129 færslur fundust merktar „samherjaskjölin“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji sagður hafa greitt laun í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu
Í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður í Færeyjum í kvöld segir færeyskur skattasérfræðingur að launagreiðslufyrirkomulag Samherja í gegnum þarlent félag, til sjómanna sem unnu í Namibíu, sé augljóst brot á færeyskum lögum.
9. mars 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már kærir Jóhannes uppljóstrara til lögreglu fyrir rangar sakargiftir
Forstjóri Samherja hefur kært Jóhannes Stefánsson til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir rangar sakargiftir. Haft var eftir Jóhannesi í nýlegu blaðaviðtali í Namibíu að hann teldi fyrrverandi vinnuveitendur sína hafa vitneskju um tilræði gegn sér.
9. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
8. mars 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
27. febrúar 2021
Af efnisatriðum málsins má ráða að um sé að ræða gagnaöflun sem tengist rannsókn skattrannsóknarstjóra á Samherjasamstæðunni.
Gagnaöflun skattrannsóknarstjóra um rekstur félags í Belís talin lögmæt
Landsréttur komst í lok janúar að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóra hefði verið heimilt að sækja bókhaldsgögn um félag í Belís til endurskoðunarfyrirtækis í lok maí í fyrra. Málið virðist tengjast rannsókn embættisins á Samherjasamstæðunni.
8. febrúar 2021
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Héraðssaksóknari fékk bókhald Samherjasamstæðunnar með dómsúrskurði
Í byrjun desember féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfur embættis héraðssaksóknara um að fá afhent bókhaldsgögn Samherjasamstæðunnar og fleira frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG. Þagnarskyldu endurskoðandans var aflétt.
6. febrúar 2021
Árið þar sem allar alvöru tilraunir til að breyta sjávarútvegskerfinu voru kæfðar
Samherjamálið ýtti við þjóðinni og ákall var um breytingar í íslensku sjávarútvegskerfi. Ríkisstjórnin lofaði aðgerðum. Rúmu ári síðar hefur lítið sem ekkert gerst og allar tilraunir til að gera kerfisbreytingar á sjávarútvegskerfinu hafa verið kæfðar.
31. desember 2020
Tveir ákærðu í málinu, Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og tengdasonur hans Tamson Hatuikulipi, ráða ráðum sínum. Þeir og aðrir sakborningar verða áfram í haldi.
Réttarhöld í Samherjamálinu í Namíbíu hefjast í apríl
Ákveðið hefur verið að réttarhöld hefjist í spillingarmáli sem tengist mútugreiðslum Samherja í Namibíu í apríl. Saksóknari boðar að þrír til viðbótar verði ákærðir í málinu, auk þeirra sjö sem hafa setið í gæsluvarðhaldi um lengri tíma.
14. desember 2020
Jón Óttar Ólafsson og James Hatuikulipi.
Samherji segir James Hatuikulipi hafa sent Jóni Óttari póst um leynireikninga, ekki öfugt
Að mati Samherja hafa tölvupóstar milli starfsmanns fyrirtækisins og fyrrverandi áhrifamanns í Namibíu verið slitnir úr samhengi. Þá sé höfundum þeirra víxlað. Starfsmaður Samherja hafi fengið póst sem hann er sagður hafa sent.
14. desember 2020
Raunveruleg ástæða þess að norskur stórbanki sagði upp viðskiptum við Samherja
Norska efnahagsbrotadeildin rannsakar hvort DNB bankinn hafi tekið þátt í glæpsamlegu athæfi með því að tilkynna ekki millifærslur Samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlits sem grunsamlegar millifærslur.
13. desember 2020
Jón Óttar Ólafsson hefur starfað fyrir Samherja um margra ára skeið.
Jón Óttar taldi stjórnvöld í Namibíu ekki hafa burði til að hafa uppi á leynireikningum
Ríkissaksóknari Namibíu lýsir sexmenningum sem eru grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja, og fimm Íslendingum undir forystu Þorsteins Más Baldvinssonar, sem skipulögðum glæpahóp. Rannsakandi Samherja átti í samskiptum við einn mannanna í maí 2019.
11. desember 2020
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu. Þangað mun ólíklega nokkur Íslendingur fást framseldur í bráð.
Laganna armur langur þó Íslendingar fáist ekki framseldir
Sagt hefur verið frá vilja namibískra yfirvalda til að fá íslenska borgara framselda vegna Samherjamálsins undanfarna daga. Íslendingar verða þó ólíklega framseldir til Namibíu.
9. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
5. desember 2020
Rannsókn á mögulegu broti norska bankans DNB tengdum Samherja-málinu hefur verið vísað til saksóknaraembættisins í Ósló.
Rannsakaði fyrrverandi dótturfélag Samherja í starfi sínu fyrir PwC
Æðsti yfirmaður efnahagbrotadeildar norsku lögreglunnar segist vanhæfur til að skoða möguleg peningaþvættisbrot DNB, af því að hann var áður ráðinn til að rannsaka starfsemi fyrrverandi dótturfélags Samherja, fyrir nýja eigendur þess.
3. nóvember 2020
Þorsteinn Már sestur aftur í stól stjórnarformanns Síldarvinnslunnar
Forstjóri Samherja steig til hliðar sem formaður stjórnar Síldarvinnslunnar, sem Samherjasamstæðan á 49,9 prósent hlut í, eftir að Samherjamálið var opinberað í nóvember 2019. Hann er nú tekinn aftur við því starfi.
9. október 2020
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Uppboð á aflaheimildum í Namibíu mistókst og skilaði sáralitlum tekjum
Stjórnvöld í Namibíu náðu einungis að innheimta 1,3 prósent af þeirri upphæð sem þau ætluðu sér að ná í með uppboði á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl.
7. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóri Samherja.
Samherji hf. hagnaðist um níu milljarða og á eigið fé upp á 63 milljarða
Annar helmingur Samherjasamstæðunnar, sem heldur utan um þorra innlendrar starfsemi hennar, hagnaðist vel á síðasta ári. Eignarhald á henni var fært að hluta til barna helstu stjórnenda Samherja á síðasta ári.
2. október 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
29. september 2020
Björgólfur Jóhannsson
Fréttamenn Kveiks koma af fjöllum
11. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson
Kallar myndbirtingu af grunuðu fólki í Samherjamálinu hefndaraðgerð RÚV
Forstjóri Samherja hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann kvartar yfir því að myndir af starfsfólki sem er með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn hafi verið birtar á RÚV.
4. september 2020
Sex með réttarstöðu sakbornings í Samherjamáli – Þorsteinn Már einn þeirra
Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Samherja hafa verið kallaðir til yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara og þeir fengið réttarstöðu sakbornings á meðan að á henni stóð.
3. september 2020
Jóhannes Stefánsson
Áreiti tilkynnt til héraðssaksóknara
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari í Samherjamálinu tilkynnti áreiti af hendi Jóns Óttars Ólafssonar til embættis héraðssóknara í nóvember síðastliðnum.
31. ágúst 2020
Ofsóknir gerenda sem telja sig fórnarlömb
None
29. ágúst 2020
Jón Óttar Ólafsson
Jón Óttar: Skilaboðin endurspegla „dómgreindarbrest af minni hálfu“
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður segir að Samherji hafi ekki haft vitneskju um skilaboð sem hann sendi til Helga Seljan. Honum finnst miður að háttsemi hans sé bendluð við fyrirtækið. „Hún er alfarið á mína ábyrgð.“
27. ágúst 2020
Starfsmaður Samherja áreitti Helga Seljan mánuðum saman
Helgi Seljan hefur margsinnis orðið fyrir áreiti af hálfu starfsmanns Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns síðan umfjöllun um viðskipti fyrirtækisins í Namíbíu fór í loftið. Annar forstjóra Samherja segir þetta ekki í umboði fyrirtækisins.
27. ágúst 2020
Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja.
Björgólfur: Ekki vafi á að Samherja mistókst að verja félög sín gegn brotum einstaklinga
Annar forstjóri Samherja birti í gær langt bréf á alþjóðlegri sjávarútvegsfréttasíðu. Þar segir að einstaklingar hafi framið brot í dótturfélögum Samherja og kvartað yfir því að uppljóstrarinn í málinu hafi ekki viljað ræða við rannsakendur fyrirtækisins.
25. ágúst 2020
Samherji greiddi hærra hlutfall af virði afla í veiðigjöld í Namibíu árið 2018 en á Íslandi
Veiðigjöld hækkuðu umtalsvert í Namibíu árið 2018. Fram að þeim tíma hafði Samherji einungis greitt í kringum eitt prósent af söluandvirði afla í veiðigjöld. Á Íslandi hefur þróunin hins vegar verið að mestu öfug.
