200 færslur fundust merktar „viðskipti“

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
23. mars 2019
Marel komið með yfir 350 milljarða verðmiða
Erlendir fjárfestar halda áfram að kaupa hlutabréf í Marel. Markaðsvirði félagsins hefur aukist um 47 prósent á einu ári.
22. mars 2019
Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaun ársins fyrir Kaupthinking
Þórður Snær Júlíusson hlaut í daga blaðamannaverðlaunin ársins 2018 fyrir bók sína um Kaupþing - Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur.
22. mars 2019
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir
Kristrún Tinna ráðin forstöðumaður hjá Íslandsbanka
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á skrifstofu bankastjóra Íslandsbanka. Kristrún Tinna sat nýverið í verkefnahóp fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.
22. mars 2019
Virði Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum
Icelandair Group er eina félagið í Kauphöllinni sem hækkar í virði í fyrstu viðskiptum dagsins. Arion banki, helsti lánardrottinn WOW air, lækkar mest.
22. mars 2019
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.
Stundin vann lögbannsmálið í Hæstarétti – Málinu endanlega lokið
Lögbannsmálinu sem hófst nokkrum dögum fyrir kosningar haustið 2017, og snerist um fréttaskrif um fjármál þáverandi forsætisráðherra, er endalega lokið með dómi Hæstaréttar.
22. mars 2019
Ríkisstjórnin bindur vonir við farsæla niðurstöðu
Í tilkynningu Icelandair til kauphallar kemur fram að viðræður félagsins við WOW air fari fram í samráði við stjórnvöld.
21. mars 2019
Indigo slítur viðræðum við WOW – Viðræður hafnar við Icelandair
Tilkynnt var um það í kvöld að Indigo Partners hafi slitið viðræðum sínum um aðkomu að rekstri WOW air. Viðræður eru hafnar við Icelandair í staðinn.
21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
21. mars 2019
Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, og Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóra Íslenskrar orkumiðlunar.
Festi kaupir hlut í Íslenskri orkumiðlun
Festi hf. hefur keypt 15 prósent hlut í Íslenskri orkumiðlun. Hluthafar Íslenskrar orkumiðlunar eru Sjávarsýn ehf., Betelgás ehf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Festi hf.
21. mars 2019
Brynjólfur Bjarnason orðinn stjórnarformaður Arion banka
Herdís Dröfn Fjeldsted er varaformaður stjórnar.
20. mars 2019
Vond staða Boeing versnar
Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.
20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
19. mars 2019
Svona hafa laun ríkisforstjóra hækkað
Fjármála- og efnahagsráðherra kallaði nýverið eftir upplýsingum frá pólitískt skipuðum stjórnum ríkisfyrirtækja um launahækkanir forstjóra slíkra. Tilmæli höfðu verið send út um að hækka ekki launin upp úr öll hófi. Það var ekki farið eftir þeim tilmælum
19. mars 2019
Fast leiguverð til sjö ára
Alma er ný þjón­usta á leigu­markaði í eigu Almenna leigufélagsins þar sem leigj­end­um er gef­inn kost­ur á leigu til allt að sjö ára á föstu leigu­verði sem á ein­ung­is að vera tengt vísi­tölu neyslu­verðs.
19. mars 2019
Ísland nær samningi við Breta vegna Brexit
Óbreyttar forsendur viðskipta verða fyrir hendi, fari svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings.
18. mars 2019
Ísland í sjöunda sæti í Evrópu yfir útgjöld til rannsókna og þróunar
Alls fóru 55 milljarðar króna í rannsóknar- og þróunarstarf á Íslandi árið 2017. Upphæðin sem ratar í slíkt starf hefur aukist um 65 prósent frá 2013. Lög um endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna rannsókna og þróunar virðast því vera að skila árangri.
18. mars 2019
Þórarinn Hjaltason
Einhliða áróður í samgönguskipulagi höfuðborgarsvæðisins
17. mars 2019
Lagt til að Brynjólfur Bjarnason verði stjórnarformaður Arion banka
Stjórnarformaður Arion banka, Eva Cederbalk, gefur ekki kost á sér áfram í stjórn Arion banka.
15. mars 2019
Eimskip metur næstu skrefi í deilu um skattgreiðslur
Eimskip er ósátt við niðurstöðu yfirskattanefndar og metur næstu skref. Deilt erum skattgreiður erlendra dótturfélaga.
15. mars 2019
Björgólfur stjórnarformaður Sjóvár
Erna Gísladóttir, sem verið hefur stjórnarformaður Sjóvá síðan 2011, er hætt í stjórn en tekur sæti varamanns.
15. mars 2019
Ingimundur hættir hjá Íslandspósti
Forstjóri Íslandspósts hættir eftir fjórtán ára starf.
15. mars 2019
Tap Íslandspósts 293 milljónir í fyrra
Megin ástæða meira taps Íslandspósts en reiknað var með, er sú að verðbreytingar urðu ekki á grunnuþjónustu og samdráttur varð meiri í bréfasendingum en reiknað var með. Fyrirkomulag fjármögnunar grunnþjónustu verður að breytast, segir forstjórinn.
15. mars 2019
Mynd: Samsett RÚV
Kaupthinking tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Íslands
Bók eftir ritstjóra Kjarnans er á meðal þeirra blaðamannaverka sem hljóta tilnefningu til Blaðamannaverðlauna Íslands í ár. Verðlaunin verða veitt eftir viku.
15. mars 2019
Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla, hringir bjöllunni í kauphöllinni.
Heimavellir fara úr kauphöllinni
Samþykkt var á aðalfundi Heimavalla að afskrá félagið úr kauphöllinni.
15. mars 2019
Krónan styrkist og hlutabréf hækka
Fjármagn frá erlendum fjárfestum hefur leitt til þess að gengi krónunnar hefur styrkst að undanförnu.
14. mars 2019
Eimskip ætlar að lækka stjórnarlaun
Í byrjun árs var tilkynnt að stjórn Eimskips ætlaði að lækka laun forstjóra félagsins til að draga úr kostnaði. Nú vill hún lækka laun stjórnarformanns um 24 prósent.
