200 færslur fundust merktar „viðskipti“

Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
17. janúar 2022
Hús atvinnulífsins í Borgartúni.
SA kallar eftir aðhaldi í ríkisrekstri
Samtök atvinnulífsins segja að bæta þurfi afkomu hins opinbera á næstunni, meðal annars með niðurfellingu sértækra efnahagsaðgerða. Stærsta aðildarfélag samtakanna vill hins vegar að aðgerðir til umbjóðenda þeirra verði framlengdar.
17. janúar 2022
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
16. janúar 2022
Leigutekjur drógust saman á árinu 2020 í fyrsta sinn í langan tíma
Kórónuveirufaraldurinn hafði umtalsverð áhrif á tekjur þeirra sem eiga íbúðir eða annað húsnæði sem leigt er út. Uppgefnar leigutekjur skruppu saman um 6,3 milljarða króna á árinu 2020.
15. janúar 2022
Þórður Már Jóhannesson fyrrum stjórnarformaður Festi.
Reitun hafði áhyggjur af umræðu um Þórð Má
Greiningarfyrirtæki sem vinnur svokallað UFS áhættumat fyrir Festi hafði áhyggjur af umræðu í kringum fyrrum stjórnarformann fyrirtækisins í síðustu viku en dró þær áhyggjur til baka eftir yfirlýsingu stjórnar Festi í fyrradag.
15. janúar 2022
Fjármagnstekjur Íslendinga rúmur fjórðungur þess sem þær voru í aðdraganda hrunsins
Árið 2007 voru þær tekjur sem landsmenn höfðu af fjármagni 444 milljarðar króna. Árið 2020 voru þær 125 milljarðar króna. Breyting á frítekjumarki gerði það að verkum að nokkur þúsund fjármagnseigendur fengu myndarlegan skattafslátt.
14. janúar 2022
Fjöldi svokallaðra draugafluga, þar sem flugvélum er flogið án farþega,  gæti verið floginn á næstu mánuðum.
Rifist um draugaflug
Flugfélagið Lufthansa segist þurfa að fljúga tómum vélum á milli flugvalla til að halda sínum flugvélastæðum í vetur. Önnur flugfélög eru þó andvíg slíkum flugferðum og segja þær bæði slæmar fyrir neytendur og umhverfið.
14. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Stjórnendur Arion banka vona að niðurstaðan verði í „sem mestri sátt við samfélagið“
Yfirlýst stefna Arion banka er að verkefni sem hann styðji hafi jákvæð áhrif á bæði umhverfi og samfélag. Kjarninn spurði stjórnendur bankans hvort þeir teldu sölu og endurræsingu kísilversins í Helguvík samræmast hinni grænu stefnu.
14. janúar 2022
Brátt eiga allar bílaauglýsingar í Frakklandi að fela í sér hvatningu um að ferðast með öðrum hætti en á bíl.
Skylda að hvetja fólk til að hjóla eða nota almenningssamgöngur í bílaauglýsingum
Franskar bílaauglýsingar munu brátt breyta um svip. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi í mars verða auglýsendur að hvetja fólk til þess að ferðast með öðrum leiðum en sínum eigin einkabíl í öllum bílaauglýsingum.
13. janúar 2022
Helgi Seljan búinn að segja upp – RÚV á ekki að þurfa að stilla upp í vörn
Einn þekktasti fréttamaður landsins, sem hefur hlotið þrenn blaðamannaverðlaun og fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins, hefur sagt upp störfum hjá RÚV.
13. janúar 2022
Festi rekur meðal annars Elko, Krónuna og N1.
Stjórn Festi ætlar að endurskoða starfsreglur
Markmið endurskoðunar starfsreglna stjórnar Festi er m.a. að gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax, samkvæmt tilkynningu frá Festi til Kauphallar.
13. janúar 2022
Jökull H. Úlfsson, nýskipaður skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu ríkisins.
Fyrrum framkvæmdastjóri Stefnis í forystu kjaramála fyrir hönd ríkisins
Nýr skrifstofustjóri stofnunar innan fjármálaráðuneytisins sem leiðir samninganefnd ríkisins við gerð kjarasamninga hefur gegnt stjórnunarstörfum í fjármálageiranum í áratugi.
13. janúar 2022
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur tjáð stjórnendum PCC á Bakka að áhugi bæjaryfirvalda á því að endurræsa kísilverið í Helguvík sé enginn.
„Við munum berjast til síðasta blóðdropa“
Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir allt verða reynt til að stöðva endurræsingu kísilversins í Helguvík. Hann hefur tjáð PCC á Bakka, sem vill kaupa verksmiðjuna, að áhugi bæjarins á starfseminni sé enginn.
13. janúar 2022
Kísilverið á Bakka.
Eigendur kísilversins á Bakka vilja kaupa verksmiðjuna í Helguvík
PCC SE, meirihlutaeigandi PCC BakkiSilicon hf., kísilversins á Húsavík, hefur áhuga á að kaupa kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Þetta staðfestir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC á Bakka, við Kjarnann.
13. janúar 2022
Það var ekki ástæða fyrir íslenska eigendur erlendra hlutabréfa að grípa oft um ennið á árinu 2020.
186 íslenskar fjölskyldur fengu 8,4 milljarða í arð vegna erlendra hlutabréfa
Innlend hlutabréfaeign jókst á árinu 2020 en arðgreiðslur vegna hennar drógust saman og söluhagnaður sömuleiðis líka. Ástæður þess má leita í kórónuveirufaraldrinum. Þær fáu íslensku fjölskyldur sem áttu erlend hlutabréf tóku hins vegar út mikinn arð.
12. janúar 2022
Verbúðin Ísland
None
12. janúar 2022
Fyrir utan höfuðstöðvar Alþjóðabankans í Washington
Alþjóðabankinn svartsýnni í nýrri hagspá
Hagvaxtarhorfur á heimsvísu hafa versnað frá síðasta sumri, samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðabankans. Bankinn býst við að núverandi kreppa muni leiða til meiri ójafnaðar á milli ríkra og fátækra landa.
11. janúar 2022
Spáir svipaðri verðbólgu út árið
Ekki er talið að umvandanir stjórnmálamanna til verkalýðsforystunnar muni skila sér í lægri verðbólgu í nýrri verðspá Hagfræðistofnunar HÍ. Stofnunin spáir stöðugri verðbólgu næstu mánuðina og minnkandi atvinnuleysi á seinni hluta ársins.
11. janúar 2022
Bankastarfsemi Revolut fer fram í gegnum snjallsímaforrit.
Íslensku bankarnir fá erlenda samkeppni
Fjártæknifyrirtækið Revolut, sem hefur 18 milljón viðskiptavini um allan heim, hóf bankastarfsemi í tíu nýjum löndum í dag. Ísland var eitt þeirra.
11. janúar 2022
Bók Jareds kom út í Bretlandi í upphafi októbermánaðar.
Bók um íslenska hrunið fær glimrandi umsögn í Financial Times
Blaðamaðurinn Ian Fraser ritaði bókadóm um nýlega bók Jareds Bibler fyrir Financial Times og segir bókina stórkostlega lesningu, sem feli í sér varnaðarorð um stöðu eftirlits með fjármálakerfinu á heimsvísu.
11. janúar 2022
Hannes Friðriksson
Er Arion banki „grænn banki“?
11. janúar 2022
Minni hlutabréf og meiri húsnæðislán
Virði hlutabréfa í eigu íslensku lífeyrissjóðanna dróst mikið saman í nóvember, á meðan þeir juku við sig í skuldabréfum. Ásókn í húsnæðislán hjá sjóðunum jókst sömuleiðis í mánuðinum, í fyrsta skipti frá því í maí 2020.