18. ágúst 2020
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
None
11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
11. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
3. ágúst 2020
Rannsókn Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið
Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji greinir frá því á vef sínum í dag að rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein sé lokið og að hún hafi verið kynnt fyrir stjórn félagsins.
29. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
8. júlí 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson situr nú í forstjórastóli Samherja ásamt Brynjólfi Jóhannssyni.
Niðurstöður rannsóknar Wikborg Rein brátt kynntar stjórn Samherja
Samherji segir að búist sé við því að stjórn fyrirtækisins fái kynningu á niðurstöðum rannsóknar norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein innan skamms. Í kjölfarið verði skoðað hvað úr rannsókninni verði hægt að birta og hvernig.
25. júní 2020
Ráðuneytið lét héraðssaksóknara vita af eigendabreytingum hjá Samherja
Samherji sendi upphaflega tilkynningu um eignarhald erlends aðila í félaginu á rangan ráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Erlendi aðilinn, Baldvin Þorsteinsson, á 20,5 prósent beinan hlut í Samherja.
19. júní 2020
Tilkynnt um erlenda fjárfestingu í Samherja nokkrum dögum fyrir Kveiksþáttinn
Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu eru miklar hömlur á því hvað erlendir aðilar mega kaupa í íslenskum sjávarútvegi. Allar slíkar fjárfestingar þarf að tilkynna sérstaklega til atvinnuvegaráðuneytisins. Ein slík tilkynnt barst 4. nóvember 2019.
18. júní 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Vilja hætta athugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna stöðu hans gagnvart Samherja
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga.
8. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
3. júní 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
30. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
29. maí 2020
Tugmilljarða framsal á hlutum í Samherja er fyrirframgreiddur arfur og sala
Stærstu eigendur Samherja greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu framselt hlutabréf í innlendri starfsemi sjávarútvegsrisans til barna sinna. Um er að ræða fyrirtæki sem heldur, beint og óbeint, á 16,5 prósent af úthlutuðum kvóta á Íslandi.
19. maí 2020
Þorsteinn Már sest aftur í forstjórastólinn hjá Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að setjast aftur í forstjórastólinn hjá Samherja og starfar þar við hlið Björgólfs Jóhannssonar þar til annað verður ákveðið.
27. mars 2020
Aðalsteinn Kjartansson, Stefán Drengsson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Inga Freys Vilhjálmssonar.
Samherjaumfjöllun verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku
Blaðamannaverðlaun ársins 2019 voru afhent í dag.
6. mars 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
26. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
21. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
19. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Forstjóri Samherja vill aftur í stjórn Sjóvá
Tímabundinn forstjóri Samherja steig úr stól stjórnarformanns Sjóvá í nóvember í fyrra vegna anna. Hann sækist nú eftir því að setjast aftur í stjórnina á komandi aðalfundi. Samherji á tæpan helming í stærsta eiganda Sjóvá.
19. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji hótar RÚV málshöfðun og segist ekki hafa verið sakfelldur fyrir mútugreiðslur
Samherji vill afsökunarbeiðni og leiðréttingu frá RÚV og segist ekki hafa verið dæmt né ákært fyrir mútugreiðslur né hafi starfsmenn þess stöðu sakbornings. Fjöldi manns hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur frá Samherja í Namibíu.
17. febrúar 2020
Tengdar útgerðir fá tæp sex ár til að koma sér undir kvótaþak
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir kvótaþak.
17. febrúar 2020
Samherja hent úr viðskiptum hjá DNB
Norski bankinn DNB, helsti viðskiptabanki Samherja, hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum fyrir fyrirtækið.
12. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019.
Björgólfur verið forstjóri Samherja í tæpa þrjá mánuði en er ekki með prókúru
Samherji tilkynnti fyrst um breyta prókúru hjá fyrirtækinu eftir forstjóraskipti þann 30. janúar 2020, tveimur og hálfum mánuði eftir að þau áttu sér stað. Athugasemdir voru gerðar við tilkynninguna og hún ekki tekin gild.
11. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Samherji telur að kyrrsetning Heinaste standist ekki namibísk lög
„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja.
10. febrúar 2020
Rökstuddur grunur um að flytja ætti Heinaste frá Namibíu
Heinaste, verksmiðjutogari Samherja í Namibíu, var kyrrsettur á ný í gærmorgun á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi. Einungis er heimilt að beita slíkri kyrrsetningu ef rökstuddur grunur er um að til standi að fjarlægja umrædda eign.
