200 færslur fundust merktar „dómsmál“

Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Talinn hafa misnotað fjárfestingarleiðina sjálfum sér til hagsbóta
Í skýrslu KPMG, um meint efnahagsbrot fyrrverandi forstjóra United Silicon, kemur fram að grunur sé um að hann hafi misnotað fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Alls er maðurinn, Magnús Garðarsson, grunaður um fjárdrátt upp á 605 milljónir króna.
19. janúar 2018
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri kyrrsetti og haldlagði eignir upp á 2,2 milljarða
Embætti skattrannsóknarstjóra vísaði 41 máli til héraðssaksóknara í fyrra. Ætluð undanskot voru frá milljónum króna og upp í sjöunda hundrað milljóna króna í einstökum málum.
18. janúar 2018
Alda Hrönn Jóhannesdóttir
Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest
Bogi Nilsson settur ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í LÖKE-málinu svokallaða, gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, þá aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fella niður málið.
18. janúar 2018
Atvikin sögð „mjög ámælisverð“ og hafa skaðað í krafti „meirihlutavalds“
Fallist var á kröfur stefnanda í tveimur málum er varða félag sem um tíma réð yfir um 30 prósent hlut í Alvogen.
17. janúar 2018
Frávísun staðfest í máli Samtaka sparifjáreigenda gegn Kaupþingsmönnum
Hæstiréttur segir að málið sé að verulegu leyti vanreifað af hálfu stefnenda.
12. janúar 2018
Jakob R. Möller, fomaður dómnefndarinnar.
Formaður dómnefndar gerir athugasemd við aðfinnslu ráðherra
Formaður dómnefndar sem mat hæfi umsækjenda um héraðsdómaraembætti segir að nefndin hafi ekki verið fullskipuð fyrr en 13. október. Því hafi sex vikna frestur hennar runnið út síðar en ráðherra haldi fram. Þá hafi fjöldi umsækjenda verið meiri en áður.
9. janúar 2018
Karl sveik undan skatti með skattaskjólafélagi
Yfirskattanefnd hefur fjallað um mál Karls Wernerssonar.
8. janúar 2018
Sigríður: Dómur Hæstaréttar „áfall“
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræddi um skipan dómara í Kastljósi í kvöld.
4. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Hvenær segir ráðherra af sér og hvenær ekki?
4. janúar 2018
Pólitísk ábyrgð dómsmálaráðherra virðist engin vera
Prófessor í lögfræði segir að afleiðingar af því að ráðherra sé dæmdur fyrir að brjóta lög við skipun dómara séu ríkið greiði skaðabætur. Pólitísk ábyrgð ráðherrans sem brýtur lögin virðist ekki vera nein. Hún óttast um sjálfstæði dómstóla.
3. janúar 2018
Settur dómsmálaráðherra gerir margar athugasemdir við störf dómnefndar
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, gerir margvíslegar athugasemdir við störf nefndar sem metur hæfi umsækjenda um starf dómara.
29. desember 2017
Guðlaugur Þór Þórðarson er settur dómsmálaráðherra í málinu.
Lagt til að fimm karlar og þrjár konur verði skipaðir héraðsdómarar
Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu um hvaða átta umsækjendur um héraðsdómarastöður verði skipaðir. Tilkynnt verður um hverjir það eru síðar í dag. Kjarninn birtir nöfn þeirra átta sem lagt er til að verði skipaðir.
29. desember 2017
Eiríkur fer fram á bætur frá ríkinu vegna lögbrots dómsmálaráðherra
Fjórði maðurinn sem Sigríður Á. Andersen ákvað að tilnefna ekki í Landsrétt hefur lagt fram kröfu á ríkið um bætur. Krafa hans gæti orðið umtalsverð, enda maðurinn fertugur og á mun lægri launum en dómarar við Landsrétt.
29. desember 2017
Hvað má dómsmálaráðherra kosta?
22. desember 2017
Krefst tugmilljóna bóta vegna lögbrots við skipun í Landsrétt
Jón Höskuldsson, einn umsækjenda um starf dómara við Landsrétt, ætlar í bótamál við ríkið.
