103 færslur fundust merktar „utanríkismál“

Árið þegar hugrekkið minnti á mikilvægi sitt
Utanríkisráðherra segir að á nýliðnu ári hafi Íslendingar verið minntir á fallvaltleika heimsins með óþægilegum hætti. Þótt Ísland sé friðsælasta land heims og fátt bendi til að alvarlegar ógnir steðji að öryggi þess sé værukærð ekki valkostur.
4. janúar 2023
Heimurinn versnandi fer … en það er ljós við enda ganganna
Í huga Lilju Alfreðsdóttur stendur tvennt upp úr á árinu. Annars vegar stríðið í Úkraínu og hins vegar orkukreppan sem fylgdi í kjölfarið ásamt hárri verðbólgu.
27. desember 2022
Sendiráð Íslands í Moskvu.
Sendiráð Íslands í Moskvu búið að gefa út 125 áritanir til rússneskra ferðamanna frá innrás
Frá því að rússneskur herafli réðist inn í Úkraínu í febrúar og fram í byrjun september veitti íslenska sendiráðið í Moskvu 125 rússneskum ferðamönnum skammtímaáritanir inn á Schengen-svæðið. Það er einungis brot af fjöldanum sem fékk áritanir árið 2019.
17. september 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
27. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Rúm 72 prósent væntra kjósenda VG jákvæð í garð aðildar Íslands að NATO
Jákvæðni í garð aðildar að Atlantshafsbandalaginu er nú minni hjá kjósendahópum Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins en á meðal væntra kjósenda VG, samkvæmt nýrri könnun frá Maskínu.
10. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Vinstri græn styðja stækkun NATO í fyrsta sinn
Utanríkismálanefnd, undir forystu Vinstri grænna, leggur til að tillaga um aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verði samþykkt. Þetta er í fyrsta sinn sem Vinstri græn styðja við stækkun NATO.
4. júní 2022
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
24. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
16. maí 2022
Frá einum af fjölmörgum neyðarfundum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem haldnir hafa verið eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar. Allsherjarþingið samþykkti nýverið breytingartillögu á beitingu neitunarvalds fastaríkjanna fimm í öryggisráðinu.
„Aldrei hugsunin að neitunarvaldinu yrði beitt með þessum hætti“
Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir beitingu Rússa á neitunarvaldi eftir að stríðið í Úkraínu hófst skólabókardæmi um mikilvægi þess að breyta öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Breytingin sem samþykkt var nýverið muni þó duga skammt.
9. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín styður stækkun NATO – Í fyrsta sinn sem formaður VG gerir það
Forsætisráðherra segir að ekki sé um stefnubreytingu að ræða hjá Vinstri grænum með stuðningi íslenskra stjórnvalda við aðildarumsókn Svía og Finna í NATO. Hún muni sjálf styðja við þær ákvarðanir sem Finnland og Svíþjóð munu taka.
6. maí 2022
Volodímír Zel­en­skí forseti Úkraínu ávarpaði Dani í gær.
Zel­en­skí mun ávarpa alþingismenn og íslensku þjóðina
Forseti Úkraínu mun ávarpa þingmenn og Íslendinga við sérstaka athöfn á morgun í gegnum fjarfundabúnað en þetta verður í fyrsta skiptið sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.
5. maí 2022
Jóhann Friðrik Friðriksson
Kallar stríð í Úkraínu á aðild Íslands að Evrópusambandinu út frá varnarhagsmunum?
29. apríl 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
1. desember 2021
Jeffrey Ross Gunter hvarf á brott frá Íslandi í upphafi þessa árs. Ekki hefur heyrst að hans sé sárt saknað.
Fimm molar um afspyrnuslakan fulltrúa Bandaríkjanna á Íslandi
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti sendi svo sannarlega ekki sinn besta mann til Íslands, er hann ákvað að tilnefna húðlækninn Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra.
13. nóvember 2021
Jeffrey Ross Gunter fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fær vægast sagt slæma umsögn frá fyrrverandi undirmönnum sínum í bandaríska sendiráðinu í skýrslu innra eftirlits utanríkisþjónustu landsins.
Þrúgandi starfsumhverfi, versnandi tengsl og ekki greitt í samræmi við kjarasamninga
Algengt var að starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Íslandi eyddu klukkustundum af vinnudeginum í að hjálpa fyrrverandi sendiherra að semja eina færslu á samfélagsmiðla, samkvæmt innra eftirliti bandarísku utanríkisþjónustunnar.
