Bergmál fyrstu bylgjunnar skellur á Evrópu
Kunnugleg orð eru farin að hljóma á ný: Útgöngubann. Fjarvinna. Skólar lokaðir. „Verið heima“. Í byrjun ársins sem marka mun lokasprettinn í baráttunni við COVID-19 hafa mörg ríki enn einu sinni gripið til harðra aðgerða.
Kjarninn 6. janúar 2021
Hið breska afbrigði kórónuveirunnar hefur valdið usla í Evrópu og ennfrekari ferðatakmarkanir verið settar á.
Suðurafríska afbrigðið ekki enn greinst á Íslandi – Norðmenn óttast það meira en það breska
Íslensk sóttvarnayfirvöld vita ekki til þess að hið svokallaða suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nokkur tilfelli hins breska afbrigðis hafa greinst á landamærunum og eitt smit af því hefur greinst innanlands.
Kjarninn 6. janúar 2021
Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs
Norsk stjórnvöld segja það ekki hægt að semja út fyrir bóluefnasamning ESB
Þau lönd sem hafa ákveðið að taka þátt í samvinnuverkefni Evrópusambandsins um kaup á bóluefnum geta ekki samið beint við bóluefnaframleiðendur, samkvæmt heilbrigðisráðherra Noregs.
Kjarninn 5. janúar 2021
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Brimi. Hann var auk þess forstjóri Brims þar til í lok apríl 2020.
Brim áminnt opinberlega af Kauphöll fyrir að upplýsa ekki um viðskipti tengdra aðila
Brim upplýsti ekki um að félagið hefði keypt eignarhlut í grænlenskri útgerð af stærsta eiganda sínum. Viðurlaganefnd Kauphallar Íslands hefur áminnt félagið fyrir það og telur brotið alvarlegt.
Kjarninn 5. janúar 2021
Rúmlega tvö prósent hluthafa tóku yfirtökutilboði í Skeljungi
Jón Ásgeir Jóhannesson, sem fer fyrir fjárfestahópnum Strengi, þakkar hluthöfum sem ekki tóku yfirtökutilboði hópsins á Skeljungi fyrir traustið sem þeir sýna honum á framtíð fyrirtækisins.
Kjarninn 5. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir undirrita tilkynninguna ásamt Rúnu Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar.
Ekkert bendir til þess að bólusetning hafi valdið andlátum, en það verður rannsakað
Eins og sakir standa er ekkert sagt benda til þess að beint orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og fimm alvarlegra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar, en óháðir öldrunarlæknar verða fengnir til að rannsaka atvikin.
Kjarninn 5. janúar 2021
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Fimm mega koma saman í Danmörku
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir stjórnvöld neyðast til að grípa til hertari aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Samkvæmt nýjum reglum mega aðeins fimm koma saman í stað tíu áður.
Kjarninn 5. janúar 2021
Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Davíð Þorláksson ráðinn til að stýra Betri samgöngum
Opinbera hlutafélagið Betri samgöngur, sem á að hrinda framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins af stað, hefur ráðið Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra.
Kjarninn 5. janúar 2021
Framleiðslu og dreifingu á bóluefni Pfizer og BioNtech seinkaði miðað við fyrstu áætlanir.
BioNtech: Ekki draga lengur en í þrjár vikur að gefa síðari skammtinn
Líftæknifyrirtækið BioNtech, sem þróaði bóluefni gegn COVID-19 ásamt lyfjafyrirtækinu Pfizer, segir „engin gögn“ styðja við hugmyndir Breta og fleiri um að lengja bilið milli fyrsta og annars skammts bóluefnisins.
Kjarninn 5. janúar 2021
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast stærstu flokkarnir
Nánast engin breyting er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Stjórnarflokkarnir myndu tapa 9,2 prósentustigum ef kosið yrði í dag en þeir þrír stjórnarandstöðuflokkar sem bætt hafa við sig á kjörtímabilinu græða 10,9 prósentustig.