22. desember 2017
Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Lárus Welding fær fimm ára dóm í Stím-málinu
Héraðsdómur dæmdi aftur í Stím-málinu í dag, tveimur árum upp á dag eftir að fyrri dómur hans í málinu var kveðinn upp. Niðurstaðan var sú sama.
21. desember 2017
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín ætlar ekki að gera kröfu um afsögn Sigríðar
Forsætisráðherra segist taka niðurstöðu Hæstaréttar í Landsréttarmálinu mjög alvarlega. Í málinu komst dómstóllinn að því að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum. Katrín mun þó ekki gera kröfu um að Sigríður Á. Andersen víki úr ríkisstjórn.
20. desember 2017
Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Lárus Welding: Kaup Jóns Ásgeirs og félaga í Glitni voru valdapólitík
Fyrrverandi forstjóri er á meðal helstu heimildarmanna í nýrri bók um tímann í viðskiptalífinu og stjórnmálum frá aldarmótum og fram að hruni. Þar greinir hann m.a. frá samskiptum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins.
20. desember 2017
Auðvitað má ráðherra brjóta lög, það er hluti af menningunni
20. desember 2017
Sigríður mun ekki segja af sér í kjölfar dóms Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Andersen hafi brotið stjórnsýslulög í Landsréttarmálinu. Hún ætlar ekki að segja af sér embætti vegna þessa.
19. desember 2017
Hæstiréttur segir dómsmálaráðherra hafa brotið gegn stjórnsýslulögum
Málsmeðferð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, þegar vék frá niðurstöðu dómnefndar um skipan 15 dómara við Landsrétt, var andstæð stjórnsýslulögum. Vegna þess var einnig annmarki á meðferð Alþingis á málinu.
19. desember 2017
Leifsstöð
Lagardère leggur fram beiðni um lögbann á Isavia
Lagardère Travel Retail fer þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á trúnaðargögnum um fyrirtækið til Kaffitárs sem Isavia hefur í sinni vörslu.
18. desember 2017
Geirmundur dæmdur sekur um umboðssvik
Sparisjóðsstjóri SPKEF var í dag dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. Með dómnum snéri Hæstiréttur fyrri niðurstöðu í héraði.
14. desember 2017
Héraðssaksóknari fellir niður fleiri mál gegn grunuðum skattsvikurum
Héraðssaksóknari hefur nú fellt niður alls 66 mál gegn grunuðum skattsvikurum. Skattstofninn í skattsvikamálum sem eru til meðferðar hjá embættinu hleypur á milljörðum. Skattrannsóknarstjóri hefur kært niðurfellingu sex mála.
12. desember 2017
Símtalið var á milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Dómsátt gerð í máli gegn Seðlabanka - Kjarninn fær endurrit neyðarlánasímtals
Seðlabanki Íslands og Kjarninn hafa gert með sér dómsátt sem felur í sér að bankinn afhendir endurrit af símtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde sem fór fram 6. október 2008. Seðlabankinn hafði áður tekið til varnar í málinu.
7. desember 2017
Ríkissaksóknari telur álitamál hvort dómarar hafi verið hæfir
Í bréfi til endurupptökunefndar, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2, kemur fram að dómarar í máli bankastjóra Landsbankans hafi verið hluthafar í bankanum.
5. desember 2017
Segir fjölmiðlaumfjöllun um dómara hafa verið þaulskipulagða aðgerð
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, sagði í ávarpi að fjölmiðlaumfjöllun um hlutabréfaeign dómara í fyrra hafi verið „þaulskipulögð aðgerð“. Öllum hefði mátt vera það ljóst að dómstólar voru þar beittir þrýstingi með „samstilltum aðgerðum“.
27. nóvember 2017
Einstakt og spennuþrungið mál
Landsdómsmálið var pólitískt alveg inn að beini, enda var Alþingi ákærandi í málinu.
23. nóvember 2017
Taldi ekki útilokað að brotið hafi verið gegn almennum hegningarlögum
Afskipti Jóns Steinars Gunnlaugssonar af máli Baldurs Guðlaugssonar í Hæstarétti voru illa séð af meðdómurum, enda fór þau gegn venju í réttinum.
