200 færslur fundust merktar „viðskipti“

Segist ekki hafa nýtt sér trúnaðarupplýsingar í starfi sínu fyrir Kaupþing
Benedikt Gíslason var lykilmaður í framkvæmdarhópi um afnám hafta og kom að gerð stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann starfar nú sem ráðgjafi Kaupþings. Benedikt segir að hann hafi ekki nýtt sér trúnaðarupplýsingar í því starfi.
24. febrúar 2018
Arion banki tekur yfir allar eignir United Silicon
Verksmiðja United Silicon hefur vakið áhuga fjárfesta, eftir að starfsemin fór í þrot.
23. febrúar 2018
Leynd aflétt af gögnum um undanþágu Kaupþings frá gjaldeyrislögum
Seðlabanki Íslands hefur í dag birt undanþágu Kaupþings frá gjaldeyrislögum sem veitt var í janúar 2016 svo að hægt yrði að greiða kröfuhöfum hins fallna banka út. Hingað til hefur ríkt leynd um skjölin.
23. febrúar 2018
Ríkissjóður selur hlut sinn í Arion banka til Kaupþings
Ríkið selur hlut sinn í Arion banka til Kaupþings á 23,4 milljarða króna. Heildarávinningur ríkisins vegna fjárhagslegra hagsmuna í Arion og samskipta við Kaupþing er metinn á ríflega 150 milljarða króna.
23. febrúar 2018
Stefnt að því að verksmiðja United Silicon verði komin aftur af stað eftir 18-20 mánuði
Endurgangsetning verksmiðju United Silicon getur tekið allt að 20 mánuði. Arion banki bókfærir virði hennar á 5,4 milljarða króna en um 15 milljarða króna kostar að byggja slíka verksmiðju.
21. febrúar 2018
Taconic Capital með bein og óbein yfirráð í Arion banka
Bandarískur vogunarsjóður er með næstum helming hlutafjár í Kaupþingi, sem er stærsti eigandi Arion banka.
21. febrúar 2018
Gunnar Bragi: „Ískalt“ hagsmunamat Sjálfstæðisflokksins
Þingflokksformaður Miðflokksins er ósáttur við hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum er varða hlut ríkisins í Arion banka.
20. febrúar 2018
Fasteignaverð hækkaði um eitt prósent í janúar
Eftir lítilsháttar lækkanir milli mánaða í lok árs í fyrra, mælist nú mesta hækkun frá því í maí í fyrra.
20. febrúar 2018
Árni Harðarson og Björn Ingi Hrafnsson
Segir Björn Inga hafa hótað sér og reynt að greiða skuldir með steikum
Árni Harðarson svarar kæru Björn Inga Hrafnssonar með yfirlýsingu þar sem hann ásakar m.a. Björn Inga um fjárdrátt og hótanir.
20. febrúar 2018
Enn beðið eftir upplýsingum um hver á Dekhill Advisors
Skattrannsóknarstjóri hefur enn ekki fengið upplýsingar frá Sviss um aflandsfélagið Dekhill Advisors, sem fékk milljarða króna í fléttu sem ofin var í kringum sölu ríkisins á Búnaðarbankanum árið 2003. Enn er á huldu hver á Dekhill Advisors.
20. febrúar 2018
Björn Ingi kærir fyrir fjársvik
Fyrrverandi forsvarsmenn Pressunnar hafa kært forsvarsmenn Dalsins fyrir fjársvik.
20. febrúar 2018
Bankasýsla ríkisins gerir tillögu um að ríkið selji hlut sinn í Arion
Íslenska ríkið mun selja hlut sinn í Arion banka á 23,4 milljarða króna. Verðið er í samræmi við kaupréttarákvæði sem sett var í hluthafasamkomulag árið 2009.
19. febrúar 2018
Efnahags- og viðskiptanefnd fær upplýsingar um stöðugleikaskilyrði í trúnaði
Upplýsingar um stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði verða afhent nefndarmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd á eftir.
19. febrúar 2018
Una Jónsdóttir tekur við deild leigumarkaðsmála
Leigumarkaðurinn fær aukið vægi hjá nýrri deild Íbúðalánasjóðs.
19. febrúar 2018
Neyðarfundur hjá ríkisstjórn Lettlands eftir handtöku seðlabankastjóra
Í yfirlýsingu Seðlabankastjóra Lettlands segir að ekkert ógni fjármálakerfinu.
18. febrúar 2018
Íslenska ríkið á tæplega 640 milljarða í þremur fyrirtækjum
Íslenska ríkið á Íslandsbanka 100 prósent en Landsbankann rúmlega 98 prósent. Eignir Landsvirkjunar eru nú metnar á yfir 450 milljarða króna.
18. febrúar 2018
Ketill Sigurjónsson
Ofurnákvæmni eða tilviljun?
17. febrúar 2018
Einar Karl Friðriksson
Einkaleyfi í jarðvarmavinnslu
16. febrúar 2018
Gera ekki athugasemd við sameiningu Nova og Símafélagsins
Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa Nova hf. á Símafélaginu ehf. þar sem áherslur í starfsemi félaganna á fjarskiptamarkaði séu ólíkar.
16. febrúar 2018
Engar nýjar sprungur í glerþakinu – Heimsmeistari í jafnrétti heldur konum frá peningum
Karlar stýra peningum á Íslandi, og þar með ráða þeir hvaða hugmyndir fá að verða að veruleika. Fyrir hverja níu karla sem sitja í æðstu stjórnendastöðum í íslenskum peningaheimi er einungis ein kona í sambærilegri stöðu.
16. febrúar 2018
Samanlagður hagnaður ríkisbanka 33 milljarðar króna
Íslandsbanki er 100 prósent í eigu ríkisins og Landsbankinn rúmlega 98 prósent.
16. febrúar 2018
Birna: Hvatti til þess að konur fengju líka að fara í viðtalshóp
16. febrúar 2018
Róbert Wessman
Dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir króna
Róbert Wessman og tveir viðskiptafélagar hans voru í dag dæmdir til að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir króna auka vaxta fyrir að hlunnfara hann í viðskiptum tengdum Alvogen.
15. febrúar 2018
Ríkið getur ekki neitað að selja hlut sinn í Arion banka
Ganga þarf frá kaupum Kaupþings á 13 prósent hlut ríkisins í Arion banka í síðasta lagi 21. febrúar. Kauprétturinn er einhliða og ríkið getur ekki hafnað því að selja hlutinn. Hann byggir á samningi frá árinu 2009.
