Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
„Dóttir mín svaf í fötunum í margar vikur“
Í sumar varð hún vitni að því þegar fólk stökk út um glugga á brennandi húsi. Sá höndum veifað í glugga á herbergi sem var orðið fullt af reyk. Gekk fram hjá blóðblettum á götunni í marga daga á eftir. Finnur enn brunalykt leggja frá húsinu.
17. nóvember 2020
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
Aukinn kraftur í magnbundna íhlutun Seðlabankans
Þrátt fyrir að hafa tilkynnt allt að 150 milljarða króna kaup á ríkisskuldabréfum í vor hafði Seðlabankinn aðeins keypt innan við eitt prósent af þeim fimm mánuðum seinna. Á síðustu vikum hefur bankinn þó aukið kaup sín töluvert.
16. nóvember 2020
Herbert Herbertsson
Mál og menning á Degi íslenskrar tungu
16. nóvember 2020
GRECO, samtök gegn spillingu, segja að Ísland verði að gera meira
Ísland þarf að gera meira til þess að koma í veg fyrir spillingu og efla heilindi hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og innan löggæslustofnana, samkvæmt nýrri eftirfylgniskýrslu GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu.
16. nóvember 2020
Ketill Sigurjónsson
Meðalverð á raforku til álvera á Íslandi mun hækka
16. nóvember 2020
Rétt eins og bóluefni Pfizer og BioNTech notast Moderna við genaupplýsingar (mRNA) fyrir svokölluð gaddprótein sem er að finna á yfirborði kórónuveirunnar, SARS-CoV-2.
Tvær lykilástæður til að gleðjast yfir jákvæðum niðurstöðum Moderna
Jákvæð tíðindi um þróun bóluefnis frá Moderna eru jafnvel enn gleðilegri en þau sem bárust af bóluefni Pfizer í síðustu viku. Þau sýna nefnilega að aðferðin sem bæði fyrirtækin nota virðist virka og einnig virðist geymsla og dreifing vera einfaldari.
16. nóvember 2020
Forystusveit Sjálfstæðisflokksins sem var kosin á landsfundi 2018.
Sjálfstæðisflokkur styrkir stöðu sína sem fyrsti valkostur elstu og tekjuhæstu kjósendanna
Stærsti stjórnmálaflokkur landsins siglir nokkuð lygnan sjó samkvæmt könnunum og hefur ekki tapað á ríkisstjórnarsamstarfinu. Fylgi flokksins á Austurlandi hefur hríðlækkað og hann virðist aðallega vera að slást við Miðflokkinn um atkvæði.
16. nóvember 2020
Byggingin hefur staðið auð frá því árið 2017.
Húsið ekki rifið fyrr en skipulagsvinnu lýkur
Rakaskemmt stórhýsi Íslandsbanka á Kirkjusandi mun ekki verða rifið fyrr en skipulagsvinnu reitsins lýkur, en bankinn vinnur að skipulagi á svæðinu í samvinnu við Reykjavíkurborg. Húsið hefur verið autt síðan árið 2017.
16. nóvember 2020
„Ég vakna enn á nóttunni og finnst ég finna brunalykt og heyra öskur“
„Þetta var hræðilegt og þetta er enn erfitt fyrir svo marga,“ segir Vasile Tibor Andor sem bjó á Bræðraborgarstíg 1 er eldsvoðinn mikli varð í sumar.
15. nóvember 2020
Saga hússins á horninu: Frá himnaríki til heljar
„Bræðró“ var „himnaríki á jörðu“. Þannig lýsti fóstursonur hjóna sem lengi bjuggu að Bræðraborgarstíg 1, heimilinu. Í húsinu voru mörg hundruð brauð bökuð daglega og Vesturbæingar flykktust að til að versla við þá bræður Svein og Hjört Hjartarsyni.
15. nóvember 2020
Deilur um peninga koma í veg fyrir að Bræðraborgarstígur 1 verði rifinn
Félagið sem á Bræðraborgarstíg 1 sættir sig ekki við mat VÍS á tjóninu sem bruni þess olli. Það vill hærri fjárhæð frá tryggingafélaginu. Nokkur ár gætu liðið þar til að rústirnar verði rifnar.
15. nóvember 2020
„Viðbrögð mín við þessum stað voru bara tár – og niðurbrot“
Víða er pottur brotinn varðandi aðstæður erlends starfsfólks hér á landi og var bruninn á Bræðraborgarstíg 1 áminning þess. Pólsk kona sem bjó í húsinu árið 2015 lýsir örvæntingu sinni á sínum tíma og vanlíðan í samtali við Kjarnann.