21. nóvember 2017
Birting á neyðarlánasímtalinu tekin til skoðunar í vikunni
Seðlabanki Íslands mun taka birtingu afrits af símtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde, þar sem þeir ræða 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, til skoðunar í vikunni. Afritið var birt í fjölmiðli sem Davíð stýrir á laugardag.
19. nóvember 2017
Nokkrir dagar á Íslandi
16. nóvember 2017
Kæra Svein Andra fyrir þvinganir og rangar sakagiftir
Miklar deilur einkenna slit félagsins EK 1923.
16. nóvember 2017
Flestir þeirra sem voru til rannsóknar, en sleppa nú við ákæru, færðu fjármagn sem átti að skattleggjast á Íslandi til annarra landa og gáfu ekki réttar upplýsingar um skattstofn þess til að reyna að komast hjá greiðslu lögboðina skatta.
Undandreginn skattstofn mála sem hafa verið niðurfelld er 9,7 milljarðar
Alls hafa verið felld niður 62 skattsvikamál vegna þess að rof varð á rannsóknum þeirra. Fleiri mál verða líkast til felld niður, þrátt fyrir að rökstuddur grunur sé um stórfelld skattsvik. Umfangsmesta málið snýst um skattsstofn upp á 2,2 milljarða.
15. nóvember 2017
Jón Steinar reyndi að hafa áhrif á dómara í máli Baldurs
Benedikt Bogason Hæstaréttardómari hefur stefnt Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. fyrir meiðyrði. Í stefnunni sjálfri er fjallað um það hvernig Jón Steinar hagaði sér innan dómskerfisins þegar mál Baldurs Guðlaugssonar var til meðferðar.
14. nóvember 2017
Tugir grunaðra skattsvikara sleppa við refsingu og sektir
Héraðssaksóknari hefur fellt niður um 60 mál gegn grunuðum skattsvikurum. Skattstofninn í skattsvikamálum sem eru til meðferðar hjá embættinu hleypur á milljörðum. Ástæðan er rof í málsmeðferð á meðan að beðið var niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu.
14. nóvember 2017
Formaður Dómarafélagsins: Alvarlegar ásakanir
Það gæti reynst snúið að manna dóminn í máli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, vegna vanhæfis margra dómara.
11. nóvember 2017
Benedikt stefnir Jóni Steinari
Hæstaréttardómari hefur stefnt Jóni Steinari Gunnlaugsson hrl. og fyrrverandi Hæstaréttardómara.
9. nóvember 2017
Barnabrúðkaupum mótmælt á Indlandi.
Hæstiréttur Indlands úrskurðar kynlíf með eiginkonum undir lögaldri nauðgun
Hæstiréttur á Indlandi fellir niður lagaákvæði sem leyfir mönnum að stunda kynlíf með eiginkonum sínum undir lögaldri. Úrskurðinum hefur verið fagnað víðsvegar um heiminn af kvenréttindasamtökum.
1. nóvember 2017
Brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í nokkrum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks með því að gera það ábyrgt fyrir ummælum sem höfð voru eftir nafngreindum viðmælendum.
30. október 2017
Fréttamenn 365 sekir um meiðyrði
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. Þá eru blaðamennirnir fjórir einnig dæmdir til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um hið svokallaða Hlíðamál.
26. október 2017
Forsíða Stundarinnar eftir að lögbannið var sett á.
Staðfestingarmál vegna lögbanns á Stundina höfðað í dag
GlitnirHoldCo þarf að höfða staðfestingarmál í dag, annars dettur lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media úr gildi. Slíkt mál verður höfðað og því verður ekki hægt að segja fréttir úr gögnunum fram yfir kosningar.
23. október 2017
Biskup segir ekki siðferðilega rétt að nota stolin gögn til að afhjúpa mál
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að siðbót í íslensku samfélagi eigi að felast í endurnýjun á gömlum gildum Íslendinga, eins og trú. Hún telur ekki siðferðislega rétt að nota gögn sem eru stolin til að leiða sannleikann í ljós.
