Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þetta er bara bölvað rugl“
Þingmaður Pírata telur að ekki sé heimild til að endurtelja atkvæði þegar yfirkjörstjórn er búin að skila skýrslu til landskjörstjórnar.
Kjarninn 27. september 2021
Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn ætlar sér að fjármagna róttæka fjölmiðlun
Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki náð mönnum inn á þing í sinni fyrstu tilraun fær flokkurinn tugmilljónir á hverju ári í framlag úr ríkissjóði á kjörtímabilinu. Féð verður meðal annars nýtt til uppbyggingar róttæks fjölmiðils.
Kjarninn 27. september 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Hvetur til ábyrgðar í peningastefnu og ríkisfjármálum
Hagfræðiprófessor biður stjórnvöld um að lækka hallarekstur ríkissjóðs og hafa raunvexti jákvæða, þrátt fyrir kröfur fyrirtækja og stjórnmálamanna um að halda vöxtum lágum og auka ríkisútgjöld án fjármögnunar.
Kjarninn 27. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Ríkisstjórnin rígheldur og rúmlega það
Samkvæmt þeim atkvæðum sem talin höfðu verið um kl. 1 að kvöldi kjördags gæti ríkisstjórnin fengið 40 þingmenn, jafnvel fleiri. Útlit er fyrir að færri flokkar verði á þingi en búist hafði verið við.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur úr Reykjavík suður: Hvorki Sósíalistaflokkur né Miðflokkur ná inn manni
None
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar og Tommi á Búllunni inni
None
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur úr Suðvesturkjördæmi: Sjálfstæðisflokkur með yfir þriðjung talinna atkvæða
None
Kjarninn 25. september 2021
Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn fengið flest talin atkvæði
None
Kjarninn 25. september 2021
Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi: Sjálfstæðisflokkur stærstur en Framsókn bætir við sig manni
None
Kjarninn 25. september 2021
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins og Viðreisn fá menn
None
Kjarninn 25. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Skattbyrði tekjuhæsta prósentsins er hærri en skattbyrði „alls fjöldans“ en ekki mikið hærri
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Loga Einarssonar um að tekjuhæsta 1 prósent þjóðarinnar borgi „minna en allur almenningur í landinu, allur fjöldinn“ í skatta.
Kjarninn 24. september 2021
Ívilnanir vegna innflutnings rafmagns- og tengiltvinnbíla rúmir fimm milljarðar í fyrra
Rúmir 2,2 milljarðar virðisaukaskatts voru felldir niður vegna innflutnings 2.632 tengiltvinnbíla í fyrra. Tvívegis hefur efnahags- og viðskiptanefnd frestað áformum um að fella niður eða minnka ívilnanir vegna tengiltvinnbíla sem eru umdeildar.
Kjarninn 24. september 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már neitaði að svara spurningum við yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara
Upphæðin sem Samherjasamstæðan er grunuð um að hafa greitt í mútugreiðslur fyrir aðgang að kvóta í Namibíu er komin upp í 1,7 milljarða króna og þeir sem eru komnir með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins hérlendis eru orðnir átta.
Kjarninn 24. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Sigurður Ingi og Katrín fyrir hartnær fjórum árum, er þau mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Katrín og Sigurður Ingi þau einu sem fleiri treysta en vantreysta
Formaður Vinstri grænna er eini leiðtoginn í íslenskum stjórnmálum sem meirihluti landsmanna segist treysta, samkvæmt nýrri könnun frá MMR.
Kjarninn 23. september 2021
Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ í lok ágúst.
KSÍ fékk ábendingu í byrjun júní um alvarlegt meint kynferðisbrot landsliðsmanna
KSÍ hefur staðfest við Kjarnann að ábending hafi borist sambandinu snemmsumars um yfir 10 ára gamalt mál er varðar alvarlegar ásakanir um kynferðisofbeldi tveggja landsliðsmanna gegn stúlku.
Kjarninn 23. september 2021
Flokkarnir hafa aukið útgjöld sín vegna auglýsinga á Facebook allnokkuð að undanförnu.
Flokkarnir auka útgjöldin til Facebook á lokametrunum
Dagana 14.-20. september vörðu Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins mestu fé í að koma auglýsingum sínum á framfæri á Facebook og Instagram. Allir flokkar virðast vera að auka útgjöld sín á þessum miðlum á lokametrum kosningabaráttunnar.
Kjarninn 22. september 2021
Gunnar Smári Egilsson í forystusætinu á RÚV á mánudag.
Íslenskt samfélag er ekki gjörspillt í alþjóðlegum samanburði
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Gunnars Smára Egilssonar um að íslenskt samfélag sé gjörspillt.
Kjarninn 22. september 2021
Mótmæla fyrirhuguðum sérkjörum sjávarútvegsins vegna loftslagsaðgerða
Í ályktun miðstjórnar ASÍ er því mótmælt að til standi að veita sjávarútvegsfyrirtækjum skattalegar ívilnanir og styrki til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á sama tíma og almenningur þurfi að mæta íþyngjandi aðgerðum á borð við kolefnisgjald.