14. mars 2019
Laun bankastjóra lækkuð - Bankastjóri stærsta bankans með lægstu launin
Bankaráð Landsbankans og stjórn Íslandsbanka hafa ákveðið að lækka laun bankastjóra Íslandsbanka og Landsbankans, í samræmi við óskir fjármála- og efnahagsráðherra.
13. mars 2019
Róbert Wessmen
Líftæknilyfshliðstæða söluhæsta lyfs heims í þróun hjá Alvotech
Alvotech hefur nú hafið klínískar rannsóknir á sínu fyrsta líftæknilyf. Lyfið er líftæknilyfshliðstæða lyfsins Humira sem er söluhæsta lyf heims. Lyfið hefur reynst árangursríkt við meðferð á ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum.
13. mars 2019
Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandi Creditinfo Group
Actis tvöfaldar hlut sinn í Creditinfo Group
Breski fjárfestingasjóðurinn Actis hefur tvöfaldað hlut sinn í Creditinfo Group úr 10 prósentum í 20 prósentum. Við kaupin mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn fyrirtæksins.
13. mars 2019
Kemur til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að ef salan á Icelandair Hotels gangi vel og það verði ekki frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu þá gæti verið að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu.
13. mars 2019
Jón Guðmann hættur í bankaráði Landsbankans
Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna einn bankaráðsmaður í Landsbankanum, stærsta banka landsins, er hættur. Aðalfundi var nýverið frestað.
13. mars 2019
Í varnarstellingum
None
12. mars 2019
Mikil pressa á Boeing úr öllum heimshornum
Flugvélaframleiðandinn Boeing er með öll spjót á sér, eftir tvö flugslys með skömmu millibili. Fyrirtækið segist engin gögn hafa fundið ennþá sem bendi eindregið til þess að vélar fyrirtækisins séu gallaðar.
12. mars 2019
Icelandair tekur þrjár Boeing vélar úr rekstri
Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma.
12. mars 2019
Minnkað matarsóun um helming
Matvöruverslunin Krónan hefur dregið úr matarsóun í verslunum sínum um rúmlega helming með því að bjóða upp á vörur á síðasta söludag á lægra verði. Auk þess hefur verslunin dregið úr notkun pappa sem sparar um 300 tonn af pappa á ári.
12. mars 2019
Mesta framboð nýrra íbúða í sjö ár
Nýbyggingar stórfjölga íbúðum á sölu á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 362 nýjar íbúðir settar á sölu í janúar en ekki hafa fleiri nýbyggingar verið settar á sölu í einum mánuði síðustu sjö ár.
12. mars 2019
Icelandair fær 10 milljarða að láni
Fjármagnið kemur frá innlendri lánastofnun.
11. mars 2019
Kvika fékk tæplega 100 milljónir fyrir að sjá um FÍ
Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur fasteignafélags sem hagnaðist um 404 milljónir í fyrra. Eignir félagsins voru upp á 11,7 milljarða króna í fyrra.
11. mars 2019
Allra augu á Boeing
Hörmuleg flugslys í Indónesíu og Eþíópíu hafa beint spjótunum að flugvélaframleiðandanum Boeing. Mörg flugfélög hafa þegar tekið ákvörðun um að hætta að nota þá tegund flugvéla sem hefur hrapað í tvígang.
11. mars 2019
Arnaldur Loftsson, Snædís Ögn Flosadóttir og Þröstur Sigurðsson.
Upplýsingagjöf lífeyrissjóða
11. mars 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi segir neyslu vera hjarta loftlagsvandans
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að stanslaus neysla fólks eigi sér ekki stað í tómi heldur hafi bein áhrif á loftslagið. Hann segir að hægt sé að breyta þróuninni til betri vegar en til þess þurfi ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklinga.
11. mars 2019
Icelandair hríðfellur við opnun markað eftir fréttir af slysi og WOW air
Flugslys í Eþíópíu og tíðindi af WOW air eru bæði þættir sem gætu haft þau áhrif að gengi bréfa í Icelandair hríðféllu við opnun markaða í morgun.
11. mars 2019
Miklar fjárfestingar Íslandspósts og fækkun einkabréfa stuðlað að lausafjárþurrð
Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar virðist fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum hafa stuðlað að lausafjárþurrð Íslandspósts. Stofnunin segist ekki hafa heimildir til að grípa inn í ákvarðanir forstjóra og stjórnar Íslandspósts.
11. mars 2019
Eignir skráðra félaga komnar yfir 2.500 milljarða
Sár vöntun er á meiri erlendri fjárfestingu inn á íslenskan skráðan markað. Rekstrarkennitölur félaga sem skráð eru á íslenska markaðinn eru heilbrigðar í alþjóðlegum samanburði.
10. mars 2019
Óhófleg fatakaup Íslendinga draga dilk á eftir sér
Fatasóun Íslendinga hefur aukist verulega á síðustu árum en árið 2016 henti hver íbúi hér á landi að meðaltali 15 kílóum af textíl og skóm yfir árið. Það er nærri því tvöfalt meira magn en fjórum árum áður.
10. mars 2019
Óvissa til staðar sem tengist kjarasamningum
Már Guðmundsson segir að sú lækkun á gengi krónunnar sem átt hafi sér stað frá því í haust hafi verið velkomin. Áhyggjur af stöðu WOW air hafi orðið til þess að endurmat hafi átt sér stað á allri stöðu efnahagslífsins.
9. mars 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Sameiginleg rokrassgöt
9. mars 2019
Már: „Það voru 36 milljarðar lausir“
Már Guðmundsson segir að einn stór aflandskrónueigandi, sem sé ekki rétt að kalla vogunarsjóð, sé enn að skoða stöðu sína. Það sé vel opið að aðilinn ákveði að fara ekki úr landi með fjármuni sína.
9. mars 2019
Skúli Mogensen
Skúli gæti endað með 0 prósent hlut
Hlut­ur Skúla Mo­gensen, stofn­anda og eina eig­anda fé­lags­ins, gæti orðið á bil­inu 0 til 100 prósent allt eft­ir því hvernig fé­lag­inu reiðir næstu þrjú árin, sam­kvæmt nýrri tilkynningu frá WOW air.
