59 færslur fundust merktar „borgarlína“

Vænt áhrif Borgarlínu á lýðheilsu eru tekin til skoðunar í nýju lýðheilsumati sem kynnt var fyrir borgarfulltrúum í liðinni viku.
Búast við lýðheilsulegum ávinningi af Borgarlínu
Þrátt fyrir að enn séu fjögur ár hið minnsta í að fyrsti áfangi Borgarlínu verði kláraður að fullu er þegar búið að vinna svokallað lýðheilsumat á væntum áhrifum framkvæmdarinnar á borgarbúa. Niðurstöðurnar benda til margvíslegs ávinnings.
8. janúar 2023
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Borgarlínan „lykilþáttur“ í samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið, sem meðalstór norræn borg, er í samkeppni við aðrar slíkar á Norðurlöndum um íbúa, bæði íslenska og erlenda. Hágæða almenningssamgöngukerfi sem gefur möguleika á þéttri borgarbyggð er þar „lykilþáttur“ segir Davíð Þorláksson.
28. desember 2022
Pawel Bartoszek, varaborgarfullrúi Viðreisnar.
Pawel pælir í lestarkerfi – „Það myndi nú stundum ekki drepa okkur að hugsa stórt“
„En hvað um neðanjarðarlestir?“ spyr Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. „Auðvitað yrðu sjálfvirkar neðanjarðarlestir frábærar í landi grænnar orku, dýrs vinnuafls og misjafnrar veðráttu.“
14. september 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er sem fyrr forvitinn um fjárfestingu hins opinbera í hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Ríkið fjármagnar 87,5 prósent samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins
Hlutur ríkisins í fjármögnun Borgarlínu og annarra uppbyggingarverkefna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins nemur 87,5 prósentum. Uppreiknað m.v. byggingavísitölu í júlí er hlutur ríkisins í kostnaðaráætlun Borgarlínu 51,7 milljarðar króna.
9. september 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Veitumál og stál- og steypuverð gætu helst aukið kostnað við Borgarlínu
Búast má við því að kostnaður við Borgarlínu og aðrar framkvæmdir í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði eitthvað hærri en áætlað hefur verið. Næsta kostnaðaráætlun fyrstu lotu Borgarlínu lítur dagsins ljós eftir að forhönnun lýkur á næsta ári.
5. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
3. júlí 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
30. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
28. júní 2022
Sæbraut verði 1+1 vegur á löngum kafla í meira en tvö ár
Til að byggja Sæbrautarstokk þarf að grafa níu metra ofan í jörðina á rúmlega þrjátíu metra breiðum og kílómetralöngum kafla, þar af um fimm metra ofan í klöpp. Áætlað er að það þurfi 50-70 tonn af sprengiefni í framkvæmdina, sem á að taka yfir tvö ár.
23. júní 2022
Þórarinn Hjaltason
Forsendur fyrir þungri Borgarlínu eru brostnar
4. maí 2022
Ætti Strætó að losa sig við aksturshattinn?
Strætó lét nýlega vinna fyrir sig skýrslu um útvistun á akstri. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætó segir útvistun á öllum akstri hafa komið til umræðu hjá stjórn, en að engar ákvarðanir hafi verið teknar.
2. apríl 2022
Borgarstjóri fjallaði um ólíka sýn flokkanna varðandi framtíð borgarinnar í ræðu sinni á Reykjavíkurþingi Samfylkingarinnar
Efast um að „þverklofinn Sjálfstæðisflokkur” sé stjórntækur til að leiða borgina
Borgarstjóri telur að í borgarstjórnarkosningum verði kosið um hvort „Nýja Reykjavík” verði að veruleika eða hvort snúa eigi borginni til baka í gráa og gamla átt undir forystu þess sem hann kallar þverklofinn Sjálfstæðisflokk.
26. mars 2022
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins settu fram afstöðu sína til Borgarlínu og ýmislegs annars í skjali sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á dögunum.
