200 færslur fundust merktar „efnahagsmál“

Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
28. maí 2022
Fjármálaráðherra Bretlands Rishi Sunak var ekki sannfærður um hvalrekaskatt í fyrstu en líst nú vel á skynsamlega skattlagningu á gróða orkufyrirtækja.
Fjármálaráðherra Breta tekur U-beygju í afstöðu sinni til hvalrekaskatts
Rishi Sunak áætlar að hvalrekaskattur sem leggst á hagnað breskra olíu- og gasfyrirtækja muni skila fimm milljörðum punda í ríkiskassann næsta árið. Þeir peningar munu fjármagna stuðningsaðgerðir við breskan almenning að hluta til.
27. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
25. maí 2022
Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar.
Spyr hvort Seðlabankinn sé í liði með íslenskum almenningi
Það að leyfa krónunni að styrkjast ætti að auðvelda Seðlabankanum að rækja hlutverk sitt og skyldu um að halda verðbólgunni í skefjum og auðvelda íslenskum almenningi lífið, samkvæmt þingmanni Viðreisnar.
24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
24. maí 2022
Ef tekið væri tillit til alls umhverfiskostnaðar í tilfelli Urriðafossvirkjunar myndi kostnaður hækka um 60 prósent. Það hefði sennilega einhver áhrif á arðsemismat virkjunarinnar, ritar Ágúst Arnórsson í Vísbendingu, en útilokar ekki frekari virkjanir.
Umhverfisáhrif virkjana þurfi að meta til fjár
Hagfræðingur segir mat virkjanakosta í rammaáætlun ýmsum annmörkum háð og bendir á að niðurstöður mats á umhverfisáhrifum hafi ekki áhrif á arðsemismat virkjanakosta.
23. maí 2022
Karlar ráða íslenskum peningaheimi en konur að mestu í aukahlutverkum
Kjarninn hefur í níu ár framkvæmt úttekt á kynjahlutföllum þeirra sem stýra þúsundum milljarða króna í ýmis fjárfestingaverkefni hérlendis. Í níu ár hefur niðurstaðan verið svipuð, karlar eru allt um lykjandi. Í ár eru karlarnir 91 en konurnar 13.
23. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
22. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
19. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
18. maí 2022
Forsætisráðuneytið metur ekki hvort afhenda eigi gögn um ESÍ og fjárfestingaleiðina
Fjármála- og efnahagsráðherra lagði „sjálfstætt mat“ á almannahagsmuni af birtingu lista yfir þá sem keyptu nýverið í Íslandsbanka. Forsætisráðuneytið telur það ekki hlutverk sitt að leggja sambærilegt mat á birtingu gagna frá Seðlabankanum.
18. maí 2022
Spáin gerir ráð fyrir því að ferðamenn geti orðið allt að 1,6 milljón í ár.
Spá því að stýrivextir fari í fimm prósent og verðbólgan verði 8,4 prósent í lok sumars
Greining Íslandsbanka spáir því að raunverð íbúða hækki um 13,1 prósent í ár á sama tíma og kaupmáttur launa dragist saman um 0,6 prósent. Nú vantar starfsfólk í mannaflsfrekar greinar og það mun að uppistöðu koma erlendis frá.
18. maí 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar segir að jafnræðis hafi verið gætt við bankasöluna
Bankasýsla ríkisins hefur birt minnisblað sem LOGOS gerði fyrir hana. Niðurstaða þess er að stofnunin hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu við sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Jafnt aðgengi hæfra fjárfesta hafi verið tryggt.
18. maí 2022
Straumhvörf í hagstjórn
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir skort á samstöðu, með ófriði á vinnumarkaði og miklum launahækkunum, og skort á samhæfingu peningastefnu og ríkisfjármála leiða til þess að vextir þurfi að hækka enn meira. Nú sé tími til að sættast.
17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
17. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
16. maí 2022
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Telur nauðsynlegt að vextir Seðlabankans verði hærri en verðbólgan á næstu mánuðum
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í Vísbendingu að það sé nauðsynlegt að raunvextir á Íslandi verði jákvæðir á næstu mánuðum. Hann segir einnig að nú sé tími til sátta á vinnumarkaði.
14. maí 2022
Hátt í helmingur svarenda segist treysta ríkisstjórninni til þess að takast á við efnahagsleg áhrif veirufaraldurs. Hlutfall þeirra sem treystra ríkisstjórninni fyrir verkefninu hefur aldrei verið jafn lágt.
Traust á ríkisstjórninni til að takast á við COVID-krísuna aldrei jafn lágt
Kvíði vegna kórónuveirufaraldursins hefur aldrei mælst minni samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Galllup. Kjósendur Sjálfstæðisflokks treysta ríkisstjórninni áberandi best til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins en traustið hefur almennt dalað.
11. maí 2022
Pólitískur jarðskjálfti skekur Ísland
None
11. maí 2022
Kalla eftir verulegri hækkun húsaleigubóta í aðdraganda fyrirséðra leiguhækkana
Hlutfall heimila sem búa íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur aukist á síðustu árum en kostnaðurinn telst íþyngjandi ef hann fer yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. Staða leigjenda er afleit að mati Eflingar en fyrirséð er að leiga hækki kröftuglega í ár.
9. maí 2022
Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, flutti erindi á ársfundi SFS sem vakti umtal og athygli.
„Forkastanlegt“ að núll konur séu í 19 manna stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, sagði á ársfundi SFS að kynjahallinn í stjórn sjávarútvegs myndi koma í bakið á greininni. Hann sagði líka að taka þyrfti ósættið um eignarhaldið „mjög alvarlega“. Framkvæmdastjóri SFS tók undir gagnrýnina.
9. maí 2022
Dellukenningar og húsnæðisverð
None
8. maí 2022
Starfsfólk Landsbankans má ekki taka þátt í útboðum sem bankinn annast
Fjármálaeftirlitið rannsakar mögulega hagsmunaárekstra sem áttu sér stað þegar starfsmenn söluráðgjafa eða umsjónaraðila lokaðs útboðs í Íslandsbanka tóku sjálfir þátt í útboðinu.
7. maí 2022
Kolbrún Baldursdóttir og Helga Þórðardóttir
Leysum leigjendur úr okurgildrunni!
6. maí 2022
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag.
Þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og framkvæmdum við hana á að vera lokið 2025
Búið er að höggva á hnút milli Reykjavikurborgar og íslenska ríkisins um byggingu þjóðarhallar í Laugardal. Hún mun rísa á næstu þremur árum milli Laugardals og Suðurlandsbrautar.
6. maí 2022
Mótvægisaðgerðir gegn áhrifum verðbólgu á viðkvæma hópa voru samþykktar á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Boða um 5 milljarða mótvægisaðgerðir gegn áhrifum verðbólgu á viðkvæma hópa
Bætur almannatrygginga hækka um þrjú prósent 1. júní, húsnæðisbætur um 10 prósent og svo á að greiða 20 þúsund króna barnabótaauka til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Kostnaðarauki ríkisins vegna aðgerðanna á þessu ári nemur um 5 milljörðum króna.
6. maí 2022
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður SKEL
Starfslok stjórnenda kostuðu SKEL 60 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins
SKEL fjárfestingarfélag hagnaðist á því að selja fasteignir til fasteignaþróunarfélags sem það á nú 18 prósent hlut. Næst stærsti eigandinn er móðurfélag stærsta eiganda SKEL, sem er stýrt af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
6. maí 2022
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.
Högnuðust um 5,2 milljarða og eru að breyta reglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna
Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi var 10,2 prósent, sem er yfir markmiðum bankans. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir bankann taka gagnrýni á þátttöku starfsmanna í nýlegu útboði á hlutum í bankanum alvarlega.
5. maí 2022
Þórarinn Eyfjörð
Húsnæðislán er ekki neyslulán
5. maí 2022
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða en arðsemi dvínar
Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 4,7 prósent á fyrsta ársfjórðungi, sem er vel undir tíu prósenta arðsemismarkmiði bankans. Hagnaður bankans er meira en helmingi minni en á sama tímabili í fyrra.
