200 færslur fundust merktar „stjórnmál“

Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
11. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
10. janúar 2023
Lífeyrissjóðir hafa ekki lánað meira verðtryggt á einum mánuði frá því fyrir faraldur
Frá vorinu 2020 og fram á síðastliðið haust greiddu sjóðsfélagar lífeyrissjóða upp 112 milljarða króna af verðtryggðum lánum umfram það sem þeir tóku af slíkum. Síðustu tvo mánuði hafa þeir tekið fleiri slík lán en þeir hafa borgað upp.
8. janúar 2023
Kevin McCarthy fagnar sigri. 15 atkvæðagreiðslur þurfti til áður en hann tryggði sér embætti þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Sögulegur en dýrkeyptur kosningasigur þingforsetans
Kevin McCarthy mistókst fjórtán sinnum að tryggja sér meirihluta atkvæða þingmanna í kjöri til forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. En það tókst í fimmtándu tilraun. Hans fyrsta verk gæti verið að ákveða pólitíska framtíð George Santos.
8. janúar 2023
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarpsins.
BDSM-félagið fagnar því að loksins eigi að afnema klámbann
Tveir þingmenn Pírata lögðu fram frumvarp í haust þar sem þeir mælast til þess að bann við dreifingu á klámi verði afnumið. Flestar umsagnir um frumvarpið eru neikvæðar en BDSM-félagið er himinlifandi með það.
7. janúar 2023
Óli Valur Pétursson
Litlu fjölmiðlarnir með eldspýturnar
7. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með hverjum stendur þú?
7. janúar 2023
Tíu stærstu útgerðirnar halda á 56 prósent af öllum kvóta
Fjórar blokkir eru orðnar ráðandi í íslenskum sjávarútvegi. Þær hverfast í kringum Samherja, Brim, Kaupfélag Skagfirðinga og Ísfélagið. Samanlagt halda þessar blokkir á 58,6 prósent af öllum kvóta.
6. janúar 2023
Guðrún Hafsteinsdóttir segist taka við dómsmálaráðuneytinu í mars
Þegar ríkisstjórnin var skipuð var tilkynnt um að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í mesta lagi í 18 mánuði. Eftirmaður hans segir að hún taki við af honum fljótlega.
6. janúar 2023
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur hefur starfað síðan í nóvember 2021.
Ásmundur Einar Daðason staðið sig best allra ráðherra – Bjarni Benediktsson langverst
Mun meiri óánægja er með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins en störf annarra ráðherra í ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun. Óánægjan er aðallega með Bjarna Benediktsson og Jón Gunnarsson. Mennta- og barnamálaráðherra er sá sem flestir eru ánægðir með.
5. janúar 2023
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar.
Vind­orkan áskorun fyrir stjórn­kerfi skipu­lags- og orku­mála
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir ræddi við Kjarnann fyrir skemmstu og fór þar yfir þau álitamál sem eru til staðar hvað vindorku varðar. Hún segir ekki sjálfgefið að nýta skuli þegar röskuð svæði, eins og til dæmis við hálendisbrúnina, undir vindmyllur.
5. janúar 2023
Árið þegar hugrekkið minnti á mikilvægi sitt
Utanríkisráðherra segir að á nýliðnu ári hafi Íslendingar verið minntir á fallvaltleika heimsins með óþægilegum hætti. Þótt Ísland sé friðsælasta land heims og fátt bendi til að alvarlegar ógnir steðji að öryggi þess sé værukærð ekki valkostur.
4. janúar 2023
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki stærri hjá Gallup í tólf ár en Vinstri græn hafa aldrei mælst minni
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mælast nánast með sama fylgi í nýrri könnun Gallup og langstærstu flokkar landsins. Flokkur forsætisráðherra mælist hins vegar sjötti stærsti flokkurinn á þingi, með undir sjö prósent fylgi og einungis fjóra þingmenn.
3. janúar 2023
Framtíðin kemur ekki af sjálfu sér
Alexandra Briem segir að henni líði að vissu leyti eins og heimurinn sé að vakna af dvala. „Við erum að rifja upp kraft samstöðunnar og við erum farin að sjá hugsanlegar afleiðingar þess að sofna á verðinum.“
2. janúar 2023
María Sólrún
„Stjórna erlendar streymisveitur bráðum innlendri kvikmyndaframleiðslu?“
2. janúar 2023
Úkraínustríðið 2023: Skugginn yfir Evrópu
Sænski blaðamaðurinn Ingmar Nevéus dregur upp þrjár sviðsmyndir í grein í Dagens Nyheter um áramótin; af sigri Úkraínu, af sigri Rússlands og óbreyttu ástandi. Jóhann Hauksson blaðamaður rekur efni greinarinnar og skoðar mögulega framvindu á komandi ári.
2. janúar 2023
Eftir ræðurnar göngum við í verkin
Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir að við áramót sé skynsamlegt, hollt og skemmtilegt að horfa um öxl, fara yfir árangur nýliðins árs og velta fyrir sér hverju við viljum áorka á nýju ári.
1. janúar 2023
Katrín Oddsdóttir og fleiri félagar í Stjórnarskrárfélaginu
Við skulum ekki venjast því!
1. janúar 2023
Annus difficilius
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segist svo sannarlega vona að næsta ár muni „færa okkur tækifæri til að halda áfram að þróa samfélagið“ – til að allir fái notið sín og hvetur hún borgarbúa til að taka öllum nýjum Reykvíkingum opnum örmum.
1. janúar 2023
Ísland barnanna okkar
Daði Már Kristófersson fer yfir árið en hann segir að hörmuleg innrás Rússa í Úkraínu marki tímamót. „Hinn frjálslyndi heimur mun þjappa sér saman á komandi árum. Ísland þarf að vera virkur þátttakandi í þeirri þróun. Frjálst meðal vina.“
31. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Stjórnarflokkarnir hafa tapað yfir fjórðungi fylgis síns og mælast langt frá meirihluta
Tvær kannanir sem birtar voru í lok árs sýna að Samfylkingin og Píratar hafa bætt við sig 14 til 16 prósentustigum af fylgi það sem af er kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsókn hafa á sama tíma tapað 13,6 til 14,3 prósentustigum.
31. desember 2022
Ár sem breytti heimsmyndinni
Jón Ormur Halldórsson segir að árið 2022 hafi einkennst af örlagaríkum viðbrögðum við umbrotum sem ekki var alltaf auðvelt að sjá fyrir.
31. desember 2022
Birta Ísey Brynjarsdóttir og Finnur Ricart Andrason
Áskorun til þingmanna: Takið þátt í Veganúar!
30. desember 2022
Veikleikar og brotalamir í skipulagsmálum á Íslandi
Eftir níu ár á forstjórastóli hjá Skipulagsstofnun söðlaði Ásdís Hlökk Theodórsdóttir um á árinu, yfir í kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Í viðtali við Kjarnann ræðir hún skipulagsmál á Íslandi, gæði byggðar og álitamál um beislun vindorkunnar.
30. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja og verður stærsti eigandi sameinaðs fyrirtækis.