9. nóvember 2021
Ráðamönnum gengið erfiðlega að finna nýja bandamenn eftir að þeir gömlu hurfu á braut
Staða Íslands hefur gjörbreyst í alþjóðasamhengi, að því er fram kemur í Völundarhúsi utanríkismála, og segja má að ráðamönnum hafi gengið erfiðlega að finna nýja bandamenn eftir að þeir gömlu hurfu á braut eða að endurnýja tengslin við þá gömlu.
7. október 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 6: Tækifæri og áskoranir við mótun framtíðarutanríkisstefnu Íslands
7. október 2021
Ísland nýtir sér stórveldakapphlaup Kína og Bandaríkjanna
Grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing hefur átt sér stað hjá íslenskum stjórnvöldum gagn­vart Kína, að því er fram kemur í nýrri rannsókn um samskipti Íslands og Kína sem kynnt verður á morgun í Þjóðminjasafninu.
30. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 5: Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
30. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
23. september 2021
Unnur Orradóttir Remette fyrrverandi sendiherra í Úganda og Netumbo Nandi-Ndaitwah ráðherra alþjóðasamstarfs í Namibíu.
Framsalsmál rædd af sendiherra Íslands við ráðherra í Namibíu í febrúar 2020
Samkvæmt namibíska dómsmálaráðuneytinu var möguleikinn, eða öllu heldur ómöguleikinn, á framsali Íslendinga til Namibíu til umræðu á fundi sendiherra Íslands í Úganda og namibísks ráðherra, sem fram fór í febrúar árið 2020.
21. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
16. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
16. september 2021
Ákveðin hætta á frændhygli eða fyrirgreiðslu í litlum stjórnsýslum hjá smáríkjum
Í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands kemur fram að dregið hafi úr fyrirgreiðslu innan íslensku stjórnsýslunnar vegna þess að vinnubrögð hennar séu í meira mæli farin að taka mið af stjórnsýsluháttum á hinum Norðurlöndunum.
9. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 2: Norðurlöndin gegna veigamiklu hlutverki við stjórn Íslands
9. september 2021
Baldur Þórhallsson
„Ísland brást of seint við ákalli Afgana um aðstoð“
Baldur Þórhallsson, Silja Bára Ómarsdóttir og Karl Blöndal ræddu utanríkismál í nýjum hlaðvarpsþætti Kjarnans. Þau telja meðal annars að íslensk stjórnvöld þurfi að ígrunda betur hverju þau vilji ná fram með utanríkisstefnu sinni.
31. ágúst 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 1: Er utanríkisstefna Íslands ómarkviss?
31. ágúst 2021
Margir Afganir hafa gert tilraunir að flýja land eftir að Talíbanar hrifsuðu til sín völdin þar í landi.
Vilja að íslensk stjórnvöld bjóði einstaklingum frá Afganistan alþjóðlega vernd
Þrjátíu og einn Íslendingur sem starfað hefur með NATO og öðrum alþjóðlegum stofnunum í Afganistan krefst þess að íslensk stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða vegna ástandsins þar í landi.
17. ágúst 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Uppstokkun á sex sendiskrifstofum utanríkisþjónustunnar
Utanríkisráðherra hefur skipað nýja sendiherra í Peking, Ottawa og Nýju Delhi, auk nýs aðalræðismanns í New York og fastafulltrúa í Vín og Róm.
13. júlí 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Hvar eru tækifærin?
15. júní 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson.
Gagnrýna Katrínu og VG fyrir NATO-fund: Andstaðan kannski fyrst og fremst táknræn?
Formaður Eflingar og þingmaður Samfylkingarinnar beina athygli sinni að nýyfirstöðnum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins og gagnrýna formann VG fyrir orð hennar í fjölmiðlum eftir fundinn.
15. júní 2021
Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um brotthvarf Örnu frá kýpverskum stjórnvöldum þann 2. júní.
Lögmaður Samherja ekki lengur kjörræðismaður Kýpur á Íslandi
Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um það 2. júní að Arna B. McClure, lögmaður Samherja til margra ára, hefði látið af störfum sem kjörræðismaður Kýpur á Íslandi.
9. júní 2021
Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins í maí ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurskautaráðsins .
Utanríkisráðherrar stórveldanna verða í vinnusóttkví á Íslandi
Það verða strangar sóttvarnareglur á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Allur fundurinn fer fram í vinnusóttkví. Utanríkisráðuneytið segir ekki hafa komið til greina að halda bara fjarfund. Persónulegir fundir skipti máli.