Kjarninn 5. janúar 2021
Alma Möller landlæknir
Notkun ópíóíða á Íslandi mun meiri en í Skandinavíu
Mikill munur er á tauga- og geðlyfjanotkun á Íslandi annars vegar og Danmörku, Noregi og Svíþjóð hins vegar. Munurinn er mestur á ópíóíðanotkun, en Íslendingar neyta um 150 prósent meira af þeim en Svíþjóð og Danmörk.
Kjarninn 5. janúar 2021
Enginn af stærstu eigendum Skeljungs samþykkti tilboðið
Sex lífeyrissjóðir, sem eiga samtals rúmlega 37 prósent allra eignarhluta í Skeljungi, höfnuðu allir yfirtökutilboði fjárfesta í félaginu í dag.
Kjarninn 4. janúar 2021
Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks í London í dag.
Ekki endilega sigur fyrir blaðamennskuna
Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir að niðurstaða dómara í framsalsmáli Julian Assange sé ekki endilega sigur fyrir blaðamennsku, þar sem áhyggjur af andlegri heilsu Assange voru einu rök dómarans fyrir því að hafna framsalsbeiðni Bandaríkjanna.
Kjarninn 4. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Eigum að geta vonast eftir bóluefni fyrr en talið var
Reynsla okkar af því að meta hvort að bóluefni sé öruggt er ekki til staðar og á meðan engin trygging er fyrir hendi um að bóluefni kæmi fyrr hingað til lands ef Lyfjastofnun Íslands gæfi út bráðabirgðaleyfi ætti að flýta sér hægt, segir sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. janúar 2021
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli ekki sæta framsali til Bandaríkjanna.
Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna
Dómari í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að Julian Assange stofnandi Wikileaks skuli ekki framseldur til Bandaríkjanna, vegna heilsufarsástæðna. Búast má við því að bandarísk yfirvöld áfrýji þessari niðurstöðu.
Kjarninn 4. janúar 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir Samherjamálið ekki vera persónulega hasarsögu
Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fjölmiðla vilja persónugera dómsmálin milli Samherja og Seðlabankans í viðtali í jólablaði Vísbendingar.
Kjarninn 4. janúar 2021
Gran Vía í Madríd á Spáni
Faraldurinn ýfði upp kunnugleg sár hjá Spánverjum
Yfirstandandi faraldur hefur verið Spánverjum sérstaklega skæður, en þeir hafa einnig þurft að þola frelsistakmarkanir vegna hans, sem leitt hafa til djúprar efnahagskreppu. Þessi vandamál eru þó ekki ný af nálinni á Spáni.
Kjarninn 3. janúar 2021
Bóluefni
Þeim Íslendingum sem segja það öruggt að þeir þiggi bólusetningu fjölgar mikið
Nálægt 92 prósent þjóðarinnar telur líklegt að hún þiggi bólusetningu. Andstaðan við bólusetningu er mest hjá kjósendum Miðflokksins.
Kjarninn 3. janúar 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Stjórnmálastéttin ekki með hugrekkið til að færa láglaunafólki það sem því er skuldað
Formaður Eflingar segir að ef við hlýðum „lögmálum markaðarins“ séum við einfaldlega að dæma fjölda fólks til áframhaldandi efnahagslegrar kúgunnar sjúkrar heimsmyndar.
Kjarninn 2. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Óróinn í samfélaginu kom Þórólfi á óvart
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa fundið fyrir þrýstingi frá ákveðnum fyrirtækjum varðandi sóttvarnaaðgerðir í faraldri COVID-19. „Ég hélt að það væri nóg að segja: „Nú lokum við þarna, við verðum að gera það.“ Að allir myndu fara eftir því.“
Kjarninn 2. janúar 2021
Tíundi hver Ísraeli bólusettur
Milljónasti Ísraelinn varð bólusettur gegn COVID-19 í dag. Rúm ellefu prósent ísraelsku þjóðarinnar hafa nú fengið bóluefnið, en það er hæsta hlutfall bólusettra af öllum þjóðum heimsins þessa stundina.
