200 færslur fundust merktar „viðskipti“

Íbúðalánasjóður vill endurskilgreina viðmið um hvað sé hæfilegt leiguverð
Þau leigufélög sem eru með lán frá Íbúðalánasjóði eru að rukka leigu í samræmi við markaðsleigu eða aðeins undir henni. Íbúðalánasjóður segir markaðsleigu hins vegar ekki vera réttmætt viðmið og vill endurskilgreina hvað sé hæfilegt leiguverð.
24. september 2018
ESB krefst rannsóknar á Danske Bank
Stærsti banki Danmerkur er nú í vondum málum vegna ásakana um peningaþvætti.
24. september 2018
Niðurgreiðslur á póstsendingum milli landa að sliga Íslandspóst
Alþjóðasamningar um kostnaðarþátttöku í póstsendingum eru Íslandspósti og ríkisjóði dýrir.
24. september 2018
Úr mestu hækkun í heimi í snögga kólnun
Verulega hefur hægt á verðhækkunum á húsnæði að undanförnu. Verðlækkun mældist í ágúst. Þrátt fyrir það vantar ennþá þúsundir íbúa inn á markað til að mæta framboði, einkum litlar og meðalstórar íbúðir.
23. september 2018
Lestur Fréttablaðsins í fyrsta sinn undir 40 prósent frá árinu 2001
Lestur allra dagblaða á Íslandi fer fallandi. Mest lesna blað landsins, Fréttablaðið, er nú með tæplega 40 prósent færri lesendur en það var með fyrir rúmum áratug.
22. september 2018
Þórðargleði
22. september 2018
Fermetrinn á 900 þúsund
Íbúðir á Hafnartorgi hafa selst hraðar en verktakinn reiknaði með.
22. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
21. september 2018
Fjölmiðlar sem skulda opinber gjöld fá ekki endurgreiðslur úr ríkissjóði
Kvaðir verða settar á fjölmiðla sem munu geta sótt um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þeir verða t.d. að vera með opinber gjöld í skilum og gagnsætt eignarhald. Metið verður hvað RÚV þarf að kosta þegar þjónustusamningur þess verður endurskoðaður árið 2019.
21. september 2018
„Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa er um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
21. september 2018
Aukið magn nýbygginga hefur komið inn á markaðinn að undanförnu.
Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta 51 milljón króna að meðaltali
Hlutfall nýbygginga í íbúðaviðskiptum nálgast það sem það var árið 2007. Hlutfallið er hæst í Mosfellsbæ en einungis sex prósent í Reykjavík.
21. september 2018
Landsvirkjun frumkvöðull í útgáfu grænna skuldabréfa
Fjallað er um grænar skuldabréfaútgáfur í nýjustu útgáfu Vísbendingar.
21. september 2018
Kúvending í smásölu
20. september 2018
Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða í sérstaka arðgreiðslu
Samtals hefur Landsbankinn greitt 131,7 milljarða króna í arð frá árinu 2013. Íslenska ríkið á bankann að nær öllu leyti.
20. september 2018
Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB.
BSRB vill að lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í „siðlausum fyrirtækjum“
BSRB fordæmir bónusgreiðslur og launakjör stjórnenda fyrirtækja sem séu ekki í neinum takti við raunveruleika venjulegs launafólks. Það vill að lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í fyrirtækjum sem greiði ofurlaun eða bónusa.
20. september 2018
Sagt vera útlit fyrir tap á árinu hjá Icelandair - Reiði hjá flugfreyjum
Flugfreyjum í hlutastarfi verður gert að velja á milli þess að vera í fullu starfi eða engu starfi.
20. september 2018
Ingibjörg Pálmadóttir er eigandi og forstjóri Torgs og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson kemur mikið að rekstrinum.
Reyna að selja Fréttablaðið
Eigendur Fréttablaðsins hafa leitað til Kviku banka til að kanna mögulegan áhuga kaupenda á Fréttablaðinu, mest lesna dagblaði landsins.
20. september 2018
Helga Jónsdóttir leysir Bjarna af hólmi hjá OR
„Nú tel ég að forsendur hafi skapast fyrir því hér hjá Orkuveitu Reykjavíkur að trúverðug og óháð úttekt verði gerð.“
19. september 2018
Leiguverð hækkar en húsnæðisverð lækkar
Fasteignaverð er nú tekið að lækka eftir skarpa hækkun á undanförnum árum.
19. september 2018
Segir ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti
Stjórnarformaður Fréttablaðsins sendir frá sér yfirlýsingu til að svara yfirlýsingu Guðmunar í Brimi, sem setur fréttir Fréttablaðsins í samhengi við störf stjórnarformannsins fyrir Vinnslustöðina sem Guðmundur hefur staðið í deilum við.
19. september 2018
„Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar“
Guðmundur Kristjánsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun. Samkeppniseftirlitið sendi einnig frá sér tilkynningu vegna málsins.
19. september 2018
Kínverjar bregðast við tollum Bandaríkjanna
Donald Trump Bandaríkjaforseti er búinn að koma á tollastríði við Kína sem hefur stigmagnast að undanförnu.
19. september 2018
Samkeppniseftirlitið gerir athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar
Vitnað er til bréfs Samkeppniseftirlitsins vegna viðskiptahátta Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns, í Fréttablaðinu í dag.
19. september 2018
Liggur ekki fyrir hversu miklu var komið undan í skattaskjól
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallaði um ýmis mál í Vísbendingu sem rædd voru 30. og 31. ágúst á ráðstefnu í Háskóla Íslands.
18. september 2018
Hægir verulega á hækkunum húsnæðisverðs
Hækkun á húsnæði er nú sáralítil. Verð á nýjum íbúðum er allt að 20 prósent hærra en á þeim eldri, og því má segja að verðið á nýjum íbúðum haldi lífi í hækkun verðsins þessi misserin.
18. september 2018
WOW air búið að ljúka skuldabréfaútboði – náðu 50 milljónum evra
Skuldabréfaútboði WOW air er lokið. 50 milljónir evra hafa þegar verið seldar úr skuldabréfaflokknum en til stendur að selja 10 milljónir evra í viðbót.
18. september 2018
FISK kaupir hlut Brims í Vinnslustöðinni
Brim hf., nú Útgerðarfélag Reykjavíkur, hefur tilkynnt um sölu á eignum upp á samtals um 21,7 milljarða króna, að undanförnu.
18. september 2018
Jökull ráðinn forstjóri PCC á Bakka
Nýr forstjóri hefur verið ráðinn yfir kísilmálmverksmiðjuna á Bakka í Norðurþingi. Síðari ofn verksmiðjunnar var gangsettur um síðustu mánaðamót.