Borgarlínan stendur í frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Þau sem vilja tvö efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast öll vilja fara með borgarlínuverkefnið í aðrar áttir en núverandi meirihluti borgarstjórnar. Svokölluð „léttlína“ og mislæg gatnamót eru ofarlega í huga sumra frambjóðenda.
18. mars 2022
Veggjaldaáætlanir í vinnslu – horft til gjaldtöku í Fossvogsdal og Elliðaárvogi
Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um álagningu flýti- og umferðargjalda á höfuðborgarsvæðinu, en slík gjöld eiga að standa undir stórum hluta fjármögnunar Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins næsta rúma áratuginn. Það er þó eitt og annað í pípunum.
23. febrúar 2022
Þessi mynd sýnir mismunandi áfanga Borgarlínu og þau þróunarsvæði í Reykjavík og Kópavogi sem eru undir í framkvæmdum á næstu árum.
Svör ekki komin fram um hvernig tryggt verði að það „lokist ekki á allt hjá okkur“
Það verður nóg um að vera í samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Vegagerðin vinnur nú að greiningum á því hvernig allir ferðamátar eigi að komast leiðar sinnar á framkvæmdatímanum, en hefur engin góð svör við því sem stendur.
15. febrúar 2022
Reykjavíkurborg kaupir fasteignir Nýju sendibílastöðvarinnar á lóðinni við Knarrarvog 2, sem hér er merkt í gulu, á næstum hálfan milljarð, undir legu Borgarlínu.
Borgin borgar hátt í hálfan milljarð til að koma Borgarlínu í gegnum Knarrarvog
Reykjavíkurborg ætlar að greiða 460 milljónir fyrir fasteignir fyrirtækis við Knarrarvog 2, fyrir tengingu Borgarlínu í gegnum Vogahverfið. Borgin er einnig að semja við Barnavinafélagið Sumargjöf um landskika undir Borgarlínu handan Sæbrautar.
11. febrúar 2022
Sveinn Óskar Sigurðsson
Gjá á skipulagssvæði höfuðborgarsvæðisins
10. janúar 2022
Segist leiðast „pólitískt mont“ og að Borgarlínan sé stærsti áfanginn á ferlinum
Í nýrri bók Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, „Nýja Reykjavík“ rekur hann margt sem átti sér stað á bakvið tjöldin í stjórnmálum síðustu ára, og hefur ekki áður komið fram. Hann hrósar pólitískum andstæðingum, sérstaklega leiðtogum ríkisstjórnarinnar.
11. desember 2021
Þó það sé ef til vill framtíðarmúsík að Borgarlína aki um land Blikastaða er búið að vinna mikla skipulagsvinnu. Landeigendur vilja fá að vita hvernig þeir eigi að hanna göturnar undir sérrými Borgarlínunnar.
Blikastaðaland á teikniborðinu með borgarlínuleið sem forsendu
Þrátt fyrir að enn sé rúmur áratugur í að Borgarlína eigi að aka um land Blikastaða í Mosfellsbæ hefur bærinn kallað eftir því að verkefnastofa Borgarlínu skilgreini hvernig skuli hanna götur á fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum með tilliti til Borgarlínu.
2. desember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
29. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
26. nóvember 2021
Á þessari mynd sjást valkostirnir tveir sem hafa verið rýndir að beiðni Kópavogsbæjar.
Heppilegasta leið Borgarlínu frá Hamraborg í Smáralind liggi um íþróttasvæði Breiðabliks
Samkvæmt minnisblaði frá verkefnastofu Borgarlínu er heppilegra að Borgarlína fari um Hafnarfjarðarveg og Fífuhvammsveg en að leið hennar komi til með liggja um Digranesveg og Dalveg.
24. nóvember 2021
Svæðið sem verður undir í skipulagsferlinu sem er framundan.
Suðurlandsbraut og efsti hluti Laugavegar í deiliskipulagsferli á næstu mánuðum
Til stendur að nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsbraut og efsta hluta Laugavegar sem felur í sér mótun sérrýmis fyrir Borgarlínu verði kynnt í febrúar. Skipulagslýsing fyrir verkefnið liggur fyrir og verður kynnt formlega eftir samþykkt borgarstjórnar.