8. febrúar 2020
Heinaste kyrrsett á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi
Kyrrsetningu togarans Heinaste, sem er í eigu Samherja, var aflétt í fyrradag. Í morgun var hann hins vegar kyrrsettur á ný. Sekt sem Samherji greiddi vegna brota skipstjóra Heinaste var greidd í reiðufé.
7. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Segjast ætla að leigja út Heinaste til namibískra aðila
Samherji vinnur nú að því að gera skipið Heinaste út í Namibíu og er, samkvæmt fyrirtækinu, nú unnið að því að finna viðeigandi lausnir í samráði við namibísk stjórnvöld.
6. febrúar 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Íslensk stjórnvöld hafa ekki boðið namibískum stjórnvöldum aðstoð
Það er mat íslenskra stjórnvalda að grípa ekki að sinni til sérstakra ráðstafana til að sporna við mögulegum orðsporshnekki landsins vegna Samherjamálsins. Þau hafa ekki boðið namibískum stjórnvöldum aðstoð sína, og engar slíkar beiðnir hafa borist.
6. febrúar 2020
Arngrímur Brynjólfsson og Heinaste.
Kyrrsetningu á Heinaste aflétt og Arngrímur ekki lengur í farbanni
Íslenski skipstjórinn sem verið hefur í farbanni í Namibíu ætti að óbreyttu að geta farið frá landinu síðar í dag. Samherji mun greiða sekt sem hann var dæmdur til í morgun. Samhliða hefur kyrrsetningu á skipinu Heinaste verið aflétt.
5. febrúar 2020
Arngrímur Brynjólfsson
Dæmdur til að greiða milljóna sekt eða sitja tólf ár í fangelsi
Íslenskur skip­stjóri á skip­inu Heina­ste var dæmdur í dag til að greiða 7,9 milljónir króna í sekt eða sæta tólf ára fangelsisvist vegna ólöglegra veiða.
5. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Óska eftir samanburðarskýrslu á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi
Stór hópur þingmanna í stjórnarandstöðunni telur að bein tengsl séu á milli þess sem útgerðirnar telja sig geta greitt og þess sem meirihluti á Alþingi hverju sinni hefur talið að þær gætu greitt. Nú óska þeir eftir samanburðarathugun.
3. febrúar 2020
Sjómenn á Geysi leita upplýsinga um stöðu sína eftir að skipinu var siglt frá Namibíu í gærkvöldi.
Annað skip Samherja yfirgefur Namibíu – 100 sjómenn í óvissu
Spillingarlögreglan í Namibíu hefur ráðlagt stjórnvöldum þar að leyfa skipum Samherja ekki að fara frá landinu nema að lögreglan verði látin vita. Þrátt fyrir það hafa tvö af þremur skipum Samherja í Namibíu farið á síðustu dögum. Það þriðja er kyrrsett.
3. febrúar 2020
Yfir hundrað namibískir sjómenn í óvissu vegna Samherja
Namibískir sjómenn sem starfa á skipi Samherja óttast að þeir hafi misst vinnuna eftir að skipið yfirgaf landið óvænt.
31. janúar 2020
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
27. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
23. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
22. janúar 2020
Reynt að múta lögreglumanni í Namibíu
Spillingarlögreglan hefur handtekið mann, sem reyndi að hindra framgang réttvísinnar við rannsókn á Samherjaskjölunum.
21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
21. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
20. janúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
200 milljónir til viðbótar settar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum
Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld mun geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar“.
18. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
17. janúar 2020
Enn beðið eftir tillögum um breytingar á kvótaþaki
Skilgreining á tengdum aðilum í sjávarútvegi eru í engu samræmi við slíkar skilgreiningar í fjármálageiranum, sem skerpt var verulega á í kjölfar bankahrunsins.
14. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín: Ekki hægt að dæma Kristján Þór eingöngu út frá ásýnd
Forsætisráðherrann segir að hvað varðar traust og ásýnd stjórnmálanna og tengsl sjávarútvegsráðherra við Samherja þá telji hún að horfa þurfi einnig á staðreyndir máls og hvað sé sanngjarnt.
5. janúar 2020
Úlfar Þormóðsson
Hofmóður
24. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember.
