Níu þingmenn ætla að hætta
Níu sitjandi þingmenn, þar af einn ráðherra, nefndarformaður og forseti Alþingis, ætla að hætta á þingi eftir núverandi kjörtímabil. Tveir öflugir Framsóknarmenn úr Reykjavíkurkjördæmi norður ætla segja skilið við Alþingi.
Kjarninn 2. júní 2016
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Verstu mistök Obama voru í Líbíu
Stríðið í Sýrlandi, Írak, Afganistan og í Líbýa má rekja til margra ólíkra þátta, sem erfitt er að greina til fulls. Barack Obama segir að Bandaríkin og bandalagsþjóðir hafi gert mikil mistök eftir hernaðaraðgerðir í Líbýu 2011.
Kjarninn 1. júní 2016
Samfylkingin fær nýjan formann á föstudag. Mjótt virðist vera á munum milli Oddnýjar Harðardóttur og Magnúsar Orra Schram, ef marka má fjölda stuðningsmanna.
Þungavigtarfólkið skiptist á milli Magnúsar og Oddnýjar
Enginn núverandi þingmaður eða borgarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur lýst yfir stuðningi við framboð Helga Hjörvar, þingflokksformanns. Árni Páll Árnason ætlar ekki að lýsa opinberlega yfir stuðningi við neinn frambjóðanda.
Kjarninn 1. júní 2016
365 greiddi 372 milljóna skattaskuld en færði hana sem kröfu
365 miðlar högnuðust um milljarð fyrir fjármagnskostnað, skatta og afskriftir í fyrra. Skuldir fyrirtækisins hækkuðu upp í tíu milljarða króna og greidd skattaskuld var færð sem krafa í efnahagsreikningi.
Kjarninn 1. júní 2016
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir helgi.
Nýtt námslánakerfi fjármagnað að mestu með vöxtum
Samkvæmt nýju frumvarpi fá íslenskir námsmenn í fyrsta sinn beina styrki sem dreifast jafnt á alla. Á móti verða settar hömlur á lántöku og vextir hækkaðir. Tilgangurinn er að ná fram milljarðaaukningu á þjóðarframleiðslu.
Kjarninn 31. maí 2016
Bertel Haarder, menningarmálaráðherra Danmerkur.
Vilja kínverska sendiherrann á teppið
Kjarninn 30. maí 2016
Árið 2013 uppgötvaði nefnd, sem fer með eftirlit háskólanáms, að 19 manns með fölsuð prófskírteini höfðu sótt um skólavist í dönskum háskólum.
Ungmenni ákærð vegna falsaðra skírteina
Kjarninn 29. maí 2016
Biskupi Íslands finnst óeðlilegt ef næsti forseti stendur utan þjóðkirkjunnar.
Tveir frambjóðendur utan þjóðkirkjunnar
Guðni Th. Jóhannesson og Ástþór Magnússon eru ekki í þjóðkirkjunni. Báðir eru þó trúaðir. Ástþór skipti um trúfélag þegar hann giftist og Guðni hætti í kaþólsku kirkjunni eftir viðbrögð hennar við kynferðisbrotum. Biskup vill hafa forseta í þjóðkirkjunni.
Kjarninn 29. maí 2016
Guðmundur Ari, Oddný, Helgi og Magnús hafa undanfarið ferðast saman um landið og kynnt sig fyrir flokksmönnum.
Fólkið sem ætlar að bjarga Samfylkingunni
Formannsefni Samfylkingarinnar eru öll með sínar leiðir til að bjarga flokknum. Meðal þeirra er útilokun á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, skattkerfisbreytingar, breyting á nafni flokksins og aukin völd til flokksmanna.
Kjarninn 28. maí 2016
Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem forsætisráðherra af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni 7. apríl.
Fylgi Framsóknarflokks ekki minna á árinu
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis samkvæmt nýjustu kosningaspá. Allir flokkar tapa fylgi eða standa í stað utan Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.
Kjarninn 28. maí 2016
Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson sögðu strax að kjörtímabilið yrði stytt um eitt þing. Þeir eru enn á því.
Engin eining um kosningar í haust
Margir þingmenn Framsóknarflokksins hefðu viljað og vilja enn að kosið verði á næsta ári. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja það hafa verið óþarft að flýta kosningum.