Rammi sameinaður Ísfélaginu og til stendur að skrá nýju risaútgerðina á hlutabréfamarkað
Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi heldur áfram. Sameinað Ísfélag verður á meðal fjögurra til fimm stærstu útgerðarfyrirtækja á landinu og til stendur að skrá það á markað. Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda verða langstærstu eigendurnir.
30. desember 2022
Margföld fjárhagsleg refsing og það með keðjuverkandi skerðingum
Guðmundur Ingi Kristinsson segir að enginn ætti að óttast lífið og tilveruna í íslensku samfélagi. „Að kvíða fyrir því að eiga ekki fyrir mat handa sér og börnum sínum er ömurlegt og á ekki að líðast í okkar ríka samfélagi.“
29. desember 2022
Ó, fagra veröld
Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, skrifar um stöðu stjórnmálanna.
29. desember 2022
Af hverju hötum við fátækt fólk?
Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að sjálfsásökunarsvipan sem fátækir þekki of vel þurfi að hverfa úr íslensku samfélagi, þar sem það sé ekkert að fátæku fólki en gríðarlega mikið að stjórnvöldum sem skapi og viðhaldi ójöfnuði og misskiptingu.
29. desember 2022
Ár af áratugi í íslenskum stjórnmálum
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fer yfir helstu málin sem voru áberandi í pólitíkinni á árinu. Hún segir að Píratar vilji gera Ísland að alvöru lýðræðisríki – þar sem m.a. allir sitji við sama borð og þar sem enginn þurfi að óttast um afkomu sína eða frelsi.
28. desember 2022
Ó, borg mín borg
Kolbrún Baldursdóttir fer yfir árið í borginni en hún segir að Flokkur fólksins vilji sjá meira samráð við borgarbúa til að mynda hversu langt á að ganga í þéttingu byggðar og þrengingu gatna eða skreytingu torga.
28. desember 2022
Heimurinn versnandi fer … en það er ljós við enda ganganna
Í huga Lilju Alfreðsdóttur stendur tvennt upp úr á árinu. Annars vegar stríðið í Úkraínu og hins vegar orkukreppan sem fylgdi í kjölfarið ásamt hárri verðbólgu.
27. desember 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Áttar sig illa á andstöðu hægrimanna við veggjöld
Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að mestur árangur í baráttu við umferðartafir náist með því að leggja á veggjöld sem séu hærri á háannatímum en utan þeirra. Kjarninn ræðir við Davíð Þorláksson um veggjöld, Keldnalandið og verkefni samgöngusáttmála.
27. desember 2022
Gerum betur!
Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gerir árið upp en hann skynjar að tími jafnaðarmanna muni fljótlega renna upp. Margir Íslendingar séu jafnaðarmenn í hjarta sínu og vilji frelsi, jafnrétti og samstöðu í öndvegi í stjórnmálum.
26. desember 2022
Árið 2022: Húsnæðismarkaðurinn át kaupmáttinn
Stefán Ólafsson gerir upp árið 2022. Hann segir Eflingu þurfa því að fá öðruvísi launatöflu og sérstaka framfærsluuppbót, svokallað Lundúnar-álag, vegna hins háa húsnæðiskostnaðar sem félagsmenn búi við. Allt annað sé óeðlilegt og óviðunandi.
26. desember 2022
Ég bara hangi í hárinu á þér
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar um íslensk stjórnmál. Þar sem traktorinn heitir Sjálfstæðisflokkur, hægra afturdekkið eru Vinstri grænir, það vinstra Framsókn, annað framdekkið heimska, hitt aulabárðar.
26. desember 2022
Refurinn og vínberin
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fjallar um vendingar í borgarstjórnmálum á árinu en hún segir að vonandi hugsi kjósendur sig nú tvisvar um áður en innihaldslausum lýsingarorðum um ábyrgan rekstur borgarsjóðs sé fleygt fram.
26. desember 2022
Partílok, seðlabankastjóri, verbúðin Ísland, þöggun valdakarla og ríkir kjánar í hanaslag
Árið 2022 bauð upp á allskyns álitamál sem ollu deilum í samfélaginu. Á þeim flestum var tekið í leiðaraskrifum í Kjarnanum á árinu sem er nú að líða. Hér eru mest lesnu leiðarar ársins.
25. desember 2022
Thule herstöðin á Grænlandi.
Hundruð milljarða í endurbætur á Thule herstöðinni
Fjárhæð sem jafngildir 570 milljörðum íslenskra króna verður á næstu árum varið í endurbætur á herstöðinni Thule (Pituffik) herstöðinni á Grænlandi. Bandaríski herinn, sem starfrækir herstöðina, borgar brúsann.
25. desember 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri boðaði dauða verðtryggingarinnar í viðtali sumarið 2020.
Segja verðtryggða íbúðalánavexti mögulega vera orðna hagkvæmari en óverðtryggða
Fyrir rúmum tveimur árum boðaði seðlabankastjóri dauða verðtryggingarinnar. Síðan þá hefur verðbólgan aukist gríðarlega og stýrivextir hækkað tíu sinnum í röð. Nú segir HMS að verðtryggð lán séu mögulega hagkvæmari.
24. desember 2022
Það hefur gustað um ríkisstjórnina það sem af er kjörtímabili og vinsældir þeirra sem hana skipa hafa hríðfallið.
Svona er afstaða þjóðarinnar í lykilmálum samkvæmt skoðanakönnunum ársins 2022
Ýmis fyrirtæki kanna reglulega skoðanir landsmanna á ýmsum málum. Margar þeirra snúast um stjórnmálaskoðanir, efnahagsleg málefni og traust til fólks, athafna, flokka, ríkisstjórna eða stofnana. Hér eru átta skoðanakannanir sem vöktu athygli á árinu.
24. desember 2022
Á árinu 2019 nam meðalgreiðslan til hvers einstakling sem fékk greiddan lífeyri frá Íslandi til Portúgal 3,6 milljónum króna.
Skattfrjálsar úttektir lífeyris í Portúgal leiddu til skoðunar ráðuneytis
Fjármála- og efnahagsráðherra fól skattaskrifstofu ráðuneytisins í upphafi árs 2020 að taka saman minnisblað um möguleika Íslands til að skattleggja lífeyri sem greiddur var til einstaklinga með búsetu í Portúgal, í ljósi þess að Portúgal gerði það ekki.
23. desember 2022
Hægt er að töfra fram girnilega kjötlausa rétti fyrir hvert tækifæri.
Framsóknarmenn fúlsa við grænmetisfæði á jólum
Flestir landsmenn ætla að borða hamborgarahrygg á aðfangadag en aðeins 4,4 prósent grænmetisfæði. En þegar rýnt er í könnun Maskínu á jólamatnum koma skemmtilegar (og pólitískar) tengingar í ljós.
23. desember 2022
Þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum hafa þurft að eyða miklu hærra hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað undanfarna mánuði en áður.
Allir helstu lánveitendur búnir að hækka íbúðalánavexti eftir ákvörðun Seðlabankans
Fjórðungur heimila landsins eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, og bera fullan þunga af vaxtahækkunum Seðlabanka Íslands. Afborganir af 50 milljón króna láni hafa hækkað um 69 prósent frá því maí í fyrra og 39 prósent á rúmu hálfu ári.