Samherji: „Við erum bara rétt að byrja“
Starfandi forstjóri Samherja segir við starfsfólk að stjórnendur muni „leiðrétta allar rangfærslur um félagið“. Von er á niðurstöðu á rannsókn sem Samherji hefur ráðið norska lögmannsstofu til að gera í byrjun komandi árs.
23. desember 2019
Funduðu í tvo daga vegna Samherjamálsins
Rannsóknir á Samherjamálum eru nú í gangi í Namibíu, Noregi og á Íslandi.
17. desember 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Hverjir eru Samherjar í þessu stríði?
17. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
14. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
13. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
11. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
10. desember 2019
Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Athuganir á viðskiptum við Samherja enn í vinnslu hjá Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlitið óskaði eftir því fyrir um þremur vikum að íslenskir bankar upplýstu það um hvort að Samherji eða tengd félög væru í viðskiptum við þá, og hvert áhættumat og eftirliti með þeim væri háttað.
10. desember 2019
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins.
Segir lýðskrumara vilja umbylta fiskveiðistjórnarkerfinu vegna spillingarmáls í Namibíu
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins gagnrýnir þá sem vilja nota Samherjamálið til að breyta fiskveiðisstjórnunarkerfinu. Frumvarp var lagt fram á föstudag sem umbyltir því og forsætisráðherra berst fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
9. desember 2019
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
8. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
7. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
5. desember 2019
Jóhannes Stefánsson.
Samherji segir að Jóhannes hafi handvalið tölvupósta
Samherji hefur birt tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem það er gert tortryggilegt að Wikileaks hafi ekki undir höndum tölvupósta Jóhannesar Stefánssonar frá ákveðnu tímabili. Ekki kemur fram neitt efnislegt um hvað ætti að hafa verið í þeim tölvupóstum.
4. desember 2019
Mál sexmenninganna tekið fyrir í dag
Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið í Namibíu koma fyrir dómara í dag. Þar verður tekin fyrir beiðni þeirra um lausn gegn tryggingu en tvívegis hefur þurft að fresta afgreiðslu málsins.
2. desember 2019
Úr umfjöllun Al Jazeera
Al Jazeera birtir umfjöllun um Samherjamálið
Í umfjöllun Al Jazeera rekur fjölmiðillinn atburðarásina í kringum Samherjaskjölin og talar meðal annars við Jóhannes Stefánsson, uppljóstrara og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu.
1. desember 2019
Örn Bárður Jónsson
Sem spyrtir þorskar
30. nóvember 2019
Máli sexmenninganna frestað
Ekki var hægt að taka mál þeirra aðila fyrir í dag sem handteknir voru í vikunni í tengslum við rann­­sókn á Sam­herj­­a­skjöl­unum og spill­ingu er teng­ist úthlutun afla­heim­ilda í Namib­­íu þar sem lögmenn þeirra voru ekki með atvinnuleyfi.
29. nóvember 2019
Hlutabréf í DNB hríðfalla
Eftir tilkynningu efnahagsbrotadeildar norsku lögreglunnar þess efnis að hafin væri formleg rannsókn á DNB bankanum hafa hlutabréf í bankanum lækkað.
29. nóvember 2019
Sexmenningarnir voru leiddir fyrir rétt í dag.
Eiga yfir höfði sér ákæru fyrir skipulagða glæpastarfsemi
Spillingarlögreglan í Namibíu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sexmenninganna sem komu fyrir dómara í dag.
28. nóvember 2019
Sexmenningarnir mæta fyrir rétt
Þeir aðilar sem handteknir voru í gær í tengslum við rann­sókn á Sam­herj­a­skjöl­unum og spill­ingu sem teng­ist úthlutun afla­heim­ilda í Namib­íu mættu fyrir rétt í dag.
28. nóvember 2019
The Namibian: Spjótin beinast að Þorsteini Má, Ingvari og Aðalsteini
Þrír Íslendingar eru nafngreindir í The Namibian í dag. Sex eru nú í haldi, en búist er við að ákæra verði birt sakborningum á morgun.
27. nóvember 2019
Jóhannes Stefánssonþ
Jóhannes um notkun Samherja á DNB: „Þetta er góð leið til að þvætta peninga“
Uppljóstrarinn í Samherjamálinu segir að orðspor Noregs á alþjóðavísu hafi gert það að verkum að færri spurðu hvaðan peningar Samherja kæmu eftir að þeir voru fluttir inn á bankareikninga DNB.
