Draumurinn um danska rafbílinn
Borgþór Arngrímsson skrifar um Hope Whisper, danska rafmagnsbílinn, og drauminn um hann.
Kjarninn 9. apríl 2017
Refskákin um framtíð Bretlands
Hvert stefnir Bretland? Kristinn Haukur Guðnason, sagnfræðingur rýnir í stöðuna sem upp er komin vegna Brexit.
Kjarninn 8. apríl 2017
Eins marks undur
Knattspyrna snýst um að skora. Þannig vinnast leikir. Sumir knattspyrnumenn virðast hins vegar alls ekki geta framkvæmt þann verknað. Og verða fyrir vikið þekktastir fyrir það að skora aldrei, eða að minnsta kosti mjög sjaldan. Þeir eru eins marks undur.
Kjarninn 8. apríl 2017
Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hafa tafist mikið og eru komnar langt fram úr fjárheimildum.
Ríkissjóður ætlar að lána Vaðlaheiðargöngum allt að 4,7 milljarða í viðbót
Ríkið samþykkti að lána 8,7 milljarða til Vaðlaheiðarganga þegar ráðist var í verkefnið. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt að hækka heimild til lána til gerðar ganganna um 4,7 milljarða. Ráðist verður í úttekt til að kanna hvað fór úrskeiðis.
Kjarninn 7. apríl 2017
Færri börn fæddust á Íslandi í fyrra en árið á undan.
Frjósemi á Íslandi aldrei verið minni
Frjósemi íslenskra kvenna var 1,75 börn á hverja konu, og hefur aldrei mælst minni frá því að mælingar hófust árið 1853. Rétt um fjögur þúsund börn fæddust á Íslandi í fyrra.
Kjarninn 7. apríl 2017
Árif ferðaþjónustu á fasteignamarkaðinn auka hættuna á frekari verðhækkunum á markaðinum, segir í Fjármálastöðugleika Seðlabankans.
Staðan góð en augljósir kerfisáhættuþættir
Mitt í miklu vaxtarskeiði og eignahækkunum eru farin að sjást merki um að kerfisáhættu í hagkerfinu. Einkum er það staðan á fasteignamarkaði sem gefur tilefni til þess að fylgjast þar grannt með gangi mála.
Kjarninn 6. apríl 2017
Sífellt færri karlar taka sér fæðingarorlof og þeir sem taka sér orlof eru að jafnaði frá vinnu í styttri tíma.
Enn færri feður taka fæðingarorlof
Þeim feðrum sem taka fæðingarorlof með börnunum sínum fækkar hratt milli ára, og þeir sem taka orlof gera það í styttri tíma en áður. Á sama tíma taka mæður jafnlangt fæðingarorlof og áður, en fæðingum heldur áfram að fækka.
Kjarninn 6. apríl 2017
Olía er gamaldags verslunarvara og tæknin sem notuð er til þess að versla með hana er af gamla skólanum.
Gervihnattagögn sýna að OPEC-aðgerðirnar virka
Framboð á olíu hefur dregist saman um minnst 16 prósent síðan um áramót, samkvæmt nýstárlegri gagnaveitu.
Kjarninn 5. apríl 2017
FME dregur skýra línu í sandinn varðandi meðferð innherjaupplýsinga
Fjármálaeftirlitið telur ekki hafa verið farið rétt með innherjaupplýsingar varðandi rekstur Eimskipafélagsins, og því var félagið sektað. Félagið mótmælir þessu og ætlar að láta reyna á rétt sinn fyrir dómi.
Kjarninn 5. apríl 2017
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum á hlut í Búnaðarbankanum kom út á miðvikudag. Þar er sýnt fram á að sú aðkoma var blekking.
