Halla með mun hærra fylgi en spáð var
Kjarninn 26. júní 2016
Biðraðir og brjálað stuð á Secret Solstice 2016
Kjarninn 26. júní 2016
Nýr drifkraftur á miðjunni hjá Englandi
Tvítugur miðjumaður hjá Tottenham Hotspur hefur komið eins og stormsveipur inn í ensku úrvaldsdeildina og enska landsliðið. Hann gæti reynst íslenska landsliðinu erfiður, þegar Ísland og England mætast í 16 liða úrslitum á EM í Frakklandi á morgun.
Kjarninn 26. júní 2016
Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður danska Þjóðarflokksins, glöð í bragði.
Mega þingmenn og ráðherrar ljúga?
Kjarninn 26. júní 2016
Guðni Th. Jóhannesson hefur mælst með mest fylgi allra níu frambjóðenda síðan kosningaspáin var gerð fyrst 13. maí.
Guðni leiðir en Halla bætir mikið við sig
Guðni Th. Jóhannesson mun standa uppi sem sigurvegari forsetakosninganna samkvæmt kosningaspánni. Hann mælist með 45,8 prósent fylgi. Kjörsókn getur skekkt niðurstöður kosningaspárinnar miðað við úrslit kosninga.
Kjarninn 24. júní 2016
Breytt heimsmynd
Ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu er mikil heimspólitísk tíðindi. Fjárfestar hafa brugðist við tíðindunum með neikvæðum hætti. Óvissan um hvað sé framundan er algjör.
Kjarninn 24. júní 2016
Grænlenski fánadagurinn
Kjarninn 24. júní 2016
Sundrað Bretland eftir þjóðaratkvæðagreiðslu
Bretar hafa ákveðið að segja sig úr Evrópusambandinu. Skotar hyggjast krefjast nýrrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt frá Bretum. Þjóðin er klofin í tvennt því 51,9% kusu úrsögn í þjóðarkvæðagreiðslunni í gær. 48,1% kusu með áframhaldandi aðild.
Kjarninn 24. júní 2016
Fimm leikir þar sem England féll úr leik
Englendingar hafa ekki unnið titil á stórmóti í 50 ár eða þegar Bobby Moore lyfti bikarnum á HM 1966. Ísland leikur gegn Englandi á EM 2016 á mánudag. Magnús Halldórsson tók saman eftirminnilega leiki þar sem enska liðið féll úr leik.
Kjarninn 23. júní 2016
Hafsteinn Þ. Hauksson, Ólafur Þ. Harðarson, Þorgerður Einarsdóttir, Guðmundur Hálfdánarson og Valgerður Jóhannsdóttir ræddu um forsetann í dag.
„Líkurnar á tapi eru ákaflega litlar“
Sérfræðingar við HÍ sammælast um að það sé ólíklegt að Guðni Th. Jóhannesson verði ekki næsti forseti. Ólafur Ragnar Grímsson, kosningabaráttan og framtíð embættisins var rædd á fundi í dag.
Kjarninn 23. júní 2016
Rannsóknir sýna að traust skipti ekki máli í kosningaþátttöku hjá eldra fólki. Því er öfugt farið hjá því yngra.
Skiptir kosningaþátttaka ungs fólks máli?
Kosningaþátttaka er dræm í yngsta aldursflokknum og ástæður þess virðast vera margþættar og flóknar. Kjarninn leitaði svara hjá tveimur álitsgjöfum til að fá innsýn í þessar ástæður.
Kjarninn 23. júní 2016
In or out: Rifist um framtíð Bretlands
Brexit er risaatburður í sögu Evrópusamrunans sem hófst eftir seinni heimstyrjöld. Bretar takast nú á um framtíð landsins í Evrópusambandinu. Hér eru rökin með og á mót í þremur lykilmálaflokkum
Kjarninn 22. júní 2016
Chris Murphy, þingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi, tilkynnir dóttur skólastjórans í Sandy Hook að þingið hefði ekki afgreitt byssufrumvarp sem lög í dag. Skólastjórinn Dawn Hochprung var myrtur í árásinni á grunnskólann í Sandy Hook.
Bandarískir stjórnmálamenn komu í veg fyrir hertari byssulöggjöf
Enn einu sinni komu fulltrúar í öldungadeildinni í Bandaríkjunum í veg fyrir breytingar á byssulöggjöf.
Kjarninn 21. júní 2016
Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudaginn um hvort Bretland verði áfram aðili að Evrópusambandinu.
