200 færslur fundust merktar „fjölmiðlar“

Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
2. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
1. desember 2022
Fleiri en útgefendur helstu fjölmiðla Vesturlanda lýsa yfir stuðningi við Assange. Í gær áttu fulltrúar WikiLeaks, þeirra á meðal ritstjórinn Kristinn Hrafnsson, fund með Lula Brasilíuforseta um mál hans.
Samstarfsmiðlar Assange segja ákæru Bandaríkjastjórnar setja „hættulegt fordæmi“
Það er kominn tími á að Bandaríkjastjórn hætti að eltast við Julian Assange fyrir að birta leyndarmál, segja ritstjórar og útgefendur New York Times, Guardian, Der Spiegel, Le Monde og El País, í opnu bréfi til stjórnvalda í Bandaríkjunum.
29. nóvember 2022
Útgáfufélag Morgunblaðsins telur frumvarp Lilju fresta vanda fjölmiðla en ekki leysa hann
Stærstu fjölmiðlafyrirtækin skiluðu umsögnum um frumvarpsdrög sem framlengja styrkjakerfi við fjölmiðla. Árvakur vill fá stærri hluta styrkjanna og að gripið verði til annarra aðgerða til að bæta stöðu fjölmiðla. Bændasamtökin eru ánægð með kerfið.
22. nóvember 2022
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir
Mega Facebook og Google ekkert lengur?
21. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Sögðu Sjálfstæðisflokkinn bara vilja ræða leka, ekki bankasöluna eða skýrsluna um hana
Heitar umræður voru á þingi í dag um leka á skýrslu Ríkisendurskoðunar til fjölmiðla tæpum sólarhring áður en hún átti að birtast. Stjórnarandstaðan benti á að þingmenn Sjálfstæðisflokks virtust ekki hafa miklar áhyggjur af leka á drögum á skýrslunni.
17. nóvember 2022
Fyrir liggur að fréttamenn voru flóðlýstir við Keflavíkurflugvöll í upphafi mánaðar. Hvorki Isavia né ríkislögreglustjóri hafa hins vegar gert grein fyrir því hvernig það atvikaðist.
Áfram óljóst hver ber ábyrgð á því að flugvallarstarfsmenn flóðlýstu fréttafólk
Þrátt fyrir tilraunir fjölmiðla, auk Blaðamannafélagsins, til að komast að því hvernig til þess koma að fréttatökuteymi frá RÚV var flóðlýst við Keflavíkurflugvöll í upphafi mánaðarins er það enn óljóst. Isavia vísar nú á ríkislögreglustjóra.
15. nóvember 2022
Opinberu flóðljósin sem blinda fjölmiðla
None
12. nóvember 2022
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Vill fá að vita hvaða stjórnmálamenn úr hvaða flokkum komi fram sem viðmælendur á RÚV
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vill fá að vita hvernig viðmælendaval RÚV úr stjórnmálastétt skiptist milli stjórnmálaflokka. Hún lagði fram sambærilega fyrirspurn í fyrra.
9. nóvember 2022
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stjórnendur RÚV hafi ekki staðið alveg nógu þétt við bakið á Helga Seljan og fleirum
Útvarpsstjóri ræðir nýjar siðareglur RÚV í viðtali sem birtist á vef Blaðamannafélagsins í dag. Þar samsinnir hann því að RÚV hefði mátt standa betur við bakið á fréttamanninum Helga Seljan og fleirum í tengslum við ófrægingarherferð Samherja.
28. október 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lagt til að styrkjakerfi við einkarekna fjölmiðla verði framlengt um tvö ár
Ef drög að breytingum á fjölmiðlalögum verða samþykkt mun verða tilgreind í þeim að fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðis. Árlegur kostnaður ríkissjóðs af styrkjakerfinu er 400 milljónir króna á ári. Von er á nýju frumvarpi til fimm ára á næsta ári.
19. október 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Tap af reglulegri starfsemi útgáfufélags Fréttablaðsins var 326 milljónir í fyrra
Alls hefur regluleg starfsemi Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti ýmsum öðrum miðlum, skilað um 1,3 milljarða króna tapi á þremur árum. Viðskiptavild samsteypunnar skrapp saman um rúmlega hálfan milljarð króna á árinu 2021.
15. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
4. október 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Forsætisráðherra: „Alþingi hefur viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla“
Þingmaður Pírata segir þögn forsætisráðherra í máli fjögurra blaðamanna sem eru með stöðu sakbornings eftirtektarverða þar sem um grundvallarmannréttindi sé að ræða. Forsætisráðherra segir Alþingi alltaf hafa viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla.
22. september 2022
Trausti Hafliðason er ritstjóri Viðskiptablaðsins.
Útgáfufélag Viðskiptablaðsins hagnaðist í fyrra eftir mikið tap á árinu 2020
Eftir að hafa tapað 55,2 milljónum króna árið 2020 hagnaðist Myllusetur, fjórða stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, um 7,5 milljónir króna í fyrra.
18. september 2022
Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti.
Framlög til RÚV aukist um 720 milljónir á tveimur árum en aðrir fá minna á hverju ári
Lilja D. Alfreðsdóttir ætlar að framlengja líftíma rekstrarstuðnings við einkarekna fjölmiðla. Potturinn sem þeir skipta á milli sín minnkar hins vegar ár frá ári. Framlög til RÚV aukast hins vegar milli ára og verða tæplega 5,4 milljarðar króna.
15. september 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir er ráðherra fjölmiðlamála.
Styrkur til stærstu fjölmiðlanna dregst saman en styrkur til Bændasamtakanna hækkar
Alls fá 25 fyrirtæki rekstrarstyrk úr ríkissjóði vegna fjölmiðlareksturs. Aukin fjöldi umsókna, hærri styrkir til sumra og minni heildarpottur orsakar það að flestir fréttamiðlar fá lægra hlutfall af stuðningshæfum kostnaði endurgreiddan nú en í fyrra. .
14. september 2022
Við vorum ekki lengi að hreinsa út þessa útlensku auglýsingu af vefmiðlum, en ætlar fólk að að ganga enn lengra og sýna samstöðu með íslenskunni með því að standa með fjölmiðlum sem skrifa á íslensku.
Why the f**k do we need íslenska?
Ef við fárumst yfir fernu af haframjólk með örfáum enskum orðum á auglýsingavefborðum fréttamiðla þá hljótum við að geta sýnt íslenskunni raunverulegan stuðning með því að styrkja miðlana sem dag hvern skrifa og framleiða fréttir á hinu ástkæra ylhýra.
9. september 2022
Helga Rakel Guðrúnardóttir var hökkuð og sá sem það gerði hefur játað það fyrir henni. Samt sem áður vill lögreglan á Íslandi ekki rannsaka málið.
Upplifun af því að kæra til lögreglu brot gegn friðhelgi einkalífs var hræðileg
Kona sem var hökkuð fékk áfallastreituröskun í kjölfarið. Persónulegum upplýsingum um hana var lekið á netið og hún hefur fengið hótanir frá þeim sem frömdu brotið. Konan kærði en segir að lögreglan hafi ekki haft áhuga á að rannsaka málið.
4. september 2022
Hápunktur í starfsemi Kjarnans á árinu 2021 var þegar ritstjórn hans hlaut Blaðamannaverðlaunin fyrir umfangsmikla umfjöllun um brunann á Bræðraborgarstíg sem birtist í nóvember árið áður.
Rekstrartekjur Kjarnans hafa vaxið um 80 prósent á tveimur árum
Ársverkum hjá Kjarnanum fjölgaði um rúmlega þrjú í fyrra og vöxtur var í öllum helstu tekjustoðum miðilsins. Lesendur Kjarnans hafa aldrei verið fleiri en þeir voru á árinu 2021.