19. nóvember 2021
Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó hnýtir í villandi skrif skoðanadálks Morgunblaðsins um niðurstöður könnunar sem framkvæmd var fyrir Strætó.
Upplýsingafulltrúi Strætó afruglar Morgunblaðið
Morgunblaðið segir í skoðanadálki í dag að heil 98,7 prósent svarenda í könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó telji að Borgarlína muni ekki auka líkurnar á því að þeir taki Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó segir þessa túlkun ekki standast nokkra skoðun.
17. nóvember 2021
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds.
Arndís Ósk leiðir verkefnastofu Borgarlínu
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni, en hún tekur við starfinu af Hrafnkeli Á. Proppé um áramót. Arndís hefur starfað í fjórtán ár hjá OR og Veitum.
11. nóvember 2021
Elías B. Elíasson
Umferðartafir, Borgarlína og ferðaval
8. september 2021
Ekki hefur verið samið um neina aðkomu ríkisins að rekstri Borgarlínunnar, ennþá.
Ríkið mun setja rúma 46 milljarða í Borgarlínu á núvirði
Formaður Miðflokksins fékk svör frá fjármála- og efnahagsráðherra um núvirtan kostnað ríkisins við framkvæmdir vegna Borgarlínu til 2033. Á núvirði kostar verkefnið í heild tæpa 53 milljarða króna á núvirði.
3. september 2021
Minjastofnun segist gera ráð fyrir miklum og tímafrekum fornleifarannsóknum víða þar sem fyrirhugað er að Borgarlínan muni liggja, fyrst og fremst í miðbæ Reykjavíkur.
Minjastofnun fær ekki séð hvernig eigi að koma Borgarlínu fyrir í miðborginni
Minjastofnun Íslands gerði í upphafi sumars athugasemdir við eitt og annað í tengslum við Borgarlínu, í umsögn vegna væntra aðalskipulagsbreytinga Reykjavíkurborgar og Kópavogs í tengslum við fyrstu lotu verkefnisins.
27. ágúst 2021
Elías Elíasson
Hágæða fólksflutningskerfi fyrir höfuðborgarsvæðið
19. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
18. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
12. júní 2021
Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkurborgar hefur verið ráðinn til Betri samgangna ohf.
Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar ráðinn til Betri samgangna
Þorsteinn R. Hermannsson hefur verið ráðinn til Betri samgangna ohf. sem forstöðumaður samgangna, til eins árs frá 1. september. Hann fer í leyfi frá starfi sínu hjá borginni á meðan.
10. júní 2021
Mikill munur virðist á afstöðu fólks til hugmynda um Borgarlínu eftir því hversu margir bílar eru í heimilishaldinu, samkvæmt þessari nýju könnun.
Þeim sem búa miðsvæðis í Reykjavík líst best á hugmyndir um Borgarlínu
Samkvæmt nýrri könnun sem MMR framkvæmdi fyrir þrýstihóp sem vill verja minna almannafé í bættar almenningssamgöngur líst um 40 prósentum íbúa á höfuðborgarsvæðinu vel á framkomnar hugmyndir um Borgarlínu, en 34 prósentum illa.
3. júní 2021
Borgarlínuleiðin sem pólitíkin í Hafnarfirði og Garðabæ vill kanna hvort hægt sé að flýta undirbúningi á er sú sem hér sést í fjólubláum lit, á milli Fjarðar og Miklubrautar.
Garðabær og Hafnarfjörður kanna hvort unnt sé að flýta vinnu við Borgarlínu
Bæjarstjórnir bæði Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa í vikunni samþykkt að kanna hjá Betri samgöngum og Vegagerðinni hvort mögulegt sé að fara fyrr af stað með vinnu við frumdrög að borgarlínuleiðinni sem tengja á Hafnarfjörð og Reykjavík.
19. mars 2021
Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Hve marga rafbíla þyrfti að kaupa fyrir alla notendur Strætó?