Ríkisendurskoðun ætlar ekki að draga til baka fyrri niðurstöðu um Hauck & Afhäuser
Ríkisendurskoðun segir að gögn sem forsvarsmenn Eglu lögðu fyrir stofnunina árið 2006 hafi verið lögð fram í blekkingarskyni. Hún hafi ekki haft aðgang að þeim tölvupóstum sem sanni blekkinguna á bakvið aðkomu Hauck & Afhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum.
Kjarninn 4. apríl 2017
Erik Prince, stofnandi Blackwater.
Stofnandi Blackwater á leynilegum fundi með Rússum
Rannsókn á tengslum baklands Trumps við Rússa er í fullum gangi, og ný púsl bættust við í gær.
Kjarninn 4. apríl 2017
Horft yfir Melana í vesturbæ Reykjavíkur.
Hluti þjóðar mokgræðir á hærra fasteignaverði – Restin situr eftir
Eigið fé Íslendinga í fasteignum tvöfaldaðist í krónum talið á fimm árum. Ríkasta tíund landsmanna átti 500 milljörðum meira í eigin fé í fasteignum í lok árs 2015 en 2010. Þeir sem komast ekki inn á eignarmarkað sitja eftir.
Kjarninn 4. apríl 2017
Horft yfir Skuggahverfið.
Hvað er til ráða á fasteignamarkaði?
Boðaðar hafa verið aðgerðir til að vinna gegn spennu á fasteignamarkaði og bólumyndun. En hvaða aðgerðir koma til greina?
Kjarninn 2. apríl 2017
Rörin  sem flytja gasið eru gríðarstór.
Langa rörið
Rússneskir hagsmunir eru nú á borði danskra stjórnvalda. Gasflutningar kalla á miklar framkvæmdir og mun rörið meðal annars liggja um danskt hafssvæði.
Kjarninn 2. apríl 2017
Alexei Navalny, sem er forsetaframbjóðandi, hefur verið handtekinn í kjölfar birtingar á myndbandinu.
Ungt fólk mótmælir spillingu í Rússlandi
Nýverið tóku tugþúsundir Rússa þátt í mótmælum gegn spillingu. Mótmælin voru viðbrögð við myndbandi sem sýndi víðfeðmt spillingarnet forsætisráðherra Rússlands. Forstöðumaður samtakanna, sem er líka forsetaframbjóðandi, hefur verið handtekinn.
Kjarninn 2. apríl 2017
Alex Ferguson er á topplistanum.
Topp 10 – Knattspyrnustjórar í úrvalsdeildinni
Enski boltinn hefur lengi staðið Íslendingum nærri. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur tók saman lista yfir þá 10 knattspyrnustjóra sem hafa náð bestum árangri.
Kjarninn 1. apríl 2017
Aðildarríki Evrópusambandsins eru nú 28 en verða 27 um leið og skilnaður Bretlands og ESB tekur gildi.
ESB kynnir áætlanir fyrir Brexit-viðræður
ESB tekur stöðu með Evrópuríkjum í áætlunum fyrir Brexit-viðræður. Bretar verða að ganga úr ESB áður en hægt er að ræða framtíðina, að mati Donalds Tusk.
Kjarninn 1. apríl 2017
Besta leiðin til að ræna banka er að eignast hann
Íslenska útrásin hófst með því að hópur manna komst yfir Búnaðarbankann með blekkingum og án þess að leggja út neitt eigið fé. Næstu árin jókst auður, völd og umsvif þeirra gríðarlega. Afleiðingarnar eru öllum kunnar. Nú hefur blekkingin verið opinberuð.
Kjarninn 1. apríl 2017
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Innsýn í vaxtaturninn
Í fimm tilfellum af átta var Peningastefnunefnd einhuga um vaxtaákvarðanir. Í hinum þremur tilfellunum deildi fólk í nefndinni um það hvernig ætti að haga vaxtaákvörðuninni.
