200 færslur fundust merktar „dómsmál“

Dæmt í Landsréttarmálinu 12. mars hjá Mannréttindadómstóli Evrópu
Niðurstaða er væntanlega í einum anga Landsréttamála, sem tengist ólögmætri skipan dómara við réttinn.
22. febrúar 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, þegar hann kaus í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Dagur: „Það leikur enginn vafi á útkomu kosninganna“
Borgarstjórinn í Reykjavík segir að settar hafi verið fram „allskonar dylgjur“ um það þegar Reykjavíkurborg sendi út skilaboð til að draga ákveðna hópa á kjörstað, sem Persónuvernd hefur úrskurðað að hafi ekki verið í samræmi við lög.
21. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
15. febrúar 2019
Hreiðar Már og Magnús sekir í Marple-málinu
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur Kaupþings banka, voru í gær sakfelldir fyrir fjárdrátt í Landsrétti í Marple-málinu svokallaða. Hins vegar var refsing yfir þeim í málinu felld niður.
15. febrúar 2019
Kevin Stanford
Opið bréf til fyrrverandi innri endurskoðanda Kaupþings
8. febrúar 2019
Björn Ingi Hrafnsson
Skattrannsóknarstjóri hættir rannsókn á bókhaldi og skattskilum Björns Inga
Björn Ingi Hrafnsson hefur fengið tilkynningu um lok málsmeðferðar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins.
6. febrúar 2019
Landsréttur hafnaði kröfu Ólafs Ólafssonar
Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Al Thani málinu svokallaða.
25. janúar 2019
Landeigandi vill láta stjórnina borga fyrir bjórinn
Landeigandi á Vestur- Jótlandi segir dönsku ríkisstjórnina ábyrga fyrir skemmdum sem bjór hefur valdið á eigum hans. Bjórinn, sem hvorki heitir Carlsberg né Tuborg, kærir sig kollóttan og heldur iðju sinni áfram.
1. janúar 2019
Árið 2018: Vantraust á dómsmálaráðherra og bætur til þeirra sem voru teknir af lista
Í mars var vantrauststillaga á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra lögð fram vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu. Í október unnu tveir umsækjendur um stöðu dómara í Landsrétti sem voru metnir á meðal þeirra hæfustu en ráðherra ákvað að skipa ekki,
27. desember 2018
Ekki viss um að innistæða hafi verið fyrir „öllum þessum málarekstri“ í hrunmálum
Dómsmálaráðherra segir í viðtali við Þjóðmál að margir hafi átt um sárt að binda vegna hrunmála og að hún voni að þeir láti ekki byrgja sér sýn þegar horft sé fram á veginn. Hún hefur efasemdir um ágæti þess að eftirlitsþjóðfélagið vaxi.
21. desember 2018
Tekist á um milljarða almannahagsmuni
Átök Landsbankans og Borgunar, og fyrrverandi forsvarsmanna félagsins, fyrir dómstólum, hafa að miklu leyti farið leynt þar sem málsaðilar hafa neitað að láta af hendi upplýsingar um málaferlin.
21. desember 2018
Bára Halldórsdóttir með lögmönnum sínum 17. desember 2018
Kröfu þingmanna um gagnaöflun og vitnaleiðslur hafnað
Héraðsdómur hefur hafnað kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir Héraðsdómi vegna fyrirhugaðrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur. Dómkirkjuprestur og skrifstofustjóri Alþingis verða því ekki kallaðir fyrir dóm.
19. desember 2018
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram en tillagan um breytingar á hæfisskilyrðum fyrir stjórnarmenn FME kom frá fjármálaráðuneytið Bjarna Benediktssonar.
Brotamenn fá ekki að setjast í stjórn Fjármálaeftirlitsins
Allsherjar- og menntamálanefnd felldi út ákvæði úr frumvarpi sem átti að heimila dæmdum mönnum að setjast í stjórn Fjármálaeftirlitsins fimm til tíu árum eftir að þeir hlutu dóma.
19. desember 2018
Fyrrverandi borgarfulltrúi dæmdur fyrir peningaþvætti
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur fyrir peningaþvætti. Hann hafði viðurkennt skattalagabrot við rannsókn málsins en það var fyrnt.
18. desember 2018
Bára Halldórsdóttir steig fram í síðasta tölublaði Stundarinnar.
Bára kemur fyrir dóm síðdegis í dag
Konan sem tók upp Klaustursþingmennina hefur verið boðuð til þinghalds fyrir héraðsdómi klukkan korter yfir þrjú í dag. Þangað mætir hún vegna þess að fjórir þingmenn Miðflokksins kanna að höfða mál gegn henni.
17. desember 2018
Ríkið dæmt skaðabótaskylt vegna ólöglegrar úthlutunar makrílkvóta
Hæstiréttur snéri dómi héraðsdóms.
6. desember 2018
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Eitt ár og tíu dagar þöggunar
27. nóvember 2018
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már: Samherji hefur rétt til að kæra mig
Seðlabankastjóri vill ekki gangast við því að bankinn hafi gengið of hart fram gegn Samherja en telur fyrirtækið hafa fullan rétt til að kæra sig. Hann segist þó ekki ætla að tjá sig meira um það.
25. nóvember 2018
Íslenska ríkið fær frest til 14. desember til að svara í Landsréttarmálinu
Lögmaður kæranda í Landsréttarmálinu, sem er í flýtimeðferð fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, skilaði athugasemdum og bótakrófu til dómstólsins í gærkvöldi. Í morgun var dómstólinn búinn að senda íslenska ríkinu bréf og kalla eftir frekari svörum.
23. nóvember 2018
Ríkissaksóknari sækir um áfrýjunarleyfi í Aurum-málinu
Allir voru sýknaðir í Landsrétti en Ríkissaksóknari vill fá málið inn á borð Hæstaréttar.
22. nóvember 2018
Dómar í markaðsmisnotkunarmálum hafa dregið línu í sandinn
Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan.
21. nóvember 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Ríkið áfrýjar dómi vegna skipunar dómara
Íslenska ríkið hefur áfrýjað dómum Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ríkið bótaskylt í málum þeirra Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar.
21. nóvember 2018
Ríkislögmaður víkur sæti í bótamáli
Sáttanefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vinnur með ríkislögmanni við að semja um bótagreiðslur til þeirra sem voru sýknaðir. Ríkislögmaður er hins vegar vanhæfur vegna aðkomu föður hans að rannsókn málsins og því hefur nýr verið settur.
19. nóvember 2018
Gæti rýrt traust á ákvörðunum stjórnar FME að vera með dæmda brotamenn í stjórn
Í umsögn Fjármálaeftirlitsins um frumvarp dómsmálaráðherra er það talið geta haft neikvæð áhrif á traust ákvarðana FME ef fólk sem hefur hlotið dóm situr í stjórn.
16. nóvember 2018
Bakkavararbræður taldir eigendur Dekhill Advisors
Í nýrri bók er greint frá því að bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir séu taldir eigendur Dekhill Advisors Limited af íslenskum skattayfirvöldum.