10. janúar 2022
Vanesa Hoti, sérfræðingur í eignastýringu Arctica Finance.
Kynslóðabreyting knýr áfram sjálfbærni í fjármálageiranum
Með auknum fjölda yngri fjárfesta mun áhuginn á samfélagslega ábyrgum fjárfestingum líklega aukast til muna. Þá verður mikilvægt að koma í veg fyrir grænþvott fyrirtækja með gagnsærri upplýsingagjöf, segir sérfræðingur hjá Arctica Finance.
10. janúar 2022
Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum.
Eigið fé landsmanna í húsnæði dróst saman í fyrsta sinn frá árinu 2010
Húsnæði á Íslandi var metið á 5.941 milljarða króna í árslok 2020. Á tíunda áratugnum dugðu tvöfaldar heildartekjur landsmanna til að kaupa upp allar fasteignir og lóðir í landinu. Í lok árs 2020 hefði þurft þrefaldar tekjur þeirra til að gera slíkt.
10. janúar 2022
Ari Edwald
Ari Edwald rekinn frá Ísey
Einn þeirra þriggja valdamanna úr atvinnulífinu sem hefur verið sakaður um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi hefur verið sagt upp störfum. Hann hafði áður verið settur í tímabundið leyfi.
9. janúar 2022
Barla Barandun og Ewald Isenbügel
Opið bréf um blóðmerahald
9. janúar 2022
The Athletic kom eins og stormsveipur yfir Atlantshafið til Bretlands árið 2019 og sópaði til sín mörgum af þekktustu fótboltablaðamönnum landsins.
New York Times kaupir The Athletic og nælir sér í 1,2 milljónir áskrifenda
Þrátt fyrir að The Athletic hafi aldrei náð að skila hagnaði frá stofnun miðilsins árið 2016 stendur nú til að New York Times kaupi vefmiðilinn, sem einbeitir sér að íþróttaumfjöllun á dýptina, á jafnvirði rúmlega 70 milljarða króna.
8. janúar 2022
Íslenskir húseigendur borga mest allra í Evrópu
Þrátt fyrir lágt verð á hita og rafmagni var húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði mestur allra Evrópulanda hérlendis árið 2018. Húsnæðiskostnaður leigjenda hérlendis er hins vegar minna íþyngjandi heldur en í flestum öðrum Evrópulöndum.
8. janúar 2022
Valdakarlarnir sem náðu ekki að þagga niður í konu
None
8. janúar 2022
Helgi Magnússon setur 300 milljónir í viðbót í rekstur útgáfufélags Fréttablaðsins
Hópurinn sem keypti sig inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, sumarið 2019 hefur eytt 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlafyrirtækinu og hlutafjáraukningar. Það fé hefur að uppistöðu komið frá Helga Magnússyni.
8. janúar 2022
Tæknispá 2022: Breyttir vinnustaðir, bálkakeðjuæðið og hlutverk Íslands í orkuskiptum
Í árlegri tæknispá sinni kemur Hjálmar Gíslason, forstjóri GRID, víða við. Hann sér fyrir sér breytt jafnvægi milli vinnu á föstum vinnustað og í fjarvinnu og að hörð leiðrétting sé framundan í bálkakeðjutækni.
8. janúar 2022
Álútflutningur hefur aldrei verið verðmætari
Nýtt met var slegið í útflutningsverðmætum áls og álafurða í síðasta mánuði, en þau hafa ekki verið meiri frá upphafi mælinga.
7. janúar 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Skattkröfur namibískra stjórnvalda á hendur Samherja Holding um þrír milljarðar króna
Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að yfirvöld í Namibíu hafi stofnað til nokkurra skatta- og annarra lögfræðilegra krafna á hendur samstæðunni.
7. janúar 2022
Valdamenn í viðskiptalífinu falla hver af öðrum vegna ásakana um kynferðisbrot
Ung kona hefur sakað Ara Edwald, forstjóra Ísey Skyr, Hreggvið Jónsson, stjórnarformann og aðaleiganda Veritas, og Þórð Má Jóhannesson, stjórnarformann Festi, um kynferðisofbeldi. Í dag hafa allir mennirnir stigið til hliðar úr ábyrgðarstöðum.
6. janúar 2022
Hreggviður Jónsson
Hreggviður stígur til hliðar úr stjórn Veritas eftir ásakanir um kynferðisbrot
Hreggviður Jónsson stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að ung kona steig fram í vikunni og sakaði hann og aðra menn um kynferðisofbeldi.
6. janúar 2022
Eitt þeirra félaga sem var skráð á markað í fyrra, og hækkaði mikið í virði, er Síldarvinnslan.
Markaðsvirði veðsettra íslenskra hlutabréfa var 273 milljarðar króna í lok síðasta árs
Samanlagt virði þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands jókst um rúmlega þúsund milljarða króna á síðasta ári. Virði þeirra bréfa sem eru veðsett hefur ekki verið hærra síðan fyrir hrun en hlutfallsleg veðsetning hefur ekki verið lægri frá 2017.
5. janúar 2022
Raunverulegir eigendur félaga sem starfa hérlendis áttu árum saman auðvelt með að felast. Það á ekki lengur við.
Skatturinn fær 140 milljónir til að láta slíta félögum sem skrá ekki raunverulega eigendur
Alls hafa tæplega 1.300 félög ekki uppfyllt skráningarskyldu á raunverulegum eigendum sínum. Hluti þeirra þarf að fara í skiptameðferð, en kostnaður við hana er 350 þúsund krónur á hvern aðila. Sá kostnaður verður greiddur úr ríkissjóði.
5. janúar 2022
Slæm hagstjórn
None
5. janúar 2022
Frá skráningu Íslandsbanka í Kauphöllinni í sumar.
Eignir hlutabréfasjóða nær tvöfölduðust á einu ári
Markaðsvirði heildareigna íslenskra hlutabréfasjóða hefur mælst í kringum 140 til 160 milljarða króna síðasta haust. Þetta er um tvöfalt meira en virði þeirra á haustmánuðum 2020.
4. janúar 2022
Í Reykjavík búa 36 prósent landsmanna – Þar eru byggðar 71 prósent almennra íbúða
Frá árinu 2016 hefur ríkissjóður úthlutað 18 milljörðum króna í stofnframlög í almenna íbúðakerfið, sem er ætlað að sjá fólki með lægri tekjur fyrir öruggu húsnæði og er rekið án hagnaðarsjónarmiða.
4. janúar 2022
Kauphöll Íslands.
Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu mikið í fyrra – Arion banki tvöfaldaðist í virði
Það félag á skráðum markaði á Íslandi sem er með mest erlend umsvif og í mestum erlendum vexti hækkaði minnst allra í verði á árinu 2021. Bankar ruku sérstaklega mikið upp í virði. Fjöldi viðskipta hefur ekki verið meiri frá því fyrir hrun.
3. janúar 2022
Jóhannes Þór Skúlason
Í kjólinn eftir jólin
2. janúar 2022
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
„Beinlínis óábyrgt“ ef Seðlabankinn tekur ekki tillit til loftslagsbreytinga
Samkvæmt varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika ætti að vera óumdeilt að loftslagsmál sé viðfangsefni Seðlabankans vegna áhrifanna sem þau gætu haft á efnahagslífið og stöðugleika fjármálakerfisins.
2. janúar 2022
Stafrænt langstökk til framtíðar
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu skrifar um samkeppnishæfni í stafrænum heimi og að mikið sé í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í þeim efnum.
