200 færslur fundust merktar „alþingi“

Hanna Katrín Friðrikssin, þingmaður Viðreisnar.
Framkoma meirihluta fjárlaganefndar „ekkert annað en skandall“
Þingmaður Viðreisnar segir fjölmiðla sitja eftir með enn óreiðukenndari mynd af rekstrarhorfum sínum eftir tilraun meirihluta fjárlaganefndar til að veita N4 100 milljón króna styrk. Styrkveitingin getur ekki talist til ábyrgra fjármála.
16. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Segir bókhaldsblekkingar ríkisstjórnarinnar við hækkun barnabóta draga úr trausti
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina beita bókhaldsblekkingum við hækkun barnabóta. Samfylkingin dró tillögu sína um aukningu upp á þrjá milljarða króna til barnabóta á árinu 2023 til baka en ætlar nú að leggja hana aftur fram.
15. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
9. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
8. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
6. desember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
„Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene“
Þingmaður Viðreisnar segir að ekki sé hægt að rökstyðja stýrivaxtahækkanir með sólarlandaferðum Íslendinga til Tenerife. „Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene.“ Forsætisráðherra segir að horfa verði á stóru myndina.
24. nóvember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.
Spyr dómsmálaráðherra hvernig það getur verið lausn við afbrotahegðun að fara í stríð
Varaþingmaður Pírata furðar sig á stríðsyfirlýsingu dómsmálaráðherra gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Stríð leysir engin vandamál, það býr til fleiri ófyrirséð vandamál og magnar núverandi vandamál upp.“
22. nóvember 2022
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
„Stríð gegn ofbeldi er ekki svarið“
Ef til er fjármagn til að fara í stríð gegn fólki hlýtur að vera til fjármagn til að hjálpa fólki að mati þingmanns Pírata. Stríð gegn ofbeldi er ekki svarið heldur er svarið að finna í heilbrigðiskerfinu.
21. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Meirihluti fjárlaganefndar hafnar beiðni um lögfræðiálit um ÍL-sjóð
Þingmaður Viðreisnar segir meirihluta fjárlaganefndar ekki vilja fá svör við því hvort vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðherra sem varða ÍL-sjóð standist lög.
15. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín segir enn ótímabært að ræða skipun rannsóknarnefndar
Forsætisráðherra vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir efnisatriði skýrslu Ríkisendurskoðunar áður en ákvörðun verði tekin um hvort skipa eigi rannsóknarnefnd um söluferli á hlut í Íslandsbanka.
14. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra.
Bjarni: Stjórnmálamenn eiga ekki að tryggja öllum sömu stöðu í lífinu
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk þingmanns Samfylkingarinnar að leggja af slagorð Sjálfstæðisflokksins: „Stétt með stétt“. Vandi jafnaðarmanna er sá að trúa því að hægt sé að byggja samfélag þar sem stjórnvöld tryggja öllum jafna útkomu í lífinu.
10. nóvember 2022
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sérkennilegt að flokkur sem stóð fyrir brottvísun telji stefnu sína mannúðlega
Þingmaður Viðreisnar gerir athugasemd við að Sjálfstæðisflokkurinn telji stefnu sína í útlendingamálum mannúðlega þegar flóttafólki er vísað á götuna í Grikklandi.
9. nóvember 2022
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Þórarinsson segir ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem heimsótti tvennar flóttamannabúðir í Grikklandi í haust segir aðstæður þar ágætlega mannsæmandi. Rauði krossinn, auk fjölda annarra, er á öðru máli.
8. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
„Stóri glæpurinn í þessu er brottvísunin sjálf“
Félags- og vinnumarkaðsráðherra vissi ekki af brottvísun 15 hælisleitenda fyrr en að henni kom í síðustu viku. Þingmaður Pírata spurði ráðherrann á þingi í dag hvað réttlæti brottvísun fatlaðs manns sem leitað hefur réttar síns fyrir dómstólum.
7. nóvember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra: Kemur í ljós hvort dómur í máli hælisleitanda verður fordæmisgefandi
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra á þingi í dag hvort hann ætli „í alvörunni að halda áfram að henda úr landi fólki sem dómstólar eru nýbúnir að segja að megi ekki henda úr landi“?
26. október 2022
Jón Steindór Valdimarsson, sitjandi varaþingmaður Viðreisnar, er flutningsmaður skýrslubeiðninnarsem nú hefur verið send Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra.
Vilja kanna hvort breyting á nauðgunarákvæði hafi aukið traust í garð réttarvörslukerfisins
Árið 2018 var nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga breytt þannig að samþykki var gert að skilyrði fyrir samræði. 17 þingmenn úr fimm flokkum hafa nú óskað eftir skýrslu frá dómsmálaráðherra um áhrif lagabreytingarinnar.
22. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra.
Hádegisverður eigi ekki að varpa mikilli rýrð á störf Bankasýslunnar
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hádegisverðir, eins og starfsmenn Bankasýslunnar þáðu frá fjármálafyrirtækjum í tengslum við störf sín í aðdraganda sölu hluta Íslandsbanka, varpi ekki rýrð á störf hennar.
20. október 2022
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
„Hugsum okkur um áður en við notum bílinn sem úlpu“
Þingmenn úr röðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar gerðu almenningssamgöngur að umtalsefni sínu á þingi í dag. Þau sögðu skerðingu á þjónustu strætó vekja upp spurningar og að arðbærni almenningssamgangna væri öllum ljós.
19. október 2022
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki sjálfbært fyrir þjóðina
Þingmaður Viðreisnar líkir formanni Framsóknarflokksins við örmagna foreldri sem þarf sífellt að þola rifrildi barnanna sem sitja á vinstri og hægri hönd við matarborðið. Umræðan um útlendingamál sýni að ríkisstjórnarsamstarfið er ekki sjálfbært.
18. október 2022
Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Hugmynd innviðaráðherra um hækkun útsvars hefur ekki farið í gegnum ríkisstjórn
Forsætisráðherra segir endanlega útfærslu á tillögu innviðaráðherra um hækkun útsvars en lækkun tekjuskatts ekki liggja fyrir. Formaður Samfylkingar spyr hvort ekki sé kominn tími til að látlausum yfirlýsingum frá ráðherrum Framsóknarflokksins linni?
17. október 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra ósammála dómsmálaráðherra um „stjórnlaust ástand“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur ekki undir orð dómsmálaráðherra að hér sé stjórnlaust ástand í málefnum flóttafólks. Ástandið megi meðal annars rekja til tveggja stjórnvaldsákvarðana.
13. október 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvar ystu mörk Sjálfstæðisflokksins í skattahækkunum liggja.
„Aftur ver fjármálaráðherra Íslands titilinn um dýrustu bjórkrús í Evrópu“
Áfengisgjald og dýrasta bjórkrús í Evrópu voru til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Viðreisnar spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvar ystu mörk Sjálfstæðisflokksins í skattahækkunum liggja.
12. október 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Skorar á dómsmálaráðherra að tala skýrt og segja satt
Þingmaður Pírata segir það grafalvarlegt mál að dómsmálaráðherra taki undir orðræðu sem er til þess fallin að auka jaðarsetningu fólks sem þegar tilheyrir minnihlutahópi.
11. október 2022
Frú Ragnheiður er á meðal skaðaminnkandi verkefna sem Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir. Rauði krossinn fagnar því að aftur sé verið að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu á kaupum og vörslu neysluskammta.
Vandi vímuefnanotenda verði meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu
Rauði krossinn styður þær breytingar sem lagðar eru fram í frumvarpi til laga um afglæpavæðingu neysluskammta og segir lagasetninguna styðja við uppsetningu og þróun skaðaminnkandi þjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slíkt frumvarp er lagt fram.
8. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
3. október 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
29. september 2022
Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Meðferð brota á siðareglum verði í samræmi „við réttlætisvitund fólksins í landinu“
Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkum gagnrýna að mál innviðaráðherra vegna rasískra ummæla hafi verið fellt niður hjá forsætisnefnd. Þingmaður Samfylkingar segir að koma verði upp fyrirkomulagi þar sem meint brot á siðareglum fá faglega umfjöllun.
27. september 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Ekki verið að slátra þjóðarhöllinni en augljóslega fresta
Forsætisráðherra segir vilja ríkisstjórnarinnar um að reisa nýja þjóðarhöll á þessu kjörtímabili skýran. Þingmaður Viðreisnar segir ljóst að verið sé að fresta framkvæmdinni. „Ekki alveg að slátra henni en fresta.“
22. september 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Forsætisráðherra: „Alþingi hefur viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla“
Þingmaður Pírata segir þögn forsætisráðherra í máli fjögurra blaðamanna sem eru með stöðu sakbornings eftirtektarverða þar sem um grundvallarmannréttindi sé að ræða. Forsætisráðherra segir Alþingi alltaf hafa viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla.
22. september 2022
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Hefur áhyggjur af því að réttaröryggi borgara sé ógnað
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að alvarlegur dómgreindarbrestur hafi orðið við viðbrögð sérsveitar lögreglu í útkalli um helgina. Ekki er um einangrað tilvik að ræða og þingmaðurinn furðar sig á viðbrögðum dómsmálaráðherra.
21. september 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Mynd: Eyþór Árnason
Segir vaxtahækkanir Seðlabankans kvíðaefni á heimilum landsins
Þingmaður Viðreisnar segir fjárlagapólitík snúast um að svara því hvernig samfélagið okkar virkar best. Hún gagnrýnir leiðina sem núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að fara og segir hana „þenja ríkið út bara af því bara“.
20. september 2022
„Við búum í samfélagi þar sem að vopnaburður er að verða víðtækari heldur en hann hefur verið áður,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
Dómsmálaráðherra segir viðbúið að lögregla handtaki fólk fyrir mistök
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag um verklag lögreglu og sérsveitar vegna ábendinga frá almenningi þar sem vopn koma við sögu. Ástæðan er útkall lögreglu um helgina þar sem vopnaður maður reyndust vera börn í kúrekaleik.
19. september 2022
117,5 af hverjum 1.000 íbúum voru afgreidd þunglyndislyf árið 2012 en í fyrra fengu 162,5 af hverjum 1.000 íbúum þunglyndislyf. Fjölgunin nemur tæpum 40 prósentum.
Afgreiðslur allra geðlyfja nema róandi og kvíðastillandi lyfja aukist á tíu árum
Afgreiðslur á örvandi lyfjum hafa rúmlega tvöfaldast síðastliðin tíu ár og afgreiðsla þunglyndislyfja hefur aukist um 40 prósent. Aðeins afgreiðslum á róandi og kvíðastillandi lyfjum hefur fækkað ef mið er tekið af öllum geðlyfjum.
14. september 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
30. júní 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Samkeppni ekki á radarnum hjá ríkisstjórninni – og fyrir vikið ráði sérhagsmunir
Formaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina og segir að hún kjósi að stinga höfðinu í sandinn frekar en að ræða af einhverri alvöru hvernig tryggja megi eðlilega samkeppni.
18. júní 2022
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mætti vera meira af „harða hægrinu“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvetur þingmenn til að sitja á „eilífri þörf“ til að hækka skatta og gjöld þegar kreppir að og fara „einfaldlega betur“ með þær tekjur sem ríkið heimtar af fólkinu í landinu.
17. júní 2022
Fyrirspurnum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni rigndi yfir ráðherra ríkisstjórnarinnar nú undir lok þingvetrar.
„Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“ spyr Sigmundur Davíð
Þingmenn Miðflokksins sendu ráðherrum ríkisstjórnarinnar alls 19 fyrirspurnir á síðustu klukkustundum þingvetrarins sem lauk í nótt. Sigmundur Davið Gunnlaugsson var öllu stórtækari en Bergþór Ólason en Sigmundur Davíð sendi frá sér 16 fyrirspurnir.
16. júní 2022
Svanberg Hreinsson varaþingmaður Flokks fólksins.
Valdi sér ekki það hlutskipti að verða öryrki – því megi alþingismenn trúa
Varaþingmaður Flokks fólksins flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi í gær en þar greindi hann m.a. frá því að hann væri öryrki og að hann hefði um síðustu mánaðamót greitt 62 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu.
15. júní 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
„Þetta er bara mjög ómerkileg framganga“
Þingmaður Samfylkingarinnar vill að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um 14.000 krónur, eða 4,6 prósent, eins og gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrir árið 2022. Hann skorar á félags- og vinnumarkaðsráðherra að fylgja forsendum áætlunarinnar.
15. júní 2022
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.
Vill listaverkið Svörtu keiluna fjarri Alþingishúsinu
Þingmaður Miðflokksins segir að það sé eitthvað „sérstaklega ónotalegt“ við það að minnisvarði um borgaralega óhlýðni sé beint fyrir framan löggjafarsamkundu þjóðarinnar.
14. júní 2022
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
„Aðför að lýðræðinu“ – Vill að þingmannamál fái meiri athygli
Þingmaður Pírata skorar á formenn þingflokka og forseta Alþingis að finna leið til þess að þingmannamál fái meiri athygli og góðar hugmyndir nái fram jafnvel þó að þær komi ekki frá „lögfræðingum ráðuneytanna“.
14. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stendur algjörlega með breytingum á rammaáætlun
Forsætisráðherra var spurð á þingi í dag út í „sinnaskipti“ VG hvað rammaáætlun varðar. Hún segir að horfast verði í augu við það að Alþingi hafi ekki náð saman um vissa áfanga áætlunarinnar hingað til.
13. júní 2022
Árni Finnsson
Afgreiðsla 3. áfanga rammaáætlunar – Fyrst klárum við Kjalölduveitu
13. júní 2022
Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar.
„Það skiptir máli fyrir budduna hvar þú býrð“
Þingmaður Viðreisnar telur að gera verði þá kröfu til ríkisvaldsins að það sýni samfélagslega ábyrgð og gott fordæmi og lækki lóðarleigu. Lóðarleiga í Reykjanesbæ sé til að mynda rúmlega 600 prósent hærri en lóðarleigan í Kópavogi.
12. júní 2022
Jóhann Friðrik Friðriksson þingmaður Framsóknarflokksins.
Vill að farið verði í heildarendurskoðun á áfengislögum
Þingmaður Framsóknarflokksins segist vera hlynntur frelsi með ábyrgð og telur mikilvægt að farið verði í heildarendurskoðun á áfengislögum með það að markmiði að taka tillit til samkeppnissjónarmiða en einnig þeirra sjónarmiða er snúa að forvörnum.
11. júní 2022
Af löstum og dyggðum ríkisstjórnarsamstarfsins – Sitt sýnist hverjum
Í lok hvers þings ræða þingmenn afrek og ófarir stjórnmálanna og var í gær engin undantekning þar á. Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar voru ekki á eitt sáttir um ágæti samstarfs VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
9. júní 2022
Guðmundur Björgvin Helgason
Guðmundur Björgvin Helgason nýr ríkisendurskoðandi
Kosning nýs ríkisendurskoðanda fór fram á Alþingi í morgun og var starfandi ríkisendurskoðandi kosinn í embættið.
9. júní 2022
For­sætis­nefnd hyggst gera til­lögu til þings­ins um ein­stak­ling til að gegna emb­ætt­i ríkisendurskoðanda, sem svo verður kjör­inn á þing­fundi, fyrir þingfrestun sem áætluð er í lok vikunnar.
Nýr ríkisendurskoðandi verður kosinn fyrir sumarfrí Alþingis
Fyrsti varaforseti Alþingis er bjartsýn á að nýr ríkiendurskoðandi verði kosinn á Alþingi fyrir þingfrestun sem áætluð er í lok vikunnar. Ríkisendurskoðun hyggst skila Alþingi skýrslu um úttekt embættisins á sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka í lok júní.
8. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahgsráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Mönnunarvandi spítalans verði ekki leystur með auknu fjármagni
Aukið fjármagn í heilbrigðiskerfinu mun ekki leysa öll vandamál að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Formaður Samfylkingarinnar spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort ekki væri full ástæða til að skoða fjármálaáætlun í ljósi neyðarástands á bráðamóttöku.
7. júní 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Sáttarhönd þriggja stjórnarandstöðuflokka í útlendingamálinu felur í sér miklar breytingar
Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa lagt fram sex ítarlegar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar í því skyni að liðka fyrir samningum um þinglok. Píratar vildu ekki vera með vegna þess að þeir vilja ekki semja um málið.
7. júní 2022
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Ekkert grín að safna fyrir fyrstu útborgun
Fasteignamat tekur stökk milli ára og segir varaþingmaður Pírata að þetta þýði að fasteignagjöld muni hækka – og þar af leiðandi leiga. „Hærri leiga þýðir hærri útgjöld sem þýðir enn þá minni líkur á að við náum að safna fyrir útborg­un.“
5. júní 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Kvikmyndafrumvarp um endurgreiðslur „augljóslega gallað“
Formaður Miðflokksins segir kvikmyndafrumvarp menningar- og viðskiptaráðherra „augljóslega gallað“. Fjármála- og efnahagsráðherra segir athugasemdir sem ráðuneytið gerði við frumvarpið ekki efnislegar, heldur snúi þær að fjárlagaliðnum.
2. júní 2022
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Segir að Ísland sé réttarríki – en ekki ríki geðþóttavalds og lögleysu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði m.a. um gildi kristinnar trúar á Alþingi í dag og sagði að það væri sorglegt að sjá hvernig forsætisráðherra hefði upp á síðkastið mátt sitja undir „rætinni illmælgi“ af hálfu sóknarprests.
1. júní 2022
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Hefur áhyggjur af því að rammaáætlun verði ekki afgreidd úr nefnd á þessu þingi
Einungis sex virkir þingdagar eru eftir fyrir sumarfrí samkvæmt starfsáætlun þingsins og rammaáætlun var ekki á dag­skrá umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í morg­un.
31. maí 2022
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
„Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega?“
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að langt sé liðið á „fyrri hálfleik“ hjá heilbrigðisráðherra og út úr liði hans streymi „lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti“.
31. maí 2022
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Spurði hvort Katrín stæði á bak við stefnu VG eða Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum
Forsætisráðherra sagði þegar hún var spurð út í ólíkar stefnur ríkisstjórnarflokkanna í útlendingamálum að það væri hlutverk þeirra að finna lausnir – líka þegar flokkarnir væru ekki fullkomlega sammála. „Það er bara eðli þess að sitja í ríkisstjórn.“
30. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Er hægt að gera betur? Alveg örugglega“
Katrín Jakobsdóttir var spurð á þingi í dag hvort hægt væri að gera betur varðandi móttöku flóttafólks eða umsækjenda um alþjóðlega vernd en gert er hér á landi.
30. maí 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
Segir að reynslan í COVID megi ekki renna út í sandinn – Fastur vinnustaður ekki eina leiðin
Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvers vegna Stjórnarráðið vinni ekki eftir fjarvinnustefnu. Þannig væri hægt að laða að starfsfólk, spara í skrifstofurekstri og ferðakostnaði og auka sveigjanleika starfsfólks.
29. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
Ekki hægt að horfa upp á „stjórnlausan markaðinn“ ráðskast með lífsviðurværi fólks
Flokkur fólksins vill skoða leiguþak sem tímabundna ráðstöfun sem svar við húsnæðisvandanum. „Eitthvað verðum við að gera,“ segir varaþingmaður flokksins.
26. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
25. maí 2022
Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar.
Spyr hvort Seðlabankinn sé í liði með íslenskum almenningi
Það að leyfa krónunni að styrkjast ætti að auðvelda Seðlabankanum að rækja hlutverk sitt og skyldu um að halda verðbólgunni í skefjum og auðvelda íslenskum almenningi lífið, samkvæmt þingmanni Viðreisnar.
24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
24. maí 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Þarf ekki meira en eitt pennastrik til að sýna aukna mannúð“
Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin sé í herferð gegn ákveðnum hópum flóttafólks og gagnrýnir brottvísanir stjórnvalda til Grikklands. Dómsmálaráðherra telur aftur á móti að það gangi bara „nokkuð vel og hratt fyrir sig“ í Grikklandi að afgreiða mál.
23. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Andmælir því harðlega að Ísland stefni í að vera með hörðustu útlendingastefnu í Evrópu
Forsætisráðherra vill ekki kvitta upp á það að hér á landi sé hörð útlendingastefna. Ísland hafi tekið „á móti fleirum en nokkru sinni fyrr, hlutfallslega fleirum líka af þeim sem hafa sótt um“.
23. maí 2022
Flutningsmenn tillögunnar, þeir Þorgrímur, Sigurður Páll og Ásmundur Friðriksson, vilja auðvelda neytendum að nálgast upplýsingar um umhverfisáhrif matvælanna í innkaupakörfunni.
Vilja kolefnismerkingu á kjöt og grænmeti
Flutningsmenn nýrrar þingsályktunartillögu vilja að neytendur geti tekið upplýstari ákvörðun við kaup á matvöru með tilliti til loftslagsáhrifa. Fyrirmynd tillögunnar er sótt til Skandinavíu.
23. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
21. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
18. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
16. maí 2022
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi í dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
16. maí 2022
Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði alþingismenn og Íslendinga á Alþingi í dag.
Zelenskí ávarpaði alþingismenn og þjóðina alla á íslensku
„Að lifa í raunverulegu frjálsræði, það er menning,“ sagði Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar á Alþingi í dag. Zelenskí brýndi fyrir nauðsyn þess að slíta á öll fjármálatengsl við Rússland.
6. maí 2022
Volodímír Zel­en­skí forseti Úkraínu ávarpaði Dani í gær.
Zel­en­skí mun ávarpa alþingismenn og íslensku þjóðina
Forseti Úkraínu mun ávarpa þingmenn og Íslendinga við sérstaka athöfn á morgun í gegnum fjarfundabúnað en þetta verður í fyrsta skiptið sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.
5. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
„Erum á viðkvæmum stað þegar kemur að trausti“
Þingmaður VG segist vera tilbúinn til þess að farið verði ofan í hvern krók og kima á Íslandsbankasölunni. Hún vill í kjölfarið af rannsókn að ákvarðanir verði teknar um hvernig betur megi standa að sölu ríkiseigna.
30. apríl 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Málið legið þungt á ráðherranum, fjölskyldu hans og vinum
Sigurður Ingi segist ekki ætla að ræða frekar mál er varðar rasísk ummæli sem hann viðhafði á Búnaðarþingi fyrir mánuði síðan. Hann veltir því fyrir sér hvort umfjöllun um málið snúist í raun um Framsóknarflokkinn og sveitarstjórnarkosningarnar.
29. apríl 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Finnst sérfræðingarnir hafa brugðist
Innviðaráðherra segist vera svekktur út í sjálfan sig eftir Íslandsbankasöluna. Hann segir að lærdómur þeirra sem eru í pólitík sé einfaldlega sá „að fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“.
29. apríl 2022
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja: Fjármála- og efnahagsráðherra þegar byrjaður að axla ábyrgð
Viðskiptaráðherra telur að Bjarni Benediktsson sé þegar byrjaður að axla ábyrgð á sölunni á Íslandsbanka með því að óska eftir því að Ríkisendurskoðun skoði málið.
28. apríl 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er formaður fjárlaganefndar.