5. maí 2022
Unnið að gerð ákæru í Lindsor-málinu í Lúxemborg – Næstum 14 ár frá málsatvikum
Lindsor var aflandsfélag sem keypti skulda­bréf á yfirverði af Kaup­­­þingi, ein­­­stökum starfs­­­mönnum þess banka og félagi í eigu vild­­­ar­við­­­skipta­vinar Kaup­­­þings sama dag og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland.
5. maí 2022
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki hagnaðist um 5,8 milljarða og greiddi næstum 27 milljarða til hluthafa
Vaxtatekjur Arion banka hafa aukist verulega samhliða útlánaaukningu. Kostnaðarhlutfall bankans heldur áfram að lækka, arðsemi eigin fjár er áfram há og hreinn vaxtamunur bankans hefur ekki verið meiri í mörg ár.
4. maí 2022
Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson.
Segir Seðlabankann hafa öll spil á hendi til að hafa hemil á húsnæðismarkaðnum
Seðlabankastjóri sendi frá sér ákall til annarra, sérstaklega aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, um að vinna með bankanum gegn verðbólgunni. Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að aðgerðir til að milda áhrif verðbólgu verði ekki almennar.
4. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Stýrivextir hækkaðir um eitt prósentustig og eru nú 3,75 prósent
Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um þrjú prósentustig frá því í maí í fyrra. Hækkunin í dag mun auka greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð húsnæðislán umtalsvert.
4. maí 2022
Elías B. Elíasson
Ungt fólk, eldra fólk og umferðin
3. maí 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Afborganir námslána í aukinni dýrtíð: Hvar er stefna stjórnvalda?
2. maí 2022
Síðasta álit fjármálaráðs á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er nokkuð hvassara en fyrri álit þess.
Vandi opinberra fjármála ekki tilkominn vegna faraldurs
Ríkissjóður er rekinn með kerfislægum halla, sem leiðir til meiri skuldasöfnunar næstu árin. Að mati fjármálaráðs er skuldasöfnunin ekki faraldrinum að kenna, hún á meðal annars rætur að rekja til freistni stjórnvalda að eyða öllu sem kemur í ríkiskassann
2. maí 2022
Það er dýrt að halda þaki yfir höfðinu.
Hlutfall þeirra heimila sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað eykst milli ára
Tekjuhæstu heimili landsins eru að spenna bogann í húsnæðiskaupum mun meira en þau gerðu 2020 og stærra hlutfall þeirra býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Staða leigjenda batnar á milli ára en staða eigenda versnar.
2. maí 2022
Auglýsingasalar RÚV á mun hærri launum að meðaltali en aðrir starfsmenn
RÚV Sala seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra, sem var um fjórðungi hærri upphæð en árið áður. Starfsmönnum í sölu fjölgaði 2021 á meðan að þeim fækkaði heilt yfir hjá RÚV. Laun í sölu eru að meðaltali 20 prósent hærri en annarra innan RÚV.
2. maí 2022
Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Hugmyndafræði Pútíns jafnhættuleg og fasismi Mússólínís
Ólíklegt er að Pútín léti staðar numið eftir að hafa yfirtekið Úkraínu miðað við hugmyndafræðina sem hann aðhyllist í utanríkismálum, segja Gylfi Zoega og Juan Vicente Sola.
1. maí 2022
Guðmundur Guðmundsson
Steinsteypan og vatnið
30. apríl 2022
Tíu staðreyndir um skoðun íslensku þjóðarinnar á sölu ríkisstjórnar á Íslandsbanka
Þann 22. mars seldi íslenska ríkið 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði til 207 fjárfesta á 52,65 milljarða króna. Kannanir hafa verið gerðar um skoðun þjóðarinnar á bankasölu.
30. apríl 2022
Icelandair heldur áfram að tapa – Tapið samtals 86 milljarðar frá byrjun árs 2018
Tap Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi 2021 var 65 prósent meira en það var á sama tímabili í fyrra. Gríðarlegar hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti réðu þar miklu um en einnig hafði ómikron afbrigðið áhrif á eftirspurn.
29. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Spurði Bjarna hvort það væri samfélagslega hollt að ráðherra selji pabba sínum banka
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætti á fund fjárlaganefndar í morgun til að svara fyrir bankasöluna. Þar var hann meðal annars spurður út í kaup föðurs síns á hlut í bankanum. Bjarni sagði að framsetning spyrjanda stæðist ekki skoðun.
29. apríl 2022
Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Afarkostir Pútíns bera árangur
Sum af stærstu dreifingarfyrirtækjum á jarðgasi í Evrópu hafa ákveðið að mæta kröfum Rússlandsforseta og borga fyrir gasinnflutning frá landinu í rússneskum rúblum. Fyrirkomulagið sér til þess að gengi gjaldmiðilsins haldist stöðugt, þrátt fyrir þvinganir
28. apríl 2022
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Stjórnendur Íslandsbanka segjast hlusta á gagnrýni og að verið sé að rýna reglur
Fjármálaeftirlitið rannsakar nú mögulega hagsmunaárekstra vegna þátttöku starfsmanna söluráðgjafa í lokuðu útboði á hlutum í Íslandsbanka. Alls átta starfsmenn bankans, eða aðilar þeim tengdir, tóku þátt.
28. apríl 2022
Hin takmarkaða þjóð sem skilur ekki stóru stráka leikina
None
28. apríl 2022
Verðbólgan komin upp í 7,2 prósent
Enn heldur verðlag áfram að hækka, samkvæmt mælingum Hagstofu á vísitölu neysluverðs. Verðhækkanir á mat- og drykkjarvörum hafa vegið þungt síðasta mánuðinn, en flugfargjöld hafa einnig hækkað umtalsvert í verði.
28. apríl 2022
Verðið á laxi hefur hækkað um tæp sex prósent á milli vikna síðustu tvo mánuðina.
Laxinn 60 prósentum dýrari eftir innrásina í Úkraínu
Verðið á ýmissi matvöru hefur tekið miklum hækkunum á alþjóðamörkuðum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í lok febrúar. Lax er þar engin undantekning, en kílóverð á fisknum hefur hækkað um tæp 60 prósent síðan þá.
28. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar, sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Forstjóri Bankasýslunnar þáði vínflöskur, flugelda, konfekt og málsverði frá ráðgjöfum
Kjarninn spurði Bankasýsluna hvort stjórn eða starfsfólk hennar hefði þegið gjafir eða boðsferðir frá söluráðgjöfum fyrir 17 dögum síðan. Ekkert svar hefur borist þrátt fyrir ítrekun.
27. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Engar reglur komu í veg fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar keypti hluti í Íslandsbanka
Fjármálaráðuneytið segir að ekkert í lögum og reglum hindri að ráðherrar eða nánir fjölskyldumeðlimir þeirra kaupi hlut í ríkisbönkum. Umgjörð söluferlisins hafi verið „hönnuð til þess að koma í veg fyrir að ráðherra gæti hyglað einstökum bjóðendum“.
26. apríl 2022
Bankasýslan viðurkennir mistök – Umræðan sýni að almenningur hafi ekki skilið fyrirkomulagið
Bankasýsla ríkisins segir í minnisblaði til fjárlaganefndar að það hafi verið mikil vonbrigði að spurningar um mögulega bresti í framkvæmd lokaðs útboðs á hlutum í Íslandsbanka hafi vaknað strax í kjölfar þess.
26. apríl 2022
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Hafa lánað meira til fyrirtækja á þremur mánuðum en þeir gerðu allan faraldurinn
Stóru bankarnir þrír lánuðum 27,9 milljarða króna í ný útlán til fyrirtækja í mars. Þeir hafa ekki lánað meira til slíkra innan mánaðar síðan í ágúst 2018. Mest var lánað í verslun og þjónustu en lán til byggingaiðnaðarins eru líka að aukast.