18. september 2018
Samkeppniseftirlitið er ekki að neyða Haga til þess að loka Bónus á Hallveigarstíg
Eiríkur Ragnarsson leiðréttir misskilning um lokun Bónusverslunar og reynir að koma fólki í skilning um það sem Samkeppniseftirlitið gerir og hvers vegna.
18. september 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks ekki sammála stefnu ráðherra
Átök virðast í uppsiglingu milli ríkisstjórnarflokka um þá stefnu sem eigi að fara í heilbrigðismálum. Heilbrigðisráðherra vill auka opinberan rekstur en þingmenn Sjálfstæðisflokks tryggja einkarekstri hlutverk.
18. september 2018
Fjármálastjóri OR var áminntur vegna kynferðislegrar áreitni
Fjármálastjóri OR segir í tilkynningu að hann hafi farið í áfengismeðferð eftir atvikið.
17. september 2018
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar - Vill úttekt á vinnustaðamenningu
Forstjóri OR vill láta kanna ítarlega hvernig vinnustaðamenningin er á staðnum, en framkvæmdastjóri ON var á dögunum rekinn vegna óviðeigandi hegðunar.
17. september 2018
Útgefandi DV tapaði 43,6 milljónum – Skuldar eigandanum hundruð milljóna
Frjáls fjölmiðlum tók til starfa í september í fyrra og tapaði rúmlega tíu milljónum krónum á mánuði að meðaltali fram að áramótum. Félagið skuldar eiganda sínum 425 milljónir króna og hann skuldar ótilgreindum aðila sömu upphæð.
17. september 2018
Ætlar að selja tæplega helminginn í WOW air
Skúli Mogensen segir WOW air ætla að safna um 200 til 300 milljónum dollara, eða 22 til 33 milljörðum íslenskra króna, í nýtt hlutafé í hlutafjárútboði sem fyrirtækið ætlar að ráðast í á næstu tveimur árum.
17. september 2018
Forstjórar hafa hækkað um 398 þúsund – Afgreiðslufólk á kassa um 86 þúsund
Launahæsti starfshópurinn á Íslandi eru forstjórar. Heilarlaun þeirra eru 1.818 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Verðbréfasalar fylgja fast á hæla þeirra.
17. september 2018
Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Segir veiðigjald vera landsbyggðarskatt sem verði að lækka
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að þeir peningar sem fyrirtæki sveitarfélagsins greiða í veiðigjöld séu betur komnir þar en „í ríkishítinni.“
17. september 2018
Áhrif hrunsins mildari á Íslandi en í flestum öðrum ríkjum
Um þessar mundir eru 10 ár frá því Lehman Brothers bankinn féll með skelfilegum afleiðingum. Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar meðal annars um áhrif hrunsins á Íslandi í nýjustu grein sinni í Vísbendingu.
15. september 2018
Isavia veitir ekki upplýsingar um vanskil flugfélaga eða tekjur vegna þeirra
Isavia greinir ekki frá því hvernig tekjur félagsins skiptast eftir viðskiptavinum né hvort, og þá hversu mikil, vanskil séu til staðar á lendingargjöldum. Uppbygging Keflavíkurflugvallar er unnin út frá ýmsum sviðsmyndum.
15. september 2018
Morgunblaðið: WOW air skuldar Isavia milljarða
WOW air skuldar Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld samkvæmt Morgunblaðinu. Af þeirri skuld er um helm­ing­ur­inn nú þegar gjald­fall­inn.
15. september 2018
WOW air búið að ná lágmarki skuldabréfaútboðs
Skuldabréfaútboðinu lýkur 18. september.
14. september 2018
Norsk Hydro hættir við kaupin á álverinu í Straumsvík
Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup á álverinu í Straumsvík. Frá þessu er greint á heimasíðu Norsk Hydro en fyrirtækið gerði í febrúar skuldbinandi til­boð um að kaupa álverið af núver­andi eig­anda þess, Rio Tinto.
14. september 2018
Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða.
Fossar markaðir fá kauphallaraðild að Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi
Fossar markaðir er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti.
14. september 2018
Krónan styrkist og Icelandair lækkar
Svo virðist sem fjárfestar geri ráð fyrir að WOW Air muni tryggja sér lágmarksupphæð sem þarf til að tryggja fjárhag félagsins.
14. september 2018
Bakkavararbræður í 197 sæti yfir ríkustu menn Bretlands – Metnir á rúmlega 100 milljarða
Eignir Ágústar og Lýðs Guðmundssona jukust um tæplega 80 milljarða króna á árinu 2017, eftir að Bakkavör var skráð á markað. Þeir keyptu stóra hluti í félaginu af íslenskum lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum á mun lægra verði.
14. september 2018
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á Ögurvík á 12,3 milljarða
Stjórn HB Granda, eina skráða sjávarútvegsfyrirtækis landsins, hefur samþykkt að kaupa Ögurvík af Brim. Eigandi Brim, og þar með seljandi Ögurvíkur, er stærsti eigandi og forstjóri HB Granda.
14. september 2018
Gert ráð fyrir að skuldabréfaútboði WOW air ljúki í dag
Búast má við því að skuldabréfaútboði WOW air ljúki í dag en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra, samkvæmt Fréttablaðinu í dag.
14. september 2018
Bjarni Már Júlíusson.
Bjarni Már Júlíusson lætur af störfum hjá ON
Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar hefur látið af störfum vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart samstarfsfólki.
13. september 2018
Skúli segist sjálfsöruggur í tölvupósti til starfsmanna
Skúli Mogensen forstjóri WOW air sendi tölvupóst á alla starfsmenn fyrirtækisins eftir hádegi í dag þar sem hann segir að skuldabréfaútboði flugfélagsins miði vel áfram.
13. september 2018
Verslun Apple í New York.
Apple kynnir þrjá nýja síma og endurhannað Apple Watch
Gunnlaugur Reynir Sverrisson umsjónarmaður Tæknivarpsins fer yfir það helsta sem kom fram á kynningu Apple í gær.
13. september 2018
Fellibylurinn Flórens sækir í sig veðrið
Yfirvöld í Bandaríkin undirbúa sig nú undir fellibylinn Flórens. Tæplega tvær milljónir manna hafa þegar flúið heimili sín.
13. september 2018
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti tillögurnar í dag.
400 milljónir á ári í að styrkja fjölmiðla – Umsvif RÚV takmörkuð
Stjórnvöld ætla í fyrsta sinn að styrkja einkarekna fjölmiðla, t.d. með endurgreiðslum á kostnaði við vinnslu fréttatengds efnis. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og tekjur miðilsins dragast saman um 560 milljónir.