28. apríl 2021
Kínverski fáninn á húni fyrir utan sendiráð ríkisins í Reykjavík.
Kína krefst þess að Ísland skipti sér ekki af innanríkismálum
Sendiráð Kína á Íslandi segir í yfirlýsingu að boðuð þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum vegna stöðu minnihlutahóps úígúr-múslima í landinu sé ástæða þess að íslenskur maður sé kominn á svartan lista kínverskra stjórnvalda, fyrir skrif í Morgunblaðið.
16. apríl 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Nýjar reglur ESB muni ekki hafa áhrif á Ísland
Stjórnvöld segja forsætisráðherra hafa fengið „skýr skilaboð“ í dag frá forseta framkvæmdastjórnar ESB um að nýjar reglur ESB um útflutningshömlur á bóluefnum muni ekki hafa áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands.
24. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Þjóðríkið og hnattvæðingin
6. febrúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
24. janúar 2021
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu. Þangað mun ólíklega nokkur Íslendingur fást framseldur í bráð.
Laganna armur langur þó Íslendingar fáist ekki framseldir
Sagt hefur verið frá vilja namibískra yfirvalda til að fá íslenska borgara framselda vegna Samherjamálsins undanfarna daga. Íslendingar verða þó ólíklega framseldir til Namibíu.
9. desember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
29. nóvember 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Sendiherra segir Guðlaug Þór vega að starfsheiðri embættismanna í eigin ráðuneyti
Stefán Skjaldarson sendiherra fer hörðum orðum um frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framferði ráðherrans sjálfs í umræðum um málið. Segir hann ráðherra gera embættismönnum upp pólitískar skoðanir.
11. nóvember 2020
Frá fundi Norðurlandaráðsins í fyrra
Aukið samstarf norrænu ríkjanna í öryggis- og utanríkismálum
Loftslagsmál, netárásir og dvínandi fjölþjóðahyggja eru helstu ógnirnar sem standa frammi fyrir Norðurlöndunum, samkvæmt nýrri skýrslu Björns Bjarnasonar um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Ísland getur lagt sitt af mörkum á þessu sviði.
4. október 2020
Martin Eyjólfsson tekur við stöðu ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis
Martin Eyjólfsson, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tekur við stöðu ráðuneytisstjóra þann 1. september næstkomandi. Núverandi ráðuneytisstjóri, Sturla Sigurjónsson, verður sendiherra í Lundúnum.
25. ágúst 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Telur rétt að skoða hvort stofna eigi vettvang til að vakta íslenskar kosningar
Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er ekki kunnugt um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á íslenskar kosningar með beinum hætti, en telur að rétt sé að skoða hvort stofna eigi vettvang til að vakta kosningar hér á landi.
17. ágúst 2020
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Bjóða Færeyingum að opna ræðismannsskrifstofu í Washington
Áhugi Donalds Trump á því að kaupa Grænland var ekki til umræðu á fundi Mike Pompeo í Danmörku fyrr í vikunni. Hins vegar lagði utanríkisráðherrann áherslu á að styrkja tengslin milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands.
24. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
6. júlí 2020
Rósa B. Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson, Silja D. Gunnarsdóttir og Smári McCarthy
Yfirlýsing vegna yfirtöku Ísraels á Vesturbakkanum
25. júní 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Ísland veitir 276 milljónum til alþjóðasamvinnu vegna COVID-19
Samkvæmt áætlun sem alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur unnið verður 276 milljónum veitt til alþjóðastofnana, mannúðarsamtaka og þróunarverkefna í fyrstu viðbrögðum Íslands við COVID-19 faraldrinum.
6. maí 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni: Blessunarlega er vandi Íslendinga ekki eins ærinn og við blasti fyrir áttatíu árum
Forseti Íslands sendir öllu starfsliði utanríkisþjónustu Íslands heillaóskir og þakkir fyrir farsæl störf og giftudrjúg í áranna rás. Utanríkisþjónustan er áttatíu ára í dag.
10. apríl 2020
Það er lítið um að vera á Keflavíkurflugvelli þessa dagana.
Flugferðum til og frá landinu fer fækkandi og framhaldið er óljóst
Ákvarðanir um flugáætlun Icelandair eru teknar dag frá degi og ekki er hægt að segja til um það í dag hvaða flug verða flogin næstu daga. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar verður einungis flogið þaðan til London og Boston á morgun.