Hvað er þetta Brexit?
Brexit er um þessar mundir lykilhugtak í fréttum af erlendum vettvangi. En hvað er Brexit og hvað hefur það í för með sér?
Kjarninn 21. júní 2016
Verðbólgudraugurinn haminn með sterkari krónu
Verðbólga mun aukast á næstunni, en ef gengi krónunnar styrkist meira á næstunni, þá vinnur það gegn verðbólgunni.
Kjarninn 20. júní 2016
Þýski flugvallarskandallinn
Fyrir 20 árum var ákveðið að byggja skyldi nýjan flugvöll fyrir Berlín. Völlurinn átti að vera tilbúinn 11 árum síðar en hver skandallinn hefur rekið annan svo völlurinn er ekki nærri því tilbúinn. Borgþór Arngrímsson kynnti sér málið.
Kjarninn 19. júní 2016
Halla Tómasdóttir, Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson.
Stuðningsmenn stjórnarflokka vilja helst Davíð
Guðni Th. Jóhannesson nýtur yfirburðafylgis í könnunum. Fylgi við hann er nokkuð jafnt á alla aldurshópa, kyn og aðra lýðfræðilega þætti í könnun Gallup.
Kjarninn 19. júní 2016
Gamla brýnið má ekki fá að stjórna
37 ára gamall leikstjórnandi Ungverja er einn mikilvægasti hlekkurinn í leik liðsins.
Kjarninn 18. júní 2016
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa látið í sér heyra í stúkunni í Frakklandi. Eitt vinsælasta stuðningslagið kemur úr óvæntri átt.
Jack White samdi vinsælasta stuðningslag í heimi. Óvart.
Seven Nation Army kom fyrst út árið 2003 á hljómplötunni Elephant. Hálfu ári eftir útgáfuna heyrðist það á bar í Mílanó og þá var ekki aftur snúið. Lagið er nú eitt helsta stuðningslag fjölda íþrótta um allan heim.
Kjarninn 18. júní 2016
„Brexit“ gæti breytt miklu fyrir Ísland
Eftir tæpa viku kjósa Bretar um aðild að Evrópusambandinu. Fari svo að Bretland fari úr ríkjabandalaginu gæti áhrifa gætt víða.
Kjarninn 18. júní 2016
Endurkoma „4-4 f***ing 2“
Ísland er kannski fámennasta þjóðin á EM í Frakklandi, en með 4-4-2 leikkerfið getur það vel náð langt.
Kjarninn 15. júní 2016
Mannúðarmál hafa mikið verið í umræðunni undanfarið vegna flóttamannastraums til Evrópu á síðustu misserum.
Auka ný útlendingalög mannúð og skilvirkni í kerfinu?
Hádegisfundur fór fram í Háskóla Íslands í gær um ný lög um útlendinga. Lögin eru afrakstur tveggja ára þverpólitískrar samvinnu en á fundinum var sjónum beint að áhrifum nýju laganna, kostum og göllum.
Kjarninn 15. júní 2016
Þennan mann verður að stöðva
Ísland mætir Portúgal í dag klukkan 19:00 á EM í Frakklandi. Þar er Cristiano Ronaldo fremstur meðal jafningja.
Kjarninn 14. júní 2016
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur tekið harða afstöðu í málum Bretlands kjósi þeir að yfirgefa ESB.
Bretar fá engan EES-samning
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, þvertekur fyrir það að Bretar geti samið um aðild að EES ef þeir kjósa að ganga úr ESB. Kosið verður 23. júní. Ísland, Noregur og Liechtenstein eru einu löndin utan sambandsins með aðild að EES.
Kjarninn 14. júní 2016
Brjálæðið
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna vekur upp margar spurningar um byssueignir, hatursglæpi, störf lögreglunnar og pólitísk átök um byssulöggjöfina.
Kjarninn 13. júní 2016
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, eru allir á einu máli um að samningar skulu standa.
Formenn innan BÍ standa með búvörusamningum
Formenn stærstu aðildarfélaga innan Bændasamtaka Íslands segjast allir standa með búvörusamningunum. Þeir setja spurningamerki við aðferðir stjórnsýslunnar og velta upp hvort ráðherrar hafi verið umboðslausir við undirritun.
Kjarninn 13. júní 2016
Auguste Rod­in gerði margar eftirmyndir af Hugsuðinum. Hér ein styttan fyrir utan Rodin-safnið í Fíladelfíu. Sú stytta var gerð í lífstíð Rodins.