1. janúar 2022
Árið sem Samherji baðst afsökunar
Opinberun Kjarnans og Stundarinnar á starfsháttum „skæruliðadeildar Samherja“ í maí leiddi til þess að stjórnmálamenn og félagasamtök fordæmdu framfærði fyrirtækisins. Það baðst afsökunar á framgöngu sinni.
31. desember 2021
Hvers virði var jólagjöfin sem þú gafst í raun og veru?
Eikonomics segir það að gefa jólagjöf ekki vera ósvipað því þegar mjög þýska tengdamamma hans gefur sér afsláttarmiða. Nema í staðinn fyrir að gefa honum afsláttarmiða þá gæfi hún honum okurmiða sem hækkuðu verð á þeim vörum sem hann keypti.
31. desember 2021
Katrín Júlíusdóttir
Ómíkron hrekkir
30. desember 2021
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
Ársreikningur Samherja Holding undirritaður með fyrirvara – Óvissa um fjárhagsleg uppgjör vegna Namibíumáls
Samherji Holding, eitt stærsta fyrirtæki landsins sem hélt utan um Namibíustarfsemi Samherjasamstæðunnar, hefur birt valdar upplýsingar úr ársreikningi sínum. Þar segir að reikningurinn sé undirritaður með fyrirvara endurskoðanda.
30. desember 2021
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF.
Hvetur hið opinbera til að setja sér félagsleg markmið í skuldabréfaútgáfu
Stjórnarformaður IcelandSIF segir tækifæri geta legið hjá ríki og sveitarfélögum í að skilgreina skýr félagsleg markmið samhliða skuldabréfaútgáfum hjá sér, rétt eins markmið í umhverfismálum eru sett fram samhliða útgáfu grænna skuldabréfa.
30. desember 2021
Árið á fasteignamarkaðnum
Hærra verð, minni sölutími og aukin aðsókn í fasta vexti. Hvað gerðist á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða?
29. desember 2021
Viðskiptafrelsið þarf ekki að veikjast í faraldrinum
Gengi íslensks atvinnulífs á nýja árinu ræðst ekki bara af þróun faraldursins, „heldur líka af því að stjórnvöld standi við fallegu orðin um viðskiptafrelsi og samkeppni,“ skrifar framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
28. desember 2021
Árið 2021 var ár íslensku bankanna sem græddu á tá og fingri
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á gripu Seðlabanki Íslands og stjórnvöld til margháttaðra aðgerða til að gera bönkum kleift að takast á við versnandi efnahagsástand.
27. desember 2021
Á grænni grein
Sigurður Hannesson skrifar um áskoranirnar sem eru fram undan í loftslags- og orkumálum.
26. desember 2021
Sjávarútvegur og fiskeldið stóðust áskoranir ársins 2021
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir upp árið sem er að líða.
25. desember 2021
Taka ætti spár Hagstofu um fólksfækkun eftir fimm ár með miklum fyrirvara, samkvæmt sérfræðingi hjá Hagstofu.
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir fólksflótta árið 2026
Sérfræðingur hjá Hagstofu segir að taka ætti spár stofnunarinnar um fólksfækkun vegna mikils brottflutnings eftir fimm ár með fyrirvara. Hins vegar er stuðst við þessar spár í framtíðarmati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á íbúðaþörf.
22. desember 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.
Vill að bankaskattur verði hækkaður á ný til að auka tekjur ríkissjóðs um sex milljarða
Þingmaður Flokks fólksins vill að bankaskattur verði hækkaður aftur í það sem hann var áður en ríkisstjórnin ákvað að lækka hann til að auka svigrúm banka til að takast á við kórónuveirufaraldurinn.
22. desember 2021
Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verða 11,7 milljarðar á næsta ári
Endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafa nífaldast síðan 2015. Hækkunin á endurgreiðslunum milli 2021 og 2022 er nánast sama upphæð og greidd var í heild þá. Skatturinn gerði athugasemdir við endurgreiðslurnar í vor.
22. desember 2021
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Vill koma umræðu um orkuframleiðslu og náttúruvernd úr skotgröfunum
Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir leiðina að loftslagsmarkmiði ríkisstjórnarinnar ekki hafa verið nægilega varðaða. Samkvæmt henni þarf opin umræða um virkjanir og orkusparnað að eiga sér stað til að bæta úr því.
21. desember 2021
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ráðuneytið segir nei við frekari ívilnunum vegna tengiltvinnbíla
Þrenn hagsmunasamtök vildu að ívilnanir til að gera tengiltvinnbíla ódýrari yrðu framlengdar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið metur kostnaðinn vegna þessa á um 20 milljarða króna og segir ívilnanirnar ekki kostnaðarskilvirkar.
21. desember 2021
Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðararans.
Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði
Í kynningu sem Ljósleiðarinn sendi Alþingi segir að Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði til að standa undir arðsemiskröfu væntra nýrra eigenda. Ljósleiðarinn vill að Fjarskiptastofa fá heimild til að rýna kaupin.
21. desember 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja að virðisaukaskattur vegna viðhalds og íbúðaframkvæmda verði áfram felldur niður
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur varað við að átakið „Allir vinna“ verði framlengt. Ráðuneytið taldi það óþarft og sagði að framlenging gæti valdi ofþenslu. Samtök iðnaðarins vildu að átakið yrði framlengt. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna.
21. desember 2021
Guðrún Johnsen, hagfræðingur.
„Ekki lengur í boði að vera hlutlaus hluthafi“
Hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna segir vaxandi loftslagsáhættu auka þörfina á að lífeyrissjóðir og aðrir stofnanafjárfestar geti beitt hluthafavaldi sínu í meira mæli.
20. desember 2021
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, næst stærsti lífeyrissjóður landsins, tilkynnti um vaxtahækkun í síðustu viku.
Stóru lífeyrissjóðirnir hækka vexti á íbúðalánum – Eru enn lægri en hjá bönkunum
Stærstu lífeyrissjóðirnir sem lána óverðtryggt til sjóðsfélaga sinna hafa tilkynnt um vaxtahækkanir. Þær eru þó hóflegri en hækkanir sem flestir bankar réðust í og taka ekki gildi fyrr en á næsta ári.
20. desember 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mælti fyrir frumvarpinu á þingi 13. desember og virðist ætlan stjórnvalda að láta það verða að lögum sem allra fyrst.
Stærstu fjarskiptafyrirtækin afar óhress með nýtt frumvarp um fjarskiptainnviði
Stærstu einkareknu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa sett fram nokkuð hvassa gagnrýni á stjórnarfrumvarp sem snertir m.a. á erlendri fjárfestingu í fjarskiptainnviðum. Síminn segir að ráðherra fái alltof víðtækar heimildir ef frumvarpið verði að lögum.
20. desember 2021
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var ráðherra málaflokksins þegar Kríusjóðurinn var settur á fót árið 2019.
Kría fjárfestir fyrir rúma 2,2 milljarða króna í þremur íslenskum vísisjóðum
Eyrir vöxtur, Crowberry II og Frumtak 3 fá fjármuni frá ríkissjóðnum Kríu til að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar.
20. desember 2021
Það er mun kostnaðarsamara að leggjast inn á sjúkrahús hérlendis heldur en í Evrópusambandinu.
Sjúkrahúsþjónusta mun dýrari hérlendis en í Evrópusambandinu
Íslendingar þurfa að borga mun meira fyrir sjúkrahúsþjónustu en íbúar Evrópusambandslanda, jafnvel þótt tekið sé tillit til hærri kaupmáttar hérlendis. Hins vegar er hiti, rafmagn og hugbúnaður ódýrari hér.