12. september 2018
Starfskjör forstjóra N1 munu taka mið af launadreifingu innan félagsins
N1, sem brátt mun breyta nafni sínu í Festi, hefur lagt fram nýja starfskjarastefnu. Starfskjör forstjóra eiga meðal annars að taka mið af launadreifingu innan félagsins.
12. september 2018
Leifsstöð
Rekstrarafkoma Isavia batnaði um 9 prósent milli ára
Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2018 var jákvæð um 2.186 milljónir króna og jókst um 9 prósent á milli ára.
12. september 2018
Hvað mun Apple kynna í dag?
Atli Stefán Yngvason, einn ráðenda Tæknivarpsins, fer yfir þær nýju vörur sem búast má við að Apple kynni til leiks á kynningu sinni síðar í dag, og þær sem ólíklegra er að líti dagsins ljós.
12. september 2018
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi HB Grandi og settist nýverið sjálfur í forstjórastól félagsins.
Vilja að utanaðkomandi aðilar meti virði Ögurvíkur
HB Grandi hefur gert samkomulag um að kaupa félagið Ögurvík af stærsta eiganda sínum og forstjóra, Guðmundi Kristjánssyni, á 12,3 milljarða króna. Stjórn og hluthafafundur eiga eftir að samþykkja kaupin.
12. september 2018
WOW Air biðlar til bankanna
Stjórn WOW Air fundaði í gær. Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri, reyndi nú til þrautar að tryggja félaginu nægilegt fjármagn til áframhaldandi starfsemi.
12. september 2018
Besta aðhaldið er gagnsæi í krónuveröldinni
11. september 2018
Samkeppniseftirlitið heimilar kaup á Olís með skilyrðum
Félagið Hagar þarf að selja eignir, meðal annars verslanir og bensínstöðvar, til að uppfylla skilyrði Samkeppniseftirlitsins.
11. september 2018
Seðlabankinn greip inn í á gjaldeyrismarkaði og veiking gekk til baka
Gengi krónunnar gagnvart helstu myntum hafði veikst hratt í dag.
11. september 2018
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Hlutabréf í Icelandair rjúka upp – Ástæðan er óvissan um framtíð WOW air
Hlutabréf í nær öllum félögum í íslensku kauphöllinni hafa fallið í verði það sem af er degi. Helsta undantekningin þar er Icelandair sem hefur rokið upp. Talið að ástæðan sé yfirvofandi tíðindi af stöðu WOW air.
11. september 2018
Héraðsdómur vísar frá CLN-máli Kaupþingsmanna
CLN-málið, sem snýst um meint stórfelld umboðssvik upp á 72 milljarða króna út úr Kaupþingi, hefur verið vísað frá. Greiðslur frá Deutche Bank til KAupþings breyttu málinu.
11. september 2018
Loðdýrabændur vilja aðstoð ríkisins
Fallandi verð á skinnum á heimsmörkuðum kemur illa við loðdýrarækt á Íslandi.
11. september 2018
Krónan heldur áfram að veikjast
Gengi krónunnar gagnvart helstu myntum hefur veikst nokkuð að undanförnu.
10. september 2018
Hvítbók um fjármálakerfið frestast fram í nóvember
Starfshópur sem vinnur að hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi mun ekki skila niðurstöðu sinni fyrr en í nóvember. Í skipunarbréfi var gert ráð fyrir skilum fyrir 15. maí síðastliðinn með skýrslu til fjármálaráðherra.
10. september 2018
Verulega umfangsmikil viðskipti með Ögurvík
Eina sjávarútvegsfyrirtækið sem skráð er á markað boðar mikinn vöxt, með kaupum á Ögurvík af Brimi, sem forstjóri HB Granda á að stærstum hluta.
10. september 2018
Björgvin Ingi Ólafsson
Straumlínustýrð gagnagnótt fjórðu iðnbyltingarinnar
10. september 2018
Einsleitnin
Í búðarglugga við Læderstræde, einni elstu götu Kaupmannahafnar, fast við Strikið, standa þrjár berstrípaðar gínur. Pappír hefur verið límdur innan á rúður annarra glugga verslunarinnar. LOKAÐ, stendur á dyrunum. Kauptu mig, stendur á þarnæsta húsi.
9. september 2018
Viðskiptastríð Trumps við Kínverja rétt að byrja
Greint var frá því í dag að Donald Trump vilji herða enn frekar á tollum gagnvart innfluttum vörum frá Kína.
8. september 2018
WOW Air þarf að standast ströng álagspróf
Í greiningu Pareto vegna skuldabréfaútgáfu WOW Air kemur fram að flugfélagið muni þurfa að standast regluleg álagspróf á eiginfjárhlutfalli.
8. september 2018
Vaðlaheiðargöng opna fyrir umferð 1. desember
Mikill jarðhiti gerði verktaka lífið leitt og vatnselgur sömuleiðis. Upphaflega átti að afhenda göngin 2016, en nú sér loks fyrir endann á Vaðlaheiðargöngum.
7. september 2018
HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða króna
Brim, stærsti eigandi HB Granda, er eigandi Ögurvíkur.
7. september 2018
Útflutningur jókst um 5,5 prósent í fyrra.
Hagvöxtur var hærri í fyrra en áður var áætlað
Hagstofan segir að hagvöxtur á Íslandi í fyrra hafi verið fjögur prósent, ekki 3,6 prósent líkt og áður hafði verið gefið út. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2018 mældist hagvöxtur 6,4 prósent.
7. september 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Þriðji orkupakkinn – Illa kreist tannkremstúpa
7. september 2018
Rússíbanareið Guðmundar
Útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson er sá einstaklingur sem er með mest undir, þegar kemur að skuldum við íslensku ríkisbankana, Landsbankann og Íslandsbanka. Óhætt er að segja að undanfarinn áratugur hafi verið rússíbanareið hjá Guðmundi.
7. september 2018
Bókunarsíðurnar að taka of mikið til sín
Forstjóri Bláa lónsins segir bókunarsíður í ferðaþjónustu taka til sín mikið fjármagn sem annars færi í rekstur fyrirtækjanna.
7. september 2018
Hvernig mun gervigreind hafa áhrif á konur á vinnumarkaði?
Fjallað erum áhrifin af aukinni gervigreind í atvinnulífinu í nýjustu útgáfu Vísbendingar.
6. september 2018
Ísexit
6. september 2018
Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP.
Kóreskt fyrirtæki kaupir CCP á 46 milljarða
Stærsti tölvuleikjaframleiðandi Íslands hefur verið seldur. Starfseminni verður haldið áfram í sjálfstæðri einingu og stúdíó CCP í Reykjavík verður áfram starfrækt.
