200 færslur fundust merktar „alþjóðamál“

Hott hott á kústskafti
Getur það talist íþrótt að hlaupa um með hálft kústskaft með heimagerðan hrosshaus á endanum á milli fótanna? Já segja finnskar danskar norskar og sænskar stúlkur. Aldagamall leikur með reiðprik nýtur vaxandi vinsælda í þessum löndum.
25. september 2022
Þeir fjármunir sem Íslendingar hafa flutt erlendis drógust saman á síðasta ári.
Innlendir aðilar áttu 676 milljarða í útlöndum um síðustu áramót
Alls er 56 prósent af fjármunaeign innlendra aðila erlendis í Hollandi, og megnið af þeim eignum er í eignarhaldsfélögum. Eigið fé Íslendinga erlendis jókst um 37,5 milljarða króna á árinu 2021.
24. september 2022
Víðtækar afleiðingar ósigra Rússlands
Jón Ormur Halldórsson segir að Rússland muni ekki sigra í stríðinu í Úkraínu og ekki ná nágrannaríkinu undir sig. Pútín eigi enga góða kosti í stöðunni.
24. september 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Kallar eftir upplýsingum um fund namibísks ráðherra í dómsmálaráðuneytinu
Þingmaður Viðreisnar vill að dómsmálaráðherra geri grein fyrir innihaldi fundar sem aðstoðarmaður hans átti með namibískri sendinefnd í byrjun júní og á hvaða forsendum aðstoðarmaðurinn telur sig geta neitað að tjá sig um fundinn.
21. september 2022
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Hægrið tekur yfir Svíþjóð
20. september 2022
Skrifræði í vegi vindorku
Í júní undirritaði meirihluti þingmanna á danska þinginu samkomulag sem kynnt var sem „risaskref“ í orkumálum. Meðal annars á að fimmfalda raforku frá vindmyllum á hafi úti fram til 2030. En eitt er að ákveða og annað að framkvæma.
18. september 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segist „innilega ósammála“ Kristrúnu um nýja stjórnarskrá og Evrópusambandsmál
Kristrún Frostadóttir, sem vill verða formaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að hún vilji leggja áherslu á mál sem flokkurinn geti skilað í höfn. Það sé ekki, sem stendur, þingmeirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu eða samþykkt nýrrar stjórnarskrár.
16. september 2022
Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum – fæstir elda upp úr þeim
Danir eru miklir áhugamenn um mat og margir þeirra eru allt of þungir. Það ætti því ekki að koma á óvart að þessi mikla mat­ar­þjóð skuli hafa áhuga fyrir að lesa um mat og skoða upp­skrift­ir.
6. september 2022
Hilmar Þór Hilmarsson
Evran, ytri áföll og lýðræðið
5. september 2022
Ekki allir þjónar jafnir í dönsku guðshúsunum
Niðrandi og niðurlægjandi framkoma í garð kvenpresta er vandamál í dönsku þjóðkirkjunni og mörg dæmi um að þær hafi hrakist úr starfi. Dönsk lög um jafnrétti til starfa óháð kyni hafa til þessa undanskilið eina starfsstétt: presta.
4. september 2022
Bleika alda Inkanna
Önnur vinstri sveifla stendur yfir í Rómönsku Ameríku. Hún hófst með kjöri Andrés Manuel López Obrador í Mexíkó árið 2018 og hélt áfram með kjöri Gustavo Petro í Kólumbíu fyrr á þessu ári.
28. ágúst 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Ping Pong Diplomacy 乒乓外交
22. ágúst 2022
Styðjum Úkraínu!
Safnað er á Karolina Fund fyrir fjármunum til að gera vefsíðu þar sem hægt er að styrkja einstaklinga og málefni að eigin vali í Úkraínu.
21. ágúst 2022
Magdalena Andresson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í gleðigöngu í Stokkhólmi sem fór fram í byrjun þessa mánaðar.
Munu Sósíaldemókratar halda völdum með „rauðgrænum“ stuðningi?
Viðbrögð Magdalenu Andersson forsætisráðherra við innrás Rússa í Úkraínu hafa styrkt stöðu viðkvæmrar minnihlutastjórnar Sósíaldemókrata. Þó virðist áframhaldandi forysta þeirra eftir kosningar velta á samstarfi við tvo mjög ólíka flokka.
21. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
13. ágúst 2022
Carrin F. Patman verður sennilega næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Rússland og Kína skilji efnahagslegt og hernaðarlegt mikilvægi Íslands
Carrin F. Patman, sem líklega verður sendiherra Bandaríkjanna hér á landi innan skamms tíma, sagði þingnefnd á fimmtudag að hún teldi að Rússland og Kína skildu hernaðarlegt mikilvægi Íslands og vill leggja áherslu á varnarmál í sínum störfum.
30. júlí 2022
Ný gullöld kaffivélarinnar og Melitta Bentz
Sam­kvæmt tölum danskrar neyt­enda­stofu seld­ust sam­tals 220 þúsund kaffi­vélar í Dan­mörku á árinu 2014, það svaraði til þess að tólfta hvert heim­ili í land­inu hafi eign­ast slíkt tæki. Af þeim voru tæp­lega 30 þús­und af gerð­inni Melitta.
19. júlí 2022
Jákvæðni íslenskra kjósenda gagnavart aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur stóraukist.
Íslenskir kjósendur ekki verið hallari undir markaðshyggju síðan árið 2007
Íslenskir kjósendur eru hallari undir markaðs- og alþjóðahyggju en þeir hafa verið í meira en áratug. Raunar mælist jákvæðni gagnvart aukinni markaðshyggju sú mesta frá 2007. Á sama tíma eru vinsældir einangrunarhyggju á undanhaldi.
9. júlí 2022
Boris Johnson segir af sér í dag – Skipan klíparans í háttsett embætti það sem felldi hann
Yfir 50 einstaklingar hafa sagt af sér embætti í Bretlandi á síðustu dögum vegna þess að þeir treysta ekki lengur Boris Johnson til að leiða landið, þar með talið margir ráðherrar.