20. desember 2021
5G-væð­ingin hafin að fullu – Kortunum fjölgaði úr 119 í tólf þúsund á sex mánuðum
Fyrsti 5G sendirinn var tekinn í gagnið hérlendis árið 2019. Búist var við því að notkun á tækninni yrði nokkuð almenn hérlendis í fyrra, en af því varð ekki. Nú hefur það breyst hratt.
19. desember 2021
Forgangsverkefni lögreglu að berjast gegn umfangsmiklu peningaþvætti
Talið er nærri öruggt að umfangsmikið peningaþvætti fari fram á Íslandi og er það eitt af forgangsverkefnum lögreglu að berjast gegn fjármögnun á brotastarfsemi og peningaþvætti.
19. desember 2021
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Ljósleiðaraáskriftir komnar yfir 100 þúsund en leiga á myndlyklum dregst áfram saman
Þeim sem horfa á sjónvarp í gegnum myndlykla sem leigðir eru af fjarskiptafyrirtækjum hefur fækkað með innkomu streymiveitna á íslenska markaðinn. Alls hefur þeim fækkað um nálægt 15 þúsund frá 2017.
18. desember 2021
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra af bensíni hækkaði um 34 prósent milli mánaða
Innkaupaverð olíufélaga á eldsneyti lækkað um 20 prósent milli mánaða en viðmiðunarverð á hverjum seldum bensínlítra lækkað einungis um tvær krónur á sama tíma. Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra hefur einungis einu sinni verið hærri á Íslandi.
18. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Hallast frekar að því að nýta orkuna hér en að flytja hana út
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tekur ekki vel í hugmyndir um orkuútflutning með sæstreng og segir Íslendinga frekar eiga að nýta orkuna til verðmætasköpunar hérlendis í viðtali í jólablaði Vísbendingar.
18. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Við erum ekki að fara að bjarga heiminum“
Nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikilvægt að ríkar umhverfiskröfur verði gerðar til stórnotenda á íslenskri orku sem og öðrum atvinnugreinum hérlendis í ítarlegu viðtali í jólablaði Vísbendingar.
17. desember 2021
Farsímaáskriftum farið að fjölga á ný og „tæki í tæki“ áskriftir margfaldast
Í fyrra fækkaði farsímaáskrifum á íslenska fjarskiptamarkaðnum í fyrsta sinn milli ára frá 1994. Þeim hefur fjölgað á ný í ár. Fjöldi svo­kall­aðra „tæki í tæki“ áskrifta hefur farið úr 54 þúsund í byrjun síðasta árs í um 300 þúsund nú.
17. desember 2021
Fáa blaðamenn dreymir um að skrifa fréttatilkynningar
None
17. desember 2021
Rannsókn á Skeljungsmálinu og Procar-málinu lokið og þau komin til saksóknara
Umfangsmikil rannsókn á meintum stórfelldum efnahagsbrotum sem talið er að hafi verið framin þegar olíu­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013, er lokið.
16. desember 2021
Sala tveggja flutningaskipa í brotajárn til Alang í Indlandi er ástæða þess að héraðssaksóknari hefur fengið húsleitarheimild hjá Eimskip.
Héraðssaksóknari ræðst í húsleit hjá Eimskip vegna skipanna sem enduðu í Indlandi
Héraðssaksóknara hefur verið veitt heimild til húsleitar á starfsstöðvum Eimskips á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Húsleitin tengist rannsókn á meintum brotum á lögum sem tengjast sölu tveggja flutningaskipa í brotajárn til Indlands.
16. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Tencent og kínversku tæknirisarnir
15. desember 2021
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fjölmennir hópar lágtekjufólks greiða mjög hátt hlutfall launa sinna í leigu og eiga litla möguleika á að eignast húsnæði að óbreyttu.
52 þúsund íbúðir í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð
Hlutfall þeirra íbúða sem eru í eigu aðila sem eiga fleiri en eina íbúð hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu ár. Um 13 prósent leigjenda einkarekinna leigufélaga eða á almenna markaðnum greiða yfir 70 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.
14. desember 2021
Ingi Rafn Sigurðsson
Ríkisstjórnum gert kleift að innheimta kolefnisskatt í rauntíma
13. desember 2021
Oddagarðar við Sæmundargötu eru á meðal þeirra stúdentagarða sem eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta.
Fasteignir Félagsstofnunar stúdenta eru metnar á um 42 milljarða króna
Félagsstofnun stúdenta, sem rekur 1.495 leigueiningar, hagnaðist um 4,8 milljarða á síðasta rekstrarári. Framkvæmdastjórinn segir að þegar búið sé að draga frá viðhaldskostnað og afborganir á lánum frá matsvirðishækkun sé reksturinn nánast á núlli.
13. desember 2021
Katrín Ólafsdóttir, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Rödd starfsfólks í Bandaríkjunum sterkari eftir faraldurinn
Útlit er fyrir að staða launþega á vinnumarkaði vestanhafs sé öruggari nú en fyrir faraldurinn, samkvæmt vinnumarkaðshagfræðingi og dósent við viðskiptadeild HR.
13. desember 2021
Ferðaþjónusta hefur end­ur­heimt um helm­ing þeirra starfa sem töp­uð­ust í kórónuveirufaraldrinum samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands.
Atvinnuleysi óvænt óbreytt milli mánaða en langtímaatvinnuleysi enn mikið
Fjöldi þeirra sem hafa verið án vinnu í ár eða meira er 116 prósent hærri nú en hann var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að atvinnuleysið sé nú nánast það sama. Rúmlega 40 prósent atvinnulausra eru erlendir atvinnuleitendur.
11. desember 2021
Sér ekki högg á vatni á eigin fé bankanna þótt þeir ætli að borga út 32,5 milljarða í arð
Þrátt fyrir að kerfislega mikilvægir bankar greiði út tugi milljarða króna í arð til eigenda sinna mun eigið fé þeirra nánast standa í stað. Fjármálastöðugleikanefnd telur bankana hafa gott svigrúm til að mæta hækkun sveiflujöfnunaraukans.
11. desember 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Blaðamannafélagið vill að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði hækkaðir
Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlag úr ríkissjóði til RÚV hækki um 430 milljónir króna, sem er 40 milljónum krónum meira en samanlagðir styrkir til annarra fjölmiðla.
10. desember 2021
Félag Þorsteins Más og Helgu á 61,7 milljarða króna í hreinum eignum
Eignarhaldsfélag sem heldur utan um hlut forstjóra Samherja og fyrrverandi eiginkonu hans í Samherja Holding á að uppistöðu tvær eignir: hlutinn í áðurnefndu félagi og lán upp á 33,5 milljarða króna sem þau veittu börnum sínum.
10. desember 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur verður á meðal penna í sérstöku jólablaði Vísbendingar í ár.
Breyttur tónn gagnvart umhverfinu
Tímaritið Vísbending mun gefa út sérstakt jólablað í næstu viku. Þema blaðsins er sjálfbærni, loftslagsmál og grænar lausnir. Nýskipaður ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála verður í viðtali auk þess sem fjöldi sérfræðinga skrifar í blaðið.
10. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
9. desember 2021
Hvetur til innleiðingar á óháðri innlendri greiðslulausn
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir kerfisáhættu vera vaxandi í hagkerfinu vegna hækkandi skulda og íbúðaverðs. Þó vill hún ekki breyta eiginfjárkröfum bankanna í bráð, en telur brýnt að innleiða óháða innlenda greiðslulausn sem fyrst.