23. desember 2022
Konráð S. Guðjónsson
Íslensk veðrátta dæmd í júlí
23. desember 2022
Reykjavíkurborg ber mestan þunga af þjónustu við heimilislaust fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Borgin varði 1,5 milljörðum í málaflokk heimilislausra á fyrstu 10 mánuðum ársins
Á fyrstu tíu mánuðum ársins varði Reykjavíkurborg einum og hálfum milljarði króna í þjónustu og stuðning við heimilislaust fólk. Önnur sveitarfélög greiddu borginni 28,5 milljónir króna fyrir gistingu íbúa sinna í neyðarskýlum á sama tímabili.
23. desember 2022
Íslenska ríkið greiðir Erlu Bolladóttur 32 milljóna miskabætur
Ríkið greiðir Erlu Bolladóttur 32 milljóna króna miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds sem hún þurfti að sæta árið 1976. Erla er einnig beðin sérstaklega afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola, í yfirlýsingu frá forsætisráðherra.
22. desember 2022
Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent. Verðbólgan er nú 7,1 prósentustigi yfir því markmiði. Hún hefur ekki verið undir markmiðinu síðan í apríl 2020. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Verðbólgan upp í 9,6 prósent – Einungis tvívegis mælst meiri frá 2009
Verðbólga jókst milli mánaða og tólf mánaða verðbólga hafi mælist nú 0,3 prósentustigum meiri en fyrir mánuði. Matur og flugfargjöld hækkuðu í mánuðinum.
22. desember 2022
Konur nenna ekki „alltaf í bjór eftir vinnu … við viljum bara frekar fara heim til barnanna“
Stjórnarkona í skráðu félagi segist ekki telja að karlarnir í stjórnunum séu „einhver klúbbur vondra karla sem vilji sitja um og fella ungar konur“ en „því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ertu.“
21. desember 2022
Flestir þeirra sem undirrituðu samninganna 12. desember síðastliðinn fyrir hönd félagsmanna stilltu sér upp í myndatöku í kjölfarið. Á myndina vantar hins vegar Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem sagðist ekki hafa haft geð í að láta mynda sig.
VR búið að samþykkja kjarasamninga – 82 prósent sögðu já
Kosningu um nýjan skammtímakjarasamning stærsta stéttarfélags landsins lauk í hádeginu í dag. Hann var samþykktur með afgerandi hætti. Búið er að samþykkja samninga fyrir um 80 prósent af almenna vinnumarkaðnum.
21. desember 2022
Diljá Ragnarsdóttir.
Kosningastjóri Samfylkingarinnar nýr aðstoðarmaður borgarstjóra
Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar síðan 2014 hefur ráðið sig til starfa hjá dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Við aðstoðarmannastarfinu tekur Diljá Ragnarsdóttir.
21. desember 2022
Kosningaþátttaka í síðustu alþingiskosningum var mest á meðal kosningabærra einstaklinga sem hafa engan erlendan bakgrunn, 83 prósent, en minnst meðal innflytjenda, 42,1 prósent.
42,1 prósent innflytjenda greiddu atkvæði í síðustu alþingiskosningum
Kosningaþátttaka innflytjenda í síðustu alþingiskosningum var 42,1 prósent, um helmingi minni en kosningaþátttaka í heildina, sem var 80,1 prósent. Enginn innflytjandi á sæti á þingi en 3,2 prósent varaþingmanna eru innflytjendur.
21. desember 2022
Framleiðsla og lýðræði
Þorvaldur Gylfason segir að lýðræðið sé ein merkasta uppfinning mannsandans, næsti bær við eldinn, hjólið og hjónabandið frá hans bæjardyrum séð, og hefur borið ríkulegan ávöxt þegar alls er gætt.
21. desember 2022
Tvær stjórn­mála­kon­ur, tvær fjöl­miðla­kon­ur, tveir stjórn­mála­menn og tveir fjöl­miðla­menn segja frá upp­lifun sinni á óvæg­inni umræðu og áreitni á net­inu í nýrri rannsókn..
Stjórnmála- og fjölmiðlafólk reynir að draga úr áhrifum áreitni á netinu
Stjórnmála- og fjölmiðlafólk normalíserar netáreitni, reynir að draga úr áhrifum hennar og telur hana eðlilegan fylgifisk starfsins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísbendingar eru um að áreitni á netinu sé algengari meðal kvenna en karla.
21. desember 2022
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
20. desember 2022
Stefán Ólafsson
Hvers vegna Efling þarf öðruvísi samning
20. desember 2022
Ríkið leggur 15 milljarða króna Keldnalandið inn í Betri samgöngur
Keldnalandið verður þróað til að samræmast áformum um þéttingu byggðar á samgöngu- og þróunarás Borgarlínu. Deiliskipulag fyrir fyrstu uppbyggingarreiti á að þróa á næsta ári. Það mun taka 20 mínútur að komast með Borgarlínu frá Keldum á Lækjartorg.
20. desember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja frumvarpið fram í vor.
Stöðva á notkun félaga til að greiða lægri skatta og láta fjármagnstekjufólk borga útsvar
Frumvarp um að láta þá sem skrá laun sem fjármagnstekjur greiða útsvar og borga tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts er væntanlegt í apríl á næsta ári. ASÍ hefur áætlað að tekjur ríkissjóðs geti aukist um átta milljarða á ári við þetta.
20. desember 2022
Hagnaður í sjávarútvegi var 89 milljarðar króna í fyrra.
Hagnaður sjávarútvegs þrefaldaðist milli ára en afkoma tæknifyrirtækja breyttist lítið
Tekjur íslenska viðskiptahagkerfisins, án fjármálastarfsemi og lyfjaframleiðslu, jukust um 18 prósent í fyrra og langt umfram verðbólgu, sem var 5,1 prósent. Það er þriðja mestu aukningu á tekjum hagkerfisins síðan árið 2002.
19. desember 2022
Elon Musk keypti Twitter í lok október.
Elon Musk að hætta sem forstjóri Twitter eftir að notendur kusu hann afgerandi burt
Í gær bauð Elon Musk, eigandi Twitter og einn ríkasti maður í heimi, notendum að kjósa um hvort hann ætti að halda áfram sem forstjóri. Niðurstaðan var afgerandi. Þær tæplega 18 milljónir sem kusu vildi Musk burt úr stólnum.
19. desember 2022
Þrjár konur eru forstjórar í skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Alls 90 prósent forstjóra eru karlar.
Konur hæfar til að vera forstjórar en áhrif og tengslanet karla koma í veg fyrir að þær séu ráðnar
Árum saman voru engar konur forstjórar í skráðu félagi á Íslandi. Nú eru þær þrjár, en einungis ein þeirra var ráðin í þegar skráð félag. Það gerðist í september 2022. Ný rannsókn sýnir að þessi staða skýrist ekki af því að konur búi yfir minni hæfni.