15. febrúar 2018
Breytingar á eignarhaldi Kjarnans - Ágúst Ólafur úr hluthafahópnum
Móðurfélag Kjarnans hefur keypt hlut Ágúst Ólafs Ágústssonar í miðlinum. Fanney Birna Jónsdóttir aðstoðarritstjóri hefur bæst við hluthafahópinn.
15. febrúar 2018
Arion banki kaupir 9,5 prósent hlut í sjálfum sér á 17,1 milljarð
Endurkaup Arion banka á bréfum í sjálfum sér dragast frá 25 milljarða króna arðgreiðslu. Hluthafar sem keyptu hlut í vikunni njóta arðgreiðslunnar og endurkaupanna.
15. febrúar 2018
Gremja sögð í hluthafahópi Borgunar vegna „afskipta“ bankastjóra Íslandsbanka
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að stjórnarmenn í Borgun hafi fengið meldingar um hvern ætti að skipa forstjóra, frá bankastjóra Íslandsbanka.
15. febrúar 2018
Arion banki hagnast um 14,4 milljarða
Forstjóri Arion banka segir spennandi tíma framundan hjá Arion banka. Efnahagslíf landsins er í blóma og bankinn mun halda áfram að framþróa sína starfsemi og þjónustu, segir hann.
14. febrúar 2018
Grímur hættir hjá SAF
Undarfarin fjögur ár hefur Grímur Sæmundsen verið formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vöxtur í greininni hefur verið gríðarlegur.
14. febrúar 2018
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín vill ekki að ríkið eigi allt fjármálakerfið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í dag ekki skynsamlegt fyrir ríkið að bera meginábyrgð á öllum helstu fjármálastofnunum landsins.
14. febrúar 2018
Lokakaflinn í fléttunni um framtíð Arion banka að hefjast
Búið er að virkja kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka. Það gerðist skyndilega í gær. Samhliða var rúmlega fimm prósent hlutur í bankanum seldur til sjóða. Ekki hefur verið upplýst hverjir eru endanlegir eigendur þeirra.
14. febrúar 2018
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 13 milljarða í fyrra
Hagnaður Íslandsbanka dróst saman milli ára og arðsemi eigin fjár var minni í fyrra en hún var árið 2016.
14. febrúar 2018
Vilja aðskilja Valitor frá bankanum fyrir útboð
Töluverðar hræringar eru nú í eignarhaldi Arion banka, en til stendur að skrá bankann á markað á næstu mánuðum.
14. febrúar 2018
Ríkið við það að selja 13 prósent hlut sinn í Arion banka á 23 milljarða
Þrátt fyrir að viðræður við lífeyrissjóði hafi siglt í strand hyggst stærsti hluthafinn í Arion banka nýta sér kauprétt á hlut ríkisins í bankanum.
13. febrúar 2018
Fyrirtæki með einn til níu starfsmenn greiddu 143 milljarða í laun
Nánast öll fyrirtæki á Íslandi flokkast sem lítil eða meðalstór. Þar af flokkast 80 prósent þeirra sem örfyrirtæki, sem eru með einn til níu starfsmenn. Þau greiða 26 prósent allra launa.
13. febrúar 2018
Gildi segir að of mikil óvissa og áhætta hafi falist í því að kaupa í Arion
Stærstu eigendur Arion banka vildu ekki leyfa Gildi að leggja mat á endurskoðað uppgjör bankans áður en þeir keyptu hlut.
13. febrúar 2018
Evrópskar eftirlitsstofnanir vara við sýndargjaldeyri
Nokkrar eftirlitsstofnanir á evrópskum fjármálamarkaði hafa gefið út sameiginlega viðvörun vegna áhættu sem fylgt getur viðskiptum með sýndarfé. FME hefur gert slíkt hið sama.
13. febrúar 2018
Skattaskjólafélög eiga 23 þúsund heimili
Skattaskjólafélög eiga miklar eignir í Bretlandi, þar á meðal tugþúsundir fasteigna, einkum miðsvæðis í London.
13. febrúar 2018
Skortur á gagnsæi í söluferli Arion banka
Framkvæmdastjóri LSR tjáir sig við Morgunblaðið um ástæður þess að sjóðurinn bakkaði út úr viðræðum um kaup á hlut í Arion banka, fyrir útboð.
13. febrúar 2018
Virði eigna Heimavalla yfir 50 milljarðar og eigið féð 17,6 milljarðar
Leigufélagið Heimavellir hefur vaxið hratt á síðustu árum.
12. febrúar 2018
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er með höfuðstöðvar í Húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar eftir fólki til að sitja í stjórnum
Næststærsti lífeyrissjóður landsins leitar eftir fólki til að styðja til stjórnarsetu í félögum sem hann á í. Sjóðurinn er á meðal stærstu eigenda flestra skráðra félaga á Íslandi.
12. febrúar 2018
Samþykkt að greiða hluthöfum Arion banka tugi milljarða króna
Hluthafafundur í Arion banka var haldinn í morgun. Þar var samþykkt heimild til að kaupa bréf af hluthöfum og greiða þeim út arð. Eigið fé bankans minnkar um þrjú prósent við aðgerðina.
12. febrúar 2018
Lífeyrissjóðir vilja ekki kaupa í Arion banka fyrir útboð
Íslenska ríkið á 13 prósent hlut í Arion banka.
12. febrúar 2018
Stjórnvöld hafa ekki metið ávinning neytenda né bænda af búvörusamningum
Búvörusamningar sem undirritaðir voru 2016 kosta að minnsta kosti 13 milljarða króna á ári í tíu ár. Samráðshópur um endurskoðun þeirra hefur verið endurskipaður tvisvar sinnum. Ekkert mat framkvæmt á ávinningi neytenda né bænda.
11. febrúar 2018
„Furðulítil“ umræða um lækkun raunvaxta
Gylfi Magnússon, dósent og fyrrverandi viðskiptaráðherra, skrifar um þróun vaxta á Íslandi í nýjustu útgáfu Vísbendingar.
9. febrúar 2018
Gísli Hauksson, fráfarandi stjórnarformaður GAMMA.
Gísli Hauksson lætur af stjórnarformennsku hjá GAMMA
Búið er að innleiða nýtt skipurit hjá GAMMA. Stjórnarformaður félagsins mun einbeita sér að því að stýra erlendri starfsemi. Alls er GAMMA með 137 milljarða króna í stýringu.