23. október 2017
Hreiðar Már Sigurðsson er einn þeirra sem var ákærður í málinu. Hann var sýknaður í janúar 2016 ásamt öðrum meðákærðu.
Hæstiréttur ómerkti dóm í CLN-máli Kaupþingsmanna
Hið svokallaða CLN-mál, sem höfðað var gegn æðstu stjórnendum Kaupþings, mun fara aftur til meðferðar fyrir héraðsdómi. Allir ákærðu voru sýknaðir í málinu í janúar í fyrra í héraði.
19. október 2017
Mikil viðbrögð við lögbanni á umfjöllun Stundarinnar
Í kjölfar lögbanns á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra hafa stjórnmálaflokkar og ýmis samtök fordæmt málið.
17. október 2017
Á hverju byggist lögbannið? - Beiðnin birt í heild sinni
Lögbann á umfjöllun Stundarinnar um forsætisráðherra hefur verið fordæmt, meðal annars af formanni Blaðamannafélags Íslands.
16. október 2017
Arion banki hefur kært fyrrverandi forstjóra United Silicon
Málið er nú komið inn á borð héraðssaksóknara.
13. október 2017
Skiptir samkomulagið við Deutsche Bank máli? – Málflutningur í Hæstarétti
Mál ákæruvaldsins gegn stjórnendum Kaupþings er komið inn á borð Hæstaréttar, og fer fram sérstakur málflutningur í málinu vegna samkomulags Kaupþings við Deutsche Bank.
3. október 2017
Mun taka allt að tvö ár að fá niðurstöðu Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur upplýst Lögmannafélag Íslands um að það megi gera ráð fyrir því að það geti tekið 18 til 24 mánuði að fá niðurstöðu dómstólsins í einkamálum.
27. september 2017
Stjórn United Silicon óskar eftir kyrrsetningu á eignum Magnúsar
Forstjórinn fyrrverndi hefur þega verið kærður til embættis héraðssaksóknara.
26. september 2017
Silicor Materials hættir við sólarkísilverksmiðju
Frestur til áfrýjunar á dómsmáli, er varðaði umhverfismat, rann út 17. september síðastliðinn. Þá þegar hafði verið tekinn ákvörðun um að hætta við uppbygginguna.
19. september 2017
Öll gögnin um uppreist æru
Kjarninn birtir öll gögnin sem dómsmálaráðuneytið hefur afhent Kjarnanum. Gögnin má finna hér.
18. september 2017
Sigríður: Deildi upplýsingum í fullum rétti
Dómsmálaráðherra segir hún hafi ekkert trúnaðarbrort framið með því að deila upplýsingum um meðmæli um uppreist æru barnaníðings með forsætisráðherra.
18. september 2017
Sigríður Andersen
Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með dómsmálaráðherra
Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi.
17. september 2017
Sigríður Andersen
Ráðherra braut lög við skipan dómara í Landsrétt
Héraðsdómur komst að niðurstöðu um að dómsmálaráðherra hefði brotið lög.
15. september 2017
Bjarni Benediktsson
Sigríður greindi Bjarna frá því að Benedikt væri meðmælandi Hjalta í júlí
Dómsmálaráðherra fékk upplýsingarnar frá embættismönnum, og taldi sig geta látið Bjarna hafa þær upplýsingar.
14. september 2017
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist dæmdan barnaníðing
Benedikt Sveinsson biðst afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.
14. september 2017
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Ráðuneytið segir Róbert Downey ekki hafa fengið sérmeðferð
Dómsmálaráðuneytið segir að 44 prósent þeirra sem hafa fengið uppreista æru hafi fengið hana innan fimm ára frá afplánun refsinga. Mál Róberts Downey sé því ekki einsdæmi.
14. september 2017
Vinir vottuðu góða hegðun Robert Downey
Þrír vinir Roberts Downey, sem hlaut dóm fyrir að níðast á börnum en fékk síðan uppreista æru, vottuðu góða hegðun hans í umsóknarferlinu.
12. september 2017
Magnús neitar því að hafa dregið sér fé úr United Silicon
Fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon segir að það sé „bull og vitleysa“ að hann hafi dregið að sér hálfan milljarð króna og falsað umtalsvert magn skjala.
