Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Trump hættir við heimsókn vegna þess að kaup á Grænlandi verða ekki rædd
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hætt við heimsókn til Danmerkur í þarnæstu viku vegna þess að forsætisráðherra Danmerkur neitar að ræða um að selja Grænland til Bandaríkjanna.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og hópur norænna forstjóra.
Norrænt samstarf til að sporna gegn loftslagsbreytingum
Forsætisráðherrar Norðurlanda ásamt leiðtogum Álandseyja og Grænlands og forstjórum fjórtán norrænna fyrirtækja undirrituðu yfirlýsingu um samstarf um loftlagsmál í Hörpu í dag.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Snorri Rafnsson
Fimm áhrifavaldar með undir 200 þúsund á mánuði
Samkvæmt Tekjublaðinu eru 21 af helstu áhrifavöldum landsins með undir 450 þúsund krónum á mánuði í tekjur og eru fimm með undir 200 þúsund krónum. Tekjuhæstur er Snorri Rafnsson.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Íslandspóstur segir upp 43 starfsmönnum
Íslandspóstur tilkynnti í dag um hópuppsögn 43 starfsmanna. Um er að ræða 12 prósent fækkun í stöðugildum fyrirtækisins en uppsagnirnar eru fyrst og fremst á meðal millistjórnenda, á skrifstofu og í póstmiðstöð.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Átta konur á meðal 100 launahæstu forstjóra
Einungis ein kona nær inn á topp tíu yfir launahæstu forstjóra landsins og allir forstjórar sem voru með yfir átta milljónir króna á mánuði eru karlar.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Enn lítil umræða um kynbundna áreitni á vinnustöðum
Afar fátítt er að fólk leiti til sinna stéttarfélaga vegna kynferðislegrar eða kynbundinnar áreitni.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Flestir sem nota Íslendingabók á aldrinum 21 til 30 ára
Samkvæmt Íslendingabók hefur sú kenning verið uppi að áhugi ungs fólks sé vegna þess að það sé í makaleit og þess vegna að skoða fjölskylduhagi hvers annars.
Kjarninn 16. ágúst 2019
Eiríkur Jónsson
Eiríkur Jónsson skipaður nýr landsréttardómari
Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands verður skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi.
Kjarninn 16. ágúst 2019
WOW air átti þrjár milljónir á reikningnum þegar það fór í þrot
Undir eitt prósent af 151 milljarða kröfum í bú WOW air munu fást greiddar miðað við eignarstöðu. Riftunarmál hafa verið höfðuð og verið er að skoða hvort löglegt hafi verið að WOW air greiddi húsaleigu fyrir Skúla Mogensen í London fyrir 37 milljónir.
Kjarninn 16. ágúst 2019
Jákvæð viðbrögð við aðgerðunum sem miða að fjölgun kennara
Einn liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að fjölga kennurum er að frá og með þessu hausti býðst nemendum á lokaári í meistaranámi til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám.
Kjarninn 16. ágúst 2019
Ari Trausti
„Kunna stjórnmálamenn ekki grunnreglur formlegra samskipta milli þjóðríkja?“
Þingmaður Vinstri grænna veltir því fyrir sér hvar draga eigi mörkin þegar um heimsókn erlendra erindreka er að ræða.
Kjarninn 16. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump sagður vilja kaupa Grænland
Heimildarmenn the Wall Street Journal halda því fram að Trump hafi mikinn áhuga á því að kaupa Grænland. Hann hafi til að mynda leitað til ráðgjafa sinna til að athuga hvort kaupin séu möguleg.
Kjarninn 16. ágúst 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í viðtali við RÚV.
Í undirbúningi að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði
Mennta- og menningarmálaráðherra skoðar leiðir til að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Nýr þjónustusamningur við RÚV tekur gildi um áramót og mælt verður fyrir frumvarpi um styrki til einkarekinna fjölmiðla í haust.
Kjarninn 16. ágúst 2019
HB Grandi er á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
Samþykkt að kaupa eignir af stærsta eiganda HB Granda á 4,4 milljarða
Útgerðarfélag Reykjavíkur fær fulla greiðslu fyrir eignir sem það selur HB Granda en lofar að endurgreiða hana að hluta ef rekstraráætlanir standast ekki. Samþykkt að breyta nafni HB Granda í Brim.
Kjarninn 15. ágúst 2019
Kínverskt herlið flykkist að landamærum Hong Kong
Fjöldi hermanna hefur safnast saman í Shenzhen, borg sem liggur að landamærum Hong Kong. Brynvarðir bílar og hertrukkar eru einnig til reiðu búnir. Gervihnattarmyndir sýna herliðið saman komið á gríðarstórum íþróttavelli í borginni.
Kjarninn 15. ágúst 2019
Þrettán sagt upp hjá Sýn – meðal annars á fréttastofu
Alls var þrettán manns sagt upp störfum hjá fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn í dag. Á meðal þeirra er dagskrárgerðarmaðurinn Hjörvar Hafliðason.