Fölsunarmarkaðurinn stækkar og stækkar
Hvað er raunverulegt og hvað falskt? Borgþór Arngrímsson fjallar um risavaxinn markað með falsaðar vörur.
Kjarninn 12. júní 2016
Dr. Frank N. Furter ræðir við Brad og Janet.
The Rocky Horror Picture Show: Költ-undrið framlengir hátíðarhöldin
Söngvamyndin sem braut allar samfélagsreglur um kynlíf varð 40 ára gömul síðasta haust og ekkert lát er á vinsældum hennar. Leikararnir halda áfram að hitta aðdáendur sína og halda upp á afmælið með þeim.
Kjarninn 12. júní 2016
Uppgangur kynþáttahaturs í Evrópu
Kjarninn 11. júní 2016
Magnús Halldórsson
Ný hugverkastefna fagnaðarefni
Kjarninn 10. júní 2016
Átta hlutir sem þú þarft að vita um EM 2016
Ísland tekur þátt í lokamóti Evrópumeistaramóts karla í knattspyrnu í fyrsta sinn. Fyrir þá sem ekki fylgjast reglulega með fótbolta getur verið erfitt að átta sig á hvað snýr upp og hvað niður.
Kjarninn 10. júní 2016
Alþingi setti lög á aðgerðir flugumferðarstjóra í vikunni. Það er í fimmtánda sinn sem slíkt er gert síðan árið 1985. Vinnumarkarðsfræðingur segir að greinilegt sé að eitthvað mikið sé að vinnumarkaðnum.
Greinilega eitthvað mikið að vinnumarkaðnum
Vinnumarkaðsfræðingur segir að endurskoða þurfi verklag í kringum kjarasamninga í ljósi endurtekinna verkfalla afmarkaðra hópa. Forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. Lög á flugumferðarstjóra eru þau 15. síðan árið 1985.
Kjarninn 10. júní 2016
Icesave, þorskastríðin og fávís lýður ganga í endurnýjun lífdaga
Kjarninn 9. júní 2016
Framtakssjóðurinn EDDA keypti sig inn í Domino's á Íslandi í mars í fyrra. Kaupverðið var ekki gefið upp en ljóst er að sjóðurinn hefur ávaxtað fjárfestingu sína afar vel.
Íslendingarnir fá þrjá og hálfan milljarð fyrir hlut í Domino's
Þeir íslensku fjárfestar sem komið hafa að rekstri Domino's hérlendis á undanförnum árum hafa margfaldað fjárfestingu sína. Domino's er vinsælasti veitingastaður á Íslandi, er í útrás á Norðurlöndum og íslensku áherslurnar hafa vakið heimsathygli.
Kjarninn 9. júní 2016
Íslensku strákarnir spila í sterkustu deildum í Evrópu
Íslenskir knattspyrnumenn leika í nokkrum af sterkustu deildum í Evrópu. Landsliðsmennirnir verða í eldlínunni gegn stórstjörnum á Evrópumeistaramótinu sem hófst á föstudag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður fótboltamanna, tók saman upplýsingar um deild
Kjarninn 8. júní 2016
Störfum á prentmiðlum hefur fækkað hratt á undanförnum árum í Bandaríkjunum. Ekki liggja fyrir opinberar hagtölur um þá þróun hérlendis en fyrir liggur að þeim hefur fækkað.
Fleiri vinna á netmiðlum en prentmiðlum
Þeim sem starfa á prentmiðlum í Bandaríkjunum hefur fækkað um 60 prósent frá 1990 en störf á netmiðlum eru nú tvöfalt fleiri 2008. Nú vinna fleiri á netmiðlum en á prentmiðlum í Bandaríkjunum.
Kjarninn 8. júní 2016
Þingmenn Pírata. Samkvæmt könnunum mun þeim fjölga umtalsvert eftir næstu kosningar.
Píratar vilja auka tekjur ríkissjóðs um 100 milljarða
Í kosningakerfi Pírata er lagt til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður, aflaheimildir boðnar upp, skattar á stóriðju hækkaðir, nýr gjaldmiðill tekin upp og söluandvirði Íslandsbanka verði notað til að fjármagna gjaldþrota lífeyriskerfi.
Kjarninn 7. júní 2016
Hælisleitendum bjóðist „mun betri kjör en við Íslendingar búum sjálfir við“
Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum boðin betri kjör en Íslendingar búi við. Við þurfum að læra af reynslu annarra þjóða og leysa úr málum „meints flóttafólks og hælisleitenda“ hratt og örugglega.