Kjarninn 1. apríl 2017
FME: Tökum undir með AGS og höfum kallað eftir breytingum í mörg ár
FME segir í svari við fyrirspurnum Kjarnans að stofnunin geti tekið undir margt það sem sendinefnd AGS sagði um eftirlit með fjármálamörkuðum hér á landi. Hún eigi þó von á frekari skýringu í lokaskýrslu sendinefndar sjóðsins.
Kjarninn 31. mars 2017
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heilsar bandaríska kollega sínum Rex Tillerson á fundi utanríkisráðherra bandalagsins.
Tillerson vill að hin ríkin borgi meira – Guðlaugur Þór sótti NATO-fund
Guðlaugur Þór Þórðarson var viðstaddur fund utanríkisráðherra aðildarríkja NATO. Krafa um aukin framlög til bandalagsins báru hæst. Ísland greiðir minnst allra til NATO.
Kjarninn 31. mars 2017
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Fæðingarorlof verður hækkað í 600 þúsund á mánuði… í skrefum
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er kynnt hvernig hún ætlar að hækka fæðingarorlofsgreiðslur á næstu árum. Hámarksmánaðargreiðslur verða hækkaðar í þremur skrefum en það verður hins vegar ekki lengt líkt og starfshópur hafði mælt með.
Kjarninn 31. mars 2017
Allir sem komu að fléttunni sögðu ósatt við skýrslutöku
Stjórnendur Kaupþing, Ólafur Ólafsson og Guðmundur Hjaltason komu allir að þvi að hanna fléttuna í kringum Hauck & Aufhäuser. Enginn þeirra kannaðist við það þegar spurt var út í málið við skýrslutöku.
Kjarninn 31. mars 2017
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur fram áætlunina.
Fjármálaáætlun: Stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og ferðaþjónusta færð í efra þrep
Ferðaþjónustan fer í efra þrep, bankaskattur verður lækkaður og útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála stóraukin. Skuldir munu hríðlækka og útgjöld ríkissjóðs aukast verulega. Þá ætlar Ísland að taka við stórauknum fjölda flóttamanna og hælisleitenda.
Kjarninn 31. mars 2017
Sauli Niinitsoe, forseta Finnlands, Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni, Guðlaugur og Pútín ræða norðurslóðir
Utanríkisráðherra og forseti Íslands eru í Rússlandi á ráðstefnu um málefni Norðurslóða. Guðni Th. Jóhannesson snæðir kvöldverð með Vladimír Pútín í kvöld.
Kjarninn 30. mars 2017
Látum hann hafa boltann
Gylfi Þór Sigurðsson, 27 ára gamall Hafnfirðingur, er kominn í hóp allra bestu leikmanna sem Ísland hefur átt. Líklega hefur enginn leikmaður í sögunni spilað jafn vel með landsliðinu.
Kjarninn 30. mars 2017
Þessir einstaklingar blekktu stjórnvöld, almenning og fjölmiðla
Kjarninn 29. mars 2017
Vindorka er áhugaverðari en Kvika áætlar
Vindurinn og rokið getur verið Íslandi afar mikilvægt til framtíðar litið, eins og Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, rekur í grein sinni.
Kjarninn 28. mars 2017
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að það skipti meira máli hverjir fái að handsala kaup á íslenskum bönkum en hversu hratt það gerist og hvaða verð fæst fyrir þá.
AGS: Gæði bankaeigenda mikilvægari en hraði og verð
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að hvorki hraði né verð eigi að ráða bankasölu, heldur gæði nýrra eigenda. Hún telur að hægt sé að lækka vexti og að mögulega eigi að banna eigi lífeyrissjóðum að lána til húsnæðiskaupa.
Kjarninn 28. mars 2017
Kísilver United Silicon í Helguvík.
Ekki útilokað að sömu erfiðleikar komi upp hjá Thorsil og PCC
Búið er að bæta við nýjum kröfum í starfsleyfi Thorsil og PCC, en þó er ekki hægt að útiloka að erfiðleikar og ófyrirséð mengun muni stafa af þeim kísilverum líkt og United Silicon. Umhverfisstofnun segir ýmsa annmarka á umhverfismati og margt vanreifað.