12. september 2017
Grunaður um að hafa svikið út yfir hálfan milljarð úr United Silicon
Fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon er grunaður um að hafa falsað reikninga og náð þannig yfir hálfum milljarði króna út úr fyrirtækinu. Leit stendur yfir af eignum sem vonast er til að hægt verði að frysta.
11. september 2017
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Fyrrverandi forstjóri United Silicon grunaður um stórfellt auðgunarbrot
United Silicon hefur kært fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til embættis héraðssaksóknara.
11. september 2017
Von á stefnumarkandi dómi vegna tvöfaldrar refsingar fyrir skattalagabrot
Hæstiréttur Íslands var fullskipaður þegar mál manns sem ákærður var fyrir meiri háttar skattalagabrot var flutt á mánudag. Ástæðan er sú að rétturinn mun í fyrsta sinn taka afstöðu til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um tvöfalda refsingu.
7. september 2017
Hljóðupptakan sem er ástæða þess að Sigurður G. má ekki verja Júlíus Vífil
Það sem kemur fram á hljóðupptöku frá 6. apríl 2016 er ástæða þess að Sigurður G. Guðjónsson má ekki verja Júlíus Vífil Ingvarsson, sem grunaður er um stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Sigurður gæti fengið stöðu sakbornings í málinu.
5. september 2017
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna stórfelldra skattsvika og peningaþvættis
Héraðssaksóknari vill taka skýrslu af Sigurði G. Guðjónssyni sem má þess vegna ekki vera verjandi Júlíusar Vífils.
4. september 2017
Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður og einn aðaleiganda Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið.
Björgólfur sýknaður í fjársvikamáli
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, var á meðal níu manns sem voru ákærðir í fjársvikamáli sem rekið var fyrir frönskum dómstólum. Allir ákærðu voru í dag sýknaðir.
28. ágúst 2017
Pressan fékk seljendalán þegar hún keypti DV árið 2014. Það lán hefur ekki verið greitt.
Á 91 milljóna króna kröfu á Pressuna og hefur stefnt henni fyrir dóm
Félag sem á tugmilljóna króna kröfu á fjölmiðlafyrirtækið Pressuna hefur stefnt því fyrir dómstóla. Krafan á rætur sínar að rekja til seljendaláns sem veitt var til að kaupa DV árið 2014. Málið verður tekið fyrir í september.
25. ágúst 2017
Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta lýsir yfir „algjöru vantrausti“ á Brynjar
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði Brynjar Níelsson hafa stýrt máli Robert Downey um uppreist æru í „afar mikinn skurð“ og lýsir yfir „algjöru vantrausti á Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
14. ágúst 2017
Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar: Neyðarlögin tóku fé af einum hópi til að bjarga öðrum
Fyrrverandi Hæstaréttardómari segir engin rök fyrir því að neyðarlögin hafi ekki verið eignaupptaka þrátt fyrir að dómstólar hafi talið þau standast stjórnarskrá. Hann veltir fyrir sér hvort komist hafi verið að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.
1. ágúst 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Heiður lögmannastéttarinnar
Getur hver sem er orðið lögmaður? Nei, þannig er það ekki. Siðareglur stéttar lögmanna hafa tilgang og gefa leiðsögn um almenn skilyrði starfsins. Annars væru þær ekki til.
14. júlí 2017
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eigendur Rasks ehf.
24 og 75 milljóna sektir Seðlabankans felldar niður
Tvær sektir sem Seðlabankinn lagði á félög vegna meintra brota á gjaldeyrislögum voru felldar niður í Héraðsdómi.
11. júlí 2017
Neita að birt gögn úr dómsmáli Landsbankans gegn Borgun
Frávísunarkröfu Borgunar í máli Landsbankans gegn fyrirtækinu og eigendum minnihluta hlutafjár, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur.
8. júlí 2017
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra
Kröfum Jóhannesar og Ástráðs vísað frá í Héraðsdómi
Kröfum Jóhannesar Rúnars og Ástráðs um ógildingu á skipan landsréttardómara hefur verið vísað frá í Héraðsdómi.