27. nóvember 2019
Sjómenn segja að að afnám stimpilgjalda tefli störfum þeirra í stórhættu
Sjómenn óttast að afnám stimpilgjalda á fiskiskipum muni gera útgerðum kleift að „flagga skipum út og inni af íslenskri skipaskrá að eigin geðþótta og stefna afkomu sjómannanna í stórhættu.“
27. nóvember 2019
Þorsteinn Már hættir í stjórn 14 fyrirtækja
Fyrrverandi forstjóri Samherja er búinn að segja sig úr stjórnum alls 14 fyrirtækja í Bretlandi. Hann hefur nú sagt sig úr að minnsta kosti 17 stjórnum auk þess sem hann hefur stigið til hliðar sem forstjóri.
26. nóvember 2019
Sainsbury´s er ein stærsta matvörukeðja Bretlands.
Sainsbury’s kaupir ekki lengur fisk af Samherja – M&S að fylgist með þróun mála
Samherji hefur selt frosinn fisk til tveggja stórra verslunarkeðja í Bretlandi. Önnur þeirra er hætt að kaupa af íslenska sjávarútvegsrisanum, en það tengist ekki mútumálinu í Namibíu. Hin er að fylgjast með þróun mála.
26. nóvember 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Saknar þess að utanríkisráðherra hafi ekki haft samband við stjórnvöld í Namibíu
Þingmaður Vinstri grænna segir það vera gríðarlega mikilvægt að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og auki hlutfall af þjóðarframleiðslu til þróunarsamvinnu og tryggi að þeir fjármunir renni í áhrifamikla þróunarsamvinnu.
26. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Eftirköst Samherjamálsins, pólskur veruleiki á Íslandi og vinsældir Miðflokksins
26. nóvember 2019
Samherjafólk ræður sér lögmenn
Lögmaður Samherja segir engan einstakling enn vera með réttarstöðu sakbornings eða verið kallaðan til yfirheyrslu.
26. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Viðbrögð mín við mótmælafundinum engin sérstök
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagðist á Alþingi í dag ætla að sinna sínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og áður og af bestu samvisku.
25. nóvember 2019
Svein Harald Øygard.
Øygard: Aðrir en fyrrverandi stjórnendur Seðlabankans sem þurfa að skammast sín
Fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands segir að Samherji hafi reynt að þagga niður í ætluðum andstæðingum fyrirtækisins eftir að Seðlabanki Íslands hafi hafið rannsókn á fyrirtækinu. Nú liggi af hverju.
25. nóvember 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
„Kvótakerfið var ekki búið til svo nokkrir einstaklingar gætu orðið ofurríkir“
Formaður Framsóknarflokksins segist vilja umbætur í sjávarútvegi sem feli í sér auðlindaákvæði í stjórnarskrá, lægra þak á kvóta og að kvóta verði úthlutað til tiltekinna ára í senn. Hann hefði reynt að koma á slíku tímabundnu kerfi.
23. nóvember 2019
Við þurfum að velja hvernig samfélag við viljum vera
None
23. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
22. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
21. nóvember 2019
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
FME kallar eftir upplýsingum frá íslenskum bönkum um Samherja
Íslensku bankarnir eiga að upplýsa Fjármálaeftirlitið um það hvernig eftirliti þeirra með viðskiptum við Samherja hafi verið háttað.
21. nóvember 2019
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
20. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
19. nóvember 2019
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum
Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.
19. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Samherjamálið: „Verið að segja að Namibía sé í stuttu pilsi“
19. nóvember 2019
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Kvörtuðu yfir framgöngu Þórólfs „gagnvart sjávarútveginum“
Prófessor í hagfræði hefur misst verkefni vegna þess að útgerðarmenn hafa lagst gegn þátttöku hans. Reynsla þeirra af meðferð Þórólfs á gögnum og framganga hans gagnvart útveginum sögð vera „með þeim hætti að á störfum hans ríkir fullkomið vantraust“.
19. nóvember 2019
Jón Ólafsson
Spillingarhættur lobbíismans
18. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson, stærsti eigandi Samherja.
Kristján Vilhelmsson kvartaði yfir skrifum Jóns Steinssonar við Columbia
Kjarninn greindi frá því árið 2014 að íslenskur áhrifamaður hefði sent bréf til Columbia-háskóla vegna skrifa Jóns Steinssonar um íslenskan sjávarútveg. Í bréfinu var spurt hvort slíkur pólitískur áróður samræmdist siðareglum Columbia-háskóla.
18. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
17. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
16. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
15. nóvember 2019