7. júlí 2022
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Úkraínu blæðir í boði Pútíns
6. júlí 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
30. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
27. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
25. júní 2022
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
None
25. maí 2022
Frá einum af fjölmörgum neyðarfundum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem haldnir hafa verið eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar. Allsherjarþingið samþykkti nýverið breytingartillögu á beitingu neitunarvalds fastaríkjanna fimm í öryggisráðinu.
„Aldrei hugsunin að neitunarvaldinu yrði beitt með þessum hætti“
Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir beitingu Rússa á neitunarvaldi eftir að stríðið í Úkraínu hófst skólabókardæmi um mikilvægi þess að breyta öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Breytingin sem samþykkt var nýverið muni þó duga skammt.
9. maí 2022
Raymond Johansen
Evrópa breytist – Er kominn tími á að ræða Evrópusambandsaðild fyrir Noreg aftur?
7. maí 2022
Tengsl á milli fjárframlaga til alþjóðastofnana og ráðninga Íslendinga
Fjárframlög íslenskra stjórnvalda til alþjóðastofnana og verkefna á þeirra vegum hafa aukist eftir að Íslendingar hófu þar störf. Utanríkisráðuneytið segir aukin framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu skýra aukningu fjárframlaga.
3. maí 2022
Engar upplýsingar um gagnaðgerðir Rússa gegn Íslendingunum níu hafa borist utanríkisráðuneytinu.
Ráðuneytið hefur engar upplýsingar um níumenningana á „svarta listanum“
Utanríkisráðuneytið hefur engar upplýsingar um níumenningana sem rússnesk stjórnvöld hafa sett á svartan lista. „Ef á reynir verður það kannað nánar.“
30. apríl 2022
Rússneska sendiráðið í Reykjavík.
Níu Íslendingar settir á svartan lista Rússa
Rússneska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að níu Íslendingar væru nú komnir á lista yfir einstaklinga sem beittir væru refsiaðgerðum vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn rússneskum borgurum.
29. apríl 2022
Þegar heimsmyndin fer að skýrast á ný
Pútín mun hvorki ná Úkraínu allri né halda stórum hluta hennar til langframa. Það var heldur ekki markmiðið, heldur að koma í veg fyrir að til yrði fyrirmynd fyrir rússneskan almenning um opið, lýðræðislegt og blómstrandi samfélag.
16. apríl 2022
Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands í Stokkhólmi í morgun.
Andersson sögð vera orðin ákveðin í að leiða Svíþjóð inn í Atlantshafsbandalagið
Svenska Dagbladet segir frá því í dag Magdalena Andersson forsætisráðherra vilji að Svíar gangi í Atlantshafsbandalagið í sumar. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands segir nokkrar vikur í að Finnar kynni ákvörðun sína um aðild að bandalaginu.
13. apríl 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Utanríkisráðuneytið hefur ekki framkvæmt sjálfstæða rannsókn vegna Moshensky
Utanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa ítrekað óskað eftir gögnum og upplýsingum sem ESB kynni að búa yfir og rökstyddu hvers vegna kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi ætti mögulega að vera á refsilista. Engin gögn hafi hins vegar borist.
5. apríl 2022
Gunnar Bragi Sveinsson tók nýverið við starfi sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn (UNCCD). Framlag íslenskra stjórnvalda til stofnunarinnar nema um 77 milljónum króna til ársins 2023.
Ísland styður UNCCD með beinu fjárframlagi eftir að fyrrverandi ráðherra hóf störf
Framlag íslenskra stjórnvalda til skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn (UNCCD) til ársins 2023 nemur rúmlega 77 milljónum króna. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var nýverið ráðinn til starfa hjá stofnuninni.
5. apríl 2022
Bláfugl hefur flutt hergögn til Póllands á vegum íslenskra stjórnvalda
Undanfarnar vikur hefur Bláfugl farið nokkrar ferðir fyrir íslenska utanríkisráðuneytið með hergögn sem ætluð eru til notkunar í Úkraínu. Hergagnaflutningar flugfélagsins komust í fréttir í Toskana-héraði á Ítalíu í síðasta mánuði.
4. apríl 2022
Þorvaldur Logason
Úkraína og real-pólitík
24. mars 2022
Stella Samúelsdóttir
Hvað er kvenmiðuð neyðaraðstoð?
24. mars 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þjóðarvilji ráði för um dýpra samstarf við Evrópusambandið
23. mars 2022
Gunnar Bragi Sveinsson tók nýverið við starfi sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn (UNCCD).
Gunnar Bragi ráðinn til stofnunar SÞ um eyðimerkursamninginn
Gunnar Bragi Sveinsson tók nýverið við starfi sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD). Hann segir lífið eftir pólitík „æðislegt“.
23. mars 2022
Jóhann Páll Jóhansson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr utanríkisáðherra á hverju mat hennar byggi að það sé „orðum aukið“ að Alexander Mosjenskí, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, sé mjög náinn bandamaður forsetans Alexanders Lúkasjenkós?.
Spyr utanríkisráðherra um tengsl „ólígarkans okkar“ og Lukashenko
Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem hann krefur utanríkisráðherra um svör hvenær ráðuneytið kannaði tengsl kjör­ræð­is­manns Íslands í Hvíta-Rúss­land­i og forseta landsins.
23. mars 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í pontu á flokksþingi flokksins um helgina.
Rússar vilja að Sigurður Ingi biðjist afsökunar á ummælum um „illmennin í Kreml“
Formaður Framsóknarflokksins ræddi innrás Rússa í Úkraínu í ræðu sem hann flutti um helgina. Þar sagðist hann vona að rússnesku þjóðinni bæri „gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“. Rússneska sendiráðið vill formlega afsökunarbeiðni.