6. september 2018
Krefst þess að fá rekstrarsamning Frjálsa og Arion banka
Hróbjartur Jónatansson hrl. hefur gert kröfu um það að fá afhendan samning um rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins og einnig fundargerðir.
6. september 2018
Borgar Þór Einarsson, Friðjón R. Friðjónsson, Björgólfur Jóhannsson og Jens Garðar Helgason eru allir komnir í stjórn Íslandsstofu.
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra skipaður í stjórn Íslandsstofu
Ný stjórn Íslandsstofu hefur verið skipuð. Fyrrverandi forstjóri Icelandair er nýr stjórnarformaður og annar eigandi KOM tekur einnig sæti í stjórninni. Nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn á næstunni.
5. september 2018
Skattrannsóknarstjóri fær ekki upplýsingar um eigendur Dekhill Advisors
Embætti skattrannsóknarstjóra telur sig hafa „trúverðugar vísbendingar“ um hver sé eigandi aflandsfélagsins Dekhill Advisors, sem fékk milljarða króna til sín í fléttu þegar Búnaðarbankinn var seldur fyrir rúmum 15 árum.
5. september 2018
Rafmyntaþjónusta undir eftirliti
FME er nú farið að skrá fyrirtæki á sviði rafmynta.
5. september 2018
Söluhagnaður Hreggviðs 1,7 milljarðar
Hreggviður ávaxtaði fé sitt vel með kaupum á hlutafé í Festi.
5. september 2018
Línur skýrast hjá WOW Air í vikunni
Flugfélag Skúla Mogensen leitar fjármagns með liðsinni norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities.
4. september 2018
Amazon komið með verðmiða upp á 109 þúsund milljarða
Tækni- og smásölurisinn Amazon varð fyrr í dag annað fyrirtækið sem nær verðmiða upp á þúsund milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 109 þúsund milljörðum króna.
4. september 2018
Jón Björnsson hættur sem forstjóri Festar
Jón Björnsson er hættur sem forstjóri Festar. Samkeppniseftirlitið samþykkti í lok júlí kaup N1 á öllu hlutafé Festi hf. For­stjóri sam­einaðs fé­lags N1 og Fest­ar verður Eggert Þór Kristó­fers­son sem nú er forstjóri N1.
4. september 2018
Kaupþing féll í október 2008. En félag utan um eftirstandandi eignir bankans er enn starfandi.
Launakostnaður Kaupþings jókst um milljarð en starfsfólki fækkaði
Alls fengu starfsmenn Kaupþings um yfir 2,6 milljarða króna í laun og launatengd gjöld í fyrra. Í árslok störfuðu 19 manns hjá félaginu.
4. september 2018
Kalifornía setur skyldu á skráð félög að vera með konu í stjórn
Kaliforníuríki hefur ákveðið að skylda öll skráð félög, sem eru með höfuðstöðvar í ríkinu, til að vera með minnsta eina konu í stjórn. Konur verða svo að verða 40 prósent stjórnarmanna
4. september 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 100 milljarða á sjö árum
Samherji hagnaðist um 14,4 milljarða króna í fyrra. Samstæðunni var skipt upp í innlenda og erlenda starfsemi í fyrrahaust. Félagið utan um erlendu starfsemina keypti fjórðungshlut í Eimskip í sumar.
3. september 2018
Stefán Einar ráðinn fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu
Uppsagnir voru á Morgunblaðinu nú um mánaðamótin. Nýr fréttastjóri viðskipta hefur verið ráðinn. Mikið tap var á rekstri blaðsins í fyrra.
1. september 2018
Viðræðum Bandaríkjanna og Kanada lauk án niðurstöðu
Ekki tókst að ná samningi milli Bandaríkjanna og Kanada.
1. september 2018
Vöruskiptahallinn 96,4 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins
Þrátt fyrir mikinn halla þá dregur úr honum milli ára.
31. ágúst 2018
Verðlagsnefnd búvara hækkar heildsöluverð á smjöri um 15 prósent
Vegin meðaltalshækkun er 5,3 prósent, heilt yfir.
31. ágúst 2018
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Vilja að ársreikningar séu allir líka á íslensku
Frumvarp hefur verið lagt fram til samráðs sem felur í sér að þau íslensku fyrirtæki sem skila ársreikningum á ensku skuli láta þýða þá á íslensku. Mikilvægt sé að upplýsingar séu „á tungumáli sem meginþorri þjóðarinnar skilur.“
31. ágúst 2018
Íslandspóstur tapaði 161 milljón á fyrstu sex mánuðum ársins
Bréfasendingum á Íslandi fækkaði um 12 prósent milli ára. Ófjármagnaður kostnaður Íslandspósts við framkvæmd alþjónustu er áætlaður um 700 milljónir króna í ár. Unnið er að því í samstarfi við stjórnvöld að tryggja fjármögnun.
31. ágúst 2018
Erfiður vetur framundan hjá flugfélögunum
Vonir standa til þess að WOW air ljúki fjármögnun í dag eða á allra næstu dögum. Icelandair glímir við erfiðan grunnrekstur og íþyngjandi fjárhagsskilyrði í lánasamningum. Útlit er fyrir áframhaldandi krefjandi aðstæður.
31. ágúst 2018
Stál í stál – Upphafsstaðan
30. ágúst 2018
Mikið tap á rekstri Morgunblaðsins á síðasta ári
Í ársreikningi eins stærsta eiganda Morgunblaðsins er að finna hlutdeild hans í tapi útgáfufélags fjölmiðilsins á síðasta ári. Umræddur eigandi á 16,45 prósent í Árvakri og hlutdeild hans í tapi félagsins var 43,9 milljónir króna.
30. ágúst 2018
„Óviðunandi tap“ HB Granda
Forstjórinn segir sterkt gengi krónunnar og hækkandi kostnað ráða miklu um ekki nægilega góða afkomu.
30. ágúst 2018
Almenna leigufélagið hagnaðist um 401 milljón á hálfu ári
Framkvæmdastjóri eins stærsta almenna leigufélags landsins segir að félagið finni mikinn meðbyr og ánægju meðal viðskiptavina sinna.
29. ágúst 2018
Benedikt tekur sæti í stjórn Arion banka
Benedikt Gíslason vann áður fyrir stjórnvöld að áætlun um afnám hafta en mun nú taka sæti, meðal annars í umboði vogunarsjóðs, í stjórn Arion banka.
29. ágúst 2018
Afkoma Icelandair á hættulegum slóðum
Versnandi afkoma íslenskra flugfélaga er mikið áhyggjumál fyrir efnahagslífið. Forstjórinn axlaði ábyrgð, en krefjandi tímar eru framundan hjá Icelandair.