15. nóvember 2018
Seðlabankinn: Munum meta verklag eftir Samherjamálið
Seðlabanki Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna niðurstöðu Hæstaréttar í Samherjamálinu svonefnda, en niðurstaðan féll Samherja í vil.
13. nóvember 2018
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Telur Má hafa misbeitt valdi sínu
Lögmaður Samherja hf. segir í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu í morgun að seðlabankastjóri hafi svo sannarlega misfarið með vald sitt við meðferð Samherjamálsins og að hann eigi ekki að halda því.
13. nóvember 2018
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Brotamönnum gert kleift að sitja í stjórn FME tíu árum eftir dóm
Í tillögum dómsmálaráðherra um breytingar á lögum vegna uppreist æru er lagt til að menn sem hafa framið alvarleg lögbrot verði sjálfkrafa hæfir til að sitja í stjórn Fjármálaeftirlitsins tíu árum eftir að þeir voru dæmdir. Tillagan er ekki rökstudd.
13. nóvember 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra óskar eftir upplýsingum frá Seðlabankanum
Katrín Jakobsdóttir hefur sent bankaráði Seðlabanka Íslands bréf og óskar hún meðal annars eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti bankinn hyggist bregðast við dómi Hæstaréttar í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja hf.
12. nóvember 2018
Samherji: Sjö ára aðför Seðlabankans lokið og bankinn beðið afhroð
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja var dæmd ógild.
8. nóvember 2018
Hreiðar Már Sigurðsson
Hreiðar Már sakfelldur
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldur fyrir að selja hlutabréf í sinni eigu til félags í sinni eigu. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var aftur á móti sýknuð.
8. nóvember 2018
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar – Vilhjálmur þarf ekki að víkja sæti
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar þar sem kröfu Ólafs Ólafssonar var hafnað um að landsréttardómarinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson viki sæti í máli hans.
6. nóvember 2018
Halla Gunnarsdóttir
Réttur kynferðisbrotamanna til að gleymast
1. nóvember 2018
Gestur Jónsson og samstarfsmaður hans til margra ára, Ragnar H. Hall, voru dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá Al Thani-málinu 2013.
Íslenska ríkið braut ekki á Ragnari H. Hall og Gesti Jónssyni
Réttarfarssekt sem tveir lögmenn voru dæmdir í þegar þeir sögðu sig frá Al Thani-málinu var ekki brot á mannréttindum þeirra.
30. október 2018
Ríkið hafnar því að skipun í Landsrétt hafi verið gölluð eða spillt
Ríkislögmaður hefur skilað greinargerð inn til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna kæru sem tengist skipan dómara við Landsrétt. Í henni er tveimur spurningum dómstólsins svarað í löngu máli.
29. október 2018
Eftirlit Íslendinga með peningaþvætti fær falleinkunn
Árum saman starfaði einn maður á peningaþvættisskrifstofu Íslands. Alþjóðlegur framkvæmdahópur hefur gert margháttaðar athugasemdir við eftirlit með peningaþvætti hérlendis og krafist úrbóta.
26. október 2018
Ef skipan dómara hefði verið lögmæt hefðu Eiríkur og Jón verið skipaðir í Landsrétt
Héraðsdómur samþykkti að greiða tveimur mönnum sem urðu af embætti dómara í landsrétti vegna saknæmrar og ólögmætrar ákvörðunar dómsmálaráðherra um að skipa þá ekki í Landsrétt. Annar gerði kröfu um 31 milljónir króna í skaðabætur en fékk 4 milljónir.
25. október 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Eiríkur og Jón fá bætur vegna skipunar dómsmálaráðherra í Landsrétt
Tveir umsækjendur um stöðu dómara í Landsrétti, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson, sem voru metnir á meðal þeirra hæfustu en Sigríður Á. Andersen ákvað að skipa ekki, unnu mál sitt gegn íslenska ríkinu vegna skipunarinnar í dag.
25. október 2018
Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun. Hann var einn þeirra sem var ákærður í Aurum-málinu.
Allir sýknaðir í Aurum-málinu
Landsréttur sýknaði Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson í Aurum-málinu svokallaða í dag.
24. október 2018
Sema Erla Serdar
Sema Erla: Hatursorðræða á ekkert skylt við tjáningarfrelsi
Karlmaður hefur verið dæmdur fyrir hatursorðræðu vegna þess sem hann skrifaði á athugasemdakerfi DV í nafni konu sinnar. Sema Erla segir dóminn vera mikinn sigur og marka tímamót í baráttunni gegn hatursorðræðu.
17. október 2018
Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar
Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.
16. október 2018
Skiptastjóri félags Björgólfs Thors og Róberts stefnir Glitni
Björgólfur Thor Björgólfsson ábyrgist greiðslu kostnaðar í riftunarmáli félags sem á engar eignir gegn Glitni HoldCo. Hann er annar af tveimur kröfuhöfum sem lýstu samtals 13,9 milljörðum króna í búið. Hinn er stefndi í málinu, Glitnir HoldCo.
16. október 2018
Auður Jónsdóttir eftir uppkvaðningu dómsins í lok janúar síðastliðins.
Auður Jónsdóttir sýknuð í Landsrétti
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms í meiðyrðamáli gegn Auði Jónsdóttur rithöfundi.
12. október 2018
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri.
Ríkið dæmt til að greiða Aldísi bætur
Íslenska ríkið, með framgöngu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, braut á Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar.
11. október 2018
„Við erum ennþá að fremja efnahagsbrot”
Ólafur Þór Hauksson segir að þegar hann og samstarfsfólk hans sækir fundi erlendis þá sjái þau að þau séu „nokkuð góð í því sem við erum að gera“.
7. október 2018
Ekki vanhæfur í máli Ólafs Ólafssonar
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og meðdómarar hans í Landsrétti höfnuðu því með úrskurði sínum í gær að Vilhjálmur væri vanhæfur til að dæma í áfrýjuðu máli um endurupptöku Ólafs Ólafssonar.
5. október 2018
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.
Lögbanni á Stundina hafnað
Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning upp úr gögnum úr Glitni banka.
5. október 2018
Segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis standast tímans tönn
Ólafur Þór Hauksson segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis enn vera fullgildar í dag. Innlendir þættir hefðu leikið lykilhlutverk í því að bankahrunið hafi orðið, sérstaklega hegðun bankanna sjálfra. Umfang markaðsmisnotkunar kom honum á óvart.
5. október 2018
Framsal meints höfuðpaurs í Euro Market málinu staðfest í Héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um framsal meints höfuðpaurs í Euro market málinu til Póllands. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar
5. október 2018
Gátu ekki klárað rannsókn á nokkrum málum vegna skorts á fjármunum
Ólafur Þór Hauksson segir að niðurskurður á framlögum til embættis sérstaks saksóknara á árinu 2013 og tímalengd rannsókna hafi gert það að verkum að rannsóknum á sumum málum sem embættið vildi klára, var hætt.
