Í stritinu miðju stoðar lítt að velta vöngum yfir því hvað hefði kannski mátt gera öðruvísi, ræðum það síðar,“ skrifar forsetinn á Facebook í kvöld.
6. október 2020
Velkomnir aftur í tveggja metra regluna, íbúar höfuðborgarsvæðis.
Faraldurinn gæti orðið „illviðráðanlegur“ innan nokkurra daga
Hárgreiðslustofum og sundlaugum verður lokað. Veitingahús mega hafa opið til kl. 21 og gæta þarf að loftgæðum á vinnustöðum til að forðast úðasmit í loftið. Hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu taka gildi á morgun.
6. október 2020
Þeir Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sjást hér á upplýsingafundi almannavarna. Íslendingar segjast sjálfir upp til hópa duglegir að hlýða þeim, en hafa minni trú á næsta manni.
Fólk segist hlýða Víði, Þórólfi og Ölmu en trúir ekki að annað fólk geri það líka
Töluvert lægra hlutfall fólks hefur trú á því að Íslendingar almennt séu að fara eftir gildandi tilmælum vegna heimsfaraldursins núna en raunin var í fyrstu bylgju faraldursins. Áhyggjur fólks hafa verið að aukast á ný, samkvæmt Félagsvísindastofnun.
6. október 2020
Útflutningur sjávarafurða ekki verið meiri í fimm ár
Samhliða mikilli gengisveikingu hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist töluvert á síðustu mánuðum. Nýliðinn ársfjórðungur hefur verið sá gjöfulasti í fimm ár í greininni.
6. október 2020
Ingrid Kuhlman
Vinnum bug á áhyggjuhugsunum
6. október 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Ný könnun: Miðflokkurinn helmingast frá síðustu kosningum og mælist með 5,9 prósent
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vantar ekki mikið upp á að Samfylking, Píratar og Viðreisn geti myndað þriggja flokka ríkisstjórn. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast höfða í mun minni mæli til kjósenda annarra flokka en þeir flokkar sem eru í stjórnarandstöðu.
6. október 2020
Íbúðirnar sem falla undir hlutdeildarlánin eiga að vera hannaðar þannig að þær séu „einfaldar að allri gerð“ og „svo hagkvæmar og hóflegar sem frekast er kostur.“ Mynd úr safni.
Hægt verði að fá hlutdeildarlán fyrir 58,5 milljóna króna íbúð
Drög að reglugerð um hlutdeildarlánin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er útfært hvaða húsnæði teljist „hagkvæmt húsnæði“ og því lánshæft. Hægt verður að fá lán fyrir íbúð með einu auka herbergi, m.v. fjölskyldustærð.
6. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Tveggja metra-regla endurvakin, starfsemi þarf að loka og keppnisíþróttum frestað
Sóttvarnarlæknir mun í dag gera tillögu um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur fjölgað verulega síðustu daga. Í gær greindust alls 99 manns innanlands með smit.
6. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Neitar að hafa talað um „brottvísunarbúðir“
Dómsmálaráðherra segir að það verði að vera hægt að ræða flóttamannamál af yfirvegun. Hún segist ekki hafa haft orð á því að það verklag sem í umræðunni í gær var kallað „brottvísunarbúðir“ væri í vinnslu hérlendis.
6. október 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
„Fráleit hugmynd og kemur ekki til greina“
Þingmaður Vinstri grænna hvetur aðra þingmenn til þess að berjast fyrir því að fólk sem hingað sækir fái sanngjarna, réttláta og mannúðlega málsmeðferð. Hún segir hugmynd dómsmálaráðherra um að vista flóttafólk á afmörk­uðu svæði fráleita.
6. október 2020
Víðir Reynisson
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu haldi sig heima við eins og hægt er
Ríkislögreglustjóri mun gefa frá sér hert tilmæli til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er minnisblað um hertrar sóttvarnarreglur í vinnslu hjá sóttvarnarlækni.
6. október 2020
AGS hvetur til fjárfestingar hins opinbera
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur verið þekktur fyrir að boða aga í opinberum fjármálum, hvetur nú tekjuhá lönd til að hugsa minna um skuldasöfnun og auka fjárfestingar hins opinbera.
