Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Reynt hefur verið að hraða bólusetningum á Indlandi en þar býr um milljarður manna.
Enn mikil hætta á stórum bylgjum
Á Íslandi er rúmur helmingur allra fullorðinna orðinn fullbólusettur. Á Indlandi eru innan við 5 prósent íbúanna í sömu stöðu. Enn er því hætta á stórum bylgjum faraldursins á Indlandi og víðar og þar með frekari þróun nýrra afbrigða.
19. júní 2021
Lóðirnar sem um ræðir eru samliggjandi við sjávarsíðuna á Vesturvör á Kársnesi. Þær verða í grennd við brúarsporð fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar.
Óld tán við Skæla gún á Kársnesi?
Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt að úthluta lóðum í grennd við nýja baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi til tengds fyrirtækis sem hefur áform um að byggja þar upp „Old Town“, afþreyingarhverfi í gömlum íslenskum stíl.
19. júní 2021
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
16. júní 2021
Ingunn Rós Kristjánsdóttir
Fíllinn í þorpinu
16. júní 2021
Meðalverð íbúða hefur hækkað um tvær milljónir á fjórum mánuðum.
Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljast hratt og margar á yfirverði
Sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei mælst styttri, auk þess sem hlutfall þeirra sem selst á yfirverði hefur aldrei verið hærra. Á sama tíma hefur leiguverð á svæðinu lækkað, áttunda mánuðinn í röð.
16. júní 2021
Almenningur í Japan hefur verið ansi andsnúinn því að leikarnir fari fram í Tókíó í sumar.
Skattgreiðendur þurfi að borga fyrir tómar áhorfendastúkur
Borgaryfirvöld í Tókíó gætu þurft að niðurgreiða Ólympíuleikana sem þar eiga að fara fram síðsumars um jafnvirði 97 milljarða króna til viðbótar, ef leikarnir þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum.
16. júní 2021
Fjöldi skjala sem send eru rafrænt hefur vaxiið hratt á nýliðnum árum.
Gögnum frá opinberum aðilum verði miðlað til einstaklinga með stafrænum hætti
Bréfpóstur verður enn í boði fyrir þá sem það kjósa en að meginreglu verða gögn frá hinu opinbera send einstaklingum og lögaðilum með stafrænum hætti í kjölfar nýrra laga. Breytingin er talin spara ríkissjóði 300-700 milljónir króna á ári.
16. júní 2021
Framlög til opinberra fjárfestinga vannýtt
Opinberar fjárfestingar voru tiltölulega miklar á fyrstu mánuðum ársins miðað við árstíma, eftir að hafa tekið dýfu í fyrra. Samkvæmt Landsbankanum mætti þó nýta enn betur þær heimildir sem veittar hafa verið til fjárfestingar.
16. júní 2021
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún verður fyrsta konan sem stýrir félagi í Kauphöll Íslands síðan í ágúst 2016.
Níföld eftirspurn eftir bréfum í Íslandsbanka og hluthafar verða 24 þúsund
Alls fengust 55,3 milljarðar króna fyrir 35 prósent hlut í Íslandsbanka sem þýðir að markaðsvirði hans er 158 milljarðar króna, eða 85 prósent af eigin fé bankans. Fjöldi hluthafa verður sá mesti í skráðu félagi á Íslandi þegar viðskipti hefjast.
16. júní 2021
Miklubrautarstokkur, eins og teymi Arkís, Landslags og Mannvits sér fyrir sér að hann gæti orðið.
Mannlíf yfir bílum: Tillögur að stokkalausnum kynntar
Fimm þverfagleg teymi hafa skilað inn tillögum að stokkum á Miklubraut og Sæbraut, eftir hugmyndaleit sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Borgarstjóri sagði á kynningarfundi að Miklubraut í núverandi mynd væri ógn við lífsgæði og heilsu íbúa á stóru svæði.
15. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku handsala samstarfið. Hjá þeim standa Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis og Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og auðlindagarðs HS Orku.
Samherji áformar 45 milljarða króna landeldi við Reykjanesvirkjun
Samherji fiskeldi ætlar sér að framleiða allt að 40 þúsund tonn af laxi í landeldisstöð á Reykjanesi. Fyrirtækið hefur náð samningum við HS Orku um uppbygginguna, en ylsjór frá Reykjanesvirkjun verður nýttur við matvælaframleiðsluna.
15. júní 2021
Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson ætlar ekki að þiggja annað sætið
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ætlar ekki að taka sæti á lista flokksins í kjördæminu ef varaformaður Sjálfstæðisflokksins sigrar hann í oddvitaslag um komandi helgi.
15. júní 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Hvar eru tækifærin?
15. júní 2021
Fimm ungir menn sem Kjarninn ræddi við fyrir utan húsakynni Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. Rauði krossinn telur úrskurðinn í dag hafa forsdæmisgildi fyrir hina þrettán sem sviptir voru þjónustu.
Þjónustusvipting Útlendingastofnunar ekki með stoð í lögum
Kærunefnd útlendingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Útlendingastofnunar um að hætta að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd þjónustu ef þeir gangist ekki undir PCR-próf hafi ekki stoð í lögum.
15. júní 2021
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Kalla eftir því að SA og SAF fordæmi framgöngu Play
Í ályktun formannafundar ASÍ er þess krafist að Play gangi til kjarasamninga við það launafólk sem á að vinna samkvæmt þeim kjarasamningum. Samtökin segja Play fara gegn skipulagðri verkalýðshreyfingu með samningum við Íslenska flugstéttarfélagið.
15. júní 2021
Alma Möller landlæknir.