19. desember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna ekki dregist jafn mikið saman í næstum tólf ár
Í fyrsta sinn síðan í lok árs 2012 og byrjun árs 2013 gerðist það í ár að kaupmáttur ráðstöfunartekna dróst saman tvo ársfjórðunga í röð. Á þriðja ársfjórðungi dróst hann saman um 6,1 prósent, sem er mesti samdráttur sem hefur mælst frá 2010.
18. desember 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á þinginu í síðustu viku.
Bjarni tók upp hanskann fyrir almenningssamgöngur
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á þingi á dögunum að honum þætti formaður Miðflokkins tala um almenningssamgöngur eins og þær skiptu engu máli. „Ég er ekki sammála því,“ sagði Bjarni.
17. desember 2022
Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða
Flestir landsmenn eiga þorra hreinnar eignar sinnar í steypu, húsnæðinu sem þeir búa í. 90 prósent þeirra skulda rúmlega helminginaf virði eigna sinna. Þannig er málum ekki háttað hjá þeim sem eiga mest.
17. desember 2022
Sveitarfélögin munu geta lagt á allt að 14,74 prósenta útsvar á næsta ári.
Hámarksútsvar hækkað um 0,22 prósentustig og tekjuskattur lækkaður á móti
Fjármála- og efnahagsráðuneytið útfærði tillögur um hækkun hámarksútsvars og lækkun tekjuskatts til að koma til móts við útgjaldaaukningu sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðs fólks. Hámarksútsvar má verða 14,74 prósent á næsta ári.
17. desember 2022
Ingimar Eydal Davíðsson
Opin bréf til menningar- og viðskiptaráðherra
16. desember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Einn Héraðsdómur verði með yfirstjórn í Reykjavík en átta starfsstöðvar um landið
Starfshópur dómsmálaráðherra um sameiningu héraðsdómstólanna átta í eina stofnun leggur til að sameinaður dómstóll fái nafnið Héraðsdómur og hafi áfram starfsemi á þeim átta stöðum þar sem héraðsdómstólar starfa í dag.
16. desember 2022
Reykjavíkurborg dreifði 64 blaðsíðna riti um uppbyggingu íbúða í borginni í 60.500 eintökum í síðasta mánuði.
Gagnrýna 13,3 milljóna húsnæðisbækling á tímum niðurskurðar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks í borgarráði gagnrýna að borgin hafi varið 13,3 milljónum króna í útgáfu rits um húsnæðisuppbyggingu á sama tíma og samþykkt hafi verið að skera niður bókakaup grunnskóla og opnunartíma félagsmiðstöðva.
16. desember 2022
Hanna Katrín Friðrikssin, þingmaður Viðreisnar.
Framkoma meirihluta fjárlaganefndar „ekkert annað en skandall“
Þingmaður Viðreisnar segir fjölmiðla sitja eftir með enn óreiðukenndari mynd af rekstrarhorfum sínum eftir tilraun meirihluta fjárlaganefndar til að veita N4 100 milljón króna styrk. Styrkveitingin getur ekki talist til ábyrgra fjármála.
16. desember 2022
Öfundin, sundurlyndisfjandinn og vandræðalega strokuspillingin
None
16. desember 2022
Íslandsspil, Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS, Happdrætti DAS, Getspá og Getraunir áttu fulltrúa í starfshópi um happdrætti og fjárhættuspil og mynduðu þannig meirihluta í hópnum. Fulltrúarnir reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.
Sérleyfishafar á happdrættismarkaði neituðu að skrifa undir skýrslu starfshóps
Starfshópur um happdrætti og fjárhættuspil sem dómsmálaráðherra skipaði í apríl í fyrra hefur skilað inn tillögum, tæpu einu og hálfu ári á eftir áætlun. Sérleyfishafar á happdrættismarkaði reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.
16. desember 2022
Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja ganga til fundar við fjölmiðla í Kaupmannahöfn í gær.
„Top-topskat“, stytting háskólanáms og venjulegur vinnudagur á kóngsbænadegi
Ný dönsk ríkisstjórn ætlar að fjölga tekjuskattsþrepunum úr tveimur í fjögur, stytta þann tíma sem stúdentar geta notið námsstyrkja og hækka laun ótilgreindra starfsstétta hjá hinu opinbera. 15 karlar og 8 konur eru í nýrri ríkisstjórn Mette Frederiksen.
15. desember 2022
Íþróttafélagið ÍBV metur heildartjón sitt vegna samkomutakmarkana á yfir 300 milljónir króna. Félagið telur sig eiga inni fé hjá stjórnvöldum.
Segir aðstoðarmann Ásmundar Einars hafa „staðfest“ að ÍBV ætti að fá 100 milljóna styrk
ÍBV telur sig eiga inni 60 milljónir króna af alls 100 milljónum sem samþykkt var að úthluta til íþrótta- og æskulýðsfélaga á fjáraukalögum í fyrra. Aðstoðarmaður ráðherra er sagður hafa lofað þessari upphæð, bæði í samtölum og smáskilaboðum.
15. desember 2022
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Leggur til að Lárus og Jón Gunnar hljóti heiðurslaun listamanna
Þrátt fyrir að einungis 25 manns geti notið heiðurslauna listamanna á hverjum tíma hefur þingmaður Pírata lagt fram tillögu á Alþingi um að forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins bætist við sem 26. og 27. maður á lista.
15. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Segir bókhaldsblekkingar ríkisstjórnarinnar við hækkun barnabóta draga úr trausti
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina beita bókhaldsblekkingum við hækkun barnabóta. Samfylkingin dró tillögu sína um aukningu upp á þrjá milljarða króna til barnabóta á árinu 2023 til baka en ætlar nú að leggja hana aftur fram.
15. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vettvangi Evrópuráðsins fyrr á þessu ári. Ísland tók við formennsku í ráðinu í nóvember af Írum.
Það kostar hálfan milljarð að auka viðbúnað lögreglu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins
Ísland tók við formennsku í Evrópuráðinu í nóvember. Í maí á næsta ári verður haldinn fjórði leiðtogafundur þess í tæplega 74 ára sögu þess haldinn á Íslandi. Búist er við tugum þjóðarleiðtoga til landsins.
15. desember 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Fjárlaganefnd dregur í land með 100 milljóna styrk til N4 „í ljósi umræðu í fjölmiðlum“
„Í ljósi umræðu í fjölmiðlum beinir meiri hlutinn því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp.“
14. desember 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Vill vita hvort tengsl þeirra sem sóttust eftir opinberu fé við nefndarmenn hafi verið metin
Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti að veita 100 milljónum úr rík­is­sjóði „vegna rekst­­urs fjöl­miðla á lands­­byggð­inni sem fram­­leiða eigið efni fyrir sjón­­varps­­stöð“ eftir að N4 bað um það. Einn nefndarmanna er mágur framkvæmdastjóra N4.
14. desember 2022
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin dembir öllu aðhaldinu á almenning
14. desember 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bergþór Ólason, segja Útlendingastofnun ekki hrósað nóg á Alþingi og bættu úr því undir störfum þingsins í dag þar sem þeir hrósuðu stofnuninni fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV.