4. október 2018
Kristrún Heimisdóttir.
Kristrún Heimisdóttir leiðir sáttanefnd vegna eftirmála í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða fyrir hönd stjórnvalda sáttaviðræður við fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar.
2. október 2018
Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson vill að Vilhjálmur víki
Ólafur Ólafsson krefst þess að Vilhjálmur Vilhjálmsson dómari víki sæti í máli gegn þar sem tekist er á um kröfu Ólafs um endurupptöku á þætti hans í Al Thani-málinu.
1. október 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra biðst afsökunar
Katrín Jakobsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem hún biðst afsökunar á því ranglæti sem fyrrum sakborningar hafa mátt þola.
28. september 2018
Afleiðingar ákvarðana Sigríðar vegna skipunar í Landsrétt fyrir dómi
Alþingismenn báru vitni í málum tveggja umsækjenda um stöðu dómara í Landsrétti sem metnir voru á meðal þeirra hæfustu en Sigríður Á. Andersen ákvað að skipa ekki. Vinni þeir málið gætu þeir átt háar bótakröfur.
13. september 2018
Héraðsdómur vísar frá CLN-máli Kaupþingsmanna
CLN-málið, sem snýst um meint stórfelld umboðssvik upp á 72 milljarða króna út úr Kaupþingi, hefur verið vísað frá. Greiðslur frá Deutche Bank til KAupþings breyttu málinu.
11. september 2018
Júlíus Vífill: „Ég er saklaus“
Mál á hendur Júlíusi Vífli Ingvarssyni var þingfest í morgun. Hann segist saklaus af ákæru um peningaþvætti en ætlar ekki að tjá sig meira um málið að svo stöddu.
6. september 2018
Skattrannsóknarstjóri fær ekki upplýsingar um eigendur Dekhill Advisors
Embætti skattrannsóknarstjóra telur sig hafa „trúverðugar vísbendingar“ um hver sé eigandi aflandsfélagsins Dekhill Advisors, sem fékk milljarða króna til sín í fléttu þegar Búnaðarbankinn var seldur fyrir rúmum 15 árum.
5. september 2018
Ríkið fær frest í Landsréttarmálinu
Íslenska ríkið hefur fengið frest til að skila svörum sínum við spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins svokallaða fram í september.
30. ágúst 2018
Júlíus Vífill viðurkenndi skattalagabrot, en þau eru fyrnd
Við rannsókn á meintum skattalagabrotum Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, viðurkenndi hann að hafa ekki gefið umtalsverðar tekjur upp til skatts. Hann átti um tíma 131 til 146 milljónir á aflandsreikningi.
28. ágúst 2018
Guðmundur Hjaltason stefnir íslenska ríkinu
Lögmaður Guðmundar segir málið meðal annars snúast um það hversu langt sé hægt að ganga í málarekstri gegn fólki sem vann í bankageiranum.
25. ágúst 2018
Dómsmálaráðherrann ætlar ekki að láta Trump valta yfir sig
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki ætla að láta ráðuneyti sitt bogna undan pólitískum þrýstingi.
23. ágúst 2018
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Þrotabú United Silicon stefnir Magnúsi Garðarssyni öðru sinni
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er grunaður um að hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um yfir 600 milljóna króna fjárdrátt.
23. ágúst 2018
Lögmaður Trumps grunaður um stórfelld fjár- og skattsvik
Yfirvöld rannsaka meðal annars hvort Michel Cohen hafi brotið gegn lögum um peningaþvætti og skattalögum.
20. ágúst 2018
Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra vill borga flóttamönnum fyrir að draga umsóknir sínar til baka
Í drögum að nýrri reglugerð er lagt að greiða flóttamönnum sem draga hælisumsókn sína til baka eða hafa fengið synjun allt að eitt þúsund evrur í ferða- og enduraðlögunarstyrk.
18. ágúst 2018
Júlíus Vífill: Ákæran kom á óvart og er honum vonbrigði
Fyrrverandi borgarfulltrúi segist telja að engar lagalegar forsendur séu fyrir ákæru héraðssaksóknara á hendur honum.
17. ágúst 2018
Bubbi dæmdur fyrir meiðyrði
Steinar Berg Ísleifsson vann í dag meiðyrðamál gegn Bubba Morthens og RÚV fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Sjö mismunandi ummæli Bubba um Steinar voru dæmt dauð og ómerk og honum og RÚV gert að greiða Steinari 250 þúsund krónur hvor í miskabætur.
26. júlí 2018
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.
Landsréttur hafnaði beiðni Valitor gegn WikiLeaks
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna beiðni Valitor um nýtt mat á tjóni WikiLeaks var staðfestur af Landsrétti á þriðjudag. Tjónið var metið á 3,2 milljarða og kom til vegna lokunar Valitor á greiðslugátt WikiLeaks árið 2011.
19. júlí 2018
Benedikt áfrýjar meiðyrðamálinu gegn Jóni Steinari
Benedikt Bogason hæstaréttardómari vildi meina að fullyrðing Jóns Steinar Gunnlaugssonar, fyrrverandi dómara, um að rétturinn hafi framið dómsmorð væri ærumeiðandi og krafðist þess að þau yrðu dæmd dauð og ómerk. Héraðsdómur varð ekki við þeirri kröfu.
4. júlí 2018
Eitt dómsmálanna tengist meintum umboðssvikum í Skeljungi.
Umsvifamiklir fjárfestar með stöðu sakbornings
Fjórir fjárfestar sem hafa stöðu sakbornings eiga stóra hluti í mikilvægum fjármálafyrirtækjum hérlendis og auka við sig á meðan að rannsókn stendur yfir á málum þeirra.
29. júní 2018
Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi mannsins.
Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir kæru vegna Landsréttarmálsins
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar og farið fram á skýringar frá íslenska ríkinu. Afgreiðsla réttarins einsdæmi í sögu íslenskra mála.
28. júní 2018
Mannréttindadómstóll Evrópu
OPUS hyggst kæra til Mannréttindadómstóls
OPUS lögmenn hyggjast leggja fram mál seinfærra foreldra til Mannréttindadómstóls Evrópu, en Hæstiréttur svipti þá forræði yfir dóttur sinni í janúar.
28. júní 2018
Dómurinn mun leiða til fjárhagslegs tjóns meðal stéttarfélaganna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna veikir stéttarfélög
Nýr dómur hæstarétts Bandaríkjanna bannar stéttarfélögum að rukka opinbera starfsmenn sem ekki eru skráðir í þau, en búist er við að félögin tapi tugum milljónda dala við dóminn.
27. júní 2018
Hæstiréttur staðfestir dóm í svokölluðu Hlíðamáli
Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag en í honum voru ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dæmd dauð og ómerk.
26. júní 2018
Eiga að hafa grætt um 61 milljónir með svikum í Icelandair
Innherjasvikamál fyrrverandi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair og tveggja annarra manna verður þingfest í vikunni en talið er að brotin hafi staðið yfir í rúmlega sextán mánuði.
25. júní 2018
Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl.