Kjarninn 22. september 2021
Eignarhlutur erlendra aðila í íslenskum hlutafé íslenskra fyrirtækja jókst lítillega í fyrra.
Eignastaða erlendra aðila ekki minni í átta ár
Bætt skuldastaða íslenskra fyrirtækja við útlönd dró úr beinni fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi í fyrra. Fjármunaeignin hefur ekki verið minni síðan á árinu 2013.
Kjarninn 22. september 2021
Jared Bibler er að fara að gefa út bók um hrun íslensku bankanna og eftirmála í upphafi októbermánaðar.
Fullyrðir að gjaldeyri hafi verið stolið úr Seðlabankanum með fölskum reikningum
„Mér fannst ótrúlegt að Íslendingar væru að halda áfram að plata og svíkja,“ segir Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði FME. Hann segir að fölskum reikningum hafi verið beitt til að ná í gjaldeyri á afslætti árin 2008 og 2009.
Kjarninn 22. september 2021
Vilja að sérstök nefnd fari yfir atburðarásina bak við afsögn formanns og stjórnar KSÍ
Stjórn KSÍ hefur óskað eftir því við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.
Kjarninn 21. september 2021
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þeim fækkar sem vilja sjá Bjarna sem forsætisráðherra
Samkvæmt nýjustu tölunum úr kosningabaráttukönnun ÍSKOS fer þeim fækkandi sem vilja sjá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokks taka við lyklunum að stjórnarráðinu eftir kosningarnar á laugardaginn.
Kjarninn 21. september 2021
Gunnar Smári alltaf við stjórnarborðið í spilakassa Samtaka skattgreiðenda
Félag sem heitir Samtök skattgreiðenda hefur kynnt til sögunnar stjórnarskiptarúllettu á netinu. Formaður félagsins segir það ekki hafa kostað krónu að setja vefinn í loftið og að tilgangurinn með honum sé að láta fólk hugsa um skattahækkanir.
Kjarninn 21. september 2021
Sigríður Rut Júlíusdóttir hefur verið einn eigenda lögmannsstofunnar Réttar um árabil.
Sigríður Rut og María metnar hæfastar í embætti héraðsdómara
Sigríður Rut Júlíusdóttir og María Thejll hafa verið metnar hæfastar til að gegna embætti héraðsdómara í Reykjavík og Reykjanesi.
Kjarninn 21. september 2021
Tuttugu og fimm tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi innan HÍ
Á árunum 2017-2020 bárust fagráði Háskóla Íslands 25 tilkynningar um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Málin varða ýmist starfsfólk, nemendur eða samskipti milli starfsfólks og nemenda, en meirihluti þeirra hefur átt við um samskipti milli nemenda.
Kjarninn 21. september 2021
Appelsínugul viðvörun er í gildi á mest öllu landinu.
„Lítur ekki vel út!“
Upp úr klukkan 13 í dag mun bresta á með vestanhvelli á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að einnig verði „foráttuhvasst“ á Suðurlandi.
Kjarninn 21. september 2021
Unnur Orradóttir Remette fyrrverandi sendiherra í Úganda og Netumbo Nandi-Ndaitwah ráðherra alþjóðasamstarfs í Namibíu.
Framsalsmál rædd af sendiherra Íslands við ráðherra í Namibíu í febrúar 2020
Samkvæmt namibíska dómsmálaráðuneytinu var möguleikinn, eða öllu heldur ómöguleikinn, á framsali Íslendinga til Namibíu til umræðu á fundi sendiherra Íslands í Úganda og namibísks ráðherra, sem fram fór í febrúar árið 2020.
Kjarninn 21. september 2021
Miklar frosthörkur í Evrópu í fyrravetur leiddu meðal annars til að snjóþungt var í Madríd, höfuðborg Spánar.
Evrópulönd niðurgreiða orku í kjölfar verðhækkana á gasi
Verð á gasi til húshitunar hefur hækkað töluvert í Evrópu á síðustu mánuðum. Til þess að bregðast við þessum hækkunum hafa ríkisstjórnir Ítalíu, Spánar, Frakklands og Bretlands ákveðið að niðurgreiða orkuútgjöld heimila í stórum stíl.
Kjarninn 21. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Konur um allan heim hafa fundið fyrir röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19.
Tilkynnt um röskun á tíðahring yfir 800 kvenna eftir bólusetningu
Tíðahringurinn er annað hvort styttri eða lengri en vant er. Tíðum fylgir sársauki, miklar blæðingar og milliblæðingar. Þetta er meðal þess sem hundruð kvenna hafa fundið fyrir í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Lyfjastofnun er að rannsaka málið.
Kjarninn 20. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni varar við glundroða í stjórnmálum og vill leiða ríkisstjórn
Formaður Sjálfstæðisflokks býst við meira fylgi og að það kæmi sér á óvart ef Vinstri græn og Framsókn vilji ekki setjast niður með sér eftir kosningar. Hann segir flokkinn styðja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Aðrir hafi komið í veg fyrir það.
Kjarninn 20. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021