Kjarninn 27. maí 2016
Afleiðingar einkavæðingarinnar
Allt stefnir í að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum verði rannsökuð af sérstakri rannsóknarnefnd. Í þrettán ár hefur aðild bankans verið tortryggð og hann sagður leppur í fléttu. Nú mun sannleikurinn koma í ljós.
Kjarninn 26. maí 2016
Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Halla Tómasdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Davíð Oddson og Andri Snær Magnason mættu í HR í dag.
Forsetaframbjóðendur mætast í HR
Sjö forsetaframbjóðendur mættu til hádegisfundar í Háskólanum í Reykjavík í dag til að ræða stjórnarskrármál. Hver lýsti sinni skoðun á málinu og Kjarninn var á staðnum.
Kjarninn 26. maí 2016
Aukin verðbólga í kortunum samkvæmt könnun Seðlabankans
Eftir eitt ár verður verðbólgan komin í 3,2 prósent, samkvæmt könnun Seðlabankans, sem vitnað er til í fundargerð Peningastefnu nefndar Seðlabanka Íslands.
Kjarninn 25. maí 2016
Slær Bjarna mjög illa að lífeyrissjóðir tali sig saman um að kaupa Arion banka
Mestu áhrifamenn íslensks atvinnulífs hittust á umræðufundi til að ræða stöðu samkeppninnar í endurreistu hagkerfi þar sem lífeyrissjóðir landsins eigi 45 prósent hlutabréfa og hluti í fjölmörgum fyrirtækjum sem eru í beinni samkeppni við hvort annað.
Kjarninn 25. maí 2016
Afarkostir aflandskrónueigenda sem ekki er eining um hvort standist lög
Um liðna helgi var samþykkt frumvarp til að bræða snjóhengju aflandskróna. Útboð fer fram 16. júní og aflandskrónueigendum munu bjóðast tveir vondir kostir. Taki þeir ekki tilboðum Seðlabankans fara þeir aftast í röðina út úr höftunum.
Kjarninn 25. maí 2016
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti niðurstöður ítarlegrar könnunar Gallup á stöðu leigjenda og eigenda húsnæðis í morgun.
80 prósent óánægð með húsnæðismarkaðinn
Yfir 80 prósent Íslendinga eru óánægðir með framboðið á húsnæðismarkaðnum og mikill meirihluti leigjenda segist vilja eiga eigið húsnæði. Húsnæðismálaráðherra kynnti niðurstöður ítarlegrar könnunar Gallup í morgun.
Kjarninn 25. maí 2016
Búið að samþykkja innan við helming frumvarpa
Innan við helmingur þeirra frumvarpa sem ríkisstjórnin hefur lagt fram í vetur er orðinn að lögum. Fjöldi laga frá ríkisstjórn hefur ekki verið minni síðustu tuttugu ár, en hlutfallið hefur hins vegar farið lægra.
Kjarninn 24. maí 2016
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Alþingi á að skipa rannsóknarnefnd
Umboðsmaður Alþingis er með nýjar upplýsingar um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Hann segir að Alþingi eigi að skipa rannsóknarnefnd ef vilji sé til þess að komast til botns í málinu.
Kjarninn 24. maí 2016
Sá sérstaki snýr aftur
Portúgalinn José Mourinho á ótrúlegan feril að baki sem knattspyrnustjóri. Hans bíður nú erfitt verkefni í Manchester.
Kjarninn 23. maí 2016
Björn Ingi Hrafnsson.
Félög Björns Inga komin með 71 prósent hlut í útgáfufélagi DV
Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Guðnason eru ekki lengur skráðir eigendur í útgáfufélagi DV. Sá hlutur sem áður var skráður á þá er nú í eigu félags Björns Inga Hrafnssonar. Viðurlögum vegna rangra upplýsinga um eigendur hefur aldrei verið beitt.
Kjarninn 23. maí 2016
Háskólastúdínan sem varð ein afkastamesta leyniskytta Rauða hersins
Ómar Þorgeirsson, sagn- og markaðsfræðingur búsettur í Moskvu, kynnti sér sögu leyniskyttunnar goðsagnakenndu - sem þekkt var undir viðurnefninu „Lafði Dauði“.
Kjarninn 22. maí 2016
Negri, Rasmus Klumpur og Sven Hazel
Kjarninn 22. maí 2016
Er austurhluti Úkraínu að týnast?