3. september 2022
Hakkarinn „getur gert allt sem ég“
Móðir í Kópavogi var hökkuð í fyrrahaust. Sá sem það gerði hefur deilt persónulegum upplýsingum um hana á netinu og hótað því að gera meira. Hún hefur líka fengið bréf heim til sín.
1. september 2022
Forstjóri Torgs segir að Fréttablaðið muni í framtíðinni hætta að koma út á prenti
Lestur Fréttablaðsins var um 60 prósent fyrir áratug. Hann mælist nú 27,7 prósent. Forstjóri útgáfufélags blaðsins segir eðlilegt að spyrja hvort það muni hætta að koma út á prenti og komi út rafrænt. Á einhverjum tímapunkti muni það gerast.
1. september 2022
Um var að ræða auglýsingar í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni á Vísi.
Sýn braut gegn lögum um fjölmiðla með því að auglýsa áfengi og veðmálastarfsemi
Fjölmiðlanefnd hefur gert Sýn hf. að greiða eina milljón króna í sekt vegna brota gegn lögum um fjölmiðla með því að auglýsa Viking Lite og fatnað frá Coolbet.
27. ágúst 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.
Þorgerður segir „ógn við lýðræðið“ hafa falist í skilaboðum frá framkvæmdastjóra SFS
Formaður Viðreisnar segir að „ógn við lýðræðið“ felist í þeim skilaboðum frá framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að það hafi verið „sérkennilegt“ af fréttastofu Stöðvar 2 að ræða við hana í síðustu viku um samþjöppun í sjávarútvegi.
24. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
18. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
14. ágúst 2022
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
12. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
6. ágúst 2022
Hópur fréttamanna og ljósmyndara á Bessastöðum fyrir nokkrum árum síðan.
Tuttugu og átta útgáfufélög sækjast eftir opinberum rekstrarstuðningi
Alls sækjast 28 félög eftir því að fá stuðning frá hinu opinbera vegna reksturs einkarekinna fjölmiðla í ár. Nítján fengu slíka styrki í fyrra, en 384 milljónir verða til úthlutunar í ár.
4. ágúst 2022
Arion banki kominn með yfir tíu prósent hlut í Sýn – Átök um völd yfir félaginu framundan
Skömmu fyrir verslunarmannahelgi hófust umfangsmikil uppkaup á hlutabréfum í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn. Þau hafa haldið áfram í þessari viku og alls hafa vel á þriðja tug prósenta af hlutum í Sýn skipt um hendur á örfáum dögum.
3. ágúst 2022
Afnám útvarpsgjaldsins var á meðal loforða sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti fram í baráttu sinni fyrir endurkjöri í embætti fyrr á þessu ári.
Útvarpsgjaldið afnumið í Frakklandi
Franska þingið samþykkti í nótt að afnema útvarpsgjaldið, sem notað hefur verið til að fjármagna France Télévision og Radio France áratugum saman. Frakklandsforseti hafði lofað því að afnema gjaldið í kosningabaráttu sinni og hefur loforðið nú verið efnt.
2. ágúst 2022
Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá því í morgun.
Utanríkisráðuneytið hafnar forsíðufrétt Fréttablaðsins um meint áform NATO
Utanríkisráðuneytið segir að forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag sé alröng og hafnar því alfarið að svo mikið sem hugmyndir séu uppi um byggingu varnarmannvirkja í Gunnólfsvík í norðanverðum Finnafirði á Langanesi.
29. júlí 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Fréttablaðið hefur misst tvo af hverjum þremur lesendum undir fimmtugu á tólf árum
Lestur Fréttablaðsins hefur rúmlega helmingast á einum áratug. Mestur er samdrátturinn hjá yngri lesendum en lesturinn fór undir 20 prósent hjá þeim í fyrsta sinn í vor. Morgunblaðið er nú lesið af 8,4 prósent landsmanna undir fimmtugu.
16. júlí 2022
Rekstrartap útgáfufélags Morgunblaðsins 113 milljónir og skuldir við prentsmiðju jukust
Útgáfufélag Morgunblaðsins tók vaxtalaus lán hjá ríkissjóði og fékk rekstrarstyrk á sama stað í fyrra. Hlutafé var aukið um 100 milljónir en tap var áfram af undirliggjandi rekstri. Því tapi var snúið í hagnað með hlutdeild í afkomu prentsmiðju.
4. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
2. júlí 2022
Þættirnir Tónaflóð um landið voru á dagskrá í bæði útvarpi og sjónvarpi.
Tónaflóð geti ekki talist „íburðarmiklir dagskrárliðir“
Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpsins ohf. um 1,5 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum með kostun þáttanna Tónaflóð sumrin 2020 og 2021.
1. júlí 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
24. júní 2022
Hjónin Carrie og Boris Johnson fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum.
Frétt um Boris og Carrie Johnson hvarf af síðum Times
Frétt um hugmyndir Borisar Johnsons, um að gera framtíðar eiginkonu sína að starfsmannastjóra utanríkisráðuneytisins árið 2018, var fjarlægð úr blaðinu Times á laugardag án nokkurra útskýringa blaðsins. Blaðamaður Times stendur þó við fréttina.
20. júní 2022
Sigrún Davíðsdóttir
Engin ástæða til að bíða eftir því að verða „einhver geirfugl á skeri“
Sigrún Davíðsdóttir fréttamaður hefur nú sest í helgan stein en síðasta fasta innslagið hennar á Morgunvaktinni á Rás 1 var í morgun. Hún segir að það sé skrítið að vera komin í „endalaust frí“ en ekkert til að kvarta yfir.
13. júní 2022
Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs.
Greiðslur frá Halldóri gerðu Reyni vanhæfan til að fjalla um Róbert
Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs er í tveimur aðskildum kærumálum talinn hafa gerst brotlegur við siðareglur Blaðamannafélagsins, vegna skrifa sem varða málefni Róberts Wessman.
9. júní 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
28. maí 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Leiðarahöfundur Fréttablaðsins leggur til að Viðreisn renni inn í Samfylkinguna
Kolbrún Bergþórsdóttir segir helstu stefnumál Viðreisnar vera stefnumál Samfylkingarinnar. Eigandi Fréttablaðsins er á meðal þeirra sem komu að stofnun Viðreisnar fyrir nokkrum árum og hefur lagt flokknum til umtalsverða fjármuni í gegnum tíðina.
27. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
24. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
18. maí 2022
Auglýsingar frá Betri borg voru birtar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun.
Meintur nafnlaus kosningaáróður reyndist hafa ábyrgðarmann
Áhöld voru um hvort auglýsingar frá Betri borg sem birtar voru í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í morgun væru nafnlaus kosningaáróður. Í ljós kom að nafn ábyrgðarmanns var rtiað með svo smáu letri að starfsfólk stjórnmálaflokka tók ekki eftir því.
13. maí 2022
Útgáfufélag Morgunblaðsins skilaði 110 milljóna króna hagnaði í fyrra
Eftir að hafa tapað rúmlega 2,5 milljörðum króna á árunum 2009 til 2020 skilaði Árvakur hagnaði í fyrra. Samstæðan keypti húsnæðið sem starfsemin fer fram í á 1,6 milljarð króna.
3. maí 2022
Auglýsingasalar RÚV á mun hærri launum að meðaltali en aðrir starfsmenn
RÚV Sala seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra, sem var um fjórðungi hærri upphæð en árið áður. Starfsmönnum í sölu fjölgaði 2021 á meðan að þeim fækkaði heilt yfir hjá RÚV. Laun í sölu eru að meðaltali 20 prósent hærri en annarra innan RÚV.
2. maí 2022
Signý Sigurðardóttir
Bý ég í lýðræðisríki?
1. maí 2022
Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri RÚV.
