200 færslur fundust merktar „stjórnmál“

Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
17. janúar 2022
Hús atvinnulífsins í Borgartúni.
SA kallar eftir aðhaldi í ríkisrekstri
Samtök atvinnulífsins segja að bæta þurfi afkomu hins opinbera á næstunni, meðal annars með niðurfellingu sértækra efnahagsaðgerða. Stærsta aðildarfélag samtakanna vill hins vegar að aðgerðir til umbjóðenda þeirra verði framlengdar.
17. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
16. janúar 2022
Leigutekjur drógust saman á árinu 2020 í fyrsta sinn í langan tíma
Kórónuveirufaraldurinn hafði umtalsverð áhrif á tekjur þeirra sem eiga íbúðir eða annað húsnæði sem leigt er út. Uppgefnar leigutekjur skruppu saman um 6,3 milljarða króna á árinu 2020.
15. janúar 2022
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð og afstaða fatlaðs fólks
15. janúar 2022
Óljósar ábendingar til ráðuneytis og réttarfarsnefndar tilefni til lagabreytinga
Drög að breytingum á lögum um réttarfar og dómstóla sem nýlega voru lögð fram í samráðsgátt voru sögð fram sett m.a. vegna ábendinga sem borist hefðu ráðuneyti og réttarfarsnefnd. Engar skriflegar ábendingar hafa þó borist, samkvæmt dómsmálaráðuneytinu.
15. janúar 2022
Frelsið til að standa kyrr og breyta engu
None
15. janúar 2022
Stefán Ólafsson
Grafið undan séreignarstefnu í húsnæðismálum
15. janúar 2022
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Kjósendur Samfylkingar síst ánægðir með frammistöðu síns formanns
Það var ekki bein fylgni milli árangurs í síðustu kosningum og þess hversu sáttir kjósendur hvers flokks voru með frammistöðu formanns hans í baráttunni sem fram fór í aðdraganda þingkosninga 2021.
14. janúar 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Fleygur í þjóðarsál: Hugleiðingar um almannatryggingar, viðbótarlífeyri og dóm um lífeyrissjóði í árslok 2021
14. janúar 2022
Fjármagnstekjur Íslendinga rúmur fjórðungur þess sem þær voru í aðdraganda hrunsins
Árið 2007 voru þær tekjur sem landsmenn höfðu af fjármagni 444 milljarðar króna. Árið 2020 voru þær 125 milljarðar króna. Breyting á frítekjumarki gerði það að verkum að nokkur þúsund fjármagnseigendur fengu myndarlegan skattafslátt.
14. janúar 2022
Frá samstöðufundi með Afgönum á Austurvelli síðsumars.
Áformað að taka við 35-70 manns frá Afganistan
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að taka við allt að 70 flóttamönnum frá Afganistan. Sérstaklega á að beina sjónum að því að taka á móti einstæðum konum og börnum þeirra, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum.
14. janúar 2022
Reikna má með því að stór hluti bíla sem komu nýir á götuna á árunum 2015-2021 verði enn í bílaflota landsmanna árið 2030.
Bara pláss fyrir 10-30 þúsund nýja jarðefnaeldsneytisbíla í flotann
Einungis um 130 þúsund fólksbílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti mega vera á götunni árið 2030, ef markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum eiga að ganga eftir. Yfir hundrað þúsund brunabílar hafa komið nýir á götuna undanfarin sex ár.
14. janúar 2022
Brátt eiga allar bílaauglýsingar í Frakklandi að fela í sér hvatningu um að ferðast með öðrum hætti en á bíl.
Skylda að hvetja fólk til að hjóla eða nota almenningssamgöngur í bílaauglýsingum
Franskar bílaauglýsingar munu brátt breyta um svip. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi í mars verða auglýsendur að hvetja fólk til þess að ferðast með öðrum leiðum en sínum eigin einkabíl í öllum bílaauglýsingum.
13. janúar 2022
Jón Gunnarsson.
Tæplega þriðjungur landsmanna gerir minnstar væntingar til Jóns Gunnarssonar
Ný könnun sýnir að flestir landsmenn gera mestar væntingar til eina ráðherrans í ríkisstjórn sem settist í fyrsta sinn í slíka eftir síðustu kosningar.
13. janúar 2022
Lenya Rún Taha Karim tók sæti á Alþingi fyrir Pírata í fyrsta sinn á milli jóla og nýárs.
Fordæma hatur og rasisma gagnvart Lenyu Rún
„Allt frá kjöri sínu hefur hún þurft að sitja undir rætnum persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu vegna uppruna síns,“ segir í yfirlýsingu þingflokks Pírata, sem sett er fram til stuðnings varaþingmanninum Lenyu Rún Taha Karim.
13. janúar 2022
Jökull H. Úlfsson, nýskipaður skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu ríkisins.
Fyrrum framkvæmdastjóri Stefnis í forystu kjaramála fyrir hönd ríkisins
Nýr skrifstofustjóri stofnunar innan fjármálaráðuneytisins sem leiðir samninganefnd ríkisins við gerð kjarasamninga hefur gegnt stjórnunarstörfum í fjármálageiranum í áratugi.
13. janúar 2022
Guðmundur Árni Stefánsson.
Vill vinna Hafnarfjörð fyrir jafnaðarmenn 29 árum eftir að hann hætti sem bæjarstjóri
Fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og sendiherra vill verða oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og stefnir að því að tvöfalda bæjarfulltrúatölu flokksins. Hann hefur verið fjarverandi úr pólitík frá árinu 2005.
13. janúar 2022
Það var ekki ástæða fyrir íslenska eigendur erlendra hlutabréfa að grípa oft um ennið á árinu 2020.
186 íslenskar fjölskyldur fengu 8,4 milljarða í arð vegna erlendra hlutabréfa
Innlend hlutabréfaeign jókst á árinu 2020 en arðgreiðslur vegna hennar drógust saman og söluhagnaður sömuleiðis líka. Ástæður þess má leita í kórónuveirufaraldrinum. Þær fáu íslensku fjölskyldur sem áttu erlend hlutabréf tóku hins vegar út mikinn arð.
12. janúar 2022
Verbúðin Ísland
None
12. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Viðreisn blæs til prófkjörs í Reykjavík – þess fyrsta í sögu flokksins
Viðreisn hefur ákveðið að halda prófkjör fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Fólk þarf að hafa verið skráð í Viðreisn þremur dögum fyrir prófkjörið til að hafa atkvæðisrétt.
11. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór að ráðum sóttvarnalæknis í minnisblaði sem barst honum í gær og framlengdi gildandi sóttvarnareglur um þrjár vikur.
Sóttvarnareglur framlengdar um þrjár vikur
Núgildandi sóttvarnareglur, sem gilda til 12. janúar, verða framlengdar um þrjár vikur. Ríkisstjórnin ræddi nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fundi sínum fyrir hádegi og féllst á tillögur hans um framlengingu aðgerða.
11. janúar 2022
Frumvarpsdrög veiti stétt dómara of mikið vald yfir skipan dómara
Nýdoktor í lögfræði gerir athugasemdir við breytingar á lagaákvæðum um skipan dómara sem settar eru fram í frumvarpsdrögum frá dómsmálaráðuneytinu. Drögin voru sett fram á Þorláksmessu og athugasemdafrestur vegna þeirra rann út í gær.
11. janúar 2022
Hannes Friðriksson
Er Arion banki „grænn banki“?
11. janúar 2022
Frá undirritun nýs stjórnarsáttmála 28. nóvember síðastliðinn. Með honum fjölgar ráðuneytum úr 10 í 12 og fjöldi mála færist milli ráðuneyta.