9. mars 2019
Páll Hermannsson
Misdjúp kolefnisspor
9. mars 2019
Fallist á að arðgreiðslur hafi verið kaupauki en sektargreiðsla lækkuð
Fjármálaeftirlitið hafði áður sektað Arctica Finance um 72 milljónir króna, en sú upphæð var lækkuð niður í 24 milljónir, samkvæmt dómi héraðsdóms í dag.
8. mars 2019
Ekki á að láta „úrelta umræðupunkta“ um skuldsetningu trufla innviðafjárfestingar
Aðalhagfræðingur Kviku banka fjallar ítarlega um fjárfestingar í innviðaframkvæmdum í nýjustu útgáfu Vísbendingar.
8. mars 2019
Svafa ný í stjórn Icelandair - Þriðja stjórnarkjörið á tveimur dögum
Svafa Grönfeldt hefur tekið sæti í stjórn Össurar, Origo og Icelandair Group, á aðalfundum félagann.
8. mars 2019
Peningaþvættismálum sem rata inn til rannsakenda fjölgar hratt
Peningaþvættisrannsóknir eru orðnar fyrirferðameiri hluti af starfsemi skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Miklir fjármunir geta verið undir í málunum. Fjármunir sem með réttu ættu að renna í ríkissjóð.
8. mars 2019
Flóki Halldórsson.
Flóki Halldórsson hættir sem framkvæmdastjóri Stefnis
Jökull H. Úlfsson tekur um komandi mánaðamót við stjórnartaumunum hjá stærsta sjóðstýringarfyrirtæki landsins, sem er með um 340 milljarða króna í virkri stýringu.
8. mars 2019
Kristján Guy Burgess
Brexit – allir klárir?
8. mars 2019
Varnarlaus gagnvart peningaþvætti árum saman
Ísland er í kappi við tímann að sýna alþjóðlegum samtökum að landið sinni almennilegu eftirliti gagnvart peningaþvætti, eftir að hafa fengið falleinkunn í úttekt í fyrra.
8. mars 2019
Seðlabanki Evrópu tilkynnir um aðgerðir til að örva efnahagslífið
Rúmir tveir mánuðir eru síðan Seðlabanki Evrópu hætta með umfangsmikla áætlun sína um magnbundna íhlutun, sem fólst meðal annars í umfangsmikilli fjárinnspýtingu í hverjum mánuði.
7. mars 2019
Samþykkt að greiða milljarð til hluthafa Origo
Tillaga tilnefningarnefndar um skipan stjórn Origo var samþykkt.
7. mars 2019
Færri komast að en vilja í stjórn Icelandair
Sjö eru í framboði til stjórnar Icelandair Group, en fimm eru í stjórn.
7. mars 2019
Ari Trausti Guðmundsson
Matvæli, sjálfbærni og kolefnishlutleysi
7. mars 2019
Drög að frumvörpum um sameiningu Seðlabankans og FME komin fram
Varaseðlabankastjórar munu hafa faglega umsjón með vinnu bankans á sínum sérsviðum.
7. mars 2019
Mikilvægt að finna fyrir breiðri samstöðu um mikilvægi kennarastarfsins
Kvika banki hyggst styrkja kennaranema um 15 milljónir á ári næstu þrjú ár.
6. mars 2019
Ásthildur: Markmiðið að styðja við áframhaldandi vöxt og virðisaukningu
Stjórnarformaður Marels segir fyrirtækið hafa náð miklum árangri fyrra.
6. mars 2019
Samruni Kviku banka og GAMMA samþykktur
Samkeppniseftirlitið hefur lokið við skoðun og telur ekki tilefni til íhlutunar.
6. mars 2019
Marel á leið í kauphöllina í Amsterdam
Marel verður skráð í kauphöllina í Amsterdam, en valið stóð að lokum milli kauphallarinnar í Amsterdam og Kaupmannahafnar.
6. mars 2019
Seðlabankinn búinn að fá svar frá Kaupþingi um í hvað neyðarlánið fór
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að hann vilji klára skýrslu um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum sem fyrst. Málið hvíli eins og mara á honum. Már er í viðtali í 21 á Hringbraut í kvöld klukkan 21.
6. mars 2019
Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor þýtur upp milljarðamæringalistann
Björgólf­ur Thor Björgólfs­son fjár­fest­ir tekur stökk á nýjum lista Forbes yfir rík­ustu menn í heimi. Björgólf­ur fer upp um 99 sæti milli ára og er auður hans nú met­inn á 2,1 millj­arð Banda­ríkja­dala eða um 254 millj­arða ís­lenskra króna.
6. mars 2019
Ingimundur Sigurpálsson er forstjóri Íslandspósts.
Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári
Alls hafa laun Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra Íslandspósts, hækkað um 43 prósent í yfir tvær milljónir króna á mánuði frá því að ákvörðun um þau var færð undan kjararáði. Ingimundur telur hækkanirnar samt ekki í samræmi við ráðningarsamning sinn.
6. mars 2019
Skuldabréfaeigendur WOW air gætu þurft að fallast á tugprósenta afskriftir
Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um.
6. mars 2019
Nýr veruleiki eftir skarpa veikingu
Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur gefið verulega eftir á undanförnum mánuðum þrátt fyrir að Seðlabanki Íslands hafi staðið á bremsunni gagnvart frekari veikingu.
5. mars 2019
Seðlabankinn með inngrip á gjaldeyrismarkað
Seðlabanki Íslands greip inn í viðskipti á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti veikingu krónunnar.
5. mars 2019
Meirihluti landsmanna andvígur innflutningi á fersku kjöti
Rúm 52 prósent landsmanna eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum í samræmi við EES- samninginn samkvæmt nýrri könnun. Tæplega þriðjungur landsmanna sagðist aftur á móti hlynntur tilslökun reglnanna.
