49 færslur fundust merktar „vinnumarkaður“

Atvinnuleysið er enn langmest á Suðurnesjum.
Vinnumarkaðurinn á sama stað og í september
Atvinnuleysi mældist rúmlega 9 prósent í maí, sem er svipað og það var fyrir þriðju bylgju faraldursins í september í fyrra. Enn er staðan langverst á Suðurnesjum, þar sem meira en fimmta hver kona á vinnumarkaði er atvinnulaus.
10. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Birgir Jónsson, forstjóri PLAY
10 staðreyndir um deilur ASÍ og PLAY
Alþýðusamband Íslands og lággjaldaflugfélagið PLAY hafa tekist á um launakjör og birt harðorðar yfirlýsingar í garð hvors annars síðustu daga. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um deilurnar.
23. maí 2021
Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Segja stærri aðgerðir á vinnumarkaði geta sparað ríkissjóði tugi milljarða
Samfylkingin kynnti nýjar tillögur um vinnumarkaðsúrræði í dag sem flokkurinn segir að gætu lækkað atvinnuleysi og sparað ríkissjóði tugi milljarða króna þegar fram í sækir.
12. maí 2021
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðidósent við Háskólann í Reykjavík
Segja stórar aðgerðir nauðsynlegar á vinnumarkaðnum á Norðurlöndunum
Stjórnmálamenn- og flokkar á Norðurlöndunum þurfa að grípa inn í með afgerandi hætti á vinnumarkaði til að viðhalda samheldni í norrænu atvinnulífi og sporna gegn frekari jaðarsetningu, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
11. maí 2021
Atvinnulausum í ferðaþjónustunni hefur fækkað hratt.
10,4 prósenta atvinnuleysi í apríl
Almennt atvinnuleysi heldur áfram að lækka á milli mánaða eftir að hafa náð hámarki í janúar. Enn eru þó rúmlega 20 þúsund manns atvinnulausir og 4 þúsund manns í minnkuðu starfshlutfalli.
10. maí 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
7. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund hækkuðu um 5,6 prósent í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári hækkuðu laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund minna.
3. mars 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
24. febrúar 2021
Atvinnuleysi verður undir fjórum prósentum í lok ársins, gangi spár Hagfræðistofnunar eftir.
Spáir náttúrulegu atvinnuleysi í lok árs
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands spáir því að atvinnuleysi verði undir fjórum prósentum í lok ársins í nýrri hagspá sinni. Spáin er mun bjartsýnni en sambærilegar greiningar Hagstofunnar og Seðlabankans.
10. febrúar 2021
Misskilningur um laun
Landsbankinn furðar sig á hækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum og Samtök atvinnulífsins notar hana sem mótrök gegn boðuðum kjarabótum láglaunafólks. Heldur það vatni?
2. desember 2020
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
27. október 2020
Katrín Ólafsdóttir, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Smæð og fjöldi verkalýðsfélaga vekur spurningar um skilvirkni
Hagfræðidósent segir að sameining íslenskra stéttarfélaga gæti aukið skilvirkni kjarasamninga og stöðu félaganna við samningaborðið.
17. október 2020
Til stendur að eyrnamerkja hvoru foreldri sex mánaða fæðingarorlof hér á landi. Ljóst er að ekki eru allir sammála um ágæti þess.
Jafnari skipting orlofs stórt skref til jafnréttis á vinnumarkaði
Ef ætlunin er að loka launabili kynjanna er nýtt frumvarp um breytingar á fæðingarorlofinu skref í rétta átt og í rauninni alveg ótrúlega stórt skref, að mati Herdísar Steingrímsdóttur hagfræðings við CBS í Kaupmannahöfn.
3. október 2020
Rúmlega 217 þúsund manns á íslenskum vinnumarkaði
Samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist atvinnuleysi 3,5 prósent í júní síðastliðnum sem er mikil lækkun frá fyrri mánuði en þá mældist atvinnuleysi 9,9 prósent.
23. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
11. júlí 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna.
Enginn tími fyrir eftirlit með hlutabótaúrræðinu
Vegna álags og tímaskorts hefur Vinnumálastofnun ekki nýtt sér heimild sem hún hefur lögum samkvæmt til þess að spyrja neina atvinnurekendur af hverju þeir eru að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda.
22. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
„Þetta lýsir gríðarlegum fordómum gagnvart innflytjendum á vinnumarkaði“
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir harðlega ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins í pallborðsumræðum um stöðu erlends starfsfólks hér á landi.
4. nóvember 2019
Atvinnuleysi minnkar á milli mánaða
Atvinnuleysi í mars mældist 2,9 prósent og minnkaði á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.
26. apríl 2019
Erfitt fyrir flóttakonur að fóta sig á íslenskum vinnumarkaði
Í nýrri rannsókn Starfsgreinasambandsins á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði kemur í ljóst að ýmislegt megi gera betur til bæta stöðu þeirra. Þá sérstaklega þegar kemur að fyrirkomulagi flóttamannaverkefnisins hér á landi.
22. desember 2018
Af fundi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur.
Starfsfólk Orkuveitunar gagnrýnir rangtúlkanir stjórnmálamanna og fjölmiðla
Starfsmannafélag Orkuveitu Reykjavíkur segist hafa fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning í umræðum um vinnuaðstæður innan fyrirtækisins.
23. nóvember 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
20. október 2018
Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair
Uppsagnirnar munu ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deilum bæði í Reykjavík og Keflavík og eru liður í hagræðingaraðgerðum sem félagið hefur gripið til að undanförnu eftir mikla erfiðleika í kjölfar hækkandi olíuverðs og samkeppni.
27. september 2018
Sverrir Mar Albertsson
Neyðarlög til að verja félagslegan stöðugleika?
19. júlí 2018
Svo virðist sem umfang fjármálastarfsemi hefur stórlækkað frá hruni í lægri launum, annað hvort í hlutfallslega færri störfum eða lægri launum.
Umfang fjármálastarfsemi hefur stórlækkað
Hlutdeild fjármála-og vátryggingastarfsemi af heildarlaunum Íslendinga hefur stórlækkað á síðustu tíu árum, á sama tíma og hlutdeild gisti-og veitingareksturs hefur aukist töluvert.
12. júlí 2018
Sverrir Mar Albertsson
Geta „like“ breytt samfélaginu?
11. júlí 2018
Ásmundur Einar Daðason félags-og jafnréttismálaráðherra.
Landfærnisráð mikilvægt fyrir fjórðu iðnbyltinguna
Hópur á vegum velferðarráðuneytisins telur ráðuneytið eiga að stofna landfærnisráð til að meta stöðu og færni íslensks vinnuafls til langs tíma.
25. júní 2018
Framteljendur til skatts aldrei verið fleiri
Fram­telj­end­ur á skatt­grunn­skrá hafa aldrei verið fleiri en á grunn­skrá voru nú voru alls 297.674. Það eru 10.946 fleiri framteljendur en fyr­ir ári sem er fjölg­un um 3,8 prósent. Alls skiluðu 99,5 prósent framteljenda rafrænu skattframtali.
31. maí 2018
Vilja leggja niður kjararáð
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill leggja niður kjararáð. Þetta kemur fram í frumvarpi sem meirihlutinn hefur lagt fram.
31. maí 2018
Tíu staðreyndir um íslenskan vinnumarkað
Hræringar á vinnumarkaði undanfarin misseri hafa vart farið framhjá neinum. Íslenskur vinnumarkaður er smár í alþjóðlegu samhengi en hér er hátt hlutfall starfandi og sterk verkalýðssamstaða. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um íslenskan vinnumarkað.
30. maí 2018
Meðal stéttarfélaga sem breytt hafa um áherslur síðustu mánuði er VR, með Ragnar Þór Ingólfsson í fararbroddi.
Hverju mun nýr tónn í kjarabaráttunni áorka?
Nýir formenn VR og Eflingar krefjast kerfisbreytinga í íslensku efnahagslífi. Að hversu miklu leyti má búast við að þær kröfur nái fram að ganga?
4. maí 2018
Kjarahrunið
30. apríl 2018
Það helsta hingað til: Órói á vinnumarkaði
Kjarninn tekur saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi 2018: Þar á meðal eru launahækkanir efstu stétta samfélagsins, hið umdeilda kjararáð og hinn mikli órói á vinnumarkaði sem sprottið hefur fram síðustu misseri.
29. mars 2018
Konur í atvinnulífinu styðja styttingu vinnuvikunnar - heildarsamtök atvinnulífsins ekki
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn frumvarpi Björns Levís Gunnarssonar Pírata um styttingu vinnuvikunnar. Samtök kvenna í atvinnulífinu eru hins vegar hlynnt breytingunni.