Kjarninn 21. maí 2016
Búið er að setja faðmlagareglur í dönskum skóla, því faðmlög nemenda þóttu komin út í öfgar.
Danskur skóli hefur sett faðmlagareglur
Kjarninn 21. maí 2016
Alþingi hefur nú tuttugu almenna þingfundardaga til stefnu til að samþykkja 49 stjórnarfrumvörp sem bíða afgreiðslu.
Stóru málin bíða og þingklukkan tifar
49 stjórnarfrumvörp bíða samþykktar á Alþingi, en 14 eru enn ekki komin inn til þingsins. Búið er að samþykkja 36 stjórnarfrumvörp á núverandi þingi. Ólöf Nordal hefur lagt fram flest mál. Ekkert bólar á dagsetningu fyrir kosningar.
Kjarninn 20. maí 2016
 Milo Dukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, við undirritunina í dag.
Svartfjallaland skrifar undir aðild að NATO - Áhyggjur af Rússum fyrirferðamiklar
Nú stendur yfir tveggja daga fundur utanríkisráðherra NATO-ríkjanna. Skrifað var undir aðildarsamning Svartfjallalands að bandalaginu í dag. Á fundinum verður einnig rætt um samskipti við Rússa, stöðuna í Afganistan og samvinnu við ESB.
Kjarninn 19. maí 2016
Hannes eyddi Pace-peningunum í sig og nána tengslamenn
Hannes Þór Smárason átti panamska félagið Pace, sem fékk þrjá milljarða króna frá Fons árið 2007. Hann eyddi peningunum mestmegnis í eigin þágu og í þágu „náinna tengslamanna“. Fordæmi úr hæstaréttardómum komu í veg fyrir að ákært yrði í málinu.
Kjarninn 18. maí 2016
Norræn gildi í öndvegi í Hvíta húsinu
Barack Obama tók höfðinglega á móti ráðamönnum Norðurlandanna á dögunum.
Kjarninn 18. maí 2016
Bakkavararbræður áttu sex félög á Bresku Jómfrúareyjunum
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir áttu að minnsta kosti sex félög á Tortóla. Eitt félaganna lýsti kröfu í bú Kaupþings. Erlent félag þeirra fékk greitt um níu milljarða í arð á árunum 2005-2007.
Kjarninn 17. maí 2016
Stjórnmálaflokkur í dauðateygjunum leitar að sökudólgi
Færri virðast ætla að kjósa Samfylkinguna en eru skráðir í flokkinn. Raunverulegar líkur eru á því að Samfylkingin nái ekki inn manni í næstu kosningum. Og fáir flokksmenn virðast vera að horfa inn á við í leit að skýringu á stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2016
„Ég þarf ekki alltaf að vera fyndinn“
Woody Allen er heiðurgestur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og frumsýnir þar nýja mynd. En bréf sonar hans Ronan, þar sem hann ásakar föður sinn á ný um kynferðisbrot gagnvart systur sinni þegar hún var barnung, hefur skapað afar sérkennilegt andrúmsloft.
Kjarninn 15. maí 2016
Danskir stjórnmálamenn æfir vegna Levakovic-dómsins
Danskir stjórmálamenn eru æfir vegna Hæstaréttardóms yfir sígaunahöfðingjanum Gimi Levakovic, sem hefur lifað á “danska kerfinu” áratugum saman
Kjarninn 15. maí 2016
Hinir raunverulegu krúnuleikar
Game of Thrones sjónvarpsþáttaseríurnar byggja á sögulegum bakgrunni. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér sögulegu þræði þessara mögnuðu þátta.
Kjarninn 14. maí 2016
Hagar þurfa ekki lengur að greiða niður skuldir
Á fimm árum hafa vaxtaberandi skuldir Haga farið úr 8,4 milljörðum í 700 milljónir. Eiginfjárstaða félagsins hefur batnað um tíu milljarða króna þrátt fyrir arðgreiðslur. Og verð á bréfum félagsins hefur nær fjórfaldast frá skráningu.
Kjarninn 14. maí 2016
Glataði snillingurinn
Hann var ljúflingur sem samdi ljóð, spilaði á gítar við verslanamiðstöðvar í Manchester og tætti í sig varnir andstæðingana á vellinum. Ryan Giggs segir hann hafa verið ótrúlegan leikmann. Adrian Doherty lést 27 ára gamall.