Auglýsingatekjur RÚV jukust um fjórðung í fyrra og voru rúmlega tveir milljarðar
RÚV fékk 4,7 milljarða króna úr ríkissjóði á árinu 2021. Auglýsingatekjur fyrirtækisins jukust um rúmlega 400 milljónir króna milli ára. Það er hærri upphæð en allir einkareknu miðlarnir fengu samanlagt í rekstrarstyrk úr ríkissjóði.
23. apríl 2022
Tilraun til að takmarka tjáningarfrelsi blaðamanna
None
11. apríl 2022
Stærstu hluthafarnir á bakvið 100 milljóna innspýtingu í útgáfufélag Morgunblaðsins
Sá hópur sem keypti útgáfufélag Morgunblaðsins árið 2009 hefur sett tvo milljarða króna í reksturinn og þegar afskrifað helming þeirrar upphæðar. Samanlagt tap nemur rúmlega 2,5 milljörðum króna og lestur hefur rúmlega helmingast.
2. apríl 2022
Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.
Umfjöllun Kjarnans um Skæruliðadeild Samherja verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku
Tveir blaðamenn Kjarnans hlutu í dag Blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2021 fyrir umfjöllun um Skæruliðadeild Samherja.
1. apríl 2022
Arnar Þór Jónsson.
Vill að nefnd rannsaki samkrull „valdhafa og fjölmiðla á síðustu tveimur árum“
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa áhyggjur af því að hérlendis hafi verið farið í áróðursherferð í nafni gagnrýnnar hugsunar þegar fólki er sagt hverju það eigi að trúa og hverju ekki um kórónuveirufaraldurinn.
30. mars 2022
Umfjöllun Kjarnans um Skæruliðadeild Samherja tilnefnd til blaðamannaverðlauna BÍ
Blaðamannaverðlaunanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur birt tilnefningar sínar vegna síðasta árs. Blaðamenn Kjarnans eru á meðal tilnefndra fyrir umfjöllun sem þeir sæta nú lögreglurannsókn vegna.
25. mars 2022
Höfuðstöðvar Reuters-fréttaveitunnar í London.
Blaðamenn Reuters sagðir æfir yfir samstarfi við rússneska ríkisfréttaveitu
Fréttaveituþjónusta Reuters býður viðskiptavinum sínum upp á efni frá ýmsum fréttaveitum víða um heim, þar á meðal rússnesku ríkisfréttaveitunni Tass. Blaðamenn Reuters eru sagðir með böggum hildar yfir samstarfinu.
23. mars 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapað yfir milljarði á þremur árum – Tapið var 240 milljónir í fyrra
Hópurinn sem keypti Torg um mitt ár 2019 hefur sett samtals 1,5 milljarð króna í kaupverð og hlutafjáraukningar síðan að gengið var frá kaupunum. Torg hefur síðan stækkað með sameiningum en tapar umtalsverðum fjárhæðum á hverju ári.
22. mars 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Útgáfufélag Morgunblaðsins hefur fengið 600 nýjar milljónir frá hluthöfum á þremur árum
Sá hópur sem keypti útgáfufélag Morgunblaðsins árið 2009 hefur sett tvo milljarða króna í reksturinn og þegar afskrifað helming þeirrar upphæðar. Samanlagt tap nemur rúmlega 2,5 milljörðum króna og lestur hefur rúmlega helmingast.
14. mars 2022
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Telur að Sýn geti selt innviði fyrir sex milljarða króna á þessu ári
Forstjóri Sýnar vill selja myndlyklakerfi félagsins og fastlínukerfi þess, sem sér um hluta af gagnaflutningum. Þeim sem leigja myndlykla af Sýn hefur fækkað um þriðjung á fjórum árum.
9. mars 2022
Örn Bárður Jónsson
Með þöggun fölsum við söguna
8. mars 2022
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti á blaðamannafundi á sunnudag að bannfæring ákveðinna rússneskra fjölmiðla yrði á meðal aðgerða sem ESB ætlaði að grípa til.
Ritskoðun og bannfæring ekki svarið við áróðursmiðlum Rússa
Evrópusamtök blaðamanna segja að rétta leiðin til þess að mæta upplýsingafölsun og áróðri Rússa sé að styðja við sterka og sjálfstæða fjölmiðla í álfunni, fremur en að banna útsendingar rússneskra miðla eins og áformað er.
2. mars 2022
Stefán Einar Stefánsson og Gísli Freyr Valdórsson.
Stefán Einar hættir sem fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu – Gísli Freyr tekur við
Breytingar hafa orðið á stjórnendateymi Morgunblaðsins. Stefán Einar Stefánsson víkur af viðskiptadeild blaðsins og einbeitir sér að þáttastjórnun og utanaðkomandi verkefnum. Gísli Freyr Valdórsson snýr aftur í blaðamennsku.
2. mars 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Staða og mikilvægi fjölmiðla í nútímasamfélagi
28. febrúar 2022
Sigmar Guðmundsson
Ráðherrann og aðstoðarmaðurinn
23. febrúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Ákvæði hegningarlaga misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun
Þingmaður Pírata telur ákvæði almennra hegningarlaga, sem tóku breytingum í fyrra í þeim tilgangi að verjast stafrænu kynferðisofbeldi, vera misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun á Íslandi.
22. febrúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Brugðið þegar hún heyrði af yfirheyrslum blaða- og fréttamanna
Forsætisráðherra viðurkennir að sér hafi verið brugðið vegna frétta af því að fjórir blaðamenn hafi verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga. Hún vill ekki tjá sig um einstök atriði, þó að fjármálaráðherra hafi gert svo.
21. febrúar 2022
Ráðherra fjölmiðlamála stefnir á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.
Keppinautar vilja RÚV af auglýsingamarkaði en þeir sem framleiða auglýsingar alls ekki
Alþingi er þessa dagana með endurflutt frumvarp sjálfstæðismanna um auglýsingalaust RÚV til meðferðar. Keppinautar telja sumir að þjóðin fái mun betri ríkisfjölmiðil ef hann selji ekki auglýsingar, en framleiðendur auglýsinga óttast um störf í geiranum.
21. febrúar 2022
Endalausar tilraunir til þöggunar
Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um mikilvægi fjölmiðla í lýðræðisríki og tilraunir til þess að þagga niður í þeim.
20. febrúar 2022
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar.
Yfirheyrslum yfir blaðamönnum frestað
Lögreglan hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs eftir að einn þeirra krafðist úrskurðar Héraðsdóms Norðurlands Eystra um lögmæti aðgerðanna.
19. febrúar 2022
Ákvæði til að verjast stafrænu kynferðisofbeldi nýtt til að gera blaðamenn að sakborningum
None
18. febrúar 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Að blaðamenn séu með réttarstöðu sakbornings er „mjög þungt skref“
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir það skipta „gríðarlega miklu máli“ í lýðræðissamfélagi að fjölmiðlar séu kjarkaðir - „ekki síst þegar kemur að því að benda á spillingu“.
17. febrúar 2022
Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri hefur verið ráðinn fréttastjóri RÚV.
Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins
Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri RÚV úr hópi fjögurra umsækjenda. Hann hefur verið varafréttastjóri undanfarin ár og starfandi fréttastjóri frá áramótum, eftir að Rakel Þorbergsdóttir sagði starfi sínu lausu.
16. febrúar 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: „Eru fjölmiðlamenn of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu?“
Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fréttaflutning RÚV, segir umfjöllun um rannsókn á störfum blaðamanna vera á forsendum þeirra sjálfra og spyr hvort það megi „gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjölmiðlunum líka?“
15. febrúar 2022
Örn Bárður Jónsson
Máttur skáldskapar og menningar
15. febrúar 2022
Efri röð: Hanna Katrín, Helga Vala og Þórhildur Sunna. Neðri röð: Björn Leví, Sigmar og Jóhann Páll.
„Hér skautar lögreglustjórinn fyrir norðan á afar þunnum ís“
Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka hafa gagnrýnt lögregluna á Norðurlandi á samfélagsmiðlum síðasta sólarhring vegna yfirheyrsla yfir blaðamönnum.