8. desember 2021
Róbert Wessman, stofnandi Alvotech
Alvotech á markað í Bandaríkjunum
Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech hyggst ætla að skrá sig á bandarískan hlutabréfamarkað í gegnum samruna við sérhæft yfirtökufélag. Heildarvirði sameinaðs félags er áætlað á um 295 milljarða króna.
7. desember 2021
Ráðuneytið spurði hagsmunasamtök og komst að þeirri niðurstöðu að brottkast væri „óverulegt“
Kjarninn greindi frá því í morgun að drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti, sem hófst í byrjun árs, skilaði því að brottkastsmálum fjölgaði úr um tíu á ári í 120. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki talið brottkast vandamál.
6. desember 2021
Nokkrar tillögur um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi komnar fram
Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa kynnt frumvörp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða á fyrstu dögum nýs þings. Öll snúa þau að því að endurskilgreina hvað teljist tengdir aðilar.
6. desember 2021
Urriðafoss í Þjórsá.
Segir baráttu um umhverfisrask virkjana háða í skotgröfum
Mikilvægt er að verðmeta umhverfisáhrif fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda svo orkufyrirtæki greiði meira fyrir þær framkvæmdir sem valda miklu raski, að mati forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
5. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
4. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
3. desember 2021
Halldór Kári Sigurðarson
Fólksfjölgun setur enn frekari þrýsting á húsnæðismarkaðinn
2. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
1. desember 2021
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
30. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
27. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
26. nóvember 2021
Íslandsbanki var síðastur stóru bankanna þriggja til að tilkynna um vaxtabreytingar.
Breytilegir óverðtryggðir vextir upp í 4,15 prósent hjá Íslandsbanka
Allir stóru bankarnir þrír hafa nú tilkynnt um vaxtabreytingar eftir síðustu vaxtahækkun Seðlabankans. Íslandsbanki var síðastur til að tilkynna breytingar og hækkar breytilega vexti minna en bæði Landsbankinn og Arion banki gerðu í vikunni.
26. nóvember 2021
Við undirskriftina í nótt.
Starfsemi Alvogen í Asíu seld fyrir tugi milljarða – Sjóður Wessman kaupir og selur
CVC Capital Partners og Temasek hafa selt hluti í lyfjafyrirtækjum í Asíu sem Alvogen á. Dótturfélag stærstu skráðu fyrirtækjasamstæðu Taílands er kaupandinn ásamt fjárfestingastjóði sem stýrt er af Róberti Wessman.
26. nóvember 2021
Arion banki hækkar vexti um 0,4 prósentustig – Breytilegir vextir nú 4,29 prósent
Tveir af þremur stærstu bönkum landsins hafa hækkað íbúðarlánavexti í gær og í dag. Sá þriðji mun líklega fylgja á eftir fyrir vikulok. Ástæðan er stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í síðustu viku.
25. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og félagar hans í ríkisstjórninni geta verið sátt með að hallinn í ár stefnir í að vera mun minni en áætlað var.
Einkaneysla, bankahagnaður, íbúðarkaup, dauði og drykkja juku tekjur ríkissjóðs
Tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins voru tíu prósent hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Auknar skatttekjur og sala á hlut í Íslandsbanka eru ástæðan.
25. nóvember 2021
Höfuðstöðvar Landsbankans.
Stærsti bankinn ríður á vaðið og hækkar vexti á íbúðalánum í kjölfar stýrivaxtahækkunar
Stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósent í síðustu viku. Fyrir liggur að íbúðalánaveitendur munu hækka óverðtryggðra vexti sína í kjölfarið. Sá fyrsti, Landsbankinn, gerði slíkt í dag. Um helmingur allra íbúðalána er nú óverðtryggður.
24. nóvember 2021
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Samkeppniseftirlitið samþykkir sölu á innviðum Sýnar
Sýn hefur nú fengið vilyrði frá Samkeppniseftirlitinu um sölu á fjarskiptainnviðum sínum til erlendra fjárfesta.
23. nóvember 2021
Útgjöld til rannsókna og þróunar enn lítil
Samkvæmt tölum Hagstofu hafa útgjöld til rannsókna og þróunar aukist töluvert á síðustu sjö árum sem hlutfall af landsframleiðslu. Hins vegar teljast þau lítil ef litið er lengur aftur í tímann og ef útgjöldin eru borin saman við hin Norðurlöndin.
23. nóvember 2021
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
OR græddi 7,8 milljarða á álverðstengingu
Miklar álverðshækkanir á síðustu tveimur árum hafa komið sér vel fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem hluti orkunnar sem hún selur er verðlögð í samræmi við heimsmarkaðsverð á áli.
22. nóvember 2021
Forseti El Salvador, Nayib Bukele, við kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu Bitcoin-borgarinnar um helgina.
Vill byggja „Bitcoin-borg“ í El Salvador
Forseti El Salvador hyggst byggja nýja skattaparadís í landinu sem verður kennd við rafmyntina Bitcoin. Uppbygging borgarinnar verður fjármögnuð með skuldabréfaútboði, en stefnt er að því að virkt eldfjall verði meginorkugjafi hennar.
22. nóvember 2021
Erlendir fjárfestar hafa selt eignir á Íslandi fyrir næstum hundrað milljarða á einu ári
Erlendir sjóðir hafa selt ríkisskuldabréf og hlutabréf fyrir gríðarlegar fjárhæðir á síðastliðnu ári. Mest seldu þeir frá því í fyrrahaust og fram á árið 2021. Ef sala á íslenskum fjarskiptainnviðum verður samþykkt mun erlend nýfjárfesting verða jákvæð.
22. nóvember 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Launahækkanir í kjölfar verðbólgu „eins og að pissa í skóinn sinn“
Hagfræðiprófessor segir að hætta sé á að ekki verði ráðist í aðgerðir sem bæta lífsgæði hér á landi til lengri tíma ef tímanum er varið í karp um skammtímahagsmuni og ef væntingar um launahækkanir eru óraunhæfar.
21. nóvember 2021
Hágæða íslenskir grænkera ostar framleiddir með jarðvarma í Hveragerði
Erlendur Eiríksson matreiðslumeistari safnar á Karolina Fund fyrir húsnæði undir vistvæna framleiðslu á grænkera ostum með jarðvarma í Hveragerði. Sérstaða framleiðslunnar felst meðal annars í ostum sem búnir eru til úr kartöflum.
21. nóvember 2021
Skólfustungur var tekin af kísilverksmiðjunni í ágúst 2014. Á meðal þeirra sem tóku hana voru þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Eigandinn segir mikinn kaupáhuga á kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík
Í febrúar sagði bankastjóri Arion banka að litlar vonir væru um að kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík myndi starfa aftur. Nú segir bankinn að mikill áhugi sé á henni vegna breyttra markaðsaðstæðna og að viðræður standi yfir við áhugasama kaupendur.
20. nóvember 2021
Frumgerð af rafknúna pallbílnum RT1 frá Rivian. Fyrirtækið hefur einungis framleitt nokkur hundruð bíla til þessa en var þó fyrr í vikunni þriðji verðmætasti bílaframleiðandi heims.
Hafa framleitt örfáa bíla en eru samt verðmætari en flestir bílaframleiðendur
Tvö bandarísk rafbílafyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að hafa einungis framleitt örfáa bíla til þessa eru á meðal tíu verðmætustu bílaframleiðenda heims eins og sakir standa, í kjölfar skráningar á hlutabréfamarkað.
