175 færslur fundust merktar „samherjamálið“

Þorsteinn Már Baldvinsson, er forstjóri bæði Samherja hf. og Samherja Holding.
Samherji Holding segist ekki líða mútugreiðslur, fyrirgreiðslur og ávinning í skiptum fyrir óeðlileg áhrif
Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að samstæðan telji mikilvægt að unnið sé að heilindum og að hún líði ekki spillingu af neinu tagi. Samherji Holding og starfsmenn samstæðunnar eru til rannsóknar á Íslandi og í Namibíu.
6. desember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
30. nóvember 2022
Jón Óttar Ólafsson boðaði framkvæmdastjóra Forlagsins á fund á skrifstofu forstjóra Samherja um miðjan desember 2019.
Samherji hótaði Forlaginu málsókn erlendis ef bók um Namibíumálið yrði ekki innkölluð
Rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamálinu er langt komin og einungis er beðið þess að réttarbeiðnir erlendis verði afgreiddar áður en ákvörðun um saksókn verður tekin. Starfsmenn Samherja hótuðu bókaútgefendum málsóknum vegna skrifa um fyrirtækið.
11. nóvember 2022
Bjarni Jónsson er þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi.
„Áhrifin á ásýnd íslensks sjáv­ar­út­vegs eru gríð­ar­leg innan lands sem utan“
Sumum þingmönnum þótti fullt tilefni til að ræða orðsporsáhættu Íslands vegna Samherjamálsins á þingi í dag, en öðrum ekki. Þingmaður Viðreisnar sagði þögn um framgang rannsóknarinnar vera æpandi og þingmaður Flokks fólksins sagði málið „101 í mútum“ .
27. október 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Það sem helst sé vandræðalegt við Samherjamálið sé að þingmenn vilji ræða það
Sérstök umræða um rannsókn á Samherjamálinu og orðspor Íslands fór fram á Alþingi í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var til svara og sagðist meðal annars ekki vita til þess að embætti héraðssaksóknara væri vanfjármagnað.
27. október 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Kallar eftir upplýsingum um fund namibísks ráðherra í dómsmálaráðuneytinu
Þingmaður Viðreisnar vill að dómsmálaráðherra geri grein fyrir innihaldi fundar sem aðstoðarmaður hans átti með namibískri sendinefnd í byrjun júní og á hvaða forsendum aðstoðarmaðurinn telur sig geta neitað að tjá sig um fundinn.
21. september 2022
Hér sjást Bernhard Esau (t.v.) og Tamson Hatuikulipi (t.h.) ráðfæra sig við lögmann sinn.
„Fitty“ segist ekki hafa beðið tengdapabba um að redda Samherja kvóta í Namibíu
Tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu mætti aftur fyrir dóm í Namibíu í dag og hafnaði því þar að fjölskyldutengsl hans við ráðherrann hefðu verið það sem réði því að hann var fenginn til ráðgjafarstarfa fyrir Samherja í landinu.
24. ágúst 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og sakborningur í þeim anga Fishrot-málsins sem hefur verið til rannsóknar þar í landi.
Fishrot-málið bar á góma hjá utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings
Randy Berry, sem líklega verður brátt skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Namibíu, ræddi um Fishrot-skandalinn og spillingarvarnir í Namibíu er hann kom fyrir þingnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í liðinni viku.
31. júlí 2022
Í ræðu á aðalfundi félagsins gerði Þorsteinn Már Vilhelmsson forstjóri rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu að umræðuefni sínu.
Hagnaður Samherja nam 17,8 milljörðum
Hagnaður Samherja hf. og hlutdeildarfélaga jókst um 10 milljarða á milli ára og nam 17,8 milljörðum á síðasta ári. Þar af námu söluhagnaður af sölu Síldarvinnslunnar hf. auk hlutdeildar í afkomu hennar 9,7 milljörðum króna.
22. júlí 2022
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Jóhannes Stefánsson
„Guð minn góður, af hverju hefði ég átt að fá greiddar mútur?“
Einn hinna ákærðu í Samherjamálinu í Namibíu segir Jóhannes Stefánsson, aðalvitni saksóknarans, hafa viljað eyðileggja fyrir Samherja með öllum ráðum og því bendlað sig við málið.
15. júlí 2022
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi.
Fitty segir milljónirnar hafa verið ráðgjafagreiðslur frá Samherja
Síðustu greiðslurnar sem Tamson „Fitty“ Hatuikulipi segist hafa fengið fyrir að veita Samherja ráðgjöf bárust honum í september 2019. Fitty sagði sína hlið á málum fyrir dómi í gær.
15. júlí 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
24. júní 2022
Ekki á hreinu hvernig setning um fjármagn til rannsóknar á Samherja rataði inn í tilkynningu ríkisstjórnar
Dómsmálaráðuneytið segist standa við að sakamál hafi ekki lotið pólitískum afskiptum þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi gefið út tilkynningu um sértæka fjármögnun rannsóknar á Samherjamálinu í nóvember 2019.
23. júní 2022
Kos segir yfirvöld í Namibíu draga vagninn í rannsókn á Samherjamálinu.
Áhyggjuefni að íslensk yfirvöld dragi lappirnar í Samherjamálinu
Yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum segir það með ólíkindum að lögregluyfirvöld á Íslandi hafi spilað með Samherja og boðað blaðamenn í yfirheyrslur með réttarstöðu sakborninga.
18. júní 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
17. maí 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Íslensk skattayfirvöld sóttu 250 milljónir af fénu sem Samherji greiddi til Færeyja
Síðasta vor greiddi Samherji færeyskum skattayfirvöldum á fjórða hundrað milljóna íslenskra króna, vegna þess sem félagið kallaði „mistök“ við skráningu sjómanna. Skatturinn á Íslandi hefur nú óskað eftir og fengið jafnvirði 250 milljóna af fénu til sín.
5. apríl 2022
Árið sem Samherji baðst afsökunar
Opinberun Kjarnans og Stundarinnar á starfsháttum „skæruliðadeildar Samherja“ í maí leiddi til þess að stjórnmálamenn og félagasamtök fordæmdu framfærði fyrirtækisins. Það baðst afsökunar á framgöngu sinni.