Flestar athugasemdir við breytta skipan ráðuneyta snúa að menntamálum
Menntamálastofnun og stjórnendur framhaldsskóla eru meðal þeirra sem lýsa yfir áhyggjum með breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þá lýsir Rauði krossinn yfir áhyggjum á tilfærslu þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.
10. janúar 2022
Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum.
Eigið fé landsmanna í húsnæði dróst saman í fyrsta sinn frá árinu 2010
Húsnæði á Íslandi var metið á 5.941 milljarða króna í árslok 2020. Á tíunda áratugnum dugðu tvöfaldar heildartekjur landsmanna til að kaupa upp allar fasteignir og lóðir í landinu. Í lok árs 2020 hefði þurft þrefaldar tekjur þeirra til að gera slíkt.
10. janúar 2022
Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson
Hrein og klár eignatilfærsla
10. janúar 2022
Rússneskt herlið mætir á alþjóðaflugvöllinn í Almaty í Kasakstan, sem mótmælendur tóku yfir í síðustu viku.
Hvað er að gerast í Kasakstan?
Fjölmennum mótmælum í Kasakstan hefur verið mætt með harkalegum aðgerðum frá einræðisstjórn landsins og hernaðaríhlutun frá Rússum. Hvað olli þessu ástandi?
9. janúar 2022
Trausti Baldursson
Árangur, byrjun eða bara tafir og ekki neitt?
9. janúar 2022
Barla Barandun og Ewald Isenbügel
Opið bréf um blóðmerahald
9. janúar 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Skatturinn fékk 50 milljónir til að bæta upp tap vegna gjaldfrjálsra ársreikninga
Ársreikningar hafa verið aðgengilegir almenningi án greiðslu frá byrjun síðasta árs. Áður seldi Skatturinn reikningana til miðlara eða þeirra sem vildu ljósrit af þeim. Fjárlaganefnd ákvað að bæta stofnuninni upp tap á sértekjum vegna þessa.
8. janúar 2022
Helgi Magnússon setur 300 milljónir í viðbót í rekstur útgáfufélags Fréttablaðsins
Hópurinn sem keypti sig inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, sumarið 2019 hefur eytt 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlafyrirtækinu og hlutafjáraukningar. Það fé hefur að uppistöðu komið frá Helga Magnússyni.
8. janúar 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Segir samkennd með Loga Bergmann ekki fela í sér afstöðu né van­trú á frá­sagn­ir þolenda
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að á erfiðum tím­um reyni hún „að sýna þeim sem standa mér nærri sam­kennd“. Verk hennar sem dómsmálaráðherra og þingmaður í málaflokknum segir meira um afstöðu hennar en nokkuð annað.
7. janúar 2022
Félag leikskólakennara segir að sveitarfélög landsins verði að fara að taka varnaðarorð um of hraðan vöxt leikskólastigsins alvarlega.
Félag leikskólakennara segir „Tupperware píramída hvatningu“ ólíklega til árangurs
Félag leikskólakennara segir að verið sé að taka inn sífellt yngri börn á leikskóla án þess að hugsa málið til enda. Sveitarfélög verði að fara að taka varnaðarorð félagsins um of hraðan vöxt leikskólastigsins alvarlega.
7. janúar 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vís­inda-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra.
Hefur gagnrýnt framgöngu annarra á samfélagsmiðlum – en „lækar“ sjálf í umdeildu máli
Spjótin beinast nú að Áslaugu Örnu fyrir að hafa „lækað“ Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann segist saklaus af þeim sökum sem á hann eru bornar. Hún hefur áður gagnrýnt vararíkissaksóknara fyrir framgöngu á samfélagsmiðlum.
7. janúar 2022
Útlit er fyrir að fjölga þurfi leikskólastarfsmönnum um 250-300 í borginni á næstu 3-4 árum. Ekki tekst að manna leikskólana til fulls í dag.
Ætla að greiða starfsmönnum leikskóla 75 þúsund fyrir að fá vini eða ættingja til starfa
Starfsmenn á leikskólum Reykjavíkurborgar munu geta fengið 75 þúsund króna launaauka ef þeir fá vini sína eða ættingja til starfa á leikskólum. Ráðast á í auglýsingaherferð og frekari aðgerðir til að fá fólk til starfa á leikskólum borgarinnar.
7. janúar 2022
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Ísland bjóði upp á „skálkaskjól“ fyrir netglæpi
Vararíkissaksóknari segir „hreint galið“ að glæpamenn hafi vettvang „í túnfætinum hjá okkur, til að fremja glæpi sína undir nafnleynd“ og vísar þar til þjónustu nokkurra netþjónustufyrirtækja sem hýsa starfsemi sína hér á landi.
7. janúar 2022
Eitt ár er frá árásinni á þinghús Bandaríkjanna.
Ár frá árásinni á bandaríska þingið – Biden segir Trump hafa reynt að gera út af við lýðræðið
Árið 2021 átti að marka nýtt upphaf en hófst með látum þegar hópur fólks réðst inn í þinghúsið í Washington. En hver er staðan í dag, ári eftir árásina?
6. janúar 2022
Úttekt segir að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun
Úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á Heilsustofnuninni í Hveragerði er lokið. Niðurstaðan er sú að háar fjárhæðir hafi verið teknar út úr stofnuninni með hætti sem ekki er lögmætur og kostnaði vegna þessa velt yfir á sjúklinga.
6. janúar 2022
Raunverulegir eigendur félaga sem starfa hérlendis áttu árum saman auðvelt með að felast. Það á ekki lengur við.
Skatturinn fær 140 milljónir til að láta slíta félögum sem skrá ekki raunverulega eigendur
Alls hafa tæplega 1.300 félög ekki uppfyllt skráningarskyldu á raunverulegum eigendum sínum. Hluti þeirra þarf að fara í skiptameðferð, en kostnaður við hana er 350 þúsund krónur á hvern aðila. Sá kostnaður verður greiddur úr ríkissjóði.
5. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur ætlar að segja frá framboðsmálum þegar hann losnar úr sóttkví
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonast til þess að geta sagt frá því hvort hann fari aftur fram í borgarstjórnarkosningunum í vor um helgina eða strax eftir helgi.
5. janúar 2022
Slæm hagstjórn
None
5. janúar 2022
Píratar hafa bætt við sig mestu fylgi þeirra flokka sem eru á þingi frá kosningum. Vinstri græn hafa dalað nokkuð og mælast nú nánast jafn stór og Samfylkingin.
Vinstri græn dala frá kosningum og Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist saman frá síðustu kosningum og mælist nú minna en þeir fengu í kosningunum 2017. Miðflokkurinn heldur áfram að dala og stuðningur við flokkinn hefur aldrei mælst minni í könnunum Gallup.
5. janúar 2022
Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason verða aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur í atvinnuvegaráðuneytinu.
Kári og Iðunn verða aðstoðarmenn Svandísar
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ráðið þau Kára Gautason og Iðunni Garðarsdóttur sem aðstoðarmenn.
4. janúar 2022
Í Reykjavík búa 36 prósent landsmanna – Þar eru byggðar 71 prósent almennra íbúða
Frá árinu 2016 hefur ríkissjóður úthlutað 18 milljörðum króna í stofnframlög í almenna íbúðakerfið, sem er ætlað að sjá fólki með lægri tekjur fyrir öruggu húsnæði og er rekið án hagnaðarsjónarmiða.
4. janúar 2022
Loftslagsréttlæti á nýju ári?