Hlutverk RÚV ekki „að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur“
Þingmenn Miðflokksins hrósa Útlendingastofnun fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV þar sem meðal annars er fjallað um fólk á flótta. Formaður Miðflokksins segir stofnunina hafa orðið fyrir árásum og áróðri af hálfu annarrar ríkisstofnunar.
14. desember 2022
Hækkun barnabóta kostar tvo milljarða, en ekki fimm eins og ríkisstjórnin hélt fram
Fyrir lá að skerðingar vegna launahækkana myndu skerða barnabótagreiðslur um þrjá milljarða í ár ef skerðingarmörk yrðu ekki hækkuð. Ríkisstjórnin taldi þá þrjá milljarða með þegar hún sagðist vera að efla barnabótakerfið um fimm milljarða.
14. desember 2022
Happdrætti Háskóla Íslands hefur lagt til við starfshóp um happdrætti og fjárhættuspil að sérleyfishöfum skjávéla og söfnunarkassa verði heimilt að opna spilavíti hér á landi.
Íslendingar eyddu 10,5 til 12 milljörðum króna í fjárhættuspil á síðasta ári
Happdrætti Háskóla Íslands vill opna spilavíti á Íslandi og vísar meðal annars í árlega upphæð sem Íslendingar eyða í fjárhættuspil máli sínu til stuðnings, sem nam um 12 milljörðum króna á síðasta ári. HHÍ vill einnig bjóða upp á fjárhættuspil á netinu.
14. desember 2022
Biðst afsökunar á að tilkynning um 30 prósent leiguhækkun hafi ekki verið nærgætnari
Stjórnarformaður Ölmu leigufélags segir að 30 prósent hækkun á leigu leigutaka félagsins hafi verið „fullkomlega eðlileg aðlögun að gjörbreyttu markaðsverði í miðborginni.“ Það hefði þó mátt tilkynna hana með nærgætnari hætti.
14. desember 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar. Hún er einn þeirra nefndarmanna stjórnarflokkanna sem stendur að því að veita N4 rekstrarstyrk. Fjölmiðlafyrirtækið er staðsett í kjördæmi Bjarkeyjar.
N4 náði fram 100 milljóna styrk úr ríkissjóði eftir að hafa einfaldlega beðið um hann
Fjölmiðillinn N4 sendi beiðni um sérstakan styrk til fjárlaganefndar. Beiðnin er rökstudd með upplýsingum sem eru að hluta til rangar. Meirihluti fjárlaganefndar ákvað að veita 100 milljón króna styrk til landsbyggðarfjölmiðla.
14. desember 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Pólitísk ábyrgð og armslengd krufin til mergjar við Austurvöll
Á mánudag fór fram umræða sérstök umræða um pólitíska ábyrgð á Íslandi í sal Alþingis að frumkvæði þingmanns Pírata. Forsætisráðherra var til svara og sagði auk annars að í danskri bók kæmi fram að pólitísk gagnrýni gæti falið í sér pólitíska ábyrgð.
13. desember 2022
Randalín og Mundi eru aðalsöguhetjurnar í nýju jóladagatali sem sýnt er á RÚV þessa dagana.
„Í alvörunni vinna engar gribbur hjá Útlendingastofnun“
Útlendingastofnun hefur sett upp nýjan vef, með svörum við spurningum sem gætu vaknað hjá börnum við áhorf jóladagatalsins sem sýnt er á RÚV núna á aðventunni. Þar kemur auk annars fram að í alvörunni vinni engar gribbur hjá stofnuninni.
13. desember 2022
Samkeppniseftirlitið slátrar hugmyndum um að leyfa ólögmætt samráð
Matvælaráðherra vill að afurðastöðvar í sláturiðnaði fái að víkja banni við ólögmætu samráði til hliðar til að ná hagræðingu. Samkeppniseftirlitið leggst alfarið gegn því og segir málið miða að því að koma á einokun í slátrun og frumvinnslu afurða.
13. desember 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Samningurinn í gær er „draumasamningur íslenskrar auðstéttar“
Formaður Eflingar segir félagið ekki ætla að láta „láta smala okkur inn í einhverja rétt sem Samtök atvinnulífsins hafa reist til þess að þurfa einhvern veginn að gleypa það sem aðrir hafa undirritað og það sem við teljum óásættanlegt.“
13. desember 2022
Útlendingastofnun afgreiðir mál Venesúelabúa hægar en áður og rýnir í stöðu mála
Útlendingastofnun er búin að hægja á afgreiðslum umsókna um alþjóðlega vernd frá ríkisborgurum Venesúela. Á fyrstu 10 mánuðum ársins sóttu 764 einstaklingar frá Venesúela um vernd á Íslandi og ljóst er að stjórnvöld vilja minnka þann fjölda.
13. desember 2022
Þröstur Ólafsson
Stýrivextir og bankavextir
12. desember 2022
Stefán Ólafsson.
Sérfræðingur Eflingar segir að svo virðist sem menn hafi samið af sér í bullandi hagvexti
Kaupmáttarrýrnun ársins 2022 verður ekki bætt í samningnum sem undirritaður var í dag og kaupmáttaraukning á næsta ári verður mun minni en sú sem tryggð var í lífskjarasamningnum, segir Stefán Ólafsson.
12. desember 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Félagsmálaráðherra fagnar ákvörðun héraðsdóms í máli Husseins
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra sagðist í ræðustóli Alþingis leyfa sér að fagna niðurstöðunni í máli Hussein Hussein og að hann teldi að tryggja þyrfti að umsókn hans um vernd fengi efnismeðferð hér á landi.
12. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar ásamt hinum formönnum stjórnarflokkanna í dag.
Stjórnvöld smyrja kjarasamninga með nýjum íbúðum, hærri húsnæðisbótum og nýju barnabótakerfi
Kjarasamningar voru undirritaðir í dag við stóran hóp á almennum vinnumarkaði, og þar með er búið að semja út janúar 2024 við um 80 prósent hans. Laun hækka um 6,75 prósent í 9,3 prósent verðbólgu en þó aldrei meira en um 66 þúsund krónur.
12. desember 2022
Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna
Hreinn auður landsmanna óx um 578 milljarða króna í fyrra. Ríkustu 244 fjölskyldur landsins tóku til sín rúmlega 32 af þeim milljörðum króna, eða tæplega sex prósent þeirra.
12. desember 2022
Dina Boluarte, forseti Perú, heilsar fólki á götum Lima.
Stríðskonan sem varð forseti fyrir slysni
Fyrir einu og hálfu ári var hún svo að segja óþekkt á hinu pólitíska sviði. Hún varði yfirmanninn með kjafti og klóm en hefur nú tekið við stöðu hans. Og er þar með orðin fyrsta konan sem gegnir embætti forseta Perú.
12. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Orsakir fyrir hruni vistkerfanna
11. desember 2022
Um 60 prósent alls flóttafólks sem sótt hefur um vernd á Íslandi í ár kom frá Úkraínu og var að flýja stríðið þar.