9. febrúar 2018
Verð hlutabréfa hrynur einnig í Asíu
Lækkanir hafa sést á hlutabréfum um allan heim að undanförnu. Þessi þróun er ekki að koma öllum á óvart, en væntingar um hækkun vaxtastigs og verðbólgu virðist ráða miklu um það sem er á seyði.
9. febrúar 2018
Verðhrun á mörkuðum...aftur
Yfirlýsingar frá Englandsbanka, um að vextir yrðu mögulega hækkaðir hraðar, settu af stað mikla hrinu lækkana á verðbréfamörkuðum
8. febrúar 2018
Helstu tillögur - Skilvirkt eftirlit, áhættumat og varnarlínur á réttum stöðum
Í skýrslu um bankastarfsemi og tillögur til úrbóta á fjármálamarkaði er fjallað ítarleg um ýmsa þætti í regluverki fjármálamarkaða.
8. febrúar 2018
Skýrslu um bankakerfi skilað - Varnarlína verði dregin til að takmarka áhættu
Starfshópur sem skipaður var á sumarmánuðum í fyrra hefur skilað skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra um mögulegar leiðir við breytingar á bankakerfinu.
8. febrúar 2018
Samkeppniseftirlitið rannsakar gjaldtöku Isavia
Samkeppniseftirlitið hyggst rannsaka háa gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli.
8. febrúar 2018
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel.
Hlutabréf í Marel rjúka upp í fyrstu viðskiptum – Hækkuðu um tæp tíu prósent
Markaðsvirði Marel hefur aukist um tugi milljarða á innan við klukkutíma.
8. febrúar 2018
EFTA dómstóllinn.
Bregðast við áliti ESA
Fjármálaráðuneytið hyggst leggja fram lagafrumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki til að bregðast við athugasemdum sem fram komu í rökstuddu áliti ESA.
8. febrúar 2018
Arion banki metinn á 194 milljarða króna samkvæmt nýju verðmati
Capacent vann verðmatið, og segir að vaxtamöguleikar bankans séu hverfandi í framtíðinni.
8. febrúar 2018
Útlán lífeyrissjóða til heimila jukust um 57 prósent í fyrra
Heildareignir lífeyrissjóða nema nú um 3.900 milljörðum króna.
8. febrúar 2018
Gott uppgjör hjá Marel - 3,6 milljarðar í arð til hluthafa
Starfsmenn Marel eru nú 5.400 á heimsvísu. Stefna hefur verið samþykkt um að vaxa um að meðaltali 12 prósent á ári, næsta áratuginn.
7. febrúar 2018
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi æðstu ráðamenn þjóðarinnar, kynntu haftalosunaráætlun í júní 2015. Í henni fólst samkomulag við kröfuhafa um afhendingu stöðugleikaeigna.
Lindarhvoll búið að selja Lyfju og verður slitið
Með sölu á Lyfju til SID ehf. er ráðstöfun stöðugleika í umsýslu Lindarhvols lokið. Andvirði þeirra stöðugleikaeigna sem búið er að innleysa nemur um 207,5 milljörðum.
7. febrúar 2018
Skúli Mogensen forstjóri WOW air.
Wow air stærsta flugfélagið í janúar
WOW air var stærsta flugfélag Íslands í janúar og flutti fleiri farþega til og frá landinu en Icelandair.
7. febrúar 2018
Ásgeir Margeirsson er forstjóri Hs Orku.
Innergex orðið stærsti eigandi HS Orku - Greiddi upp skuldabréf við OR
Kanadíska orkufyrirtækið Innergex er formlega orðið eigandi að 53,9 prósent hlut í HS Orku, sem á nokkur orkuver á Íslandi og 30 prósent hlut í Bláa Lóninu.
7. febrúar 2018
EFTA-dómstóllinn.
Ekki rétt staðið að lögum um endurskipulagningu fjármálastofnana
Íslensk stjórnvöld hafa ekki innleitt tilskipun um endurskipulagningu og slitameðferð lánastofnana með fullnægjandi hætti. Þetta er niðurstaða rökstudds álits Eftirlitsstofnunar EFTA.
7. febrúar 2018
Lífeyrissjóðir til í viðræður um kaup á hlut í Arion banka
Íslenska ríkið á 13 prósent hlut í Arion banka.
7. febrúar 2018
Eins og í vísindaskáldsögu hjá SpaceX
Geimskot SpaceX heppnaðist vel, en gefið hafði verið út fyrirfram að um helmingslíkur væru á því að það myndi ekki heppnast.
7. febrúar 2018
Mátu það þannig að ekki ætti að ákæra vegna ársreikninga
Stefán Svavarsson og Jón Þ. Hilmarsson, endurskoðendur, segja hina föllnu banka hafa gefið kolranga mynd af efnahagslegum styrk í ársreikningum árið 2007.
6. febrúar 2018
Helga Árnadóttir ráðin til Bláa Lónsins
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur ráðið sig til Bláa Lónsins. Hún mun hætta störfum hjá samtökunum.
6. febrúar 2018
Vilja að Arion banki greiði hluthöfum tugi milljarða króna
Lífeyrissjóðir hafa til 12. febrúar til að svara hvort þeir ætli sér að kaupa í Arion banka eða ekki. Þann dag verður haldinn hluthafafundur í bankanum og ákveðið hvort greiða eigi út 25 milljarða í arð og kaupa eigin bréf fyrir allt að 19 milljarða.
6. febrúar 2018
Fjárfestar „óttast“ hækkun vaxta og verðbólgu
Þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðir hafi sýnt rauðar tölur lækkana þá hafa hagtölur í heimsbúskapnum verið að batna verulega. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 4,7 prósent, sem er sögulega með allra lægsta móti.
6. febrúar 2018
Arnór Sighvatsson
Staða aðstoðarseðlabankastjóra auglýst síðar í mánuðinum
Arnór Sighvatsson er aðstoðarseðlabankastjóri og á einnig sæti í peningastefnunefnd.
6. febrúar 2018
Hlutabréfaverð hrynur á alþjóðamörkuðum
Einhver „leiðrétting“ er nú að eiga sér stað á alþjóðamörkuðum. Miklar lækkanir sáust á mörkuðum í dag.