5. mars 2019
WOW air ekki borgað mótframlagsgreiðslur í þrjá mánuði
WOW air á í miklum lausafjárerfiðleikum og hefur ekki skilað mótframlagi starfsfólks í lífeyrissjóð og séreignalífeyrissparnað í þrjá mánuði.
5. mars 2019
Miklar sveiflur á verðmiða Icelandair - Allra augu á WOW air
Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur sveiflast mikið frá degi til dags á undanförnum mánuðum.
4. mars 2019
Hlutfall tæknimenntaðra á Íslandi verulega lágt í samanburði við Evrópuþjóðir
Mikilvægt er að fjölga þeim sem eru menntaðir á sviði raunvísinda til að takast á við miklar samfélagslegar breytingar.
4. mars 2019
Bindiskyldan afnumin
Höft á fjármagnsflutninga eru nú svo gott sem horfin.
4. mars 2019
Óvæntur viðskiptaafgangur á fjórða ársfjórðungi
Niðurstaðan betri en greiningardeild Arion banka þorði að vona.
4. mars 2019
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins í síðustu viku.
Hækkun á bifreiðarhlunnindum forstjóra Landsvirkjunar útskýrir aukinn launakostnað
Laun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, hafa haldist óbreytt 3,2 milljónir króna á mánuði frá miðju ári 2017. Bifreiðahlunnindi hans hækkuðu hins vegar umtalsvert í fyrra. Landsvirkjun vill ekki birta sundurliðun á stjórnarlaunum.
4. mars 2019
Telur samfélagslega sátt um að styrkja barnabótakerfið
Halldór Benjamín Þorbergsson telur að ef lesið sé í þjóðarsálina þá sé styrking barnabótakerfisins lausn sem margir geti unað við. Það sé skynsamleg leið til að koma til móst við þá hópa sem standi höllustum fæti.
3. mars 2019
RUB 1 stígvél Ilse Jacobsen Hornbæk
Með stígvélin í Hæstarétt
Gúmmístígvél eru þarfaþing en mál þeim tengd rata sjaldnast fyrir dómstóla. Eitt slíkt er þó á leiðinni fyrir Hæstarétt Danmerkur. Það mál snýst um kínverskar eftirlíkingar danskra tískustígvéla.
3. mars 2019
Atvinnuleysi eitur í beinum þjóðarinnar
Halldór Benjamín Þorbergsson fær það ekki til að ganga upp í sínum hagfræðiheimi að sótt sé fram eftir miklum launahækkunum í kólnandi hagkerfi.
2. mars 2019
Sementsverksmiðja ríkisins, fyrstu árin í myndum Ólafs Árnasonar og Jóhannesar Gunnarssonar. Sýning á skjá á Bókasafni Akraness.
Sementsverksmiðja ríkisins í aðdraganda Hvalfjarðarganga
2. mars 2019
Amazon að stíga enn stærri skref inn á verslanamarkað
Amazon hefur byggt upp starfsemi sína með sölu á internetinu en hefur í vaxandi mæli verið að byggja upp verslanastarfsemi að undanförnu.
2. mars 2019
Segir launahækkanir ríkisforstjóra hafa valdið miklum skaða á kjaradeilum
Halldór Benjamín Þorbergsson er ekki á Facebook og telur það sína mestu gæfu í lífinu. Hann segir að líklega sé engin þjóð í heiminum jafn vel að sér um áhrif verðbólgu á hag heimila og sú íslenska.
2. mars 2019
Stjórnvöld fylgjast náið með framvindunni hjá WOW air
Málefni WOW air komu til umræðu hjá ráðamönnum á ríkisstjórnarfundi í gær. Reynt verður til þrautar að ljúka fjármögnun félagsins.
1. mars 2019
Ein ástæða ófriðar að hagvöxtur byggir á vexti í láglaunaatvinnugreininni ferðaþjónustu
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor heldur áfram að greina stöðuna á vinnumarkaði í ítarlegum greinum í Vísbendingu.
1. mars 2019
Jóhannes Þór Skúlason
Verkföll styðja við félagsleg undirboð
1. mars 2019
Félag kvenna í atvinnulífinu stilla sér upp sem karlkyns stjórnendur fyrir nokkru síðan. Rakel Sveinsdóttir er lengst til hægri á myndinni.
Þar sem peningar og völd eru til staðar er konum ekki hleypt að
Formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu segir að þar sem peningar og völd séu til staðar þar haldi glerþakið algjörlega. Einungis um 11 prósent þeirra sem stýra fjármagni á Íslandi eru konur.
1. mars 2019
Boðað til aðalfundar Íslandspósts 15. mars
Aðalfundar Íslandspósts verður haldinn föstudaginn 15. mars næstkomandi í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Fundurinn átti að fara fram í síðustu viku en var frestað að beiðni fjármála- og efnhagsráðherra.
1. mars 2019
Haukur Hafsteinsson hættir sem framkvæmdastjóri LSR
Framkvæmdastjóri stærsta lífeyrissjóðs landsins hættir í sumar eftir 34 ár við stjórnvölinn. Starfið verður auglýst til umsóknar í mars.
1. mars 2019
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Forstjóri Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að arðgreiðslur tvöfaldist
Lands­virkj­un, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, hagn­að­ist um 14 millj­arða króna á síð­asta ári. Forstjóri Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að arðgreiðslur fyrirtækisins muni tvöfaldast fyrir árið 2018 og verði á bilinu 3 til 4 milljarðar.
1. mars 2019
Karlar halda þéttingsfast um veskið í íslensku efnahagslífi
Sjötta árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi.
1. mars 2019
Rekstrartekjur Félagsbústaða jukust um tæp 10 prósent milli ára
Rekstrartekjur Félagsbústaða námu rúmum 4 milljörðum á árinu 2018. Aukning tekna skýrist af fjölgun leiguíbúða en félagið leigir nú út tæplega 2600 íbúðir í Reykjavík og vegna vísitölubundinnar hækkunar leiguverðs.
1. mars 2019
Verkfallsaðgerðir Eflingar samþykktar
Boðaðar hafa verið frekari verkfallsaðgerðir í samstarfi við VR sem ná til lengri tíma, segir í tilkynningu Eflingar.