15. febrúar 2022
Félag fréttamanna, stéttarfélag fréttamanna á RÚV, lýsir áhyggjum og undrun yfir því að fjórir blaða- og fréttamenn skuli hafa réttarstöðu grunaðra fyrir það eitt að sinna störfum sínum.
Lýsa yfir áhyggjum og undrun yfir því að blaða- og fréttamenn fái stöðu sakborninga vegna starfa sinna
Félag fréttamanna lýsir yfir stuðningi við fjóra blaðamenn sem hafa fengið stöðu sak­born­ings við rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi fyrir að hafa skrifað fréttir um „skæru­liða­deild Sam­herja“ upp úr sam­skipta­gögn­um.
15. febrúar 2022
Hver er „danska leiðin“ í málefnum fjölmiðla?
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra fjölmiðlamála lýsti því yfir á dögunum að hún vildi horfa til Danmerkur sem fyrirmyndar við mótun fjölmiðlastefnu fyrir Ísland. En hvernig er þessi „danska leið“?
15. febrúar 2022
Blaðamenn með stöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir um „skæruliðadeild Samherja“
Lögreglan á Norðurlandi hefur boðað að minnsta kosti þrjá blaðamenn í yfirheyrslu fyrir meint brot á lögum um friðhelgi einkalífsins.
14. febrúar 2022
Innistæðulaus stærilæti Símans sem sagði sig sjálfur til sveitar
None
14. febrúar 2022
Lestur Fréttablaðsins kominn niður fyrir 30 prósent í fyrsta sinn
Lestur stærsta dagblaðs landsins, sem er frídreift inn á 75 þúsund heimili fimm daga í viku, hefur helmingast á áratug og aldrei mælst minni. Nýir eigendur hafa fjárfest 1,5 milljarði króna í útgáfufélagi Fréttablaðsins á tveimur og hálfu ári.
12. febrúar 2022
Tugir milljarða streyma óskattlagðir út af íslenska fjölmiðlamarkaðinum en RÚV styrkir stöðu sína
Erlend fyrirtæki sem borga ekki skatta á Íslandi taka til sín 40 prósent af auglýsingatekjum á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Á átta árum hafa næstum 50 milljarðar króna flætt til þeirra, og út af íslenska markaðnum.
8. febrúar 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra fjölmiðla vill taka RÚV af auglýsingamarkaði og innleiða fjölmiðlastefnu að danskri fyrirmynd á Íslandi.
„Þrátt fyrir að ég vilji fá handritin heim vil ég fá dönsku fjölmiðlastefnuna“
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningar og viðskipta ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði og lýsir því yfir að hún vilji fara „dönsku leiðina“ í málefnum fjölmiðla hér á landi.
7. febrúar 2022
Ánægja með áramótaskaupið ekki mælst minni síðan 2014
Kjósendum Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Sósíalistaflokks fannst skaupið minnst fyndið en kjósendur Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hlógu mest. Ánægja með skaupið hrundi milli ára úr 85 í 45 prósent.
3. febrúar 2022
Tveir ríkir kjánar í hanaslag
None
29. janúar 2022
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins tekur við starfi forstjóra Torgs
Jón Þórisson, sem var ritstjóri Fréttablaðsins um skeið og á lítinn hlut í útgáfufélagi þess, er snúinn aftur til starfa hjá félaginu, nú sem forstjóri. Fráfarandi forstjóri sagði upp í nóvember.
28. janúar 2022
Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Eigandi Fréttablaðsins hagnaðist um 3,2 milljarða króna – Seldi í Bláa lóninu
Tvö félög Helga Magnússonar, sem á um 93 prósent hlut í einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, eiga á sjöunda milljarð króna í eigið fé. Þegar er búið að eyða 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlum og hlutafjáraukningar.
27. janúar 2022
Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja aftur fram eigið frumvarp um skattaafslátt til fjölmiðla
Á sama tíma og ráðherra fjölmiðlamála í ríkisstjórn, sem inniheldur meðal annar Sjálfstæðisflokkinn, hefur boðað aðgerðir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla hafa nokkrir þingmenn eins stjórnarflokksins lagt fram eigið frumvarp um málið.
26. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri segir að taka þurfi öllum fréttum Moggans með fyrirvara í aðdraganda kosninga
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir Morgunblaðið í dag fyrir að hafa sleppt því að birta svör hans sem hrekja efnislega nokkra punkta í fréttaflutningi blaðsins um bensínstöðvarlóð við Ægisíðu 102.
21. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
17. janúar 2022
Jón Trausti og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hafa bæði verið ritstjórar fjölmiðilsins síðustu ár.
Jón Trausti stígur til hliðar sem ritstjóri og Helgi Seljan verður rannsóknarritstjóri
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir verður ein aðalritstjóri eftir skipulagsbreytingar hjá Stundinni og Jón Trausti Reynisson einungis framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar. Helgi Seljan gengur til liðs við fjölmiðilinn.
13. janúar 2022
Helgi Seljan búinn að segja upp – RÚV á ekki að þurfa að stilla upp í vörn
Einn þekktasti fréttamaður landsins, sem hefur hlotið þrenn blaðamannaverðlaun og fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins, hefur sagt upp störfum hjá RÚV.
13. janúar 2022
Verbúðin Ísland
None
12. janúar 2022
The Athletic kom eins og stormsveipur yfir Atlantshafið til Bretlands árið 2019 og sópaði til sín mörgum af þekktustu fótboltablaðamönnum landsins.
New York Times kaupir The Athletic og nælir sér í 1,2 milljónir áskrifenda
Þrátt fyrir að The Athletic hafi aldrei náð að skila hagnaði frá stofnun miðilsins árið 2016 stendur nú til að New York Times kaupi vefmiðilinn, sem einbeitir sér að íþróttaumfjöllun á dýptina, á jafnvirði rúmlega 70 milljarða króna.
8. janúar 2022
Helgi Magnússon setur 300 milljónir í viðbót í rekstur útgáfufélags Fréttablaðsins
Hópurinn sem keypti sig inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, sumarið 2019 hefur eytt 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlafyrirtækinu og hlutafjáraukningar. Það fé hefur að uppistöðu komið frá Helga Magnússyni.
8. janúar 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vís­inda-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra.
Hefur gagnrýnt framgöngu annarra á samfélagsmiðlum – en „lækar“ sjálf í umdeildu máli
Spjótin beinast nú að Áslaugu Örnu fyrir að hafa „lækað“ Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann segist saklaus af þeim sökum sem á hann eru bornar. Hún hefur áður gagnrýnt vararíkissaksóknara fyrir framgöngu á samfélagsmiðlum.
7. janúar 2022
Margar teikningar Helga hafa verið umdeildar í gegnum tíðina.
Helgi Sig hættur að teikna fyrir Morgunblaðið
Skopmyndateiknarinn Helgi Sig er hættur að teikna skopmyndir fyrir Morgunblaðið eftir að teikning hans þótti ekki birtingarhæf. Hann hefur teiknað fyrir blaðið í yfir 11 ár.
6. janúar 2022
Einar Þorsteinsson hættir á RÚV
Einn aðalstjórnandi Kastljóss mun láta af störfum hjá RÚV í dag. „Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ skrifar hann til starfsmanna RÚV.
3. janúar 2022
Skæruliðadeild Samherja, ofsaveður og harðvítugar deilur um launakjör hjá Play
Þótt árið 2021 hafi einkennst af kórónuveirunni og kosningum til Alþingis voru önnur mál ofar í huga lesenda Kjarnans. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum.
26. desember 2021
Baldvin Þór Bergsson
Baldvin ritstjóri nýs Kastljóss – Hættir sem dagskrárstjóri Rásar 2
Nýtt Kastljós mun hefja göngu sína á RÚV í byrjun árs 2022.