5. febrúar 2018
Kjarninn verður á Framadögum
Framadagar 2018 fara fram næstkomandi fimmtudag. Tilgangur þeirra er að gefa ungu fólki tækifæri til þess að komast í kynni við íslenskt atvinnulíf.
3. febrúar 2018
Er tími lágrar verðbólgu að líða undir lok?
Aðalhagfræðingur Kviku skrifaði grein í Vísbendingu um verðbólguhorfur.
3. febrúar 2018
Mikil niðursveifla á alþjóðamörkuðum
Hræðsla við hækkun vaxta muni er sögð meginorsökin að baki óvenjulega mikillar lækkunar á hlutabréfum í dag, segir Wall Street Journal.
2. febrúar 2018
Eigið fé bankanna ofmetið um 50 prósent 2007 - Heimatilbúið hrun
Endurskoðendurnir Stefán Svavarsson og Jón H. Stefánsson segja í grein á vef Viðskiptablaðsins að gömlu bankarnir hafi verið kolólöglegir löngu fyrir formlegt fall þeirra haustið 2008.
2. febrúar 2018
110 dagar án fjölmiðlafrelsis
2. febrúar 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Samherji þarf að selja sig út úr færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum
Samherji hefur sjö ár til að selja sig út úr færeysku útgerðarfyrirtæki eftir að ný lög sem banna eign útlendinga á slíkum tók gildi þar í landi. Lagabreytingin gæti þýtt uppsögn á fríverslunarsamningi Íslands og Færeyja.
2. febrúar 2018
Þörf á mikilli uppbyggingu húsnæðis um allt land
Félagsmálaráðherra talar fyrir því að mikil þörf sé á uppbyggingu húsnæðis. Ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig á landsbyggðinni.
1. febrúar 2018
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Lífeyrissjóðurinn neitar að upplýsa um fjárfestingar í Bakkavör
Virði Bakkavarar þegar lífeyrissjóði og Arion banki seldu í Bakkavör, var 43 milljarðar. Það er nú 175 milljarðar.
1. febrúar 2018
„Miðborgarálag“ á fasteignamarkaði lækkar
Heldur dregur saman með hverfum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýjustu tölum á fasteignamarkaði.
1. febrúar 2018
FKA heiðraði Ernu, Hildi og Söndru
Árleg viðurkenningarhátíð FKA fór fram í dag.
31. janúar 2018
FME varar almenning við Bitcoin
Fjármálaeftirlitið varar almenning við þeirri miklu áhættu sem fylgir viðskiptum með sýndarfé.
31. janúar 2018
Keyptur út vegna gruns um skattalagabrot - Allt lykilstarfsfólk Sæmarks hefur sagt upp
Búið er að kaupa Sigurð Gísla Björnsson út úr fiskútflutningsfyrirtækinu Bacco Seaproducts. Ástæðan er sú að hann er grunaður um skattalagabrot. Allt lykilstarfsfólk annars fyrirtækis Sigurðar Gísla, Sæmarks, sagði upp störfum á mánudag.
31. janúar 2018
Þóttist vera verkefnastjóri hjá seljanda bræðsluofnsins
Magnúsi Garðarssyni hefur verið stefnt vegna meintra lögbrota í starfsemi hjá United Silicon.
31. janúar 2018
Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á 23 milljarða
Íslenska ríkið á 13 prósent hlut í Arion banka, en bókfært virði bankans er 223 milljarðar króna.
31. janúar 2018
Björgvin Ingi Ólafsson
...og þá er of seint að bregðast við
30. janúar 2018
Engin efnahagsleg tækifæri í Brexit fyrir Breta
Í skjölum frá breskum stjórnvöldum sem lekið var til BuzzFeed kemur fram að Brexit verði efnahagslega erfitt fyrir Breta, hvernig sem samið verður um útgöngu landsins.
30. janúar 2018
Rauður dagur í kauphöllinni - Er dýfa framundan?
Greinandi hjá Goldman Sachs bankanum segir að meðaltals leiðréttingin á markaði, sem er með bólgin eignaverð, sé um 13 prósent á fjórum mánuðum.
29. janúar 2018
Verðbólgudraugurinn vaknaður?
Verðbólga mældist mun meiri á ársgrundvelli en flestar spár gerðu ráð fyrir.
29. janúar 2018
Samkeppniseftirlitið andmælir samruna Haga og Olís
Samkeppniseftirlitið andmælir samruna Haga og Olís í skjali sem eftirlitið sendi á Olís á þeim forsendum að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykktur án skilyrða.
29. janúar 2018
Ívar Ingimarsson
Dreifing ferðamanna
28. janúar 2018
Forsvarsmenn United Silicon og þáverandi ráðherrar í ríkisstjórn taka skóflustungu að verksmiðju félagsins í ágúst 2014.
Stjórnmálaleg fyrirgreiðsla, meintur fjárdráttur, milljarðar tapaðir og gjaldþrot
Milljarðar hafa tapast vegna United Silicon, sem var sett í þrot á mánudag. Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og á sveitarstjórnarstigi, lögðu sig mjög fram um að greiða fyrir því að verksmiðja félagsins yrði að veruleika.
28. janúar 2018
Íslenskur fjölmiðlaheimur gjörbreyttist á einu ári
Rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur breyst mikið á örfáum árum vegna upplýsinga- og tæknibyltingar. Þau viðskiptamódel sem voru undirstaða hefðbundinna fjölmiðla áratugum saman, áskriftar- og auglýsingasala, eiga undir högg að sækja.
28. janúar 2018
Umbúðirnar og varan galdurinn
Skyrævintýrið sem hófst í New York fyrir meira en áratug. Skyrsmakk á litlum bási vatt upp á sig, svo ekki sé meira sagt. Einhver ótrúlegasta frumkvöðlasaga Íslendings í seinni tíð er sagan af Siggi’s Skyr. Kjarninn náði tali af manninum bak við skyrið.
27. janúar 2018
Baráttan um alþjóðaviðskiptin
Í Davos ræða valdamennt um stöðu efnahagsmála. Hagsmunabaráttan um þróunina í alþjóðaviðskiptum er augljóst. Donald Trump er í sviðsljósinu. Hvað vill hann í raun og veru?
26. janúar 2018
Mannlíf - 26. janúar
Fjórða útgáfa fríblaðsins Mannlífs komið út
Fríblaðinu Mannlífi er dreift í 80 þúsund eintökum í dag. Blað dagsins er stútfullt af fréttum, fréttaskýringum, úttektum og skoðanagreinum sem unnar eru af ritstjórn Kjarnans.