26. apríl 2022
Skipa á starfshóp til að stöðva notkun á félögum til að lækka skattgreiðslur
Ríkisstjórnin hefur opinberað hvernig skattmatsreglur verði endurskoðaðar til að koma í „veg fyrir óeðlilega og óheilbrigða hvata til stofnunar einkahlutafélaga“.
26. apríl 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Spyr forsætisráðherra hvort Bjarni hafi verið vanhæfur og hvort Lilja hafi brotið siðareglur
Þingmaður Viðreisnar vill að forsætisráðherra svari með hvaða rökum hún hafi hafnað viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur um söluna á hlut í Íslandsbanka og með hvaða rökum hún hafi fallist á þá aðferð sem Bjarni Benediktsson lagði til um hana.
25. apríl 2022
Virði íbúða í eigu Félagsbústaða jókst meira í fyrra en samanlagt fjögur árin á undan
Félagsbústaðir, sem halda utan um félagslegar íbúðir í eigu Reykjavíkur, eiga yfir þrjú þúsund íbúðir. Matsvirði þeirra hækkaði um 20,5 milljarða króna í fyrra. Frá byrjun árs 2017 og út árið 2020 hækkaði virði íbúða félagsins um 18 milljarða króna.
25. apríl 2022
Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.
Meira framboð nauðsynlegt til að aðgerðir Seðlabankans virki
Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir aðgerðir Seðlabankans til að bregðast við verðhækkunum á íbúðamarkaði og aukinni skuldsetningu heimila ekki enn hafa haft tilætluð áhrif. Til þess þurfi aukið framboð íbúða.
24. apríl 2022
Tekjur vegna fasteignaskatta í Reykjavík stóðu nánast í stað milli ára
Eftir mikla tekjuaukningu vegna innheimtu fasteignaskatta á árunum 2017, 2018 og 2019 hafa tekjur höfuðborgarinnar staðið nokkurn veginn í stað síðustu ár. Þær eru samt sem áður umtalsverðar, eða rúmlega 44 milljarðar króna á tveimur árum.
24. apríl 2022
Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri RÚV.
Auglýsingatekjur RÚV jukust um fjórðung í fyrra og voru rúmlega tveir milljarðar
RÚV fékk 4,7 milljarða króna úr ríkissjóði á árinu 2021. Auglýsingatekjur fyrirtækisins jukust um rúmlega 400 milljónir króna milli ára. Það er hærri upphæð en allir einkareknu miðlarnir fengu samanlagt í rekstrarstyrk úr ríkissjóði.
23. apríl 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Reykjavík reiknaði með 3,3 milljarða tapi en hagnaðist þess í stað um 23,4 milljarða
Rekstur þess hluta Reykjavíkurborgar sem er fjármagnaður með skatttekjum gekk mun betur í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Miklar hækkanir á húsnæðisverði leiddu svo til þess að bókfært virði félagslegra íbúða jókst um 20,5 milljarða króna á einu ári.
22. apríl 2022
Skjólið í handarkrika armslengdar
None
21. apríl 2022
Stór hluti tekjuaukningar norska útflutningsgeirans er tilkominn vegna hækkana í orkuverði.
Norðmenn hagnast á stríði og orkukrísu
Hrávöruverð hefur hækkað hratt á síðustu mánuðum, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísunni sem því hefur fylgt. Norðmenn hafa hagnast mikið á þessum hækkunum, en nýtt met var sett í virði olíu-, gas-, og álútflutnings frá landinu í mars.
21. apríl 2022
Margrét Tryggvadóttir er forstjóri Nova.
Nova stefnir á markað í byrjun sumars – Nýir hluthafar eignast 36 prósent
Nýir hluthafar hafa eignast um 36 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu Nova, sem ætlar sér inn á aðalmarkað Kauphallar fyrir mitt ár. Trúnaður ríkir um verðið sem greitt var fyrir rúmlega þriðjungshlut í félaginu.
20. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Armslengd í endalok Bankasýslu sem Bjarni vildi aldrei sjá
Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009 meðal annars til þess að tryggja að pólitíkusar væru ekki að skipta sér beint af eignarhaldi ríkisins á bönkum. Nú syngur þessi stofnun brátt hið síðasta, eftir að ríkisstjórnin rataði í vandræði.
20. apríl 2022
Það gustar um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um þessar mundir.
Yfir 80 prósent landsmanna óánægð með bankasöluna – Sjálfstæðismenn ánægðastir
Átta af hverjum tíu landsmenn eru óánægðir með hvernig staðið var að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði og vilja að sett verði upp rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna. Eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru sátt með söluferlið.
20. apríl 2022
Sighvatur Björgvinsson
Bankasýslan og fordæmi Eflingar
19. apríl 2022
Lárus L. Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Stjórn Bankasýslunnar segir að söluþóknun verði ekki greidd ef ágallar komi fram
Þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins segist vera að skoða lagalega stöðu sína gagnvart þeim fyrirtækjum sem höfðu milligöngu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Umsamdar þóknanir verði að óbreyttu ekki greiddar ef ágallar opinberist.
19. apríl 2022
Formenn stjórnarflokkanna þriggja.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja niður Bankasýslu ríkisins
Ríkisstjórn Íslands segir að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka sem nauðsynlegt sé að rannsaka og upplýsa almenning um.
19. apríl 2022
Að leggja sjálfstætt mat á það sem almenningur má fá að vita
None
19. apríl 2022
Suðurlandið, ásamt Suðurnesjum, virðist heilla marga höfuðborgarbúa.
Höfuðborgarbúar færa sig til Suðurlands og Suðurnesja
Enn flytja mun fleiri til Reykjavíkur heldur en frá henni, en á síðustu árum hefur sá aðflutningur einungis verið erlendis frá. Þeir sem búsettir eru innanlands hafa aftur á móti fært sig frá höfuðborginni og að nærliggjandi landshlutum.
18. apríl 2022
Bláa lónið.
Bláa lónið fékk 823 milljónir króna í stuðningsgreiðslur frá ríkinu á tveimur árum
Tap Bláa lónsins á þeim tveimur árum sem kórónuveirufaraldurinn geisaði af fullum krafti, með tilheyrandi áhrifum á rekstur fyrirtækisins, var lægra en síðasta arðgreiðsla sem greidd var út fyrirtækinu. Það er nú metið á um 60 milljarða króna.
18. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Þegar franskur stórbanki reyndist óþekktur þýskur banki
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
17. apríl 2022
Borgartúnið í Reykjavík er nokkurskonar miðstöð fjármála á Íslandi.
Næstum níu af hverjum tíu kaupendum í lokaða útboðinu eru af höfuðborgarsvæðinu
Hlutfall þeirra einkafjárfesta sem tóku þátt í að kaupa hluti í Íslandsbanka og eiga heima í Garðabæ er rúmlega þrisvar sinnum hærra en hlutfall íbúa sveitarfélagsins af heildaríbúafjölda Íslands. Helmingur fjárfestanna býr í Reykjavík.
16. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Sendu bréf og fengu að kaupa Landsbanka Íslands
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
16. apríl 2022
Ár af gámatruflunum
Truflanir í gámaflutningum á milli landa hafa valdið miklum usla um allan heim á síðustu tólf mánuðum, allt frá því að risaskipið Ever Given festist í Súesskurðinum. Nú eru blikur á lofti um frekari truflanir vegna smitbylgju og sóttvarna í Kína.
15. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Kapphlaupið um kennitölurnar
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
15. apríl 2022
Fávitarnir og þeir sem græða peninginn
None
15. apríl 2022
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan segir 34 fjárfesta þegar hafa selt í Íslandsbanka og 60 birtast ekki á hluthafalista
Stofnunin sem sá um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur birt yfirlit yfir það sem hún ætlar að sé þróun á eignarhlut hluta þeirra sem fengu að kaupa hluti í bankanum í lokuðu útboði í síðasta mánuði.