19. nóvember 2021
Úlfar Þormóðsson
Vit eða strit
19. nóvember 2021
Gjöfult ár fyrir fisk og ál
Árið hefur verið gjöfult fyrir bæði sjávarútveginn og áliðnaðinn hér á landi, en samanlagður útflutningur þessara greina það sem af er ári hefur ekki verið meiri í áratug. Samkvæmt Seðlabankanum er búist við enn meiri vexti á næsta ári.
19. nóvember 2021
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
CCP aftur með langmesta skattafrádráttinn vegna nýsköpunar
Skattafrádráttur fyrirtækja hérlendis sem stóðu í rannsóknar- eða þróunarvinnu nam alls 10,4 milljörðum króna í ár og rann til 264 fyrirtækja. Sem fyrr fær tölvuleikjafyrirtækið CCP mesta frádráttinn, en hann nam 550 milljónum króna.
19. nóvember 2021
Arion banki ætlar að losa allt að 88 milljarða króna til hluthafa
Á markaðsdegi Arion banka kom fram að bankinn ætlar sér að greiða um og yfir 60 milljarða króna til hluthafa í arð og með endurkaup á bréfum á næstunni. Sú upphæð bætist við 25,5 milljarða króna sem þeir hafa fengið á fyrstu níu mánuðum ársins.
18. nóvember 2021
Af leigumarkaðnum í foreldrahús
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir það ljóst að unga fólkið hefur í auknum mæli verið að flytjast af leigumarkaði og aftur í foreldrahús. Vísbendingar eru um að erfiðara sé að verða sér úti um leiguhúsnæði en áður.
18. nóvember 2021
Oddný G. Harðardóttir
Innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag
18. nóvember 2021
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræddi málið á ríkisstjórnarfundi í gær.
Fríir ársreikningar rýrir tekjur Skattsins um næstum 55 milljónir á ári
Árið 2017 sagði ríkisskattstjóri að ef aðgengi að ársreikningum yrði gert gjaldfrjálst myndi það kippa fótunum undan rekstri stofnunarinnar. Nú liggur fyrir hvað það kostar en ekki hver á að borga.
17. nóvember 2021
Segir húsnæðisverð hafa hækkað umfram þróun grunnþátta
Samkvæmt Seðlabankanum er ekki einungis hægt að útskýra verðhækkanir á húsnæðismarkaðnum á síðustu mánuðum með lægri vöxtum og auknum kaupmætti ráðstöfunartekna.
17. nóvember 2021
Vextir hækkaðir um 0,5 prósentustig
Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka meginvexti sína um hálft prósentustig vegna hækkandi verðbólgu. Nokkur óvissa er um framvindu efnahagsmála, en bankinn spáir þó meiri hagvexti en áður fyrir næsta ár.
17. nóvember 2021
Bensínverð á Íslandi aldrei verið hærra í krónum talið
Í apríl 2012 var sett met þegar viðmiðunarverð á lítra af bensíni á Íslandi fór í 268,1 krónur. Verðið hefur hækkað hratt á þessu ári samhliða því að efnahagskerfi heimsins hafa tekið við sér eftir kórónuveiruna.
16. nóvember 2021
Á meðal aðgerða sem kynntar voru í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum var að lækka bankaskatt.
Lækkun bankaskatts í fyrra rýrði tekjur ríkissjóðs um sex milljarða króna
Sitjandi ríkisstjórn mótaði þá stefnu í upphafi síðasta kjörtímabils að það ætti að lækka bankaskatt í skrefum, meðal annars til að bæta kjör almennings. Skatturinn var svo lækkaður hratt í fyrra og tekjur ríkissjóðs vegna hans lækkuðu um 56 prósent.
16. nóvember 2021
Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra Noregs.
Rafmagnsverð hefur tvöfaldast í Noregi
Orkuskorturinn í Evrópu og lítil úrkoma hefur bitnað þungt á norskum heimilum, sem borga nú tvöfalt meira fyrir rafmagn en þau hafa venjulega gert á þessum árstíma. Stjórnvöld hafa brugðist við verðhækkununum með stórfelldum niðurgreiðslum.
15. nóvember 2021
Úlfar Þormóðsson
Nýkratismi
15. nóvember 2021
Breytingarnar segir Shell gerðar til þess að einfalda skipulag félagsins.
Shell hættir að vera konunglega hollenskt
Olíurisinn Royal Dutch Shell ætlar sér að flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands og skattalega heimilisfesti líka. Þá má félagið ekki lengur heita Royal Dutch.
15. nóvember 2021
Nellie Liang, aðstoðarráðherra innanlandsfjármála Bandaríkjanna, til hægri.
Vilja aukið eftirlit með stöðugleikamyntum
Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa sýnt ákveðinni tegund rafmynta sem kallaðar eru stöðugleikamyntir aukinn áhuga á síðustu mánuðum. Gangi það eftir gæti eftirlit með rafmyntum, sem er í lágmarki hérlendis þessa stundina, aukist.
15. nóvember 2021
Það eru ráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem greiða út styrkina.
Níu fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fengu tíu milljónir í styrki
Tvö ráðuneyti veita landsbyggðarfjölmiðlum sérstaka styrki. Þeir eru liður í aðgerðum byggðaáætlunar um eflingu fjölmiðlunar í héraði. Þeim miðlum sem fengu styrki fækkaði um tvo milli ára.
15. nóvember 2021
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Afnám tekjutengingar kosti ríkissjóð allt að 100 milljarða króna
Fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar segir að byrði lífeyriskerfisins á ríkissjóð myndi aukast verulega frá því sem er ef hætt yrði að tekjutengja lífeyri almannatrygginga.
14. nóvember 2021
Það er búið að velja sigurvegara kreppunnar
None
14. nóvember 2021
Kári Jónasson
Ríkið á skilyrðislaust að eiga alla innviði – líka dreifikerfi útvarps og sjónvarps
13. nóvember 2021
Sigurður Jóhannesson
OECD um eigin aðferðir
13. nóvember 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 14 milljarða í október
Eignir Seðlabankans í erlendum gjaldeyri minnkuðu lítillega í síðasta mánuði, en hafa þó aukist töluvert frá áramótum. Þó er hann enn ekki orðinn jafnmikill og hann var á miðju síðasta ári.
12. nóvember 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Barist gegn verðbólgunni í Bandaríkjunum
Vinsældir stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa versnað töluvert samhliða hækkandi verðlagi, en verðbólgan þar í landi hefur ekki verið hærri í 31 ár. Forseti landsins boðar aðgerðir gegn verðbólgunni, en ekki er búist við að vextir verði hækkaðir strax.
11. nóvember 2021
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Milljarðs króna tap af reglulegri starfsemi hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins á tveimur árum
Tekjur Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins og tengdra miðla, drógust saman í fyrra og rekstrartap útgáfufélagsins jókst gríðarlega. Hlutafé var aukið og tengdir aðilar lánuðum hundruð milljóna í reksturinn. Viðskiptavild jókst milli ára.
11. nóvember 2021
Fjöldi þeirra íbúða sem er til sölu er með því minnsta sem mælst hefur.
Hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem fór yfir ásettu verði aldrei verið hærra
Sölutími íbúða er nú með því lægsta sem mælst hefur og húsnæðisverð hefur hækkað um 15,5 prósent á einu ári. Aldrei áður hefur jafn hátt hlutfall íbúða selst yfir ásettu verði.
11. nóvember 2021
Þrátt fyrir verri skammtímahorfur búast markaðsaðilar enn við að verðbólgan verði 2,8 prósent eftir tvö ár.