Reikna með að minnsta kosti 4.900 flóttamönnum til landsins á næsta ári
Gert er ráð fyrir að flóttafólki sem sæki um vernd á Íslandi fjölgi á næsta ári en kostnaður við þjónustu við það lækka um næstum milljarð króna. Átta af hverjum tíu koma frá Úkraínu eða Venesúela.
11. desember 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Ætla að meta árangur af stórauknum styrkjum til rannsókna og þróunar á næsta ári
Fjárlaganefnd ætlar að meta árangur og skilvirkni af auknum framlögum til nýsköpunar, sem hafa hækkað um tólf milljarða á átta árum. Hækka þarf framlag til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar um fjóra milljarða króna.
11. desember 2022
Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, skrifaði undir umsögn samtakanna í haust.
SÁÁ sagðist vanta 450 milljónir til að þjónusta verði ekki skert 2023 en fær 120 milljónir
Í fjárlagafrumvarpinu átti að skerða framlög til SÁÁ um 98 milljónir króna. Í umsögn samtakanna kom fram að það myndi fela í sér að 270 færri gætu lagst inn á Vog og minnst 160 sjúk­lingar myndu ekki fá lyfja­með­ferð á göngu­deild við ópíóðafíkn.
10. desember 2022
Umdeilt leigufélag ratar enn og aftur í fréttir vegna frásagna af okri á leigjendum
Saga Ölmu íbúðafélags teygir sig aftur til ársins 2011 og skýrslu sem meðal annars var unnin af núverandi seðlabankastjóra. Félagið var einu sinni í eigu sjóðs í stýringu hjá hinu sáluga GAMMA og hét um tíma Almenna leigufélagið.
10. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
10. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
8. desember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ætlaði að leggja fram frumvarp um flýti- og umferðargjöld fyrir jól. Það hefur enn ekki verið lagt fram.
Betri samgöngur fá 900 milljónir úr ríkissjóði vegna tafa á flýti- og umferðargjöldum
Álagning flýti- og umferðargjalda á höfuðborgarsvæðinu eiga að fjármagna helming samgöngusáttmálans, sem inniheldur meðal annars Borgarlínuna. Gjöldin hafa frestast en áætlað er að þau skili 75 milljörðum króna til ársins 2033.
8. desember 2022
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
7. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
6. desember 2022
Hilmar Þór Hilmarsson
Sjálfheldan í Úkraínu. Hatrið sigrar?
6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
5. desember 2022
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
None
5. desember 2022
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
5. desember 2022
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
3. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
2. desember 2022
Það er ekki talið svara kostnaði að fara í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum borgarstarfsmanna.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
1. desember 2022
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
30. nóvember 2022
Fleiri en útgefendur helstu fjölmiðla Vesturlanda lýsa yfir stuðningi við Assange. Í gær áttu fulltrúar WikiLeaks, þeirra á meðal ritstjórinn Kristinn Hrafnsson, fund með Lula Brasilíuforseta um mál hans.
Samstarfsmiðlar Assange segja ákæru Bandaríkjastjórnar setja „hættulegt fordæmi“
Það er kominn tími á að Bandaríkjastjórn hætti að eltast við Julian Assange fyrir að birta leyndarmál, segja ritstjórar og útgefendur New York Times, Guardian, Der Spiegel, Le Monde og El País, í opnu bréfi til stjórnvalda í Bandaríkjunum.
29. nóvember 2022
Íslendingar hafa farið í hrönnum í sólarfrí til Tenerife í haust. Flugfargjöld lækkuðu síðastliðinn mánuð sem ætti síður að draga úr áhuga á slíkum ferðum.
Verðbólgan 9,3 prósent og sýnir lítil merki þess að vera að hjaðna
Verðbólga jókst milli mánaða þótt tólf mánaða verðbólga hafi dregist saman um 0,1 prósentustig. Matur og húsnæði hækkaði en flugfargjöld lækkuðu á móti. Því hafa urðu aðstæður landsmanna til að fara til útlanda, til dæmis til Tene, betri í síðasta mánuði.
29. nóvember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Kjötbollurnar unnu á tæknilegu rothöggi
29. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill allt að 14 milljarða króna inn í LSR á fjáraukalögum svo ekki þurfi að skerða lífeyri
Ríkið samdi við opinbera starfsmenn fyrir sex árum um breytt fyrirkomulag lífeyrismála. Forsendur samkomulagsins hafa breyst vegna þess að um tvö þúsund manns bættust við sem þiggjendur úr lífeyrisaukasjóði og fólk fór almennt að lifa lengur.
29. nóvember 2022
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
27. nóvember 2022
Kristian Thulesen Dahl og Pia Kjaersgaard hafa bæði gegnt formennsku í Danska þjóðarflokknum.
Fylgið hrunið og formaðurinn í réttarsalnum
Þessa dagana standa yfir réttarhöld í máli formanns Danska þjóðarflokksins vegna svindls og misnoktunar á fjármunum. Fyrir rúmu ári var formaðurinn fundinn sekur í sama máli en sá dómur var ógiltur vegna ummæla á Facebook, sem dómarinn tók undir.
27. nóvember 2022
Þröstur Ólafsson
Örlög auðnumála
26. nóvember 2022
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
26. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
25. nóvember 2022
Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Yfir 60 prósent treysta ekki stjórninni til að selja Íslandsbanka og vilja rannsóknarnefnd
Næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum Vinstri grænna vilja að skipuð verði rannsóknarnefnd um bankasöluna og 57 prósent þeirra treysta ekki ríkisstjórn sem leidd er af formanni flokksins til að selja meira í Íslandsbanka.
25. nóvember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin með 19 prósent fylgi og bætir við sig 4,6 prósentustigum milli mánaða
Tveir stjórnarandstöðuflokkar, Samfylking og Píratar, hafa samtals bætt við sig næstum 14 prósentustigum af fylgi á kjörtímabilinu. Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir tapað 10,7 prósentustigum. Rúmur helmingur fylgistaps þeirra er hjá Vinstri grænum.
25. nóvember 2022
Húsnæðismarkaðurinn hefur kólnað ansi hratt síðustu misseri.
Greiðslubyrði 50 milljón króna óverðtryggðs láns aukist um næstum 1,5 milljónir á ári
Sá sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað getur í dag tekið 42 prósent lægri upphæð að láni til að kaupa húsnæði en hann gat í maí í fyrra. Ástæðan eru hærri vextir.
25. nóvember 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Segir endurheimt raunlauna leiða af sér minni hagvöxt, meiri verðbólgu og hærri stýrivexti
Ef kjarasamningar skila til baka þeim raunlaunum sem tapast hafa vegna verðbólgu telur Seðlabankinn að hagvöxtur á næsta ári verði sá minnsti síðan 2002, ef frá eru talin samdráttarárin í kjölfar bankahrunsins og kórónuveirufaraldursins.
25. nóvember 2022
Sylviane Lecoultre
Lífsgæði fram að síðasta andardrætti
24. nóvember 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Segja þá sem kaupi sér skyndibitakeðjur ekki þurfa undanþágu frá banni við samráði
Ný frumvarpsdrög undanskilja afurðastöðvar í sláturiðnaði tímabundið frá banni við ólögmætu samráði. Félag Atvinnurekenda segir mörg fyrirtæki í geiranum í prýðilegum rekstri og þurfi ekki á undanþágunni að halda.