25. mars 2020
Sendiráð Íslands í Washington
Konur í meirihluta forstöðumanna sendiskrifstofa Íslands í fyrsta sinn
Konur eru nú meirihluti forstöðumannanna ef litið er til tvíhliða sendiráðanna en það hefur aldrei gerst áður.
1. ágúst 2019
Stoltenberg: Ísland hefur mikilvægu hlutverki að gegna innan NATO
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Ísland hafa mikilvægu hlutverki að gegna innan bandalagsins. Nýjar ógnir kalli á samvinnu allra bandalagsríkja.
12. júní 2019
Mótmæli í Kína árið 1989
Ráðherra ræddi við kínverskan embættismann um voðaverkin 1989
Bæði Ísland og Kína eiga sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
5. júní 2019
Andrés Pétursson
Talnaleikfimi utanríkisráðherra!
9. febrúar 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkismálaráðherra.
Segir utanríkisráðherra ekki hafa haft samráð við utanríkismálanefnd
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir utanríkisráðherra ekkert samráð hafa haft við utanríkismálanefnd áður en hann tilkynnti opinberlega um stuðning Íslands við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela.
5. febrúar 2019
Segir Ísland einungis taka upp 13,4 prósent gerða frá ESB
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mörgum mýtum vera haldið á lofti um EES-samninginn í annarlegum tilgangi.
27. janúar 2019
Oft verið að ræða allt aðra hluti en þriðja orkupakkann
Guðlaugur Þór Þórðarson telur það afskaplega óskynsamlegt ef Ísland myndi ganga út úr samstarfinu um EES-samninginn. Hann segir að útsendarar frá norska Miðflokknum, sem hafi þá stefnu að ganga út úr EES, séu eins og gráir kettir á Íslandi.
23. janúar 2019
Andrés Ingi Jónsson
Herinn sem læddist aftur til Íslands
16. nóvember 2018
Geir H. Haarde
Geir H. Haarde hættir sem sendiherra í Bandaríkjunum
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra í Bandaríkjunum, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni 1. júlí næstkomandi og tekur sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans.
5. október 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Pútin 3 - Trump 0
25. júlí 2018
Brynjar kannast ekkert við rasisma hjá Piu
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir Danska þjóðarflokkinn dæmigerðann félagshyggjuflokk sem setji velferðarmál í forgang, einkum málefni aldraðra og öryrkja. Barnalegir vinstri menn hafi útmálað Piu Kjærsgaard sem útlendingahatara.
24. júlí 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Glansfundur í Helsinki?
16. júlí 2018
Frá höfuðstöðvum NATO í Brussel.
Tíu staðreyndir um NATO
Mikið gekk á á leiðtogafundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins fyrr í vikunni. Í ljósi þess tók Kjarninn saman nokkrar staðreyndir um bandalagið og stöðu Íslands innan þess.
14. júlí 2018
Utanríkisráðherra var viðstaddur kosninguna í mannréttindaráðið.
Ísland kjörið í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna
Ísland var í dag kjörið í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna með 172 af 178 greiddum atkvæðum í kosningum sem fóru fram í allsherjarþingi SÞ í New York.
13. júlí 2018
Katrín með Trump og May á forsíðu New York Times
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands prýðir forsíðu prentútgáfu bandaríska blaðsins The New York Times í dag, ásamt Donald Trump Bandaríkjaforseta og Theresu May forsætisráðherra Bretlands. Svipurinn á Katrínu nokkuð óræður.
13. júlí 2018
Jón Steindór Valdimarsson
Vinir og bandamenn
12. júlí 2018
Kennedy er næst lengst til vinstri í fremri röð.
Trump tilnefnir nýjan Hæstaréttardómara í nótt - Færist dómstóllinn lengra til hægri?
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnir tilnefningu sína til embættis Hæstaréttardómara í kvöld. Skipunin gæti breytt bandarísku samfélagi á ýmsa vegu þar sem fráfarandi dómari var oft úrslitaatkvæði í stórum málum og hneigðist bæði til hægri og vinstri.
9. júlí 2018
Brexit mestu vandræði sem breskir stjórnmálamenn hafa lent í lengi
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að Brexit sé að reynast Theresu May forsætisráðherra Bretlands gríðarlega erfitt, eftir afsagnir þriggja ráðherra í ríkisstjórn hennar síðasta sólarhringinn.
9. júlí 2018
Boris Johnson segir af sér embætti
Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands hefur sagt af sér embætti. Johnson er þriðji ráðherrann í ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra á sólarhring sem segir af sér.