31. desember 2021
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Namibísk samtök boða málsókn gegn Samherja
Namibísku samtökin Affirmative Repositioning hafa boðað að þau ætli sér að höfða einkamál gegn Samherja í samvinnu við breskt fyrirtæki, til að reyna að sækja til baka meintan ólöglegan ágóða af viðskiptum Samherja í Namibíu.
10. desember 2021
Ísland kostaði tæpum tveimur milljónum til vinnu FAO við fyrsta áfangann. Óljóst er hvernig kostun annars áfanga verksins verður háttað.
Kostnaður Íslands við vinnu FAO innan við tvær milljónir
Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu kostaði vinnan við fyrsta áfangann í úttekt á vegum FAO um viðskiptahætti útgerða 15 þúsund bandaríkjadali, eða rétt innan við tvær milljónir króna.
28. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
25. október 2021
Kristján Þór Júlíusson, sem brátt lætur af störfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.
Skýrslan sem Ísland ákvað að fjármagna vegna Samherjamálsins tilbúin til kynningar
Tæpum tveimur árum eftir að upp komst um vafasama viðskiptahætti Samherja í Namibíu er nú tilbúin skýrsla, sem Ísland fjármagnaði, sem er fyrsti þáttur í úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar í þróunarríkjum.
24. október 2021
Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Skattrannsókn á Samherja komin yfir til héraðssaksóknara
Rannsókn embættis skattrannsóknarstjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd á þessu ári, á meintum skattalagabrotum Samherja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, er nú komin yfir til héraðssaksóknara.
20. október 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már neitaði að svara spurningum við yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara
Upphæðin sem Samherjasamstæðan er grunuð um að hafa greitt í mútugreiðslur fyrir aðgang að kvóta í Namibíu er komin upp í 1,7 milljarða króna og þeir sem eru komnir með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins hérlendis eru orðnir átta.
24. september 2021
Unnur Orradóttir Remette fyrrverandi sendiherra í Úganda og Netumbo Nandi-Ndaitwah ráðherra alþjóðasamstarfs í Namibíu.
Framsalsmál rædd af sendiherra Íslands við ráðherra í Namibíu í febrúar 2020
Samkvæmt namibíska dómsmálaráðuneytinu var möguleikinn, eða öllu heldur ómöguleikinn, á framsali Íslendinga til Namibíu til umræðu á fundi sendiherra Íslands í Úganda og namibísks ráðherra, sem fram fór í febrúar árið 2020.
21. september 2021
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur margsagt að hann muni fara til Namibíu og bera vitni.
Ríkissaksóknari Namibíu segir Samherjamenn vera í „veiðitúr“
Saksóknari í Samherjamálinu í Namibíu hafnar því alfarið að Jóhannes Stefánsson uppljóstrari muni ekki koma til landsins og bera vitni í málinu sem þar er rekið.
15. september 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Ársreikningur Samherja Holding fyrir árið 2019 tilbúinn „innan tíðar“
Eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi segir helstu ástæðu þess að það hafi ekki skilað inn ársreikningi vegna ársins 2019 vera að það hafi skipt um endurskoðendur. Þá hafi ferðatakmarkanir vegna COVID-19 og sumarleyfi einnig tafið fyrir.
10. september 2021
Jón Óttar kominn með réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu
Gögn sem saksóknarar í Namibíu hafa lagt fram sýna að Jón Óttar Ólafsson átti í samskiptum við einn þeirra manna sem grunaðir eru um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir kvóta á árinu 2016 og á árinu 2019.
3. september 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sést hér með nokkrum samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Fara fram á að tölvupóstum frá Íslandi og vitnisburði Jóhannesar verði vísað frá
Lögmaður á vegum Samherjafélaga í Namibíu hefur sett fram kröfu um að nýjum sönnunargögnum sem sett voru fram í sumar og vitnisburði uppljóstrarans Jóhannessar Stefánssonar verði ekki meðal sönnunargagna í málinu sem þar er rekið.
2. september 2021
Það er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sem mun gefa út reglugerðina.
Reglugerð sem heimilar slit á félögum sem skila ekki ársreikningi á lokametrunum
Þegar lögum um ársreikninga var breytt árið 2016 fékk Skatturinn heimild til að slíta félögum sem skiluðu ekki ársreikningum. Fimm árum síðar hefur heimildinni aldrei verið beitt vegna þess að ráðherra hefur ekki sett reglugerð. Nú stendur það til.
2. september 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji gerir hundruð milljóna kröfu í þrotabú í Færeyjum
Á slitafundi færeyska félagsins Tindhólms á föstudag var ekki tekin afstaða til rúmlega 340 milljóna kröfu frá Samherja í búið. Þetta er féð sem Samherji hefur lagt fram sem tryggingafé í Færeyjum vegna „mistaka“ sem fyrirtækið segir að hafi verið gerð.
23. ágúst 2021
Lögin heyra undir þann hluta atvinnuvegaráðuneytisins sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir stýrir.
Heimild til að slíta félögum sem skila ekki ársreikningum hefur aldrei verið nýtt
Þegar lögum um ársreikninga var breytt árið 2016 fékk Skatturinn heimild til að slíta félögum sem skiluðu ekki ársreikningum. Fimm árum síðar hefur heimildinni aldrei verið beitt vegna þess að ráðherra hefur ekki sett nauðsynlega reglugerð.
21. ágúst 2021
Vitni og sakborningar í Samherjamálinu voru yfirheyrð í sumar
Þeir sem eru undir í rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum mútugreiðslum, peningaþvætti og skattasniðgöngu Samherja í tengslum við starfsemi samstæðunnar í Namibíu hafa sumir hverjir verið yfirheyrðir á síðustu vikum.
20. ágúst 2021
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru tveir af aðaleigendum Samherja Holding.
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2019
Ársreikningaskrá hefur heimild til að krefjast skipta á búum fyrirtækja sem skila ekki ársreikningum innan 14 mánaða frá því að uppgjörsári lýkur. Eitt stærsta fyrirtæki landsins, Samherji Holding, hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2019.
14. ágúst 2021
Dulkóðað drif með tölvupóstum Samherja frá Íslandi til Namibíu
Í tölvupóstsamskiptum sem lögð hafa verið fram af hálfu ákæruvaldsins í Namibíu kemur fram að Aðalsteinn Helgason viðraði möguleika á mútugreiðslum til namibískra áhrifamanna við Jóhannes Stefánsson og Ingvar Júlíusson í desember árið 2011.