Kjarninn 12. maí 2016
Nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, var að finna í Panamaskjölunum. Umfjöllun um gögnin virðist hafa sett fylgi stjórnmálaflokka á fleygiferð.
Fylgið fór á flakk eftir Kastljósþáttinn
Píratar og Sjáflstæðisflokkur eru orðnir nær jafn stórir samkvæmt kosningaspánni. Fylgi stjórnmálaflokka fór á flakk strax eftir fyrstu umfjöllun um Panamaskjölin í Kastljósi 3. apríl.
Kjarninn 12. maí 2016
Tíu staðreyndir um íbúa Íslands
Kjarninn 11. maí 2016
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Wintris skilaði ekki CFC-framtali
Aflandsfélag sem var í eigu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, og er í eigu eiginkonu hans, skilaði ekki svokölluðu CFC-framtali líkt og aflandsfélög eiga að gera. Átta vikur eru síðan að Kjarninn spurði fyrst um CFC-skil félagsins.
Kjarninn 11. maí 2016
Hin útvöldu innan við tíu prósent umsækjenda
Samtals sóttu 221 einstaklingar eftir því að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins þegar Bankasýslan auglýsti eftir því. Búið var að tilnefna átján einstaklinga í framboð til stjórnar- og bankaráðsstarfa stuttu eftir að frestur rann út.
Kjarninn 11. maí 2016
Beyoncé breytir heiminum
Kjarninn 10. maí 2016
Helmingur kjósenda Ólafs setti Guðna í annað sætið
Þrátt fyrir að nýjasta könnun MMR sé að einhverju leyti úreld er hún mjög athyglisverð. Til dæmis sagðist helmingur kjósenda Ólafs Ragnars Grímssonar líklega kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef forsetinn væri ekki í framboði.
Kjarninn 9. maí 2016
Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti fyrir þremur vikum síðan að hann hafði skipt um skoðun og ætli að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann hefur nú hætt við að skipa um skoðun, en fjöldi frambjóðenda hefur dregið sig í hlé í millitíðinni í ljósi framboðsins.
Þriggja vikna framboð forsetans
Fimm forsetaframbjóðendur drógu framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. Sex aðrir komu undan feldi á sama og ákváðu að gefa ekki kost á sér. Framboð Ólafs Ragnars stóð yfir í nákvæmlega þrjár vikur.
Kjarninn 9. maí 2016
Trump einu skrefi frá Hvíta húsinu
Það er raunveruleg ástæða að hafa áhyggjur af því að Trump gæti orðið forseti þó flest bendi til þess að Hillary Clinton muni hafa sigur úr bítum í nóvember.
Kjarninn 8. maí 2016
Klúðrið mikla, Kossabrúin í Kaupmannahöfn
Kjarninn 8. maí 2016
Justin Timberlake kom til Íslands árið 2014.
Topp 10 - Tónleikar á Íslandi
Kjarninn 7. maí 2016
Tíu staðreyndir um fjármálastefnu stjórnvalda
Kjarninn 6. maí 2016
26 nýir þingmenn myndu setjast á þing ef kosið yrði í dag
Gríðarleg breyting verður á þingmannaliði þjóðarinnar ef niðurstöður næstu kosninga verða í takti við það sem kannanir sýna. Alls munu að minnsta kosti fjórir af hverjum tíu þingmönnum ýmist ekki ná endurkjöri eða hætta þingmennsku að eigin frumkvæði.
Kjarninn 6. maí 2016
Fjárfestar ættu að hugsa sér til hreyfings
Mikil tækifæri gætu falist í vexti fyrirtækja sem framleiða útvistar- og íþróttafatnað á næstu árum, segja sérfræðingar Morgan Stanley.
Kjarninn 5. maí 2016
Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson, Halla Tómasdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa mælst með mest fylgi í könnunum undanfarið.
Sagnfræðingur, stjórnmálamaður, rekstrarhagfræðingur og rithöfundur
Að öllum líkindum munu fjórir frambjóðendur berjast um Bessastaði. Stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar, sagnfræðingurinn Guðni Th., rithöfundurinn Andri Snær og rekstrarhagfræðingurinn Halla mælast með mest fylgi. Guðni tilkynnir framboð sitt í dag.
Kjarninn 5. maí 2016