Jón Steinar sýknaður í Héraðsdómi
Jón Steinar Gunnlaugsson var sýknaður af kröfum Benedikts Bogasonar vegna meintra meiðyrða í héraðsdómi Reykjaness.
21. júní 2018
Rannsókn héraðssaksóknara á máli Júlíusar Vífils lokið
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á meintum skattsvikum og peningaþvætti Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Júlíus Vífill átti félag á Panama sem opinberað var í Panamaskjalalekanum.
12. júní 2018
Skeljungsfléttan sem gerði fimm einstaklinga ofurríka
Embætti héraðssaksóknara réðst í umfangsmiklar aðgerðir í síðustu viku vegna Skeljungsmálsins svokallaða.
9. júní 2018
Hafliði Helgason nýr upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins
45 sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins. Fyrrverandi ritstjóri Markaðarins ráðinn í starfið.
8. júní 2018
Héraðsdómur hafnar kröfur um kyrrsetningu á eignum Valitors
Julian Assange er stærsti eigandi félags sem gerir háa kröfu á Valitor.
7. júní 2018
RÚV sýknað í eineltismáli Adolfs Inga
Ríkisútvarpið var í dag sýknað af kröfu Adolfs Inga Erlingssonar fyrrverandi íþróttafréttamanns um skaða- og miskabætur vegna meints eineltis sem hann varð fyrir af hálfu yfirmanns síns sem og vegna þess sem hann taldi vera ólögmæta uppsögn.
7. júní 2018
Sagan öll: Þetta er það sem verið er að rannsaka í Skeljungsmálinu
Hjón sem keyptu olíufélag með dönskum fasteignum, maðurinn sem vann hjá banka við að selja þeim félagið en varð síðar ráðinn forstjóri þess, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og færeyskt olíufélag koma við sögu í Skeljungsfléttunni.
5. júní 2018
Grunur um umboðssvik í Skeljungssölu
Handtökur fóru fram í síðustu viku, Íslandsbanki kærði málið árið 2016.
5. júní 2018
Köld skilaboð úr dómsmálaráðuneytinu
Fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins hélt þrumuræðu á aðalfundi félagsins í gær og var afar ósáttur við gagnrýni aðstoðarmanns dómsmálaráðherra á málarekstur Vilhjálms H. Vilhjálmssonar kollega hans vegna skipan dómara við Landsrétt.
26. maí 2018
Annmarkar Sigríðar ekki nægir til að breyta niðurstöðunni
Með staðfestingu Hæstaréttar á dómi Landsréttar í dag í máli þar sem tekist var á um hæfi dómara við Landsrétt er mikilli óvissu í íslensku réttarkerfi eytt - í það minnsta tímabundið.
24. maí 2018
Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi mannsins.
Hæstiréttur staðfestir dóm Landsréttar – Arnfríður hæf til að dæma
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í sakamáli manns sem hafði verið dæmdur í 17 mánaða fangelsi.
24. maí 2018
Ríkisháskólinn í Michigan borgar 50 milljarða til fórnarlamba Nassars
Larry Nassar braut kynferðislega gegn 332 stúlkum, meðan hann starfaði við Michigan State University. Samkomulag hefur náðst um himinháa greiðslu.
16. maí 2018
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestir alvarleg brot Byko og hækkar sekt
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkaði álagða sekt.
16. maí 2018
Arnþrúður dæmd til að endurgreiða hlustanda 3,3 milljónir
Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps sögu hefur verið gert að greiða hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna auk dráttarvaxta sem og 620 þúsund krónur í málskostnað.
16. maí 2018
Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má miskabætur
Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings 300 þúsund krónur í miskabætur auk dráttarvaxta vegna hlerana sem fram fóru á síma hans.
30. apríl 2018
Geir H. Haarde fyrir Landsdómi.
Vilja að Alþingi biðjist afsökunar á landsdómsmálinu
Þingmenn úr þremur flokkum vilja að Alþingi viðurkenni að óréttmætt hafi verið að höfða mál á hendur Geir H. Haarde og vilja að þingið biðji hann afsökunar. Fyrsti flutningsmaður er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
6. apríl 2018
Er þeirrar skoðunar að embættisfærsla dómsmálaráðherra hafi verið röng
Svandís Svavarsdóttir segir að hún hafi ekki skipt um skoðun á embættisfærslu Sigríðar Á. Andersen í Landsréttarmálinu. Hún hafi verið röng og dómstólar hafi einnig komist að þeirri niðurstöðu.
5. apríl 2018
Jón Steindór Valdimarsson
Kynleg lög um menn
2. apríl 2018
Það helsta hingað til: United Silicon verður gjaldþrota og grunur um glæpi
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er gjaldþrot United Silicon og kærur þeirra sem settu fjármuni í félagið til yfirvalda vegna gruns um stórfelld lögbrot helstu stjórnenda.
31. mars 2018
Það helsta hingað til: Vantraust á dómsmálaráðherra
Kjarninn tekur saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er vantrauststillaga á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu.
30. mars 2018
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á stjórnendum United Silicon
Fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í kísilmálmverksmiðju United Silicon hafa kært nokkur tilvik þar sem grunur leikur á að fyrrverandi framkvæmdastjóri og eftir atvikum aðrir stjórnendur, stjórnarmenn og starfsmenn, hafi brotið lög.
27. mars 2018
Forsíða Stundarinnar 20. október, eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins.
Glitnir vill ekki svara af hverju það er ekki farið fram á lögbann á alla
Glitnir HoldCo vill ekki tjá sig um ástæður þess að einungis hafi verið fram á lögbann á fréttaflutning tveggja miðla sem byggir á gögnum úr Glitni, en ekki annarra fjölmiðla sem sagt hafa fréttir byggðar úr gögnum frá sama aðila.
24. mars 2018
Gríðarlegur fjöldi blaða- og fréttamanna fylgist með réttarhöldunum.
Réttarhöld aldarinnar í Danmörku
„Réttarhöld aldarinnar” er heitið sem danskir fjölmiðlar hafa gefið réttarhöldum yfir kafbátseigandanum Peter Madsen. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í ágúst í fyrra. Réttarhöldin hófust sl. fimmtudag, 8. mars.
11. mars 2018
Ríkisstjórn Sigríðar Á. Andersen
10. mars 2018
Ákvörðun ríkissaksóknara felld úr gildi
Gísli Reynisson, einn þeirra sem sýknaður var í Aserta málinu, stefndi ríkissaksóknara. Ákvörðun ríkissaskóknara, um að staðfesta höfnun á rannsókn embættismanna Seðlabanka Íslands, var til umfjöllunar í málinu.
9. mars 2018
Hefði vantraust á Sigríði þýtt endalok ríkisstjórnarsamstarfs?
Í sjónvarpsþætti Kjarnans í kvöld fjalla tveir þingmenn, með algjörlega andstæðar skoðanir á málinu, um vantrauststillögu á dómsmálaráðherra og hvað niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um hana þýði.