7. ágúst 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
29. júlí 2021
Samherji neitar að hafa áreitt blaðamenn
Aðstoðarkona forstjóra Samherja segir að yfirlýsingar fyrirtækisins og myndbandagerð þess á samfélagsmiðlum sé hluti af málfrelsi þeirra. Samherji hafi aldrei áreitt blaðamenn Kveiks.
5. júlí 2021
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
23. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
22. júní 2021
Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Samherji og Þorsteinn Már vildu vita hvort rétt væri haft eftir Ásgeiri í Stundinni
Seðlabankinn hefur afhent Kjarnanum samskipti lögmanns Samherja við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, sem bankinn hafði áður hafnað að láta af hendi. Samherji og forstjóri hans vildu vita hvort blaðamaður Stundarinnar væri að hafa rétt eftir Ásgeiri.
21. júní 2021
Bernhard Esau, annar tveggja namibísku stjórnmálamannanna sem Bandaríkin hafa gripið til aðgerða gegn.
Bandaríkin beita namibísku ráðherrana í Samherjamálinu refsiaðgerðum
Bandaríska utanríkismálaráðuneytið hefur gefið það út að Sacky Shanghala og Bernhard Esau, fyrrverandi ráðherrar í namibísku stjórninni sem sæta spillingarákærum vegna Samherjamálsins, megi ekki koma til Bandaríkjanna, vegna þátttöku sinnar í spillingu.
15. júní 2021
Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um brotthvarf Örnu frá kýpverskum stjórnvöldum þann 2. júní.
Lögmaður Samherja ekki lengur kjörræðismaður Kýpur á Íslandi
Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um það 2. júní að Arna B. McClure, lögmaður Samherja til margra ára, hefði látið af störfum sem kjörræðismaður Kýpur á Íslandi.
9. júní 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin segir framgöngu Samherja óafsakanlega og vill raunverulegar aðgerðir
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að binda í lög vernd fyrir fjölmiðlafólk sem verður fyrir árásum af hálfu stórfyrirtækja.
5. júní 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það sé ákaflega dapurt að horfa upp á þá stöðu sem byggst hafi upp í kringum Samherja. Hann segist hafa verið samsamaður fyrirtækinu og að það sé slæmt að Samherjamálið veiki tiltrú fólks til sjávarútvegarins.
5. júní 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Samherja virðist „skorta auðmýkt“ gagnvart því að auðlindin sé í eigu þjóðarinnar allrar
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirtæki sem nýta auðlind þjóðarinnar verði að sýna eigandanum, sem er íslenskt samfélag, virðingu og auðmýkt.
2. júní 2021
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri SFS.
SFS telja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja það ekki ætlun sína að refsa aðildarfyrirtækjum sem gangi gegn því sem kveðið sé á um í stefnu um samfélagsábyrgð.
2. júní 2021
Árni Finnsson
Valdefling Samherja?
2. júní 2021
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn gegnsýrða af sérhagsmunagæslu
Þingmaður Viðreisnar segir að ítök Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í grunnkerfum samfélagsins séu mikil og í gegnum lýðveldissöguna hafi myndast sterk hagsmunatengsl á milli flokkanna og helstu hagsmunaaðila íslensks samfélags.
2. júní 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Erindi sem hann fékk frá Samherja eða fulltrúa fyrirtækisins eftir viðtal við Stundina í apríl fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
Ásgeir Jónsson fékk bréf frá Samherja eftir viðtalið við Stundina
Kjarninn hefur fengið staðfestingu á því að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk sent erindi frá Samherja í kjölfar þess að viðtal við hann í Stundinni birtist í aprílmánuði. Erindið fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
2. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már í yfirlýsingu: „Svona stundum við hjá Samherja einfaldlega ekki viðskipti“
Fjöldi skjala sem Samherji hefur lagt fram vegna málarekstursins í Namibíu var birtur í vefgátt namibískra dómstóla í dag. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og fleiri varpa allri ábyrgð á meintu ólögmætu athæfi á Jóhannes Stefánsson uppljóstrara.
1. júní 2021
Vildu að Lilja útskýrði orð sín um að Samherji hefði gengið „of langt“
Lögmaður á vegum Samherja óskaði eftir því 27. apríl að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við, þegar hún sagði á þingi deginum áður að Samherji hefði gengið „of langt“ í viðbrögðum sínum.
31. maí 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
„Ég vissi bara ekkert um þetta mál fyrr en ráðuneytisstjórinn sagði mér frá því“
Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segist ekki hafa vitað um samskipti ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins og Páls Steingrímssonar skipstjóra.
31. maí 2021
Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri fréttastofu RÚV:
Varafréttastjóri RÚV gerir athugasemdir við afsökunarbeiðni Samherja
Heiðar Örn Sigurfinnsson segir það ekki vera mjög skýrt hver innan Samherja hafi verið að biðjast afsökunar né á hverju. Þá liggi ekki fyrir hvern sé verið að biðja afsökunar.
31. maí 2021
Húbert Nói Jóhannesson
Samverjar
30. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji segist hafa gengið „of langt“
Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji segir í yfirlýsingu að „of langt“ hafi verið gengið í viðbrögðum stjórnenda félagsins við „neikvæðri umfjöllun“ um fyrirtækið og biðst „afsökunar á þeirri framgöngu.“
30. maí 2021
Tugir fyrirtækja hafa undirritað samfélagsstefnu SFS. Íslandsdeild Transparency International vill að þau taki afstöðu til þess framferðis Samherja sem hefur opinberast á undanförnum dögum.
Krefur önnur sjávarútvegsfyrirtæki um afstöðu til framferðis Samherja
Íslandsdeild Transparency International sendi erindi á stjórnarformann og framkvæmdastjóra SFS í gær. Þar var skorað á fyrirtæki sem hafa undirritað samfélagsstefnu SFS um að taka afstöðu til þess hvort framferði Samherja væri í anda þeirrar stefnu.