22. mars 2022
Elvar Örn Arason og Gunnar Alexander Ólafsson
Treystum betur hagsmuni Íslands
22. mars 2022
Vladimír Pútín Rússlands forseti ásamt Artúri Chilingarov, landkönnuði, þingmanni og heiðursstjórnarmanni í Hringborði Norðurslóða.
Hetja Rússlands með heiðurssæti hjá Hringborði Norðurslóða
Rússneskur þingmaður, sem verið hefur sérstakur ráðgjafi Vladimírs Pútíns varðandi alþjóðasamstarf í norðurslóðamálum, er í heiðursstjórn samtakanna Hringborð Norðurslóða – Arctic Circle, sem Ólafur Ragnar Grímsson kom á koppinn árið 2013.
20. mars 2022
Úkraínska þjóðin er að breyta Evrópu
Jón Ormur Halldórsson segir að Evrópa sé að breytast fyrir augum okkar – og að almenningur virðist hafa vaknað til vitundar um að friður, frelsi, lýðræði og mannréttindi eru ekki sjálfsögð og sjálfgefin einkenni álfunnar.
19. mars 2022
Stjórnmálamenn sem eru logandi hræddir við „ósmekklegan“ þjóðarvilja
None
19. mars 2022
Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson
Fæðuöryggi á stríðstímum
18. mars 2022
Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi.
Ræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi slapp undan þvingunum – Ísland sagt hafa beitt sér
Einn ríkasti maður Hvíta-Rússlands, og náinn bandamaður forseta landsins, er líka kjörræðismaður Íslands þar í landi og á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Hann hefur átt að lenda á þvingunarlistum ESB en alltaf sloppið.
18. mars 2022
Björgvin G. Sigurðsson
Verðum loksins (evrópsk) þjóð meðal þjóða
16. mars 2022
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og Gerard Sławomir Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi.
Íslenskt sendiráð verður opnað í Póllandi
Til stendur að opna íslenskt sendiráð í Varsjá, höfuðborg Póllands, í haust. Stofnun sendiráðs í Varsjá var á meðal tillagna sem lagðar voru til í skýrslu sem kom út síðasta haust um samskipti Íslands og Póllands.
14. mars 2022
Margir virðast á því máli á að mældar sviptingar í afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar megi rekja til hernaðarbrölts Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu.
Öfugt við Íslendinga mælist lítill ESB-hugur í Norðmönnum
Í fyrsta sinn síðan árið 2009 mælist nú meiri stuðningur við aðild að Evrópusambandinu en andstaða, samkvæmt nýlegri könnun. Í Noregi er hið sama alls ekki uppi á teningnum.
14. mars 2022
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Stunda Rússar þjóðernishreinsanir í Úkraínu?
13. mars 2022
Daði Már Kristófersson
Hvernig tryggjum við efnahagslegt öryggi Íslands?
13. mars 2022
Pólitíski ómöguleikinn er dauður
None
12. mars 2022
Íslenska ríkið tekur 146,5 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni sem hefur aldrei kostað fleiri krónur
Bensínverð er sums staðar komið yfir 300 krónur á lítra. Viðmiðunarverð á þessu mest notaða eldsneyti íslenskra heimila hefur hækkað um meira en helming frá því í maí 2020, og hefur aldrei verið hærra.
10. mars 2022
Jón Ragnar Björnsson
Er í lagi með Evrópusambandið?
9. mars 2022
Úlfar Þormóðsson
Fælingarmáttur
8. mars 2022
Úkraínskir þjóðernissinnar marsera hér um götur Kænugarðs þann 1. janúar síðastliðinn, í minningargöngu á afmælisdegi úkraínska þjóðernissinnans Stepan Bandera.
Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum
Hópur þjóðernissinnaðra sjálfboðaliðahermanna sem kalla sig Azov-hreyfinguna varð formlegur hluti af þjóðvarðliði Úkraínu árið 2014. Úkraína á þó ekki við meira öfgahægri- eða nýnasistavandamál að etja en ýmsar margar nágrannaþjóðir landsins.
6. mars 2022
Húsbóndinn í Kreml
Er Vladimir Pútín með öllum mjalla eða er hann orðinn snarruglaður? Þetta er spurningin sem heimurinn spyr sig þessa dagana. Enginn veit svarið. Ýmsir sem til hans þekkja segja hann ekki sama mann og fyrir örfáum árum.
6. mars 2022
Jóhann Friðrik Friðriksson
Aldrei aftur!
4. mars 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ).
Íslensk landslið munu neita að mæta Rússum og ekki leika í Hvíta-Rússlandi
Stjórn KSÍ hefur ákveðið, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, að íslensk landslið muni ekki mæta rússneskum andstæðingum á meðan hernaði standi. Einnig munu íslensk landslið ekki taka þátt í kappleikjum í Hvíta-Rússlandi.
28. febrúar 2022
Upplýsingar um að Úkraína sé talin öruggt upprunaríki voru teknar af heimasíðu Útlendingastofnunar strax í morgun í ljósi frétta næturinnar.
Úkraína tekin af lista yfir örugg ríki snemma í morgun
Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að taka Úkraínu af lista öruggra ríkja í morgun eftir að ljóst var að innrás Rússa í landið væri hafin.
24. febrúar 2022
Frá mótmælum gagnvart aðgerðum Rússa í Berlín í dag.
Breyttur heimur blasir við: Eftirsjár vart í Þýskalandi
„Ég er svo reið út í okkur,“ segir fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýnin á linkind Þjóðverja og annarra Evrópuríkja gagnvart Rússum. Utanríkisráðherra landsins segir Pútín að hann muni ekki ná að drepa drauma Úkraínumanna.
24. febrúar 2022
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti þingmenn og stjórnvöld til að taka samtal við þjóðina um stuðning við fullveldi Úkraínu.
Sat í bílnum, hlustaði á útvarpið og var brugðið yfir stuðningi við aðgerðir Rússa
Nokkrir þingmenn lýstu yfir stuðningi við Úkraínu á Alþingi í dag. Þingmanni Sjálfstæðisflokks var brugðið er hún heyrði hlustendur hringja inn í útvarpsþátt í gær og lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Rússa.