15. apríl 2022
Skýrsla um „ruslakistu Seðlabankans“ sem átti að koma út 2018 hefur enn ekki verið skrifuð
Eftir bankahrunið var eignum sem féllu Seðlabankanum í skaut, og voru mörg hundruð milljarða króna virði, safnað saman í sérstakt félag, Eignasafn Seðlabanka Íslands. Þaðan voru þær svo seldar með ógagnsæjum hætti.
14. apríl 2022
Búist er við mikilli umferð um Keflavíkurflugvöll næstu dagana.
Flugvellir teppast um allan heim
Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum á síðustu dögum, samhliða aukinni eftirspurn eftir millilandaflugi eftir faraldurinn og skorti á vinnuafli.
13. apríl 2022
Stór hluti þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka eru ekki lengur á meðal hluthafa
Samanburður á hluthafalista Íslandsbanka fyrir lokaða útboðið í mars og listanum eins og hann leit út í gær sýnir að 132 þeirra sem fengu að taka þátt í útboðinu hafa selt sig niður að einhverju eða öllu leyti.
12. apríl 2022
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan segist fagna því að FME skoði tiltekna þætti útboðsins
Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins hefur ritað Fjármáleftirlitinu bréf, þar sem hann segir Bankasýsluna fagna því að FME skoði nú tiltekna þætti nýlegs útboðs á hluta af eign ríkisins í Íslandsbanka.
12. apríl 2022
„Það er tími til að velja hvar í þessu nýja landslagi stórvelda Ísland verður“
Gylfi Zoega segir Ísland þurfi að hámarka kosti og lágmarka kostnað þess að vera sjálfstætt ríki. Samkvæmt honum er það gert innan NATO og innri markaðar Evrópusambandsins.
12. apríl 2022
Þrír ráðherrar úr ríkisstjórninni sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál. Þau eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Lilja Alfreðsdóttir.
Enga bókun að finna um sérstaka afstöðu neins ráðherra til sölu á Íslandsbanka
Lilja Alfreðsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki verið hlynnt þeirri aðferðarfræði sem beitt var við sölu á hlut í Íslandsbanka og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri. Ekkert var bókað um þá afstöðu í fundargerðum ráðherranefndar.
11. apríl 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppnefni
11. apríl 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Lilja bókaði ekkert á fundum um óánægju sína með bankasölu
Lilja Alfreðsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki verið hlynnt þeirri aðferðarfræði sem beitt var við sölu á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Forsætisráðherra segir engan ráðherra hafa óskað þess að færa neitt til bókar um söluferlið.
11. apríl 2022
Lýður Þ. Þorgeirsson.
Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka sagði upp störfum
Miklar hræringar hafa verið í efstu stöðum hjá Arion banka síðustu daga eftir að aðstoðarbankastjórinn hætti og réð sig til SKEL fjárfestingafélags. Nú hefur Lýður Þ. Þorgeirsson sagt upp störfum.
11. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýsla ríkisins hafnar allri gagnrýni sem sett hefur verið fram á söluferli Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins er ánægð með afsláttinn sem var gefinn á hlut í Íslandsbanka, telur kostnaðinn við útboðið ásættanlegan, segir að útboðinu hafi verið beint að öllum „hæfum fjárfestum“ og að aldrei hafi staðið til að selja bara stærri aðilum.
11. apríl 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar. Hún situr einnig í ráðherranefnd um efnahagsmál.
Lilja segist aldrei hafa viljað selja bankann eins og gert var og að útkoman komi ekki á óvart
Einn þeirra þriggja ráðherra sem sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál hefur stigið fram og gagnrýnt söluferlið á hlut í Íslandsbanka harðlega. Hún segir að einblína hafi átt á gæði framtíðareigenda í stað verðs en að ákveðið hafi verið að fara aðra leið.
11. apríl 2022
Kaupendalistinn sem gerði allt vitlaust í íslensku samfélagi
Á miðvikudag var, eftir dúk og disk, birtur listi yfir þá 207 aðila sem fengu að kaupa í Íslandsbanka í lokuðu útboði þar sem afsláttur var veittur á almenningseign.
9. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan segist ekki hafa selt hlut í banka í andstöðu við lög
Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, telur að lög hafi verið brotin við sölu á 22,5 prósent hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði og vill rifta viðskiptunum. Forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins vísa þessu á bug.
8. apríl 2022
Jóhann Hauksson
Kunnugleg leið fram á hengiflugið
8. apríl 2022
Sigríður Benediktsdóttir.
Telur lög hafa verið brotin við sölu á hlut í Íslandsbanka og vill láta rifta hluta viðskipta
Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, segir að sala á hlutum í Íslandsbanka til lítilla fjárfesta í lokuðu útboði brjóti í bága við lög um sölumeðferð eignarhluta ríkis í fjármálafyrirtækjum.
8. apríl 2022
Ríkisendurskoðun hefur áður gefið út falskt heilbrigðisvottorð á einkavæðingu banka
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur beðið Ríkisendurskoðun um að skoða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til hóps fjárfesta í lokuðu útboði fyrir rúmum tveimur vikum. Stofnunin hefur tvívegis áður skoðað bankasölu og sagt hana í lagi.
8. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Útboðið í ósamræmi við tilmæli OECD um einkavæðingu
Þátttaka söluráðgjafa í lokuðu útboði Íslandsbanka er ekki í samræmi við tilmæli OECD um hvernig eigi að standa að einkavæðingu á fyrirtækjum í ríkiseigu. Stofnunin segir mikilvægt að rétt sé farið að slíkri sölu til að koma megi í veg fyrir spillingu.
8. apríl 2022
Erlendu sjóðirnir sem seldu sig hratt út eftir skráningu voru valdir til að kaupa aftur
Á lista yfir þá 207 aðila sem valdir voru til að fá að kaupa hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum er að finna nokkra erlendra sjóði. Flestir þeirra tóku líka þátt í almenna útboðinu í fyrra, og seldu sig hratt út í kjölfarið.
7. apríl 2022
Hvað eiga rasísk ummæli, pólitísk hrossakaup og afsláttur á ríkiseign sameiginlegt?
None
7. apríl 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er meirihlutaeigandi í Eignarhaldsfélaginu Steini.
Þorsteinn Már, faðir Bjarna og gamlir bankaeigendur á meðal kaupenda í bankanum
Búið er að birta listann yfir þá sem fengu að taka þátt í lokuðu útboði á hlutum í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum. Þar bauðst „hæfum fjárfestum“ að kaupa hluti í banka af ríkinu með afslætti.
6. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Búið að birta listann yfir kaupendur í Íslandsbanka – Lestu hann í heild sinni hér
Bankasýsla ríkisins lagðist gegn því að listi yfir þá 207 aðila sem fengu að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum með afslætti yrði birtur. Fjármálaráðuneytið taldi málið ekki falla undir bankaleynd og hefur birt listann.
6. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan telur sér ekki fært að birta lista yfir kaupendur að hlut ríkisins í Íslandsbanka
Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins ber fyrir sig bankaleynd og að það sé óþekkt erlendis að upplýst sé um kaupendur og hvað keypt sé í útboðum. Hann telur að ekki sé hægt að birta lista yfir kaupendur.
6. apríl 2022
Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði.
Vill efla menntakerfið til að koma í veg fyrir starfamissi
Mörg störf sem hurfu í heimsfaraldrinum munu ekki koma aftur vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði segir menntakerfið leika lykilhlutverki í að lágmarka starfsmissinn vegna tæknibreytinga framtíðar.
6. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni hefur beðið um lista yfir þá sem keyptu í Íslandsbanka og vonast til að geta birt hann
209 aðilar fengu að kaupa í Íslandsbanka í lokuðu útboði. 85 prósent þeirra voru innlendir, og þar af fengu 140 einkafjárfestar að kaupa hlut með afslætti upp á næstum 700 milljónir króna. Alls 59 fjárfestar keyptu fyrir minna en 30 milljónir króna.