9. júlí 2018
Smári McCarthy
Velmegun í fríverslun
6. júlí 2018
Að verja mann sem setur börn í búr
22. júní 2018
Skrifstofa forsetans greiddi einnig fyrir ferð embættismanns með Elizu
Forsetaskrifstofan greiddi fyrir annan embættismann sem fór með Elizu Reid forsetafrú í ferð hennar til Rússlands á heimsmeistaramótið í knattspyrnu þar sem hún fylgdist með leik íslenska landsliðsins til Argentínu.
20. júní 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Sögulegt skref í Singapúr
16. júní 2018
Ina Marie Eriksen, Guðlaugur Þór og Aurelia Frick í Osló í morgun.
Leiðtogar EES og EFTA með sameiginlega stefnu gagnvart Brexit
Utanríkisráðherrar þriggja EFTA-ríkja hafa ákveðið að hefja sameiginlega stefnu fyrir afleiðingar útgöngu Bretlands úr ESB.
15. júní 2018
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Verði að auka útflutning um milljarð á viku
Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt fyrir Íslendinga að stórauka útflutningsverðmæti sín næstu 20 árin til þess að halda uppi sömu lífskjörum.
6. maí 2018
Óboðnir rússneskir gestir á baðherberginu
Tæknin gerir öðrum kleift að fylgjast með þeim sem á, eða notar, símann. Hlustað á símtöl, séð við hvern er talað og hve lengi, hverjum símaeigandinn sendir smáskilaboð, hvar símaeigandinn er staddur hverju sinni o.fl.
29. apríl 2018
Stjórnin klofin í afstöðu til skýrslubeiðni Rósu
Þingmenn ekki á eitt sáttir hvort utanríkis- eða samgönguráðherra ætti að svara skýrslubeiðni Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur um framkvæmd vopnaflutninga. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn skýrslubeiðninni en aðrir sátu hjá.
18. apríl 2018
Styður ríkisstjórnin loftárásirnar í Sýrlandi?
Bæði Katrín Jakobsdóttir forsætirsráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa komið sér undan að svara því beint hvort þau styðji loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka á Sýrlandi í nótt.
14. apríl 2018
Þröstur Ólafsson
Hvers konar lýðræði?
14. apríl 2018
Demókratar og Repúblikanar sameinaðir gegn íslenska umskurðarfrumvarpinu
Þverpólitískt bréf var sent til íslenska sendiráðsins í Washington frá þingmönnum utanríksimálanefndar bandaríska þingsins vegna umskurðarfrumvarpsins. Argasti yfirgangur segir flutningsmaður frumvarpsins.
13. apríl 2018
Bjarni Már Magnússon
Vopnaflutningaskak
13. apríl 2018
Þröstur Ólafsson
Hnattvæðing andspænis þjóðvæðingu
12. apríl 2018
Bergljót Kjartansdóttir
ICAN og Ísland
10. apríl 2018
Samskiptin í frosti
Rússar neita nokkurri aðkomu að eiturefnaárásinni á Skripal feðginin í Bretlandi. Saka Breta um að standa sjálfir að baki árásinni og krefjast afsökunarbeiðni frá Theresu May.
4. apríl 2018
Ríkisstjórnin fundar vegna Rússlands
Ríkisstjórnin fundar núna í stjórnarráðinu og framundan er fundur utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd þingsins. Samkvæmt heimildum Kjarnans er það til að ákveða möguleg viðbrögð vegna eiturgasárásarinnar í Sailsbury í Bretlandi.
26. mars 2018
Diplómatar víða að sendir heim til Rússlands
Bandaríkjamenn senda sextíu rússneska diplómata úr landi. Fjórtán Evrópusambandsþjóðir gera slíkt hið sama, ásamt Kanada og Úkraínu.
26. mars 2018
Sendiráðsbústaðurinn í Washington.
Ítrekar ekki ábendingu um auglýsingu sendiherraembætta
Ríkisendurskoðun segist ekki sjá tilgang í því að ítreka ábendingu um skipan í stöður sendiherra en minnir á sjónarmið um gagnsæi, jafnræði og vandaða stjórnsýslu við ráðningu ríkisstarfsmanna.
7. mars 2018
Samgöngustofa segir Sádi-Arabíu ekki átakasvæði
Engin tilmæli hafa borist Samgöngustofu um sérstaka skoðun á þróun eða ástandi í tilteknum heimshlutum. Segja það ekki hlutverk stofnunar um samgönguöryggi að leggja slíkt pólitískt mat.