28. ágúst 2018
Þórir Garðarsson
Hvað skýrir þessa tregðu?
28. ágúst 2018
Toyota fjárfestir í Uber
Japanski bílaframleiðandinn Toyota mun fjárfesta fyrir 500 milljónir Bandaríkjadollara í Uber og stefna fyrirtækin á að þróa sjálfkeyrandi bíla.
28. ágúst 2018
Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Hlutabréf í Icelandair hrynja í verði – Markaðsvirðið ekki lægra í sex ár
Hlutabréfamarkaðurinn brást hart við nýrri afkomuviðvörun frá Icelandair og uppsögn forstjóra félagsins. Það sem af er degi hefur gengi Icelandair lækkað um á annað tug prósenta.
28. ágúst 2018
Björgvin Ingi Ólafsson
Ekki líva leikinn
28. ágúst 2018
Almannahagsmunir í húfi
27. ágúst 2018
Bensínverð hækkað um ellefu prósent á árinu
Verð á eldsneyti á Íslandi er í hæstu hæðum um þessar mundir. Hækkunarhrinan náði hámarki í júní og verðið hefur ekki verið hærra en það var þá í rúm þrjú ár.
27. ágúst 2018
Segir stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum vera „harðlínu sósíalisma“
Formaður Miðflokksins kallar forgangsröðun stjórnvalda í heilbrigðismálum sósíalisma og segir að marxísk endurskipulagning eigi sér stað. Þar vísar hann til þess að heilbrigðisráðherra hefur ekki viljað gera samninga við einkarekin heilbrigðisfyrirtæki.
27. ágúst 2018
Einstaklingar sem búa í Garðabæ og á Seltjarnanesi hafa mun hærri tekjur af fjármagni en í höfuðborginni.
Mestar fjármagnstekjur á hvern íbúa í Garðabæ og á Seltjarnarnesi
Þegar skipting fjármagnstekna milli íbúa stærstu sveitarfélaga landsins er skoðuð kemur í ljós að tvö skera sig úr. Meðaltal fjármagnstekna á hvern íbúa var 132 prósent hærra á Seltjarnarnesi en í Reykjavík.
27. ágúst 2018
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum í maí
Heimavellir ætla að klára endurfjármögnun á næstu mánuðum
Arion banki undirbýr útgáfu skuldabréfa fyrir Heimavelli sem stefnt er að bjóða fjárfestum í október. Takist Heimavöllum að endurfjármagna milljarða skuldir við Íbúðalánasjóð þá getur félagið greitt hluthöfum sínum arð.
26. ágúst 2018
Upplýsingar um Icelandair fjarlægðar úr kynningu WOW Air
Samanburðarupplýsingar milli WOW Air og Icelandair, sem voru í fjárfestakynningu fyrrnefnda félagsins, hafa verið fjarlægðar úr henni þar sem þær voru ekki réttar.
26. ágúst 2018
10 staðreyndir um inn- og útflutning á vörum til og frá Íslandi
Vöruviðskipti voru óhagstæð um 176,5 milljarða árið 2017. Kjarninn tók saman nokkrar staðreyndir um inn- og útflutning Íslendinga.
26. ágúst 2018
Greiða sexfalt fyrir umsókn um ESTA-ferðaheimild
Margir hafa lent í því undanfarið að greiða margfalt verð fyrir svokallaðar ESTA-umsóknir sem sækja þarf um fyrir dvöl í Bandaríkjunum. Sendiráðið hvetur fólk til að sækja um leyfið á opinberum síðum bandarískra stjórnvalda.
26. ágúst 2018
Kanna þyrfti hvort hagræðing í bankakerfi gæti bætt kjör til almennings
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, fjallar ítarlega um stöðu efnahagsmála og segir hugsanlegt að hagræðing í bankakerfinu gæti stuðlað að betri kjörum til neytenda.
25. ágúst 2018
Fimm ár
24. ágúst 2018
Hættuástand: Of stór til að falla
Íslensku flugfélögin tvö, WOW air og Icelandair, eru of stór til að falla. Stjórnvöld hafa fylgst náið með stöðu þeirra, sérstaklega WOW air mánuðum saman, þótt það hafi ekki farið hátt. WOW air reynir nú að fá allt að 12 milljarða króna að láni.
24. ágúst 2018
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Þrotabú United Silicon stefnir Magnúsi Garðarssyni öðru sinni
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er grunaður um að hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um yfir 600 milljóna króna fjárdrátt.
23. ágúst 2018
Ármann Þorvaldsson.
„Föst laun eru mun hærri en æskilegt getur talist“
Forstjóri Kviku, Ármann Þorvaldsson, segir að íslenskar reglur um kaupauka séu mun strangari en í flestum Evrópulöndum og takmarki möguleika bankans til að aðlaga launakostnað að rekstrarárangri.
23. ágúst 2018
Kjarnafæði og Norðlenska hefja samrunaviðræður
Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um að hefja viðræður um samruna félaganna.
23. ágúst 2018
Menntun foreldra ræður minna um menntun barna en á hinum Norðurlöndunum
Nýleg rannsókn á menntun Íslendinga sýnir að gott aðgengi að menntastofnunum skiptir sköpum fyrir íslenskt samfélag og möguleika fólks.
23. ágúst 2018
Landsbankinn vill matsmenn til að leggja mat á ársreikning Borgunar
Mál sem Landsbankinn höfðaði gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og þeim sem keyptu hlut bankans í því haustið 2014 var tekið fyrir í apríl. Bankinn vill enn ekki afhenda stefnuna í málinu né framlagðar greinargerðir.
22. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
21. ágúst 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
21. ágúst 2018
Ferðaþjónusta gæti „orðið fyrir áfalli“ vegna vaxandi samkeppni og kostnaðar
Gylfi Zoega telur blikur á lofti í ferðaþjónustu vegna mikillar samkeppni og mikils rekstrarkostnaðar.
20. ágúst 2018
Miklar eignir almennings í hlutabréfum
Frá hruni, fyrir tæpum áratug, hafa eignir almennings í fyrirtækjum vaxið hratt og gefið mikið af sér í ríkissjóð.
18. ágúst 2018
Hagnaður Landsvirkjunar tæpir 6 milljarðar á sex mánuðum
Landsvirkjun er með meira en 200 milljarða í eigin fé.
17. ágúst 2018
Tekur við keflinu á „stærsta skemmtistað í heimi“
Nýr forstjóri Nova segir spennandi tíma framundan hjá Nova. Fráfarandi forstjóri; Liv Bergþórsdóttir, hefur stýrt félaginu um árabil. Efnahagur félagsins er traustur, en hagnaður jókst í fyrra frá árinu 2016 um tæplega 20 prósent.
