Gistinóttum útlendinga fjölgar en Íslendinga fækkar á milli ára
Seldar gistinætur til útlendinga í júní sjöfölduðust á milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fjöldi gistinátta þeirra er þó innan við þriðjungur gistinátta í sama mánuði 2019. Íslendingar keyptu færri gistinætur í júní í ár en í fyrra.
7. júlí 2021