1. mars 2019
WOW air og Indigo Partners gefa sér mánuð í viðbót
Viðræður hafa staðið yfir í allan dag.
28. febrúar 2019
Kauptilboð Icelandair í meirihluta ríkisflugfélags á Grænhöfðaeyjum samþykkt
Icelandair Group telur að miklir möguleikar séu fyrir hendi til að byggja félagið upp sem öflugt tengiflugfélag með Grænhöfðaeyjar sem tengimiðstöð.
28. febrúar 2019
Traust á Alþingi hrynur
Traust til Alþingis mælist nú minna en til bankakerfisins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
28. febrúar 2019
Hlutabréf í Icelandair ruku upp í verði eftir hádegið
Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um 7,5 prósent. Helsti samkeppnisaðili Icelandair, WOW air, reynir til þrautar að fá fjárfestingu frá bandaríska félaginu Indigo Partners.
28. febrúar 2019
Baldur Thorlacius
Þegar markaðurinn misskilur
28. febrúar 2019
Annar áfangi aflstöðvarinnar á Þeistareykjum hóf starfsemi í fyrra.
Landsvirkjun hagnaðist um 14 milljarða króna
Skapast skilyrði til að auka arðgreiðslur Landsvirkjunar í skrefum til eiganda sín, íslenska ríkisins, eftir miklar framkvæmdir og skuldaniðurgreiðslur á undanförnum árum.
28. febrúar 2019
Aflaverðmæti jókst um 16 prósent milli ára
Aflaverðmæti úr sjó nam 11,7 milljörðum í nóvember 2018, sem er 19,2 prósent aukning á milli ára. Frá desember 2017 til nóvember 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 127 milljörðum króna sem er 16,1 prósent aukning milli ára.
28. febrúar 2019
Kaupin á fjölmiðlunum sem fóru alls ekki eins og lagt var upp með
Sýn birti ársreikning sinn í gær. Félagið ætlaði að auka rekstrarhagnað sinn umtalsvert með kaupum á ljósvakamiðlum 365 miðla í lok árs 2017. Niðurstaðan er allt önnur og nú hafa þrír stjórnendur verið látnir fara á stuttum tíma.
28. febrúar 2019
Hagnaður HB Granda jókst um 30 prósent
Hagnaður HB Granda var 4,4 milljarðar króna á árinu 2018. Forstjóri HB Granda, Guðmundur Kristjánsson, segir að hagnaður fyrirtækisins hafi minnkað á síðustu árum vegna styrkingar krónunnar og hærri veiðigjalda.
28. febrúar 2019
Hótun um málsókn færð Viðari í umslagi
Framkvæmdastjóri Eflingar hefur tjáð sig um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og gagnrýnt hana harðlega.
27. febrúar 2019
Stefán hættir sem forstjóri Sýnar
Segist í tölvupósti taka ábyrgð með þessum hætti, á versnandi afkomu.
27. febrúar 2019
Vistkerfisáhættan
None
27. febrúar 2019
Starfsemi Klappa vex
Afkoma Klappa grænna lausna á árinu 2018 var samkvæmt áætlun en rekstrartekjur félagsins voru 242 milljónir króna á síðasta ári miðað við 210 milljónir á árinu áður.
27. febrúar 2019
Verðmiðinn á Marel rokið upp um 35 milljarða á tveimur vikum
Markaðsvirði Marel hefur hækkað um 23,24 prósent á einum mánuði. Erlendir fjárfestar hafa keypt hlutafé að undanförnu.
26. febrúar 2019
Eðlilegt að Seðlabankinn taki haftasöguna til „gaumgæfilegrar skoðunar“
Í sérstakri bókun tveggja hæstaréttarlögmanna í Bankaráði Seðlabanka Íslands er bankinn harðlega gagnrýndur fyrir hvernig hann tók á málum sem tengjast Samherja.
26. febrúar 2019
Formaður Bændasamtakanna til Arion banka
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi.
26. febrúar 2019
Mikið högg að missa loðnuna
Þó loðnan sé ekki eins stór hlutfallslega í gjaldeyrisköku þjóðarbússins og hún var, þá er mikið högg að enginn loðnukvóti verði gefinn út.
25. febrúar 2019
Almenna leigufélagið dregur hækkanir til baka og vinnur með VR
VR og Almenna leigufélagið hafa átt í uppbyggilegum viðræðum um stöðu mála á leigumarkaði, segir í tilkynningu.
25. febrúar 2019
Sektagreiðslur verði endurgreiddar úr ríkissjóði
Seðlabanki Íslands hefur birt ítarlega fréttatilkynningu í tilefni af áliti Umboðsmanns Alþingis þar sem fjallað var um ákvörðun um sektrargreiðslu handa Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.
25. febrúar 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti skila halla á ársfjórðungi í fyrsta skipti í 10 ár
Vöru- og þjónustujöfnuður á fjórða ársfjórðungi 2018 var neikvæður um 3,5 milljarða króna en hann var jákvæður um 14,2 milljarða á sama tíma árið 2017. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2008 sem vöru- og þjónustuviðskipti skila halla á ársfjórðungi.
25. febrúar 2019
Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Eigandi Hvals hf. bað ráðherra um breytingu á reglugerð
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra breytti reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum tíu dögum eftir tölvupóst frá Kristjáni Loftssyni eiganda Hvals hf. þar sem hann bað um að reglugerðinni yrði breytt.
25. febrúar 2019
Túristagiftingar
Á undanförnum árum hafa tugþúsundir fólks lagt leið sína til Danmerkur til að láta pússa sig saman. Ekki er það þó alltaf ástin sem ræður för, ástæðurnar eru iðulega aðrar.
24. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
23. febrúar 2019
Indriði H. Þorláksson
Skattapólitík og kjarasamningar
22. febrúar 2019
Verkfallsaðgerðir munu beinast að 25 hótelum og stærstu rútufyrirtækjunum
Staðbundin verkföll eru á teikniborðinu hjá stéttarfélögum sem ætla að einblína á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að byrja með.