17. ágúst 2018
Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir nýr forstjóri Nova
Stjórn Nova hefur ráðið Margréti B. Tryggvadóttur í starf forstjóra félagsins en hún var áður aðstoðarforstjóri fyrirtækisins.
17. ágúst 2018
Baldur Thorlacius
Góður gangur íslensks hlutabréfamarkaðar
17. ágúst 2018
Grænar tölur hækkunar í kauphöllinni
Gengi bréfa í Kauphöll Íslands hefur einkennst af miklum hækkunum í dag. Marel heldur áfram að kaupa eigin bréf.
16. ágúst 2018
Vopnuð hugvitinu
16. ágúst 2018
Þrátt fyrir að Kaupþing banki hafi farið á hausinn fyrir tæpum áratug þá er enn verið að vinna úr eignum hans.
Kaupþing upplýsir ekki um hvort milljarðabónusar hafi verið greiddir út
Um 20 starfsmenn Kaupþings gátu fengið allt að 1,5 milljarð króna í bónusgreiðslur ef tækist að hámarka virði óseldra eigna félagsins. Greiða átti bónusanna út í apríl síðastliðnum. Félagið vill ekki staðfesta hvort það hafi verið gert.
16. ágúst 2018
Telja Marel undirverðlagt um 82 milljarða
Greinendur Capacent telja verðmiðann á Marel vera langt yfir því sem hann er á markaði.
15. ágúst 2018
Höfuðstöðvar Marels.
Marel kaupir fyrir 1,8 milljarða í eigin bréfum
Marel keypti eigin bréf í fyrirtækinu fyrir tæpa tvo milljarða króna í dag.
15. ágúst 2018
Stóra plan Skúla á að skila WOW Air í fyrsta sætið
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram.
15. ágúst 2018
Costa íhugar opnun á Íslandi
Næst stærsta kaffihúsakeðja heims leitar nú að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur fyrir fyrirhugaða starfsemi sína.
15. ágúst 2018
WOW Air reynir að ná sér í meira fjármagn
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vitnað til fjárfestakynningar.
15. ágúst 2018
Fjárfestar eru óvissir um framtíðarvirði Bitcoin og Ether.
Rafmyntir hrynja í verði
Rafmyntirnar Bitcoin og Ether hafa hrunið í verði á undanförnum mánuðum, en fjárfestar eru óvissir um framtíð gjaldmiðlanna og tækninnar sem liggur að baki henni.
14. ágúst 2018
Með lækkun á hlutafé Eimskipa hefur eignarhlutdeild Gildis í Eimskipum komist yfir tíu prósent
Gildi kominn með yfir 10 prósent í Eimskipum
Eignarhlutur lífeyrissjóðsins Gildis í Eimskipum fór yfir tíu prósent nú á dögunum.
14. ágúst 2018
Verðbólgan verði áfram lítið eitt yfir markmiðinu
Verðbólgumarkmiðið er 2,5 prósent.
14. ágúst 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Skuldir ríkisins lækkað um 88 milljarða á einu ári
Sala á hlut íslenska ríkisins í Arion banka skipti miklu máli og fór í að lækka skuldir.
14. ágúst 2018
Trump beinir spjótunum að Harley Davidson
Mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidson er það fyrirtæki sem Donald Trump hefur nú beint spjótunum að á Twitter.
13. ágúst 2018
Höfuðstöðvar WOW air í Borgartúni
Hlutafé WOW aukið um 51 prósent
Hlutafé í flugfélaginu WOW air var aukið um rúman helming á síðasta ársfjórðungi, með framlögum frá eiganda og forstjóra fyrirtækisins, Skúla Mogensen.
13. ágúst 2018
Velta bókaútgáfu dregst enn saman
Áframhaldandi samdráttur er í bóksölu en velta bókaútgáfu hefur dregist saman um 36% síðustu tíu ár. Samdrátturinn var 5% í fyrra og virðist þróunin ætla að halda þannig áfram.
13. ágúst 2018
Leitin að nýjum jafnvægispunkti
10. ágúst 2018
Lykillinn er fyrsta starfið
Fjallað er um þróun mannauðs og gervigreind í nýjustu útgáfu Vísbendingar.
10. ágúst 2018
Bandarískir ferðamenn haldi lífi í vextinum í ferðaþjónustu
Fækkun er á komu ferðamanna frá mikilvægum markaðssvæðum Íslands í Evrópu.
9. ágúst 2018
Búist var við minni umsvifum lífeyrissjóðanna í Kauphöllinni.
Lífeyrissjóðir bættu við sig í Kauphöllinni í júní
Eignir lífeyrissjóða í íslenskum kauphallarfyrirtækjum jukust í júní, en búist er við öfugri þróun fyrir júlímánuð.
8. ágúst 2018
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Farþegum Icelandair fækkar um 5 prósent
Fjöldi farþega Icelandair og sætanýting félagsins minnkaði milli júlímánaða, þrátt fyrir að sætaframboð hafi minnkað að sama skapi. Icelandair segir ástæðuna vera minni ásókn í nýjum ferðum til N-Ameríku og yfir Atlantshafið.
8. ágúst 2018
Mývatn
Heildarvelta Jarðbaðanna við Mývatn jókst um rúm 13%
Heildarvelta Jarðbaðanna við Mývatn í fyrra var 821 milljón króna og jókst um rúm 13 prósent frá fyrra ári þegar veltan nam 725 milljónum króna.
8. ágúst 2018
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín: Það er ekki sanngjarnt að almenningur sitji uppi með krónuna
Formaður Viðreisnar segir að hugrekki þurfi til að gera breytingar á gjaldmiðlamálum.
7. ágúst 2018
Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Ríkissaksóknari skoðar mál Danske bank
Mál Danske bank um meint peningaþvætti í Eistlandi er komið upp á borð ríkissaksóknara Danmerkur í efnahagsmálum.
7. ágúst 2018
Þrátt fyrir allt þokast atvinnumálin í rétta átt
Á undanförnum áratug hefur mikið endurreisnarstarf átt sér stað í alþjóðahagkerfinu. Þó skandalar, deilur og yfirlýsingagleði stjórnmálamanna steli fyrirsögnum, þá hefur efnahagsþróun verið jákvæð víða í heiminum á undanförnum árum.
6. ágúst 2018
Líklega verður nóg af bankabréfum í boði
Þolinmóðir fjárfestar sem vilja fjárfesta í íslenskum bönkum gæti staðið fyrir margvíslegum möguleikum á næstu árum.
6. ágúst 2018
Tilvistarkreppa markaðarins
Hvað gerist þegar lífeyrissjóðir fara að verða umsvifaminni á íslenskum verðbréfamarkaði?
