Strandir við sunnanverða Kaliforníu eru lokaðar vegna olíumengunar.
Akkeri gataði eldgamla olíuleiðslu
Kalifornía var eitt sinn mikið olíuríki en nú eru aðeins leifar að þeirri vinnslu stundaðar í hafinu úti fyrir ströndinni. Leiðslurnar eru áratuga gamlar og ítrekað verið bent á að þær séu tifandi tímasprengjur. Og nú er ein þeirra sprungin.
Kjarninn 5. október 2021
Maki stjórnarmanns selur í PLAY
Óbein ítök eins stjórnarmanna PLAY í félaginu minnkuðu eftir að eiginmaður hennar seldi hlutabréf í því í síðustu viku. Þó eru þau enn töluverð, en makinn á tæpt prósent í flugfélaginu.
Kjarninn 5. október 2021
Páll Matthíasson fráfarandi forstjóri Landspítala og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Hvorki Páll né Svandís segjast vita hver verði heilbrigðisráðherra í nýrri stjórn
Fráfarandi forstjóri Landspítala segir að ekki eigi að túlka orð hans um að Svandís Svavarsdóttir sé að fara að „láta af embætti“ heilbrigðisráðherra sem svo að hann viti til þess að hún verði ekki heilbrigðisráðherra í næstu ríkisstjórn.
Kjarninn 5. október 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur telur „varhugavert að slaka meira á“
Sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóða heilbrigðisstofnunin spá aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar nú í byrjun vetrar „og hafa hvatt þjóðir til að viðhafa áfram nauðsynlegar sóttvarnir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 5. október 2021
Við Ægisíðu 102 er í dag þjónustu- og bensínstöð á vegum N1.
Telja opnað fyrir óeðlilega mikið byggingarmagn við Ægisíðu 102
Íbúar í grenndinni við Ægisíðu 102, þar sem þjónustustöð N1 er í dag, telja að borgin sé að opna á of mikla uppbyggingu á lóðinni með breytingum á aðalskipulagi. Þeir furða sig einnig á að Festi hf. fái byggingaréttinn á lóðinni afhentan.
Kjarninn 5. október 2021
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala lætur af störfum í næstu viku.
Páll lætur af störfum sem forstjóri Landspítala
Heilbrigðisráðherra hefur orðið við ósk Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala um að hann láti af starfi sínu. Páll lætur af embætti frá og með 11. október næstkomandi.
Kjarninn 5. október 2021
Ræða þörf á örvunarskammti af Janssen-bóluefni
Sérfræðinganefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna ætlar að koma saman til að ræða þörf á örvunarskammti af bóluefni Janssen. Framleiðandinn hefur þegar sótt um slíkt leyfi. Stofnunin hefur samþykkt að viðkvæmir geti fengið örvunarskammt af Pfizer.
Kjarninn 5. október 2021
Fjórar tilkynningar um kynferðislega áreitni borist til RÚV
Brugðist hefur verið við fjórum tilkynningum um kynferðislega áreitni í samræmi við viðbragðsáætlun RÚV á síðustu fjórum árum.
Kjarninn 5. október 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Formaður Samfylkingar segir Vinstri græn og Framsókn ná meiri árangri í minnihlutastjórn
Logi Einarsson segir að fleiri mynstur séu í stöðunni en áframhaldandi ríkisstjórn. Vel sé hægt að styrkja hugmynd um myndun minnihlutastjórnar sem studd sé af Pírötum með aðkomu fleiri flokka.
Kjarninn 5. október 2021
Námugröftur í Amazon verður sífellt umfangsmeiri.
Herjað á Amazon með námuvinnslu og mannréttindabrotum
Gervitunglamyndir staðfesta umfangsmikla ólöglega starfsemi í friðlöndum Amazon-frumskógarins. Heimamenn vilja fá viðurkenningu á náttúruverndarhlutverki sínu sem þeir sinna við erfiðar og oft og tíðum hættulegar aðstæður.
Kjarninn 4. október 2021
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra málaflokksins.
Kalla eftir því að ráðherra undirriti reglugerð sem heimilar slit á félögum sem fyrst
Fimm ár eru síðan að ákvæði var sett í lög sem heimilaði slit á þeim félögum sem skiluðu ekki ársreikningi innan ákveðins tíma. Það hefur aldrei verið virkt þar sem reglugerð skorti. Umsagnarferli um slíka reglugerð lauk fyrir tveimur vikum.
Kjarninn 4. október 2021
Á hinum svokallaða Heklureit sem stendur við Laugaveg stendur til að byggja fjölmargar íbúðir á næstu árum.