Landlæknir segir viðbrögð við hópsýkingu á Landakoti hafa mátt vera snarpari
Embætti landlæknis birti í dag niðurstöður rannsóknar sinnar á hópsýkingunni á Landakoti. Í skýrslunni segir meðal annars að vísbendingar séu um að skortur hafi verið á yfirsýn, samhæfingu og upplýsingaflæði þegar þörf var fyrir sterka stjórn.
15. júní 2021
Bernhard Esau, annar tveggja namibísku stjórnmálamannanna sem Bandaríkin hafa gripið til aðgerða gegn.
Bandaríkin beita namibísku ráðherrana í Samherjamálinu refsiaðgerðum
Bandaríska utanríkismálaráðuneytið hefur gefið það út að Sacky Shanghala og Bernhard Esau, fyrrverandi ráðherrar í namibísku stjórninni sem sæta spillingarákærum vegna Samherjamálsins, megi ekki koma til Bandaríkjanna, vegna þátttöku sinnar í spillingu.
15. júní 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson.
Gagnrýna Katrínu og VG fyrir NATO-fund: Andstaðan kannski fyrst og fremst táknræn?
Formaður Eflingar og þingmaður Samfylkingarinnar beina athygli sinni að nýyfirstöðnum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins og gagnrýna formann VG fyrir orð hennar í fjölmiðlum eftir fundinn.
15. júní 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir í tímabundið leyfi frá störfum
Mennta- og menningarmálaráðherra er komin í tímabundið leyfi frá störfum samkvæmt læknisráði.
15. júní 2021
Niðurstaða nýjustu könnunar MMR er ekki jafn mikið gleðiefni fyrir alla stjórnarleiðtogana.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27 prósent fylgi – Framsókn og Viðreisn dala skarpt
Framsóknarflokkur og Viðreisn tapa umtalsverðu fylgi milli kannana og níu flokkar mælast inni á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig tæpum tveimur prósentustigum á kjörtímabilinu en hinir stjórnarflokkarnir tapað samtals 6,4 prósentustigum.
15. júní 2021
Græn svæði vantar hér á landi í þéttbýlum, ef miðað er við önnur OECD-ríki.
Hár húsnæðiskostnaður og lítið um græn svæði
Samkvæmt nýrri úttekt OECD greiða Íslendingar hærra hlutfall af tekjum sínum í húsnæði heldur en flest önnur aðildarríki sambandsins. Einnig hefur ekkert annað aðildarríki jafnlítið aðgengi að grænum svæðum í þéttbýli og Ísland.
15. júní 2021
Birgir Birgisson
Lík óskast
15. júní 2021
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að komast megi hjá þúsundum dauðsfalla með því að fresta afléttingu samkomutakmarkana á Englandi.
Hafa áhyggjur af Delta-afbrigðinu og fresta afléttingu vegna aukins smits
Fyrirhugaðri afléttingu á samkomutakmörkunum á Englandi hefur verið frestað um fjórar vikur. Forsætisráðherra Breta segir að tveir þriðju fullorðinna í landinu og allir yfir fimmtugu verði fullbólusettir þann 19. júlí.
14. júní 2021
Fyrirtækið Vörðuberg uppfyllti ekki skilyrði um hæfi í útboði borgarinnar.
Fengu ekki að laga gangstéttir borgarinnar vegna Landsréttardóms frá 2018
Verktakafyrirtækið Vörðuberg átti nýlega lægsta tilboðið í gangstéttaviðgerðir í Reykjavík. Tilboðinu var þó hafnað, þar sem eini hluthafi félagsins, samkvæmt síðasta ársreikningi, hlaut árið 2018 dóm í Landsrétti fyrir ýmis brot í rekstri annarra félaga.
14. júní 2021
PLAY opnar húddið
Samkvæmt útboðslýsingu PLAY hyggst flugfélagið selja jafnmörg sæti og WOW air gerði árið 2017 innan fjögurra ára. Félagið býst við að skila tapi á rekstri sínum í ár, en ná fimm milljarða króna hagnaði árið 2025.
14. júní 2021
Gengi ferðaþjónustunnar á næstu árum hefur mikið um það að segja hvort atvinnuleysi muni haldast hátt eða ekki.
Býst við töluverðu atvinnuleysi næstu árin
Það gæti tekið nokkur ár að ná atvinnuleysinu niður í fyrra horf, skrifar hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
14. júní 2021
Loðnubrestur var 2019 og 2020. Hún var veidd á ný í ár og skilaði auknu verðmæti til útgerða.
Loðnuveiðarnar skiluðu útgerðunum átta milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi
Aflaverðmæti við fyrstu sölu í fyrra var það mesta sem útgerðir hafa fengið síðan 2015. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs jókst aflaverðmætið svo um 26 prósent frá síðasta ári, að mestu vegna þess að loðna var veidd á ný.
14. júní 2021
Útboð PLAY hefst 24. júní
Hlutafjárútboð verður í flugfélaginu PLAY dagana 24. og 25. júní. Andvirði útboðsins nemur rúmum fjórum milljörðum króna.
14. júní 2021
Ríkið fær yfir 50 milljarða króna fyrir hlutinn í Íslandsbanka
Líkur eru fyrir því að lægri boð en 79 krónur á hlut fyrir bréf í Íslandsbanka verði ekki samþykkt.
14. júní 2021
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á árlegum fundi G7-ríkjanna um helgina.
G7-ríkin munu fjármagna eigin útgáfu af Belti og braut
Sjö ríkustu lýðræðisríki heimsins sammæltust um helgina um stofnun nýs innviða- og fjárfestingarverkefnis sem ætlað er að vera mótsvar við belta- og brautarverkefni kínverskra stjórnvalda.
13. júní 2021
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
13. júní 2021
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Jón Ormur Halldórsson segir að ekki sé lengur hægt að útiloka að til afdrifaríkra átaka geti komið í kringum Kína.
13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
13. júní 2021