Tinna Hallgrímsdóttir segir að við höfum látið baráttuna við hið hnattræna vandamál, faraldur kórónuveirunnar, einkennast að miklu leyti af ójöfnuði og eiginhagsmunum ríkja, sem komi auðvitað niður á árangrinum. „Endurtökum ekki sömu mistökin tvisvar.“
3. janúar 2022
Danir stefna á að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í innanlandsflugi fyrir 2030. Vetnisknúnar flugvélar frá Airbus gætu leitt til þess að markmiðið náist.
Danir stefna á grænt innanlandsflug fyrir 2030
Forsætisráðherra Danmerkur vill „gera flugið grænt“. Mette Frederiksen tilkynnti í nýársávarpi sínu um markmið ríkisstjórnarinnar sem felst í að ekkert jarðefnaeldsneyti verði notað í innanlandsflugi fyrir 2030. Útfærslan liggur hins vegar ekki fyrir.
3. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segist hafa „tröllatrú“ á að best væri að fækka akreinum undir almenna umferð á Suðurlandsbraut.
Saknar einhver fjögurra akreina Skeiðarvogs?
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur segist hafa „tröllatrú“ á því að skynsamlegast væri að fækka akreinum fyrir almenna umferð á Suðurlandsbraut samfara uppbyggingu sérrýmis Borgarlínu. Hann segir dæmin sýna að fólk sakni ekki akreina þegar þær fara.
3. janúar 2022
Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Katrín Atladóttir ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í vor
Tveir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks hafa nú tilkynnt að þeir muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Katrín Atladóttir lýsir yfir stuðningi við Hildi Björnsdóttur.
3. janúar 2022
Vöxtur til velsældar eða velferð og réttlæti
Indriði H. Þorláksson fer yfir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og hvort hann taki á helstu málum sem hafa verið til umræðu hérlendis síðustu árin og áratugina.
2. janúar 2022
Vitskert veröld
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, veltir fyrir sér hvað sé að í íslensku samfélagi. Og kemst að því að það sé ansi margt.
2. janúar 2022
Hver hefur eftirlit með eftirlitinu?
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um „eftirlitsiðnaðinn“ og segir hann hafa „blásið langt út fyrir mörk skynseminnar“.
1. janúar 2022
Mannréttindi leigjenda
Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar um leigumarkaðinn og hvernig stefna stjórnvalda í húsnæðismálum ýtir undir auðsöfnun sumra en fátækt annarra.
1. janúar 2022
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir
Vestfirðir við árslok 2021
31. desember 2021
Örlagaríkir tímar á vinnumarkaði
Drífa Snædal segir að það muni mæða á nýskipaðri ríkisstjórn að bretta upp ermar í samstarfi við verkalýðshreyfinguna í upphafi ársins 2022 til að tryggja áframhaldandi kjarabætur og eflingu lífsgæða fyrir þorra almennings.
31. desember 2021
Árið sem Samherji baðst afsökunar
Opinberun Kjarnans og Stundarinnar á starfsháttum „skæruliðadeildar Samherja“ í maí leiddi til þess að stjórnmálamenn og félagasamtök fordæmdu framfærði fyrirtækisins. Það baðst afsökunar á framgöngu sinni.
31. desember 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Ótvíræður meirihluti á Alþingi fyrir frekari virkjunum og breytingum í sjávarútvegi
Formaður Viðreisnar segir að andstaða Vinstri grænna gegn virkjunum og varðstaða Sjálfstæðisflokks um fiskveiðisstjórnunarkefið komi í veg fyrir að sá vilji Alþingis í þeim málum nái fram að ganga. Hún kallar eftir málamiðlun.
31. desember 2021
Brýn úrlausnarefni hjá borginni á nýju ári
Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021.
31. desember 2021
Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki mynduð til að vera „hatrammasti stjórnarandstöðuflokkurinn“
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir að honum hafi leiðst átökin í stjórnmálunum og leikirnir kringum þau – enda alltaf verið sáttfús. Kannski of. „Ég var hins vegar reynslulítill og gerði mistök sem kostuðu mig starfið, býst ég við.“
30. desember 2021
Andri Sigurðsson
Lítum upp
30. desember 2021
Magnús Karl Magnússon
Það er veiran sem skerðir frelsi okkar
30. desember 2021
Endalok sáttastjórnmála Katrínar Jakobsdóttur
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gerir upp árið 2021.
30. desember 2021
Karl Gauti sækist eftir embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar
Tuttugu og tveir sóttu um embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar. Þrír umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar til baka.
30. desember 2021
Við þurfum kynslóð risa
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar um íslensk stjórnmál. Hann segir að við verðum dæmd í framtíðinni út frá ákvörðunum sem við tökum núna í loftslagsmálum. Á okkar dögum þýði hugsjón það sama og ábyrgð og heilbrigð skynsemi.
30. desember 2021
Mun Covid breyta heiminum?
Þórólfur Matthíasson segir að yfirvöld peningamála og ríkisfjármála um allan heim hafi leitað í smiðju Keynes lávarðar til að takast á við Covid. Þau hafi lækkað vexti og opnað fyrir flóðgáttir úr ríkissjóðum. Margt hafi gengið vel, annað verr.
30. desember 2021
Pírataárið 2021 í Reykjavík
Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021 fyrir hönd borgarstjórnarflokksins.
30. desember 2021
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur.
Samgöngusáttmálinn „stóra málamiðlunin“ á milli öfganna í umræðunni
Skipulagsfræðingurinn Hrafnkell Á. Proppé hefur verið í forsvari fyrir borgarlínuverkefnið undanfarin ár. Hann er nýlega horfinn til annarra starfa, en ræðir við Kjarnann um Borgarlínu, stöðu verkefnisins, sögu þess og framtíð.
29. desember 2021
Sterkari sveitarfélög, ný hugsun í úrgangsmálum og fleiri frístundir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs gerir upp árið 2021.
29. desember 2021
Viðskiptafrelsið þarf ekki að veikjast í faraldrinum
Gengi íslensks atvinnulífs á nýja árinu ræðst ekki bara af þróun faraldursins, „heldur líka af því að stjórnvöld standi við fallegu orðin um viðskiptafrelsi og samkeppni,“ skrifar framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
28. desember 2021
Það er val að láta fólk ekki eiga fyrir húsnæði
None
28. desember 2021
Án réttlætis verður samfélag einskis virði
Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, gerir upp árið sem nú er næstum liðið. Hann segir marga stjórnmálamenn líta betur út í fjarska en nánd.
28. desember 2021
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar.
Ekki oft sem ráðuneyti vari Alþingi við hagstjórnarmistökum
Þingmaður Samfylkingar gagnrýnir að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hafi ekki tekið tillit til varnaðarorða fjármálaráðuneytisins um framlengingu „Allir vinna“. Formaður nefndarinnar segir „ósanngjarnt“ að horfa bara á útgjaldahlið átaksins.
27. desember 2021
Eflum framlínustéttina kennara
Magnús Þór Jónsson segir að sækja þurfi í raddir kennara og þeirra sérfræðiþekkingu og nýta hana í umræðu um bætt skólastarf fyrir nemendur og kennara – samfélaginu öllu til heilla.
27. desember 2021
Árið 2021 var ár íslensku bankanna sem græddu á tá og fingri
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á gripu Seðlabanki Íslands og stjórnvöld til margháttaðra aðgerða til að gera bönkum kleift að takast á við versnandi efnahagsástand.
27. desember 2021
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd árið 2002. Hún varð í dag yngst til að taka sæti á Alþingi, 19 ára og 240 daga gömul.
Fyrst af þeim sem fæðst hafa á 21. öldinni til að taka sæti á Alþingi
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir varð í dag yngst til að taka sæti á þingi, er hún kom inn sem varaþingmaður fyrir hönd Pírata. Hún er fædd árið 2002 og er fyrsta manneskjan sem fædd er eftir aldamót til að taka sæti á Alþingi.