26. janúar 2018
Hafsteinn Hauksson
Krónan í samfloti við evruna
Fjallað er ítarlega um gengissveiflur krónunnar, gagnvart erlendum myntum, í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda í dag.
26. janúar 2018
Bandaríkjadalur kominn í 100 krónur
Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst að undanförnu.
25. janúar 2018
Sunna Gunnars Marteinsdóttir
Málefnalega umræðu, takk
25. janúar 2018
Kaupþing íhugar að kaupa hlut ríkisins í Arion banka og selja svo áfram
Eignahaldsfélagið Kaupþing er sagt vera að íhuga kaup á 13 prósent hlut ríkisins í Arion banka.
25. janúar 2018
Konráð S. Guðjónsson
Eru stærðfræðikunnátta og lestur að verða úrelt færni?
24. janúar 2018
EPA.
Umfangsmikil viðskipti Norvik
Norvik er stór hluthafi í félaginu Bergs Timber sem skráð er á markað í Svíþjóð.
24. janúar 2018
Rafbílar seljast sem aldrei fyrr
Forpantanir á nýjum rafmagnsbíla Nissan fóru fram úr björtustu vonum.
24. janúar 2018
Krónuáhættan hefur magnast upp
Hagtölurnar eru góðar, en samt eru mikilvægustu fyrirtæki landsins í þekkingariðnaði mörg hver að glíma við hratt versnandi rekstrarskilyrði.
23. janúar 2018
Nánast allir sem teljast ofurríkir eru karlmenn..
Ríkasta eitt prósentið tók til sín 82 prósent af nýjum auð í fyrra
42 ríkustu einstaklingar heims eiga nú jafn mikið og þeir 3,7 milljarðar mannkyns sem eiga minnst. Níu af hverjum tíu í hópi hinna ofurríku eru karlar og ríkasta eitt prósentið á nú meira en allir hinir til samans.
23. janúar 2018
Arion banki reynir aftur við kísilverksmiðjuna
Arion banki hyggst reyna að gera sér mat úr þeim eignum sem verða í þrotabúi United Silicon.
23. janúar 2018
Allt er breytt - Hvað er Amazon að hugsa?
Byltingarkenndur nýr hugbúnaður í smásölu er kominn fram. Margar spurningar vakna um breytt landslag í smásölu.
22. janúar 2018
Amazon Go verslunin opnuð almenningi - Byltingarkennd ný tækni
Engir búðarkassar. Fyllt er á hillurnar í búðunum sjálfkrafa með tölvustýrðum lagerum. Fólk fer inn, nær í vörurnar og gengur út. Viðskiptin fara fram sjálfkrafa í gegnum símann.
22. janúar 2018
Gjaldþrot blasir við United Silicon
Umhverfisstofnun hefur gert United Silicon að leysa úr nær öllu því sem upp á vantar, þannig að verksmiðjan geti hafið starfsemi.
21. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Áreiðanlegir fjölmiðlar munu fá aukið vægi
Mark Zuckerberg heldur áfram að boða miklar breytingar á fréttastraumi notenda Facebook.
20. janúar 2018
Peningastefnunefnd: Þörf á meira aðhaldi í ríkisfjármálum
Áframhaldandi spenna er í hagkerfinu. Krefjandi kjarasamningar eru framundan, með tilliti til hagstjórnarinnar.
19. janúar 2018
Þorsteinn Víglundsson
Viljum við ekki samkeppni?
19. janúar 2018
Íslendingar eiga lífeyrissjóðina, sem hafa það meginhlutverk að tryggja íbúum landsins áhyggjulaust ævikvöld. En þeir eru líka langstærsti leikandinn í íslensku viðskiptalífi. Og eiga stóran hluta allra eigna hérlendis.
Íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 33 prósent af fjármunum á Íslandi
Íslenskir lífeyrissjóðir áttu 70 prósent allra markaðsskuldabréfa og víxla og 41 prósent skráðra hlutabréfa hérlendis á árinu 2016. Einungis um 22 prósent eigna þeirra voru erlendis. Starfshópur vill að þeir auki vægi erlendra eigna.
19. janúar 2018
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Talinn hafa misnotað fjárfestingarleiðina sjálfum sér til hagsbóta
Í skýrslu KPMG, um meint efnahagsbrot fyrrverandi forstjóra United Silicon, kemur fram að grunur sé um að hann hafi misnotað fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Alls er maðurinn, Magnús Garðarsson, grunaður um fjárdrátt upp á 605 milljónir króna.
19. janúar 2018
Hagvöxtur eykst í Kína í fyrsta skipti frá árinu 2010
Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið 6,9 prósent í Kína í fyrra, þá hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varað við því að undanförnu að skuldastaða í bankakerfinu sé komin á „hættulegt stig“.
19. janúar 2018
Björgvin Ingi Ólafsson.
Björgvin Ingi hættur hjá Íslandsbanka
Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka er hættur störfum hjá bankanum.
18. janúar 2018
Apple boðar 36 þúsund milljarða fjárfestingar í Bandaríkjunum
Apple ætlar að byggja nýja starfsstöð og skapa í það minnsta 20 þúsund ný störf í Bandaríkjunum.
18. janúar 2018
Húsleit og eignir kyrrsettar
Eigandi fiskútflutningsfyrirtækis í Hafnarfirði er grunaður um stórfelld skattalagabrot.
18. janúar 2018
Vilja selja lífeyrissjóðum í Arion innan mánaðar – bónusar greiddir út í apríl
Ráðgjafar Kaupþings reyna nú að fá íslenska lífeyrissjóði til að kaupa hlut í Arion banka. Reynt verður að skrá bankann á markað í vor. Starfsmenn Kaupþings fá á næstu mánuðum háa bónusa greidda fyrir hámörkun á virði eigna félagsins.
17. janúar 2018
Vefmiðlar stærsti hluti kökunnar
Samfélagsmiðlar auka verulega hlutdeild sína í vefbirtingum milli ára.
17. janúar 2018
Atvikin sögð „mjög ámælisverð“ og hafa skaðað í krafti „meirihlutavalds“
Fallist var á kröfur stefnanda í tveimur málum er varða félag sem um tíma réð yfir um 30 prósent hlut í Alvogen.
17. janúar 2018
Íbúðaverðhækkun ennþá ein sú mesta í heimi
Fasteignaverð hefur hækkað meira en tvöfalt meira en í Noregi á undanförnu ári. Sérbýli hefur hækkað töluvert meira en fjölbýli.