7. mars 2018
Segir þingmenn taka sér stöðu sem fulltrúar samtryggingar eða almennings
Þingflokksformaður Pírata segir að atkvæðagreiðsla um vantraust á dómsmálaráðherra gefi þingmönnum tækifæri á að draga línu í sandinn og skýra hvort þeir standi undir ábyrgð.
6. mars 2018
Búið að leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Andersen
Tveir stjórnarandstöðuflokkar standa að framlagningu þingsályktunartillögu um vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Tillögunni var skilað inn til Alþingis í gær.
6. mars 2018
Lögmenn sakborninga við dómsuppsögu í dag. Sakborningarnir sjálfir mættu ekki.
Allir sekir í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis
Fimm menn voru í dag fundnir sekir fyrir markaðsmisnotkun sem átti sér stað í Glitni fyrir hrun. Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar sprengt refsirammann.
2. mars 2018
Landsréttur staðfestir haldlagningu í viðamiklu skattsvikamáli
Meint skattsvik í málinu eru talin stórfelld en upp komst um málið þegar Skattrannsóknarstjóri keypti gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum.
2. mars 2018
Árni Harðarson og Björn Ingi Hrafnsson
Segir Björn Inga hafa hótað sér og reynt að greiða skuldir með steikum
Árni Harðarson svarar kæru Björn Inga Hrafnssonar með yfirlýsingu þar sem hann ásakar m.a. Björn Inga um fjárdrátt og hótanir.
20. febrúar 2018
Björn Ingi kærir fyrir fjársvik
Fyrrverandi forsvarsmenn Pressunnar hafa kært forsvarsmenn Dalsins fyrir fjársvik.
20. febrúar 2018
Róbert Wessman
Dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir króna
Róbert Wessman og tveir viðskiptafélagar hans voru í dag dæmdir til að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir króna auka vaxta fyrir að hlunnfara hann í viðskiptum tengdum Alvogen.
15. febrúar 2018
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.
Glitnir áfrýjar dómi í Stundarmáli - Lögbannið áfram í gildi
Stundin mun ekki geta haldið áfram umfjöllun sína upp úr gögnum Glitnis fyrr en að Landsréttur kemst að niðurstöðu. Lögbann á þann fréttaflutning gildir þangað til.
15. febrúar 2018
Dómari víkur sæti í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari
Dómarinn í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinar Gunnlaugssyni hefur ákveðið að víkja sæti vegna vanhæfis. Vanhæfið er tilkomið vegna setu dómarans í stjórn Dómarafélagsins með Skúla Magnússyni sem hefur tjáð sig afgerandi um málið.
13. febrúar 2018
Mátu það þannig að ekki ætti að ákæra vegna ársreikninga
Stefán Svavarsson og Jón Þ. Hilmarsson, endurskoðendur, segja hina föllnu banka hafa gefið kolranga mynd af efnahagslegum styrk í ársreikningum árið 2007.
6. febrúar 2018
Auður Jónsdóttir eftir uppkvaðningu dómsins.
Þórarinn áfrýjar dómi í meiðyrðamáli
Þór­ar­inn Jónas­son, eig­andi Lax­ness hesta­leigu í Mos­fells­dal, mun áfrýja dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli hans á hend­ur Auði Jóns­dótt­ur rit­höf­undi.
5. febrúar 2018
Landsréttur
Lögmaður vill að dómari víki sæti úr Landsrétti
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður, lagði fram kröfu í Landsrétti á föstudag um að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við dómstólinn, víki sæti úr dómsmáli sem henni hafði verið úhlutað vegna vanhæfis.
4. febrúar 2018
Þeir sem hljóta þunga dóma og uppfylla skilyrði fyrir því að afplána undir rafrænu eftirliti þurfa nú að eyða minni tíma í fangelsum ríkisins á borð við Litla Hraun.
Þriðji hver sem afplánar undir rafrænu eftirliti situr inni fyrir efnahagsbrot
Miklu fleiri afplána dóma undir rafrænu eftirliti en áður. Lögum var breytt árið 2016 með þeim hætti að fangar gátu afplánað stærri hluta dóms síns með slíkum hætti.
4. febrúar 2018
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar eftir dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í dag.
Ekki búið að taka ákvörðun hvort lögbannsdómi verði áfrýjað
Lögbann á umfjöllun Stundarinnar er í gildi þar til að ákvörðun hefur verið tekin um hvort dómi héraðsdóms verði áfrýjað eða ekki. Verði dómnum áfrýjað mun lögbannið gilda að minnsta kosti fram að niðurstöðu æðri dómstóls.
2. febrúar 2018
110 dagar án fjölmiðlafrelsis
2. febrúar 2018
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar við dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í dag.
Hafnaði lögbanni á Stundina
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað staðfestingu á lögbanni Glitnis HoldCo á fréttaflutning Stundarinnar.
2. febrúar 2018
Glitnir HoldCo og Stundin - Baráttan um birtingu
Í dag mun koma í ljós hvort lögbann á birt­ingu Stund­ar­innar og Reykja­vík Medi­a ehf. á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum er varða fyrr­ver­andi við­skipta­vina Glitn­is muni halda. Kjarninn rifjaði upp málið.
2. febrúar 2018
Þingmaður Viðreisnar hefði kosið öðruvísi í Landsréttarmálinu í dag
Þegar tillaga um að lengja málsmeðferðartíma í Landsréttarmálinu var felld með einu atkvæði í júní 2017 þá var það gert með öllum atkvæðum þingmanna Viðreisnar. Jón Steindór Valdimarsson segir að nýjar upplýsingar setji stuðningin við málið í nýtt ljós.
1. febrúar 2018
Eiríkur Jónsson kjörinn deildarforseti Lagadeildar
Nýr forseti og varaforseti Lagadeildar Háskóla Íslands voru kjörin á deildarfundi í gær. Eiríkur Jónsson, sem var vikið af lista yfir þá hæfustu til að sitja í Landsrétti, er nýr deildarforseti.
31. janúar 2018
Þóttist vera verkefnastjóri hjá seljanda bræðsluofnsins
Magnúsi Garðarssyni hefur verið stefnt vegna meintra lögbrota í starfsemi hjá United Silicon.
31. janúar 2018
Larry Nassar, fyrir rétti.
Stjórn fimleikasambands Bandaríkjanna stígur öll til hliðar
Allir stjórnarmenn, 18 að tölu, hafa ákveðið að segja sig frá stjórnarstörfum fyrir bandaríska fimleikasambandið.
27. janúar 2018
Þið eruð vandamálið
24. janúar 2018
Björn Valur Gíslason var varaformaður Vinstri grænna þar til í október 2017.
Fyrrverandi varaformaður VG telur daga Sigríðar sem ráðherra senn talda
Björn Valur Gíslason segir að þess megi vænta að staða Sigríðar Á. Andersen verði rædd á flokksráðsfundi Vinstri grænna um næstu helgi. Flokkurinn þurfi að taka á stöðunni með einhverjum hætti „ef ekki á illa að fara.“
23. janúar 2018
Eiríkur stefnir íslenska ríkinu vegna lögbrots dómsmálaráðherra
Eiríkur Jónsson, einn þeirra fjögurra sem dómnefnd hafði talið hæfasta til að verða dómarar í Landsrétti en dómsmálaráðherra ákvað ekki að tilnefna, hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu.