Kjarninn 1. janúar 2021
Bráðarbirgðaspítali í Kansas í Bandaríkjunum á tímum spænsku veikinnar.
Laun hafa hækkað í kjölfar farsótta
Spænska veikin leiddi til launahækkana og mikils hagvaxtar fyrir eftirlifendur, samkvæmt rannsóknum hagfræðinga. Hins vegar ætti ekki að búast við eins þróun í kjölfar COVID-19.
Kjarninn 1. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Logi segir Sjálfstæðisflokk hafa leikið tveimur skjöldum varðandi sóttvarnir
Formaður Samfylkingarinnar skrifar í áramótagreinum í Morgunblaðið og Fréttablaðið í dag að Framsóknarflokki og Vinstri grænum sé „vorkunn“ að vinna með Sjálfstæðisflokki, sem skilji ekki „gildi samstöðu, samábyrgðar og samhjálpar.“
Kjarninn 31. desember 2020
Hólma­svæði Svar­tár og þrengsl­in Glæfra þar upp af. Stífla Svar­tár­virkj­un­ar yrði neðan túna efst í hægra horni mynd­ar­inn­ar.
Svartárvirkjun myndi raska verulega miklum náttúruverðmætum
Skipulagsstofnun telur að umhverfisáhrif virkjunar Svartár verði verulega neikvæð. Stofnunin telur í því sambandi mikilvægt að horfa til þess að um er ræða virkjun með undir 10 MW uppsett afl sem mun hafa í för með sér að mikil náttúruverðmæti raskast.
Kjarninn 30. desember 2020
Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
Bankastjórar bjartsýnir og benda á mikilvægi efnahagsaðgerða
Bankastjórar Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka segja efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og viðbrögð bankanna hafa skipt miklu máli á árinu í jólablaði Vísbendingar.
Kjarninn 30. desember 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra.
Formleg rannsókn hafin á samkomunni í Ásmundarsal
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið formlega rannsókn á hugsanlegu broti á sóttvarnalögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Meðal gesta í húsinu þegar lögreglan kom á vettvang var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Kjarninn 30. desember 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Nýr þjónustusamningur við RÚV lítur dagsins ljós
Lögð verður áhersla á þjónustu við börn og ungmenni, m.a. til að efla lýðræðisvitund, auka miðla- og upplýsingalæsi og hvetja til þátttöku í dagskrárgerð og öðru skapandi starfi.
Kjarninn 28. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hélt ræðu á blaðamannafundi í morgun.
„Víða bros á andlitum á Íslandi í dag“
Bóluefni Pfizer og BioNTech kom til landsins í morgun og segir heilbrigðisráðherra að það sem hafi skilað okkur þeirri stöðu sem við horfum á í dag sé samstaða.
Kjarninn 28. desember 2020
Lögregluþjónn stendur heiðursvörð fyrir utan Alþingishúsið. Mynd úr safni.
Lögregla segir það í andstöðu við vinnureglur að segja frá veru ráðherra í samkvæmi
Lögreglan segir að það hafi verið á skjön við vinnureglur sínar að láta persónugreinanlegar upplýsingar fylgja með tilkynningu til fjölmiðla að morgni aðfangadags. Þar sagði frá því að „háttvirtur ráðherra“ hefði verið í samkvæmi sem lögregla stöðvaði.
Kjarninn 26. desember 2020
Pfizer boðið upp í bóluefnadans: Kári og Þórólfur saman til næsta fundar um málið
Vonast er til þess að lyfjarisinn Pfizer sjái hag sinn í því að gera Ísland að einskonar rannsóknarmiðstöð fyrir samþykkt bóluefni sitt og BioNTech. Kári Stefánsson og Þórólfur Guðnason munu fara saman á næsta fund með Pfizer um málið, segir Kári.