Lýsa áhyggjum af „skuggasundum“ og dimmum íbúðum á Heklureit
Tveir arkitektar gagnrýna þéttleika byggðar á hinum svokallaða Heklureit við Laugaveg og segja athugasemdir sínar raunar geta átt við um fleiri þéttingarreiti í borginni. Þeir segja þéttingu byggðar meðfram legu Borgarlínu ekki mega bitna á gæðum íbúða.
Kjarninn 4. október 2021
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
„Ekki hægt að fagna birtingu þessara skjala því þau hafa ekki verið birt“
Ritstjóri Wikileaks telur að gefa eigi almenningi kost á að leita í Pandóruskjölunum, einum stærsta gagnaleka sögunnar.
Kjarninn 4. október 2021
Þolandi greindi frá 40 ára gömlu máli
Fyrir 10 árum var óskað eftir fundi með forsvarsfólki GSÍ vegna kynferðisofbeldis en um var að ræða einstakling sem hafði verið misnotaður um 40 árum áður af manni sem starfaði innan golfhreyfingarinnar.
Kjarninn 4. október 2021
Mynd tekin fyrir utan N1-verslun að kvöldi 30. september 2021. Það var síðasti dagurinn til að nota ferðagjöfina. Landsmenn notuðu ferðagjafir til að kaupa eldsneyti hjá N1 fyrir 27 milljónir á þeim degi einum og sér.
Tíu fengu 40 prósent af seinni ferðagjöfinni – 226 milljónir runnu út síðasta daginn
Alls var rúmum milljarði króna ráðstafað úr ríkissjóði til fyrirtækja í gegnum síðari ferðagjöfina. Um 20 prósent ferðagjafarinnar var notuð á síðasta degi gildistíma hennar. Eldsneytissalar og skyndibitakeðjur fengu mest.
Kjarninn 4. október 2021
Dótturbanki Kaupþings í Lúxemborg lék lykilhlutverk í Lindsor-málinu.
Von á niðurstöðu um hvort ákært verði í Lindsor-málinu næsta vor
Það liðu tæp tólf ár frá því að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf þar til að rannsókn á málinu lauk þar í landi. Ákvörðun um hvort fjórir einstaklingar verði ákærðir verður líklega tekin í vor.
Kjarninn 4. október 2021
Fasteignir hafa hækkað hratt í verði undanfarið hér á landi líkt og annars staðar.
Þróun á fasteignamarkaði hér á landi keimlík þróuninni í nágrannalöndunum
Hraðar verðhækkarnir og mikil velta hafa einkennt fasteignamarkaðinn undanfarið, bæði hér á landi og í nágrannalöndum. Mörg lönd hafa beitt þjóðhagsvarúðartækjum með því að setja þak á lántökur og hlutfall greiðslubyrði af tekjum til að hindra bólur.
Kjarninn 3. október 2021
Fasteignafélagið sem á verslunarhúsnæði Bauhaus vill fá leyfi til að byggja nýjan verslunarkjarna á lóðinni, sem liggur meðfram Vesturlandsvegi.
Vilja reisa nýtt verslunarhúsnæði á bílaplaninu við Bauhaus
Fasteignafélagið Lambhagavegur vill fá leyfi til þess að reisa nýjan 3-4.000 fermetra verslunarkjarna á bílaplaninu við Bauhaus. Félagið gerir ráð fyrir því að þar gæti verið matvöruverslun, auk annarrar þjónustu.
Kjarninn 3. október 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Píratar tilbúnir að styðja við minnihlutastjórn félagshyggjuflokka
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að Píratar séu tilbúnir að styðja ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Samfylkingar án þess að setjast í þá stjórn. Slík minnihlutastjórn nyti þá stuðnings 33 þingmanna, eða þremur fleiri en stæðu á móti henni.
Kjarninn 3. október 2021
Mjódd og Norður-Mjódd verða að óbreyttu skilgreind sem uppbyggingarsvæði þar sem ráð er gert fyrir að hús geti verið 5-8 hæðir. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ekki par sáttir við það.
Fara fram á að nýbyggingar í Mjóddinni verði ekki hærri en fimm hæðir
Margir íbúar í Neðra-Breiðholti mótmæla skilgreindri viðmiðunarhæð nýrrar byggðar í Mjódd og Norður-Mjódd í breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur. Íbúarnir segjast margir óttast að kvöldsól og útsýni muni heyra sögunni til, rísi háreist byggð á svæðinu.
Kjarninn 2. október 2021
Tilvik komu upp þar sem fatlað fólk fékk ekki að kjósa leynilega
Ekki var nægilega gott aðgengi fyrir fatlað fólk á kjörstöðum í nýafstöðnum kosningum, samkvæmt réttindagæslumanni fatlaðs fólks. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðisins og ef þetta er ekki í lagi þá er það mjög mikið áhyggjuefni.“
Kjarninn 2. október 2021
Gestir virða fyrir sér annan af þeim römmum sem Jens Haaning sendi nútímalistasafninu í Álaborg. Til stóð að ramminn væri fulllur af dönskum seðlum.