22. febrúar 2019
Utanríkisráðherra skipar í nýtt útflutnings- og markaðsráð
Fjöldi fólks úr atvinnu- og stjórnmálalífi mun vinna að útflutnings- og markaðsmálum.
22. febrúar 2019
Bjarni Ármannson, forstjóri Iceland Seafood International.
Sameina Icelandic Ibérica og Iceland Seafood á Spáni
Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að hefja sameiningu á tveimur dótturfélögum sínum á Spáni, Iceland Seafood Spain og Icelandic Ibérica. Samanlögð velta félaganna tveggja er um 180 milljónir evra.
22. febrúar 2019
Öryggisventillinn
Frumvarp um þjóðarsjóð, sem ávaxtar ávinning íslenska ríkisins af orkuauðlindum, er komið fram og í meðferð á þingi. Málið er umdeilt, og ekki einhugur um það hjá stjórnarflokkunum.
22. febrúar 2019
Teatime búið að setja Hyperspeed í loftið
Íslenska leikjafyrirtækið Teatime, sem stofnað var af frumkvöðlinum Þorsteini Friðrikssyni, hefur sett nýjan leik í loftið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum í Bandaríkjunum.
22. febrúar 2019
Fyrsti 5G sendirinn tekinn í notkun hér á landi
„Við finnum að þeir hafa miklar væntingar til þess að við bjóðum upp á 5G hraða á sama tíma og fólk fær hann í öðrum löndum,“ segir forstjóri Nova.
21. febrúar 2019
Super 1 opnaði á Hallveigarstíg um liðna helgi.
Super 1 kaupir tímabundið vörur af Högum
Í þeirri sátt sem Hagar gerðu við Samkeppnisyfirlitið vegna samrunans við Olis var kveðið á um að nýir eigendur að þremur Bónusverslunum gætu tímabundið keypt vörur frá vöruhúsi Haga.
21. febrúar 2019
Hvað skuldar Procar?
Það eru ansi margir að hugsa um hvað Procar græddi á því að skrúfa niður kílómetramæla á bílum sínum og selja þá sem minna ekna. Eikonomics reiknaði það einfaldlega út. Svona nokkurn veginn.
21. febrúar 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra leggur til að innflutningsbann á fersku kjöti verði afnumið
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk, frá og með 1. september næstkomandi. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar niðurstöðu EFTA-­dóm­stólsins.
21. febrúar 2019
Rúmlega 1.800 milljarða skuldir skráðra félaga
Skuldir skráðra félaga í íslensku kauphöllinni hafa farið hækkandi að undanförnu, með aukinni tíðni á yfirtökum og sameiningum.
20. febrúar 2019
Lagt til að veiting ríkisborgararéttar fari frá Alþingi
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt hafa verið birt í samráðsgáttinni.
20. febrúar 2019
Tollstjóri hefur fallist á riftun á 143 milljóna króna greiðslu Pressunnar
Riftunarmál, vegna gjörninga í rekstri Pressunnar ehf. fyrir þrot þess, upp á tæplega 400 milljónir króna eru nú til meðferðar fyrir dómstólum. Ríkissjóður á mikið undir því að greiðslur skili sér.
20. febrúar 2019
Ísak Einar Rúnarsson
Þeim var ég verst er ég unni mest
20. febrúar 2019
Vill ekki að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fjárfesti í félögum sem borga ofurlaun
Ragnar Þór Ingólfsson sendir fjármálakerfinu þau skilaboð að hann muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fjárfesti ekki í félögum sem greiða kaupréttarsamninga eða ofurlaun. Hann mun funda með Kviku banka á morgun.
20. febrúar 2019
Það getur munað miklu á þeim kjörum sem standa fólki sem vill kaupa húsnæði til boða.
Enn lækka lægstu verðtryggðu vextir – Eru nú 2,15 prósent
Lægstu vextir á verðtryggðum lánum hafa lækkað um þriðjung á undanförnum árum og eru nú rétt yfir tvö prósent. Dýrustu vextir viðskiptabanka eru næstum tvöfalt hærri.
20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
19. febrúar 2019
Telja ekki þörf á að lánastarfsemi verði gerð leyfisskyld
Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað 12 tillögum til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hópurinn telur það mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum.
19. febrúar 2019
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, ásamt Friðriki Sophussyni, stjórnarformanni bankans, sem ritaði bréfið.
Íslandsbanki segist „mjög stórt fyrirtæki“ og telur laun bankastjóra síns ekki leiðandi
Stjórn Íslandsbanka telur að Birna Einarsdóttir, sem var með 5,3 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra, hafi staðið sig vel í starfi og að horft hafi verið til þess við launaákvörðun. Stjórn telur laun Birnu ekki vera leiðandi né í andstöðu við tilmæli.
19. febrúar 2019
Isavia rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Keflavík.
Isavia svaraði ekki fyrirspurn um skuldir flugfélaga í vanskilum
Þingmaður spurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hversu háar gjaldfallnar skuldir flugfélaga við Isavia hefðu verið 1. nóvember síðastliðinn. Ríkisfyrirtækið vildi ekki veita upplýsingar um það.
19. febrúar 2019
Mikil óánægja hefur verið í samfélaginu vegna launahækkana bankastjóra Landsbankans.
Bankaráðið telur sig hafa sýnt varkárni og hófsemd með launahækkun bankastjóra
Bankaráð Landsbankans segist einfaldlega hafa fylgt eigendastefnu og starfskjarastefnu þegar það hækkaði laun bankastjóra bankans í 3,8 milljónir á mánuði. Þau hafi ekki verið samkeppnishæf og dregist langt aftur úr sambærilegum launum.
19. febrúar 2019
Framtíð fjölmiðlunar og tilraunin til að stela henni
None
19. febrúar 2019
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla.
Heimavellir hefja sölu íbúða á Hlíðarenda í mars
Leigufélagið Heimavellir hyggst hefja sölu á 50 af 164 íbúðum á Hlíðarenda í mars. Hinar fara að óbreyttu í útleigu. Framkvæmdastjóri Heimavalla segir að íbúðirnar muni verða á hagstæðara verði en gengur og gerist.