23. desember 2021
Smári Stefánsson
Skíðað með heimamönnum ... á YouTube
Forfallinn fjallaskíðamaður ætlar að gera skíðaþætti með topp skíða- og brettafólki og sýna þá á YouTube. Hann safnar nú fyrir fyrsta þættinum á Karolina Fund.
19. desember 2021
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Ljósleiðaraáskriftir komnar yfir 100 þúsund en leiga á myndlyklum dregst áfram saman
Þeim sem horfa á sjónvarp í gegnum myndlykla sem leigðir eru af fjarskiptafyrirtækjum hefur fækkað með innkomu streymiveitna á íslenska markaðinn. Alls hefur þeim fækkað um nálægt 15 þúsund frá 2017.
18. desember 2021
Fáa blaðamenn dreymir um að skrifa fréttatilkynningar
None
17. desember 2021
Úlfar Þormóðsson
Tvílembingar
16. desember 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Blaðamannafélagið vill að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði hækkaðir
Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlag úr ríkissjóði til RÚV hækki um 430 milljónir króna, sem er 40 milljónum krónum meira en samanlagðir styrkir til annarra fjölmiðla.
10. desember 2021
Julian Assange gæti orðið framseldur til Bandaríkjanna í kjölfar niðurstöðu dagsins.
Opnað á framsal Assange til Bandaríkjanna
Áfrýjunardómstóll í Bretlandi sneri í dag fyrri ákvörðun dómstóls þar í landi í máli Julians Assange. Því hefur verið opnað á að stofnandi Wikileaks verði framseldur til Bandaríkjanna.
10. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
9. desember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
26. nóvember 2021
Facebook og ég!
Auður Jónsdóttir segist ætla að prufa – já, prufa – að hætta á Facebook. Hér kemur ástæðan.
24. nóvember 2021
Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar
None
18. nóvember 2021
Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó hnýtir í villandi skrif skoðanadálks Morgunblaðsins um niðurstöður könnunar sem framkvæmd var fyrir Strætó.
Upplýsingafulltrúi Strætó afruglar Morgunblaðið
Morgunblaðið segir í skoðanadálki í dag að heil 98,7 prósent svarenda í könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó telji að Borgarlína muni ekki auka líkurnar á því að þeir taki Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó segir þessa túlkun ekki standast nokkra skoðun.
17. nóvember 2021
Kári Jónasson
Ríkið á skilyrðislaust að eiga alla innviði – líka dreifikerfi útvarps og sjónvarps
13. nóvember 2021
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Milljarðs króna tap af reglulegri starfsemi hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins á tveimur árum
Tekjur Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins og tengdra miðla, drógust saman í fyrra og rekstrartap útgáfufélagsins jókst gríðarlega. Hlutafé var aukið og tengdir aðilar lánuðum hundruð milljóna í reksturinn. Viðskiptavild jókst milli ára.
11. nóvember 2021
Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri RÚV
Rakel Þorbergsdóttir, sem hefur verið fréttastjóri RÚV frá árinu 2014, hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa.
9. nóvember 2021
Úlfar Þormóðsson
Ranghugmyndasmiðir
8. nóvember 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
26. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
16. október 2021
Siðferðislega gjaldþrota fyrirtæki með lýðræðið í lúkunum
None
16. október 2021
Torg tapaði tæplega 600 milljónum á síðasta ári
Aðaleigandi Torgs, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið, segir að fyrirtækið sé ekki til sölu. Hann segir jafnframt að tap síðasta árs hafi numið upp undir 600 milljónum króna.
15. október 2021
Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í gær.
Eliza Reid gagnrýnir forsíðu Morgunblaðsins og spyr hvort konur séu til
Morgunblaðið birti mynd af forsetafrú Íslands taka í hönd krónprins Danmerkur á forsíðu sinni í dag, en nefndi ekki forsetafrúnna, Elizu Reid, á nafn.
13. október 2021
Fjárfestingafélag Björgólfs Thors lánaði yfir einn milljarð til félagsins sem keypti DV
Aðkoma Novators að kaupum og rekstri DV og tengdra miðla haustið 2017 hefur reynst afar kostnaðarsöm. Miðlarnir runnu inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, í fyrra og lítið sem ekkert mun greiðast til baka af lánunum.
12. október 2021
Nýr fjölmiðill lítur dagsins ljós á mánudaginn
Von er á nýjum vefmiðli sem mun leggja áherslu „á dýpt og gæði í efnisvali“ eftir helgi. Hann hefur ekki verið skráður hjá Fjölmiðlanefnd og því liggur ekkert fyrir um eignarhald né hverjir skipa ritstjórn hans.
8. október 2021
Útgáfufélag Viðskiptablaðsins tapaði tugum milljóna króna í fyrra
Eigið fé Mylluseturs, sem gefur meðal annars út Viðskiptablaðið, helmingaðist í fyrra. Útgáfufélagið setti 15 starfsmenn á hlutabótaleiðina og fékk 20 milljónir króna í ríkisstuðning vegna kórónuveirufaraldursins.
8. október 2021
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
„Ekki hægt að fagna birtingu þessara skjala því þau hafa ekki verið birt“
Ritstjóri Wikileaks telur að gefa eigi almenningi kost á að leita í Pandóruskjölunum, einum stærsta gagnaleka sögunnar.
4. október 2021
Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn ætlar sér að fjármagna róttæka fjölmiðlun
Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki náð mönnum inn á þing í sinni fyrstu tilraun fær flokkurinn tugmilljónir á hverju ári í framlag úr ríkissjóði á kjörtímabilinu. Féð verður meðal annars nýtt til uppbyggingar róttæks fjölmiðils.
27. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
19. september 2021
Samkvæmt niðurstöðum ÍSKOS sem birtar eru í samráði við Félagsvísindastofnun HÍ eru fáir sem segjast fylgjast með stjórnmálafréttum eða tengdu efni í meira en klukkustund á dag.
Fáir liggja límdir yfir stjórnmálafréttum klukkustundum saman
Langstærstur hluti almennings segist hafa varið innan við klukkustund á dag í að fylgjast með fréttum og fréttatengdu efni um innlend stjórnmál á undanförnum vikum.
15. september 2021
Eru stjórnmálaflokkar eitthvað að pæla í fjölmiðlum?
Rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur hríðversnað á síðustu árum, starfsfólki í geiranum hefur fækkað um næstum helming á tveimur árum og fjölmiðlafrelsi á Íslandi fyrir vikið hríðfallið.
14. september 2021
Borgþór hefur varla misst úr viku síðan hann byrjaði að skrifa fyrir Kjarnann fyrir um átta árum.
Fjögur hundruð fréttaskýringar í hús
Eftir átta ár er komið að þeim merku tímamótum að fjögur hundraðasta umfjöllun Borgþórs Arngrímssonar hefur litið dagsins ljós á Kjarnanum.
12. september 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Þorfinnsson og Jakob Frímann Magnússon.
Ritstjóri DV: „Stórslys fyrir lýðræðið“ ef frambjóðandi Flokks fólksins næði inn á þing
Björn Þorfinnsson ritstjóri DV svarar athugasemdum Ástu Lóu Þórsdóttur, frambjóðanda Flokks fólksins, við fréttaflutning af máli Jakobs Frímanns Magnússonar fullum hálsi í dag. Ritstjórinn segir frambjóðandann gaspra af ábyrgðarleysi.
10. september 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ.
Skorar á stjórnmálaflokkana að tryggja að á Íslandi fái þrifist óháðir fjölmiðlar
BÍ hvetur stjórnmálaflokka til að setja sér stefnu um hlutfall auglýsingafjármagns sem veitt er til erlendra miðla og að birta að kosningum loknum sundurliðun á því hve miklu fjármagni var varið til erlendra miðla annars vegar og íslenskra hins vegar.