Hnuplaði 11 milljónum króna með aðstoð listagyðjunnar
Í stað þess að ramma peningaseðla inn fyrir sýningu í nútímalistasafninu í Álaborg þá stakk listamaðurinn Jens Haaning peningunum sem hann hafði fengið til verksins frá safninu einfaldlega í vasann. Sá gjörningur varð listaverkið og rammarnir hanga tómir.
Kjarninn 2. október 2021
Óleyfilegt að auglýsa að mjólkurvörur bæti tannheilsu barna
Það má ekki segja hvað sem er í markaðssetningu matvæla. Strangar reglur gilda um heilsufullyrðingar og þær eru, miðað við skýrslu MAST og fleiri, þverbrotnar.
Kjarninn 1. október 2021
Borgar Þór Einarsson.
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra skipaður varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES
Borgar Þór Einarsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2017, var tilnefndur sem varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES af íslenskum stjórnvöldum. Hann tekur við starfinu af fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar.
Kjarninn 1. október 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða króna í fyrra og á eigið fé upp á 78,8 milljarða
Annar helmingur Samherjasamstæðunnar, sem heldur utan um þorra innlendrar starfsemi hennar, hagnaðist vel á síðasta ári. Eignarhald á henni var fært að hluta til barna helstu stjórnenda Samherja á árinu 2019.
Kjarninn 1. október 2021
COVID-pillan gæti komið á markað innan skamms. Hún verður, að minnsta kosti fyrst í stað, aðeins gefin þeim sjúklingum sem eru í mestri áhættu á alvalegum veikindum.
COVID-pillan lofar góðu
Veirueyðandi lyf sem gefið er sjúklingum fljótlega eftir að þeir sýkjast af kórónuveirunni lofar góðu að sögn framleiðandans Merck. Rannsóknir á fleiri slíkum lyfjum standa yfir.
Kjarninn 1. október 2021
Samanlagt rekstrartap Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna.
Tap Isavia frá því að faraldurinn hófst nemur 18,3 milljörðum króna
Samanlagt rekstrartap samstæðu Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna. Rekstrarafkoman á fyrri helmingi þessa árs var neikvæð um 5,1 milljarð.
Kjarninn 1. október 2021
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Forseti ASÍ segist hafa fengið nafnlaus bréf með hjálparbeiðnum frá starfsfólki Play
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir í pistli í dag að henni hafi undanfarnar vikur og mánuði borist nafnlaus bréf frá starfsmönnum Play, sem óttist afleiðingar af því að koma fram undir nafni, með ábendingum um slæman aðbúnað.
Kjarninn 1. október 2021
Katrín og Guðni Th. á Bessastöðum í morgun.
Katrín sagði forseta frá gangi viðræðna við Bjarna og Sigurð Inga
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna hélt til Bessastaða á fund forseta Íslands í morgun.
Kjarninn 1. október 2021
Íslandsdeild TI gagnrýnir Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi í dag.
Transparency lýsir yfir áhyggjum af viðbrögðum formanns yfirkjörstjórnar
Íslandsdeild Transparency International segir í yfirlýsingu að áhyggjur af framkvæmd kosninga og talningu byggist hvorki á samsæriskenningum né óþarfa upphlaupi heldur staðreyndum um klúður og lögbrot við talningu atkvæða.
Kjarninn 1. október 2021
Gera má ráð fyrir að um 85 prósent varphæna á Íslandi séu með bringubeinsskaða. Helmingur allra varphænuunga sem hér klekjast úr eggjum eru aflífaðir dagsgamlir.
Ekki hlutverk MAST „að taka afstöðu til siðferðilegra spurninga“
Skaði á bringubeinum varphæna hefur komið „glögglega í ljós“ í eftirliti Matvælastofnunar á íslenskum varphænubúum. Mölun lifandi hænuunga kann að þykja „ómannúðleg“ en hún er leyfileg, segir í svörum MAST við fyrirspurn Kjarnans.
Kjarninn 1. október 2021
Ísland nýtir sér stórveldakapphlaup Kína og Bandaríkjanna
Grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing hefur átt sér stað hjá íslenskum stjórnvöldum gagn­vart Kína, að því er fram kemur í nýrri rannsókn um samskipti Íslands og Kína sem kynnt verður á morgun í Þjóðminjasafninu.
Kjarninn 30. september 2021
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar segist vera saklaust fórnarlamb útilokunarmenningar KSÍ
Fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu segist draga þá ályktun að sjálfkjörin stjórn KSÍ hafi umboðslaus beitt sér fyrir því að honum yrði slaufað vegna „krafna sem byggjast á óljósum orðrómi um landsliðsmenn“. Hann segist aldrei hafa gerst brotlegur.