23. janúar 2018
Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra.
Sérfræðingar ráðuneyta vöruðu Sigríði ítrekað við
Stundin birtir í dag gögn sem sýna að sérfræðingar þriggja ráðuneyta vöruðu Sigríði Á. Andersen ítrekað við því að breytingar á lista dómnefndar um Landsréttardómara gætu verið brot gegn stjórnsýslulögum.
22. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Talinn hafa misnotað fjárfestingarleiðina sjálfum sér til hagsbóta
Í skýrslu KPMG, um meint efnahagsbrot fyrrverandi forstjóra United Silicon, kemur fram að grunur sé um að hann hafi misnotað fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Alls er maðurinn, Magnús Garðarsson, grunaður um fjárdrátt upp á 605 milljónir króna.
19. janúar 2018
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri kyrrsetti og haldlagði eignir upp á 2,2 milljarða
Embætti skattrannsóknarstjóra vísaði 41 máli til héraðssaksóknara í fyrra. Ætluð undanskot voru frá milljónum króna og upp í sjöunda hundrað milljóna króna í einstökum málum.
18. janúar 2018
Alda Hrönn Jóhannesdóttir
Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest
Bogi Nilsson settur ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í LÖKE-málinu svokallaða, gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, þá aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fella niður málið.
18. janúar 2018
Atvikin sögð „mjög ámælisverð“ og hafa skaðað í krafti „meirihlutavalds“
Fallist var á kröfur stefnanda í tveimur málum er varða félag sem um tíma réð yfir um 30 prósent hlut í Alvogen.
17. janúar 2018
Frávísun staðfest í máli Samtaka sparifjáreigenda gegn Kaupþingsmönnum
Hæstiréttur segir að málið sé að verulegu leyti vanreifað af hálfu stefnenda.
12. janúar 2018
Jakob R. Möller, fomaður dómnefndarinnar.
Formaður dómnefndar gerir athugasemd við aðfinnslu ráðherra
Formaður dómnefndar sem mat hæfi umsækjenda um héraðsdómaraembætti segir að nefndin hafi ekki verið fullskipuð fyrr en 13. október. Því hafi sex vikna frestur hennar runnið út síðar en ráðherra haldi fram. Þá hafi fjöldi umsækjenda verið meiri en áður.
9. janúar 2018
Karl sveik undan skatti með skattaskjólafélagi
Yfirskattanefnd hefur fjallað um mál Karls Wernerssonar.
8. janúar 2018
Sigríður: Dómur Hæstaréttar „áfall“
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræddi um skipan dómara í Kastljósi í kvöld.
4. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Hvenær segir ráðherra af sér og hvenær ekki?
4. janúar 2018
Pólitísk ábyrgð dómsmálaráðherra virðist engin vera
Prófessor í lögfræði segir að afleiðingar af því að ráðherra sé dæmdur fyrir að brjóta lög við skipun dómara séu ríkið greiði skaðabætur. Pólitísk ábyrgð ráðherrans sem brýtur lögin virðist ekki vera nein. Hún óttast um sjálfstæði dómstóla.
3. janúar 2018
Settur dómsmálaráðherra gerir margar athugasemdir við störf dómnefndar
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, gerir margvíslegar athugasemdir við störf nefndar sem metur hæfi umsækjenda um starf dómara.
29. desember 2017
Guðlaugur Þór Þórðarson er settur dómsmálaráðherra í málinu.
Lagt til að fimm karlar og þrjár konur verði skipaðir héraðsdómarar
Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu um hvaða átta umsækjendur um héraðsdómarastöður verði skipaðir. Tilkynnt verður um hverjir það eru síðar í dag. Kjarninn birtir nöfn þeirra átta sem lagt er til að verði skipaðir.
29. desember 2017
Eiríkur fer fram á bætur frá ríkinu vegna lögbrots dómsmálaráðherra
Fjórði maðurinn sem Sigríður Á. Andersen ákvað að tilnefna ekki í Landsrétt hefur lagt fram kröfu á ríkið um bætur. Krafa hans gæti orðið umtalsverð, enda maðurinn fertugur og á mun lægri launum en dómarar við Landsrétt.
29. desember 2017
Hvað má dómsmálaráðherra kosta?
22. desember 2017
Krefst tugmilljóna bóta vegna lögbrots við skipun í Landsrétt
Jón Höskuldsson, einn umsækjenda um starf dómara við Landsrétt, ætlar í bótamál við ríkið.
22. desember 2017
Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Lárus Welding fær fimm ára dóm í Stím-málinu
Héraðsdómur dæmdi aftur í Stím-málinu í dag, tveimur árum upp á dag eftir að fyrri dómur hans í málinu var kveðinn upp. Niðurstaðan var sú sama.
21. desember 2017
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín ætlar ekki að gera kröfu um afsögn Sigríðar
Forsætisráðherra segist taka niðurstöðu Hæstaréttar í Landsréttarmálinu mjög alvarlega. Í málinu komst dómstóllinn að því að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum. Katrín mun þó ekki gera kröfu um að Sigríður Á. Andersen víki úr ríkisstjórn.
20. desember 2017
Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Lárus Welding: Kaup Jóns Ásgeirs og félaga í Glitni voru valdapólitík
Fyrrverandi forstjóri er á meðal helstu heimildarmanna í nýrri bók um tímann í viðskiptalífinu og stjórnmálum frá aldarmótum og fram að hruni. Þar greinir hann m.a. frá samskiptum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins.
20. desember 2017
Auðvitað má ráðherra brjóta lög, það er hluti af menningunni
20. desember 2017
Sigríður mun ekki segja af sér í kjölfar dóms Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Andersen hafi brotið stjórnsýslulög í Landsréttarmálinu. Hún ætlar ekki að segja af sér embætti vegna þessa.
19. desember 2017
Hæstiréttur segir dómsmálaráðherra hafa brotið gegn stjórnsýslulögum
Málsmeðferð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, þegar vék frá niðurstöðu dómnefndar um skipan 15 dómara við Landsrétt, var andstæð stjórnsýslulögum. Vegna þess var einnig annmarki á meðferð Alþingis á málinu.
19. desember 2017
Leifsstöð
Lagardère leggur fram beiðni um lögbann á Isavia
Lagardère Travel Retail fer þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á trúnaðargögnum um fyrirtækið til Kaffitárs sem Isavia hefur í sinni vörslu.
18. desember 2017
Geirmundur dæmdur sekur um umboðssvik
Sparisjóðsstjóri SPKEF var í dag dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. Með dómnum snéri Hæstiréttur fyrri niðurstöðu í héraði.
