Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
15. janúar 2021
Góðborgarablindan
Auður Jónsdóttir rithöfundur segir að ef öll viðmið séu miðuð við þægilegan takt hins góðborgaralega hversdags, félagslega samheldni, yfirborðslega umræðu eða óþol gagnvart gagnrýnum greiningum, sé hætt við að blindan mylji undan okkur eitthvað dýrmætara.
15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
14. janúar 2021
Ýmsir veitingastaðir, líkt og Grandi mathöll, hafa þurft að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaraðgerða.
Fyrirtæki hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna
Hundruðir fyrirtækja hafa sótt um tekjufallsstyrki á fyrstu þremur dögunum sem opið hefur verið fyrir umsóknir. Alls er búist við að hið opinbera verji 43,3 milljörðum króna í styrki til rekstraraðila sem misst hafa tekjur tímabundið vegna faraldursins.
14. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Öfgahægrið, gyðingaandúð, Capitol Hill og Lækjartorg
14. janúar 2021
Fimmtán sóttu um stöðu orkumálastjóra
Fimmtán umsóknir bárust um starf orkumálastjóra, en Guðni A. Jóhannesson sem hefur verið orkumálastjóri frá 2008 lætur brátt af störfum. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar í stöðuna frá og með 1. maí.
14. janúar 2021
Hraðfrystihúsið Gunnvör gerir Júlíus Geirmundsson út.
Skipstjórinn játaði sök
Við þingfestingu í Héraðsdómi Vestfjarða í dag játaði skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni sök. Honum er gert að greiða sekt og missir skipstjórnarréttindi tímabundið.
14. janúar 2021
Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Stjórn Betri samgangna réði Davíð eftir að þrír umsækjendur spreyttu sig á verkefni
Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna ohf., segir að stjórn félagsins hafi tekið lokaákvörðun um að ráða Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra eftir ferli þar sem 18 manns sóttu um, sjö voru tekin í viðtöl og þrjú látin leysa verkefni.
14. janúar 2021
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Beittu fortölum, greiddu sýnatöku og á annan tug reyndist sýktur
Tekist hefur að sannfæra um 210 ferðamenn síðustu vikur um að fara í skimun í stað 2 vikna sóttkvíar. Fjölmargir hafa svo greinst með veiruna í þeim hópi. Starfsmenn í flugstöðinni hafa „margoft séð“ að þeir sem velja sóttkví ætli sér ekki að halda hana.
14. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Allt að tíu prósent farþega í einni flugvél smitaðir
Sóttvarnalæknir leggur til að allir sem hingað koma framvísi neikvæðu COVID-prófi. Þetta er enn einn valmöguleikinn sem hann setur í hendur stjórnvalda eftir að ljóst varð að lagastoð vantar til að afnema möguleikann á sóttkví í stað skimunar.
14. janúar 2021
Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála Danmerkur
Støjberg fer fyrir landsdóm
Meirihluti er nú í danska þinginu fyrir því að fyrrum ráðherra innflytjendamála landsins fari fyrir landsdóm vegna brota í embætti.
14. janúar 2021
Hvað á að gera við allt þetta fólk?
None
14. janúar 2021
Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir erum ritstjórar Heimskviða.
Heimskviður aftur á dagskrá Rásar 1
Einum og hálfum mánuði eftir að tilkynnt var um að Heimskviður, fréttaskýringaþáttur um erlend málefni, yrði ekki lengur á dagskrá Rásar 1 hefur stjórnendum RÚV snúist hugur.
14. janúar 2021
Kísilverið á Bakka hætti framleiðslu í ágúst.
Stefna á endurræsingu kísilversins í vor
Refsitollar í Bandaríkjunum og samningar við birgja eru meðal óvissuþátta sem forsvarsmenn kísilversins á Bakka standa frammi fyrir. Slökkt var á ofnum verksmiðjunnar í sumar en stefnt er að því að kynda upp í þeim á ný með vorinu.
14. janúar 2021
Fjórar konur á meðal fimm efstu í könnun Samfylkingar – Oddvita í Reykjavík hafnað
Fari uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir niðurstöðu könnunar sem gerð var á meðal félagsmanna munu konur leiða bæði Reykjavíkurkjördæmin. Ágúst Ólafur Ágústsson varð ekki á meðal fimm efstu í könnuninni.