19. febrúar 2019
Einar Gunnar Guðmundsson
Hvaða fyrirtæki hafa farið í gegnum Startup Reykjavík og hvernig hefur þeim vegnað?
18. febrúar 2019
Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
18. febrúar 2019
Fyrir hrun skorti töluvert á það að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu haft viðveru í háskólum landsins.
Menntun bankamanna hefur tekið stakkaskiptum frá hruni
Þegar íslensku bankarnir störfuðu út um allan heim og stærð þeirra var margföld landsframleiðsla voru einungis 8,8 prósent starfsmanna fjármálafyrirtækja með mastersgráðu. Í dag er hlutfall starfsmanna sem hafa lokið háskólanámi miklu hærra.
18. febrúar 2019
Pálmi Haraldsson
Pálmi orðinn stærsti einkafjárfestir í hluthafahópi Icelandair
Pálmi Haraldsson er kominn í hóp stærstu fjárfesta Icelandair Group. Þrjú félög í eigu Pálma áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta í flugfélaginu, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair.
18. febrúar 2019
Hvalveiðiskýrsla Hagfræðistofnunar: Hvorki hinn heilagi sannleikur né samsæri Hvals hf.
Eikonomics rýnir í umdeilda hvalveiðiskýrslu. Og sest á grindverkið hvað varðar palladóma um hana.
17. febrúar 2019
WOW air sagt óska eftir lengri fresti til að greiða flugvallargjöld erlendis
Ekkert hefur verið gefið upp um hvernig viðræður WOW air og Indigo Partners ganga.
17. febrúar 2019
Lilja sannfærð um að fjölmiðlafrumvarpið komist í gegnum ríkisstjórn
Mennta- og menningarmálaráðherra telur ekki að andstaða innan Sjálfstæðisflokksins muni koma í veg fyrir að frumvarp um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla muni verða að lögum.
17. febrúar 2019
Arion banki vill selja verksmiðjuna í Helguvík „eins fljótt og kostur er“
Bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík, sem var upphaflega í eigu United Silicon, er 15,5 milljörðum krónum undir þeirri fjárfestingu sem þegar er búið að kosta til við uppbyggingu hennar. Arion banki ætlar sér að selja hana við fyrsta tækifæri.
17. febrúar 2019
Grænlenskur gullsandur
Skortur á sandi er líklega það síðasta sem þeim sem fara um Mýrdalssand og Sahara dettur í hug. Sandurinn er hinsvegar ekki óþrjótandi auðlind, en Grænlendingar eiga nóg af honum og þar bætist sífellt við.
17. febrúar 2019
Eru skráð félög of dýr, of ódýr eða rétt verðlögð? - Virði eigin fjár 1,4 fyrir Ísland
Algengt er að fjárfestar á alþjóðamörkuðum horfi til þess hvernig markaðsvirði félaga sé miðað við eigið fé. Þetta er einungis einn mælikvarði af mörgum, en hann gefur vísbendingu um hvort verðþróun er eðlileg hjá skráðum félögum.
16. febrúar 2019
Páll Hermannsson
Skipta 37 þúsund tonn af skipaolíu máli?
16. febrúar 2019
Lægstu verðtryggðu vextir nú 2,3 prósent – Hafa aldrei verið lægri
Mánaðarleg útlán lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna vegna íbúðarkaupa voru lægri í desember síðastliðnum en þau hafa verið í tæp þrjú ár. Í þeim mánuði tóku sjóðsfélagar í fyrsta sinn meira fé að láni óverðtryggt en verðtryggt.
16. febrúar 2019
Þau leynast víða tækifærin
None
15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
15. febrúar 2019
Hreiðar Már og Magnús sekir í Marple-málinu
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur Kaupþings banka, voru í gær sakfelldir fyrir fjárdrátt í Landsrétti í Marple-málinu svokallaða. Hins vegar var refsing yfir þeim í málinu felld niður.
15. febrúar 2019
Handsprengjum sífellt kastað inn í kjaraviðræður
Lengi hefur blasað við að mjög viðkvæm staða væri uppi á vinnumarkaði. Vegna þess voru stjórnir ríkisfyrirtækja beðnar um að sýna hófsemi í launahækkunum forstjóra sinna þegar vald yfir þeim var fært aftur til þeirra.
15. febrúar 2019
Lægstu launin en besta staðan - Hagræðing í kortunum
Uppgjör þriggja stærstu banka landsins sýnir að staða þeirra er um margt sterk, en arðsemin þeirra bendir til þess að frekari hagræðing er í pípunum. Launalægsti bankastjórinn stýrir þeim banka sem skilaði besta árangrinum í fyrra.
14. febrúar 2019
Fótbolti.net telur að fjölmiðlafrumvarp geti gert út um starfsemi sína
Framkvæmdastjóri Fótbolta.net segir að samkeppnisstaða miðilsins verði verulega skekkt ef drögum að frumvarpi um endurgreiðslur til fjölmiðla verði ekki breytt. Allir helstu samkeppnisaðilar miðilsins fái endurgreiðslur en hann ekki.
14. febrúar 2019
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor, sem byggir starfsemi sína á grunni VISA Ísland, sem stofnað var 1983.
Valitor tapaði 1,9 milljarði í fyrra eftir að hafa misst sinn stærsta samstarfsaðila
Valitor missti sinn stærsta viðskiptavin um mitt ár 2018. Félagið, sem skilaði 940 milljón króna hagnaði 2017, tapaði 1,9 milljarði króna í fyrra. Arion banki ætlar að selja Valitor á árinu 2019.
14. febrúar 2019
Eigendur Morgunblaðsins setja 200 milljónir króna í viðbót í reksturinn
Hlutafé í Þórsmörk, eiganda Morgunblaðsins og tengdra miðla, var aukið um 200 milljónir í janúar. Auk þess var veitt heimild til að auka hlutaféð um 400 milljónir til viðbótar á þessu ári. Eigendur hafa þegar lagt rekstrinum til 1,6 milljarða á tíu árum.