14. desember 2017
Héraðssaksóknari fellir niður fleiri mál gegn grunuðum skattsvikurum
Héraðssaksóknari hefur nú fellt niður alls 66 mál gegn grunuðum skattsvikurum. Skattstofninn í skattsvikamálum sem eru til meðferðar hjá embættinu hleypur á milljörðum. Skattrannsóknarstjóri hefur kært niðurfellingu sex mála.
12. desember 2017
Símtalið var á milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Dómsátt gerð í máli gegn Seðlabanka - Kjarninn fær endurrit neyðarlánasímtals
Seðlabanki Íslands og Kjarninn hafa gert með sér dómsátt sem felur í sér að bankinn afhendir endurrit af símtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde sem fór fram 6. október 2008. Seðlabankinn hafði áður tekið til varnar í málinu.
7. desember 2017
Ríkissaksóknari telur álitamál hvort dómarar hafi verið hæfir
Í bréfi til endurupptökunefndar, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2, kemur fram að dómarar í máli bankastjóra Landsbankans hafi verið hluthafar í bankanum.
5. desember 2017
Segir fjölmiðlaumfjöllun um dómara hafa verið þaulskipulagða aðgerð
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, sagði í ávarpi að fjölmiðlaumfjöllun um hlutabréfaeign dómara í fyrra hafi verið „þaulskipulögð aðgerð“. Öllum hefði mátt vera það ljóst að dómstólar voru þar beittir þrýstingi með „samstilltum aðgerðum“.
27. nóvember 2017
Einstakt og spennuþrungið mál
Landsdómsmálið var pólitískt alveg inn að beini, enda var Alþingi ákærandi í málinu.
23. nóvember 2017
Taldi ekki útilokað að brotið hafi verið gegn almennum hegningarlögum
Afskipti Jóns Steinars Gunnlaugssonar af máli Baldurs Guðlaugssonar í Hæstarétti voru illa séð af meðdómurum, enda fór þau gegn venju í réttinum.
21. nóvember 2017
Birting á neyðarlánasímtalinu tekin til skoðunar í vikunni
Seðlabanki Íslands mun taka birtingu afrits af símtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde, þar sem þeir ræða 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, til skoðunar í vikunni. Afritið var birt í fjölmiðli sem Davíð stýrir á laugardag.
19. nóvember 2017
Nokkrir dagar á Íslandi
16. nóvember 2017
Kæra Svein Andra fyrir þvinganir og rangar sakagiftir
Miklar deilur einkenna slit félagsins EK 1923.
16. nóvember 2017
Flestir þeirra sem voru til rannsóknar, en sleppa nú við ákæru, færðu fjármagn sem átti að skattleggjast á Íslandi til annarra landa og gáfu ekki réttar upplýsingar um skattstofn þess til að reyna að komast hjá greiðslu lögboðina skatta.
Undandreginn skattstofn mála sem hafa verið niðurfelld er 9,7 milljarðar
Alls hafa verið felld niður 62 skattsvikamál vegna þess að rof varð á rannsóknum þeirra. Fleiri mál verða líkast til felld niður, þrátt fyrir að rökstuddur grunur sé um stórfelld skattsvik. Umfangsmesta málið snýst um skattsstofn upp á 2,2 milljarða.
15. nóvember 2017
Jón Steinar reyndi að hafa áhrif á dómara í máli Baldurs
Benedikt Bogason Hæstaréttardómari hefur stefnt Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. fyrir meiðyrði. Í stefnunni sjálfri er fjallað um það hvernig Jón Steinar hagaði sér innan dómskerfisins þegar mál Baldurs Guðlaugssonar var til meðferðar.
14. nóvember 2017
Tugir grunaðra skattsvikara sleppa við refsingu og sektir
Héraðssaksóknari hefur fellt niður um 60 mál gegn grunuðum skattsvikurum. Skattstofninn í skattsvikamálum sem eru til meðferðar hjá embættinu hleypur á milljörðum. Ástæðan er rof í málsmeðferð á meðan að beðið var niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu.
14. nóvember 2017
Formaður Dómarafélagsins: Alvarlegar ásakanir
Það gæti reynst snúið að manna dóminn í máli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, vegna vanhæfis margra dómara.
11. nóvember 2017
Benedikt stefnir Jóni Steinari
Hæstaréttardómari hefur stefnt Jóni Steinari Gunnlaugsson hrl. og fyrrverandi Hæstaréttardómara.
9. nóvember 2017
Barnabrúðkaupum mótmælt á Indlandi.
Hæstiréttur Indlands úrskurðar kynlíf með eiginkonum undir lögaldri nauðgun
Hæstiréttur á Indlandi fellir niður lagaákvæði sem leyfir mönnum að stunda kynlíf með eiginkonum sínum undir lögaldri. Úrskurðinum hefur verið fagnað víðsvegar um heiminn af kvenréttindasamtökum.
1. nóvember 2017
Brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í nokkrum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks með því að gera það ábyrgt fyrir ummælum sem höfð voru eftir nafngreindum viðmælendum.
30. október 2017
Fréttamenn 365 sekir um meiðyrði
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. Þá eru blaðamennirnir fjórir einnig dæmdir til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um hið svokallaða Hlíðamál.
26. október 2017
Forsíða Stundarinnar eftir að lögbannið var sett á.
Staðfestingarmál vegna lögbanns á Stundina höfðað í dag
GlitnirHoldCo þarf að höfða staðfestingarmál í dag, annars dettur lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media úr gildi. Slíkt mál verður höfðað og því verður ekki hægt að segja fréttir úr gögnunum fram yfir kosningar.
23. október 2017
Biskup segir ekki siðferðilega rétt að nota stolin gögn til að afhjúpa mál
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að siðbót í íslensku samfélagi eigi að felast í endurnýjun á gömlum gildum Íslendinga, eins og trú. Hún telur ekki siðferðislega rétt að nota gögn sem eru stolin til að leiða sannleikann í ljós.
23. október 2017
Hreiðar Már Sigurðsson er einn þeirra sem var ákærður í málinu. Hann var sýknaður í janúar 2016 ásamt öðrum meðákærðu.
Hæstiréttur ómerkti dóm í CLN-máli Kaupþingsmanna
Hið svokallaða CLN-mál, sem höfðað var gegn æðstu stjórnendum Kaupþings, mun fara aftur til meðferðar fyrir héraðsdómi. Allir ákærðu voru sýknaðir í málinu í janúar í fyrra í héraði.
19. október 2017
Mikil viðbrögð við lögbanni á umfjöllun Stundarinnar
Í kjölfar lögbanns á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra hafa stjórnmálaflokkar og ýmis samtök fordæmt málið.
17. október 2017
Á hverju byggist lögbannið? - Beiðnin birt í heild sinni
Lögbann á umfjöllun Stundarinnar um forsætisráðherra hefur verið fordæmt, meðal annars af formanni Blaðamannafélags Íslands.
16. október 2017
Arion banki hefur kært fyrrverandi forstjóra United Silicon
Málið er nú komið inn á borð héraðssaksóknara.