14. janúar 2021
Enski boltinn er afar vinsælt sjónvarpsefni.
Sekt Símans fyrir brot á samkeppnissátt lækkuð úr 500 í 200 milljónir króna
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að Síminn hafi brotið gegn sátt með því að bjóða betri viðskiptakjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.
13. janúar 2021
Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump ákærður af fulltrúadeildinni í annað sinn – Sá fyrsti sem er ákærður tvisvar
Donald Trump varð í kvöld fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða tvívegis ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjanna fyrir embættisbrot. Ástæðan er hvatning hans með lygum sem leiddi til þess að æstur múgur réðst inn í þinghús Bandaríkjanna.
13. janúar 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna tilkynnir framboð og færir sig um kjördæmi
Einn mest áberandi þingmaður Pírata ætlar að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í Kraganum í næstu þingkosningum. Þrír af sex þingmönnum Pírata verða ekki í framboði. Allir sem hætta leiddu lista í síðustu kosningum.
13. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Ísland gæti gefið fátækum Evrópuþjóðum umframskammta af bóluefni
Íslensk stjórnvöld munu gefa alla umframskammta af bóluefni sem þau hafa tryggt sér gegn COVID-19 til lágtekjuþjóða. Um er að ræða bóluefni fyrir 340 til 440 þúsund einstaklinga og gæti kostnaðurinn vegna þeirra numið 0,4 til 1,6 milljarða króna.
13. janúar 2021
Kjartan Jónsson
Um kvótasetningu íslenskrar náttúru
13. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís frestar því að færa brjóstaskimanir til fimmtugs
Svandís Svavarsdóttir segir að kynna þurfi betur áform um að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameinum úr 40 árum í 50.
13. janúar 2021
Ásmundur EInar Daðason félags- og barnamálaráðherra vill verða þingmaður Reykvíkinga.
Ásmundur Einar vill verða þingmaður Reykjavíkur
Félags- og barnamálaráðherra ætlar að söðla um og gefa kost á sér til þess að leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann telur að Framsókn geti ekki orðið leiðandi afl kerfisbreytinga án fótfestu í þéttbýli.
13. janúar 2021
Viku síðar er ekki enn búið að herða aðgerðir á landamærum eins og Þórólfur taldi réttast
Sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir viku síðan að aðgerðir á landamærum yrðu hertar „eins fljótt og auðið er.“ Viku síðar er enn verið að skoða lagalegan grundvöll fyrir sumum þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir taldi brýnt að ráðast í.
13. janúar 2021
Enn er mikill þrýstingur á húsnæðismarkaði.
Fasteignamarkaður enn í fullu fjöri en toppnum mögulega náð
Enn er mikil virkni á fasteignamarkaðnum. Íbúðir seljast hratt og í auknum mæli á yfirverði, en söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað töluvert. Aftur á móti hefur útgáfa húsnæðislána minnkað nokkuð milli mánaða, þótt hún sé enn mikil.
13. janúar 2021
Bráðum innlögnum hjartasjúklinga er í dag sinnt á öðrum legudeildum spítalans og öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum á hjartadeild í dag hefur verið frestað.
Smitið á hjartadeildinni: Öll sýni neikvæð til þessa
Búið er að skima um 180 manns fyrir COVID-19 eftir að eitt smit greindist hjá sjúklingi sem hafði legið inni á hjartadeild Landspítala í gær. Yfir 130 niðurstöður hafa þegar borist og enginn hefur reynst smitaður af veirunni.
13. janúar 2021
Upprunalegu vonir heilbrigðisráðuneytisins um að bólusetja flesta fyrir marslok virðast ekki ætla að ganga upp.
Langt frá hjarðónæmi í marslok
Ekki er útlit fyrir því að hjarðónæmi náist í lok mars, líkt og stjórnvöld stefndu að í síðasta mánuði. Jafnvel þótt allir skammtarnir frá AstraZeneca fengjust á næstu vikum myndi enn vanta bóluefni fyrir 80 þúsund manns til að ná markmiðinu.
13. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag
13. janúar 2021
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þórunn Egilsdóttir fer ekki fram á ný
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi mun ekki bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Þórunn ætlar að einbeita sér að því að takast á við baráttu við krabbamein með bjartsýnina að vopni.
13. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson
Fjöldatakmarkanir hins opinbera
13. janúar 2021
Landsbankinn seldi hlut sinn í Stoðum í desember á 3,3 milljarða króna.
Stærstu eigendurnir, fyrrverandi bankastjóri og Mótás á meðal þeirra sem keyptu í Stoðum
Nokkrir fjárfestar stóðu að kaupum á 12,1 prósent hlut Landsbankans í umsvifamesta fjárfestingafélagi landsins í síðasta mánuði. Þar á meðal voru stærstu eigendur Stoða, eignarhaldsfélagið Mótás og Lárus Welding fyrrverandi bankastjóri Glitnis.
13. janúar 2021
Tugmilljörðum varið í að gera Champs-Élysées að betri stað
Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar staðfesti í viðtali sem birtist á sunnudag að hún ætlaði að standa við loforð og gera breiðstrætið Champs-Élysées grænna og mannvænlegra. Áformin eru verðmetin á tæpa 40 milljarða íslenskra króna.
12. janúar 2021
COVID-19 smit á hjartadeild Landspítalans
Sjúklingur á hjartadeild Landspítalans hefur greinst með COVID-19. Lokað hefur verið fyrir innlagnir á deildina og heimsóknum þangað frestað á meðan starfsfólk og sjúklingar hennar eru skimaðir í kvöld og á morgun.
12. janúar 2021
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Segir að Sjálf­stæðis­menn muni í „gróf­um drátt­um“ styðja fjöl­miðlafrum­varpið
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar telur það vera áhyggjuefni að einungis ein frétta­stofa sé í op­inni dag­skrá. Sjálfstæðismenn muni styðja fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra.
12. janúar 2021
Hlustað á íbúa – óbreytt skipulag í M22
12. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Matarnánd: Lífrænn, staðbundinn og menningararfsmatur
12. janúar 2021
Ólíklegt að erlendur banki hafi áhuga á að kaupa íslenskan banka
Hætt hefur verið við svokallað samhliða söluferli á Íslandsbanka vegna þess að ekki er talið að erlendir bankar hafi áhuga á að eignast hlut í honum „í núverandi umhverfi“. Þess í stað verður Íslandsbanki að óbreyttu skráður á íslenskan hlutabréfamarkað.
12. janúar 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
60 manns vilja verða næsti forsetaritari Íslands
Á meðal þeirra sem vilja verða næsti forsetaritari er fyrrverandi þingmaður, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans og upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.
12. janúar 2021
Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Ríkar heimildir til takmarkana á umferð vegna loftgæða í nýjum reglugerðardrögum
Samgönguráðuneytið er búið að skilgreina í reglugerðardrögum hvaða aðgerðum sveitarfélögum eða Vegagerðinni verður heimilt að grípa til í því skyni að takmarka bílaumferð og tryggja loftgæði, á svokölluðum gráum dögum.
12. janúar 2021
Oddagarðar við Sæmundargötu eru nú á meðal þeirra stúdentagarða þar sem fólk sem ekki er í námi getur sótt um herbergi til leigu.
Fólk sem er ekki í námi getur nú sótt um herbergi hjá Félagsstofnun stúdenta
Vegna áhrifa COVID-faraldursins á háskólakennslu eru biðlistar eftir herbergjum með sameiginlegri eldhúsaðstöðu og dvalarrýmum styttri en venjulega hjá Félagsstofnun stúdenta. Fólk sem er ekki í námi getur nú sótt um slík herbergi í fyrsta sinn.
12. janúar 2021
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, er ein af höfundum umsagnarinnar.
Segja mögulegt frumvarp vera atvinnuletjandi á tímum atvinnuleysis
Hagsmunasamtök framleiðslufyrirtækja leggjast gegn ýmsum þáttum fyrirhugaðs frumvarps atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem snýr að reglum um ríkisstyrki til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta.
12. janúar 2021