16. janúar 2018
Ketill Sigurjónsson
Álverin greiddu hærra raforkuverð 2017
15. janúar 2018
Björgólfur Thor tekur stökk á milljarðamæringalistanum - er eini Íslendingurinn
Milljarðamæringar heimsins hafa aldrei verið fleiri samkvæmt nýjustu úttekt Forbes. Bill Gates er enn og aftur ríkastur og Björgólfur Thor Björgólfsson er enn sem aftur eini Íslendingurinn sem komist hefur á listann.
15. janúar 2018
Lífeyrisskuldir ríkisins „þungur baggi“
Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að huga þurfi vel að fjármögnun opinbera lífeyriskerfisins, og áhrifum þess
15. janúar 2018
Hefðbundin starfsheiti að deyja út
Miklar breytingar á vinnumarkaði eru farnar að sjást í breyttum áherslum fyrirtækja þegar þau auglýsa eftir starfsfólki.
14. janúar 2018
Rútufyrirtæki kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ við Leifsstöð
Gray Line hefur sent kæru til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Isavia ætlar að rukka hópferðarfyrirtæki um tæpar 20 þúsund krónur í hvert sinn sem rúta sækir farþega í Leifsstöð. Fyrirtækið segir hækkunina geta valdið sér óbætanlegum skaða.
13. janúar 2018
Vill kaupa álverið í Straumsvík
Indverskur fjárfestir hefur keypt álstarfsemi Rio Tinto í Frakklandi. Hefur áhuga á álverinu í Straumsvík og við Kyrrahafið líka. Verðmiðinn sagður hærri en tveir milljarðar dollara.
12. janúar 2018
Bónus er stærsta matvöruverslanakeðja landsins. Og krúnudjásn Haga.
Vörusala Haga dróst saman um 5,6 milljarða á milli ára
Umtalsverður samdráttur varð í vörusölu Haga, stærsta smásala landsins, á fyrstu níu mánuðum uppgjörsárs félagsins. Kostnaður við rekstur lækkaði hins vegar á móti, meðal annars vegna styrkingu krónunnar. Hlutabréf í Högum lækkuðu um 33,8 prósent í fyrra.
12. janúar 2018
Þúsund einstaklingar eiga nær allt eigið fé einstaklinga í fyrirtækjum
Tiltölulega fáir einstaklingar eiga það eigið fé fyrirtækja sem tilheyrir einstaklingum.
11. janúar 2018
Lífeyrissjóðir lánuðu meira til íbúðarkaupa í fyrra en bankar
Lífeyrissjóðir lánuðu tæplega 50 prósent meira til íbúðarkaupa á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2017 en þeir gerðu allt árið 2016. Útlán þeirra voru hærri en útlán banka til heimila vegna íbúðarkaupa.
10. janúar 2018
Vísbendingar um að leigumarkaður fari minnkandi
Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að könnun bendi til þess að leigumarkaður á Íslandi fari minnkandi.
10. janúar 2018
Bezos á nú 105 milljarða Bandaríkjadala
Stofnandi Amazon er ríkasti maður heims, og það ætti ekki að koma neinum á óvart ef yrði miklu ríkari á þessu ári.
10. janúar 2018
7 prósent fjölgun farþega hjá Icelandair milli ára í desember
Á árinu 2017 fjölgaði farþegum hjá Icelandair um 10 prósent frá fyrra ári og voru þeir alls um fjórar milljónir. Sætanýting batnaði milli ára.
8. janúar 2018
Markaðsvirði skráðra félaga tæplega tvöfalt eigið fé þeirra
Markaðsvirði Marel er nú um 30 prósent af heildarvirði skráðra félaga á aðallista kauphallarinnar.
5. janúar 2018
Nýherji, TM Software og Applicon verða Origo
Orðið Origo kemur úr latínu og merkir uppruni, upphaf eða uppspretta.
5. janúar 2018
Einn stærsti mjólkurvöruframleiðandi heims kaupir Siggi´s Skyr
Fyrirtækið sem framleiðir Siggi´s Skyr hefur verið selt til Lactalis fyrir óuppgefna upphæð. Eigendur þess eru flestir Íslendingar sem tengjast stofnandanum Sigurði Kjartani Hilmarssyni.
5. janúar 2018
Tæplega 30 þúsund ný störf orðið til á sex árum
Mikill uppgangur í hagkerfinu hefur skilað sér í tugþúsundum nýrra starfa, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar.
5. janúar 2018
Spáir því að Amazon kaupi Target
Smásölurisinn Amazon hefur verið í miklum sóknarhug að undanförnu. Frekari landvinningar á sviði verslunarrekstrar eru taldir líklegir.
4. janúar 2018
Færri fertugir og yngri í toppstöðum í viðskiptalífinu en áður
Góð samskipti hafa valið 40 eftirtektarverðustu stjórnendur landsins 40 ára og yngri.
3. janúar 2018
Peter Thiel veðjar á Bitcoin
Tæknifjárfestirinn umdeildi er sagður hafa fjárfest fyrir háar fjárhæðir í Bitcoin að undanförnu. Hann veðjar á áframhaldandi hækkandi verðþróun Bitcoin og að hún festi sig í sessi.
2. janúar 2018
Arion banki atkvæðamestur í hlutabréfum en Landsbankinn í skuldabréfum
Hörð samkeppni er meðal þeirra sem koma að viðskiptum með verðbréf í kauphöllinni. Umsvif á skráðum markaði með hlutabréf jukust um 13 prósent í fyrra.
2. janúar 2018
Átta aðilar hafa áhuga á United Silicon
Afar ólíklegt er að sala á United Silicon klárist áður en að greiðslustöðvunarfrestur fyrirtækisins rennur út 22 janúar.
2. janúar 2018
Veiðigjöld verði lækkuð - „Hátekjuskattur á sterum“
Ríkisstjórnin hyggst endurskoða veiðigjöld og lækka þau á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem ekki hafa ráðið við hækkanir frá 1. september í fyrra.
2. janúar 2018
Fjármálamarkaðir í miðju breytingaskeiði
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að fjármálafyrirtæki hér á landi byggi á traustum grunni. Nú standi yfir breytingarbylur í fjármálaþjónustu og taka þurfi stöðuna í sameiningu um hvernig eigi að bregðast við.