23. febrúar 2022
Enn lækkar einkunn Íslands á listanum yfir minnst spilltu löndin – Skæruliðadeild Samherja tiltekin sem ástæða
Ísland er enn og aftur það Norðurlandanna sem situr neðst á lista Transparency International yfir spilltustu lönd heims. Einkunn Íslands hefur aldrei verið lægri en nú frá því að samtökin hófu að mæla spillingu hérlendis árið 1998.
25. janúar 2022
Ritstjórnargrein kínverska vefmiðilsins China Reports Network er á bak og burt eftir gagnrýni á samfélagsmiðlum. Mynd úr safni.
Góðir flokksmenn ættu að eignast þrjú börn
Skilaboð í ritstjórnargrein kínversks ríkisvefmiðils um að félagar í kínverska kommúnistaflokknum ættu að eignast þrjú börn hafa fallið í grýttan jarðveg hjá kínverskum samfélagsmiðlanotendum. Ritstjórnargreinin hefur nú verið fjarlægð.
10. desember 2021
Jeffrey Ross Gunter hvarf á brott frá Íslandi í upphafi þessa árs. Ekki hefur heyrst að hans sé sárt saknað.
Fimm molar um afspyrnuslakan fulltrúa Bandaríkjanna á Íslandi
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti sendi svo sannarlega ekki sinn besta mann til Íslands, er hann ákvað að tilnefna húðlækninn Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra.
13. nóvember 2021
Milorad Dodik leiðtogi Bosníu-Serba.
Hætta talin á upplausn í Bosníu og Hersegóvínu
Bosníu-Serbar hafa fyrirætlanir um að draga sig út úr lykilstofnunum Bosníu og Hersegóvínu, hernum, skattinum og dómsvaldinu, og stofna sínar eigin. Viðkvæmur friðurinn sem náðist fram með Dayton-samkomulaginu er talinn í hættu vegna þessa.
13. nóvember 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Róm um helgina.
Biden reynist auðveldara að hækka fyrirtækjaskatta á heimsvísu en heima fyrir
Á sama tíma og G20 ríkin hafa komist að samkomulagi sem markar þáttaskil hvað varðar skattlagningu á alþjóðleg stórfyrirtæki miðar svipuðum áformum Bandaríkjaforseta lítið sem ekkert áfram.
30. október 2021
Ísland kostaði tæpum tveimur milljónum til vinnu FAO við fyrsta áfangann. Óljóst er hvernig kostun annars áfanga verksins verður háttað.
Kostnaður Íslands við vinnu FAO innan við tvær milljónir
Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu kostaði vinnan við fyrsta áfangann í úttekt á vegum FAO um viðskiptahætti útgerða 15 þúsund bandaríkjadali, eða rétt innan við tvær milljónir króna.
28. október 2021
Uppgefin fjármunaeign Íslendinga erlendis næstum 700 milljarðar króna í lok síðasta árs
Beinar fjármunaeignir Íslendinga erlendis eru 44 prósent af því sem þær voru árið 2007. Upp­­­gefnar eignir lands­­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­­förnum árum.
6. október 2021
Borgar Þór Einarsson.
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra skipaður varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES
Borgar Þór Einarsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2017, var tilnefndur sem varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES af íslenskum stjórnvöldum. Hann tekur við starfinu af fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar.
1. október 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
28. september 2021
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Jón Ormur Halldórsson skrifar um þingkosningarnar í Þýskalandi sem fara fram sunnudaginn 26. september.
19. september 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Leiðin úr skrúfstykki sérhagsmunanna
8. september 2021
Julian Assange situr í bresku fangelsi.
Blaðamannafélagið vill að Ísland tali máli Assange í samskiptum við Bandaríkin
Í bréfi sem stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi forsætisráðherra á mánudag er sett fram áskorun um að íslensk stjórnvöld tali máli Julians Assange í samskiptum sínum við bandarísk stjórnvöld.
1. september 2021
Þröstur Ólafsson
Skjótt skipast veður ...
31. ágúst 2021
Guðni Th. Jóhannesson
Ísbrjótur á alþjóðavettvangi? Ísland og Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, 1991–2021
26. ágúst 2021
Hinum Norðurlöndunum hefur tekist að bjóða kvótaflóttafólk velkomið í heimsfaraldrinum
Enginn kvótaflóttamaður kom til Íslands í fyrra og einungis 11 af þeim 100 sem átti að bjóða velkomin í fyrra samkvæmt ákvörðunum stjórnvalda eru komin. Kjarninn kannaði hvernig hinum Norðurlöndunum hefur gengið að bjóða flóttafólk velkomið á tímum veiru.
13. ágúst 2021
Eftirlitsmyndavélar mega sín lítils gegn þeim háþróaða tölvubúnaði sem fyrirtæki á borð við NSO Group selja til ríkisstjórna víða um heim til þess að hafa eftirlit með einstaklingum.
Eftirlit afhjúpað
Á annan tug fjölmiðla hófu í gær umfjöllun um gagnaleka sem virðist varpa ljósi á eftirlit ríkisstjórna víða um heim með blaðamönnum, aðgerðasinnum og pólitískum andstæðingum með háþróuðum ísraelskum njósnahugbúnaði sem engin leið er að verjast.
20. júlí 2021
Borgirnar taka völdin
Borgir stækka sífellt á kostnað dreifbýlis og hugmyndir eru uppi um að öflugar borgir geti spilað stærri þátt í skipan og stjórn heimsmála, styrkt lýðræði og staðið í vegi fyrir einangrunar- og einræðistilburðum.
27. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
21. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Vantraust á ríkisstjórn Löfven samþykkt
Sænska þingið samþykkti vantrausttillögu sem Svíþjóðardemókratar lögðu fram.