4. ágúst 2018
Verðmætasta fyrirtæki heims með fulla vasa fjár
Velgengni Apple á undanförnum 10 árum hefur verið ævintýri líkust.
3. ágúst 2018
Stjórn Arion banka mun leggja fram tillögu um 10 milljarða arðgreiðslu
Mikið eigið fé er hjá Arion banka, í alþjóðlegum samanburði.
2. ágúst 2018
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Hagnaður Arion helmingast
Hagnaður samstæðu Arion banka dróst saman um meira en helming á síðasta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Bankinn gaf einnig til kynna að hann muni reyna að selja kísilverið í Helguvik seinna í ár.
2. ágúst 2018
Verðmiðinn á Icelandair hefur lækkað um 150 milljarða
Á innan við mánuði hefur markaðsvirði Icelandair lækkað um 38 prósent. Titringur er á mörkuðum vegna stöðu flugfélagana.
2. ágúst 2018
Forstjóri fyrirtækisins telur 7,8 milljarða kaup fyrirtækisins á Solo Seafood gera því kleift á að vera á aðalmarkaði
Iceland Seafood stefnir á aðalmarkað
Fyrirtækið Iceland Seafood hyggst kanna möguleikann á skráningu á aðalmarkað Kauphallarinnar. Forstjóri fyrirtækisins segir nýlega stækkun þess gefa því möguleika á að eiga heima þar.
2. ágúst 2018
Spennan magnast vegna tollastríðs Trumps
Evrópu- og Asíuríki ætla að stilla saman strengi til að bregðast við tollastefnu Trumps.
1. ágúst 2018
Metnaðarfull markmið um að ná viðunandi arðsemi í bankarekstri
Fjallað er ítarlega um skráningu Arion banka, dreifingu í eignarhaldi bankans og stöðuna á hlutabréfamarkaði, í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á föstudaginn.
1. ágúst 2018
Icelandair hrynur í verði
Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um rúm 10 prósent í Kauphölllinni það sem af er degi, eftir upplýsingar um 2,7 milljarða króna tap félagsins á þessum ársfjórðungi.
1. ágúst 2018
Bréf í Högum og N1 rjúka upp eftir yfirtökuna
Virði hlutabréfa N1 og Haga hækkuðu ört fyrir hádegi í dag eftir að kaup olíufyrirtækisins á smásölufyrirtækinu Festi voru heimiluð af Samkeppniseftirlitinu í gærkvöldi.
31. júlí 2018
Verðmiðinn á Icelandair kominn langt undir eigið féð
Verðmiðinn á Icelandair hefur hrapað að undanförnu.
31. júlí 2018
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1
Yfirtaka N1 á Festi heimiluð
Fyrsti samruni olíufyrirtækis og smásölufyrirtækis eftir opnun Costco hefur verið samþykktur. Búist er við niðurstöðu úr öðrum slíkum samruna á næstu dögum.
31. júlí 2018
Gera ráð fyrir mannmergð í ÁTVR fyrir verslunarmannahelgi
Í fyrra seldust um 767 þúsund lítrar af áfengi og um 137 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar vikuna fyrir verslunarmannahelgi.
30. júlí 2018
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook.
Bresk þingnefnd hvetur til refsinga gegn samfélagsmiðlum
Nefnd breska fjölmiðlaráðuneytisins um aðgerðir gegn falsfréttum mældi með harðri löggjöf gegn samfélagsmiðlum.
30. júlí 2018
Lögsóknir á hendur Zuckerberg - Virði Facebook hrynur
Hluthafar eru ósáttir við gang mála hjá Facebook.
28. júlí 2018
Stjórnvöld vinna að viðbragðsáætlun vegna mögulegs vanda fyrirtækja
Unnið er að viðbragðsáætlun vegna mögulegra áfalla mikilvægra atvinnufyrirtækja á Íslandi. Þar undir heyra flug­fé­lög en miklar svipt­ingar hafa orðið að und­an­förnu í rekstri íslensku flug­fé­lag­anna, Icelandair og WOW Air.
27. júlí 2018
Gengi bréfa Twitter hrynur
Samfélagsmiðlaveldi hafa hrunið í verði undanfarna daga.
27. júlí 2018
Kauphöll Íslands á Suðurlandsbraut.
Velta Kauphallarinnar gæti minnkað vegna minni umsvifa lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir ætla flestir að auka við erlendar fjárfestingar sínar í ár. Við það gæti heildarvelta Kauphallarinnar minnkað, en hún hefur lækkað um þriðjung milli júnímánaða 2017 og 2018.
27. júlí 2018
Amazon sýnir meiri hagnað með færri ráðningum
Vöxtur tækni- og smásölurisans Amazon hefur verið með ólíkindum en starfsmönnum fyrirtækisins fjölgaði um 225 þúsund í fyrra.
27. júlí 2018
Pittsburgh í Pennsylvaníu
BA veitir WOW samkeppni um Pittsburgh
Flugfélagið British Airways hefur hafið reglulegt Evrópuflug til og frá Pittsburgh í Bandaríkjunum. Með því missir WOW air stöðu sína sem eina reglulega Evrópuflug til og frá borginni.
27. júlí 2018
Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti
Hagnaður Landsbankans dregst saman
Landsbankinn skilaði 11,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins og er hann 9% lægri en hagnaður fyrri hluta ársins 2017. Helstu ástæður minkunarinnar eru slæmt gengi á hlutabréfamarkaði og launahækkanir starfsmanna bankans.
27. júlí 2018
Áskrifendum Spotify fjölgar hratt
Tónlistarstreymisveitan Spotify hefur bætt við sig 10 prósentum í notendafjölda á síðasta ársfjórðungi. Áskrifendur eru nú yfir 83 milljónir og hefur fjölgað um rúmlega 8 milljónir frá því í mars til enda júní.
26. júlí 2018
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook.
Facebook minnkar um 4,5-falda landsframleiðslu Íslands
Markaðsvirði samfélagsmiðlafyrirtækisins hefur hríðfallið fyrsta daginn eftir afkomuviðvörun félagsins og er jafnt landsframleiðslu Íslands til margra ára.
26. júlí 2018
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar
Össur hagnast um 2,1 milljarð króna
Uppgjör Össurar fyrir annan ársfjórðungs skilaði miklum hagnaði sem jókst um helming frá því í sama tímabili og í fyrra. Vöxturinn er drifinn áfram af aukinni sölu dýrra nýsköpunarvara, sérstaklega í Kína og Ástralíu.
26. júlí 2018
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins
Er tollastríðinu lokið?