Kjarninn 7. júní 2016
Fyrsta „alvöru árás“ Hillary á Trump
Í ræðu sem Hillary Clinton hélt í San Diego 2. júní, gagnrýndi hún Donald J. Trump harðlega fyrir yfirborðsmennsku og hættulegan málflutning.
Kjarninn 6. júní 2016
Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarsson verða ekki samflokksmenn á næsta þingi. Ekki liggur fyrir hvort Ragnheiður ætli að bjóða sig fram fyrir Viðreisn eða hvort hún ætli að hætta á þingi.
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar og fylgi Viðreisnar eykst
Sjálfstæðisflokkur og Píratar mælast með um 28 prósenta fylgi í nýrri kosningaspá. Viðreisn bætir við sig og er komin með 5,8. Formaðurinn segir þetta góðar fréttir og brátt verði listar mannaðir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er orðuð við flokkinn.
Kjarninn 6. júní 2016
Forsetinn og utanríkisstefnan
Í stjórnarskránni er einungis ein grein sem tiltekur afmarkaðan þátt utanríkismála. Hefð hefur þó verið fyrir því að ríkisstjórn móti og fari með utanríkismálastefnuna. Á þessu hefur orðið breyting á með setu Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli.
Kjarninn 6. júní 2016
Frá fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í maí 2016. Sá fundur var stór liður í undirbúningi fyrir hinn mikilvæga leiðtogafund í Varsjá sem fram fer í sumar.
Rússar – Ógnin úr austri
NATO þarf að vera við öllu búið vegna mögulegra hernaðaraðgerða Rússa. Svo er ekki í dag. Nýleg skáldsaga eftir fyrrverandi næstæðsta yfirmann herafla NATO er talin sýna hvað geti gerst á mjög skömmum tíma ef rússneski björninn fer að breiða úr sér.
Kjarninn 5. júní 2016
Sagan um Fönix-liðið, Skepnuna og sturluðu stuðningsmennina
Árið 1988 vann Wimbledon F.C. FA-bikarinn. Fjórtán árum síðar var ákveðið að flytja félagið til Milton Keynes. Nýtt félag, AFC Wimbledon, var stofnað og fjórtán árum síðar komst það í þriðju efstu deild.
Kjarninn 5. júní 2016
Topp 10 ógleymanleg atvik á EM
Kjarninn 4. júní 2016
Á þriðja tug frumvarpa urðu að lögum í síðustu þingvikunni
Skattaafslættir til erlendra sérfræðinga, auknar heimildir til að kaupa áfengi í fríhöfninni, nýtt greiðsluþátttökukerfi, hömlur á Airbnb útleigu og tæki til að stýra vaxtamunaviðskiptum. Allt eru þetta atriði í lögum sem samþykkt voru í liðinni viku.
Kjarninn 3. júní 2016
Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009.
Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn eykst nær stöðugt
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt í sig veðrið eftir uppljóstranir úr Panamaskjölunum og mælist nú með 29,1 prósent fylgi. Vinstri græn eru eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur vaxið síðastliðinn mánuð.
Kjarninn 3. júní 2016
Messi horfist í augu við alvöru lífsins
Lionel Messi og faðir hans Jorge Messi, tóku sæti fyrir framan dómara í Barcelona. Þeir eru sakaðir um stórfelld skattsvik.
Kjarninn 2. júní 2016
Tíu staðreyndir um efnahagshorfur
Hvert stefnir Ísland? Kjarninn rýndi í nýja hagspá Hagstofu Íslands og tók saman tíu staðreyndir um efnahagshorfur hér á landi.
Kjarninn 2. júní 2016
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland í sjónvarpsávarpi 6. október 2008. Það ávarp markaði upphaf bankahrunsins.
Ríkið græddi 286 milljarða króna á bankahruninu
Fall viðskiptabankanna haustið 2008 kostaði íslenska ríkið mörg hundruð milljarða króna. Ný skýrsla metur hreinan ábata ríkisins af bankahruninu á 286 milljarða á verðlagi hvers árs en 76 milljarða á verðlagi ársins 2015.
Kjarninn 2. júní 2016
Bráðabirgðaklósett fyrir sumarið slegin út af borðinu
Ekki þótti fýsilegt að koma upp bráðabirgðasalernum á fjölsóttum ferðamannastöðum í sumar. Meðal annars er ástæðan sú að það er ekki tími til þess.
Kjarninn 2. júní 2016