21. júní 2021
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Jón Ormur Halldórsson segir að ekki sé lengur hægt að útiloka að til afdrifaríkra átaka geti komið í kringum Kína.
13. júní 2021
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Dýrustu minkapelsar sögunnar
4. nóvember í fyrra tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur að allur danski minkastofninn skyldi sleginn af. Hræ tæplega 17 milljóna dýra voru urðuð í miklum flýti, í stað þess að brenna þau. Nú er verið að grafa hræin upp, og brenna, með ærnum tilkostnaði.
6. júní 2021
Græna miðjan og þýska spurningin
Jón Ormur Halldórsson skrifar um komandi valdaskipti í Þýskalandi og möguleg áhrif sterkrar stöðu þýskra græningja.
30. maí 2021
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Kaflaskil í baráttunni gegn loftslagsbreytingum?
Ríkjum heims hefur gengið treglega að uppfylla sáttmála um minni kolefnislosun. Nú kann að verða breyting á vegna harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína og þess að fjárfestingar í grænni tækni aukast hratt og örugglega.
30. maí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rangt er fyrir haft í mikilvægu máli
27. maí 2021
Kórónuveirufaraldurinn tæmdi götur borga á borð við London og hafði neikvæð áhrif á líf milljóna manna í Bretlandi. Á sama tíma högnuðust sumir milljarðamæringar sem aldrei fyrr.
Breskir milljarðamæringar græddu metfjárhæðir í heimsfaraldri kórónuveiru
Auður ríkustu íbúa Bretlands hefur aldrei vaxið jafn hratt og í kórónuveirufaraldrinum. Breskir milljarðamæringar, í pundum talið, eiga nú yfir hundrað þúsund milljarða króna. Einn Íslendingur er á listanum.
24. maí 2021
Anna Jonna Ármannsdóttir
Hryðjuverkin í Palestínu
23. maí 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Um hernámsveldi og hryðjuverkamenn
22. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
17. maí 2021
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
16. maí 2021
Umbrot í flóknasta samfélagi jarðar
Jón Ormur Halldórsson skrifar um stöðu mála á Indlandi.
2. maí 2021
Varnarsamningurinn 70 ára – Hvernig hefur tekist til?
Ísland hefur að mestu leyti farið vel út úr varnarsamstarfi við Bandaríkin en að einhverju leyti getað haldið betur á málum. Nú þegar aðstæður eru að breytast með aukinni nærveru Bandaríkjamanna er mikilvægt að læra af mistökum fortíðar.
2. maí 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Fengum boð um aðild að viðbragðssveitum í september og þáðum það í janúar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að sameiginlegum viðbragðssveitum, Joint Expeditionary Force, með bréfi til varnarmálaráðherra Bretlands þann 11. janúar síðastliðinn.
27. apríl 2021
Alþingi hefur skilað auðu þegar kemur að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á undanförnum árum.
Fjölmiðlafrelsi mest hjá þeim ríkjum þar sem einkareknir fjölmiðlar eru styrktir
Ísland hefur fallið ár frá ári á lista alþjóðlegra samtaka um fjölmiðlafrelsi, úr 10. í 16. sæti á nokkrum árum. Þau lönd sem skipa efstu sæti þess lista eru nágrannalönd okkar. Þau hafa öll í lengri tíma styrkt einkarekna fjölmiðla með opinberu fé.
26. apríl 2021
Bretar leiða Joint Expeditionary Force, en þar erum við nú líka ásamt Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Hollandi, Noregi og Svíþjóð.
Ísland gerist aðili að sameiginlegum viðbragðssveitum Breta
Íslands gekk inn í nýjan varnarmálavettvang í vikunni sem leið og það vakti svo litla athygli að það fór næstum því framhjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Ísland mun líklega leggja fram borgaralegan sérfræðing í samstarfið er fram líða stundir.
25. apríl 2021
Bestseller og herforingjastjórnin í Myanmar
Getur hugsast að stærsti fataframleiðandi Danmerkur styðji, með óbeinum hætti, herforingjastjórnina, og mannréttindabrot í Myanmar? Ekki bara hugsanlegt, heldur staðreynd segir danski utanríkisráðherrann, sem varar fyrirtækið við.
25. apríl 2021
Hvaða frelsi er yndislegt?
Eikonomics skrifar um Nýja-Sjáland, sóttvarnarhótel vini sína Scotty og Bronnie og auðvitað Taika Waititi.
19. apríl 2021
Kaflaskilin í Kína
Jón Ormur Halldórsson skrifar um stöðuna í kínverskum stjórnmálum.
18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
18. apríl 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Istanbúl-samningurinn orðin miðja menningarátaka um réttindi kvenna
16. apríl 2021
Xi Jinping forseti Kína fær hér lófatak á þingi kínverska kommúnistaflokksins árið 2018.
Alþjóðasamfélag sem byggir á lögum og reglum – en hverjir skrifa reglurnar?
Kína mun innan fárra ára sigla hraðbyri fram úr Bandaríkjunum sem mesta efnahagslega stórveldið. Það mun gera því kleift að taka fullan þátt í að setja reglurnar í alþjóðasamfélaginu og það verða Bandaríkjamenn að sætta sig við.
4. apríl 2021
Heimurinn sem birtist
Jón Ormur Halldórsson skrifar um breytta stöðu í alþjóðamálum.
3. apríl 2021
Ever Given laust af strandstað
Augu heimsbyggðarinnar hafa verið á flutningaskipinu risavaxna sem sat fast í Súes-skurði í tæpa viku. Forseti Egyptalands hrósaði sigri eftir að það tókst að hreyfa skipið til í nótt og nú siglir það frá strandstað.
29. mars 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Nýjar reglur ESB muni ekki hafa áhrif á Ísland
Stjórnvöld segja forsætisráðherra hafa fengið „skýr skilaboð“ í dag frá forseta framkvæmdastjórnar ESB um að nýjar reglur ESB um útflutningshömlur á bóluefnum muni ekki hafa áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands.