24. nóvember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
„Ríkisendurskoðun hafnar aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um annarleg sjónarmið“
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka stendur óhögguð þrátt fyrir athugasemdir Bankasýslunnar. Stofnunin hafnar umfjöllun „ákveðinna fjölmiðla“ og segir hana ekki standast skoðun.
24. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
„Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene“
Þingmaður Viðreisnar segir að ekki sé hægt að rökstyðja stýrivaxtahækkanir með sólarlandaferðum Íslendinga til Tenerife. „Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene.“ Forsætisráðherra segir að horfa verði á stóru myndina.
24. nóvember 2022
Þriðja könnunin í röð sem sýnir meirihluta fyrir aðild að Evrópusambandinu
Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur dalað frá því í júní, óákveðnum hefur fjölgað mikið en andstæðingum fjölgað um 1,2 prósentustig. Eftir rúman áratug af afgerandi andstöðu við aðild hefur hugur þjóðarinnar snúist á þessu ári.
24. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Lífeyrissjóðirnir segja áform Bjarna um ÍL-sjóð brjóta í bága við stjórnarskrá
Það stefnir í mikla hörku í hinu svokallaða ÍL-sjóða máli. Lífeyrissjóðir hafa látið vinna fyrir sig lögfræðiálit sem segir að sú lagasetning sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað til að spara ríkinu 150 milljarða króna feli í sér eignarnám.
23. nóvember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fer með fangelsismál í ríkisstjórn Íslands.
Fangelsismálastofnun þarf 400 milljónir annars þarf að loka fangelsum
Fangelsismálastofnun þarf 150 milljónir króna á fjáraukalögum til að láta enda ná saman í ár. Stofnunin þarf auk þess 250 milljónir króna í viðbótarútgjöld á næsta ári. Fáist ekki þetta fé mun fangelsinu á Sogni og hluta Litla Hrauns verða lokað.
23. nóvember 2022
Svandís leggur fram frumvarp sem hækkar veiðigjöld um 2,5 milljarða á næsta ári
Í apríl í fyrra var samþykkt frumvarp um flýtifyrningar. Tilgangur þess var að til að hvetja til fjárfestinga á tímum kórónuveirufaraldurs. Afleiðingarnar urðu meðal annars þær að veiðigjöld næsta árs verða að óbreyttu 2,5 milljörðum krónum lægri.
23. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Mynd úr safni.
Við frekari sölu Íslandsbanka þurfi að meta hvað jafnræði og gagnsæi megi kosta
Fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í morgun. Hann sagðist telja útilokað að ríkisstjórnin notaðist aftur við tilboðsfyrirkomulag við sölu á hlut í Íslandsbanka.
23. nóvember 2022
Í Sóltúni 2 (t.v.) er í dag rekið hjúkrunarheimili. Til stendur að stækka það hús og byggja svo allt að 79 íbúðir í stakstæðu fjölbýlishúsi við Sóltún 4 sem er til hægri á teikningunni. Gildandi skipulag gerir ráð fyrir hjúkrunarrýmum þar.
Hátt í 80 íbúðir í nýju fjölbýli á Ármannsreit
Íbúar í Túnum í Reykjavík segja sumir að síðasta tækifæri borgaryfirvalda til að skipuleggja hverfisgarð fyrir þau sem búa á svæðinu sé að fara forgörðum, með skipulagsbreytingum á lóðinni Sóltún 2-4, sem bíða samþykktar borgarráðs.
23. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Interpol lýsir eftir forríku forsetadótturinni
Hún gæti verið í Portúgal, þrátt fyrir að yfirvöld hafi fryst eignir hennar, þar á meðal þakíbúðina og sveitasetrið. Svo gæti hún verið einhvers staðar allt annars staðar, konan sem var sú ríkasta í Afríku en er nú eftirlýst um allan heim.
22. nóvember 2022
Það gustar um ýmsa í ríkisstjórninni um þessar mundir.
Allir ráðherrar VG og Framsóknar tapa trausti en ráðherrar Sjálfstæðisflokks bæta við sig
Ásmundur Einar Daðason er áfram sá ráðherra í ríkisstjórn sem nýtur mest trausts og Bjarni Benediktsson er áfram sá sem flestir treysta lítið. Lilja D. Alfreðsdóttir tapar mestu trausti allra frá því í vor og bætir við sig mestu vantrausti.
22. nóvember 2022
Hilmar Þór Hilmarsson
Stríð í stað samninga í spilavíti kjarnorkuvopna: „A problem from hell?“
22. nóvember 2022
Útgáfufélag Morgunblaðsins telur frumvarp Lilju fresta vanda fjölmiðla en ekki leysa hann
Stærstu fjölmiðlafyrirtækin skiluðu umsögnum um frumvarpsdrög sem framlengja styrkjakerfi við fjölmiðla. Árvakur vill fá stærri hluta styrkjanna og að gripið verði til annarra aðgerða til að bæta stöðu fjölmiðla. Bændasamtökin eru ánægð með kerfið.
22. nóvember 2022
Stefán Ólafsson
Seðlabanki á villigötum
22. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Spyr Bjarna hvort Fjármálaeftirlitið hafi lagaheimildir til að rannsaka Bjarna
Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra þar sem hún spyr meðal annars hvort hann telji að Fjármálaeftirlitið hafi heimildir til að rannsaka ákvarðanir og ábyrgð ráðherrans við bankasöluna.
21. nóvember 2022
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
„Stríð gegn ofbeldi er ekki svarið“
Ef til er fjármagn til að fara í stríð gegn fólki hlýtur að vera til fjármagn til að hjálpa fólki að mati þingmanns Pírata. Stríð gegn ofbeldi er ekki svarið heldur er svarið að finna í heilbrigðiskerfinu.
21. nóvember 2022
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir
Mega Facebook og Google ekkert lengur?
21. nóvember 2022
Skeljungur undirritar viljayfirlýsingu um sölu og dreifingu á rafeldsneyti
Tvö dótturfélög fjárfestingafélagsins SKEL ætla í samstarf við danskan sjóð um möguleg kaup og dreifingu á rafeldsneyti sem hann stefnir á að framleiða á Reyðarfirði.
21. nóvember 2022
Greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði með óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum á meðan vextir voru í sögulegu lágmarki hefur hækkað gríðarlega.
Búast við því að stýrivextir hafi náð hámarki og fari að lækka á ný næsta haust
Verðbólguvæntingar hafa batnað. Nú telja þeir sem sýsla með skuldabréf að hún verði komin niður í 5,1 prósent eftir ár og að þá hefjist hægt vaxtalækkunarferli. Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru þó enn vel yfir markmiðum Seðlabankans.
21. nóvember 2022
Ekki í fyrsta sinn sem ríkisbanki, Ríkisendurskoðun og Bankasýslan fara í hár saman
Fyrir rúmum sex árum gagnrýndi Bankasýsla ríkisins Landsbankann harkalega fyrir að hafa haldið illa á söluferli á óbeinni ríkiseign, meðal annars fyrir að viðhafa lokað söluferli og val á kaupendum. Ríkisendurskoðun tók undir þá gagnrýni.