15. nóvember 2020
Vildu bæta við hæð, byggja á milli og gera bílakjallara
Eigendur Bræðraborgarstígs 1 hafa á síðustu árum borið ýmsar tillögur að breytingum á húsinu undir borgina. Neikvætt var tekið í þær allar en engu að síður hafði notkun þess verið breytt er í því var kveikt í sumar.
15. nóvember 2020
„Við vissum að það væru fleiri inni“
Bruninn á Bræðraborgarstíg er „það langversta“ sem Valur Marteinsson, slökkviliðsmaður til þrjátíu ára, hefur lent í. Er hann kom á vettvang blasti við skelfileg sjón, húsið orðið nær alelda og fólk í gluggum á efstu hæð að berjast fyrir lífi sínu.
15. nóvember 2020
Sagan endurtekur sig – Borg á ný í spennitreyju
Mikill fjöldi fólks bjó á Bræðraborgarstíg 1, þrátt fyrir að húsið hafi ekki verið stórt og ekki í góðu ásigkomulagi. Hvers vegna bjuggu svona margir þar við slæmar aðstæður í einu af dýrustu hverfum landsins?
15. nóvember 2020
„Ég þarf hjálp til að vinna úr þessu“
Eftir að hafa flúið Afganistan og sest að á Íslandi leigði Alisher Rahimi íbúð á Bræðraborgarstíg. Eitt síðdegið í sumar var hann heima að læra þegar hann heyrði hávaða og fann reykjarlykt. Hann leit út um gluggann og sá hóp fólks standa á götunni.
15. nóvember 2020
Innflytjendur voru aflið að baki síðasta góðæri
Á örfáum árum hefur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi fjölgað úr rúmlega 20 þúsund í rúmlega 50 þúsund. Flestir þeirra koma hingað til lands til að vinna. Samhliða hafa þeir mannað þau þúsundir starfa sem ferðaþjónustugóðærið kallaði á.
15. nóvember 2020
„Ég á aldrei eftir að gleyma þessu“
„Þetta var ólýsanlegt,“ segir Sigurjón Ingi Sveinsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður sem var meðal þeirra fyrstu á vettvang brunans á Bræðraborgarstíg. „Það er mikill eldur,“ segir hann um það sem við blasti.
15. nóvember 2020
Starfsmannaleigur á Íslandi: Frá Kárahnjúkum að Bræðraborgarstíg
Þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð voru í fyrsta sinn hundruð starfsmanna hér á landi á vegum starfsmannaleigna. Ljótar sögur þaðan urðu kveikjan að sérstakri löggjöf um þetta form ráðninga. Enn eru þó áhyggjur af réttindum og aðbúnaði starfsmanna.
15. nóvember 2020
„Vissi að ég myndi bráðlega missa meðvitund ef ég kæmist ekki út“
„Reykur kom úr öllum áttum inn í herbergið,“ segir ungur maður sem greip til þess örþrifaráðs að stökkva út um glugga af rishæð hússins að Bræðraborgarstíg 1 er stórbruni varð þar í sumar.
15. nóvember 2020
Því þetta eru ekki „við“ og „þau“ – þetta erum við öll
„Sú staðreynd stendur eftir að það er stór gjá í okkar samfélagi sem þarf að brúa,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar, um það sem bruninn hörmulegi á Bræðraborgarstíg afhjúpaði.
15. nóvember 2020
Bruninn á Bræðraborgarstíg
Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg í sumar afhjúpaði þær slæmu aðstæður sem útlendingar búa hér oft við. „Þetta endurspeglar hræðilegan veruleika á Íslandi.“
15. nóvember 2020
Flugfélagið Norwegian gæti orðið gjaldþrota á næstunni, en vörumerkið gæti lifað áfram.
Eru dagar Norwegian taldir?
Heimsfaraldurinn, MAX-vandamál og neitun um ríkisaðstoð hefur leitt lággjaldaflugfélagið Norwegian að barmi gjaldþrots. Sérfræðingar telja lífslíkur félagsins í núverandi mynd litlar sem engar, þótt mögulegt sé að nafn þess og vörumerki geti lifað áfram.
14. nóvember 2020
Prjónadagbók án prjónauppskrifta
Safnað er fyrir útgáfu bókar þar sem hægt er að safna saman upplýsingum um öll prjónaverk viðkomandi prjónara á einum stað. Og söfnunin fer vitaskuld fram á Karolina fund.