Kjarninn 26. desember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir skiljanlegt að að fólk verði fyrir vonbrigðum með að hann hafi brotið gegn sóttvarnareglum. Hann sjái eftir því en telur sig ekki þurfa að segja af sér. Verkefni ríkisstjórnarinnar sé of stórt til þess.
Kjarninn 25. desember 2020
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Katrín gerir ekki kröfu um að Bjarni segi af sér
Forsætisráðherra segir að brot fjármála- og efnahagsráðherra á sóttvarnareglum sem ríkisstjórnin gerir kröfu um að aðrir fari eftir hafi skaðað traustið milli flokka þeirra. Hún gerir ekki kröfu um afsögn og ríkisstjórnarsamstarfið mun halda áfram.
Kjarninn 25. desember 2020
Slæmt að ráðherrar fari ekki eftir sóttvarnareglum og kröfur um afsögn Bjarna
Stjórnmálamenn og þeir sem hafa með sóttvarnaaðgerðir að gera hafa tjáð sig um veru Bjarna Benediktssonar í gleðskap sem var leystur upp af lögreglu sem braut í bága við sóttvarnareglur.
Kjarninn 24. desember 2020
Bankarnir lána þrefaldan árskammt af húsnæðislánum árið 2020
Árið 2020 hefur séð vexti húsnæðislána hríðlækka. Óverðtryggðir vextir hjá bönkum eru nú um helmingur þess sem þeir voru í byrjun síðasta árs. Fyrir vikið hafa landsmenn flykkst í húsnæðislánaviðskipti við bankana.
Kjarninn 24. desember 2020
Bjarni var í samkvæminu: „Ég biðst innilega afsökunar“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá ráðherra sem var í samkvæminu sem lögreglan leysti upp í gær vegna brota á sóttvarnareglum. Bjarni segir að rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa samkvæmið.Það gerði hann ekki.
Kjarninn 24. desember 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson sagður hafa verið í samkvæmi sem lögregla leysti upp
Lögregla leysti upp samkvæmi í Ásmundarsal í miðborg Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöldi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra er sagður hafa verið á staðnum ásamt eiginkonu sinni Þóru M. Baldvinsdóttur.
Kjarninn 24. desember 2020
Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var viðstaddur ólöglegt samkvæmi í gær. Lögregla hefur ekki tilgreint um hvaða ráðherra er að ræða.
Ráðherra í ólöglegu samkvæmi í gærkvöldi þar sem sóttvarnareglur voru brotnar
Lögreglan stöðvaði ólöglegt samkvæmi í gærkvöldi vegna brots á reglum um fjöldasamkomu og sérstakrar smithættu. Einn gesta líkti lögreglu við nasista. Á meðal gesta var ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Kjarninn 24. desember 2020
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni ákærður fyrir brot á sjómannalögum
Alls smituðust 22 af 25 áhafnarmeðlimum á togaranum af COVID-19. Þeir voru ekki sendir í land heldur skikkaðir til að vinna veikir. Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákært skipstjórann.
Kjarninn 23. desember 2020
Bernardo O‘Higgins-herstöðin.
Síðasta vígið fallið: Kórónuveiran komin til allra heimsálfa
Fyrst var það Asía. Svo Evrópa og Norður-Ameríka. Þannig bættust þær við, koll af kolli, heimsálfurnar sem nýja kórónuveiran, SARS CoV-2, greindist í. Það er þó fyrst núna sem hún hefur borist til Suðurskautslandsins, afskekktustu heimsálfu veraldar.
Kjarninn 23. desember 2020
Hluti þingflokks Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill að þing verði kallað saman milli jóla og nýárs til að ræða bóluefni
Þingflokkur Miðflokksins segir ríkisstjórnina stuðla að upplýsingaóreiðu og sýna ráðaleysi þegar kemur að því að upplýsa almenning um stöðu mála varðandi komu bóluefna.