27. desember 2021
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þingmaður upplifði „landsbyggðarrasisma“ við sjónvarpsáhorf á öðrum degi jóla
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins horfði á fyrsta þátt Verbúðarinnar í gærkvöldi og spurði í kjölfarið hvort það væri ekki kominn tími til að „landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins“ linnti.
27. desember 2021
453 einstaklingar og lögaðilar eiga fleiri en sex íbúðir á Íslandi
Á fimmta þúsund einstaklingar og lögaðilar eiga fleiri en eina íbúð á Íslandi. Framboð íbúða er í lágmarki og verð þeirra hefur hækkað gríðarlega.
27. desember 2021
Bla bla bla
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, gerir upp loftslagsárið 2021.
27. desember 2021
Skæruliðadeild Samherja, ofsaveður og harðvítugar deilur um launakjör hjá Play
Þótt árið 2021 hafi einkennst af kórónuveirunni og kosningum til Alþingis voru önnur mál ofar í huga lesenda Kjarnans. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum.
26. desember 2021
Notre Dame og pólitíkin
Baráttan vegna forsetakosninganna í Frakklandi í apríl á næsta ári er hafin og öll vopn dregin fram. Emmanuel Macron forseti er sakaður um að vilja gjörbreyta kirkjuskipi Notre Dame að innan. Kirkjan skemmdist mikið í eldi árið 2019.
26. desember 2021
Glæpur í höfði manns, skattar, Davíð, Trump og klefamenning sem verndar ofbeldismenn
Árið 2021 bauð upp á allskyns álitamál sem ollu deilum í samfélaginu. Á þeim flestum var tekið í leiðaraskrifum í Kjarnanum á árinu sem er nú að líða. Hér eru mest lesnu leiðarar ársins.
25. desember 2021
Kosningar sem skiluðu sömu ríkisstjórn eftir næst lengstu viðræður í þrjá áratugi
Ríkisstjórnin ríghélt í þingkosningum sem fram fóru á árinu en tók sér samt rúmlega tvo mánuði að endurnýja heitin. Frjálslyndu miðjunni mistókst illa að sveigja valdajafnvægið í sína átt og Miðflokkurinn beið fullkomið afhroð.
25. desember 2021
2022 má ekki verða eins og 2021
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gerir hér upp árið sem er að líða. Hún spyr hvort það sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi og athafnafrelsi til langframa vegna hugsanlegs álags á heilbrigðiskerfi og heilbrigðisstéttir.
25. desember 2021
Ljós og skuggar líðandi árs
Þórarinn Eyfjörð segir Samtök atvinnulífsins halda úti áróðri gegn velferðarkerfinu og opinberum starfsmönnum. Stærstu fjölmiðlar landsins taki síðan gagnrýnislaust undir áróðurinn og halda málflutningi samtakanna og fleiri hagsmunaaðila á lofti.
25. desember 2021
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er framsögumaður nefndarálits minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar.
Skeytingarleysi og vanvirðing gagnvart hlutverki og ábyrgð Alþingis
Stjórnarandstöðuþingmenn segja að ákvörðun ríkisstjórnar um að halda haustkosningar hafi „þjónað því markmiði að framlengja valdasetutímabil flokkanna fram yfir sumarið“. Fyrir vikið fari vinna við fjárlagafrumvarpið fram undir „gríðarlegri tímapressu.“
24. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Efnahags- og viðskiptanefnd vill hækka sóknargjöld um mörg hundruð milljónir
Til stóð að taka til baka tímabundna hækkun á sóknargjöldum á fjárlögum í ár. Biskupsstofa tók það óstinnt upp og sagði trúfrelsi í landinu stefnt í hættu. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur ákveðið að hækka sóknargjöldin aftur.
24. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason kynntu átakið Hefjum störf á blaðamannafundi í mars síðastliðnum.
Ráðningastyrkir kosta ríkissjóð 15 milljarða á árunum 2021 og 2022
Hækka þarf framlög úr ríkissjóði vegna ráðningastyrkja um 3,4 milljarða króna frá því sem áætlað var í fjárlagafrumvarpi. Samhliða Hefjum störf átaki stjórnvalda tuttugufaldaðist ásókn atvinnurekenda í hina hefðbundnu ráðningarstyrki Vinnumálastofnunar.
24. desember 2021
Kórónuveirubörnin að slá Íslandsmet hrunbarnanna
Á árunum eftir bankahrunið settu Íslendingar met í barneignum. Kórónuveirufaraldursbörnin virðast ætla að slá það met. Kostnaður vegna fæðingarorlofsgreiðslna mun fara yfir 20 milljarða króna í fyrsta sinn á næsta ári.
24. desember 2021
Þjoðarleikvangar Íslands eru komnir til ára sinna og uppfylla ekki alþjóðlegar kröfur.
Tíu milljónir settar í þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir
Það kostar á bilinu 7,9 til 8,7 milljarða króna að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir og allt að 18 milljarða króna að byggja nýjan Laugardalsvöll. Hvorugt verkefnið er fjármagnað.
23. desember 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Ríkissjóður greiðir 700 milljónir til bænda vegna þess að áburðarverð hækkaði
Bændasamtökin skiluðu umsögn um fjárlagafrumvarpið þar sem þau sögðu hækkanir á áburðarverði í heiminum án hliðstæðu og kölluðu eftir að ríkið gæti „gripið inn í“. Annars gæti fæðuöryggi verið ógnað.
23. desember 2021
Kærur til lögreglu vegna kynferðisbrota orðnar 595 á árinu 2021
Lögreglan fær 200 milljónir til að efla málsmeðferð kynferðisbrota. Til stendur að beita upplýsingatækni til að ná fram bættum málshraða. Huga þurfi betur að þolendum, að þeir njóti réttlátrar málsmeðferðar og að mál séu afgreidd innan eðlilegs tíma.
23. desember 2021
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum.
Meirihlutinn í Reykjavík heldur en næstum þriðjungur kjósenda ekki búinn að ákveða sig
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sama fylgi og hann fékk 2018 og yrði að óbreyttu áfram stærsti flokkurinn í borginni. Miðflokkurinn tapar Vigdísi Hauksdóttir en Framsókn nær inn í staðinn. Samfylkingin missir einn borgarfulltrúa yfir til Pírata.
23. desember 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.
Vill að bankaskattur verði hækkaður á ný til að auka tekjur ríkissjóðs um sex milljarða
Þingmaður Flokks fólksins vill að bankaskattur verði hækkaður aftur í það sem hann var áður en ríkisstjórnin ákvað að lækka hann til að auka svigrúm banka til að takast á við kórónuveirufaraldurinn.
22. desember 2021
Alls hafa 126 af 292 veittum hlutdeildarlánum verið á höfuðborgarsvæðinu.
Um 43 prósent hlutdeildarlána veitt á höfuðborgarsvæðinu
Inn í reglugerð um hlutdeildarlán er skrifuð sérstök trygging fyrir því að hið minnsta 20 prósent lánanna þurfi að vera veitt utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur heldur betur ekki þurft að grípa til þeirrar forgangsaðgerðar til þessa.
22. desember 2021
Lilja ræður fyrrverandi aðstoðarmann sinn sem aðstoðarmann
Fyrrverandi aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem hætti í lok árs 2019, hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður hennar í nýju ráðuneyti ferðamála-, viðskipta- og menningarmála.