24. mars 2021
Ísland úr lofti. Alþjóðamál og tengdar öryggisógnir í hefðbundnum skilningi voru ekki ofarlega á lista, þegar svarendur voru beðnir um að nefna helstu áskoranir Íslands.
Tortryggni í garð Kína og vilji til aukins Norðurlandasamstarfs
Íslendingar voru spurðir út í afstöðu sína til alþjóðamála í nýlegri könnun á vegum Alþjóðamálastofnunar. Rúmur meirihluti vill sporna við kínverskri fjárfestingu í íslensku efnahagslífi og tæpt 41 prósent segist líta Atlantshafsbandalagið jákvæðum augum.
23. mars 2021
Björgvin G. Sigurðsson
Brýnasta úrlausnarefnið bíður enn
16. mars 2021
Samtökin Access Now hafa tekið saman 155 tilvik um heftan aðgang borgara að internetinu árið 2020.
Ríkin sem rugla í netinu
Indland var það ríki sem oftast takmarkaði internetaðgang borgara sinna árið 2020, samkvæmt nýlega útgefinni skýrslu. Hvíta-Rússland truflaði rafræn samskipti í 121 dag samfleytt eftir umdeildar forsetakosningar í ágúst.
15. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
7. mars 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
28. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
27. febrúar 2021
Þrátt fyrir að njósnir séu aldagamalt fyrirbæri eru alþjóðalög um þær harla óljós og takmörkuð.
Eru njósnir leyfilegar? – Um mikilvægi upplýsinga
Njósnir eru ekki bara milliríkjamál því upplýsingar varða almenning. Því er mikilvægt að styrkja regluverk um upplýsingaöflun og miðlun þeirra – bæði innan ríkja og alþjóðlega.
21. febrúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Norræna módelið vísar veginn
13. febrúar 2021
Rannsókn á þætti norska bankans DNB í Samherjamálinu felld niður
Rannsakendur í Noregi telja ekki að starfsmenn DNB hafi tekið þátt í meintum lögbrotum tengdum starfsemi Samherja og hafa fellt niður rannsókn á bankanum.
12. febrúar 2021
Mynd: Samsett
Alþjóðasamstarf á umbrotatímum – Mikilvægi norræns rannsóknasamstarfs
10. febrúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Þjóðríkið og hnattvæðingin
6. febrúar 2021
Geir Finnsson
Við sigrumst á heimsfaraldri með alþjóðasamstarfi
1. febrúar 2021
Styttan af Hans Egede í Nuuk
Minningarhátíð í uppnámi
Mikil hátíðahöld sem fyrirhuguð voru í Nuuk, höfuðstað Grænlands í sumar eru í uppnámi. Minnast átti þess að 300 ár eru síðan Hans Egede kom til landsins og kristnaði þjóðina. Sumir Grænlendingar telja hann þjóðhetju, aðrir segja hann nýlenduherra.
31. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
28. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
22. janúar 2021
Árni Múli Jónasson
Varnir gegn spillingu
20. janúar 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Brexit, Trump og þörfin á virkinu Evrópu
9. janúar 2021
Forseti Bandaríkjanna stýrir fordæmalausri árás á lýðræðið
Mánuðum saman hefur Donald Trump sagt ranglega að svindl hafi leitt til þess að hann tapaði forsetakosningunum í nóvember 2020. Á fundi með stuðningsmönnum fyrr í dag sagði hann: „Við munum aldrei gefast upp.“
6. janúar 2021
Jón Sigurðsson
Af íslenskum sjónarhóli – viðhorf um Evrópusambandið
4. janúar 2021
Inger Støjberg er ekki lengur varaformaður Venstre.
Vandræðin í Venstre flokknum
Danski Venstre flokkurinn er í miklum vanda. Varaformaðurinn Inger Støjberg var neydd til afsagnar og Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt sig úr flokknum.
3. janúar 2021
Stríð og friður um jólin
Þótt einhverjir telji sig eiga tilkall jólanna og vilji hafa þau samkvæmt sínu höfði, trú eða hefðum, þá virðist jólaandinn ávallt verða öllu yfirsterkari. Hermenn hafa í gegnum tíðina til að mynda friðmælst við andstæðinga og mennskan sigrar að lokum.
25. desember 2020
Sníkjur drottningar, harmsaga, COVID-19 og norskur auðmaður
Komið var víða við í mest lesnu erlendu fréttaskýringum ársins 2020 á Kjarnanum.
24. desember 2020
Úlfar Þormóðsson
Kannski kemur glaður dagur
13. desember 2020
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
NATO finnur sér hlutverk
Þrátt fyrir að NATO-ríkin standi ekki frammi fyrir beinni stríðsógn eða viðlíka ógnum sem leiddu til stofnunar bandalagsins á sínum tíma, má fullyrða að mikil þörf sé fyrir stofnun eins og NATO. Ný skýrsla útlistar hvers eðlis það hlutverk á að vera.
13. desember 2020
Bófarnir á bókasafninu
Á nokkrum árum hafa bíræfnir þjófar komist yfir milljónir danskra króna af fjölmörgum bankareikningum. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á þjófunum eiga það sameiginlegt að hafa notað almenningsbókasöfn víða í Danmörku.
13. desember 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Er toppstykkið á Trump bilað?
9. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
4. desember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
29. nóvember 2020
Vaxandi spenna í Taívan-sundinu
Kínverski herinn hefur aukið þunga heræfinga sinna í nágrenni Taívans á síðustu mánuðum og náðu heræfingar þeirra í háloftum Taívans hámarki í október.
22. nóvember 2020
Fjölþáttahernaður og fjölþáttaógnir
Víða um heim er reynt að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar með ýmsum hætti, til dæmis með því að brjótast inn í kerfi, spilla með veirum, dreifa áróðri og fölsuðum upplýsingum. Hver er staða þessara mála á Íslandi?
1. nóvember 2020
Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur.