14. nóvember 2020
Árni B. Helgason
Herragarðurinn – og vér orkuaðallinn
14. nóvember 2020
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Segir eðlilegra að hlúa að grunnstoðum heldur en að örva hagkerfið
Aðalhagfræðingur Kviku banka segir dýrmætt svigrúm til peningaprentunar hafa verið nýtt í húsnæðismarkaðinn til fólks sem stendur betur en meðalmaðurinn í stað þeirra sem þurfa meira á fjármagni að halda í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
14. nóvember 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Framsókn með undir sex prósenta fylgi í Reykjavík og nágrenni
Framsóknarflokkurinn er að mælast með svipað fylgi og hann fékk þegar síðast var kosið. Hann hefur styrkt stöðu sína víða á landsbyggðinni en tapað fylgi á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn er í hættu að fá enga menn þingmenn kosna.
14. nóvember 2020
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna
Eftir Trump – Endurreisn Bidens
Við hverju má búast í utanríkisstefnu Bandaríkjanna þegar Joe Biden verður forseti?
14. nóvember 2020
Kjötbollurnar unnu á tæknilegu rothöggi
Fyrir nokkru fékk danska ríkisstjórnin snjalla hugmynd sem hún vildi hrinda í framkvæmd. Gallinn var hins vegar sá að fáum öðrum þótti hugmyndin góð.
14. nóvember 2020
Flestir sem misst hafa vinnuna undanfarna mánuði störfuðu í ferðaþjónustu.
Atvinnuleysið nú meira en þegar mest var eftir bankahrunið
Vinnumálastofnun reiknar með að almennt atvinnuleysi verði 11,3 prósent í desember. Atvinnuleysi eftir bankahrunið mældist mest 9,3 prósent í febrúar og mars 2009.
14. nóvember 2020
Tristan da Cunha-eyjaklasinn er á hjara veraldar.
Stofna stærsta verndarsvæði Atlantshafsins
Á eyjum í miðju sunnanverðu Atlantshafi, mitt á milli Suður-Ameríku og Suður-Afríku, er dýralífið svo einstakt að ákveðið var að friða hafsvæðið umhverfis þær. Innan þess eru veiðar og hvers konar vinnsla náttúruauðlinda bönnuð.
13. nóvember 2020
Búrfellsvirkjun. Tekist hefur verið á um raforkuverð Landsvirkjunar á opinberum vettvangi undanfarin misseri og líklegt er að sú umræða haldi áfram.
Deildar meiningar um samkeppnishæfni til framtíðar þrátt fyrir óháða úttekt
Samtök álframleiðenda segja að þrátt fyrir að niðurstöður óháðrar úttektar sýni að raforkuverð til álvera sé almennt ekki að skerða samkeppnishæfni þeirra við önnur Vesturlönd, sé í skýrslunni ekki tekin afstaða til þess verðs sem býðst í dag.
13. nóvember 2020
Aðstæður á Landakoti meginorsök hópsýkingarinnar
Engin loftræsting ásamt fáum salernum, ófullnægjandi hólfaskiptingu og litlum kaffistofum eru meðal fjölmargra ástæðna COVID-19 hópsýkingarinnar sem braust þar út og hefur kostað fjölda manns lífið, samkvæmt skýrslu frá Landspítalanum.
13. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Börn mega fara á æfingar og hægt verður að komast í klippingu og nudd í næstu viku
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur um tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum.
13. nóvember 2020
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Sýn vill tilnefnt almannaþjónustuhlutverk og fá styrki úr ríkissjóði til að sinna því
Sýn metur neikvæð áhrif COVID-19 á rekstur sinn á 1,1 milljarð króna. Félagið segir ekkert því til fyrirstöðu að það verði tilnefnt með almannaþjónustuhlutverk og að ríkið geri samning um að styrkja það fyrir að sinna hlutverkinu.
13. nóvember 2020
Álverið í Straumsvík.
Álverin ekki að borga of hátt verð fyrir íslenska raforku
Í úttekt á samkeppnishæfni stórnotenda á raforku hérlendis kom í ljós að þeir eru ekki að greiða of hátt verð þegar raforkusamningar þeirra eru bornir saman við önnur Vesturlönd með umfangsmikla stóriðjustarfsemi.
13. nóvember 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu hefur hrunið frá síðustu kosningum
Fylgi Vinstri grænna, flokks forsætisráðherra, hefur ekki mælst lægra í könnunum MMR frá því í apríl 2013. Í síðustu kosningum var sterkasta vígi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningur við flokkinn þar hefur dregist verulega saman á kjörtímabilinu.