9. september 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom frumvarpi sínu um styrki til einkarekinna fjölmiðla í gegnum þingið á vordögum.
Stærstu útgáfufyrirtækin fá rúma 81 milljón hvert í fjölmiðlastyrki
Úthlutun fjölmiðlastyrkja fyrir árið 2021 var birt í dag. Árvakur, Sýn og Torg, stærstu einkareknu fjölmiðlafyrirtæki landsins, fá rúmar 244 milljónir af þeim 389 milljónum sem voru til úthlutunar í sinn hlut.
7. september 2021
Sýn heldur áfram að tapa á meðan að Síminn greiddi út 8,5 milljarða króna til hluthafa
Tvö fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki eru skráð í Kauphöll Íslands. Annað þeirra hefur skilað tapi í átta af síðustu níu ársfjórðungum á meðan að hitt hefur hagnast um milljarða króna á sama tímabili.
3. september 2021
Julian Assange situr í bresku fangelsi.
Blaðamannafélagið vill að Ísland tali máli Assange í samskiptum við Bandaríkin
Í bréfi sem stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi forsætisráðherra á mánudag er sett fram áskorun um að íslensk stjórnvöld tali máli Julians Assange í samskiptum sínum við bandarísk stjórnvöld.
1. september 2021
Helgi Magnússon, aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Eigandi Fréttablaðsins selur hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða – Kaupverðið trúnaðarmál
Fjárfestingafélagið Stoðir hefur keypt hlut Helga Magnússonar í Bláa lóninu. Fyrir rúmum tveimur árum var hlutur hans metinn á um þrjá milljarða króna en hefur mat á virði félagsins hefur síðan lækkað.
1. september 2021
Ólöf Skaftadóttir og Hörður Ægisson
Leiða nýjan áskriftarmiðil um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál
Ólöf Skaftadóttir og Hörður Ægisson fara fyrir nýjum miðli um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál undir hatti Vísis, fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone.
27. ágúst 2021
Andri Ólafsson
Andri Ólafsson tekur tímabundið við fjölmiðlasamskiptum Landspítalans
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, er á leiðinni í frí og mun Andri Ólafsson taka við samskiptum við fjölmiðla tímabundið.
26. ágúst 2021
Fréttablaðið er eina fríblað landsins.
Lestur stærstu prentmiðla landsins heldur áfram að dala
Lestur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, einu dagblaða landsins, hjá fólki undir fimmtugu er nú þriðjungur þess sem hann var 2009. Útgáfufélög beggja hafa tapað háum fjárhæðum á undanförnum árum.
21. ágúst 2021
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er látinn.
Styrmir Gunnarsson látinn
Styrmir Gunnarsson, sem sat á ritstjórastóli Morgunblaðsins frá 1972 til 2008, lést á heimili sínu í gær, 83 ára að aldri.
21. ágúst 2021
Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til RÚV.
Guðrún Hálfdánardóttir ráðin til RÚV
Blaðamaðurinn Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til starfa á Ríkisútvarpinu, þar sem hún mun stýra Morgunvaktinni á Rás 1 næsta hálfa árið.
20. ágúst 2021
Hörður Ægisson hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Markaðarins.
Hörður Ægisson hættir sem ritstjóri Markaðarins
Ritstjóri fylgiblaðs Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti hefur sagt upp störfum og hyggst snúa sér að öðrum verkefnum. Viðskiptablaðið segist hafa heimildir fyrir því að nýr viðskiptamiðill verði mögulega brátt stofnaður.
20. ágúst 2021
Þórhildur hefur undanfarin ár starfað sem fréttamaður og vaktstjóri á RÚV auk þess að annast dagskrárgerð og þáttastjórnun í bæði útvarpi og sjónvarpi.
Þórhildur Þorkelsdóttir nýr kynningarfulltrúi BHM
Þórhildur Þorkelsdóttir hefur sagt upp störfum hjá RÚV og hafið störf sem kynningarfulltrúi Bandalangs háskólamanna.
19. ágúst 2021
Samfylkingin og Flokkur fólksins hafa verið dugleg við að nýta samfélagsmiðla til að kynna frambjóðendur sína og stefnumál undanfarið.
Flokkur fólksins og Samfylkingin eyddu um milljón hvor á Facebook á 90 dögum
Þeir stjórnmálaflokkar sem mælast með möguleika á því að ná inn þingmanni í komandi kosningum hafa samtals eytt 25,6 milljónum króna í auglýsingar á Facebook á einu ári.
18. ágúst 2021
Að upplifa þvingun varðandi það að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar yfir netið er helst bundið við yngstu aldurshópana, samkvæmt nýrri könnun fjölmiðlanefndar.
Unglingsstúlkur upplifa helst þvinganir í samskiptum á netinu
Tæpur fjórðungur unglingsstúlkna á aldrinum 15-17 ára sögðust hafa upplifað þvinganir um að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar yfir netið, samkvæmt könnun fjölmiðlanefndar.
18. ágúst 2021
Tólf fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Bogi Ágústsson fréttamaður á RÚV var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Broddi Broddason varafréttastjóri.
18. ágúst 2021
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Rekstrartap útgáfufélags Morgunblaðsins var 210 milljónir króna í fyrra
Þrátt fyrir að hafa fengið 100 milljónir króna í ríkisstyrk í fyrra var rekstrartap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, yfir 200 milljónir króna á síðasta ári. Starfsfólki fækkaði um 14 prósent en launakostnaður stjórnenda jókst um fimm prósent.
17. ágúst 2021
New York Times sýnir mikilvægi þess að lesendur borgi fyrir fréttir
Fyrir áratug var eitt virtasta fjölmiðlaveldi heims, New York Times, í vanda. Það hafði verið að reyna að finna fæturna í stafrænum veruleika með því að elta netumferð, á forsendum tæknirisa, í þeirri von að auglýsingatekjur myndu aukast.
15. ágúst 2021
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Finnst að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn „nokkurs konar framkvæmdastjóri Íslands“
Páll Magnússon segir að í Sjálfstæðisflokknum hafi skapast andrými fyrir þá skoðun að þeir sem gagnrýna forystu hans séu að bregðast flokknum. Sjálfstæðismenn hljóti að ræða hvort það sé fullreynt að ná árangri með núverandi formanni.
14. ágúst 2021
Auglýsingaborðinn sem Nýja vínbúðin keypti á vef mbl.is.
Vefverslun með áfengi auglýsir sig á einum stærsta fréttavef landsins
Í gær birti Nýja vínbúðin, bresk vefverslun með vín sem þjónar íslenskum neytendum, auglýsingu á mbl.is. Stofnandi hennar segir ekkert í reglugerðum eða lögum banna erlendum áfengisverslunum að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum.
13. ágúst 2021
Stjórnmálaflokkarnir sem sitja á þingi skipa fulltrúa í stjórn Ríkisútvarpsins.
Leggur til að nýir flokkar fái gjaldfrest vegna auglýsinga á RÚV þar til ríkisstyrkir berast
Fulltrúi Pírata í stjórn RÚV hefur sagt sósíalistum að hann muni leggja til við aðra stjórnarmenn að flokkar utan þings fái auglýsingatíma úthlutuðum með gjaldfresti fram á næsta kjörtímabil.
12. ágúst 2021
Erla Björg Gunnarsdóttir er nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Erla Björg tekur við af Þóri sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2
Þórir Guðmundsson hefur látið af störfum sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Við starfi hans tekur Erla Björg Gunnarsdóttir, sem verið hefur fréttastjóri Stöðvar 2.
9. ágúst 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Mál Arion banka gegn Fjármálaeftirlitinu á dagskrá dómstóla í haust
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í fyrrasumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki höfðaði mál og vill að ákvörðuninni hnekkt.
8. ágúst 2021
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins.