30. maí 2021
Rithöfundasambandið fordæmir ljóta aðför að æru rithöfunda og fréttafólks
„Það er með öllu ólíðandi að stundaðar séu ofsóknir, njósnir og skæruhernaður gegn fréttamönnum, rithöfundum og öðrum sem taka þátt í opinberri umræðu í samfélaginu,“ segir í ályktun RSÍ.
28. maí 2021
Grein skipstjórans birtist í Kjarnanum snemma í september í fyrra, en þar voru skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og myndbandaframleiðslu fyrirtækisins gagnrýnd.
Annar skipstjóri Samherja lánaði nafn sitt undir skrif í þágu fyrirtækisins
Skipstjórinn Guðmundur Jónsson er ekki raunverulegur höfundur greinar sem hann fékk birta undir sínu nafni í Kjarnanum síðasta haust. Páll Steingrímsson segir sig og Þorbjörn Þórðarson hafa skrifað greinina í sameiningu.
28. maí 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Benediktsson ræddu skæruliðadeild Samherja á þingi í dag.
Þorbjörg Sigríður: „Skoðanir og árásir eru óskyldir hlutir“
Umræða um aðgerðir Samherja snýst ekki um skoðanafrelsi heldur hvernig „hagsmunahópar beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif,“ að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaráðherra segir Samherja hafa ​gengið óeðlilega fram með sínum afskiptum.
27. maí 2021
„Fyrirtæki sem vilja sanna heilindi sín nota ekki undirförular aðferðir gagnvart þeim sem segja frá staðreyndum í þágu almannahagsmuna,“ er haft eftir Daniel Eriksson, framkvæmdastjóra skrifstofu samtakanna í Berlín, í yfirlýsingunni.
Transparency á alþjóðavísu tekur undir ákall vegna „skæruliðadeildarinnar“
Alþjóðasamtökin Transparency International segja það framferði hóps starfsmanna og ráðgjafa Samherja sem hefur opinberast í umfjöllunum Kjarnans og Stundarinnar „óskiljanlegt“. Aðferðirnar séu ekki þær sem fyrirtæki sem vilji sanna heilindi sín beiti.
27. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen er sjávarútvegsráðherra Noregs.
Ekki ljóst hvort kaup Samherja á útgerð í Noregi verði skoðuð á grundvelli nýrra reglna
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir Kjarnanum að ekki sé búið að ákveða hvort nýjar reglur sem hann setti norsku Fiskistofunni um umsvif útlendinga í norskum sjávarútvegi verði látnar gilda afturvirkt — og þá um kaup dótturfélags Samherja í Eskøy.
27. maí 2021
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og kollegi hennar Njáll Trausti Friðbertsson.
„Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að hún sé hneyksluð eins og flestir aðrir landsmenn á framgangi Samherja. „Það er alvarlegt ef stórfyrirtæki eru að hafa áhrif á lýðræðið. Mér finnst það mjög alvarlegt.“
26. maí 2021
Hafa sent formlegt erindi til ÖSE til að óska eftir kosningaeftirliti í haust
Þingmaður Pírata segir aðgerðir gegn fjölmiðlafólki geta komið niður á kosningum og að það sé stórhættulegt að „fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins“.
26. maí 2021
Jón Óttar Ólafsson sagði Páli Steingrímssyni þann 3. febrúar að „skoðun“ væri hafin á því hvort Helgi Seljan væri staddur í Namibíu.
„Skæruliðadeildin“ grennslaðist fyrir um meint heimshornaflakk Helga Seljan
Eftir að Helgi Seljan fór í vinnuferð til Kýpur í janúar sagði Jón Óttar Ólafsson að „skoðun“ væri hafin á því hvort hann væri í Namibíu. Páll Steingrímsson leitaði líka til ráðuneytisstjóra í upphafi árs í von um að fá upplýsingar um ferðir Helga.
26. maí 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Spurði hvort sjávarútvegsráðherra hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ Samherja
Þingmaður Pírata leitaðist við að fá svör frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi nýja Samherjamálið á þingi í dag. Hann sagðist hafa áhyggjur af því ef „eitthvað óeðlilegt“ væri í gangi.
25. maí 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Svona gera menn einfaldlega ekki
Forsætisráðherra segir að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og Samherja beri ábyrgð gagnvart samfélagi sínu – en framganga þeirra sýni það ekki. Hún sé óboðleg, óeðlileg og eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi.
25. maí 2021
Er í lagi að reka „skæruliðadeildir“ sem ráðast á blaðamenn?
None
25. maí 2021
Atli Þór Fanndal er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Vilja breiðfylkingu gegn tilraunum Samherja til að grafa undan samfélagssáttmálanum
Íslandsdeild Transparency International segir að fyrirtæki og einstaklingar sem sanna vilja sakleysi sitt stundi ekki ofsóknir gagnvart þeim sem rannsaka og upplýsa um meintar misgjörðir. Það geri Samherji hins vegar.
24. maí 2021
Fyrirspurn Kjarnans var meðal annars send til Björgólfs Jóhannssonar og Þorsteins Más Baldvinssonar.
Samherji vill ekki svara spurningum um starfsemi „skæruliðadeildarinnar“
Kjarninn sendi ítarlega fyrirspurn til stjórnenda Samherja vegna gagna sem sýna fram á baktjaldamakk starfsmanna og ráðgjafa fyrirtækisins, í samstarfi við stjórnendur. Samherji vill ekki svara spurningunum.
24. maí 2021
Vildu nothæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upplýsingum um stjórn samtaka
Í samræðum „skæruliðadeildar“ Samherja kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. Þau ræddu einnig að safna upplýsingum um stjórn samtaka gegn spillingu.
23. maí 2021
Færeyjaáætlun skæruliðadeildarinnar
Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Samherja velt vöngum yfir því hvernig ætti að bregðast við fréttum færeyska Kringvarpsins. Fulltrúi fyrirtækisins kom sér í samband við færeyskan ritstjóra í þeim yfirlýsta tilgangi að rægja færeyskt fréttafólk.
23. maí 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
„Ég lít á þetta sem alvarlega aðför að kjöri formanns í fag- og stéttarfélagi“
Formaður Blaðamannafélags Íslands telur að aðgerðir starfsmanna og ráðgjafa Samherja um að hafa áhrif á formannskjör í félaginu í síðasta mánuði hafi ekki einungis beinst gegn henni heldur líka gegn mótframbjóðanda hennar.