7. júlí 2017
Aftur dæmdir sekir í Marple-málinu
Þrír af ákærðu í Marple málinu svokallaða voru aftur dæmdir í fangelsi, en málinu var vísað á nýjan leik í hérað eftir að ómerkingu.
4. júlí 2017
George Pell kardináll
Einn æðsti maður kaþólsku kirkjunnar ákærður
Kaþólska kirkjan hefur verið staðin af því að hylma yfir níðingsverk presta innan kirkjunnar víða um heim. Eftir að rannsóknarnefnd lauk störfum í Ástralíu komst upp um gríðarlega umfang kynsferðisbrota sem prestar höfðu framið.
29. júní 2017
Íslenska ríkið þarf að skila greinargerð innan viku
Gera má ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir í haust í Landsréttarmálinu svokallaða.
26. júní 2017
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Guðrún Sverrisdóttir
Harmleikur
21. júní 2017
Fimm varnarsíður vegna hrunmála
Ýmsir athafnamenn sem hafa þurft að takast á við umdeild mál síðastliðinn tæpa áratug hafa valið að setja upp sérstök vefsvæði til að koma málflutningi sínum á framfæri. Hér eru þau helstu.
17. júní 2017
Polarsyssel er eina skip Fáfnis Offshore sem er fullsmíðað og með verkefni.
Fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore stefnir fyrirtækinu
Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu vegna meintra vanefnda í uppsagnarfresti. Fáfnir Offshore hefur gert gagnkröfu á Steingrím, meðal annars fyrir brot á trúnaðarskyldu.
16. júní 2017
Frá fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Mun ekki hefja rannsókn að svo stöddu í Landsréttarmálinu
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekki skyldi vera hafin rannsókn Landsréttarmálinu af ótta við truflun á dómsmálum þeirra sem kunni að leita réttar síns.
15. júní 2017
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump til rannsóknar
Bandaríkjaforseti er til rannsóknar vegna gruns um að hafa hindrað framgang réttvísinnar.
15. júní 2017
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður
Jóhannes Rúnar stefnir ríkinu vegna skipunar á Landsréttardómara
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstarréttarlögmaður, fetar í fótspor Ástráðs Haraldssonar og stefnir ríkinu fyrir skipan dómara við Landsrétt.
14. júní 2017
Christiano Ronaldo er sagður hafa svikið tæplega 15 milljónir evra undan skatti.
Cristiano Ronaldo ákærður fyrir stórfelld skattsvik
Lionel Messi hefur nú þegar verið dæmdur fyrir skattsvik. Ákæran í hans máli var vegna mun umfangsminni brota heldur en ákæran á hendur Cristiano Ronaldo.
13. júní 2017
Jón Steindór Valdimarsson
Pólitík og skipan dómara við Landsrétt
13. júní 2017
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Stefna Ástráðs gegn íslenska ríkinu birt
Kjarninn birtir stefnu Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu. Hann vill að ákvörðun dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt verði ógild.
12. júní 2017
Jón Steindór Valdimarsson
Tíu staðreyndir um skipan dómara í Landsrétt
Skipan dómara við nýjan Landsrétt er gríðarlega umdeild. Fjallað var ítarlega um málið í nýjasta sjónvarpsþætti Kjarnans. Og hér er yfirlit yfir aðalatriði þess.
12. júní 2017
Stofnandi „eiturlyfja-Ebay“ dæmdur
Aðstandandi netsíðu þar sem fíkniefnaviðskipti fóru fram fékk þungan dóm að lokum. Mál hans vekur upp spurningar.
10. júní 2017
Staðfest að skipan dómara var pólitísk
10. júní 2017
Erna Guðmundsdóttir, Ransý Guðmundsdóttur og Sólveig Guðmundsdóttir
Kerfið sem átti að vernda og verja systur okkar sem þolanda heimilisofbeldis brást
8. júní 2017
VG: Uppnám millidómsstigs er algjört og það er á ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar
Formaður og þingflokksformaður Vinstri grænna segja að svo gæti farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil vegna framgöngu dómsmálaráðherra.