Hugsi eftir fundinn með Bankasýslunni – „Við þurfum væntanlega að endurskoða lögin“
Formaður fjárlaganefndar segir það áhyggjuefni að Bankasýsla ríkisins hafi ekki getað aflað upplýsinga um fjárfesta sem gerðu tilboð í bréfin í Íslandsbanka og höfðu jafnvel skuldsett sig fyrir kaupum.
27. apríl 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín: Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi til að selja ríkiseignir
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka sé „sannarlega dýrkeypt mistök fyrir íslenskt samfélag“. Ríkisstjórnin eigi eftir að svara því hvort afleiðingar mistakanna verði minni uppbygging innviða eða skattahækkanir.
27. apríl 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
„Vinstri græn og Framsókn hafa gengið inn í fullmótað kerfi Sjálfstæðisflokksins“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að svo virðist sem Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn hafi afsalað sér áhrifum til Sjálfstæðisflokksins og að Katrín Jakobsdóttir sé hætt í pólitík.
26. apríl 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: „Hvað tekur við?“
Formaður Miðflokksins segir að svo virðist sem þrír ráðherrar í ríkisstjórn hafi hist á fundi um páskana og sagt: „Eitthvað þurfum við að gera. Þetta er eitthvað, gerum það.“ – Og í framhaldinu ákveðið að leggja Bankasýslu ríkisins niður.
25. apríl 2022
Sjálfstæðisflokkurinn „holdgervingur“ eitraðs kokteils íslensks viðskiptalífs og stjórnmálalífs
Þingflokksformaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða ábyrgð hún bæri á að hafa komið Sjálfstæðisflokknum til valda og Bjarna Benediktssyni í fjármálaráðuneytið. Þær ræddu Íslandsbankasöluna í óundirbúnum fyrirspurnatíma.
25. apríl 2022
Tólf sækjast eftir embætti ríkisendurskoðanda
Tólf manns gefa kost á sér til þess að taka við embætti ríkisendurskoðanda. Alþingi mun kjósa í embættið í maímánuði, eftir að forsætisnefnd Alþingis leggur fram tilnefningu sína.
25. apríl 2022
Fundinum hefur verið frestað fram á miðvikudag.
Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis og Bankasýslu ríkisins frestað
Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis og Bankasýslu ríkisins, þar sem Bankasýslan átti að leggja fram skýrslu um sölu Íslandsbanka, hefur verið frestað um tvo daga.
24. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir málflutning stjórnarandstæðinga beinlínis rangan
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það skipti máli að horfa á heildarmyndina varðandi söluna á Íslandsbanka og segir það rangt að hann hafi þurft að fara yfir hvert og eitt tilboð í útboðinu.
20. apríl 2022
Krefjast þess að þing komi saman
Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sent forsætisráðherra og forseta Alþingis bréf þar sem þess er krafist að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna á Íslandsbanka.
19. apríl 2022
Íhugaði að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása
Lenya Rún Taha Karim tók sæti sem varaþingmaður í lok síðasta árs en íhugaði alvarlega að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu. Hún ákvað að halda áfram og vill vera fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir.
15. apríl 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Þögn ráðherra yfir páskahátíðina mun ekki kæfa kröfur um svör“
Þingmaður Viðreisnar segir að forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra þurfi að svara spurningum um það hvort þau hafi vitað af áhyggjum viðskiptaráðherra varðandi Íslandsbankasöluna og geti þar af leiðandi ekki verið á flótta undan fjölmiðlum.
14. apríl 2022
Nýr ríkisendurskoðandi kosinn í maí – Skil á úttekt á sölu hluta Íslandsbanka áætluð í júní
Sérstök ráðgjafarnefnd hefur verið skipuð vegna kosningar ríkisendurskoðanda sem fyrirhuguð er í maí. Embættið á að skila Alþingi niðurstöðu á úttekt á útboði og sölu ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka í júní.
11. apríl 2022
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
„Vinnubrögðin kalla á afsögn ráðherrans“
Þingmaður Samfylkingarinnar segist hafa verið á móti því að selja hlut í Íslandsbanka og að fjármálaráðherra þurfi að „axla ábyrgð á þessu klúðri öllu“.
11. apríl 2022
Vilja skipa starfshóp um sanngirnisbætur vegna aðgerða vegna ódæmigerðra kyneinkenna
Nokkrir þingmenn VG telja mikilvægt að varpa ljósi á umfang aðgerða hér á landi vegna ódæmigerðra kyneinkenna og miska sem kann að hafa hlotist af þeim, með tilliti til bæði andlegrar og líkamlegrar heilsu.
9. apríl 2022
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þingmenn óska eftir því að gert verði hlé á þingfundi – „Við verðum að taka þetta alvarlega“
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ásamt öðrum þingmönnum, hefur óskað eftir því að formenn flokka á þingi setjist niður og taki ákvörðun um það að fram fari fagleg rannsókn á sölunni á Íslandsbanka í ljósi orða Sigríðar Benediktsdóttur.
8. apríl 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjáflstæðisflokksins.
Nagar sig í handarbökin fyrir að hafa ekki spurt spurninga í fjárlaganefnd
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd segist vera svekkt út af lista yfir kaupendur Íslandsbanka. Hún stóð í þeirri meiningu að verið væri fyrst og fremst að leita eftir stórum og öflugum fjárfestum.
8. apríl 2022
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
„Eigum við ekki að ræða um orðspor?“
Þingmaður Viðreisnar var harðorður á Alþingi í morgun þegar hann spurði fjármálaráðherra hvort hægt væri að tala um traust og heilbrigt eignarhald eftir atburðarásina í kringum útboð á hlut Íslandsbanka.
7. apríl 2022
Kristrún sagði ekkert að marka í tilsvörum Bjarna um sölu Íslandsbanka.
Einhver verði dreginn til ábyrgðar fyrir stjórnlaust útboð á ríkiseign
Kristrún Frostadóttir sakar fjármálaráðherra um að vera á sjálfsstýringu í kjölfar þess sem hún kallar stjórnlaust útboð á ríkiseign og segir hann eiga að hleypa öðrum að, hafi hann ekki áhuga á því að taka pólitíska forystu í málinu.
7. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill fá Ríkisendurskoðun til að skoða Íslandsbankasöluna
Fjármálaráðherra leggur til að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið á hlut í Íslands­banka. Þingflokksformaður Pírata spyr af hverju ætti að leyfa ráðherranum að halda áfram að skipta sér af ríkissjóði þegar föður hans tókst að kaupa hlut í bankanum.
7. apríl 2022
„Við viljum ekki að sagan end­ur­taki sig“
Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gerðu sölu Íslandsbanka að umtalsefni á þinginu í dag. Allir vilja þeir að upplýst verði hverjir keyptu og að gagnsæi ríki um söluna.
6. apríl 2022
Daníel E. Arnarsson
„Mikil er ábyrgð kvenna sem þurfa bara að vera duglegri að láta ekki nauðga sér“
Varaþingmaður Vinstri grænna segir að Íslendingar þurfi femíníska byltingu. „Við þurfum að grípa til róttækra umfangsmikilla aðgerða á öllum sviðum.“
5. apríl 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Vilja að ráðherrann geri hreint fyrir sínum dyrum
Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna óskuðu eftir því á þingi í dag við forseta Alþingis að fá að ræða rasísk ummæli Sigurðar Inga en forseti stóð keikur og hélt fyrirfram gefinni dagskrá.
5. apríl 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Utanríkisráðuneytið hefur ekki framkvæmt sjálfstæða rannsókn vegna Moshensky
Utanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa ítrekað óskað eftir gögnum og upplýsingum sem ESB kynni að búa yfir og rökstyddu hvers vegna kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi ætti mögulega að vera á refsilista. Engin gögn hafi hins vegar borist.
5. apríl 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ekki sammála því að við blasi augljós spilling
Forsætisráðherra er ekki sammála formanni Samfylkingarinnar um að salan á Íslandsbanka hafi verið „augljós spilling“ en þau eru sammála um það að almenningur verði að vita hverjir keyptu bankann.