Hópur sem telur Borgarlínu of dýra framkvæmd og vill byggja meira undir einkabíla viðraði nýlega þá hugmynd að færa öllum notendum Strætó lítinn rafbíl að gjöf. Það væri ódýrara og betra fyrir loftslagið. Kjarninn skoðaði hversu marga rafbíla þyrfti til.
15. mars 2021
Tíu molar um hóp sem vill fresta Borgarlínu og malbika meira
Nýr hópur sem kallar sig „Áhugafólk um samgöngur fyrir alla“ lagði á dögunum fram tillögur að breytingum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hópurinn telur Borgarlínu of dýra og leggur til mörg ný mislæg gatnamót. Kjarninn skoðaði tillögurnar.
12. mars 2021
Hönnunarteymið fær það verkefni að taka við þeim tillögum sem koma fram í frumdragaskýrslu Borgarlínu og útfæra verkefnið nánar fram að framkvæmdum, í samstarfi við Vegagerðina.
Franskur verkfræðirisi leiðir hönnunarteymi Borgarlínu
Alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Artelia Group og danskir og íslenskir samstarfsaðilar þess urðu hlutskörpust í hönnunarútboði fyrir fyrstu lotu Borgarlínu.
19. febrúar 2021
Sjö fróðleiksmolar um Borgarlínu
Af hverju er aftur verið að ráðast í þetta borgarlínuverkefni? Hvernig líta næstu áfangar þess út? Og hvað vitum við um væntan kostnað? Kjarninn tók saman nokkra mola um sögu og framtíð Borgarlínu.
16. febrúar 2021
Pawel Bartoszek
Borgarlína í gullflokki
10. febrúar 2021
Til vinstri má sjá núverandi hringtorg á Hringbraut og tillöguna þar fyrir neðan og til hægri má sjá núverandi hringtorg á Suðurlandsbraut og tillögu að gatnamótum þar fyrir ofan.
Hringtorg kveðja og vinstri beygjur víða gerðar ómögulegar
Lagt er til að tvö stór hringtorg verði ljósagatnamót og vinstri beygjum í kringum borgarlínuleiðir verði fækkað verulega, í fyrstu tillögum að útfærslu alls 79 gatnamóta sem eru í fyrstu lotu Borgarlínu.
6. febrúar 2021
Hvernig breytir Borgarlínan götunum?
Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínu hafa verið birt. Þar fæst skýrari mynd en áður hefur komið fram um hvernig fyrirséð er að Borgarlínan breyti samgönguskipulaginu á þeim götum sem hún fer um. Tillaga er gerð um einstefnu á Hverfisgötu.
5. febrúar 2021
Í væntanlegum frumdrögum verður meðal annars farið yfir það hvernig fyrsta lota Borgarlína gæti mögulega legið um höfuðborgarsvæðið. Þetta sem hér sést er dæmi um kjörsnið Borgarlínu.
Frumdrögin að fyrstu lotu Borgarlínu opinberuð á næstu dögum
Frumdragaskýrsla vegna fyrsta hluta Borgarlínu á að koma út á næstu dögum. Efni hennar var kynnt kjörnum fulltrúum á höfuðborgarsvæðinu fyrir jól. Í henni verður dregin fram heildstæð mynd af leiðinni á milli Ártúnshöfða og Hamraborgar.
1. febrúar 2021
Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Davíð Þorláksson ráðinn til að stýra Betri samgöngum
Opinbera hlutafélagið Betri samgöngur, sem á að hrinda framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins af stað, hefur ráðið Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra.
5. janúar 2021
Ragnar Árnason
Fargjaldatekjur eru ekki þjóðhagslegur ábati
4. nóvember 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
30. október 2020
Borgarlínukerfið eins og ráðgert er að það verði orðið árið 2034. Í þessu félagshagfræðilega mati er þó einungis fyrsta lota Borgarlínu undir.
Fyrsta lota Borgarlínu skili 25,6 milljarða samfélagsábata á næstu 30 árum
Borgarlína er þjóðhagslega arðbært verkefni sem áætlað er að skili miklum samfélagslegum ábata næstu 30 árin, helst í formi styttri ferðatíma með almenningssamgöngum, samkvæmt nýrri félagshagfræðilegri greiningu frá COWI og Mannviti.