22. maí 2021
Samherji reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu í formannskjöri í stéttarfélagi blaðamanna
„Það þarf samt að fara mjög fínt í þetta því við viljum heldur ekki að það spyrjist út að Samherji eða ráðgjafar Samherja séu uggandi yfir stöðunni og séu að hjálpa til í smölun gegn fulltrúa RÚV.“
22. maí 2021
„Hallgrímur Helgason rithöfundur er ekki skráður eigandi Teslu“
Lögmaðurinn Þorbjörn Þórðarson fletti upp eignum rithöfundarins Hallgríms Helgasonar til að komast að því hvort hann ætti Teslu, sem er í eigu nágranna hans. Hugmyndin var að nota meinta Teslu-eign gegn honum á opinberum vettvangi.
22. maí 2021
Skæruliðadeild Samherja sem vill stinga, snúa og strá svo salti í sárið
Hluti þess hóps sem rekur áróðursstríð Samherja gegn blaðamönnum og ákveðnum fjölmiðlum sem fjallað hafa um fyrirtækið lýsir sér í samtölum sem „skæruliðadeild Samherja“. Einn þeirra segist bara vera „eitt tannhjól í góðri vél“.
21. maí 2021
Skjáskot úr einu af fyrstu myndböndunum sem Samherji lét framleiða með ávirðingum í garð fréttamannsins Helga Seljan í lok síðasta sumars.
Spæjaraleikur rifjaður upp á þýsku
Eitt víðlesnasta dagblað Þýskalands fjallar um framgöngu sjávarútvegsrisans Samherja gagnvart Helga Seljan í dag. Namibískur fréttamaður segist aldrei hafa þurft að standa frammi fyrir þvíumlíku í sínu heimalandi.
12. maí 2021
Úlfar Þormóðsson
Gungur
12. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fjárheimildir til eftirlits með spillingu í þinginu í dag.
Katrín sannfærð um að héraðssaksóknari sé að sinna rannsókn á Samherja af fullri alvöru
Katrín Jakobsdóttir segist hafa mikla trú á embætti héraðssaksóknara og að það hafi skýrar yfirlýsingar stjórnvalda um að það fái þá fjármuni sem þurfi til að ljúka rannsókn á Samherja.
10. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Dótturfélag Samherja borgaði 345 milljónir króna í Færeyjum vegna vangoldinna skatta
Færeyska ríkissjónvarpið greindi frá því í kvöld að búið væri að kæra skattskil Tindholms, dótturfélags Samherja, til lögreglu þar í landi. Félagið skráði sjómenn ranglega í áhöfn færeysks flutningaskips til að fá endurgreiðslu á skattgreiðslum.
3. maí 2021
Helgi Seljan fréttamaður fær stuðning frá namibískum fjölmiðlamönnum, í yfirlýsingu samtaka þeirra í dag.
Samtök namibískra fjölmiðlamanna gagnrýna framferði Samherja
Ófrægingarherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja gegn Helga Seljan er harðlega gagnrýnd í yfirlýsingu NAMPU, fagfélags namibísks fjölmiðlafólks.
3. maí 2021
Norski bankinn DNB varpaði Samherja úr viðskiptum hjá sér undir lok árs 2019.
DNB fær milljarða sekt – Samherjamál sagt staðfesta fyrri aðfinnslur
Norska fjármálaeftirlitið segir bankann DNB hafa staðið sig illa í að framfylgja lögum um peningaþvætti árum saman. Í skýrslu þess um Samherjamálið fær bankinn ákúrur fyrir að skoða ekki sérstaklega millifærslur fyrir og eftir að Samherjamálið kom upp.
3. maí 2021
Gylfi: „Við þurfum ekki að láta sérhagsmunaöflin sigra“
Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands tekur undir orð seðlabankastjóra um að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum. Skýrt dæmi um slíkan hóp sé útgerðin.
28. apríl 2021
Gagnrýni á Samherja flæðir úr öllum áttum en mbl.is birti auglýsingu fyrir áróðursmyndband
Á sama tíma og fjölmiðlafólk, listamenn og stjórnmálamenn stigu fram og fordæmdu árásir Samherja á Helga Seljan og RÚV seldi Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Samherja auglýsingu á vef sínum fyrir nýjasta áróðursmyndband sitt.
26. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Enn bólar ekkert á ársreikningi félagsins sem hélt utan um Namibíustarfsemina
Átta mánuðum eftir að Samherji Holding átti að skila inn ársreikningi til íslenskra yfirvalda þá hefur hann ekki borist. Félagið heldur utan um erlenda starfsemi samstæðunnar, meðal annars þann hluta sem er til rannsóknar í Namibíu.
25. apríl 2021
Hluti þeirra sem eru ákærðir í málinu.
Namibísk stjórnvöld vilja fá þrjá Samherjamenn framselda
Íslensk lög heimila ekki að íslenskir ríkisborgarar séu framseldir. Því hefur vararíkissaksóknari hafnað beiðni namibískra stjórnvalda um að þrír núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja verði framseldir til landsins.
23. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum
Ásgeir Jónsson er mjög ósáttur með það að Samherji hafi kært fimm starfsmenn bankans og skilur ekki af hverju málinu sé ekki vísað frá. Hann segir að peningastefna Seðlabanka Íslands sé velferðarstefna.
23. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
21. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
17. apríl 2021
Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Helgi Seljan fer fram á endurupptöku siðanefndarúrskurðarins
Helgi Seljan hefur krafist þess að úrskurður siðanefndar RÚV í kærumáli Samherja gegn honum verði endurupptekinn eða afturkallaður, vegna mistaka siðanefndarinnar sem ekki hafi verið unnið rétt úr og vanhæfis eins nefndarmanna.
15. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
13. apríl 2021
Høgni Hoydal, þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Fyrrverandi ráðherra í Færeyjum segist hafa upplifað pólitískan þrýsting frá Íslandi
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í Færeyjum sagði í fréttaskýringarþætti í gær að stjórnmálamenn á Íslandi, sér í lagi Sjálfstæðismenn, hefðu beitt sér gegn því að útlendingar yrðu útilokaðir úr færeyskum sjávarútvegi.
9. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson: Helgi Seljan hefur búið við „fordæmalausar árásir“ af hálfu Samherja
Útvarpsstjóri hefur kallað eftir því að fulltrúar starfsfólks RÚV verði tilnefndir í hóp til að endurskoða siðareglur fyrirtækisins. Hann segir starfsfólk RÚV hafa sett gildandi siðareglur.
31. mars 2021
Stjórn RÚV tók
Stjórn RÚV segir Samherja að hún hafi ekkert með fréttaflutning að gera
Stjórn RÚV mun ekkert aðhafast vegna kröfu Samherja um að Helgi Seljan sinni ekki frekari umfjöllun um fyrirtækið og verði áminntur í starfi. Stjórnin bendir Samherja á að það sé ekki í hennar verkahring.
31. mars 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Stjórn RÚV fundar í dag – Beiðni Samherja vegna niðurstöðu siðanefndar rædd
Stjórn Ríkisútvarpsins mun í dag funda og meðal annars ræða kröfu Samherja um að Helgi Seljan fjalli ekki meira um mál sem tengjast fyrirtækinu.
30. mars 2021
Rúmlega 500 daga stríðsrekstur Samherja gegn blaðamönnum
None
29. mars 2021
Stjórn Félags fréttamanna lýsir vonbrigðum með niðurstöðu siðanefndar RÚV
Í ályktun frá stjórn Félags fréttamanna er kallað eftir því að siðareglur RÚV verði endurskoðaðar. Félagið segir að ákvæði um bann við tjáningu á samfélagsmiðlum sé notað til að hefta tjáningarfrelsi fréttamanna og þagga niður í þeim og umfjöllun þeirra.
27. mars 2021
Helgi Seljan
Niðurstaða siðanefndar RÚV hefur ekki áhrif á störf Helga Seljan
Fréttastofa RÚV stendur við allan fréttaflutning af málefnum Samherja. Niðurstaða siðanefndar RÚV vegna kæru fyrirtækisins á hendur ellefu starfsmönnum fjölmiðilsins er sú að tíu þeirra hafi ekki brotið siðareglur.
26. mars 2021
Nokkur ummæli Helga Seljan á samfélagsmiðlum brutu gegn siðareglum RÚV
Siðanefnd RÚV hefur komist að niðurstöðu í kærumáli þar sem Samherji taldi að ummæli alls ellefu starfsmanna fjölmiðilsins brytu gegn siðareglum hans. Þorra málatilbúnaðarins er vísað frá eða ummælin sem um ræðir ekki talin brot á reglum.
26. mars 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji sagður hafa greitt laun í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu
Í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður í Færeyjum í kvöld segir færeyskur skattasérfræðingur að launagreiðslufyrirkomulag Samherja í gegnum þarlent félag, til sjómanna sem unnu í Namibíu, sé augljóst brot á færeyskum lögum.
9. mars 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Sjö af tíu hafa verra álit á Samherja og 92 prósent telja að mútur hafi verið greiddar
Íbúar á Akureyri og Dalvík trúa því síður að Samherji hafi greitt mútur fyrir aðgang að kvóta en aðrir landsmenn. Samherji hefur líka látið kanna viðhorf almennings en ekki birt þær niðurstöður.
19. febrúar 2021
Björgólfur lætur af störfum sem forstjóri Samherja
Björgólfur Jóhannsson lætur af störfum forstjóra Samherja hf. og verður Þorsteinn Már Baldvinsson nú einn forstjóri félagsins.
12. febrúar 2021
Rannsókn á þætti norska bankans DNB í Samherjamálinu felld niður
Rannsakendur í Noregi telja ekki að starfsmenn DNB hafi tekið þátt í meintum lögbrotum tengdum starfsemi Samherja og hafa fellt niður rannsókn á bankanum.
12. febrúar 2021
Samherji gagnrýnir verklag héraðdómara og saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara á vef sínum í dag.
Samherji segir vinnubrögð saksóknara og dómara í héraðsdómi „ótrúleg“
Samherji hefur kvartað til nefndar um dómarastörf og nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna verklags í Héraðsdómi Reykjavíkur, er héraðssaksóknari fékk gögn og upplýsingar um fyrirtækið frá KPMG með dómsúrskurði.
10. febrúar 2021
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem fyrirtaka í Samherjamálinu fór fram í morgun.
Félög tengd Samherja og þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu
Ríkissaksóknari Namibíu hefur lagt fram ákærur á hendur félögum tengdum Samherja í landinu og þremur íslenskum stjórnendum þeirra. Þetta kom fram við fyrirtöku í Samherjamálinu þar í landi í morgun.
5. febrúar 2021
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
18. janúar 2021
Árið þar sem allar alvöru tilraunir til að breyta sjávarútvegskerfinu voru kæfðar
Samherjamálið ýtti við þjóðinni og ákall var um breytingar í íslensku sjávarútvegskerfi. Ríkisstjórnin lofaði aðgerðum. Rúmu ári síðar hefur lítið sem ekkert gerst og allar tilraunir til að gera kerfisbreytingar á sjávarútvegskerfinu hafa verið kæfðar.
31. desember 2020
Hvar stendur Samherjamálið?
Meintar mútugreiðslur, skattasniðganga og peningaþvætti Samherja og tengdra aðila eru til rannsóknar víða. Rannsóknirnar eru mismunandi að umfangi og komnar mislangt, rúmu ári eftir að Samherjamálið var fyrst opinberað.
29. desember 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Heyrist hvorki hósti né stuna frá Kristjáni Þór
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og aðstoðarmenn hans þegja þunnu hljóði og engin svör berast vegna „læks“ við færslu um Samherja og RÚV.
23. desember 2020
OECD hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu mútubrotamála á Íslandi
Í nýrri skýrslu OECD um mútubrot í alþjóðaviðskiptum segir að Íslendingar hafi haft ranghugmyndir um að íslenskir einstaklingar hafi ekki tekið þátt í alþjóðlegum mútugreiðslum. Samherjamálið hafi splundrað þeim hugmyndum.
17. desember 2020
Jón Óttar Ólafsson hefur starfað fyrir Samherja um margra ára skeið.