22. desember 2021
Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verða 11,7 milljarðar á næsta ári
Endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafa nífaldast síðan 2015. Hækkunin á endurgreiðslunum milli 2021 og 2022 er nánast sama upphæð og greidd var í heild þá. Skatturinn gerði athugasemdir við endurgreiðslurnar í vor.
22. desember 2021
Kristrún Frostadóttir
Það sem við skuldum hvert öðru
22. desember 2021
Nýr stjórnarsáttmáli og breytt skipun stjórnarráðsins voru kynnt 28. nóvember síðastliðinn.
Fjölgun ráðuneyta og tilfærsla málaflokka kostar hálfan milljarð króna
Fjölgun ráðuneyta og ráðherra, í samræmi við stjórnarsáttmála, kostar 505 milljónir króna á næsta ári. Ráðherrar hafa aldrei verið fleiri og aðstoðarmenn þeirra eru nú 27. Launakostnaður þessara 39 einstaklinga er áætlaður 771 milljón á ári.
22. desember 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Bensínbílar niðurgreiddir í nafni orkuskipta
21. desember 2021
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ráðuneytið segir nei við frekari ívilnunum vegna tengiltvinnbíla
Þrenn hagsmunasamtök vildu að ívilnanir til að gera tengiltvinnbíla ódýrari yrðu framlengdar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið metur kostnaðinn vegna þessa á um 20 milljarða króna og segir ívilnanirnar ekki kostnaðarskilvirkar.
21. desember 2021
Alls greindust 313 smit í gær og hafa aldrei verið fleiri. 286 smit greindust innanlands og 27 á landamærunum.
20 manna samkomutakmarkanir yfir jól og áramót
Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaaðgerðir. 20 manna samkomubann verður í gildi yfir jól og áramót. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti á morgun og gilda í þrjár vikur. Óákveðið er hvenær skólahald hefst á nýju ári.
21. desember 2021
Eyþór Arnalds ætlar ekki að gefa kost á sér til borgarstjórnar í vor.
Eyþór segist hafa „tilfinningu“ fyrir 35-36 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni í vor
Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ákvörðun hans um að hverfa á braut úr borgarmálunum ekki byggjast á einhverjum skoðanakönnunum sem hafi verið honum eða flokknum í óhag. Þvert á móti segir hann Sjálfstæðisflokkinn standa sterkt.
21. desember 2021
Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðararans.
Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði
Í kynningu sem Ljósleiðarinn sendi Alþingi segir að Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði til að standa undir arðsemiskröfu væntra nýrra eigenda. Ljósleiðarinn vill að Fjarskiptastofa fá heimild til að rýna kaupin.
21. desember 2021
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks hér til vinstri.
Segist „fullur efasemda um harðari aðgerðir“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum sýnist „enn og aftur“ ekki horft til heildarhagsmuna við ákvörðunartöku varðandi sóttvarnaaðgerðir. Leiðin áfram sé að „treysta fólki til að taka ábyrgð á sjálfu sér“.
21. desember 2021
Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Arnalds hættur við framboð og á leið úr stjórnmálum
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík er hættur við að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann segir ástæðuna persónulega, ekki pólitíska.
21. desember 2021
Fjárlaganefnd samþykkir að öryrkjar fái 53.000 króna aukagreiðslu fyrir jólin
Samstaða hefur náðst í fjárlaganefnd um að greiða öryrkjum aukagreiðslu skattfrjálst og skerðingarlaust fyrir jólin.
20. desember 2021
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, næst stærsti lífeyrissjóður landsins, tilkynnti um vaxtahækkun í síðustu viku.
Stóru lífeyrissjóðirnir hækka vexti á íbúðalánum – Eru enn lægri en hjá bönkunum
Stærstu lífeyrissjóðirnir sem lána óverðtryggt til sjóðsfélaga sinna hafa tilkynnt um vaxtahækkanir. Þær eru þó hóflegri en hækkanir sem flestir bankar réðust í og taka ekki gildi fyrr en á næsta ári.
20. desember 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mælti fyrir frumvarpinu á þingi 13. desember og virðist ætlan stjórnvalda að láta það verða að lögum sem allra fyrst.
Stærstu fjarskiptafyrirtækin afar óhress með nýtt frumvarp um fjarskiptainnviði
Stærstu einkareknu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa sett fram nokkuð hvassa gagnrýni á stjórnarfrumvarp sem snertir m.a. á erlendri fjárfestingu í fjarskiptainnviðum. Síminn segir að ráðherra fái alltof víðtækar heimildir ef frumvarpið verði að lögum.
20. desember 2021
Leynigögn frá Pentagon varpa nýju ljósi á loftárásir Bandaríkjahers
Drónaárásir Bandaríkjahers þar sem fyllstu nákvæmni átti að vera gætt voru í raun margar byggðar á gölluðum upplýsingum, ónákvæmum ákvörðunum og mun fleiri dauðsföllum almennra borgara en upp hefur verið gefið. Þetta sýna leynileg gögn frá Pentagon.
20. desember 2021
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fékk minnisblað frá sóttvarnalækni í morgun þar sem má finna tillögur að sóttvarnaráðstöfunum sem gilda munu yfir jól og áramót.
Jóla- og áramóta minnisblað rætt á ráðherrafundi og ríkisstjórnarfundi
Sóttvarnaráðstafanir sem gilda munu yfir jól og áramót verða kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun.
20. desember 2021
Eigið fé sjö stjórnmálaflokka jókst um 732 milljónir eftir að þeir hækkuðu eigin framlög
Skömmu eftir kosningarnar 2017 ákváðu flestir stjórnmálaflokkar á þingi að framlög til þeirra úr ríkissjóði yrðu stórhækkuð. Þá voru fimm þeirra með neikvætt eigið fé. Nú eiga flestir þeirra digra sjóði.
20. desember 2021
Í fjárlagafrumvarp vegna ársins 2022 sem kynnt var í byrjun desember kemur fram að setja á 540 millj­­ónir króna í að tvö­­falda frí­­tekju­­mark atvinn­u­­tekna hjá elli­líf­eyr­is­þegum úr 100 þús­und í 200 þús­und krón­ur.
Aðeins þrjú prósent aldraðra hagnast á tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna
Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna aldraðra mun fyrst og fremst nýtast tekjuhærri karlmönnum. Hækkun almenna frítekjumarksins myndi dreifast jafnar.
19. desember 2021
Fangelsun og brottrekstur af þingi
Inger Støjberg er vafalítið umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur á síðari árum. Framganga hennar á ráðherrastóli hefur nú kostað hana tveggja mánaða fangelsi og að líkindum brottrekstur af þingi. Slíkt er fáheyrt í Danmörku.
19. desember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ætla ekki að leggja niður gistináttaskatt til frambúðar
Stefnt er að því að framlengja niðurfellingu á gistináttaskatti í tvö ár í viðbót, og innheimta hann ekki aftur fyrr en 2024. SAF vill að hann verði aflagður með öllu en fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til þess.
18. desember 2021
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra af bensíni hækkaði um 34 prósent milli mánaða
Innkaupaverð olíufélaga á eldsneyti lækkað um 20 prósent milli mánaða en viðmiðunarverð á hverjum seldum bensínlítra lækkað einungis um tvær krónur á sama tíma. Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra hefur einungis einu sinni verið hærri á Íslandi.
18. desember 2021
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti skýrslubeiðandi.
Stjórnarandstaðan sameinast um að láta kanna loforð ráðherra í aðdraganda kosninga
Öll stjórnarandstaðan á Alþingi hefur lagt fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðunar, með ósk um að skoðað verði hvernig ráðherrar úthlutu eða lofuðu fé í sumar, þegar þingið var ekki starfandi og kosningabarátta í gangi.
17. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason
Flestir treysta Ásmundi Einari og fæstir Jóni Gunnarssyni
Nokkurn mun má sjá á trausti landsmanna til ráðherra eftir flokkslínum, samkvæmt könnun MMR, en ráðherrar Framsóknarflokksins njóta meira trausts og minna vantrausts en allir aðrir ráðherrar, að forsætisráðherra undanskildum.
17. desember 2021
Umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Venesúela hætta að fá skilyrðislausa vernd hér á landi
Frá og með 1. janúar næstkomandi mun Útlendingastofnun taka upp nýtt verklag þar sem lagt verður einstaklingsbundið mat á hverja umsókn sem kemur frá einstaklingum með venesúelskt ríkisfang með vísan til sjónarmiða um viðbótarvernd.
17. desember 2021
Magnús Júlíusson
Magnús Júlíusson ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu
Forstöðumaður orkusviðs N1 hefur verið ráðinn annar aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
17. desember 2021
Fáa blaðamenn dreymir um að skrifa fréttatilkynningar
None
17. desember 2021
Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmenn Pírata.
Píratar skiluðu gildum ársreikningi of seint til Ríkisendurskoðunar
Píratar skiluðu ársreikningi of seint til Ríkisendurskoðunar Allir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi nema einn hafa skilað inn gildum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar, en frestur til þess rann út fyrir rúmum einum og hálfum mánuði.
17. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Vinstri græn högnuðust um 60 milljónir króna á síðasta ári
Flokkur forsætisráðherra fékk 92 prósent tekna sinna úr opinberum sjóðum á árinu 2020. Hann þáði engin framlög frá lögaðilum. Hagnaður Vinstri grænna jókst samt sem áður um 55 prósent milli ára.
17. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og nú fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Hreinn Loftsson hættur sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar eftir tvær vikur í starfi
Annar aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ákveðið að hætta. Tilkynnt var um ráðningu hans 1. desember síðastliðinn.
16. desember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Eigið fé Framsóknar enn neikvætt en staðan batnaði verulega á síðasta kjörtímabili
Í árslok 2018 var eigið fé Framsóknarflokksins neikvætt um 56 milljónir króna og skuldir hans 239 milljónir króna. Stóraukin framlög úr ríkissjóði hafa lagað stöðuna og eigið féð um síðustu áramót var neikvætt um einungis 233 þúsund krónur.
16. desember 2021
Úlfar Þormóðsson
Tvílembingar
16. desember 2021
„Falsfréttir“ eru hugtak sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum. Fólk virðist þó setja margt ólíkt undir þann hatt.
Pólitískar staðhæfingar stundum taldar til „falsfrétta“ og „rangra upplýsinga“
„Konan þarna í Viðreisn,“ sagði einn þátttakandi í spurningakönnun einfaldlega, er hann var beðinn um að nefna „falsfrétt“ eða „rangar upplýsingar“ sem hann hefði séð fyrir kosningar. Innan við helmingur sagðist hafa séð „falsfrétt“ í aðdraganda kosninga.
16. desember 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsingakostnaður Viðreisnar rúmlega áttfaldaðist á árinu 2020
Greidd félagsgjöld til Viðreisnar á síðasta ári voru 15 þúsund krónur. Rekstrarkostnaður jókst umtalsvert og hagnaður flokksins dróst saman um 20 milljónir króna milli ára. Framlög til flokka úr ríkissjóði voru stóraukin á síðasta kjörtímabili.
16. desember 2021
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.
Fleiri kjósendur Viðreisnar ánægðir með stjórn sem flokkurinn er ekki í en óánægðir
Eftir því sem fólk er eldra og er með hærri tekjur, því ánægðari er það með nýskipaða ríkisstjórn. Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna eru allir mun ánægðari en ekki. Einungis fjögur prósent Sjálfstæðismanna eru ósáttir.
16. desember 2021
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Börn bíða þess óttaslegin að vera send aftur á flótta á meðan við hin njótum „gjafa, matar, friðar og öryggis“
Þingmaður Pírata hvetur Alþingi og innanríkisráðherra að veita börnum á flótta og fjölskyldum þeirra þá jólagjöf að fá tafarlaust hæli hér á landi af mannúðarástæðum.
16. desember 2021
Rauði kross Íslands sinnir hagsmunagæslu og annarri þjónustu við hælisleitendur á meðan þeir bíða úrlausn sinna mála í stjórnkerfinu.
Samningur um hagsmunagæslu hælisleitenda í óvissu
Eftir að málefnum útlendinga var skipt á milli tveggja ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn lítur dómsmálaráðuneytið svo á að forsendur fyrir framlengingu samnings við Rauða krossinn um þjónustu og aðstoð við hælisleitendur séu brostnar.
16. desember 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn hagnaðist um 140 milljónir á þremur árum – Þorri tekna úr ríkissjóði
Launakostnaður Miðflokksins jókst um 125 prósent í fyrra og flokkurinn keypti sé fasteign. Tekjur flokksins, sem koma að uppistöðu úr ríkissjóði, munu dragast verulega saman eftir afhroð hans í síðustu kosningum.
16. desember 2021
Hildur á móti en Eyþór með leiðtogaprófkjöri
Hildur Björnsdóttir vonast til þess að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks samþykki að halda opið prófkjör í stað leiðtogaprófkjörs, líkt og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík samþykkti í gærkvöldi. Sitjandi oddviti er á öndverðu meiði.
16. desember 2021
Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir hafa þegar tilkynnt að þau sækist eftir oddvitasætinu.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar í leiðtogaprófkjör í borginni
Ákveðið var í kvöld að viðhafa sama fyrirkomulag við val á oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og var fyrir kosningarnar 2018. Kosið verður um leiðtoga flokksins í borginni. Tveir borgarfulltrúar hafa þegar tilkynnt framboð.
15. desember 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Flokkur fólksins átti 93 milljónir til ráðstöfunar um síðustu áramót
Auglýsinga- og kynningarkostnaður Flokks flokksins tæplega fimmfaldaðist í fyrra. Um 98 prósent tekna hans á síðasta ári kom úr ríkissjóði eða frá Alþingi. Framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði voru stóraukin á síðasta kjörtímabili.
15. desember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Eignir Sjálfstæðisflokks metnar á næstum milljarð – Ætlar að byggja 47 íbúða blokk
Rekstrarhagnaður stærsta flokks landsins var 111 milljónir króna í fyrra. Tvær af hverjum þremur krónum sem hann hafði í tekjur koma úr opinberum sjóðum og sjávarútvegsfyrirtæki eru áberandi á meðal þeirra lögaðila sem styrkja flokkinn.
15. desember 2021
Gylfi Arnbjörnsson hefur verið fenginn til ráðgjafarstarfa í tengslum við mótun framtíðarskipulags mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Gylfi ráðinn sem ráðgjafi við mótun ráðuneytis Ásmundar Einars
Fyrrverandi forseti Alþýðusambandsins hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags mennta- og barnamálaráðuneytisins.
15. desember 2021
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Fjölskyldum af þýskum gyðingaættum vísað frá í seinni heimsstyrjöldinni– „Þessi saga er að endurtaka sig“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar verði að sýna mannúð og samhug í verki og hjálpa barnafjölskyldum á flótta og fólki í neyð til að finna friðarhöfn og framtíð í öruggu landi.
15. desember 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Sjálfstæðisflokkurinn kominn langt frá ábyrgum og skynsamlegum ríkisrekstri“
Þingmaður Viðreisnar spyr hvort þörf sé á öllum þeim 248 nýjum nefndum sem ríkisstjórnin stofnaði á síðasta kjörtímabili. Hún gagnrýnir enn fremur fjölgun ráðuneyta.