9. október 2020
Styttist í meira „fóður“ fyrir upplýsta umræðu um Borgarlínu
Árið 2024 á hún að hálfhringa sig frá Hamraborg að Höfða. Borgarlínan nálgast og brátt fer að sjást í afurðir skipulagsvinnu sem ætti að verða frekara fóður í upplýsta umræðu um verkefnið.
23. ágúst 2020
Ekkert bendir til að kostnaður við Borgarlínu sé vanmetinn
Að undanförnu hafa ýmsir fullyrt að kostnaðurinn við uppbyggingu Borgarlínu verði mun meiri en kostnaðaráætlun frá árinu 2017 segir til um. Ekkert bendir þó til þess, segja starfsmenn Verkefnastofu Borgarlínu sem Kjarninn ræddi við í vikunni.
16. ágúst 2020
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
12. desember 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
24. júní 2019
Fleiri hlynntir en andvígir Borgarlínu
Öllu fleiri Íslendingar 18 ára og eldri eru hlynntir Borgarlínunni en andvígir. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Íbúar Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs hlynntir en í Garðabæ eru fleiri andvígir en hlynntir.
9. júlí 2018
Segir ekki áhuga á að setja eina einustu krónu í borgarlínu í Garðabæ
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki finna fyrir miklum áhuga á því í Garðabæ að „setja eina einustu krónu“ úr bæjarsjóði í að láta borgarlínu verða að veruleika.
7. júní 2018
Gísli spyr hvort ríkisstjórnin viti virkilega ekki hvað Borgarlína er
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi spyr í pistli á heimasíðu sinni hvort ríkisstjórnin viti virkilega ekki hvað Borgarlína er. Hann segir vont fyrir alla að rangfærslum sé haldið á lofti í opinberri umræðu.
29. maí 2018
Dagur segir stefnu Eyþórs vera alvarlega árás
Borgarstjórinn í Reykjavík segir það „alveg galið“ að ætla að koma 70 þúsund manns fyrir í útjaðri borgarinnar, að stefna Eyþórs Arnalds sé alvarlega árás á efri byggðir og að 150 milljarða fjárfesting í mislægum gatnamótum muni ekki draga úr töfum.
1. febrúar 2018
Fjórir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks á móti Borgarlínu – einn fylgjandi
Þorri þeirra einstaklinga sem sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum eru á móti áformum um lagningu Borgarlínu. Áslaug Friðriksdóttir sker sig úr, hún segir að verkefnið sé „sjálfsagt.“
13. janúar 2018
Ríkisstjórnin ætlar að setja fjármagn í Borgarlínu
Samstaða er innan ríkisstjórnarinnar um að setja fjármagn í uppbyggingu Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Hversu mikið ríkið ætlar að setja í verkefnið mun koma í ljós í fjármálaáætlun. Reykjavík ætlar að setja a.m.k. 4,7 milljarða í Borgarlínu á 5 árum.
7. desember 2017
Borgarlínan komin á fjármálaáætlun
Í frumvarpi að fimm ára fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarstjórn í byrjun mánaðar er gert ráð fyrir að 4,7 milljörðum króna verði veitt til uppbyggingar Borgarlínu.
25. nóvember 2017
Sporvagnarnir í Búdapest falla vel inn í borgarskipulagið og eru löngu orðnir hluti af borgarmyndinni í Ungverjalandi.
Ungverjar bestir í almenningssamgöngum
Ísland er í þriðja neðsta sæti ef hlutfall almenningssamgangna er borið saman milli Evrópuríkja.
6. ágúst 2017
Uppbygging fyrir innviði bílaborgar er mun dýrari en blandað samgöngukerfi almenningssamgangna og bílaumferðar.
Bílaborgin væri dýrari en Borgarlínan
Hagkvæmasta samgöngukerfi framtíðarinnar er blandað kerfi einkabílaumferðar og almenningssamgangna. Ofáhersla á einkabílinn skilar takmörkuðum árangri og kostar meira.
17. júní 2017