4. apríl 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.
Ríkisstjórninni til háborinnar skammar að hafa þúsundir barna í fátækt
Þingmaður Flokks fólksins segir að það eigi ekki að eiga sér stað í siðmenntuðu samfélagi þar sem mannréttindi eiga að vera í fyrirrúmi að barn fái ekki læknisþjónustu og bíði svo mánuðum eða árum skiptir á biðlista.
2. apríl 2022
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Ástandið óboðlegt – „Biðin ein og sér skapar óþarfa þjáningar“
Varaþingmaður Pírata spyr hvers konar kerfi láti fólk bíða í 14 mánuði eftir því að lögreglar rannsaki nauðgunarbrot. „Við eigum að hvetja fólk til að leita réttar síns en ekki að fæla það í burtu frá því.“
1. apríl 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Víða „pottur brotinn“ í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga
Tíu þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar vilja að Reykjavíkurborg fái framlög úr Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til reksturs grunnskóla. „Burt með útilokunarregluna gegn Reykjavík,“ segir þingmaður Samfylkingarinnar.
31. mars 2022
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Frestar því að leggja niður pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir
Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir meira svigrúmi til að undirbúa starfsemi barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar sem eiga að koma í stað barnaverndarnefnda. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur samþykkt þá ósk.
31. mars 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill ekki meina að stjórnvöld taki „hænuskref“ varðandi heimildir lífeyrissjóðanna
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar eru ekki sammála um það hvort stjórnvöld séu að taka nægilega stór skref í því að auka heimildir lífeyrissjóðanna til að fjárfesta erlendis.
30. mars 2022
Ásmundur Einar Daðason og Helga Vala Helgadóttir.
„Er ekkert að marka það sem sagt er fyrir utan þennan sal og inni í þessum sal?“
Mennta- og barnamálaráðherra og þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddu nýjan þjóðarleikvang á þingi í dag – hvort hann væri á dagskrá eða ekki. Ráðherrann sagði þingmanninn spila pólitískan leik í fyrirspurn sinni.
30. mars 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.
Megi ekki segja hlutina eins og þeir eru
Formaður Viðreisnar segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við og taka alvarlega þær verðhækkanir sem framundan séu, háa vexti, verðbólgu og óvissu sem tengist kjarasamningum haustsins.
29. mars 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
„Sporin hræða“
Þingmaður Vinstri grænna segir ljóst að náttúran megi sín oft lítils þegar almannahagsmunir eru taldir í gígavöttum.
29. mars 2022
Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir segir ríkisstjórnina hafa enn eina ferðina „frestað því að afgreiða gríðarlega mikilvægt mannréttindamál, afglæpavæðingu vörslu neysluskammta vímuefna.“
„Enn og aftur skal einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót“
Þingmaður Pírata spurði innviðaráðherra á Alþingi í dag hvort ekki væri bara best að viðurkenna að núverandi ríkisstjórn myndi aldrei afglæpavæða neysluskammta? Ráðherra sagði það óþarfi.
28. mars 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Ekki útlit fyrir fæðuskort fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári
Þjóðaröryggisráð vinnur að því að skilgreina nauðsynlegar birgðir í landinu hvað varðar fæðuöryggi. Þingmaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvort til greina komi að ríkið kaupi hrávöru til að tryggja fæðuöryggi.
28. mars 2022
Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þingheimur verði að átti sig á áhrifum ákvarðana á fjárhag sveitarfélaga
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að mörg sveitarfélög eigi í erfiðleikum með sín stærstu verkefni og sjái einfaldlega ekki fram á að ráða við þau þrátt fyrir góðan vilja.
27. mars 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokksfólksins.
Fólk hljóti að sjá samfélagsbanka sem góðan valkost
Varaþingmaður Flokks fólksins fjallaði um samfélagsbanka á þinginu í vikunni í tilefni af sölu Íslandsbanka. „Eigum við að bíða eftir næstu bankakreppu eða reyna að stofna banka sem fæst ekki við spákaupmennsku heldur fæst við eðlileg viðskipti?“
26. mars 2022
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson
Hvað er átt við þegar menn tala um ofurhagnað? spyr fjármálaráðherra
Formaður Samfylkingarinnar spurði fjármálaráðherra á þingi í morgun hvernig honum hugnaðist hugmyndir félaga síns í ríkisstjórn, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að almenningur fengi stærri hlut af ofur­hagn­aði ein­stakra sjávarútvegsfyr­ir­tækja.
24. mars 2022
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Telur kröfur til aðila með einfaldan rekstur óhóflegar og eftirlit of mikið
Diljá Mist Einarsdóttir hvetur kollega sína á þinginu til að treysta fólki betur – treysta því til að ráða sér sjálft og bera ábyrgð á sér sjálft. Hún gagnrýnir í þessu ljósi frumvarp heilbrigðisráðherra um að fella nikótínvörur undir lög um rafrettur.
23. mars 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Lagði áherslu á annað en eingöngu hæsta verðið – „Meinti það sem ég sagði“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hann hafi alltaf viljað heilbrigt eignarhald á Íslandsbanka. Það þýði m.a. að áherslan sé ekki á hæsta verðið heldur dreifða eignaraðild.
23. mars 2022
Jóhann Páll Jóhansson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr utanríkisáðherra á hverju mat hennar byggi að það sé „orðum aukið“ að Alexander Mosjenskí, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, sé mjög náinn bandamaður forsetans Alexanders Lúkasjenkós?.
Spyr utanríkisráðherra um tengsl „ólígarkans okkar“ og Lukashenko
Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem hann krefur utanríkisráðherra um svör hvenær ráðuneytið kannaði tengsl kjör­ræð­is­manns Íslands í Hvíta-Rúss­land­i og forseta landsins.
23. mars 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Óskar eftir upplýsingum um heildarkostnað ríkissjóðs vegna málareksturs gegn Hafdísi Helgu
Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram fyrirspurn um heildarkostnað ríkissjóðs vegna málareksturs ríkisins gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem sótti um stöðu ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti í ráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur.
23. mars 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Al­þingi Íslend­inga eigi að treysta kjós­endum
Tveir þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar gerðu svar forsætisráðherra varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB frá því í gær að umtalsefni á þinginu í dag og gagnrýndu hana fyrir svörin. „Hvað er að óttast?“ spurði önnur þeirra.
22. mars 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún: „Þvílík hræsni“
Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir að vaxta­bótum sem nýtt­ust tekju­lágu fólki og ungu fólki hafi verið skipt út fyrir 30 millj­arða króna skatt­afslátt til ein­stak­linga í efri hluta tekju­stig­ans.
22. mars 2022
Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, ferða­mála-, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, skipaði Skúla Eggert Þórðarson ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Umboðsmaður hættir athugun á skipun ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra vegna aðkomu Alþingis
Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun sinni á skipun ríkisendurskoðanda í stöðu ráðuneytisstjóra í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti í ljósi aðkomu Alþingis. Umboðsmaður tekur þó enga efnislega afstöðu til málsins.
22. mars 2022
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Segir núverandi ástand bitna mest á jaðarhópum en ekki banka­mönnum á „kóka­ín-djamm­inu“
Fyrir liggur að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta verður ekki á dagskrá þingsins á þessu misseri. Þingmaður Pírata gagnrýnir þá ákvörðun harðlega.
21. mars 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Íslandi vel borgið þar sem það er
Forsætisráðherra telur að Íslendingar eigi ekki að vera í Evrópusambandinu og að ef meirihluti væri fyrir því á þingi að halda aðildarviðræðum áfram þá yrði „leitað leiðsagnar þjóðarinnar áður en fram væri haldið“.