5. apríl 2022
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB gæti bannað innflutning rússneskrar olíu
Evrópusambandið vinnur nú að tillögu um innflutningsbann á allri rússneskri olíu í kjölfar frétta af voðaverkum Rússa í Úkraínu. Þó er óvíst hvort öll aðildarríkin samþykki hana, en óeining hefur verið innan sambandsins um refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
5. apríl 2022
Einar S. Hálfdánarson
Reykjavíkurborg – stórskuldug eða hvað?
4. apríl 2022
Lífeyrissjóðir landsins, sem eiga að sjá þjóðinni fyrir áhyggjulausu ævikvöldi, vilja komast með stærri hluta eigna sinna úr landi til að forðast eignabólur og dreifa áhættu.
Lífeyrissjóðirnir fá að auka erlendar eignir sínar aðeins hraðar, en bara í þrjú ár
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt frumvarp á vef Alþingis þar sem lífeyrissjóðum verður heimilt að auka eignir sínar erlendis upp í 65 prósent af heildareignum fyrir árið 2036, í stað 2038 eins og drög höfðu gert ráð fyrir.
4. apríl 2022
Hrafn Magnússon, Bjarni Benediktsson og Þorgeir Eyjólfsson.
Segja nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fela í sér aðför að kjörum lífeyrisþega lífeyrissjóða
Tveir reynslumestu stjórnendur íslenska lífeyriskerfisins frá því að það var sett á fót segja að verði framlögð frumvarpsdrög að lögum muni það hafa í för með sér verulega kaupmáttarskerðingu lífeyrisþegar.
4. apríl 2022
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Vilja draga úr skaðlegum áhrifum þess að sami lífeyrissjóður eigi í samkeppnisaðilum
Samkeppniseftirlitið hefur áhyggjur af því að sami lífeyrissjóður eigi stóran eignarhlut í fleiri en einum keppinauti á sama markaði og kallar eftir umræðu um þá stöðu. Sömu sjóðir eiga oft í öllum skráðum félögum sem bjóða sambærilega eða sömu þjónustu.
3. apríl 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.
Ríkisstjórninni til háborinnar skammar að hafa þúsundir barna í fátækt
Þingmaður Flokks fólksins segir að það eigi ekki að eiga sér stað í siðmenntuðu samfélagi þar sem mannréttindi eiga að vera í fyrirrúmi að barn fái ekki læknisþjónustu og bíði svo mánuðum eða árum skiptir á biðlista.
2. apríl 2022
Björn Gunnar Ólafsson
Full aðild að Evrópusambandinu
2. apríl 2022
Af hverju mega stærstu eigendur banka ekki fá að vita hverjir fengu að kaupa með afslætti?
None
2. apríl 2022
Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Sameyki býr sig undir „harðar vinnudeilur“ með því að efla verkfallssjóð sinn
Samþykkt var á aðalfundi Sameykis í gær að hækka félagsgjald tímabundið til tveggja ára. Tilgangurinn er að styrkja svokallaðan Vinnudeildusjóð félagsins. Formaður þess býst við hörðum kjaradeilum á árinu.
1. apríl 2022
Auknar líkur á hröðum vaxtahækkunum í Bandaríkjunum
Líkurnar á hraðri hækkun stýrivaxta Bandaríkjunum hafa aukist eftir væntingar um jákvæðar vinnumarkaðstölur, en sérfræðingar búast nú við tæplega þriggja prósenta vöxtum fyrir lok næsta árs.
1. apríl 2022
Samþykkt var að halda áfram að selja hlut í Íslandsbanka í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í ráðherranefnd um efnahagsmál sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og viðskipta- og menningarmálaráðherra.
140 einkafjárfestar keyptu fyrir 16,1 milljarð í Íslandsbanka – Fengu um 700 milljóna afslátt
Alls fengu 209 aðilar að kaupa í Íslandsbanka í síðustu viku í lokuðu útboði. 85 prósent þeirra voru innlendir, og þar af fengu 140 einkafjárfestar að kaupa hlut með afslætti. Alls 59 fjárfestar keyptu fyrir minna en 30 milljónir króna.
1. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þrýst á að listi yfir litlu fjárfestana sem fengu að kaupa í Íslandsbanka á afslætti verði birtur
Hluthafar Íslandsbanka munu þurfa að bera saman lista með á sextánda þúsund nöfnum til að finna út hvaða litlu fjárfestar fengu að kaupa í bankanum. Sögur ganga um að miðlarar hafi hringt í valda viðskiptavini og hleypt þeim að kaupum með afslætti.
1. apríl 2022
ÁTVR hætt við að áfrýja niðurstöðu í máli gegn vefverslunum vegna afstöðu ráðherra
Héraðsdómur vísaði fyrr í mánuðinum frá máli ÁTVR gegn tveimur vefverslunum sem selja áfengi en stofnunin sagðist ætla að áfrýja. Tveir ráðherrar sögðu í kjölfarið að breyta þyrfti fyrirkomulagi áfengissölu á Íslandi.
31. mars 2022
Minni útgjöld í húsnæðismál þrátt fyrir framboðsskort
Samkvæmt stjórnvöldum er framboðsskortur á húsnæðismarkaði sem mikilvægt er að koma í veg fyrir. Hins vegar hyggst ríkisstjórnin ætla að draga úr stuðningi sínum í húsnæðismálum, ef tekið er tillit til verðbólgu.
31. mars 2022
Fyrrverandi starfsmaður GAMMA fór í mál til að fá bónusinn sinn ... og vann
Fjármálafyrirtækið GAMMA fór með himinskautunum um tíma, en féll með látum á árinu 2019 og er ekki til í sömu mynd lengur. Starfsmenn þess áttu þá inni kaupauka sem stjórn félagsins ákvað að borga ekki, enda fjarað undan tekjum GAMMA.
31. mars 2022
Laugardalshöllin var vígð í desember1965 og átti upphaflega að duga í 20 ár. Nú eru liðin rúm 66 ár frá vígslu hennar.
Ríkið hefur mánuð til að leggja fram fé í þjóðarhöll, annars byggir borgin íþróttahús á bílastæði
Árum saman hefur aðstöðuleysi barna og ungmenna sem æfa hjá Þrótti eða Ármann verið tengt við uppbyggingu nýjum þjóðarleikvöngum fyrir knattspyrnu og inniíþróttir. Sameiginlegur kostnaður hefur verið áætlaður allt að 24 milljarðar króna.
31. mars 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Bankasala og skortur á samkeppni
31. mars 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill ekki meina að stjórnvöld taki „hænuskref“ varðandi heimildir lífeyrissjóðanna
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar eru ekki sammála um það hvort stjórnvöld séu að taka nægilega stór skref í því að auka heimildir lífeyrissjóðanna til að fjárfesta erlendis.
30. mars 2022
Þröstur Ólafsson
Útgerðarauður og hagkerfið
30. mars 2022
Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Segir ágætt svigrúm til launahækkana
Stefán Ólafsson segir miklar arðgreiðslur fyrirtækja og launahækkanir forstjóra sýna að svigrúm til bættra kjara starfsmanna þeirra sé ágætt.
30. mars 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Aðhaldsaðgerðir minni og byrja seinna
Ríkisstjórnin ætlar að fresta fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum um eitt ár og draga verulega úr þeim. Enn er þó búist við skattahækkunum eða niðurskurði í opinberum útgjöldum til að bæta afkomu hins opinbera á þarnæsta ári.
29. mars 2022
Bensín og olíur hafa nú hækkað um tæpan fjórðung í verði á síðustu tólf mánuðum.
Verðbólgan komin upp í 6,7 prósent
Ekkert lát virðist vera á verðhækkunum, en vísitala neysluverðs mældist 6,7 prósentum hærri í mars heldur en í sama mánuði fyrir ári síðan. Nær allir vöruflokkar hafa hækkað í verði, en þyngst vega þó verðhækkanir á húsnæði, bensíni og olíum.