1. janúar 2018
Björgvin Ingi Ólafsson
Kunnuglegar bólubjöllur Bitcoin
31. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Stærsta bankarán Íslandssögunnar upplýst
Einkavæðing ríkisbankanna markaði upphafið af því ástandi sem leiddi af sér bankahrunið 2008. Í mars 2017 var birt skýrsla um aðkomu þýsks banka að kaupunum á Búnaðarbanka þar sem sýnt var fram á að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar voru blekkt.
27. desember 2017
Travelade lýkur 160 milljóna fjármögnun
Fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital er leiðandi í fjármögnunni sem ætlað er að styðja við vöxt félagsins.
27. desember 2017
Innkoma Costco viðskipti ársins hjá Markaðnum
Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Innkoma Costco á íslenskan smásölumarkað þykir hafa hrist verulega upp í íslensku viðskiptalífi.
27. desember 2017
Ólíkt gengi risanna tveggja
Stærsta fyrirtækið í kauphöllinni, Marel, hefur verið í 25 ár og markaði og vaxið stöðugt.
24. desember 2017
Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar 2,1 milljarðar
Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna rannsókna og þróunar jókst um 800 milljónir milli ára eftir að endurgreiðsluþakið var hækkað. Ný ríkisstjórn stefnir að því að afnema þakið.
22. desember 2017
Forlagið með allt að helmings hlutdeild og í markaðsráðandi stöðu
Samkeppniseftirlitið neitar að fella úr gildi skilyrði sem sett voru vegna markaðsráðandi stöðu Forlagsins á markaði með bækur. Ástæðan er einfaldlega sú að staða Forlagsins sem sterkasta fyrirtækisins á þeim markaði hefur ekkert breyst.
21. desember 2017
Undirbúa Almenna leigufélagið fyrir skráningu
Félagið á 1.214 íbúðir. Stjórn félagsins hefur samþykkt að gefa út skuldabréf fyrir allt að 30 milljarða.
21. desember 2017
Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Lárus Welding: Kaup Jóns Ásgeirs og félaga í Glitni voru valdapólitík
Fyrrverandi forstjóri er á meðal helstu heimildarmanna í nýrri bók um tímann í viðskiptalífinu og stjórnmálum frá aldarmótum og fram að hruni. Þar greinir hann m.a. frá samskiptum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins.
20. desember 2017
Krugman: Bitcoin verðið augljós bóla
Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að markaður með Bitcoin sé drifin áfram af dulúð og vanskilningi á tækninni.
20. desember 2017
Fjárfestar vilja kaupa Siggi's Skyr fyrir meira en 30 milljarða
JP Morgan leiðir söluferlið. Sigurður Kjartan Hilmarsson er stofnandi fyrirtækisins og hefur rekið það frá New York frá stofnun.
20. desember 2017
Verkfalli frestað
Skrifað var undir samninga milli Icelandair og flugvirkja á fjórða tímanum í nótt.
19. desember 2017
Leifsstöð
Lagardère leggur fram beiðni um lögbann á Isavia
Lagardère Travel Retail fer þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á trúnaðargögnum um fyrirtækið til Kaffitárs sem Isavia hefur í sinni vörslu.
18. desember 2017
Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu.
Evrópusambandið ætlar að rannsaka skattamál Ikea
Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, er sögð ætla að hrinda af stað rannsókn á sænska húsgagnarisanum Ikea í Hollandi.
18. desember 2017
Fasteignamarkaðurinn í Svíþjóð fellur hratt
Fasteignaverð í Svíþjóð hefur verið að falla hratt að undanförnu. Einkum hefur verið verið að falla í Stokkhólmi.
18. desember 2017
Að duga eða drepast - Verkfall flugvirkja hefst á morgun að óbreyttu
Reynt verður til þrautar í dag að semja í kjaradeilu flugvirkja.
16. desember 2017
Basko kaupir 50% eignarhlut í Eldum rétt
Basko ehf., hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50% hlutafjár í Eldum rétt ehf. Seljendur eru félög í eigu Kristófers Júlíusar Leifssonar og Vals Hermannssonar, stofnenda Eldum rétt.
15. desember 2017
Förum í hádegismat á elliheimilum
Eiríkur Ragnarsson finnur hvar sé hægt að nálgast hágæðamat á spottprís.
15. desember 2017
Konráð nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs – Kristrún til Kviku
Breytingar verða á hagfræðisviði Viðskiptaráðs á komandi ári.
15. desember 2017
Unnið í skýjunum
Frumkvöðullinn Eiríkur S. Hrafnsson lifir og hrærist í síbreytilegum heimi tækninnar í skýjaþjónustu (Cloud Service). Kjarninn hitti hann á starfsstöð tæknirisans NetApp í Bellevue, í útjaðri Seattle, á dögunum.
14. desember 2017
Kólnunareinkenni í ferðaþjónustu sjáanleg
Fjölgun ferðamanna er nú langt undir spám ISAVIA.
14. desember 2017
Kaupaukagreiðslur Klakka dregnar til baka
Hörð viðbrögð í samfélaginu höfðu áhrif.
14. desember 2017
Gerðardómur ákveður verð í viðskiptum Landsvirkjunar og Elkem
Um 8 prósent af seldri raforku Landsvirkjunar er vegna viðskipta við Elkem.
13. desember 2017
Frumkvæðið að mörg hundruð milljóna bónusum kom frá vogunarsjóði
Klakki ætlar að borga nokkrum lykilstarfsmönnum og stjórn allt að 550 milljónir í bónusa fyrir að selja eignir félagsins. Í tilkynningu kemur fram að greiðslurnar gætu orðið lægri og jafnvel engar.
13. desember 2017
Ragnhildur Ágústsdóttir
Þögnin rofin
13. desember 2017
Stjórnendur og stjórn Klakka geta fengið 550 milljóna króna bónus
Stjórnin lagði sjálf fram tillögu um kaupaaukakerfið.
13. desember 2017
Ferðamenn strauja kortið næstum jafn mikið og fólk eyðir í íbúðir
Umfang kortaveltu ferðamanna á fyrstu átta mánuðum ársins slagar upp meðaltalsveltu á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðsins á mánuði. Áframhaldandi vöxtur í kortunum.
12. desember 2017
Sænskir verkalýðsleiðtogar, innviðir og internetið
Hver á að „eiga“ aðgangsmöguleikann að internetinu í framtíðinni?
11. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
10. desember 2017
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Tencent tekur fram úr Facebook
Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.
10. desember 2017
Skeljungur kaupir hlut í Hópkaup, Heimkaup og Bland
Markaðsvirði Skeljungs nemur nú ríflega 14 milljörðum króna.
8. desember 2017
Opna vefsvæði þar sem hægt er að tilkynna um lögbrot á fjármálamarkaði
Fjármálaeftirlitið hefur opnað vefsvæði þar sem starfsmenn banka og annarra fjármálafyrirtækja geta tilkynnt um möguleg lögbrot sem þeir verða varir við í starfi sínu.
8. desember 2017
50 prósent aukning á notkun gagnamagns milli ára
Fjórða iðnbyltingin stendur yfir og Íslendingar eru að umfaðma hana. Notkun þeirra á gagnamagni vex um tugi prósenta á milli ára. Internetið er alls staðar.
8. desember 2017
Af sem áður var - 480 milljarðar í plús á þremur og hálfu ári
Ótrúlegur viðsnúningur hefur orðið á utanríkisverslun landsins. Á meðan mikill halli er á vöruviðskiptum þá blómstrar ferðaþjónusta.
6. desember 2017
Stóru bankarnir þrír fá heimild til að reka saman seðlaver
Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn fá undanþágu til að reka saman seðlaver. Slíkur samrekstur á að leiða til kostnaðarsparnaðar fyrir bankana.
5. desember 2017
Algjör kúvending kallar á nýtt stöðumat
Viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna er nú orðið það umfangsmesta af öllum. Þetta hefur gerst hratt, og er mikill uppgangur í ferðaþjónustu þar lykilatriði.
5. desember 2017
Halli á vöruviðskiptum eykst um 25 milljarða milli ára
Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 68,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Töluverð breyting varð á vöruúflutningi til hins verra á milli ára.
4. desember 2017
United Silicon fær áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar
United Silicon fékk greiðslustöðvun sína framlengda í dag. Arion banki greiðir um 200 milljónir króna á mánuði vegna rekstursins og hefur þegar afskrifað 4,8 milljarða króna.
4. desember 2017
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Meniga semur við einn stærsta banka Spánar
Meniga bætir um einni milljón manns við þær 50 milljónir sem hafa aðganga að hugbúnaði fyrirtækisins um allan heim með samningi við Ibercaja.
4. desember 2017
Guðrún Johnsen látin hætta í stjórn Arion banka – Steinunn tekur sæti hennar
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Glitnis í Bretlandi er komin í stjórn Arion banka. Hún er tilnefnd af Attestor Capital.
1. desember 2017
Gengisstyrking krónunnar dregur niður afkomu Össurar
Greining Capacent gerir ráð fyrir að markaðsvirði Össurar sé töluvert lægri en markaðsvirði nú gefur til kynna.
30. nóvember 2017
Segir örlög bankanna hafa verið ráðin í ómerkilegu og lítið grunduðu símtali
Björgólfur Thor Björgólfsson segir að íslenska þjóðin eigi rétt á að fá að vita allt um þá ákvörðun að lána Kaupþingi 500 milljónir evra í miðju alþjóðlegu bankahruni.
29. nóvember 2017
Sprotafyrirtækið Authenteq fær 135 milljóna erlenda fjármögnun
Stofnendur stefna nú á stækkun á alþjóðamörkuðum.
28. nóvember 2017
Stjórnarformaður Frjálsa: United Silicon verkefnið „áfall“
Formaður stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðisins segir að tapa af fjárfestingu í verksmiðju United Silicon sé áfall. Sjóðurinn hafi staðið vel að málum og ávöxtun gengið vel.
28. nóvember 2017
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Formaður VR: Salan á Bakkavör gæti verið eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar
Ragnar Þór Ingólfsson hefur kallað eftir því að lífeyrissjóðirnir sem áttu hlut í Bakkavör fari fram á opinbera rannsókn á því hvort þeir hafi verið blekktir af Lýði og Ágústi Guðmundssonum.
27. nóvember 2017
Uppbrot á stöðunni eins og við höfum þekkt hana
Hvernig munu tæknibreytingar koma fram í hagkerfinu? Hvernig erum við búin undir miklar breytingar?
24. nóvember 2017
Hvernig bestum við jólin?
Eiríkur Ragnarsson rýnir í gögnin og reynir að finna leiðir fyrir íslenska neytendur til að besta jólin.
24. nóvember 2017
Orri Hauksson: Kerfisbundin og markviss skekkja fengið að viðgangast
Forstjóri Símans telur að mikil bjögun og skekkja einkenni stöðu á fjarskiptamarkaði, ekki síst vegna Gagnaveitu Reykjavíkur. Hann skrifaði forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar bréf vegna þessa á dögunum.
24. nóvember 2017
Hugsanlegt að United Silicon fari í þrot í næsta mánuði
Arion banki hefur borgað mörg hundruð milljónir í kostnað vegna kísilversins í Helguvík frá því það var sett í greiðslustöðvun.
22. nóvember 2017
Yfir 20 milljarða fasteignaviðskipti
Fasteignafélagið Reginn hefur hafið viðræður um kaup á Höfðatorgi og öðrum eignum.
20. nóvember 2017
Ólafur Margeirsson
Gagnslaust verkefni?
17. nóvember 2017
Nokkrir dagar á Íslandi
16. nóvember 2017
Salvator Mundi seld á 50 milljarða króna
Málverk af kristi eftir Leonard Da Vinci var í gær selt á uppboði fyrir metupphæð.
16. nóvember 2017
Gildi: Það var okkar mat að þetta verð endurspeglaði virði félagsins
Íslenskir lífeyrissjóðir, ásamt Arion banka, seldur hluti sína í Bakkavör í fyrra. Núna er félagið verðmetið á meira en þrefalt meira.
15. nóvember 2017
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Milljarða niðurfærsla vegna United Silicon litar uppgjör Arion banka
Arion banki hefur fært niður lán upp á tæpa 5 milljarða á árinu, vegna United Silicon.
15. nóvember 2017
Björgvin Ingi Ólafsson
Bitcoin: Bylting eða bóla
14. nóvember 2017
Arion banki: Við töldum verðið ásættanlegt
Bakkavör verður skráð á markað í London á fimmtudaginn. Verðmiðinn á félaginu er meira en þrefalt hærri en Arion banki fékk fyrir sína hluti í fyrirtækinu.
13. nóvember 2017