21. mars 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Spyr hvernig verja eigi móður jörð fyrir óheftri græðgi stórfyrirtækja
Andrés Ingi telur að tryggja þurfi fólki sem berst gegn „óheftri græðgi stórfyrirtækja sem vilja gjörnýta auðlindir“ möguleika til að leita til dómstóla. Hann vill að íslensk stjórnvöld viðurkenni svokallað vistmorð.
19. mars 2022
Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins.
Ríkisstjórnin fátæk og skyni skroppin – og skorti skynsemi
Varaþingmaður Miðflokksins segir að orkuskiptin muni aldrei leysa loftslagsvanda heimsins. Hún telur það bera vott um fátæka og þröng­sýna hugsun þegar öll eggin eru sett í sömu körf­una.
16. mars 2022
Friðjón R. Friðjónsson
Kallaði Kristrúnu og Jóhann Pál krónprinsessu og jóker í spilastokki Samfylkingarinnar
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor hæddist að þingmönnum Samfylkingarinnar á þingi í dag. Forseti Alþingis áminnti hann að gæta orða sinna.
15. mars 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Guð er ekki til“
Björn Leví Gunnarsson var í guðfræðilegum pælingum á þinginu í dag. Hann segist hafa orðið var við það að ef hann segir þessa einföldu orð – „guð er ekki til“ – þá finnist fólki vegið að trú sinni. Að það geri einhvern veginn lítið úr skoðunum þeirra.
15. mars 2022
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
„Snýst ekkert um að við þurfum meiri orku“ – heldur hvernig við forgangsröðum
Þingflokksformaður Pírata og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra voru ekki sammála um ágæti nýrrar skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum á þingi í dag.
14. mars 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
„Íslenska ríkið á að skila þessum peningum strax“
Þingmaður Samfylkingarinnar telur að það hafi verið bjarnargreiði fyrir öryrkja þegar stjórnvöld leyfðu fólki að taka út séreignarsparnað í COVID-faraldrinum. Hann bendir á að sér­stök fram­færslu­upp­bót­ 300 öryrkja hafi verið skert í fyrra vegna þessa.
13. mars 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Af hverju gerist ekkert á þinginu?“
Björn Leví telur að hægt sé að haga störfum þingsins með öðrum hætti en gert er í dag.
11. mars 2022
Spurði forsætisráðherra út í varnarsamninginn – sem sagði þingmanninn grípa til mælskubragða
Forsætisráðherra og formaður Viðreisnar ræddu öryggis- og varnarmál Íslendinga á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði að engin ástæða væri til að reyna að láta líta svo út að íslensk stjórn­völd væru ekki að gera allt sem í þeirra valdi stæði.
10. mars 2022
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Gagnrýnir að lög­reglan eigi að fá auknar heim­ildir „til að njósna um fólk“
Varaþingmaður Pírata deilir fast á ný frumvarpsdrög dómsmálaráðherra og segir að ef lögreglan vill sinna öflugra eftirliti þurfi hún sjálf að sæta öflugra eftirliti.
10. mars 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
Vill að ferðamenn beri meiri ábyrgð og að björgunarsveitir fái einkasöluleyfi fyrir flugeldum
Tómas A. Tómasson, eða Tommi eins og hann er alltaf kallaður, lagði ýmislegt til í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann vill meðal annars huggulega klukku í þingsalinn.
9. mars 2022
Hátíðarræður skili sér ekki alltaf í aðgerðir
Ýmsir þingmenn töluðu um jafnrétti á þingi í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þingmaður Pírata sagði m.a. að hátíðarræðurnar skiluðu sér ekki alltaf í aðgerðirnar sem þyrfti að grípa til í þessum málefnaflokki.
8. mars 2022
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
„Það er ljótt að plata“
Þingmaður Viðreisnar segir að í orðum innviðaráðherra og formanns Framsóknarflokksins kristallist það viðhorf forystu flokksins að „sjálfstæðir viðskiptabankar eigi að hlusta eftir duttlungum stjórnmálamanna þegar kemur að vaxtaákvörðunum“.
8. mars 2022
„Hvað getum við gert hér og nú í okkar eigin kerfi?“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að Íslendingar þurfi að spyrja sig að því hvernig þeirra eigið kerfi sé undir það búið að taka við stórauknum fjölda flóttafólks.
7. mars 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Salan á Íslandsbanka „algjör hörmung“
Þingmaður Pírata telur að fjármála- og efnahagsráðherra muni sleppa „örugglega alveg við að bera nokkra ábyrgð á þessu risavaxna klúðri sem sala Íslandsbanka er búin að vera fyrir ríkissjóð“.
6. mars 2022
Verðbólga og vextir á Íslandi – Blikur á lofti eða ofmetið vandamál?
Þingmenn ræddu í sérstakri umræðu á Alþingi í vikunni samspil verðbólgu og vaxta – og höfðu þeir ýmislegt að segja um ástæður ástandsins sem nú er uppi og hver næstu skref ættu að vera.
4. mars 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Vill tryggja að fólk fái að mótmæla fyrir framan sendiráð án truflana lögreglu
Þingmaður Pírata gerði mótmæli fyrir framan sendiráð að umtalsefni á Alþingi í vikunni. Hún hvatti alla þingmenn til að tryggja að fólk fengi áfram að mótmæla fyrir framan sendiráð án truflana lögreglu.
4. mars 2022
Flutningsmenn tillögunnar eru hlynntir laxeldi á Íslandi en telja þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila
Þingmenn Framsóknarflokksins vilja tryggja að laxeldi verði ekki í eigu örfárra aðila
Sjö þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að takmarka samþjöppun eignarhalds á laxeldisleyfum og skoða hvort takmarka eigi eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum.
3. mars 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra  var til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.
Fari best á því að tala varlega
Þingmaður Pírata spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra hvort „hundaflaututal“ dómsmálaráðherra varðandi flóttafólk fengi að viðgangast „algjörlega óáreitt“ af stjórnarliðum. Ráðherra sagði að í svona málum færi best á því að tala varlega.
3. mars 2022
Sigurður Ingi og Logi Einarsson.
Sigurður Ingi: „Staðreynd að bankarnir hlustuðu eftir því sem viðskiptaráðherrann sagði“
Innviðaráðherra og formaður Samfylkingarinnar tókust á í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun en ráðherrann var m.a. spurður hvort „yfirlýsingartillögur“ varaformanns Framsóknarflokksins frá því í febrúar hefðu verið innistæðulausar.
3. mars 2022
Kharkiv í Úkraínu í dag.
Úkraínumenn ofarlega í hugum þingmanna – „Slava Ukraini“
Fjölmargir þingmenn ræddu innrás Rússa í Úkraínu á Alþingi í dag. „Nú þarf að standa í lapp­irn­ar. Nú þarf að standa við stóru orð­in. Við þurfum að búa okkur undir að þetta stríð standi lengi og við þurfum að standa gegn því mjög leng­i.“
2. mars 2022
Birgir Ármannsson forseti Alþingis.
Þingmenn gagnrýna fjarveru ráðherra – Forseta ekki kunnugt um að „mannfall hefði orðið í ráðherraliðinu“
„Þarf ekki bara að fækka ráðherrum og þá koma fleiri ráðherrar aftur?“ spurði einn þingmaður þegar fjarvera ráðherranna var rædd á Alþingi í dag.
2. mars 2022
Vilhjálmur Árnason, Birgir Þórarinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Vilja flytja Útlendingastofnun til Reykjanesbæjar
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að færa Útlendingastofnun. Þeir segja Reykjanesbær skammt frá og því ekki sérlega íþyngjandi fyrir starfsmenn stofnunarinnar ef hún yrði flutt þangað.
2. mars 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi dómsmálaráðherra á þingi í dag og sagði það „ógeðslegt að nota stríð í Úkraínu sem átyllu fyrir því að svipta fólk á flótta mannréttindum“.