Langtímavæntingar um verðbólgu enn óbreyttar
Markaðsaðilar búast nú við meiri verðbólgu á yfirstandandi ársfjórðungi en þeir gerðu áður. Væntingar þeirra til verðbólgu eftir tvö ár hafa hins vegar ekki breyst.
10. nóvember 2021
Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Stendur við orð sín um að Seðlabankinn hafi verið misnotaður
Fyrrverandi rannsakandi hjá Fjármálaeftirlitinu segir Seðlabankann annað hvort reyna að snúa út úr eða opinbera umhugsunarvert skilningsleysi með svörum sínum til Kjarnans um svik sem áttu sér stað á tímum gjaldeyrishafta.
10. nóvember 2021
Þeir sem velja að skrifa ekki undir og birta ársreikning félaga sinna hætta nú á að Skatturinn slíti þeim félögum.
Ekki búið að slíta neinu félagi vegna vanskila á ársreikningum
Ákvæði sem gerir Skattinum kleift að slíta félögum sem skila ekki inn ársreikningi sínum innan lögbundins frest er loksins orðið virkt, rúmum fimm árum eftir að lögin voru sett. Engu félagi hefur þó verið slitið.
10. nóvember 2021
Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega undanfarin misseri og framboð á húsnæði er nú minna en elstu menn muna. Lykilbreyta í þeirri þróun hefur verið lægri vextir á húsnæðislánum.
Lífeyrissjóðirnir snúa aftur af alvöru á íbúðalánamarkaðinn
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á var gripið til aðgerða sem gerðu viðskiptabönkum landsins kleift að sópa til sín íbúðarlánum. Hlutdeild þeirra á þeim markaði jókst úr 55 í 67 prósent á einu ári. Nú eru lífeyrissjóðir landsins farnir að keppa á ný.
9. nóvember 2021
Friðrik Már Ottesen, varaformaður ÍFF, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Vignir Örn Guðnason, formaður ÍFF
Er ÍFF „gult“ stéttarfélag?
ÍFF, sem er stéttarfélag áhafnarmeðlima flugfélagsins PLAY, hefur legið undir ásökunum fyrir að vera svokallað „gult“ stéttarfélag sem gengur frekar erinda atvinnurekenda heldur en starfsmanna. Á hverju eru þessar ásakanir byggðar?
9. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Tillaga að innviðafrumvarpi væntanleg í janúar
Búist er við því að tillögur að frumvarpi um rýni í fjárfestingar á mikilvægum innviðum vegna þjóðaröryggis verði tilbúnar í janúar á næsta ári. Sambærilegar lagabreytingar hafa átt sér stað í Noregi, Danmörku og Finnlandi á síðustu árum.
9. nóvember 2021
Seðlabanki Íslands segir það langsótt að tala um að tiltekin brot gegn gjaldeyrislögum eftir hrun sem nokkurs konar misnotkun á Seðlabankanum.
Viðskiptabankarnir misnotaðir, ekki Seðlabankinn
Seðlabankinn segir að þau meintu svik sem lutu að úttektum á gjaldeyri fyrir tilhæfulausa reikninga á tímum gjaldeyrishafta hafi varðað viðskipti við viðskiptabankana, en ekki Seðlabankann, líkt og ráða mátti af nýlegri umfjöllun Kjarnans.
8. nóvember 2021
Kjósendur Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks hafa minnstar áhyggjur af sölunni á Mílu til Ardian
Samkvæmt nýrri könnun frá Maskínu hafa rúm 42 prósent landsmanna fremur miklar eða miklar áhyggjur af sölunni á fjarskiptafyrirtækinu Mílu til erlendra aðila. Kjósendur Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks hafa mun minni áhyggjur en flestir aðrir.
8. nóvember 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Er stærsta peningabóla allra tíma að springa?
8. nóvember 2021
Daði Már Kristófersson, hagfrræðiprófessor við HÍ og varaformaður Viðreisnar
„Nauðsynlegt“ að fá betra mat á umhverfisáhrifum nýrra virkjana
Varaformaður Viðreisnar segir að sátt þurfi að vera um orkunýtingu hérlendis til að útflutningur á orku með sæstreng yrði vel heppnaður. Til þess að ná slíkri sátt þyrfti að meta umhverfisáhrif nýrra virkjana með skipulegum hætti.
8. nóvember 2021
Veflausn KOT er ætluð til þess að hjálpa þeim sem eru að selja stór nýbyggingaverkefni að halda utan um söluferlið.
Áhugasamir kaupendur geta séð hæstu tilboð sem borist hafa
Ný veflausn sprotafyrirtækisins KOT, sem hönnuð er til að halda utan um sölu á stórum fasteignaverkefnum, fór í loftið í vikunni. Þar munu kaupendur geta séð hæstu virku tilboð í eignir sem eru til sölu og fengið SMS ef ný tilboð berast.
7. nóvember 2021
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Kostir og gallar þess að selja Malbikunarstöðina Höfða verða kannaðir
Malbikunarstöð í eigu Reykjavíkurborgar, sem mun brátt flytja til Hafnarfjarðar, var með 91 prósent hlutdeild í malbikunarverkefnum borgarinnar á árunum 2017 til 2020. Borgarstjóri segir í inngangi nýrrar greinargerðar að skoðað verði að selja stöðina.
6. nóvember 2021
Bankarnir högnuðust meira á níu mánuðum en þeir hafa gert innan árs frá 2015
Sameiginlegur hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 60 milljarðar króna. ð
6. nóvember 2021
Frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson stýra Samherja. Þar til í fyrra voru þeir stærstu eigendur fyrirtækisins en þá framseldu þeir hlutabréf í innlendu starfseminni til barna sinna.
Samherji og mögulega tengdir aðilar halda nú á meira en 22 prósent af öllum kvótanum
Fjórar blokkir eru með yfirráð yfir 60 prósent af öllum kvóta sem úthlutað hefur verið á Íslandi. Sú stærsta, sem hverfist um Samherja, heldur á yfir 22 prósent af öllum kvóta. Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar ekki halda á meira en tólf prósent.
5. nóvember 2021
Flugfélagið Play hóf sig á loft fyrr á árinu eftir langan undirbúningstíma.
Níu mánaða tap Play 1,4 milljarðar – Opna skrifstofu í Litáen í desember
Flugfélagið Play greinir frá því í uppgjörstilkynningu í dag að það ætli sér að opna skrifstofu í Vilníus í Litáen í desember. Höfuðstöðvar, auk allra áhafna og flugreksturs, verði þó áfram hér á landi.
4. nóvember 2021
Brim, Ísfélag Vestmannaeyja, Samherji og Síldarvinnslan eru þau fjögur sjávarútvegsfyrirtæki sem halda á mestum kvóta. Guðmundur Kristjánsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Gunnþór Ingvason stýra eða eiga þau fyrirtæki.
Samþjöppun í sjávarútvegi aukist – Tíu stærstu halda á tveimur þriðja hluta kvótans
Á einu ári hefur heildarverðmæti úthlutaðs kvóta sem tíu stærstu útgerðir landsins halda á farið úr því að vera 53 prósent í að vera rúmlega 67 prósent. Auknar heimildir til að veiða loðnu skipta þar umtalsverðu máli.
4. nóvember 2021
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Sýn skilar miklum hagnaði í fyrsta skiptið í tvö ár
Eftir níu ársfjórðunga af tapi eða litlum hagnaði skilar Sýn hf. loksins árfsfjórðungsuppgjöri þar sem mikill hagnaður er af starfsemi fyrirtækisins.
