Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi
Tveir sitjandi þingmenn Vinstri grænna hafa tilkynnt um að þeir sækist eftir oddvitasæti í landsbyggðarkjördæmum. Lilja Rafney Magnúsdóttir vill áfram leiða í Norðvesturkjördæmi og Kolbeinn Óttarsson Proppé ætlar að færa sig í Suðurkjördæmi.
Kjarninn 20. janúar 2021
Leita þarf til Eystrasaltsríkjanna og Tyrklands til að finna viðlíka hækkun á leiguverði og hérlendis.
Ísland með Norðurlandamet í hækkun leiguverðs
Leiguverð hérlendis er íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa, en fá iðnríki hafa upplifað jafnmiklar verðhækkanir á leigumarkaðnum og Ísland frá árinu 2005, samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD. Verðhækkunin er langmest allra Norðurlanda.
Kjarninn 20. janúar 2021
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Nú sé kominn tími til að hætta að skoða málin og gera eitthvað
Ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um framlengingu atvinnuleysisbóta að svo stöddu, samkvæmt félagsmálaráðherra, en málið er í skoðun. Þingmaður Flokks fólksins segir það vera álíka og að segja við fólk: „Étið það sem úti frýs.“
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Ýmsir veitingastaðir, líkt og Grandi mathöll, hafa þurft að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaraðgerða.
Fyrirtæki hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna
Hundruðir fyrirtækja hafa sótt um tekjufallsstyrki á fyrstu þremur dögunum sem opið hefur verið fyrir umsóknir. Alls er búist við að hið opinbera verji 43,3 milljörðum króna í styrki til rekstraraðila sem misst hafa tekjur tímabundið vegna faraldursins.
Kjarninn 14. janúar 2021
Fimmtán sóttu um stöðu orkumálastjóra
Fimmtán umsóknir bárust um starf orkumálastjóra, en Guðni A. Jóhannesson sem hefur verið orkumálastjóri frá 2008 lætur brátt af störfum. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar í stöðuna frá og með 1. maí.
Kjarninn 14. janúar 2021
Hraðfrystihúsið Gunnvör gerir Júlíus Geirmundsson út.
Skipstjórinn játaði sök
Við þingfestingu í Héraðsdómi Vestfjarða í dag játaði skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni sök. Honum er gert að greiða sekt og missir skipstjórnarréttindi tímabundið.
Kjarninn 14. janúar 2021
Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Stjórn Betri samgangna réði Davíð eftir að þrír umsækjendur spreyttu sig á verkefni
Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna ohf., segir að stjórn félagsins hafi tekið lokaákvörðun um að ráða Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra eftir ferli þar sem 18 manns sóttu um, sjö voru tekin í viðtöl og þrjú látin leysa verkefni.
Kjarninn 14. janúar 2021
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Beittu fortölum, greiddu sýnatöku og á annan tug reyndist sýktur
Tekist hefur að sannfæra um 210 ferðamenn síðustu vikur um að fara í skimun í stað 2 vikna sóttkvíar. Fjölmargir hafa svo greinst með veiruna í þeim hópi. Starfsmenn í flugstöðinni hafa „margoft séð“ að þeir sem velja sóttkví ætli sér ekki að halda hana.
Kjarninn 14. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Allt að tíu prósent farþega í einni flugvél smitaðir
Sóttvarnalæknir leggur til að allir sem hingað koma framvísi neikvæðu COVID-prófi. Þetta er enn einn valmöguleikinn sem hann setur í hendur stjórnvalda eftir að ljóst varð að lagastoð vantar til að afnema möguleikann á sóttkví í stað skimunar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála Danmerkur
Støjberg fer fyrir landsdóm
Meirihluti er nú í danska þinginu fyrir því að fyrrum ráðherra innflytjendamála landsins fari fyrir landsdóm vegna brota í embætti.
Kjarninn 14. janúar 2021
Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir erum ritstjórar Heimskviða.
Heimskviður aftur á dagskrá Rásar 1
Einum og hálfum mánuði eftir að tilkynnt var um að Heimskviður, fréttaskýringaþáttur um erlend málefni, yrði ekki lengur á dagskrá Rásar 1 hefur stjórnendum RÚV snúist hugur.
Kjarninn 14. janúar 2021
Kísilverið á Bakka hætti framleiðslu í ágúst.
Stefna á endurræsingu kísilversins í vor
Refsitollar í Bandaríkjunum og samningar við birgja eru meðal óvissuþátta sem forsvarsmenn kísilversins á Bakka standa frammi fyrir. Slökkt var á ofnum verksmiðjunnar í sumar en stefnt er að því að kynda upp í þeim á ný með vorinu.
Kjarninn 14. janúar 2021
Fjórar konur á meðal fimm efstu í könnun Samfylkingar – Oddvita í Reykjavík hafnað
Fari uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir niðurstöðu könnunar sem gerð var á meðal félagsmanna munu konur leiða bæði Reykjavíkurkjördæmin. Ágúst Ólafur Ágústsson varð ekki á meðal fimm efstu í könnuninni.
Kjarninn 14. janúar 2021
Enski boltinn er afar vinsælt sjónvarpsefni.
Sekt Símans fyrir brot á samkeppnissátt lækkuð úr 500 í 200 milljónir króna
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að Síminn hafi brotið gegn sátt með því að bjóða betri viðskiptakjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.
Kjarninn 13. janúar 2021
Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump ákærður af fulltrúadeildinni í annað sinn – Sá fyrsti sem er ákærður tvisvar
Donald Trump varð í kvöld fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða tvívegis ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjanna fyrir embættisbrot. Ástæðan er hvatning hans með lygum sem leiddi til þess að æstur múgur réðst inn í þinghús Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. janúar 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna tilkynnir framboð og færir sig um kjördæmi
Einn mest áberandi þingmaður Pírata ætlar að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í Kraganum í næstu þingkosningum. Þrír af sex þingmönnum Pírata verða ekki í framboði. Allir sem hætta leiddu lista í síðustu kosningum.
Kjarninn 13. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Ísland gæti gefið fátækum Evrópuþjóðum umframskammta af bóluefni
Íslensk stjórnvöld munu gefa alla umframskammta af bóluefni sem þau hafa tryggt sér gegn COVID-19 til lágtekjuþjóða. Um er að ræða bóluefni fyrir 340 til 440 þúsund einstaklinga og gæti kostnaðurinn vegna þeirra numið 0,4 til 1,6 milljarða króna.
Kjarninn 13. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís frestar því að færa brjóstaskimanir til fimmtugs
Svandís Svavarsdóttir segir að kynna þurfi betur áform um að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameinum úr 40 árum í 50.
Kjarninn 13. janúar 2021
Ásmundur EInar Daðason félags- og barnamálaráðherra vill verða þingmaður Reykvíkinga.
Ásmundur Einar vill verða þingmaður Reykjavíkur
Félags- og barnamálaráðherra ætlar að söðla um og gefa kost á sér til þess að leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann telur að Framsókn geti ekki orðið leiðandi afl kerfisbreytinga án fótfestu í þéttbýli.
Kjarninn 13. janúar 2021
Enn er mikill þrýstingur á húsnæðismarkaði.
Fasteignamarkaður enn í fullu fjöri en toppnum mögulega náð
Enn er mikil virkni á fasteignamarkaðnum. Íbúðir seljast hratt og í auknum mæli á yfirverði, en söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað töluvert. Aftur á móti hefur útgáfa húsnæðislána minnkað nokkuð milli mánaða, þótt hún sé enn mikil.
Kjarninn 13. janúar 2021