Eigandi Morgunblaðsins metinn á 614 milljónir króna
Næst stærsti einstaki eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins myndi tapa þriðjungi af fjárfestingu sinni í fjölmiðlafyrirtækinu ef hann myndi selja hlutinn í dag. Fjársterkir aðilar hafa greitt með rekstrinum frá 2009.
7. ágúst 2021
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar og á meðal eigenda útgáfufélagsins.
Stundin hagnaðist um 7,2 milljónir í fyrra en hefði skilað tapi án ríkisstyrks
Í ársreikningi Stundarinnar kemur fram að kórónuveirufaraldurinn hafi þegar haft neikvæð áhrif á rekstur útgáfufélagsins og að óvissa ríki um forsendur hans. Tekjur Stundarinnar jukust samt umtalsvert í fyrra og félagið skilaði hagnaði.
4. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
3. ágúst 2021
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
26. júlí 2021
Eftirlitsmyndavélar mega sín lítils gegn þeim háþróaða tölvubúnaði sem fyrirtæki á borð við NSO Group selja til ríkisstjórna víða um heim til þess að hafa eftirlit með einstaklingum.
Eftirlit afhjúpað
Á annan tug fjölmiðla hófu í gær umfjöllun um gagnaleka sem virðist varpa ljósi á eftirlit ríkisstjórna víða um heim með blaðamönnum, aðgerðasinnum og pólitískum andstæðingum með háþróuðum ísraelskum njósnahugbúnaði sem engin leið er að verjast.
20. júlí 2021
Tíu íslenskri þingmenn hafa sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi  yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur Julian Assange.
Hvetja Bandaríkjastjórn til að fella niður ákæru á hendur Assange
Hópur íslenskra þingmanna úr fimm flokkum hefur tekið sig saman og afhent bandaríska sendiráðinu á Íslandi yfirlýsingu þar sem þingmennirnir hvetja stjórnvöld þar í landi til að fella niður ákæru á hendur stofnanda Wikileaks Julian Assange.
9. júlí 2021
Stella Moris, unnusta Julians Assange, ásamt tveimur sonum þeirra, Max og Gabriel á fimmtugsafmæli hans um helgina.
Mál Julians Assange vindur enn upp á sig – „Réttarfarslegur skandall og farsakenndur“
Bandaríkjastjórn hefur fengið leyfi til að áfrýja því að Julian Assange skuli ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna, þar sem hann sætir ákæru fyrir njósnir. Ritstjóri Wikileaks hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málinu.
7. júlí 2021
Síminn verður með enska boltann til 2025
Eftir þrjár umferðir af útboði hefur Síminn tryggt sér sýningarréttinn á enska boltanum fyrir næstu árin.
5. júlí 2021
Samherji neitar að hafa áreitt blaðamenn
Aðstoðarkona forstjóra Samherja segir að yfirlýsingar fyrirtækisins og myndbandagerð þess á samfélagsmiðlum sé hluti af málfrelsi þeirra. Samherji hafi aldrei áreitt blaðamenn Kveiks.
5. júlí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er eitt viðfanga teiknara og höfunda Reykjavík Review.
Nafnlausir höfundar stofna nýtt tímarit
Reykjavik Review er nýtt íslenskt tímarit sem beitir húmor og pólitík til að draga upp röntgenmynd af Reykjavík. Þetta kemur fram á söfnunarsíðu Karolinafund, en þar standa nafnlausir höfundar undir söfnun í þeim tilgangi að fjármagna útgáfuna.
4. júlí 2021
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
Skorar á íslenska þingmenn að mótmæla fangelsun Assange líkt og breskir þingmenn
Julian Assange varð fimmtugur í dag en í tvö ár hefur hann setið í einu mesta öryggisfangelsi Bretlands. Ritstjóri Wikileaks skorar á íslenska þingmenn að láta í sér heyra.
3. júlí 2021
Blaðamenn sem telja sannleikann vera árásir og dylgjur
None
2. júlí 2021
Kauphöll Íslands.
Fjármálaeftirlitið skoðar almennt ekki skrif blaðamanna um félög sem þeir eiga í
Tilefni þar að vera til þess að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands taki til skoðunar hlutabréfaeign blaðamanna í félögum sem þeir fjalla um, til dæmis að umfjöllunin væri röng eða misvísandi.
30. júní 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkur geti ekki tekið þátt í stjórn sem haldi áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið
Óli Björn Kárason segir að ríkisrekin fjölmiðlun grafi „undan borgaralegum öflum“. Ekki síst þess vegna verði Sjálfstæðisflokkurinn að spyrna við fótum í málefnum RÚV.
30. júní 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu.
Hörður segist hafa fylgt öllum siðareglum í hvívetna
Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu, segir túlkun formanns Blaðamannafélagsins á siðareglum ekki standast og hafa í hvívetna fylgt öllum siðareglum. Hörður á hlutabréf í 13 Kauphallarfélögum og hefur fjallað um þau í fréttum.
29. júní 2021
Samkvæmt leiðbeiningum fjölmiðlanefndar um skráningu hlaðvarpa til nefndarinnar eru hlaðvörp ríkisstofnanna ekki fjölmiðlar.
Kvartar vegna þess að fjölmiðlanefnd hefur ekki skráð hlaðvarp sitt sem fjölmiðil
Framkvæmdastjóri vefsins fotbolti.net hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna hlaðvarps fjölmiðlanefndar. Hann segir nefndina vera komna í samkeppni um efni við fjölmiðla sem hún veitir eftirlit og þar með komna langt út fyrir sitt hlutverk.
29. júní 2021
Ritstjóri Markaðarins á hlutabréf í félögum sem hann fjallar um
Formaður Blaðamannafélagsins segir siðareglur félagsins kveða á um að blaðamenn ættu ekki að fjalla um félög sem þeir eiga hlutabréf í. Ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu á hlutabréf í 13 Kauphallarfélögum að andvirði níu milljóna króna.
28. júní 2021
Samhliða því að þeim sem starfa í fjölmiðlum fækkar hefur launasumma geirans dregist verulega saman.
Starfandi fólki í fjölmiðlum á Íslandi hefur fækkað um helming á tveimur árum
Nýjar tölur frá Hagstofu Íslands sýna að starfandi fjölmiðlafólki hefur fækkað gríðarlega hratt á þessu kjörtímabili. Frá árinu 2018 og til síðustu áramót fækkaði þeim sem störfuðu í fjölmiðlum um 731.
26. júní 2021
Málið snýst um hvernig Síminn seldi aðgang að Enska boltanum. Manchester City sigraði í ensku úrvaldsdeildinni á síðustu leiktíð.
Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu
Síminn vill að úrskurður áfrýjunarnefndarnefndar samkeppnismála verði felldur úr gildi. Samkvæmt honum var félaginu gert að greiða 200 milljónir króna í sekt fyrir að bjóða betri kjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.
26. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
21. júní 2021
Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Samherji og Þorsteinn Már vildu vita hvort rétt væri haft eftir Ásgeiri í Stundinni
Seðlabankinn hefur afhent Kjarnanum samskipti lögmanns Samherja við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, sem bankinn hafði áður hafnað að láta af hendi. Samherji og forstjóri hans vildu vita hvort blaðamaður Stundarinnar væri að hafa rétt eftir Ásgeiri.
21. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
20. júní 2021
Mest er um að fólk rekist á falsfréttir á Facebook. Nokkuð er um að fólk rekist á misvísandi upplýsingar eða falsfréttir á öðrum samfélagsmiðlum, líkt og Twitter, Snapchat, TikTok, Instagram eða WhatsApp
Sjö af hverjum tíu rekist á falsfréttir á síðustu tólf mánuðum – mest á Facebook
Fjölmiðlanefnd hefur kannað miðlalæsi almennings með það meðal annars að markmiði að kortleggja færni almennings til að þekkja falsfréttir og átta sig á uppruna heimilda. 69 prósent höfðu séð misvísandi upplýsinguarum kórónuveirufaraldurinn síðasta árið.
