Víðir snortinn og sendi fingurkoss
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn komst við á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann á afmæli og fékk senda afmælisköku frá framlínustarfsmönnum og íbúum hjúkrunarheimila. „Maður fær bara tár í augun,“ sagði afmælisbarnið, fullt þakklætis.
22. apríl 2020