14. febrúar 2019
Friðrik: Engar óhóflegar hækkanir á launum bankastjórans
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir laun bankastjóra Íslandsbanka verði orðin lægri á þessu ári en þau voru þegar ríkið varð eigandi bankans. Hann segist vel skilja umræðu um há laun í fjármálakerfinu í tengslum við kjarasamninga.
13. febrúar 2019
Íslandsbanki hagnaðist um 10,6 milljarða - 5,3 milljarðar í arð til ríkisins
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir afkomu bankans hafa verið ágæta. Útlán jukust um 12 prósent.
13. febrúar 2019
Laun Birnu 5,3 milljónir á mánuði í fyrra
Heildarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hækkuðu um tæplega 10 prósent milli ára.
13. febrúar 2019
Höskuldur: Afkoman fyrir árið í heild undir væntingum
Þrátt fyrir 7,8 milljarða hagnað Arion banka í fyrra segir bankastjórinn, Höskuldur Ólafsson, að afkoman fyrir árið 2018 hafi valdið vonbrigðum.
13. febrúar 2019
Erlendir fjárfestar halda áfram að kaupa í Marel
Fyrirhuguð skráning félagsins - annaðhvort í Amsterdam eða Kaupmannahöfn - er handan við hornið.
13. febrúar 2019
Timo Soini og Guðlaugur Þór
Utanríkisráðherrar og föruneyti í bjórbað og mat
Utanríkisráðherrar Íslands og Finnlands heimsóttu Árskógssand um miðjan janúar síðastliðinn en sú heimsókn fól m.a. í sér bjórbað og kvöldverðarboð fyrir finnska utanríkisráðherrann og föruneyti hans. Reikningurinn hljóðaði upp á 185 þúsund krónur.
13. febrúar 2019
Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins
Ef íslensk stjórnvöld bregðast ekki við niðurstöðu EFTA-dómstólsins, um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins, innan tveggja mánaða þá getur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, vísað málinu til EFTA- dómstólsins.
13. febrúar 2019
Bjarni segist mjög óhress með launahækkanir
Bjarni Benediktsson ætlast til þess að stjórnir ríkisfyrirtækja beri skynbragð á það sem er að gerast í samfélaginu og segir ekki annað að sjá en að tilmæli um að sýna hófsemd í launahækkunum ríkisforstjóra hafi verið höfð að engu.
13. febrúar 2019
Bankasýslan og ráðherra kalla eftir upplýsingum um launamál ríkisbankastjóra
Bæði Bjarni Benediktsson og Bankasýsla ríkisins hafa krafið Landsbankann og Íslandsbanka um svör vegna launa bankastjóra þeirra með því að senda þeim bréf.
12. febrúar 2019
Birna með 4,2 milljónir á mánuði eftir 14,1 prósent lækkun
Birna hafði sjálft frumkvæði að því að laun hennar yrðu lækkuð, en þau eru þó enn hærri hjá Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.
11. febrúar 2019
Ætla að hjálpa íslenskum sprotum að vaxa og dafna
Aðstandendur Iceland Venture Studio ætla sér vinna með íslenskum og erlendum frumkvöðlum á sviði tækni.
11. febrúar 2019
Bankaráð: Launakjör bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu
Bankaráð Landsbankans segir í tilkynningu að gagnrýnin á launakjör bankastjóra Landbankans sé skiljanleg.
11. febrúar 2019
Ugla hefur samstarf með SNARK
Ugla Hauksdóttir segist spennt fyrir því að vinna með íslenskum fyrirtækjum.
11. febrúar 2019
Bankar sem eru til fyrir þá sem vinna í þeim
None
11. febrúar 2019
Ásmundur Einar segir launahækkun bankastjóra „óþolandi“
Félags- og barnamálaráðherra segir að ef Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans geti ekki sýnt það í verki að þeim sé treystandi til að stýra ríkisfyrirtækjum þurfi að grípa inn í með lagabreytingum.
11. febrúar 2019
Kröfu um ó­gildingu starfs­leyfis Arnar­lax endanlega vísað frá
Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðs­dóms Reykja­víkur og vísar frá kröfum veiðiréttahafa í Haf­fjarðar­á. Veiði­réttar­hafarnir höfðu krafist þess að starfs- og rekstrar­leyfi Arnar­lax í Arnar­firði yrði ó­gilt.
11. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Segir launahækkun bankastjóra vera óverjandi ákvörðun
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun bankaráðs Landsbankans að hækka laun bankastjóra síns verulega í tvígang með stuttu millibili.
11. febrúar 2019
Microsoft sagt hafa einstakt tækifæri á frekari vexti
Heildareignir Microsoft hafa vaxið mikið á undanförnum árum. Fátt bendir til annars en að mikill og hraður áframhaldandi vöxtur sé í pípunum.
9. febrúar 2019
Virði Icelandair hrundi niður um 16 prósent - Marel komið með 300 milljarða verðmiða
Fjárfestar tóku illa í uppgjör Icelandar, sem sýndi mikið tap í fyrra. Markaðsvirði Marel heldur áfram að hækka.
8. febrúar 2019
Kevin Stanford
Opið bréf til fyrrverandi innri endurskoðanda Kaupþings
8. febrúar 2019
Markaðsvirði Marel hækkaði um 18 milljarða í dag
Uppgjör Marel fyrir fjórða ársfjórðung sýnir sterka stöðu félagsins á markaði, nú þegar líður að ákvörðun um skráningu félagsins í erlenda kauphöll, annaðhvort í Amsterdam eða Kaupmannahöfn.
7. febrúar 2019
Landsbankinn hagnast um 19,3 milljarða - 9,9 milljarðar til ríkisins
Rekstur Landsbankans gekk vel í fyrra, og jukust útlán bankans meira en bankinn hafði gert ráð fyrir í áætlunum.
7. febrúar 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Segir niðurstöður um verð vörukörfunnar á Íslandi sláandi
Matvörukarfa í Reykjavík er töluvert dýrari en annars staðar á Norðurlöndunum, samkvæmt nýrri verðkönnun ASí. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar sláandi en að þær komi sér þó ekki á óvart.
7. febrúar 2019