29. mars 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Hann kynnti drög að frumvarpi sem á að hækka þak á erlendra fjárfestingar lífeyrissjóða í hægum skrefum í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í þessum mánuði.
Lífeyrissjóðirnir vilja fara miklu hraðar út – Óttast annars bólumyndun innanlands
Frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra um að hækka þak á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða hafa valdið djúpstæðri óánægju á meðal stærri sjóða. Þeir telja að hækkunin verði að ganga mun hraðar fyrir sig.
29. mars 2022
Kaupendur að hlut í Íslandsbanka hafa þegar hagnast um 4,5 milljarða króna
22,5 prósent hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka sem var seldur í lokuðu útboði fyrir 52,65 milljarða króna til nokkur hundruð aðila sem flokkast „fagfjárfestar“ fyrir viku síðan er nú 57,15 milljarða króna virði.
29. mars 2022
Erfitt að vinna gegn orkuverðshækkunum
Vonir standa til um að nýtt samkomulag á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um viðskipti á jarðgasi ásamt meiri olíuframleiðslu vestanhafsmuni lægja öldurnar á orkumörkuðum. Hins vegar er framtíðarþróunin bundin mikilli óvissu.
28. mars 2022
Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þingheimur verði að átti sig á áhrifum ákvarðana á fjárhag sveitarfélaga
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að mörg sveitarfélög eigi í erfiðleikum með sín stærstu verkefni og sjái einfaldlega ekki fram á að ráða við þau þrátt fyrir góðan vilja.
27. mars 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokksfólksins.
Fólk hljóti að sjá samfélagsbanka sem góðan valkost
Varaþingmaður Flokks fólksins fjallaði um samfélagsbanka á þinginu í vikunni í tilefni af sölu Íslandsbanka. „Eigum við að bíða eftir næstu bankakreppu eða reyna að stofna banka sem fæst ekki við spákaupmennsku heldur fæst við eðlileg viðskipti?“
26. mars 2022
Ingrid Kuhlman
Starfsmenn forgangsraða í þágu heilsu og vellíðanar
25. mars 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur endanlega ákvörðun um sölu á hlut í ríkisbanka.
Hverjir eru æskilegir eigendur að íslenskum viðskiptabanka og hvernig er best að selja hann?
Í rúmlega níu ár hafa verið í gildi lög um hvernig selja eigi banka í eigu íslenska ríkisins. Það hefur tekið mun lengri tíma en lagt var upp með að hefja það ferli og mikillar tortryggni gætir gagnvart hverju skrefi sem er stigið.
25. mars 2022
Aukinn kraftur í lánveitingu til byggingarfyrirtækja
Eftir tæplega þriggja ára stöðnun í lánveitingu bankanna til byggingarfyrirtækja hefur aukinn kraftur færst í þau á síðustu mánuðum. Ný útlán til byggingargeirans í febrúar námu um fimm milljörðum krónum og hafa þau ekki verið meiri í tæp sex ár.
25. mars 2022
Jón Steindór Valdimarsson
Þér er ekki boðið
25. mars 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Leggur til þensluaðgerðir á húsnæðismarkaði
Fjármálaráðherra hyggst auka heimildir fólks til að ráðstafa séreignarsparnaðinum sínum skattfrjálst til fyrstu fasteignakaupa. Það gæti unnið gegn markmiðum Seðlabankans um að draga úr eftirspurnarþrýstingi á húsnæðismarkaði.
24. mars 2022
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson
Hvað er átt við þegar menn tala um ofurhagnað? spyr fjármálaráðherra
Formaður Samfylkingarinnar spurði fjármálaráðherra á þingi í morgun hvernig honum hugnaðist hugmyndir félaga síns í ríkisstjórn, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að almenningur fengi stærri hlut af ofur­hagn­aði ein­stakra sjávarútvegsfyr­ir­tækja.
24. mars 2022
Þetta er Ísland ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
None
24. mars 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þjóðarvilji ráði för um dýpra samstarf við Evrópusambandið
23. mars 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Lagði áherslu á annað en eingöngu hæsta verðið – „Meinti það sem ég sagði“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hann hafi alltaf viljað heilbrigt eignarhald á Íslandsbanka. Það þýði m.a. að áherslan sé ekki á hæsta verðið heldur dreifða eignaraðild.
23. mars 2022
Sýnataka vegna COVID-19 í Beijing. Smitum hefur farið fjölgandi í Kína og Hong Kong upp á síðkastið, þrátt fyrir að harðar sóttvarnaraðgerðir séu enn í gildi.
Núllstefna kínverskra yfirvalda gegn COVID-19 virðist óhagganleg
Kínversk yfirvöld hafa frá upphafi heimsfaraldurs COVID-19 sýnt veirunni lítið umburðarlyndi. Ólíkt öðrum löndum ætlar Kína ekki að „lifa með veirunni“ og svokölluð núllstefna yfirvalda virðist óhagganleg þrátt fyrir víðtæk efnahagsleg áhrif.
23. mars 2022
Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, ásamt Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
ESB líklegt til að skattleggja gegn áhrifum verðbólgu
Líklegt er að Evrópusambandið muni styðja upptöku hvalrekaskatts á orkufyrirtæki í álfunni til að fjármagna stuðningsaðgerðir við tekjulág heimili og fyrirtæki vegna mikilla verðhækkana. Ítalía hefur nú þegar samþykkt slíka skattlagningu.
23. mars 2022
Ríkisstjórnin kynnti nokkra efnahagslega aðgerðarpakka til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins á síðustu tveimur árum.
Húsnæðisverð hækkaði meira á Íslandi í faraldrinum en á hinum Norðurlöndunum
Ný norræn skýrsla sýnir að norrænu hagkerfin hafi tekist á við heimsfaraldurinn betur en flest önnur ríki Evrópu þótt neikvæð áhrif hafi allsstaðar verið umtalsverð. Neikvæðu áhrifin voru meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.
23. mars 2022
Alls 22,5 prósenta hlutur í Íslandsbanka seldur með 2,25 milljarða króna afslætti
Bjarni Benediktsson er búinn að ákveða að ríkissjóður selji stóran hlut í Íslandsbanka fyrir 52,65 milljarða króna. Ríkið mun eiga 42,5 prósent hlut í bankanum og hefur selt bréf í honum fyrir 108 milljarða króna frá því í fyrrasumar.
23. mars 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kom fram að hún ætlaði sér að selja eignarhluti í bönkum á kjörtímabilinu.
Tók nokkra klukkutíma að selja 20 prósent hlut í Íslandsbanka sem er 49 milljarða virði
„Hæfir fjárfestar“ hafa þegar skráð sig fyrir þeirri lágmarksstærð sem var boðin til sölu í Íslandsbanka fyrr í dag. Tilkynnt verður um niðurstöðu söluferlis fyrir opnun markað á morgun. Þá kemur í ljós hvað Bjarni Benediktsson ákvað að selja stóran hlut.
22. mars 2022
Bjarni Benediktsson tekur lokaákvörðun um útboðsgengi og hversu mikið verður selt.
Ríkið selur að minnsta kosti 20 prósent í Íslandsbanka fyrir opnun markaða á morgun
Í dag var tilkynnt um að söluferli á að minnsta kosti 20 prósent hlut í Íslandsbanka væri hafið, og að tilkynnt yrði um niðurstöðu þess á morgun fyrir opnun markaða. Íslenska ríkið verður minnihlutaeigandi í bankanum þegar viðskiptin eru frágengin.
22. mars 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún: „Þvílík hræsni“
Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir að vaxta­bótum sem nýtt­ust tekju­lágu fólki og ungu fólki hafi verið skipt út fyrir 30 millj­arða króna skatt­afslátt til ein­stak­linga í efri hluta tekju­stig­ans.
22. mars 2022
Milljarðar úr ríkissjóði til tekjuhæstu hópanna vegna skattaafsláttar
Eðlisbreyting hefur orðið á stuðningi ríkisins við heimili með húsnæðislán á síðustu árum. Áður fór mest til tekjulægri og yngra fólks.