Jón Óttar taldi stjórnvöld í Namibíu ekki hafa burði til að hafa uppi á leynireikningum
Ríkissaksóknari Namibíu lýsir sexmenningum sem eru grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja, og fimm Íslendingum undir forystu Þorsteins Más Baldvinssonar, sem skipulögðum glæpahóp. Rannsakandi Samherja átti í samskiptum við einn mannanna í maí 2019.
11. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
4. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
3. desember 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa ekki átt nein samskipti við namibíska ráðamenn frá því að Samherjamálið kom upp á yfirborðið.
Engin símtöl til Namibíu
Engir fundir eða samtöl hafa átt sér stað á milli hérlendra ráðherra og namibískra stjórnmálamanna síðan Samherjamálið kom upp á yfirborðið fyrir rösku ári síðan, samkvæmt svörum ráðuneyta við fyrirspurnum Kjarnans.
20. nóvember 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Úttekt FAO mun skiptast í fjóra áfanga og Ísland greiðir fyrir þann fyrsta
Ekki er enn búið að skrifa formlega undir samning við Alþjóðamatvælastofnunina FAO um úttekt sem íslensk stjórnvöld eiga frumkvæði að og varðar viðskiptahætti útgerða. Vinnunni var hrundið af stað eftir að Samherjamálið kom upp fyrir ári síðan.
12. nóvember 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Búið að móta úttekt FAO sem ríkisstjórnin ákvað að kosta í kjölfar Samherjamálsins
Atvinnuvegaráðuneytið er enn að ganga frá samningum við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) um úttekt á viðskiptaháttum útgerða, sem ríkisstjórnin boðaði í kjölfar Samherjamálsins í nóvember í fyrra.
12. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson
Kallar myndbirtingu af grunuðu fólki í Samherjamálinu hefndaraðgerð RÚV
Forstjóri Samherja hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann kvartar yfir því að myndir af starfsfólki sem er með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn hafi verið birtar á RÚV.
4. september 2020
Sex með réttarstöðu sakbornings í Samherjamáli – Þorsteinn Már einn þeirra
Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Samherja hafa verið kallaðir til yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara og þeir fengið réttarstöðu sakbornings á meðan að á henni stóð.
3. september 2020
Stefán Eiríksson
Endurskoðun siðareglna staðið yfir síðan á síðasta ári – engin siðanefnd nú starfandi
Á starfstíma siðanefndar RÚV hafa henni borist tvær kvartanir, árin 2017 og 2019. Báðum kvörtunum var vísað frá nefndinni.
1. september 2020
Samherji kærir ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn til siðanefndar RÚV
Lögmaður Samherja hefur lagt fram kæru fyrir siðanefnd Ríkisútvarpsins á hendur ellefu nafngreindum frétta- og dagskrárgerðarmönnum vegna „þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum“.
1. september 2020
Ofsóknir gerenda sem telja sig fórnarlömb
None
29. ágúst 2020
Jón Óttar Ólafsson
Jón Óttar: Skilaboðin endurspegla „dómgreindarbrest af minni hálfu“
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður segir að Samherji hafi ekki haft vitneskju um skilaboð sem hann sendi til Helga Seljan. Honum finnst miður að háttsemi hans sé bendluð við fyrirtækið. „Hún er alfarið á mína ábyrgð.“
27. ágúst 2020
Starfsmaður Samherja áreitti Helga Seljan mánuðum saman
Helgi Seljan hefur margsinnis orðið fyrir áreiti af hálfu starfsmanns Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns síðan umfjöllun um viðskipti fyrirtækisins í Namíbíu fór í loftið. Annar forstjóra Samherja segir þetta ekki í umboði fyrirtækisins.
27. ágúst 2020
Samherji hefur ekki enn svarað spurningum um Namibíuskipin þrjú
Ekki hafa enn borist svör frá Samherja við fyrirspurn Kjarnans frá 25. júlí um breytta skráningu og nafnabreytingar togara sem notaðir voru í útgerð Samherjasamstæðunnar í Namibíu. Tvö skipanna sigldu þaðan fyrr á árinu, en eitt er enn kyrrsett.
12. ágúst 2020
Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Namibíuskip Samherjasamstæðunnar komin með ný nöfn og belíska fána
Togararnir Saga og Geysir, sem sigldu frá Namibíu fyrr á árinu, heita nú Vasiliy Filippov og Galleon. Þessi skip og einnig togarinn Heinaste, sem liggur kyrrsettur í Namibíu, eru skráð með heimahöfn í mið-ameríska smáríkinu Belís.
25. júlí 2020
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Segir Þórhildi Sunnu hafa viljað breyta nefndinni í „pólitískan rannsóknarrétt“
Óli Björn Kárason bókaði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í þessum mánuði að þáverandi formaður nefndarinnar, sem sagði af sér í dag, hefði það markmið að „nýta trúnaðar- og valdastöðu til að koma höggi á pólitíska mótherja.“
15. júní 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
30. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
29. maí 2020
Aðalsteinn Kjartansson, Stefán Drengsson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Inga Freys Vilhjálmssonar.
Samherjaumfjöllun verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku
Blaðamannaverðlaun ársins 2019 voru afhent í dag.
6. mars 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
26. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Samherji telur að kyrrsetning Heinaste standist ekki namibísk lög
„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja.
10. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Segjast ætla að leigja út Heinaste til namibískra aðila
Samherji vinnur nú að því að gera skipið Heinaste út í Namibíu og er, samkvæmt fyrirtækinu, nú unnið að því að finna viðeigandi lausnir í samráði við namibísk stjórnvöld.
6. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Óska eftir samanburðarskýrslu á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi
Stór hópur þingmanna í stjórnarandstöðunni telur að bein tengsl séu á milli þess sem útgerðirnar telja sig geta greitt og þess sem meirihluti á Alþingi hverju sinni hefur talið að þær gætu greitt. Nú óska þeir eftir samanburðarathugun.
3. febrúar 2020
Yfir hundrað namibískir sjómenn í óvissu vegna Samherja
Namibískir sjómenn sem starfa á skipi Samherja óttast að þeir hafi misst vinnuna eftir að skipið yfirgaf landið óvænt.
31. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
20. janúar 2020
Bolli Héðinsson
Veruleiki Vinstri grænna
7. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín: Ekki hægt að dæma Kristján Þór eingöngu út frá ásýnd
Forsætisráðherrann segir að hvað varðar traust og ásýnd stjórnmálanna og tengsl sjávarútvegsráðherra við Samherja þá telji hún að horfa þurfi einnig á staðreyndir máls og hvað sé sanngjarnt.