Kjarninn 27. mars 2017
Hauck & Auf­häuser-blekkingin opinberuð á miðvikudag
Rannsóknarnefnd er með gögn undir höndum sem sýna að aðkoma Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum var blekking. Kaupþing virðist hafa hannað gjörninginn með aðkomu aflandsfélags.
Kjarninn 27. mars 2017
Sagan um sölu ríkisins á ráðandi hlut í Búnaðarbankanum
Rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að aðkoma Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum hafi verið til málamynda. Kaup bankans voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. Það sem lengi hefur verið haldið virðist staðfest.
Kjarninn 27. mars 2017
Yfir 900 á biðlista eftir félagslegu húsnæði í borginni
Yfir 900 manns eru nú á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík, en í upphafi síðasta árs voru rúmlega 700 á listanum. Langstærsti hópurinn eru einhleypir karlmenn, og flestir bíða húsnæðis miðsvæðis.
Kjarninn 27. mars 2017
Þriðji hver Dani býr einn
Í nýjum tölum kemur fram að þriðji hver Dani býr einn. Þessi tala hefur farið síhækkandi á undanförnum árum. Fleiri karlar búa einir en konur, flestir einhleypir eru í höfuðborginni og hlutfallið er hæst hjá fólki á aldrinum 30-49 ára.
Kjarninn 26. mars 2017
Donald Trump og Xi Jinping.
Norður-Kórea og stórveldin tvö
Stjórnvöld í Norður-Kóreu halda því fram að landið hafi náð merkum áfanga í þróun eldflauga sem drífa lengra og gætu hæft skotmörk í bæði Japan og Bandaríkjunum. Þessi öra þróun gerist samhliða gagnrýni ríkisstjórnar Trump á Kína fyrir að ekki gera nóg.
Kjarninn 26. mars 2017
Baltasar Kormákur í hlutverki sínu í kvikmyndinni Eiðurinn.
Greiddu minnst 80,4 milljónir í kvikmyndasýningar fyrir skólabörn
Menntmálaráðuneytið gerir reglulega samninga við kvikmyndagerðamenn og -framleiðendur um sýningar á kvikmyndum í grunnskólum landsins. Síðan 1988 hefur ráðuneytið greitt að minnsta kosti 80,4 milljónir fyrir kvikmyndir.
Kjarninn 25. mars 2017
Töframáttur Baldurs og Konna
Töfrarnir sem fylgdu Baldri og Konna lifa enn. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér söguna á bak við goðsagnirnar.
Kjarninn 25. mars 2017
Jón Þór Sturluson, aðstoarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, kom ásamt sérfræðingum þess fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í morgun.
Litlar líkur á að almenningur fái upplýsingar um endanlega eigendur
Birtar hafa verið upplýsingar um nýja eigendur Arion banka á heimasíðu bankans. Þar kemur ekkert fram um hverjir endanlegir eigendur eru. Fjármálaeftirlitið mun kalla eftir slíkum upplýsingum en þær upplýsingar falla undir trúnaðarskyldu eftirlitsins.
Kjarninn 24. mars 2017
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Lagt til að fjárfestingarleið Seðlabankans verði rannsökuð
Þingsályktunartillaga um að gerð verði rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hefur verið birt á vef Alþingis. Þriggja manna nefnd á að upplýsa um hverjir komu með fé í gegnum leiðina og hvaða það fé kom.
Kjarninn 24. mars 2017
Einstæðar mæður með börn um 14 prósent kjarnafjölskyldna
Í tölum Hagstofu Íslands um samsetningu íslensku þjóðarinnar má finna ýmislegt áhugavert.
Kjarninn 23. mars 2017
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra skipaði verkefnastjórnina.