6. október 2020
Fólkið í eldlínunni: Þríeykið Þórólfur, Alma og Víðir ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, standa nú aftur í ströngu við að miðla upplýsingum til almennings og móta aðgerðir. Starfsfólk Landspítalans er aftur komið í hlífðarfatnaðinn.
221 dagur
Tæplega hundrað manns greindust með COVID-19 í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum sólarhring í rúmlega hálft ár. Meirihlutinn var í sóttkví við greiningu. Fjórir liggja á gjörgæsludeild með sjúkdóminn.
6. október 2020
Orkuveitu Reykjavíkur, hefur beitt Carbfix-aðferðinni til að draga úr losun frá Hellisheiðarvirkjun síðastliðin ár með góðum árangri.
Kolefnisförgun gæti orðið „ný og vistvæn útflutningsgrein“
Á Íslandi mætti binda margfalt meira koldíoxíð en sem nemur heildarlosun Íslands, t.d. með flutningi CO2 erlendis frá. Orkuveita Reykjavíkur telur kolefnisföngun og -förgun hafa burði til að verða ný og vistvæn útflutningsgrein í íslensku efnahagslífi.
6. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Arfaslæm hugmynd“ að vista flóttafólk á afmörkuðu brottvísunarsvæði
Ekki eru allir parsáttir við vangaveltur dómsmálaráðherra um að koma fólki fyrir á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi.
5. október 2020
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ummæli Ágústs Ólafs hljóti að hafa áhrif á stöðu hans
„Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar,“ skrifar Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Ungra jafnaðarmanna, um ummæli sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður lét falla um helgina.
5. október 2020
Donald Trump fór í umdeildan bíltúr í gær og veifaði stuðningsmönnum sínum.
Trump fær að snúa aftur í Hvíta húsið
Donald Trump verður fluttur af Walter Reed-spítalanum í kvöld og aftur í Hvíta húsið. Hann mun halda áfram að fá lyfið remdevisir þegar þangað er komið. Forsetinn segir að honum líði betur en fyrir 20 árum síðan.
5. október 2020
Stefán Erlendsson
Hindranir í vegi nýrrar stjórnarskrár
5. október 2020
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór segir ólíklegt að eignarhluturinn í Morgunblaðinu færist aftur til Samherja
Lán Samherja til félags í eigu Eyþórs Arnalds, sem veitt var til að kaupa hlut í Morgunblaðinu, er gjaldfallið. Eyþór segir að hann hafi ætlað sér að hagnast á viðskiptunum og telur að umræða um þau letji fólk frá því að vilja eiga í fjölmiðlum.
5. október 2020
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, við þingsetningu í síðustu viku.
Segir Samtök atvinnulífsins hafa náð að kreista út milljarða með krókódílatárum
Þingmaður Flokks fólksins spyr hvenær tími langveikra og fatlaðs fólks komi – hann hafi ekki komið í góðærinu. Hann spyr hvort það sé metnaður ríkisstjórnarinnar að verja það að einhverjir eigi kannski ekkert nema smá lýsi eða maltdós í ísskápnum.
5. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: „Við ætlum að ná þessu niður“
Víðir Reynisson var einlægur en ákveðinn á upplýsingafundi dagsins, þeim fyrsta eftir verulega hertar aðgerðir á samkomum. „Veiran er andstæðingurinn og hún er hvorki fyrirsjáanleg né sanngjörn,“ sagði hann.
5. október 2020
„Faraldurinn er í vexti“ – Fólk á þrítugsaldri á sjúkrahúsi
Dæmi eru um að fólk á þrítugsaldri hafi lagst inn á sjúkrahús í þessari þriðju bylgju faraldursins. Engin merki eru um að veiran sé vægari nú en áður. Í gær greindust 59 smit – og vísbendingar eru um að faraldurinn sé í veldisvexti.
5. október 2020
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur biðst afsökunar á að hafa gert lítið úr forystuhlutverki Katrínar
Þingmaður Samfylkingarinnar, sem ræddi um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar“ í umræðuþætti um helgina, var víða ásakaður um kvenfyrirlitningu fyrir vikið. Hann hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
5. október 2020