Kjarninn 23. desember 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Heyrist hvorki hósti né stuna frá Kristjáni Þór
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og aðstoðarmenn hans þegja þunnu hljóði og engin svör berast vegna „læks“ við færslu um Samherja og RÚV.
Kjarninn 23. desember 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn ekki mælst með minna fylgi í tvö ár – Frjálslynda andstaðan á flugi
Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast samanlagt með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir og hafa bætt við sig rúmlega 50 prósent fylgi það sem af er kjörtímabili. Allir stjórnarflokkarnir mælast undir kjörfylgi.
Kjarninn 23. desember 2020
Brot af umsögn Fram til skipulagsyfirvalda í Reykjavík.
„Enn einn forsendubresturinn,“ segja Framarar um breytingar á borgarskipulagi
Knattspyrnufélagið Fram leggst gegn því að ekki verði heimilt að byggja íbúðarhúsnæði á skipulagsreit M22 í Úlfarsárdal og fullyrðir að borgin sé að valda sér enn einum forsendubrestinum. Félagið segist þurfa 15-20 þúsund íbúa í Grafarholt og Úlfarsárdal.
Kjarninn 22. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skrifar undir samning um aðgengi að bóluefni fyrir 235 þúsund manns
Íslensk yfirvöld hafa skrifað undir samning um að fá bóluefni frá Janssen. Búist er við að dreifing á því bóluefni hefjist ekki fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs.
Kjarninn 22. desember 2020
Lögreglan skoðaði hvort hótanir hefur verið settar fram í garð forsætisráðherra.
„Það er verið að handtaka mig af lögreglunni fyrir að segja hug minn“
Héraðsfréttamiðillinn Austurfrétt hefur birt tvö SMS frá þeim einstaklingi sem var í haldi lögreglunnar á Austurlandi vegna meintra hótana í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Seyðisfirði í dag.
Kjarninn 22. desember 2020
Flokkur fólksins skiptir um ásýnd
Flokkur fólksins hefur farið í algjöra yfirhalningu og breytt allri ásýnd flokksins. Hann hefur skilað miklum hagnaði undanfarin ár og situr á digrum kosningasjóði.
Kjarninn 22. desember 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Lögreglan á Austurlandi: „Óstaðfest“ að um hótanir í garð Katrínar hafi verið að ræða
Lögreglan á Austurlandi er búin að ná tali af einstaklingi sem sagður var hafa sett fram hótanir í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem stödd er á Seyðisfirði. Óstaðfest er að um hótanir hafi í raun verið að ræða.
Kjarninn 22. desember 2020
Stefán Ólafsson.
Stefán Ólafsson lætur af störfum hjá HÍ, hættir við framboð og fer í fullt starf hjá Eflingu
Prófessor í félagsfræði, sem hefur verið fastráðinn við Háskóla Íslands frá áriu 1970, hefur ákveðið að ráða sig í fullt starf hjá Eflingu. Hann er hættur við að sækjast eftir sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 22. desember 2020
Fjölgar verulega í hópi atvinnulausra án bótaréttar sem þurfa fjárhagsaðstoð
Ljóst er að hópur fólks býr við viðvarandi fátækt á Íslandi, segir upplýsingafulltrúi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Fleiri þurftu á fjárhagsaðstoð að halda fyrstu tíu mánuði ársins en allt árið í fyrra.
Kjarninn 22. desember 2020
Droparnir dýrmætu eru væntanlegir til landsins á allra næstu dögum.
Fyrsta markaðsleyfið komið – bólusetning getur hafist
Á ellefta tímanum í gærkvöldi veitti Lyfjastofnun bóluefninu Comirnaty frá Pfizer/BioNtech skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Þar með hefur fyrsta bóluefnið gegn COVID-19, sjúkdómnum sem valdið hefur faraldri í heiminum, fengið markaðsleyfi hér á landi.
Kjarninn 22. desember 2020