Segja dómsmálaráðherra nýta innrásina í Úkraínu til að koma nýju útlendingafrumvarpi í gegn
Þingmenn Pírata segja dómsmálaráðherra nýta stríðið í Úkraínu til að „sparka flóttafólki úr landi“ og koma nýju útlendingafrumvarpi í gegn.
1. mars 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja hjá Útlendingastofnun. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir málaflutning dómsmálaráðherra með öllu óboðlegan.
„Þessi málflutningur er með öllu óboðlegur“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir dómsmálaráðherra stilla hópum flóttafólks upp á móti hvorum öðrum með óboðlegum málflutningi. Forsætisráðherra segir skipta máli hvernig talað er um hópa í viðkvæmri stöðu, líkt og flóttafólk.
28. febrúar 2022
Lenya Rún Taha Karim
Alþjóðleg viðurkenning á þjóðarmorðum geti verið lykillinn að því að réttlætisferli hefjist
Þingmenn fimm flokka vilja að Alþingi viðurkenni Anfal-herferðina, sem átti sér stað á árunum 1986 til 1989, sem þjóðarmorð á Kúrdum og glæp gegn mannkyni.
28. febrúar 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nýja heimsmynd blasa við eftir innrás Rússa í Úkraínu í nótt. Til skoðunar er að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki.
Til skoðunar að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki
Dómsmálaráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu gefa tilefni til að endurskoða að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki. „Þetta þarf að gerast strax í dag. Úkraína er ekki öruggt ríki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.
24. febrúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Ákvæði hegningarlaga misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun
Þingmaður Pírata telur ákvæði almennra hegningarlaga, sem tóku breytingum í fyrra í þeim tilgangi að verjast stafrænu kynferðisofbeldi, vera misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun á Íslandi.
22. febrúar 2022
Thomas Möller
„Yfirbygging okkar litla lands er orðin allt of stór“
Thomas Möller spurði á þingi hvort Íslendingar myndu byrja með því að setja á stofn 180 ríkisstofnanir og 40 ríkisfyrirtæki, 700 ráð og nefndir til að halda kerfinu gangandi ef lýðveldið yrði stofnað í dag.
13. febrúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi: Elsku Noregur, hættu þessu rugli!
Þingmaður Pírata segir að vegna Noregs þurfi Ísland að banna olíuleit innan íslenskrar lögsögu. „Það er vegna Noregs og annarra slíkra ríkja sem við þurfum að ganga í alþjóðlegt samband ríkja sem hafa snúið baki við olíu- og gasleit.“
12. febrúar 2022
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Segir stöðuna á BUGL óásættanlega
Mennta- og barnamálaráðherra segir að biðtíminn á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) sé algjörlega óásættanlegur. Þingmaður Pírata spurði ráðherrann á þingi hvænær farsældarlögin færu að skila árangri.
11. febrúar 2022
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
„Ekki nóg að vera með fögur orð“
Formaður Samfylkingarinnar spurði mennta- og barnamálaráðherra hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera vegna þess „bráða vanda sem er að skapast vegna hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta“. Ráðherrann sagði m.a. að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða.
10. febrúar 2022
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
„Hagfræðisnilldin fæddist ekki í heilabúum snjallra manna í fundarherbergi í Valhöll“
Þingmenn gerðu vaxtahækkun Seðlabankans að umræðuefni á Alþingi í dag. Sigmar Guðmundsson gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn m.a. fyrir að hafa trommað áfram möntruna um að Ísland væri skyndilega orðið að einhverri vaxtaparadís.
9. febrúar 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
„Þessi kreddupólitík bitnar nú allhressilega á fólkinu í landinu“
Þingmaður Samfylkingarinnar vandaði ríkisstjórninni ekki kveðjurnar á þingi í vikunni.
5. febrúar 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.
Þekkir „verkjafangelsisofbeldið“ á biðlista af eigin raun
Þingmaður Flokks fólksins segir að mannréttindi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem veikjast hér á landi og þurfi að bíða á biðlista séu fótum troðin – og beri ríkisstjórninni „að stöðva þetta ofbeldi strax“.
5. febrúar 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Vilja að Lögbirtingablaðið verði ókeypis fyrir alla
Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka leggja til í nýju frumvarpi að aðgengi að rafrænni útgáfu Lögbirtingablaðsins verði notendum að kostnaðarlausu.
4. febrúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Þetta er mál sem við hefðum kannski þurft að hafa augun meira á“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var spurður á þingi í dag m.a. hverjar hugmyndir hans væru um virka samkeppni þegar stjórnvöld flyttu þúsundir viðskiptavina til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði.
3. febrúar 2022
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Útvegsbændur“ virki saman skóg
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að nú sé tilvalið tækifæri fyrir tímamótasamvinnu útgerðar og bænda.
2. febrúar 2022
Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.
Vill afnema húsnæðisliðinn úr vísitölunni
Þingmaður Framsóknarflokksins segir að verðtrygging sé ekki óklífanlegt fjall. „Við getum nefnilega haft áhrif á gang mála. Það er nauðsynlegt að endurmeta forsendur og útreikninga verðbólgu og verðtryggingar,“ sagði hún að þingi í dag.
2. febrúar 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Tveggja milljarða kapallinn“ snúist um að fjárfesta í Framsókn
Þingmaður Viðreisnar bar saman kostnað við fjölgun ráðuneyta við kostnað þess að reisa nýjan íþróttaleikvang á þingi í gær. Hún sagði m.a. að „tveggja milljarða kapallinn“ snerist ekki um að fjárfesta í fólki heldur að fjárfesta í Framsókn.
2. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi „húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda“
„Hér hefur verið sett hættulegt fordæmi og bara ég mótmæli þessu,“ sagði þingmaður Samfylkingar á þingi í dag þegar hann ræddi skipan ráðuneytisstjóra í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur.
1. febrúar 2022
Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.
Ríkisstjórnin beri ábyrgð og geti ekki firrt sig henni
Flokkur fólksins krefst þess að ríkisstjórnin verji heimilin gegn hækkandi húsnæðiskostnaði og beiti eigendavaldi sínu á bankana – að hún grípi inn í „þessa oftöku af varnarlausum heimilum landsins sem ekki er með nokkru móti hægt að réttlæta“.
1. febrúar 2022
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
„Yfirsýnin greinilega engin og ráðherrar þekkja illa sín málefnasvið“
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði á þingi í dag að hún hefði fullan skilning á því að það tæki ráðherra tíma að setja sig inn í embætti en það væri óheppilegt þegar þeir væru beinlínis að leggja fram frumvörp sem ekki eru á þeirra málefnasviði.
31. janúar 2022
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.
Hefur séð „líkmenn í jarðarför glaðlegri“ en ráðherra Sjálfstæðisflokksins
Þingmaður Miðflokksins telur misvísandi skilaboð hafa borist frá Sjálfstæðisflokknum varðandi sóttvarnaaðgerðir – annars vegar þau sem koma með beinum hætti frá ríkisstjórninni og hins vegar hvernig ráðherrar flokksins tjá sig þess utan.
31. janúar 2022
Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar.
Sveitarstjórnarfólk fái skammirnar fyrir það sem er á forræði ríkisins
Þingmaður Viðreisnar segir að sveitarfélaganna bíði veruleg fjárfesting í innviðum og því sé brýnt að endurskoðun á tekjustofnum þeirra gangi bæði hratt og vel fyrir sig.
30. janúar 2022
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar
Stjórnvöld hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að koma ekki í veg fyrir brot á starfsmönnum
Þingmaður Samfylkingarinnar gerði nýlega niðurstöðu Félagsdóms í ágreiningi Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins að umtalsefni á þinginu í vikunni. Forsætisráðherra sagði að dómurinn yrði tekinn alvarlega.
29. janúar 2022
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eigendur kísilvers greiði til baka ríkisstyrki áður en þeir fjárfesti í mengandi verksmiðju
Birgir Þórarinsson gerði hugmyndir eigenda kísilversins á Bakka um kaup á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík að umtalsefni á Alþingi í vikunni.