22. mars 2022
Þorvarður Hjaltason
Reykjavíkurborg – stórskuldug eða hvað?
22. mars 2022
Bókanir í ferðaþjónustu „fugl í skógi ekki í hendi“ að mati Seðlabanka Íslands
Þótt lifnað hafi yfir bókunum í ferðaþjónustu séu þær með sveigjanlegri skilmálum en áður og því ekki í hendi. Stríðið í Úkraínu og afleiddar afleiðingar þess muni líklega draga úr ferðavilja að mati bankans.
22. mars 2022
Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur.
„Á meðan fyllast öll koffort í Moskvu af peningum“
Ásgeir Brynjar Torfason bendir á að þrátt fyrir að Evrópuþjóðir séu viljugar að hætta að kaupa olíu og gas af Rússum þá taki slíkar aðgerðir tíma.
21. mars 2022
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Erlendir aðilar seldu í Arion banka fyrir 55 milljarða en keyptu í Íslandsbanka fyrir tíu
Hrein nýfjárfesting erlendra aðila var neikvæð um alls 117 milljarða króna á árunum 2020 og 2021. Fjárfestar sem höfðu veðjað á ágóða í eftirköstum hrunsins seldu eignir og fóru í kjölfar þess að höftum var aflétt. Lítið kom inn í staðinn.
21. mars 2022
Hvaða áhrif hefur stríðið á íslenska hagkerfið?
Hærra verð, minni kaupmáttur og minni tekjur úr ferðaþjónustu, en stóriðjan gæti hagnast. Kjarninn tók saman nokkrar hugsanlegar afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu á íslenskt efnahagslíf og ástæður þeirra.
21. mars 2022
Það þarf meira en bara framlag launþega til þess að tryggja frið á vinnumarkað, samkvæmt Gylfa.
Ábyrgðin á verðstöðugleika ekki einungis í höndum launþega
Það er ekki rétt að fela launþegum einum ábyrgð á þróun verðbólgu og almenns stöðugleika í efnahagslífinu, segir Gylfi Zoega. Vinnuveitendur og stjórnvöld ættu einnig að leggja sitt af mörkum.
21. mars 2022
Stjórnmálamenn sem eru logandi hræddir við „ósmekklegan“ þjóðarvilja
None
19. mars 2022
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Vill að Samkeppniseftirlitið skoði hegðun bankanna
Gylfi Zoega segir fulla ástæðu vera fyrir Samkeppniseftirlitið til að rannsaka hegðun íslensku bankanna líkt og gert var með olíufélögin á sínum tíma. Óvíst er hvort hagræðingin í rekstri bankanna hafi skilað sér til neytenda.
18. mars 2022
Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson
Fæðuöryggi á stríðstímum
18. mars 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Sex forstjórar fyrirtækja í meirihlutaeigu hins opinbera með hærri laun en forsætisráðherra
Æðstu stjórnendur fjögurra fyrirtækja sem eru að mestu í eigi ríkis eða sveitarfélaga erum með 3,5 milljónir króna á mánuði í heildarlaun eða meira. Sá sem er með hæstu launin fékk 167 prósent hærri laun en ráðherrar landsins í fyrra.
18. mars 2022
Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi.
Ræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi slapp undan þvingunum – Ísland sagt hafa beitt sér
Einn ríkasti maður Hvíta-Rússlands, og náinn bandamaður forseta landsins, er líka kjörræðismaður Íslands þar í landi og á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Hann hefur átt að lenda á þvingunarlistum ESB en alltaf sloppið.
18. mars 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir komin með efnahagsráðgjafa
Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn til menningar og viðskiptaráðuneytisins. Á meðal hans helstu verkefna verður að veita ráðherra viðskipta ráðgjöf í efnahagsmálum.
17. mars 2022
Eftirspurnin enn mikil á húsnæðismarkaði
Ekkert lát er á eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi þrengt lánaskilyrði og þrýst lánavöxtum upp á síðustu mánuðum. Þó er enn ódýrara að leigja íbúðir en fyrir tveimur árum síðan.
17. mars 2022
Virði útgerða sem skráðar eru á markað hefur aukist um 142 milljarða á tíu mánuðum
Eignarhlutur þeirra fámennu hópa sem eiga um eða yfir helmingshlut í Síldarvinnslunni og Brim hefur samanlagt hækkað um næstum 80 milljarða frá því í maí í fyrra. Stærstu hluti þeirra verðmæta hefur runnið til Samherja og Guðmundur Kristjánssonar.
17. mars 2022
Dominic Ward, forstjóri Verne Global, sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ.
Framtíð íslenskra gagnavera snúist ekki um að grafa eftir rafmyntum
Samkvæmt mati forstjóra Verne Global má áætla að um 750 GWst af þeim 970 GWst raforku sem seldar voru til gagnavera í fyrra hafi farið í að grafa eftir rafmyntum.
17. mars 2022
PLAY tapaði næstum þremur milljörðum króna en ætlar ekki í hlutafjáraukningu
Tekjur flugfélagsins PLAY voru lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna neikvæðra áhrifa COVID-19. Félagið er ekki með neinar eldsneytisvarnir og gert er ráð fyrir að hærra olíuverð muni leiða til kostnaðarauka upp á 1,3 milljarða króna í ár.
16. mars 2022
Björgvin G. Sigurðsson
Verðum loksins (evrópsk) þjóð meðal þjóða
16. mars 2022
Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.
Drífa: Tillaga um lækkun mótframlags hefði kostað launafólk tíu milljarða á ársfjórðungi
Drífa Snædal segir að tillaga sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson töluðu fyrir innan ASÍ, um lækkun mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði í upphafi veirufaraldursins, hefði kostað launafólk tíu milljarða á ársfjórðungi.
16. mars 2022
Eggert Kristófersson, forstjóri Festi.
Stjórnarmenn geta fokið fyrir háttsemi sem telst „ámælisverð að almannaáliti“
Festi ætlar að innleiða reglur til að takast á við mál æðstu stjórnanda sem gætu valdið félaginu rekstraráæhættu með því að orðspor þeirra bíði hnekki. Það getur til að mynda gerst við opinbera umfjöllun.
16. mars 2022
Vegfarendur í Moskvu ganga framhjá verslun Dior í miðborginni. Dior, líkt og fjölmargar erlendar verslanir og stórfyrirtæki, hafa hætt allri starfsemi í Rússlandi sökum innrásarinnar í Úkraínu.
Hver eru áhrif refsiaðgerða á daglegt líf í Rússlandi?
Hærra vöruverð, auknar líkur á atvinnuleysi og brotthvarf alþjóðlegra stórfyrirtækja eru meðal þeirra áhrifa sem refsiaðgerðir Vesturlanda hafa á daglegt líf í Rússlandi. Umdeilt er hvort aðgerðirnar muni í raun og veru skila tilætluðum árangri.
16. mars 2022
Áttunda hvert heimili í slæmu húsnæði
Þröngbýlt er á einu af hverjum tólf heimilum hérlendis, auk þess sem áttunda hvert heimili er í slæmu ásigkomulagi. Nokkuð dró úr þröngbýlinu í fyrra, en það náði hámarki á tímabilinu 2018-2020.
15. mars 2022
Þeir sem eiga húsnæði hafa það gott, en margir hinna lifa við skort og ná ekki endum saman
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Hagstofu Íslands fækkaði þeim heimilum sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þau hafa hlutfallslega aldrei mælst færri. Tæplega 19 prósent þjóðarinnar segir að húsnæðiskostnaður sé þung fjárhagsleg byrði.
15. mars 2022
Frá Yantian-höfninni í Shenzhen.
Framboðshökt væntanlegt vegna smitbylgju í Kína
Kínverska ríkisstjórnin hefur sett á sjö daga útgöngubann í hafnarborginni Shenzhen vegna nýrrar smitbylgju af kórónuveirunni. Bannið, ásamt öðrum sóttvarnaraðgerðum í landinu, gæti haft töluverð áhrif á vöruflutninga á heimsvísu.