NATO snuprar Dani
Dönsk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu frá NATO. Þar segir að Danir hafi ekki staðið við loforð um framlög til varnarmála og herinn sé ófær um að gegna skyldum sínum innan Atlantshafsbandalagsins. Danski varnarmálaráðherrann er ósammála.
1. nóvember 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
30. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
25. október 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Aðgát skal höfð við meðferð gæsalappa
23. október 2020
Daði Már Kristófersson
Til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
22. október 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ósannfærandi málamiðlunartillaga
21. október 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur alið á sundrungu og kynt undir ófriði á þeim tæpu fjórum árum sem liðin eru frá því að hann tók við embætti sínu.
Friðarsinninn Trump?
Donald Trump teflir því nú fram í kosningabaráttu sinni að hann hafi náð miklum árangri í friðarmálum. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að raunveruleikinn er í algerri andstöðu við þá mynd sem hann vill mála upp.
18. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni tekur undir áhyggjur Ásmundar Friðrikssonar af kostnaði við hælisleitendur
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra tekur undir áhyggjur Ásmundar Friðrikssonar um að kostnaður vegna umsókna um alþjóðlega vernd sé mikill. Hann segir að reyna ætti að flýta afgreiðslu umsókna sem augljóslega verði ekki samþykktar.
17. október 2020
Auður Birna Stefánsdóttir, Pia Hansson og Auður Örlygsdóttir
Er friðurinn úti?
10. október 2020
Uppgefnar eignir Íslendinga erlendis jukust um 20 prósent á tveimur árum
Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis jókst um 58 milljarða króna í fyrra og var 666 milljarðar króna í lok þess árs. Tölur Seðlabanka Íslands segja að Íslendingar eigi einungis 21 milljónir króna á Tortóla.
10. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
António Guterres á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík
9. október 2020
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Uppboð á aflaheimildum í Namibíu mistókst og skilaði sáralitlum tekjum
Stjórnvöld í Namibíu náðu einungis að innheimta 1,3 prósent af þeirri upphæð sem þau ætluðu sér að ná í með uppboði á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl.
7. október 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
30. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
26. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
24. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
20. september 2020
„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjóri Barbados í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
Barbadosar vilja losa sig við Elísabetu, arfleifð nýlendutímans
Ríkisstjórn Barbados ætlar sér að stofna lýðveldi fyrir lok næsta árs. Þá verður þjóðhöfðingi landsins ekki lengur Elísabet Englandsdrottning. Tími er kominn til þess að skilja nýlendufortíð eyjunnar að baki, segja leiðtogar eyríkisins.
17. september 2020
Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Eljusamur sonur jarðarberjabænda verður arftaki Abe
Japanska þjóðþingið mun á morgun setja Yoshihide Suga, nýjan leiðtoga Frjálslynda flokksins, formlega í embætti forsætisráðherra landsins. Suga er 71 árs gamall og segist gera 200 magaæfingar á dag.
15. september 2020
Lars Findsen og Thomas Ahrenkiel. Þeir hafa nýlega verið látnir taka pokann sinn.
Leyniþjónustuklúður
Hún lét ekki mikið yfir sér tilkynningin sem danska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér mánudagsmorguninn 24. ágúst. Þótt tilkynningin hafi verið stutt vakti hún margar spurningar og hefur valdið miklum titringi á danska þinginu, og í stjórnkerfinu.
30. ágúst 2020
Jón Sigurðsson
Aðdráttaraflið minnkar
26. ágúst 2020
Kellyanne Conway
Kellyanne Conway að hætta í Hvíta húsinu
Einn sýnilegasti talsmaður Donald Trump, og einn hans nánasti ráðgjafi, hefur tilkynnt að hún muni hætta í Hvíta húsinu fyrir lok mánaðar. Eiginmaður hennar, einn sýnilegasti gagnrýnandi Trump, ætlar að draga sig út úr virkri andstöðu við forsetann.
24. ágúst 2020
Eggert Gunnarsson
Samsæriskenningar og samsæri fyrr og nú
23. ágúst 2020
Hrun í giftingabransanum
Klúður við framkvæmd laga sem sett voru til að koma í veg fyrir svokölluð sýndarbrúðkaup hafa orðið til þess að nokkur sveitarfélög í Danmörku hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi.
23. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
13. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
11. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
8. ágúst 2020
Logi Einarsson
Aldrei mikilvægara
25. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
15. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
13. júlí 2020
Styttur bæjarins
Í þekktu lagi söng Spilverk Þjóðanna um stytturnar „sem enginn nennir að horfa á“. Í dag yrði kannski frekar sungið um styttur og götunöfn sem enginn vill vita af og helst af öllu fjarlægja. Þar á meðal í Danmörku.
21. júní 2020
Jóakim ásamt eiginkonu sinni Marie í fyrrahaust.
Danaprins verður varnarmálasérfræðingur
Dönum þykir sjaldnast fréttnæmt þótt nýr starfsmaður sé ráðinn í danskt ráðuneyti. Flestir, ef ekki allir, danskir fjölmiðlar greindu þó frá nýjum starfsmanni utanríkisráðuneytisins. Starfsmaðurinn er ekki einhver „Jón úti í bæ“ heldur prins.
14. júní 2020
Sveinn Máni Jóhannesson
George Floyd og neyðarástandið í Ameríku
10. júní 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Ísland veitir 276 milljónum til alþjóðasamvinnu vegna COVID-19
Samkvæmt áætlun sem alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur unnið verður 276 milljónum veitt til alþjóðastofnana, mannúðarsamtaka og þróunarverkefna í fyrstu viðbrögðum Íslands við COVID-19 faraldrinum.
6. maí 2020
Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Ólafur Ragnar telur marga vilja koma til Íslands í sóttkví
Ólafur Ragnar Grímsson telur að það verði mögulegt að lokka ferðafólk til Íslands í stórum stíl á næstu misserum, þrátt fyrir að fólk þyrfti að vera í sóttkví við komuna. Jákvæð alþjóðleg umfjöllun um veiruviðbrögðin hér á landi vinni með Íslendingum.