Kjarninn 15. ágúst 2019
Lífeyrissjóður verzlunarmanna vill breytingu á kaupverði á sölufélögum
Einn stærsti eigandi HB Granda vill að endanlegt kaupverð á sölufélögum sem félagið vill kaupa af Útgerðarfélagi Reykjavíkur verði tengt við afkomu næstu ára.
Kjarninn 15. ágúst 2019
Guðrún Johnsen hefur verið skipuð í stjórn lífeyrissjóðs verzlunarmanna til bráðabirgða.
VR skipar nýja stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna
Guðrún Johnsen er á meðal þeirra þriggja sem skipuð hefur verið sem aðalmaður í stjórn Lífeyrissjóð verzlunarmanna. Hún verður líklegast næsti stjórnarformaður sjóðsins.
Kjarninn 15. ágúst 2019
Lækning við Ebólu mögulega fundin
Tvær nýjar tilraunameðferðir hafa reynst afar áhrifaríkar gegn Ebólu. Um 90 prósent þeirra sjúklinga sem sýktir eru af Ebóluvírusnum og gangast undir slíka meðferð hafa læknast.
Kjarninn 15. ágúst 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi biður Guðlaug Þór um nánari útskýringar á heimsókn Pence
Formaður Samfylkingarinnar segir utanríkisráðherra hafa sleppt því að nefna að ástæða heimsóknar Mike Pence til Íslands sé landfræðilegt mikilvægi Íslands á norðurslóðum og aðgerðir NATO til að bregðast við auknum umsvifum Rússlands.
Kjarninn 15. ágúst 2019
Munu ekki geta rukkað ólöglega smálánavexti fram að lagasetningu
Ef smálánatakar leita til lögmanna Neytendasamtakanna, sem VR ætlar að borga fyrir, í stað þess að borga ólöglega vexti þá gæti það komið í veg fyrir að smálánafyrirtækið geti stundað þá starfsemi fram yfir boðaða lagasetningu um starfsemi þeirra.
Kjarninn 15. ágúst 2019
Mike Pence kemur til Íslands 4. september
Varaforseti Bandaríkjanna mun koma í opinbera heimsókn til Íslands í næsta mánuði, sem fulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann mun meðal annars ræða möguleikann á auknum viðskiptum milli Íslands og Bandaríkjanna.
Kjarninn 15. ágúst 2019
Stjórn VR samþykkti að fara í stríð við smálánafyrirtækin
Á stjórnarfundi í VR í kvöld var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að fjármagna baráttu neytenda gegn smálánafyrirtækjum og þeim sem innheimta kröfur þeirra. Lántakar verða hvattir til þess að hætta að borga af smálánum.
Kjarninn 14. ágúst 2019
Evelyn Beatríz Hernández Cruz.
Ákærð fyrir morð vegna fósturláts
Ung kona í El Salvador er ákærð fyrir morð vegna fósturláts. Mál hennar hefur varpað ljósi á ofsóknir yfirvalda El Salvador gegn konum sem missa fóstur.
Kjarninn 14. ágúst 2019
Kim Kielsen
Óróleiki í grænlenskum stjórnmálum
Sjö þingmenn grænlenska þingsins hafa krafist þess að Kim Kielsen, formaður Siumut flokksins og grænlensku landstjórnarinnar, segi af sér. Þeir segja Kielsen ekki hafa staðið við kosningaloforð sín og lýsa yfir vantrausti sínu á honum.
Kjarninn 14. ágúst 2019
Seyðisfjörður
Lengstu göng Íslandssögunnar
Jarðgöng undir Fjarðarheiði yrðu þau lengstu á Íslandi, eða 13,4 kílómetrar, ef tillögur verkefnishóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ná fram að ganga. Vaðlaheiðargöng eru þau lengstu í dag en þau eru 7,2 kílómetrar að lengd.
Kjarninn 14. ágúst 2019
Námsbrautir sem einblína á ferðaþjónustu allt of fáar
Námsbrautir hér á landi sem leggja áherslu á ferðaþjónustu eru allt of fáar og á tiltölulega einhæfum sviðum. Kallað er eftir fjölbreyttara framboði á þrepaskiptu, hagnýtu og aðgengilegu starfsnámi í ferðaþjónustu í nýrri skýrslu.
Kjarninn 14. ágúst 2019
Angela Merkel
Angela Merkel væntanleg til Íslands
Kanslari Þýskalands verður sérstakur gestur á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík sem haldinn verður í byrjun næstu viku.
Kjarninn 14. ágúst 2019
HB Grandi er eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð á markað.
Tveir stærstu sjóðirnir sem eiga í HB Granda ekki búnir að ákveða sig
LSR og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem eru stærstu hluthafar HB Granda að Útgerðarfélagi Reykjavíkur frátöldu, hafa ekki ákveðið hvort þeir samþykki kaup félagsins á eignum frá stærsta eigandanum á hluthafafundi á morgun.
Kjarninn 14. ágúst 2019