3. nóvember 2021
Yfirhagfræðingur Nordea-bankans sér fram á rólegri tíma á norska húsnæðismarkaðnum.
„Partýið búið“ á norskum húsnæðismarkaði eftir vaxtahækkanir
Eftir mikinn hita á húsnæðismarkaði í Noregi frá byrjun heimsfaraldursins eru nú komin upp merki um að toppnum hafi verið náð í verðhækkunum eftir að stýrivextir voru hækkaðir þar í landi í haust.
3. nóvember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Brim komið yfir lögbundið kvótaþak og heldur á 13,2 prósent úthlutaðs kvóta
Samkvæmt lögum má engin útgerð á Íslandi halda á meira en tólf prósent af verðmæti úthlutaðra aflaheimilda hverju sinni. Brim, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er nú komið yfir þau mörk.
3. nóvember 2021
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.
Creditinfo er að endurskoða hvað það merkir að vera „framúrskarandi fyrirtæki“
Nýr framkvæmdastjóri Creditinfo segir að unnið sé að því að fjölga mælikvörðum að baki vottuninni Framúrskarandi fyrirtæki. Einnig skoðar Creditinfo að áskilja sér rétt til að fjarlægja fyrirtæki tímabundið af listanum, vegna t.d. spillingarrannsókna.
3. nóvember 2021
Á meðal þeirra leiða sem eru til staðar til að búa til hreina orku er fjölgun vindmylla.
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að setja 580 milljarða króna í grænar fjárfestingar
Þréttán af fjórtán stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa skuldbundið sig til að setja níu prósent af hreinni eign íslenska lífeyrissjóðakerfisins í verkefni sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.
2. nóvember 2021
Framboðsskortur bítur risana ekki fast
Þrátt fyrir framboðstruflanir og vöruskort hefur rekstur fimm stærstu tæknifyrirtækja heimsins haldist stöðugur og arðbær. Fyrirtækin fengu samanlagt svipaðar tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins og öll spænska þjóðin.
2. nóvember 2021
Jes Staley var vinur Jeffrey Epsteins.
Hættir sem forstjóri Barclays vegna tengsla við Epstein
Stjórn breska bankans Barclays hefur komist að samkomulagi við forstjóra fyrirtækisins til síðustu sex ára um starfslok vegna rannsóknar á tengslum hans við Jeffrey Epstein.
2. nóvember 2021
Er í lagi að sjávarútvegur borgi meira í arð en skatta?
None
30. október 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Megi ekki sýna „rentusókn innlendra fákeppnismógúla“ miskunn
Prófessor í viðskiptafræðideild við Háskóla Íslands segir skort á aðhaldi gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem starfa á fákeppnismarkaði myndi skila „endalausum sjálfsmörkum“ í sókn okkar að betri lífskjörum.
30. október 2021
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
Hraðar uppgreiðslur og minni eftirspurn skýri minni útlán
Útlán Íslandsbanka til byggingargeirans hafa lækkað, en samkvæmt bankanum er ástæðan ekki sú að hann hafi synjað verkefnum. Frekar megi skýra minnkunina með minni eftirspurn og hraðari uppgreiðslum lántakenda.
29. október 2021
Næst stærsti lífeyrissjóðurinn býður nú upp á breytileg óverðtryggð íbúðalán
Tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins bjóða nú upp á óverðtryggð breytileg íbúðalán sem eru á sambærilegum eða betri kjörum en þau sem bankarnir bjóða. Það er mikil kúvending en lántakendur hafa flykkst frá sjóðunum til banka undanfarið.
29. október 2021
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni fyrr á þessu ári.
Hlutabréf í Íslandsbanka hafa hækkað meira en í öllum öðrum bönkum á Norðurlöndunum
Hluthöfum í Íslandsbanka hefur fækkað um í kringum sjö þúsund frá útboði. Markaðsvirði bankans hefur á sama tíma aukist um 60 prósent og þeir sem hafa selt sig út hafa getað tekið út góða ávöxtun á fjárfestingu sinni á rúmum fjórum mánuðum.
29. október 2021
Kjölfestan er ekki farin
Þrátt fyrir háa verðbólgu á undanförnum mánuðum eru væntingar um verðbólgu til langs tíma ekki langt fyrir ofan markmið Seðlabankans, samkvæmt útreikningum sjóðsstjóra hjá Kviku eignastýringu.
28. október 2021
Mark Zuckerberg kynnti nýja nafnið í dag.
Facebook breytir nafninu í Meta
Tæknifyrirtækið Facebook hefur fengið nýtt nafn. Samfélagsmiðilinn sem fyrirtækið hefur verið kennt við hingað til mun þó áfram heita sama nafni og hann hefur alltaf heitið.
28. október 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnast um 21,6 milljarða á níu mánuðum
Landsbankinn hagnaðist um 7,5 milljarða á þriðja ársfjórðungi og alls um 21,6 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins.
28. október 2021
Halldór Benjamín
Vill stokka upp eftirlitsstofnanirnar í landinu
Framkvæmdastjóri SA segir að á síðustu árum hafi virkt eftirlit almennings með þjónustu, gæðum og verðlagi tekið miklum breytingum með þátttöku fólks á samfélagsmiðlum. Hún sé mun fljótvirkari en „tilviljanakenndar heimsóknir opinbers eftirlitsfólks“.
28. október 2021
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion hefur hagnast um 22 milljarða það sem af er ári
Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi nam 8,2 milljörðum króna og segist í „mjög góðri stöðu“ til að lækka eigið fé með útgreiðslum.
27. október 2021
Velta í sjávarútvegi frá janúar til september var meiri í ár heldur en nokkru sinni fyrr.
Mikill vöxtur í hugverkaiðnaði, sjávarútvegi og álframleiðslu
Samhliða veikari krónu hafa tekjur í helstu útflutningsgreinum okkar, að ferðaþjónustunni undanskilinni, aukist töluvert á síðustu mánuðum. Hugverkaiðnaður er nú orðin næst stærsta útflutningsgrein landsins.
27. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
26. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
25. október 2021
Aker stefnir á að geta fangað milljónum tonna af koltvísýringi á næstu árum.
Aker Carbon Capture í miklum vexti
Tekjur norska fyrirtækisins Aker Carbon Capture, sem er í samstarfi við Carbfix um föngun kolefnis, hafa 40-faldast á einu ári, samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Þó skilar fyrirtækið enn miklu tapi.
25. október 2021
Mikill samdráttur hefur orðið á lánveitingum til byggingarframkvæmda.
Bankarnir hafa stórminnkað útlán til byggingarstarfsemi
Virði útlána íslensku banka til byggingarstarfsemi hefur minnkað um tugi milljarða króna á síðustu mánuðum. Nettó útlán bankanna í þessum flokki hafa verið neikvæð átta ársfjórðunga í röð.
25. október 2021
Kristján Þór Júlíusson, sem brátt lætur af störfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.
Skýrslan sem Ísland ákvað að fjármagna vegna Samherjamálsins tilbúin til kynningar
Tæpum tveimur árum eftir að upp komst um vafasama viðskiptahætti Samherja í Namibíu er nú tilbúin skýrsla, sem Ísland fjármagnaði, sem er fyrsti þáttur í úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar í þróunarríkjum.
24. október 2021
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
None
23. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
22. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
21. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
20. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
19. október 2021
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
17. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
16. október 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi: Verðbólgan ekki vegna lóðaskorts
Meintur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu er ekki ástæða þess að fasteignaverð hefur hækkað, að mati hagfræðiprófessors sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.
16. október 2021