13. nóvember 2020
Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa margir óttast áhrif COVID-19 á geðheilsu.
Einn af hverjum fimm COVID-sjúklingum glímir við geðræn vandamál
Margir sem fá COVID-19 eiga á hættu að glíma við andleg veikindi í kjölfarið. Stór rannsókn sýnir að 20 prósent þeirra sem sýkjast af kórónuveirunni greinast með geðræn vandamál innan níutíu daga.
13. nóvember 2020
Stjórn Ríkisútvarpsins neitaði að gefa upp hverjir það voru sem sóttust eftir starfi útvarpsstjóra í fyrra, en það var þvert á vilja löggjafans, samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra.
Vilji löggjafans að almenningur hafi rétt til upplýsinga um starfsmannamál RÚV
Ríkisútvarpið mun þurfa að veita almenningi upplýsingar um starfsmannamál sín rétt eins og um stjórnvald væri að ræða, samkvæmt nýju lagafrumvarpi sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda.
12. nóvember 2020
Svavar Guðmundsson
Að þvælast fyrir eigin getu
12. nóvember 2020
Apple „breytti heiminum“ í vikunni
Þáttastjórnendur Tæknivarpsins segja Apple hafa „breytt heiminum“ í vikunni þegar fyrirtækið kynnti nýjar Mac tölvur með ARM örgjörvum.
12. nóvember 2020
Google Photos verður ekki lengur með ókeypis ótakmarkað geymslupláss fyrir ljósmyndir og myndskeið frá og með 1. júní 2021.
Google: „Hæ kæri notandi, við viljum fara að græða á þér“
Google mun frá og með 1. júní á næsta ári ekki lengur bjóða upp á ótakmarkað ókeypis geymslupláss fyrir ljósmyndir og myndbönd. Yfir milljarður manna notar Google Photos til þess að geyma sitt efni í skýinu og nú vill fyrirtækið láta fólk fara að borga.
12. nóvember 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Spá miklu atvinnuleysi út árið 2022
Samkvæmt nýrri hagspá ASÍ er búist við miklu atvinnuleysi út árið 2022, jafnvel þótt viðsnúningi verði náð í ferðaþjónustu.
12. nóvember 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Úttekt FAO mun skiptast í fjóra áfanga og Ísland greiðir fyrir þann fyrsta
Ekki er enn búið að skrifa formlega undir samning við Alþjóðamatvælastofnunina FAO um úttekt sem íslensk stjórnvöld eiga frumkvæði að og varðar viðskiptahætti útgerða. Vinnunni var hrundið af stað eftir að Samherjamálið kom upp fyrir ári síðan.
12. nóvember 2020
Skoða þurfi í hverju og einu tilviki hvort einstaklingur geti talist „sjálfstæður framleiðandi“
Í nýju mati fjölmiðlanefndar er bent á að skilgreiningin á „sjálfstæðum framleiðendum“ í þjónustusamningnum við RÚV sé víðtækari en sú í fjölmiðlalögunum. Útvarpsstjóri telur að þetta þurfi „að sjálfsögðu að vera eins skýrt og kostur er“.
12. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple skiptir um örgjörva
12. nóvember 2020
Tökur enn í gangi þrátt fyrir sóttvarnareglur
Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa náð að halda áfram starfsemi sinni, þrátt fyrir fjöldatakmörk og tveggja metra fjarlægð. Framleiðsludeild RÚV fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu og mega þar 20 manns starfa í hverju rými.
12. nóvember 2020
Búist er við mikilli aukningu fyrstu kaupenda íbúðamarkaði á næstu árum, samhliða minna húsnæðisframboði
Merki um þrýsting á næstu árum
Mánaðarskýrsla HMS bendir á að fjöldi fyrstu húsnæðiskaupenda gæti aukist í náinni framtíð, auk þess sem spáð er áframhaldandi samdrætti í byggingariðnaði. Hvort tveggja gæti leitt til uppsafnaðrar íbúðaþarfar og verðhækkana á húsnæðismarkaði.
11. nóvember 2020
Hanna Katrín Friðriksson
Fórnir unga fólksins
11. nóvember 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Sendiherra segir Guðlaug Þór vega að starfsheiðri embættismanna í eigin ráðuneyti
Stefán Skjaldarson sendiherra fer hörðum orðum um frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framferði ráðherrans sjálfs í umræðum um málið. Segir hann ráðherra gera embættismönnum upp pólitískar skoðanir.
11. nóvember 2020