21. nóvember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir
Alþjóðaviðskipti í ólgusjó
21. nóvember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Tíð ríkisstjórnarskipti og kórónuveiran hafa stóraukið nýtingu fjáraukalaga
Þegar lög um opinber fjármál voru sett árið 2015 áttu þau að auka festu í ríkisfjármálum og draga úr notkun fjáraukalaga. Þróunin hefur hins vegar orðið þveröfug, meðal annars vegna tíðra ríkisstjórnarskipta og kórónuveirufaraldurs.
21. nóvember 2022
Bensínlítrinn hækkað um sjö krónur á tveimur mánuðum og kostar nú 322 krónur
Bensínverð hefur hækkað um tæplega 21 prósent það sem af er ári. Ríkið tekur til sín tæplega helming af hverjum seldum lítra í allskyns gjöld. Til stendur að auka álögur á bifreiðaeigendur á næsta ári til að afla milljarða í nýjar tekjur.
20. nóvember 2022
Stefán Jón Hafstein
Átta milljarðar
20. nóvember 2022
Friðjón R. Friðjónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokks vill bjóða út rekstur flugstöðvar Keflavíkurflugvallar
Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nýti lagaheimildir til að opna á útboð á ýmsum þáttum í rekstri Isavia á Keflavíkurflugvelli, til dæmis reksturs fríhafnarverslana á vellinum.
20. nóvember 2022
Augu heimsins munu beinast að smáríkinu Katar við Persaflóa næstu vikur.
„Sportþvotturinn“ í Katar sannarlega ekki sá fyrsti og eflaust ekki sá síðasti
Heimsmeistaramótið í Katar hefst á morgun. Yfirvöld þar hafa verið sökuð um „sportþvott“ – þó umdeilt sé hvort það hugtak eigi við í tilfelli HM 2022. Kjarninn tók saman nokkur söguleg dæmi um sportþvott, frá ólympíuleikum Hitlers fram til okkar daga.
19. nóvember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hefur næstum tvöfaldað fylgið og andar ofan í hálsmálið á Sjálfstæðisflokki
Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun og fjölmargir möguleikar í kortunum. Þrír andstöðuflokkar hafa bætt við sig einum Framsóknarflokki það sem af er kjörtímabili en ríkisstjórnin tapað yfir tíu prósentustigum.
19. nóvember 2022
Tólf prósent öryrkja greiða meira en 75 prósent útborgaðra launa í rekstur húsnæðis.
Tveir þriðju öryrkja segja húsnæðiskostnað þunga eða nokkra byrði
38 prósent öryrkja hafa miklar eða frekar miklar áhyggjur af húsnæðiskostnaði og nærri tveir af hverjum þremur segja húsaleigu eða afborganir af húsnæðislánum vera þunga eða nokkra byrði.
18. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Vill að Katrín mæti fyrir fjárlaganefnd og geri grein fyrir næstu skrefum í bankasölu
Þingmaður Viðreisnar segir fjárlagavinnu í uppnámi enda gert ráð fyrir að sala á Íslandsbanka skili ríkissjóði 75 milljörðum á næsta ári. Engin skýr svör hafi þó fengist frá forystumönnum ríkisstjórnarinnar um hvort og þá hvernig bankinn verði seldur.
18. nóvember 2022
Skatturinn hafði áhyggjur af svindli fyrirtækja til að fá hærri styrki – Engu hefur verið breytt til að hindra það
Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar hafa margfaldast á örfáum árum og voru 11,6 milljarðar króna í ár. Skatturinn sagðist í fyrra telja að „nokkur brögð“ hafi verið að því að fyrirtæki teldu almennan rekstrarkostnað fram sem nýsköpun.
18. nóvember 2022
Eiríkur Rögnvaldsson
Óþörf enska í almannarými – við getum haft áhrif!
18. nóvember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Flestir treysta Kristrúnu
Spurt var: Hvaða formanni íslenskra stjórnmálaflokka treystir þú best? Flestir svöruðu: Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir er í öðru sæti.
18. nóvember 2022
Sex konur voru í afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði í lok september síðastliðins.
Alls 317 á biðlista eftir því að komast í afplánun í fangelsi – Þar af 38 konur
Dómsmálaráðherra er sammála umboðsmanni Alþingis um að tilefni sé til að skoða hvort það halli á konur innan fangelsiskerfisins. Eina opna fangelsið sem stendur konum til boða er Sogn, sem þykir ekki jafn eftirsóknarvert og Kvíabryggja.
17. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Sögðu Sjálfstæðisflokkinn bara vilja ræða leka, ekki bankasöluna eða skýrsluna um hana
Heitar umræður voru á þingi í dag um leka á skýrslu Ríkisendurskoðunar til fjölmiðla tæpum sólarhring áður en hún átti að birtast. Stjórnarandstaðan benti á að þingmenn Sjálfstæðisflokks virtust ekki hafa miklar áhyggjur af leka á drögum á skýrslunni.
17. nóvember 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kom fram að hún ætlaði sér að gera hækkun á endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar varanlega. Í nýframlögðu frumvarpi er það þó ekki raunin, heldur verða greiðslurnar framlengdar út árið 2025.
Controlant fékk hæsta skattafrádráttinn vegna nýsköpunar en CCP hæstu upphæðina
Árið 2015 voru endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna rannsókna og þróunar 1,3 milljarðar króna. Í ár voru þær 11,6 milljarðar króna og áætlað er að þær verði 15,3 milljarðar króna árið 2025.
17. nóvember 2022
Anna Jonna Ármannsdóttir
Að virkja stjörnurnar
16. nóvember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún: Pólitískur leikur hjá Lilju að draga Icesave inn í umræðu um Íslandsbankasöluna
Formaður Samfylkingarinnar spurði menningar- og viðskiptaráðherra hvort allt hjá ríkisstjórninni í bankasölumálinu snerist um ráðherrastóla og pólitíska leiki. Í svari ráðherra sagði að það hefði ekki verið pólitískur leikur að segja nei við Icesave.
16. nóvember 2022
Innstigum í strætisvagna fækkaði verulega í kórónuveirufaraldrinum. Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins biðla á ný til þingsins um að bæta tekjutap Strætó bs. vegna faraldursins.
Harma að fjáraukalög innihaldi ekki framlög til þjónustu við fatlaða né reksturs Strætó
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru skúffuð yfir því að í fjáraukalagafrumvarpi fjármálaráðherra sé hvorki að finna aukið fé til lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk, né aukin framlög til Strætó bs. vegna tekjutaps í gegnum veirufaraldurinn.
16. nóvember 2022
Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Telja að heimilislausum muni fjölga og mansal aukast ef útlendingalögum verði breytt
Sveitarfélög landsins segja að ef fella á niður alla grunnþjónustu við flóttafólk 30 dögum eftir endanlega synjun um vernd muni það auka álag á félagsþjónustu þeirra og fela í sér aukinn kostnað fyrir þau.
16. nóvember 2022