15. desember 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hagnaðist um 40 milljónir króna í fyrra
Kostnaður við rekstur Samfylkingarinnar jókst um 50 prósent á árinu 2020. Eigið fé flokksins er rúmlega 200 milljónir króna og jókst um 120 prósent á tveimur árum. Framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði voru stóraukin á síðasta kjörtímabili.
15. desember 2021
Bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi samþykkti skattahækkun á fundi sínum í morgun.
Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði og útsvarið hækkar á Seltjarnarnesi
Einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi lagðist á sveif með minnihluta Samfylkingar og Viðreisnar/Neslista á bæjarstjórnarfundi í morgun. Útvarsprósentan á Seltjarnarnesi fer úr 13,7 prósentum upp í 14,09 prósent.
15. desember 2021
Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir eru á meðal flutningsmanna í öllum málunum.
Vilja Sundabraut í einkaframkvæmd, RÚV af auglýsingamarkaði og afnema stimpilgjöld
Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki vilja að einkaaðilar fjármagni lagningu Sundabrautar, að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði án þess að það tekjutap verði bætt og afnema 7,1 milljarða stimpilgjöld. Þá vilja þeir að heimilshjálp verði frádráttarbær.
15. desember 2021
Áslaug Hulda vill verða næsti oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Nýr oddviti mun leið Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í kosningunum í vor. Um er að ræða eitt sterkasta vígi flokksins, en hann fékk 62 prósent atkvæða í sveitarfélaginu árið 2018.
15. desember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjáraukalög ársins bæta samtals 61,5 milljörðum krónum við gjöld ríkissjóðs
Ný framlög til heilbrigðismála og vegna atvinnuleysisbóta vega þyngst í seinni fjáraukalagafrumvarpi ársins 2021. Afkomuhorfur ársins 2021 eru um sex milljörðum krónum lakari en gert var ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga 2022 sem lagt var fram nýverið.
15. desember 2021
Sjálfstæðismenn, eldra fólk, tekjuhærri og landsbyggðin ánægðust með nýja ríkisstjórn
Ný könnun sýnir að varla nokkur kjósandi Sjálfstæðisflokks er óánægður með nýja ríkisstjórn en að rúmlega fimmti hver kjósandi Vinstri grænna sé það. Ánægja með stjórnina mælist minnst hjá yngstu kjósendunum en mest hjá þeim elstu.
15. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Opið bréf til landbúnaðarráðherra um feril blóðmeramálsins
14. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín: Er hér farið vel með skattfé almennings?
Þingmaður Viðreisnar spyr hvort kaup ríkisins á Hótel Sögu sé „hagstæður gjörningur fyrir hið opinbera“.
14. desember 2021
Jódís Skúladóttir nýr þingmaður VG.
„Ég sé og ég heyri“
Nýr þingmaður VG segist þekkja fátækt af eigin raun og að hún myndi hjálpa öllum þeim sem leitað hafa til hennar með ákall um aðstoð ef hún gæti.
14. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Leita lausna svo nota þurfi sem „allra minnst“ af olíu á vertíðinni
Notkun olíu sem varaafl til raforkuframleiðslu gengur þvert á bæði aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem og aðgerðaráætlun orkustefnu Íslands, segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
14. desember 2021
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Ríkisendurskoðun segir að gjalda þurfi varhug vegna lána ríkissjóðs til Betri samgangna
Ríkissjóður fær heimild til að lána félagi sem stofnað var utan um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu fjóra milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ríkisendurskoðun minnir á það sem gerðist með fjármögnun Vaðlaheiðarganga.
14. desember 2021
Tryggvi Felixson
Ísland – rafmagnslaust eða hugsunarlaust?
14. desember 2021
Landspítalann vantar 1,8 milljarð til að geta staðið undir óbreyttum rekstri og þróun
Landspítalinn á að fá um 82,5 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það er ekki nóg að mati starfandi forstjóra. Hún segir alls vanta tæplega 1,6 milljarða króna til að standa undir óbreyttum rekstri.
14. desember 2021
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði vegna kaupa á Hótel Sögu og Mið-Fossum
Ríkissjóður borgar milljarða króna til að kaupa Hótel Sögu fyrir Háskóla Íslands, og mun eiga 73 prósent í byggingunni eftir kaupin á móti Félagsstofnun stúdenta. Byggingaréttur á lóðinni fylgir með.
14. desember 2021
Gunnar Einarsson.
Gunnar Einarsson hættir sem bæjarstjóri í Garðabæ
Nýr bæjarstjóri mun taka við stjórninni í Garðabæ að loknum sveitarstjórnarkosningum í maí 2022. Sá sem hefur gegnt starfinu síðastliðinn 17 ár hefur tilkynnt að hann sé að hætta.
13. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Ég mun ekki ná að leysa loftslagsvandann fyrir þessi jól“
Formaður Viðreisnar spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á þingi í dag hvað hann ætlaði sjálfur að gera til að tryggja raforkuflutning fyrir jólin.
13. desember 2021
Heilbrigðisráðherra ræður Björn Zoëga sem ráðgjafa við breytingar á Landspítalanum
Fyrrverandi forstjóri Landspítalans, og núverandi forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra vegna breytinga á rekstri og yfirstjórn Landspítalans.
13. desember 2021
Inga spyr forsætisráðherra: „Ætlarðu að reyna að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin?“
Formaður Flokks fólksins segir að desemberuppbót til öryrkja sé bjarnargreiði sem geri ekkert fyrir fátækasta fólkið í landinu. Hún spurði forsætisráðherrann á þingi hvort hún ætlaði að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin.
13. desember 2021
Ingi Rafn Sigurðsson
Ríkisstjórnum gert kleift að innheimta kolefnisskatt í rauntíma
13. desember 2021
Tíu staðreyndir um íslenska húsnæðismarkaðinn
Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega á skömmum tíma, sölutími íbúða hefur aldrei verið styttri og fleiri en nokkru sinni áður borga yfir ásettu verði fyrir húsnæði. Hvað er eiginlega að gerast íslenska húsnæðismarkaðnum?
13. desember 2021
Stefán Ólafsson
Fjármálaráðherra býður upp á útúrsnúning
13. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið - leikrit Ísteka 5 mín. fyrir frumvarp um blóðtökubann - Hluti III
12. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Hin ólaunaða skipulags- og tilfinningavakt vanmetin
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verkefni svokallaðrar þriðju vaktarinnar séu vanmetin og jafnvel sé álitið sjálfsagt að konur sinni þeim verkefnum frekar en karlar. Þriðja vaktin sé enn fremur margfalt þyngri fyrir konur en karla.
12. desember 2021
Dóra Björt, Hildur, Eyþór og Þórdís Lóa tókust á í Silfrinu.
Öll styðja borgarlínu en „galdrarnir og töfrarnir“ felast í málamiðlun
Menningarstríð, eðlisfræði og „genasamsetning“ Reykvíkinga er meðal þess sem borgarfulltrúar tókust á um í Silfrinu. Hætt er við að borgarlínu og einkabíl sé stillt upp sem andstæðum pólum en lausnarorðin eru valfrelsi og málamiðlanir.
12. desember 2021
Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir sækjast bæði eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum.
Markmiðið „að taka yfir borgina“
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf að vera „opinn í báða enda“ þegar kemur að meirihluta samstarfi. Markmiðið er að „taka yfir borgina,“ segir Hildur Björnsdóttir sem sækist eftir forystusæti þar sem fyrir er „vinur hennar“, Eyþór Arnalds.