29. janúar 2022
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra
Mótmæla orðum innanríkisráðherra – Hann ætti að „skoða sitt eigið tún“
Margir þingmenn gagnrýndu Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á þingi í dag og sögðu hann meðal annars sýna hroka og lítilsvirðingu í skrifum sínum um gagnrýni á afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á umsóknum um rík­is­borg­ara­rétt.
27. janúar 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Ójafnvægi milli meirihluta og minnihluta – „Þetta er 100 prósent gegn 0 prósent“
Tveir þingmenn gerðu störf þingsins að sérstöku umræðuefni á Alþingi í dag. Annar vill að meirihlutinn geri sér grein fyrir dagskrárvaldi sínu og hinn vill sérstakan skjá fyrir þingmenn svo þeir geti flutt ræðurnar með betri hætti.
26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
26. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
25. janúar 2022
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Núverandi kerfi svo uppfull af plástrum að það er „næsta vonlaust“ að skilja hvernig þau virka
Þingmaður Pírata segir að þingmenn verði að sýna þjóðinni það að þeir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að vinna sem ein heild.
22. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
20. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
19. janúar 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Jódís: Af hverju eiga listamenn síður að sæta ábyrgð?
Þingmaður Vinstri grænna spyr hvað sé öðruvísi við listamenn en fótboltamenn eða valdamenn í viðskiptalífinu varðandi mál tengd meintum kynferðisbrotum.
18. janúar 2022
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Við verðum bara að taka þessa umræðu“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir þá gagnrýni að ríkisstjórnin hafi „að mörgu leyti brugðist“ og vill hann hafa meiri umræðu m.a. um afleiðingarnar af takmörkunum í faraldrinum.
18. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
17. janúar 2022
Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki mynduð til að vera „hatrammasti stjórnarandstöðuflokkurinn“
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir að honum hafi leiðst átökin í stjórnmálunum og leikirnir kringum þau – enda alltaf verið sáttfús. Kannski of. „Ég var hins vegar reynslulítill og gerði mistök sem kostuðu mig starfið, býst ég við.“
30. desember 2021
Fjárlaganefnd samþykkir að öryrkjar fái 53.000 króna aukagreiðslu fyrir jólin
Samstaða hefur náðst í fjárlaganefnd um að greiða öryrkjum aukagreiðslu skattfrjálst og skerðingarlaust fyrir jólin.
20. desember 2021
Í fjárlagafrumvarp vegna ársins 2022 sem kynnt var í byrjun desember kemur fram að setja á 540 millj­­ónir króna í að tvö­­falda frí­­tekju­­mark atvinn­u­­tekna hjá elli­líf­eyr­is­þegum úr 100 þús­und í 200 þús­und krón­ur.
Aðeins þrjú prósent aldraðra hagnast á tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna
Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna aldraðra mun fyrst og fremst nýtast tekjuhærri karlmönnum. Hækkun almenna frítekjumarksins myndi dreifast jafnar.
19. desember 2021
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Börn bíða þess óttaslegin að vera send aftur á flótta á meðan við hin njótum „gjafa, matar, friðar og öryggis“
Þingmaður Pírata hvetur Alþingi og innanríkisráðherra að veita börnum á flótta og fjölskyldum þeirra þá jólagjöf að fá tafarlaust hæli hér á landi af mannúðarástæðum.
16. desember 2021
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Fjölskyldum af þýskum gyðingaættum vísað frá í seinni heimsstyrjöldinni– „Þessi saga er að endurtaka sig“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar verði að sýna mannúð og samhug í verki og hjálpa barnafjölskyldum á flótta og fólki í neyð til að finna friðarhöfn og framtíð í öruggu landi.
15. desember 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Sjálfstæðisflokkurinn kominn langt frá ábyrgum og skynsamlegum ríkisrekstri“
Þingmaður Viðreisnar spyr hvort þörf sé á öllum þeim 248 nýjum nefndum sem ríkisstjórnin stofnaði á síðasta kjörtímabili. Hún gagnrýnir enn fremur fjölgun ráðuneyta.
15. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín: Er hér farið vel með skattfé almennings?
Þingmaður Viðreisnar spyr hvort kaup ríkisins á Hótel Sögu sé „hagstæður gjörningur fyrir hið opinbera“.
14. desember 2021
Jódís Skúladóttir nýr þingmaður VG.
„Ég sé og ég heyri“
Nýr þingmaður VG segist þekkja fátækt af eigin raun og að hún myndi hjálpa öllum þeim sem leitað hafa til hennar með ákall um aðstoð ef hún gæti.
14. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Ég mun ekki ná að leysa loftslagsvandann fyrir þessi jól“
Formaður Viðreisnar spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á þingi í dag hvað hann ætlaði sjálfur að gera til að tryggja raforkuflutning fyrir jólin.
13. desember 2021
Inga spyr forsætisráðherra: „Ætlarðu að reyna að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin?“
Formaður Flokks fólksins segir að desemberuppbót til öryrkja sé bjarnargreiði sem geri ekkert fyrir fátækasta fólkið í landinu. Hún spurði forsætisráðherrann á þingi hvort hún ætlaði að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin.
13. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Hin ólaunaða skipulags- og tilfinningavakt vanmetin
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verkefni svokallaðrar þriðju vaktarinnar séu vanmetin og jafnvel sé álitið sjálfsagt að konur sinni þeim verkefnum frekar en karlar. Þriðja vaktin sé enn fremur margfalt þyngri fyrir konur en karla.
12. desember 2021
Halldóra Mogensen og Bjarni Benediktsson
Er Jón Gunnarsson besta dómsmálaráðherraefni Sjálfstæðisflokksins?
Þingmaður Pírata og fjármála- og efnahagsráðherra ræddu skipan dómsmálaráðherra á þingi í dag.
9. desember 2021
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Sigmar: Bit- og tannlausar eftirlitsstofnanir eru lítils virði
Þingmaður Viðreisnar segir að blóðmerar og brottkast færi Íslendingum heim sanninn um að bit- og tannlausar eftirlitsstofnanir séu lítils virði. Ábyrgðin liggi hins vegar hjá þeim sem stjórna landinu.
9. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
8. desember 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
„Hefst nú sami söngurinn um að endurskoða kerfið“
Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ómanneskjulegt að láta öryrkja bíða árum saman eftir endurskoðun kerfisins. Forsætisráðherra segir að mikilvægasta verkefnið sem Alþingi stendur frammi fyrir sé að ná „samstöðu um miklu réttlátara kerfi“.
8. desember 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrrum dómsmálaráðherra kynnir uppbyggingu nýs flugskýlis Landhelgisgæslu Íslands í september.
„Ólýðræðislegt“ að ráðherrar úthluti stórum fjárhæðum rétt fyrir kosningar
Þingmenn Samfylkingarinnar vilja banna úthlutanir ráðherra á tilfallandi styrkjum og framlögum til þeirra málaflokka sem þeir bera ábyrgð á þegar kosningar nálgast með nýju frumvarpi.
2. desember 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er formaður fjárlaganefndar.
Stjórnarandstaðan: Virðingarleysi og valdníðsla – verið að grafa undan þingræðinu
Stjórnarandstöðuþingmenn voru síður en svo ánægðir með vinnubrögð meirihlutans á Alþingi við upphaf þingfundar. Formaður fjárlaganefndar og varaformaður báðust afsökunar á mistökum sínum.
2. desember 2021
Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi: Tölurnar gefa fullt tilefni til þess að „við efumst um allt“
Þingmaður Pírata spurði formann kjörbréfanefndar hvernig meirihlutinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að fara eftir síðari talningunni í Norðvesturkjördæmi. Hann svaraði og sagði að þau hefðu enga ástæðu til að rengja þær tölur sem þar koma fram.
25. nóvember 2021