Kjarninn 30. september 2021
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Aron Einar ekki með í landsliðshópnum – „Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi“
Þjálfarar karlalandsliðsins í fótbolta hafa valið hvaða leikmenn spila tvo heimaleiki í undankeppni HM 2022 í október. Fyrirliðinn er ekki meðal leikmanna í hópnum. „Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi og ég get ekki farið nánar út í það.“
Kjarninn 30. september 2021
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Þjálfararnir velja í landsliðshópinn – án aðkomu stjórnar KSÍ
Landsliðsþjálfarar karlalandsliðsins í fótbolta taka ákvörðun um hvaða leikmenn verða valdir í hópinn fyrir tvo heimaleiki í undankeppni HM 2022 án afskipta stjórnar KSÍ. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi eftir hádegi í dag.
Kjarninn 30. september 2021
Engar formlegar ásakanir borist skrifstofu borgarstjóra og borgarritara
Á síðustu fjórum árum hafa engar formlegar ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi innan skrifstofu borgarstjóra og borgarritara borist. Ekki er hægt að staðfesta hvort óformlegar kvartanir hafi borist til yfirmanna.
Kjarninn 30. september 2021
Úr greinargerð formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til landskjörstjórnar.
Fundargerð yfirkjörstjórnar: Mannleg mistök hörmuð og skekkjan í bunkunum útskýrð
Kjarninn hefur fengið afhenta fundargerð og greinargerð frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi. Þar er misræmið á milli tveggja talninga allra atkvæða í kjördæminu útskýrt og beðist afsökunar á mistökum.
Kjarninn 29. september 2021
Arnar Þór Jónsson varaþingmaður og fráfarandi héraðsdómari.
Flýgur frjáls úr héraðsdómaraembætti
Arnar Þór Jónsson verðandi varaþingmaður og héraðsdómari boðar að hann ætli að segja sig frá dómstörfum. Hann segir embættið oft hafa látið sér líða „eins og fugli í búri“.
Kjarninn 29. september 2021
YouTube bannar dreifingu misvísandi upplýsinga um bólusetningar
Frá því á síðasta ári hafa yfir 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube vegna þess að efni þeirra brýtur í bága við reglur fyrirtækisins um COVID-19 umfjöllun. Nú hafa þessar reglur verið útvíkkaðar.
Kjarninn 29. september 2021
Ingi Tryggvason héraðsdómari og formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.
Orðin hans Inga frá A til Ö – „Af því að ég veit það“
Íslenska þjóðin var tekin í óvænt ferðalag eftir kosningar sem byrjaði á hringekju en endaði í rússíbanareið. Kjarninn tók saman atburðarásina eins og hún birtist í orðum formanns yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis.
Kjarninn 29. september 2021
Ekkert bensín! Margar bensínstöðvar í Bretlandi hafa orðið að tilkynna viðskiptavinum að þar sé ekkert meira eldsneyti að fá. Í bili.
Gasskortur. Kolaskortur. Olíuskortur?
Þær óvenjulegu aðstæður hafa skapast í Evrópu, Kína og víðar að orkuþörf er umfram það sem í boði er. Keppst er um kaup á gasi og kolum – og olía á bensínstöðvum í Bretlandi hefur þurrkast upp. En hér er ekki allt sem sýnist.
Kjarninn 29. september 2021
Sex málum lauk með starfslokum geranda
Tilkynnt var um sjö tilfelli um kynferðislegrar áreitni eða ofbeldi innan Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2018 til 2021. Sex af þeim lauk með starfslokum geranda og einu með skriflegri áminningu.
Kjarninn 29. september 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Takmarkanir settar á húsnæðislán og sveiflujöfnunarauki endurvakinn
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stíga fast á bremsuna í þeirri von að hægja á ört hækkandi fasteignaverði. Það er gert með því að reyna að draga úr skuldsetningu heimila með nýjum reglum.
Kjarninn 29. september 2021
Á bilinu 150-200 þúsund hænuungar eru aflífaðir með mölun eða gösun hér á landi árlega.
Ætla að banna bæði mölun og kæfingu hænuunga
Stjórnvöld í tveimur ríkjum ESB hafa ákveðið að á næsta ári verði bannað að drepa hænuunga með mölun. Frakkar ætla að ganga skrefinu lengra og banna einnig kæfingu þeirra með gasi.
Kjarninn 29. september 2021
Gestur á kosningavöku Framsóknar greindist með COVID-19
Einstaklingur sem var á kosningavöku Framsóknarflokksins um helgina hefur greinst með COVID-19.
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021