2. mars 2018
Stjórnarþingmaður vill kalla danska sendiherrann á teppið
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna vill að utanríkisráðherra kalli sendiherra Danmerkur á fund til að ræða fyrirætlanir þarlendra stjórnvalda um að þyngja refsingar fyrir glæpi sem framdir eru í ákveðnum hverfum.
27. febrúar 2018
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að loka sendiráðum Íslands í Vín og Mósambík.
Lokar sendiráðum í Vín og Mósambík
Sendiráðum Íslands í Vín í Austurríki og Mapútó í Mósambík verður lokað. Þetta er gert í hagræðingarskyni.
21. febrúar 2018
Algjör kúvending kallar á nýtt stöðumat
Viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna er nú orðið það umfangsmesta af öllum. Þetta hefur gerst hratt, og er mikill uppgangur í ferðaþjónustu þar lykilatriði.
5. desember 2017
Tollar falla niður á pizzum og súkkulaði
Samningar Íslands og ESB um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum munu öðlast gildi 1. maí 2018.
1. nóvember 2017
Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.
Íslandi verði mörkuð ný staða í breyttum heimi
Viðamesta úttekt sem unnin hefur verið á íslensku utanríkisþjónustunni hefur verið opinberuð í skýrslu. Utanríkisráðherra setti vinnuna af stað og segir mikið verk framundan.
1. september 2017
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Ísland breytti afstöðu sinni gagnvart Rússlandi
Gæta mátti stefnubreytingu í utanríkisstefnu Íslands gagnvart Rússlandi eftir fjölmiðlaherferð sjávarútvegsfyrirtækja árið 2015, samkvæmt nýrri fræðigrein.
7. ágúst 2017
Hagsmunir Íslands í Brexit í sjö myndritum
Bretland er þriðja stærsta viðskiptaland Íslands. Hagsmunir Íslands í Brexit-viðræðunum eru þess vegna miklir og óvissan eftir því.
5. júlí 2017
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heilsar bandaríska kollega sínum Rex Tillerson á fundi utanríkisráðherra bandalagsins.
Tillerson vill að hin ríkin borgi meira – Guðlaugur Þór sótti NATO-fund
Guðlaugur Þór Þórðarson var viðstaddur fund utanríkisráðherra aðildarríkja NATO. Krafa um aukin framlög til bandalagsins báru hæst. Ísland greiðir minnst allra til NATO.
31. mars 2017
5 látnir, 40 særðir og hættustig hækkað í London
Árás í London vakti óhug. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á vettvangi enn í gangi. Grunur um að fleiri árásir gætu fylgt í kjölfar þeirrar frá því í dag.
22. mars 2017
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Ættu Vestfirðir að ganga í ESB?
8. mars 2017
Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, í hópi leiðtoga EFTA-ríkjanna.
Frammistaða Íslands gagnvart EES fer versnandi á ný
Ísland stendur sig enn og aftur verst EES ríkjanna við að innleiða tilskipanir frá Evrópusambandinu. Innleiðingarhallinn hefur aukist milli mælinga.
4. febrúar 2017
Viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna orðið umfangsmikið
Mikil aukning í ferðaþjónustu hefur gjörbreytt viðskiptasambandi Íslands og Bandaríkjanna. Meira en 400 þúsund Bandaríkjamenn heimsóttu landið í fyrra. Vöruútflutningur á risavaxinn Bandaríkjamarkað er þó enn frekmur umfangslítill.
30. janúar 2017
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, ræða saman í höfuðstöðvum EFTA í Sviss eftir leiðtogafund samtakanna 21. nóvember síðastliðinn.
Ráðamenn Íslands og Bretlands funda vegna Brexit
Þrír kostir hafa verið kortlagðir í framhaldi af útgöngu Bretlands úr ESB. Brexit-mál eru í forgangi hjá íslenska utanríkisráðuneytinu um þessar mundir.
30. nóvember 2016
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það sé alltaf jákvætt að leyfa fólki að kjósa, sama hver niðurstaðan verður.
Íslenskir ráðamenn bregðast við Brexit
Utanríkisráðherra segir jákvætt að leyfa fólki að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslum og úrsögn Breta úr ESB geti líka styrkt samkeppnisstöðu. Bjarni Benediktsson segir aðild Íslands að ESB nú enn fjarlægari hugmynd.
24. júní 2016