13. október 2017
Skiptir samkomulagið við Deutsche Bank máli? – Málflutningur í Hæstarétti
Mál ákæruvaldsins gegn stjórnendum Kaupþings er komið inn á borð Hæstaréttar, og fer fram sérstakur málflutningur í málinu vegna samkomulags Kaupþings við Deutsche Bank.
3. október 2017
Mun taka allt að tvö ár að fá niðurstöðu Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur upplýst Lögmannafélag Íslands um að það megi gera ráð fyrir því að það geti tekið 18 til 24 mánuði að fá niðurstöðu dómstólsins í einkamálum.
27. september 2017
Stjórn United Silicon óskar eftir kyrrsetningu á eignum Magnúsar
Forstjórinn fyrrverndi hefur þega verið kærður til embættis héraðssaksóknara.
26. september 2017
Silicor Materials hættir við sólarkísilverksmiðju
Frestur til áfrýjunar á dómsmáli, er varðaði umhverfismat, rann út 17. september síðastliðinn. Þá þegar hafði verið tekinn ákvörðun um að hætta við uppbygginguna.
19. september 2017
Öll gögnin um uppreist æru
Kjarninn birtir öll gögnin sem dómsmálaráðuneytið hefur afhent Kjarnanum. Gögnin má finna hér.
18. september 2017
Sigríður: Deildi upplýsingum í fullum rétti
Dómsmálaráðherra segir hún hafi ekkert trúnaðarbrort framið með því að deila upplýsingum um meðmæli um uppreist æru barnaníðings með forsætisráðherra.
18. september 2017
Sigríður Andersen
Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með dómsmálaráðherra
Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi.
17. september 2017
Sigríður Andersen
Ráðherra braut lög við skipan dómara í Landsrétt
Héraðsdómur komst að niðurstöðu um að dómsmálaráðherra hefði brotið lög.
15. september 2017
Bjarni Benediktsson
Sigríður greindi Bjarna frá því að Benedikt væri meðmælandi Hjalta í júlí
Dómsmálaráðherra fékk upplýsingarnar frá embættismönnum, og taldi sig geta látið Bjarna hafa þær upplýsingar.
14. september 2017
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist dæmdan barnaníðing
Benedikt Sveinsson biðst afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.
14. september 2017
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Ráðuneytið segir Róbert Downey ekki hafa fengið sérmeðferð
Dómsmálaráðuneytið segir að 44 prósent þeirra sem hafa fengið uppreista æru hafi fengið hana innan fimm ára frá afplánun refsinga. Mál Róberts Downey sé því ekki einsdæmi.
14. september 2017
Vinir vottuðu góða hegðun Robert Downey
Þrír vinir Roberts Downey, sem hlaut dóm fyrir að níðast á börnum en fékk síðan uppreista æru, vottuðu góða hegðun hans í umsóknarferlinu.
12. september 2017
Magnús neitar því að hafa dregið sér fé úr United Silicon
Fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon segir að það sé „bull og vitleysa“ að hann hafi dregið að sér hálfan milljarð króna og falsað umtalsvert magn skjala.
12. september 2017
Grunaður um að hafa svikið út yfir hálfan milljarð úr United Silicon
Fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon er grunaður um að hafa falsað reikninga og náð þannig yfir hálfum milljarði króna út úr fyrirtækinu. Leit stendur yfir af eignum sem vonast er til að hægt verði að frysta.
11. september 2017
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Fyrrverandi forstjóri United Silicon grunaður um stórfellt auðgunarbrot
United Silicon hefur kært fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til embættis héraðssaksóknara.
11. september 2017
Von á stefnumarkandi dómi vegna tvöfaldrar refsingar fyrir skattalagabrot
Hæstiréttur Íslands var fullskipaður þegar mál manns sem ákærður var fyrir meiri háttar skattalagabrot var flutt á mánudag. Ástæðan er sú að rétturinn mun í fyrsta sinn taka afstöðu til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um tvöfalda refsingu.
7. september 2017
Hljóðupptakan sem er ástæða þess að Sigurður G. má ekki verja Júlíus Vífil
Það sem kemur fram á hljóðupptöku frá 6. apríl 2016 er ástæða þess að Sigurður G. Guðjónsson má ekki verja Júlíus Vífil Ingvarsson, sem grunaður er um stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Sigurður gæti fengið stöðu sakbornings í málinu.
5. september 2017
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna stórfelldra skattsvika og peningaþvættis
Héraðssaksóknari vill taka skýrslu af Sigurði G. Guðjónssyni sem má þess vegna ekki vera verjandi Júlíusar Vífils.
4. september 2017
Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður og einn aðaleiganda Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið.
Björgólfur sýknaður í fjársvikamáli
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, var á meðal níu manns sem voru ákærðir í fjársvikamáli sem rekið var fyrir frönskum dómstólum. Allir ákærðu voru í dag sýknaðir.
28. ágúst 2017
Pressan fékk seljendalán þegar hún keypti DV árið 2014. Það lán hefur ekki verið greitt.
Á 91 milljóna króna kröfu á Pressuna og hefur stefnt henni fyrir dóm
Félag sem á tugmilljóna króna kröfu á fjölmiðlafyrirtækið Pressuna hefur stefnt því fyrir dómstóla. Krafan á rætur sínar að rekja til seljendaláns sem veitt var til að kaupa DV árið 2014. Málið verður tekið fyrir í september.
25. ágúst 2017
Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta lýsir yfir „algjöru vantrausti“ á Brynjar
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði Brynjar Níelsson hafa stýrt máli Robert Downey um uppreist æru í „afar mikinn skurð“ og lýsir yfir „algjöru vantrausti á Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
14. ágúst 2017
Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar: Neyðarlögin tóku fé af einum hópi til að bjarga öðrum
Fyrrverandi Hæstaréttardómari segir engin rök fyrir því að neyðarlögin hafi ekki verið eignaupptaka þrátt fyrir að dómstólar hafi talið þau standast stjórnarskrá. Hann veltir fyrir sér hvort komist hafi verið að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.
1. ágúst 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Heiður lögmannastéttarinnar
Getur hver sem er orðið lögmaður? Nei, þannig er það ekki. Siðareglur stéttar lögmanna hafa tilgang og gefa leiðsögn um almenn skilyrði starfsins. Annars væru þær ekki til.
14. júlí 2017
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eigendur Rasks ehf.
24 og 75 milljóna sektir Seðlabankans felldar niður
Tvær sektir sem Seðlabankinn lagði á félög vegna meintra brota á gjaldeyrislögum voru felldar niður í Héraðsdómi.
11. júlí 2017
Neita að birt gögn úr dómsmáli Landsbankans gegn Borgun
Frávísunarkröfu Borgunar í máli Landsbankans gegn fyrirtækinu og eigendum minnihluta hlutafjár, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur.
8. júlí 2017
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra
Kröfum Jóhannesar og Ástráðs vísað frá í Héraðsdómi
Kröfum Jóhannesar Rúnars og Ástráðs um ógildingu á skipan landsréttardómara hefur verið vísað frá í Héraðsdómi.
7. júlí 2017