Miklar vonir eru bundnar við sameiginlega yfirlýsingu Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um frestun á frekari tollum og samvinnu í átt að lægri tollamúrum. Sérfræðingar vara þó við að tollastríðinu sé ekki enn lokið, þrátt fyrir fögur fyrirheit.
26. júlí 2018
Með kaupum á MAJA munu árstekjur Marel aukast um 30 milljónir evra.
Marel eykur hagnað og kaupir þýskt fyrirtæki
Hagnaður á öðrum ársfjórðungi Marels er 60% hærri en á sama tímabili. Samhliða ársfjórðungsuppgjöri sínu tilkynnti svo fyrirtækið fyrirhuguð kaup á þýska fyrirtækinu MAJA.
26. júlí 2018
Cecilia Malmström, viðskiptafulltrúi Evrópusambandsins
ESB tilbúið að leggja frekari tolla á Bandaríkin
Evrópusambandið hefur sett saman lista yfir bandarískar vörur sem það hyggst leggja toll á fari svo að Bandaríkin leggi toll á bílainnflutning. Tollar Evrópusambandsins myndu nema um 20 milljörðum Bandaríkjadala.
25. júlí 2018
Lægra hlutafé og kaup á eigin bréfum Eimskipa
Samþykkt var á hluthafafundi Eimskipa að hlutafé félagsins yrði lækkað auk þess sem stjórnin mætti kaupa eigin bréf upp að 18 milljónum að nafnvirði.
24. júlí 2018
Flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar Ryanair eru ekki sáttir með kjörin sín.
Verkföll skerða flugumferð um alla Evrópu
Verkföll meðal starfsmanna flugfélaga og flugumferðarstjóra hafa raskað flugumferð um alla Evrópu það sem af er ári. Hagsmunasamtök flugfélaga segja tjónið vera gríðarlegt, en meðal krafna verkalýðsfélaganna eru launuð veikindaleyfi.
24. júlí 2018
Dagblöð eru enn verðmætari en vefsíður í augum auglýsingafyrirtækja
Prentmiðlar fá mestu auglýsingatekjurnar
Prentmiðlar fá stærstu hlutdeild auglýsingatekna af öllum innlendum fjölmiðlum, þrátt fyrir að hlutdeild þeirra hafi lækkað allnokkuð á síðustu fjórum árum.
24. júlí 2018
Norska hagkerfið finnur fyrir viðskiptastríði Bandaríkjanna við Rússland, Evrópusambandið og Kína.
Tollastríðið lækkar olíuverð og norsku krónuna
Tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir þeirra hefur leitt til lægri verðs á hrávörum sem og veikingu gengis norsku krónunnar.
23. júlí 2018
Sumarútsölur ná að draga vísitöluna niður og halda henni óbreyttri milli mánaða.
Mikil hækkun á flugmiðum annan mánuðinn í röð
Flugfargjöld hækkuðu um 23% milli júní og júlí, í kjölfar 15,2% mánuðinn á undan. Samhliða verðlækkun á fötum og skóm hélst vísitalan þó nær óbreytt í júlí , en 12 mánaða verðbólga mælist í 2,7 prósentum.
23. júlí 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Vill auka tolla á kínverskar vörur en aflétta banni á rússneskt fyrirtæki
Bandaríkjastjórn viðraði í gær hugsanleg áform um að leggja tolla á allan kvínverskan innflutning annars vegar og aflétta viðskiptabanni við rússneskt álfyrirtæki hins vegar.
21. júlí 2018
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir of auðvelt að komast að því hvaða einstaklingar séu á bak við lögaðila í hluthafalistum Kauphallarinnar.
Kauphöllin bað ekki um álit Persónuverndar
Ekki var leitað til Persónuverndar þegar Kauphöllin ákvað að hætta við birtingu hluthafalista skráðra fyrirtækja, þrátt fyrir staðhæfingu Kauphallarinnar um að birtingin brjóti í bága við persónuverndarlög.
20. júlí 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja
Samherji keypti 25,3% í Eimskip
Systurfélag Samherja keypti öll bréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í gærkvöldi. Með því eignast félagið rúman fjórðungshlut í Eimskipum.
19. júlí 2018
Höfuðstöðvar Kauphallar Íslands
Kauphöllin hættir að birta hluthafalista
Kauphöll Íslands mun hætta að birta lista yfir 20 stærstu hluthafa skráðra fyrirtækja. Ástæðan er sögð vera innleiðing nýrra persónuverndarlaga.
19. júlí 2018
Sekt Evrópusambandsins á hendur Google er sú stærsta í sögu sambandsins
Google fær stærstu sekt í sögu ESB
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði tölvufyrirtækið Google um 4,34 milljarða evra, en það er stærsta sekt sem sambandið hefur gefið í nokkru samkeppnismáli.
18. júlí 2018
Stórfelld skattaundanskot í 57 Panamamálum
Alls hefur 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á gögnunum sem keypt voru með upplýsingum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Van­tald­ir und­an­dregn­ir skatt­stofn­ar nema alls um 15 millj­örðum króna.
18. júlí 2018
Varan KashMiner átti að framleiða Bitcoin-rafmynt fyrir notendur sína.
Kodak dregur úr Bitcoin-útrásinni sinni
Kodak hefur hætt við útleigu á bitcoin-námum eftir kynningu á þeim fyrr í ár. Leyfishafi Kodak mun þess í stað einbeita sér að vinnslu rafmynta á Íslandi.
17. júlí 2018
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku Isavia við bílastæði
Samkeppniseftirlitið hefur stöðvað gjaldtöku Isavia á ytri rútustæðum við Leifsstöð. Telur að Isavia hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með óhóflegri verðlagningu. Jafnframt mismuni það viðskiptavinum í verðlagningu og skilmálum.
17. júlí 2018
IKEA greiðir eigendum sínum hálfan milljarð í arð
Miklatorg hf., eigandi IKEA á Íslandi, hagnaðist um 982,5 milljónir króna á síðasta rekstarári og jókst hagnaðurinn um tæpar 224 milljónir frá fyrra ári.
17. júlí 2018
Larry Fink, framkvæmdastjóri eignastýringarfyrirtækisins BlackRock.
BlackRock íhugar rafmyntir
Stærsta eignarstýringarfyrirtæki heimsins hefur sett saman starfshóp til að kanna hugsanlegar fjárfestingar í blockchain-tækninni og rafmyntir sem byggðar eru á henni.
17. júlí 2018
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air
Segja spurningum enn ósvarað um WOW og Icelandair
Afkomutilkynningar Icelandair og WOW air vekja upp fjölmargar spurningar, samkvæmt nýrri frétt á vef Túrista.
16. júlí 2018