3. maí 2020
Ragnar Bjartur Guðmundsson
Sænska leiðin – helstefna eða eina vitið?
2. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Löng leið byrjar á litlu skrefi
1. maí 2020
Jón Sigurðsson
Rifnar Evrópusambandið?
23. apríl 2020
Donald Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í gær.
Trump ætlar að banna alla nýja innflytjendur
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að gefa út tilskipun sem bannar tímabundið öllum útlendingum sem vilja búa og starfa í Bandaríkjunum að gera það. Tilgangurinn er að verja bandarískt vinnuafl frá samkeppni erlendis frá.
21. apríl 2020
Margrét Þórhildur Danadrottning.
Þegar drottningin ræskti sig
Að ræskja sig hefur sjaldnast annan tilgang en að hreinsa kverkaskít. Þegar Margrét Þórhildur Danadrottning ræskti sig á fundi með forsætisráðherra Dana árið 1993 var tilgangurinn þó annar og hafði afdrifaríkar afleiðingar í dönskum stjórnmálum.
19. apríl 2020
Ari Trausti Guðmundsson
Að átta áratugum liðnum
16. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
8. apríl 2020
Jón Sigurðsson
Brexit – Tvísýnar horfur
21. mars 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Viðkvæmir hópar Íslendinga erlendis hvattir til að koma heim
Íslendingar yfir 60 ára sem glíma við undirliggjandi sjúkdóm, eru fjarri fjölskyldu og vinum eða eiga ekki rétt á heilbrigðisþjónustu þar sem þeir dvelja eru á meðal þeirra sem hvattir eru til að koma heim til Íslands.
17. mars 2020
Láta á það reyna hvort veiran virði landamæri
Múrar eru nú reistir á milli Evrópuþjóða til þess að reyna að hefta útbreiðslu COVID-19. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill setja á ferðabann eftir að hafa gagnrýnt ferðabann Bandaríkjanna. Þessar ákvarðanir virðast pólitískar, ekki vísindalegar.
16. mars 2020
Rasmus Paludan.
Glæpahundarnir gæta hans
Rasmus Paludan, umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur, vill breyta nafninu á flokki sínum til að geta boðið fram í næstu kosningum. Lögreglan, sem Rasmus kallar glæpahunda, gætir hans allan sólarhringinn, með ærnum tilkostnaði.
15. mars 2020
Fjármálaráðherra var fremur myrkur í máli þegar hann fór yfir stöðuna sem upp er komin í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun.
Einhliða ferðabann Trumps „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir Ísland
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hann telji ferðabann Bandaríkjanna „gríðarlegt reiðarslag“ og ljóst sé að efnahaglegu áhrifin verði mikil. Viðbrögð til að hefta útbreiðslu COVID-19 verði þó að vera í forgangi.
12. mars 2020
Ferðabann Bandaríkjaforseta mun hafa miklar efnahagslegar afleiðingar fyrir Ísland
Flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum. Í fyrra skiluðu þeir yfir tvö hundruð milljörðum króna í tekjum inn í íslenskt atvinnulíf.
12. mars 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Glötuð tækifæri – Ný framtíðarsýn
11. mars 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Glötum ekki norræna gullinu
4. mars 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Sendiherrastöður verði auglýstar en ráðherra samt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra boðar breytingar á umgjörð þess hvernig sendiherrar verða skipaðir í framtíðinni. Hann hefur ekki skipað einn nýjan sendiherra frá því að hann tók við sem ráðherra.
2. mars 2020
Hvað gerði Manchester City eiginlega?
Eitt ríkasta knattspyrnufélag Evrópu, Manchester City, er í vandræðum. Evrópska knattspyrnusambandið hefur dæmt það í bann frá þátttöku í Meistaradeild Evrópu í tvö ár fyrir blekkingar í framsettum fjármálum félagsins.
18. febrúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Styrmir Gunnarsson og „frelsun Breta“ frá ESB
11. febrúar 2020
Brexit verður að veruleika á föstudaginn
Fulltrúar Evrópuþingsins staðfestu í dag síðustu atriðin fyrir Brexit, og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Bretland fari úr Evrópusambandinu á föstudaginn.
29. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
19. janúar 2020
Drottningin gefur samþykki fyrir „Megxit“
Töluverður titringur hefur verið innan bresku konungsfjölskyldunnar vegna þess að Harry og Meghan vilja breyta um lífstíl, og yfirgefa hefðbundin störf fyrir konungsfjölskylunda. Elísabet drottning hefur samþykt það fyrir sitt leyti.
13. janúar 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Lærdómar frá Lissabon
11. janúar 2020
Íran viðurkennir að hafa skotið niður þotuna
Loftvarnarkerfi Írans skaut niður 737 800 Boeing vél Ukraine International, skömmu eftir flugtak, með þeim afleiðingum að allir um borð létu lífið.
11. janúar 2020
Trudeau: Líklega var vélin skotin niður
Forsætisráðherra Kanada hefur krafist þess að ítarlega verði rannsakað hvernig á því stóð, að 737 800 farþegaþota hrapaði til jarðar með þeim afleiðingum að allir um borð létust, þar á meðal 63 Kanadamenn.
9. janúar 2020
Olíuverð lækkar eftir „spennufall“ í Íransdeilu
Yfirlýsing Bandaríkjaforseta, vegna spennunnar í deilu Írans og Bandaríkjanna, leiddi til þess að olíuverð lækkaði.
8. janúar 2020
Stór hluti farþega sem lést í Íran frá Kanada
Forsætisráðherra Kanada segir öllum steinum verði velt við til að fá upplýsingar um það hvers vegna 737 Boeing vél brotlenti í Íran. Allir um borð létust, þar af 63 þrír Kanadamenn.
8. janúar 2020