Verkefnastjórn þarf að undirrita trúnaðaryfirlýsingu
Forsætisráðherra skipaði þriggja manna nefnd til að endurskoða peningastefnu Seðlabankans. Í hana voru skipaðir fyrrverandi ráðherra og tveir hagfræðingar með tengsl við fjármálafyrirtæki. Hópurinn verður látinn undirrita trúnaðaryfirlýsingu.
Kjarninn 22. mars 2017
Angela Merkel og Donlald Trump áttu sinn fyrsta fund fyrir helgi. Þau eru af mörgum talin vera í forystu fyrir andstæð öfl í heiminum í dag.
Heimurinn að rétta úr kútnum
Pólitískar deilur eru viðvarandi en staða efnahagsmála í heiminum hefur batnað hratt að undanförnu.
Kjarninn 22. mars 2017
Það vantar á bilinu sjö til átta þúsund íbúðir inn á markað til að anna eftirspurn, samkvæmt greiningum á húsnæðismarkaði.
Samstillt átak þarf að til að ná jafnvægi
Auka þarf framboð af íbúðum á fasteignamarkaði til að skapa meira jafnvægi á markaðnum.
Kjarninn 21. mars 2017
Kaupþing ehf. er eignarhaldsfélag utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka, og í eigu fyrrverandi kröfuhafa hans.
Þeir sem keyptu í Arion banka eiga 66 prósent í Kaupþingi
Vogunarsjóðirnir þrír og Goldmans Sachs, sem geta geta eignast rúman helming í íslenska viðskiptabankanum Arion banka, eiga 2/3 hluta í seljandanum, Kaupþingi. Því eru þeir að kaupa eign af sjálfum sér.
Kjarninn 21. mars 2017
Enginn fær að vita hver var að kaupa íslenskan viðskiptabanka
Vogunarsjóðirnir sem keyptu hlut í Arion banka í gær gættu þess að eiga bara 9,99 prósent hlut. Ef þeir hefðu átt 0,01 prósent í viðbót væru þeir virkir eigendur og um þá gilda mun strangari reglur. Ekkert liggur fyrir um hverjir eru endanlegir eigendur.
Kjarninn 20. mars 2017
Tíðinda að vænta af orkusamningi Alcoa 2028
Samningurinn sem er á milli Landsvirkjunar og Alcoa varðar almenning miklu. Ef samið er upp á nýtt gæti hagnaður Landsvirkjunar aukist um marga milljarða.
Kjarninn 20. mars 2017
Donald Trump telur framlag annarra bandalagsþjóða í NATO vera of lítið.
Herra forseti, svona virkar NATO ekki
Bandaríkin eyddu mest, Ísland minnst í varnarmál af aðildarríkjum NATO árið 2016. Bandaríkjaforseti vill að hin aðildarríkin greiði sinn skerf en hefur rangar hugmyndir um það hvernig NATO virkar, segir fyrrum fastafulltrúi Bandaríkjanna.
Kjarninn 20. mars 2017
Fimm hugmyndir um gjaldtöku af ferðamönnum
Ýmislegt hefur verið rætt þegar kemur að því hvernig eigi að láta ferðamenn greiða fyrir dvöl sína hér á landi. Færra hefur verið gert.
Kjarninn 19. mars 2017
Reykingar kosta þjóðarbúið allt að 86 milljarða á ári
Fyrstu niðurstöður úr skýrslu um þjóðhagslegan kostnað reykinga benda til þess að Íslendingar verði af töluverðum verðmætum vegna reykinga. Ef skert lífsgæði reykingamanna eru vegin með gæti kostnaðurinn rúmlega fjórfaldast.
Kjarninn 19. mars 2017
Hvar hefst þriðja heimstyrjöldin?
Spennuþrungið andrúmsloft er nú í alþjóðastjórnmálum. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur veltir fyrir sér hvort það sé komin upp staða sem geti hleypt af stað heimstyrjöld.
Kjarninn 18. mars 2017