10. júní 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það sé ákaflega dapurt að horfa upp á þá stöðu sem byggst hafi upp í kringum Samherja. Hann segist hafa verið samsamaður fyrirtækinu og að það sé slæmt að Samherjamálið veiki tiltrú fólks til sjávarútvegarins.
5. júní 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
BÍ: RÚV af auglýsingamarkaði er nauðsynlegt skref en bæta þarf fyrirtækinu tekjutapið
Blaðamannafélag Íslands segir að það skref að taka RÚV af auglýsingamarkaði sé „nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis“. Þó þurfi að bæta RÚV tekjutapið úr ríkissjóði og passa upp á að niðurskurður bitni ekki á fréttastofu RÚV.
3. júní 2021
Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri fréttastofu RÚV:
Varafréttastjóri RÚV gerir athugasemdir við afsökunarbeiðni Samherja
Heiðar Örn Sigurfinnsson segir það ekki vera mjög skýrt hver innan Samherja hafi verið að biðjast afsökunar né á hverju. Þá liggi ekki fyrir hvern sé verið að biðja afsökunar.
31. maí 2021
Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi 12. maí. Hér sjást Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Engin formleg gögn til um afhendingu skýrslu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins
Kjarninn falaðist eftir því að fá gögn um samskipti starfsmanna ráðuneytis við blaðamenn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins vegna skýrslu sem þessir miðlar fengu afhenta en Kjarnanum var synjað um. Engin formleg gögn eru til, segir ráðuneytið.
31. maí 2021
Grein skipstjórans birtist í Kjarnanum snemma í september í fyrra, en þar voru skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og myndbandaframleiðslu fyrirtækisins gagnrýnd.
Annar skipstjóri Samherja lánaði nafn sitt undir skrif í þágu fyrirtækisins
Skipstjórinn Guðmundur Jónsson er ekki raunverulegur höfundur greinar sem hann fékk birta undir sínu nafni í Kjarnanum síðasta haust. Páll Steingrímsson segir sig og Þorbjörn Þórðarson hafa skrifað greinina í sameiningu.
28. maí 2021
Sigmar Guðmundsson í framboð fyrir Viðreisn
Viðreisn hefur ákveðið uppröðun á lista sínum í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þjóðþekktur frétta- og dagskrárgerðarmaður er í öðru sæti listans.
27. maí 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla samþykkt á Alþingi
Alþingi afgreiddi í dag frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla. Þorri þeirra 400 milljóna króna sem skipt verður á milli fjölmiðla fer til þriggja stórra fjölmiðlafyrirtækja.
25. maí 2021
Fyrirspurn Kjarnans var meðal annars send til Björgólfs Jóhannssonar og Þorsteins Más Baldvinssonar.
Samherji vill ekki svara spurningum um starfsemi „skæruliðadeildarinnar“
Kjarninn sendi ítarlega fyrirspurn til stjórnenda Samherja vegna gagna sem sýna fram á baktjaldamakk starfsmanna og ráðgjafa fyrirtækisins, í samstarfi við stjórnendur. Samherji vill ekki svara spurningunum.
24. maí 2021
Vildu nothæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upplýsingum um stjórn samtaka
Í samræðum „skæruliðadeildar“ Samherja kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. Þau ræddu einnig að safna upplýsingum um stjórn samtaka gegn spillingu.
23. maí 2021
Færeyjaáætlun skæruliðadeildarinnar
Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Samherja velt vöngum yfir því hvernig ætti að bregðast við fréttum færeyska Kringvarpsins. Fulltrúi fyrirtækisins kom sér í samband við færeyskan ritstjóra í þeim yfirlýsta tilgangi að rægja færeyskt fréttafólk.
23. maí 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
„Ég lít á þetta sem alvarlega aðför að kjöri formanns í fag- og stéttarfélagi“
Formaður Blaðamannafélags Íslands telur að aðgerðir starfsmanna og ráðgjafa Samherja um að hafa áhrif á formannskjör í félaginu í síðasta mánuði hafi ekki einungis beinst gegn henni heldur líka gegn mótframbjóðanda hennar.
22. maí 2021
Samherji reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu í formannskjöri í stéttarfélagi blaðamanna
„Það þarf samt að fara mjög fínt í þetta því við viljum heldur ekki að það spyrjist út að Samherji eða ráðgjafar Samherja séu uggandi yfir stöðunni og séu að hjálpa til í smölun gegn fulltrúa RÚV.“
22. maí 2021
Skæruliðadeild Samherja sem vill stinga, snúa og strá svo salti í sárið
Hluti þess hóps sem rekur áróðursstríð Samherja gegn blaðamönnum og ákveðnum fjölmiðlum sem fjallað hafa um fyrirtækið lýsir sér í samtölum sem „skæruliðadeild Samherja“. Einn þeirra segist bara vera „eitt tannhjól í góðri vél“.
21. maí 2021
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Neytendasamtökin boða dómsmál gegn öllum stóru bönkunum
Í fyrrahaust fóru Neytendasamtökin fram á að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn breyttu skilmálum allra lána á breytilegum vöxtum sem þeir hafa veitt íslenskum heimilum. Bankarnir neituðu og nú ætla samtökin að fara með með málin fyrir dóm.
19. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
14. maí 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Sýn hefur skilað tapi á sjö af síðustu átta ársfjórðungum
Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hefur tapað um 2,5 milljörðum króna frá byrjun árs 2019. Nær allar tekjustoðir félagsins lækkuðu milli ára. Félagið er að selja innviðaeignir fyrir háar fjárhæðir og ætlar að skila því fé til hluthafa.
13. maí 2021
Lestur Fréttablaðsins dregist saman um 0,5 prósentustig á mánuði síðastliðið ár
Frá því að útgáfudögum Fréttablaðsins var fækkað úr sex í fimm í viku hefur lestur blaðsins dregist hraðar saman en hann gerði áður. Morgunblaðið er nú lesið af minna en fimmtungi landsmanna.
13. maí 2021
Skjáskot úr einu af fyrstu myndböndunum sem Samherji lét framleiða með ávirðingum í garð fréttamannsins Helga Seljan í lok síðasta sumars.
Spæjaraleikur rifjaður upp á þýsku
Eitt víðlesnasta dagblað Þýskalands fjallar um framgöngu sjávarútvegsrisans Samherja gagnvart Helga Seljan í dag. Namibískur fréttamaður segist aldrei hafa þurft að standa frammi fyrir þvíumlíku í sínu heimalandi.
12. maí 2021
Úlfar Þormóðsson
Gungur
12. maí 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
„Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum“
Kjarninn óskaði eftir að fá afhenda skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi í gær en fékk þau svör frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að ekki væri hægt að verða við þeirri bón. Bæði Morgunblaðið og Markaðurinn fengu skýrsluna í gær.
12. maí 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrirsvarsmaður minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar.
Samfylking og Píratar vilja breytingar á fjölmiðlafrumvarpi
Tveir stjórnarandstöðuflokkar vilja að þak á greiðslum til fjölmiðlafyrirtækja verði lækkað úr 100 í 50 milljónir króna á ný. Ef af því yrði myndu greiðslur til þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins skerðast um rúmlega 100 milljónir króna.
10. maí 2021
Stjórnmálamenn sem hata fjölmiðla
None
10. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
7. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
5. maí 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Segist sjá fyrir sér „premium“ áskrift að Vísi en mikilvægt sé að sinna áfram almannaþjónustu
Forstjóri Sýnar bendir á að nánast allir fjölmiðlar á Norðurlöndum séu með efni á bakvið greiðslugátt. Frumvarp um styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla var afgreitt úr úr nefnd í gær og er á leið til annarrar umræðu í þinginu.
5. maí 2021