15. mars 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvert fara peningarnar? Kynjuð fjármál á Íslandi
14. mars 2022
Neyslugleði rússneskra ferðamanna mun minni en áður
Fyrir níu árum síðan eyddi hver rússneskur ferðamaður um helmingi meiri pening en ferðamaður frá öðrum þjóðernum. Á síðustu árum hefur hins vegar dregið hratt úr neyslu þeirra og eyða þeir nú minna en aðrir hérlendis.
14. mars 2022
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum.
Segir nýja lotu í hinum alþjóðlega peningaleik hafna
Innrás Rússlands í Úkraínu og viðbrögðin við henni hafa breytt alþjóðlega fjármálakerfinu, segir doktor í fjármálum. Hann segir helstu vonina í fjármálastríðinu á milli austurs og vesturs liggja í þéttu samstarfi Evrópulanda.
13. mars 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
„Íslenska ríkið á að skila þessum peningum strax“
Þingmaður Samfylkingarinnar telur að það hafi verið bjarnargreiði fyrir öryrkja þegar stjórnvöld leyfðu fólki að taka út séreignarsparnað í COVID-faraldrinum. Hann bendir á að sér­stök fram­færslu­upp­bót­ 300 öryrkja hafi verið skert í fyrra vegna þessa.
13. mars 2022
Útlánum til íbúðakaupa hefur verið skóflað út á faraldurstímum.
Lífeyrissjóðir hafa ekki lánað meira í íbúðalán frá því fyrir faraldur
Kerfislega mikilvægu bankarnir þrír lánuðu minna í ný útlán í janúar en þeir höfðu gert frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Lífeyrissjóðirnir lánuðu að sama skapi meira en þeir höfðu gert á sama tímabili.
13. mars 2022
Daði Már Kristófersson
Hvernig tryggjum við efnahagslegt öryggi Íslands?
13. mars 2022
Guðrún Schmidt
Um nauðsyn þess að gera róttækar breytingar á núverandi hagkerfi
12. mars 2022
Pólitíski ómöguleikinn er dauður
None
12. mars 2022
Heildaraflaverðmæti íslenskra útgerða var 162 milljarðar í fyrra og hefur aldrei verið meira
Árin sem kórónuveirufaraldurinn herjaði á heiminn hafa verið tvö af þeim best í sögu íslensks sjávarútvegs. Virði þess afla sem útgerðir hafa veitt hefur vaxið ár frá ári og aukinn loðnukvóti mun nær örugglega gera 2022 að mjög góðu ári líka.
12. mars 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Með 5,6 milljónir á mánuði og á hlut í Síldarvinnslunni sem er metinn á um milljarð
Laun Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar, hækkuðu um 18,5 prósent í fyrra. Eitt prósent hlutur félags sem hann á 60 prósent á móti tveimur öðrum í er metinn á um 1,6 milljarð króna. Þeir borguðu 32 milljónir fyrir hlutinn.
11. mars 2022
Tekjur og gjöld ríkissjóðs langt umfram áætlun
Bæði skatttekjur og útgjöld ríkissjóðs í fyrra reyndust vera töluvert meiri en ríkisstjórnin gerði ráð fyrir í fjárlögum sínum. Þrátt fyrir það dróst skuldahlutfallið saman á milli ára vegna mikils hagvaxtar.
11. mars 2022
Bakslag í ferðamannafjölda eftir Ómíkron
Dregið hefur verulega úr upptaktinum í ferðamannafjölda til Íslands á síðustu þremur mánuðum, eftir uppgötvun Ómíkron-afbrigðisins af kórónuveirunni. Erlendir farþegar í síðasta mánuði voru helmingi færri en í febrúar 2019.
11. mars 2022
Þrír stærstu lífeyrissjóðir Íslands, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.
Mesti samdráttur hjá lífeyrissjóðunum frá hruni
Eignir lífeyrissjóðanna drógust saman um 184 milljarða króna í byrjun ársins og hafa þær ekki minnkað jafnmikið síðan í október 2008. Rýrnunina má rekja til styrkingar á gengi krónunnar og mótvinda á hlutabréfamörkuðum hérlendis og erlendis.
10. mars 2022
Gildi gerir enn og aftur athugasemd við kaupréttarkerfi skráðs félags og vill breytingar
Þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins telur að breyta þurfi tillögu um kaupréttaráætlun fyrir æðstu stjórnendur Eimskips. Það sé ekki forsenda til að umbuna stjórnendum með slíkum hætti ef hluthafar fá ekki viðunandi arðsemi á fjárfestingu í félaginu.
10. mars 2022
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí í fyrra.
Síldarvinnslan hagnaðist um 11,1 milljarða króna en borgaði 531 milljón króna í veiðigjald
Eigið fé Síldarvinnslunnar var 55 milljarðar króna um síðustu áramót og markaðsvirði félagsins er 153 milljarðar króna. Til stendur að greiða hluthöfum út 3,4 milljarða króna í arð en stærstu eigendurnir eru Samherji og Kjálkanes.
10. mars 2022
Íslenska ríkið tekur 146,5 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni sem hefur aldrei kostað fleiri krónur
Bensínverð er sums staðar komið yfir 300 krónur á lítra. Viðmiðunarverð á þessu mest notaða eldsneyti íslenskra heimila hefur hækkað um meira en helming frá því í maí 2020, og hefur aldrei verið hærra.
10. mars 2022
Roman Abramovich er eigandi Chelsea.
Fótboltalið í frystikistu breskra stjórnvalda
Á meðal sjö rússneskra auðmanna sem bættust á refsilista breskra stjórnvalda í morgun var Roman Abramovich, aðaleigandi fótboltaliðsins Chelsea. Fyrirhuguð sala hans á liðinu er í uppnámi og liðið sjálft beitt ýmsum hömlum.
10. mars 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi horfir til þess að byggðar verði 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum
Innviðaráðherra boðar nýja húsnæðisstefnu fyrir Ísland til að bregðast við gríðarlegum verðhækkunum. Hann segir ljóst að ágreiningur um ábyrgð á stöðunni „mun ekki skila okkur neitt áfram og veldur óásættanlegri pattstöðu“.
10. mars 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Stefnt að því að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis upp í 65 prósent
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi sem hækkar þakið á heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis um eitt prósentustig á ári frá árinu 2024 til 2038.
9. mars 2022
Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Mogensen og Ari Trausti Guðmundsson.
Vilja „skýra framtíðarsýn“ um framtíð orkufreks iðnaðar
Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins kallar eftir „skýrri pólitískri sýn“ á framtíð orkufreks iðnaðar á Íslandi. Samkvæmt honum gæti verið að framboð á raforku muni ekki geta mætt vaxandi eftirspurn á næstu árum.
9. mars 2022
Markaðsvirði Icelandair Group lækkað um 30 milljarða á innan við mánuði
Stríðið í Úkraínu hefur orsakað gríðarlegar hækkanir á eldsneytisverði. Flugfélög finna verulega fyrir því enda hefur verðið á þotueldsneyti hækkað um tugi prósenta á nokkrum dögum.
9. mars 2022
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Gildi vill breytingar á tillögu um kaupréttarkerfi æðstu stjórnenda Símans
Þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins telur að breyta þurfi tillögu um kaupréttaráætlun fyrir æðstu stjórnendur Símans. Það sé ekki forsenda til að umbuna stjórnendum með slíkum hætti ef hluthafar fá ekki viðunandi arðsemi á sína fjárfestingu í félaginu.
8. mars 2022
Búrfellsvirkjun
Orkuspár fara eftir framtíð stóriðjunnar
Miklu munar á þörf fyrir aukna orkuframleiðslu hérlendis á næstu árum eftir því hvort orkufrekar útflutningsgreinar halda áfram að vaxa eða ekki, en nauðsynleg aukning gæti verið þriðjungi minni ef framleiðsla þeirra héldist óbreytt.
8. mars 2022