12. desember 2021
Stytti mál sitt eftir að hafa verið auðmýktur þegar Jón Gnarr sagði hann leiðinlegan
Bjórkælir var fjarlægður úr verslun ÁTVR vegna þess að Björgólfur Guðmundsson bað um það. Sigmundur Davíð var eitt sinn eini maðurinn sem þótti harðari andstæðingur Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en Gísli Marteinn Baldursson.
12. desember 2021
Ferðaþjónusta hefur end­ur­heimt um helm­ing þeirra starfa sem töp­uð­ust í kórónuveirufaraldrinum samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands.
Atvinnuleysi óvænt óbreytt milli mánaða en langtímaatvinnuleysi enn mikið
Fjöldi þeirra sem hafa verið án vinnu í ár eða meira er 116 prósent hærri nú en hann var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að atvinnuleysið sé nú nánast það sama. Rúmlega 40 prósent atvinnulausra eru erlendir atvinnuleitendur.
11. desember 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Plast er ekki bara plast
11. desember 2021
Framlag til VIRK 200 milljónum lægra en það átti að vera vegna mistaka
Ríkið á að greiða árlegt framlag til VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs. Í fjárlagafrumvarpinu er framlagið mun lægra en lög og samningar segja til um. Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest að þetta verði leiðrétt.
11. desember 2021
Segist leiðast „pólitískt mont“ og að Borgarlínan sé stærsti áfanginn á ferlinum
Í nýrri bók Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, „Nýja Reykjavík“ rekur hann margt sem átti sér stað á bakvið tjöldin í stjórnmálum síðustu ára, og hefur ekki áður komið fram. Hann hrósar pólitískum andstæðingum, sérstaklega leiðtogum ríkisstjórnarinnar.
11. desember 2021
Skerðing til bræðslna: Bilanir, byggðalína og brölt undan veirukreppu
Aflskortur vegna bilana og viðhalds véla í virkjunum ásamt flutningstakmörkunum á byggðalínunni valda því að ekki er hægt að fullnægja allri eftirspurn á rafmagni í augnablikinu. Við getum líka kennt veðrinu um.
11. desember 2021
Hvert nýtt ráðuneyti kostar í kringum 190 milljónir króna á ári
Þegar ríkisstjórnarsamstarfið var endurnýjað var ákveðið að fjölga ráðherrum úr ellefu í tólf en ráðuneytunum úr tíu í tólf. Kostnaður við stofnun nýs ráðuneytis er metinn á 190 milljónir króna.
10. desember 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Blaðamannafélagið vill að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði hækkaðir
Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlag úr ríkissjóði til RÚV hækki um 430 milljónir króna, sem er 40 milljónum krónum meira en samanlagðir styrkir til annarra fjölmiðla.
10. desember 2021
BJarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Forstjóri OR: Ill meðferð á fé og landi að virkja fyrir fiskimjölsverksmiðjur
Að halda því fram að „virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar“ var jafn rangt á meðan þrengingar voru í efnahagslífinu vegna heimsfaraldurs og það er nú, segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
10. desember 2021
Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi að borgin lánaði leigjendum til að kaupa félagslegar íbúðir
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vildu að leigjendum Félagsbústaða yrði gert kleift að kaupa íbúðirnar sem þeir búa í. Reykjavíkurborg átti að lána þeim fyrir útborgun. Sósíalistaflokkurinn vildi fella niður eins mánaðar leigu.
10. desember 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Hvað er svona merkilegt við þessa Dranga?
Umræða um friðlýsingu eyðijarðar norður á Ströndum „í skjóli nætur“ og áhrif þess gjörnings á Hvalárvirkjun hafa bergmálað í sölum Alþingis og í fréttum. Kyrrð og ró ríkir samtímis í óbyggðum víðernum Vestfjarða sem hafa nú að hluta verið friðuð.
9. desember 2021
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Spurði hvort Svandís ætlaði að brjóta upp forréttindakerfið í sjávarútvegi
Þingmaður Viðreisnar rifjaði upp fimm ára gamla ræðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem hún sagði engan vera sáttan við fiskveiðistjórnunarkerfið nema þeir sem hagnast verulega á því og þeir sem hafi „gert sér far um að verja þau forréttindi“.
9. desember 2021
Halldóra Mogensen og Bjarni Benediktsson
Er Jón Gunnarsson besta dómsmálaráðherraefni Sjálfstæðisflokksins?
Þingmaður Pírata og fjármála- og efnahagsráðherra ræddu skipan dómsmálaráðherra á þingi í dag.
9. desember 2021
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Sigmar: Bit- og tannlausar eftirlitsstofnanir eru lítils virði
Þingmaður Viðreisnar segir að blóðmerar og brottkast færi Íslendingum heim sanninn um að bit- og tannlausar eftirlitsstofnanir séu lítils virði. Ábyrgðin liggi hins vegar hjá þeim sem stjórna landinu.
9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
8. desember 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
„Hefst nú sami söngurinn um að endurskoða kerfið“
Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ómanneskjulegt að láta öryrkja bíða árum saman eftir endurskoðun kerfisins. Forsætisráðherra segir að mikilvægasta verkefnið sem Alþingi stendur frammi fyrir sé að ná „samstöðu um miklu réttlátara kerfi“.
8. desember 2021
Vilborg Bjarkadóttir
Ertu ennþá í kjallaraholunni?!
8. desember 2021
Henry Alexander Henrysson
Ár vonbrigða
8. desember 2021
Willum Þór Þórsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Millu Ósk Magnúsdóttur, við opnun á hjúkrunardeild fyrir COVID-sjúklinga á hjúkrunarheimilinu EIR fyrr í dag.
Milla hætt að aðstoða Lilju og aðstoðar nú Willum – Margar aðstoðarmannastöður lausar
Aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar geta orðið allt að 27 miðað við núverandi fjölda ráðuneyta. Þó nokkrir ráðherrar eiga eftir að manna aðstoðarmannastöður sínar.
7. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Hægt að ná „heilmikilli orkuframleiðslu“ með virkjanakostum í nýtingarflokki
Forsætisráðherra segir hægt að ná fram „heilmikilli orkuframleiðslu“ með þeim virkjanakostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar sem og með stækkun núverandi virkjana.
7. desember 2021
Fjárlagafrumvarpið á mannamáli
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2022 í síðustu viku. Það segir til um hvernig þjóðarheimilið er rekið.
7. desember 2021
Þórlindur ráðinn til að aðstoða Þórdísi Kolbrúnu
Báðir aðstoðarmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur frá síðasta kjörtímabili ákváðu að leita á önnur mið. Nú hefur hún ráðið einn nýjan í þeirra stað.
6. desember 2021
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.
Kostnaður vegna launa aðstoðarmanna og ráðherra hækkar og verður 715 milljónir
Laun ráðherra og aðstoðarmanna þeirra hafa hækkað skarpt á undanförnum árum og langt umfram almenna launaþróun. Ráðherrum hefur verið fjölgað í nýrri ríkisstjórn og því er heimild til að ráða allt að 27 aðstoðarmenn.
6. desember 2021
Ráðuneytið spurði hagsmunasamtök og komst að þeirri niðurstöðu að brottkast væri „óverulegt“
Kjarninn greindi frá því í morgun að drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti, sem hófst í byrjun árs, skilaði því að brottkastsmálum fjölgaði úr um tíu á ári í 120. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki talið brottkast vandamál.
6. desember 2021
Nokkrar tillögur um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi komnar fram
Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa kynnt frumvörp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða á fyrstu dögum nýs þings. Öll snúa þau að því að endurskilgreina hvað teljist tengdir aðilar.
6. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
4. desember 2021