5. janúar 2020
Sexmenningarnir í Namibíu
Sexmenningarnir áfram í haldi í Namibíu
Dómari í Namibíu komst að þeirri niðurstöðu í dag að sexmenningarnir, sem eru í haldi vegna Samherjamálsins, verði það áfram. Þeir höfðu farið fram á að hand­taka þeirra yrði felld úr gildi á þeim for­sendum að hún hefði verið ólög­mæt.
27. desember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór víkur sæti í málum tengdum Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að víkja sæti við meðferð og töku ákvarðana í fjórum stjórnsýslukærum tengdum Samherja. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fer með þessi tilteknu mál í staðinn.
20. desember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Ólga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna frumkvæðisathugunar
Sýn nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á það hvernig standa skuli að frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla sinna við Samherja er ólík milli þingmanna, sem og hvernig skuli fjalla um málið opinberlega.
13. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
11. desember 2019
Kvikan
Kvikan
Staða Samherjamálsins, banki á breytingaskeiði og umdeilt fjölmiðlafrumvarp
3. desember 2019
Spáir áframhaldandi lækkun hlutabréfa DNB
Sjóðsstjóri norsks fjármálafyrirtækis telur að virði bréfa í DNB muni halda áfram að lækka vegna Samherjamálsins. Bréf bankans féllu um 6,4 prósent eftir að tilkynnt var að efnahagsbrotadeild norsku lögreglan hefði formlega hafið rannsókn á bankanum.
2. desember 2019
Sexmenningarnir leiddir fyrir rétt fyrir helgi.
Ákærur liggja fyrir í Namibíu
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og þrír aðrir hafa verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 milljónir namibískra dollara í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Samherja eftirsóttan kvóta í landinu.
2. desember 2019
Sexmenningarnir leiddir fyrir rétt fyrir helgi.
Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar
Þeir aðilar sem handteknir voru í síðustu viku í tengslum við spillingu og mútur varðandi úthlutun afla­heim­ilda í Namib­­íu hafa dregið beiðni sína um lausn gegn tryggingu til baka.
2. desember 2019
Árni Már Jensson
Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til ...
1. desember 2019
Úr umfjöllun Al Jazeera
Al Jazeera birtir umfjöllun um Samherjamálið
Í umfjöllun Al Jazeera rekur fjölmiðillinn atburðarásina í kringum Samherjaskjölin og talar meðal annars við Jóhannes Stefánsson, uppljóstrara og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu.
1. desember 2019
Mikið áhorf á Kveiksþáttinn um Samherjamálið
65 prósent þjóðarinnar horfði á þátt Kveiks þann 12. nóvember síðastliðinn og fannst langflestum hann vel unninn.
30. nóvember 2019
Örn Bárður Jónsson
Sem spyrtir þorskar
30. nóvember 2019
Máli sexmenninganna frestað
Ekki var hægt að taka mál þeirra aðila fyrir í dag sem handteknir voru í vikunni í tengslum við rann­­sókn á Sam­herj­­a­skjöl­unum og spill­ingu er teng­ist úthlutun afla­heim­ilda í Namib­­íu þar sem lögmenn þeirra voru ekki með atvinnuleyfi.
29. nóvember 2019
Hlutabréf í DNB hríðfalla
Eftir tilkynningu efnahagsbrotadeildar norsku lögreglunnar þess efnis að hafin væri formleg rannsókn á DNB bankanum hafa hlutabréf í bankanum lækkað.
29. nóvember 2019
Sexmenningarnir voru leiddir fyrir rétt í dag.
Eiga yfir höfði sér ákæru fyrir skipulagða glæpastarfsemi
Spillingarlögreglan í Namibíu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sexmenninganna sem komu fyrir dómara í dag.
28. nóvember 2019
Sexmenningarnir mæta fyrir rétt
Þeir aðilar sem handteknir voru í gær í tengslum við rann­sókn á Sam­herj­a­skjöl­unum og spill­ingu sem teng­ist úthlutun afla­heim­ilda í Namib­íu mættu fyrir rétt í dag.
28. nóvember 2019
Shanghala og Hatuikulipi handteknir
Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, hafa verið handteknir í tengslum við rann­sókn á spill­ingu og ætl­uðum mútu­greiðslum í Samherjamálinu.
27. nóvember 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Saknar þess að utanríkisráðherra hafi ekki haft samband við stjórnvöld í Namibíu
Þingmaður Vinstri grænna segir það vera gríðarlega mikilvægt að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og auki hlutfall af þjóðarframleiðslu til þróunarsamvinnu og tryggi að þeir fjármunir renni í áhrifamikla þróunarsamvinnu.
26. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Eftirköst Samherjamálsins, pólskur veruleiki á Íslandi og vinsældir Miðflokksins
26. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Viðbrögð mín við mótmælafundinum engin sérstök
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagðist á Alþingi í dag ætla að sinna sínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og áður og af bestu samvisku.
25. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
22. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
21. nóvember 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Kallar eftir heildstæðri úttekt á starfsháttum og viðskiptaháttum Samherja
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt eftir að hafa rætt við sjávarútvegsráðherra á fundi atvinnuveganefndar í gær. Þar á meðal hæfi ráðherra til að byggja upp traust í kjölfar Samherjamálsins.
21. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
19. nóvember 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
„Lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum“
Borgarstjóri segir að birting Samherjaskjalanna sýni viðskipti Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í nýju ljósi. Hann segir að það gangi ekki að enn sé ótal spurningum ósvarað um þau viðskipti.
19. nóvember 2019
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum
Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.
19. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Samherjamálið: „Verið að segja að Namibía sé í stuttu pilsi“
19. nóvember 2019
Samherji til skoðunar hjá íslenskum bönkum
Arion banki og Íslandsbanki hafa ákveðið að skoða viðskipti sín við Samherja. Sitjandi forstjóri Samherja segir að eitt skip fyrirtækisins, sem er hluti af erlendri starfsemi þess, sé fjármagnað í gegnum íslenskan banka.
19. nóvember 2019
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
17. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
16. nóvember 2019
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
None
16. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
15. nóvember 2019