27. mars 2018
Forsendunefnd ASÍ og SA.
SA benda á stjórnvöld í kjaradeilunni
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur lokið störfum og eru ósammála um hvort forsendur kjarasamninga hafi staðist. SA segja ekki á þeirra færi að bregðast við óánægjunni heldur stjórnvalda.
27. febrúar 2018
Enn fjölgar launþegum á Íslandi
Launþegum fjölgar milli ára í byggingariðnaði og ferðaþjónustu en fækkar í sjávarútvegi.
13. febrúar 2018
Mikill skortur hefur verið á vinnuafli á Íslandi á undanförnum árum, sem hefur gert það að verkum að fleiri erlendir ríkisborgarar koma hingað til lands til að starfa en áður.
Um 1.150 erlendir ríkisborgarar atvinnulausir
Alls fengu 1.660 útlendingar úthlutað atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Um 1.150 erlendir ríkisborgarar voru atvinnulausir í lok nóvember.
16. janúar 2018
Störfum gæti fækkað mjög í Lundúnum.
Lægsta atvinnuleysi í 42 ár í Bretlandi
Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra í Bretlandi í langan tíma, en þó eru sérfræðingar áhyggjufullir yfir þróun vinnumarkaðarins.
16. ágúst 2017
Meirihluti þeirra sem fá snjalltæki frá vinnuveitenda svara oft skilaboðum utan vinnutíma
20% telur að snjalltæki frá vinnuveitanda hafi mikil áhrif á einkalíf
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu telur um fimmtungur þeirra sem fá snjalltæki frá vinnuveitendanum þau hafa áhrif á einkalíf sitt.
13. júlí 2017
Lögreglustjóri sagður hafa brotið gegn lögreglumanni
Vinnustaðasálfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn lögreglumanni.
25. apríl 2017
Nú eru um 23.400 launþegar sem starfa í einkennandi greinum ferðaþjónustu.
Næstum helmingur nýrra starfa í ferðaþjónustu
Launþegum í einkennandi greinum ferðaþjónustu fjölgaði um 2.900 frá mars í fyrra fram í febrúar á þessu ári. Það er næstum helmingur nýrra starfa á tímabilinu.
11. apríl 2017
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
SA auglýsir eftir fólki til að sitja í stjórnum lífeyrissjóða
Nýjar reglur sem tóku gildi í janúar kveða á um að Samtök atvinnulífsins verði að auglýsa eftir stjórnarmönnum til að sitja í stjórnum sjö lífeyrissjóða. Um er að ræða nokkra af stærstu sjóðum landsins.
21. febrúar 2017
Sigríður Ingibjörg aftur til ASÍ
11. janúar 2017
Ólafía B. Rafnsdóttir
Félagslegur stöðugleiki – horft til framtíðar
27. desember 2016
Stórir hópar opinberra starfsmanna hafa lengi haft lægri laun en samanburðarhópar á almennum vinnumarkaði en betri lífeyrisréttindi. Nú á að jafna þessa stöðu.
Ekki liggur fyrir hvað launahækkanir opinberra starfsmanna muni kosta
21. september 2016
Láglaunaríkið Ísland
2. ágúst 2016
Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í júní síðan árið 2008.
Atvinnuleysi ekki minna síðan fyrir hrun
27. júlí 2016
Tólf þúsund störf hurfu við hrunið - 16.300 hafa komið í staðinn
Bróðurpartur rúmlega 16 þúsund nýrra starfa sem orðið hafa til á Íslandi frá bankahruni er tilkominn vegna ferðaþjónustunnar. Störfin virðast að miklu leyti mönnum með erlendu vinnuafli og Íslendingar flytja frekar burt en til landsins.
25. júlí 2016
Alþingi setti lög á aðgerðir flugumferðarstjóra í vikunni. Það er í fimmtánda sinn sem slíkt er gert síðan árið 1985. Vinnumarkarðsfræðingur segir að greinilegt sé að eitthvað mikið sé að vinnumarkaðnum.
Greinilega eitthvað mikið að vinnumarkaðnum
Vinnumarkaðsfræðingur segir að endurskoða þurfi verklag í kringum kjarasamninga í ljósi endurtekinna verkfalla afmarkaðra hópa. Forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. Lög á flugumferðarstjóra eru þau 15. síðan árið 1985.
10. júní 2016