7. júní 2017
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen segir dómaramálið byggt á misskilningi
Dómsmálaráðherra segir að dómnefnd hafi ekki gert upp á milli þeirra sem hún vildi tilnefna sem dómara til Landsrétt. Ráðherrann telur að framvinda málsins muni ekki bitna á trausti til Landsréttar.
6. júní 2017
Rétt að ráðherra fái svigrúm til mats við mönnun heils dómstóls
Formaður Dómarafélags Íslands telur rétt að ráðherra hafi svigrúm til mats í máli eins og Landsréttarmálinu. Annað mál sé hvernig staðið sé að því. Allir sem að málinu koma þurfi að hugsa sinn gang.
3. júní 2017
Sigríður vill endurskoða reglur um veitingu dómaraembætta
Dómsmálaráðherra segir að í ljósi reynslunnar af veitingu dómaraembætta við Landsrétt eigi að endurskoða fyrirkomulagið. Hún segir að ljóst hafi verið frá upphafi að tillaga dómnefndarinnar hlyti ekki brautargengi á Alþingi.
3. júní 2017
Ástráður stefnir ríkinu og dómsmálaráðherra
Ástráður Haraldsson hrl. ætlar að höfða mál vegna þess hvernig staðið var að skipan dómara við Landsrétt.
3. júní 2017
Mikill munur á mati á hæfni umsækjenda - Nákvæm gögn birt
Kjarninn birtir nákvæmt mat á öllum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt. Alþingi hefur þegar samþykkt tillögu dómsmálaráðherra.
2. júní 2017
Dóra Sif Tynes
Að ganga á hurð – Argumentum ad hominem
2. júní 2017
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Telja að þingið hafi brotið lög í kosningu um dómara við Landsrétt
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bíður eftir símtali frá forseta Íslands, sem hann segir síðasta öryggisventilinn í Landsréttarmálinu. Þingmenn Pírata telja að kjósa hefði átt um hvern dómara fyrir sig í þinginu, annað sé lögbrot.
2. júní 2017
Flokkarnir sem gengu á hurð
2. júní 2017
Hæstiréttur vísar Stím-málinu aftur í hérað vegna vanhæfis
Hæstiréttur Íslands hefur ómerkt dóm héraðsdóms í Stím-málinu vegna tengsla héraðsdómara við Glitnismenn. Þetta er þriðja hrunmálið sem þarf að endurtaka vegna vanhæfis.
1. júní 2017
Skipti út héraðsdómara fyrir annan sem var skipaður sama dag
Jón Höskuldsson og Ásmundur Helgason voru skipaðir héraðsdómarar sama daginn, en Jóni var skipt út af dómaralista dómnefndar og Ásmundur settur inn á lista ráðherra. Jón segir enga ástæðu fyrir þessu í skýringum ráðherra.
1. júní 2017
Meirihlutinn styður tillögu dómsmálaráðherra
Eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag var ljóst að meirihluti nefndarmanna styður tillögu dómsmálaráðherra.
31. maí 2017
Þrír á lista Sigríðar með minni dómarareynslu en Eiríkur
Sá sem dómnefnd taldi sjöunda hæfastan til að sitja í Landsrétt náði ekki á tilnefningarlista dómsmálaráðherra yfir þá 15 sem hún vill skipa í embættin. Þrír umsækjendur sem hlutu náð fyrir augum ráðherra eru með minni dómarareynslu en hann.
31. maí 2017
Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður efst á lista
Samkvæmt mati hæfisnefndar um mat á umsækjendum um starf dómara við Landsrétt var einn þeirra sem ráðherra gerir tillögu um í starfið númer 30 hjá nefndinni.
30. maí 2017
Jón Ásgeir segir Grím hafa sýnt af sér „óheiðarleika á hæsta stigi“
Jón Ásgeir Jóhannesson endurtekur yfirlýsingu sína um að yfirlögregluþjónninn Grímur Grímsson sé óheiðarlegur og segir að í Bandaríkjunum geti rannsakendur eins og hann átt „yfir höfði sér fangelsisdóma“.
30. maí 2017
Saksóknari fer fram á þriggja ára dóm yfir Björgólfi
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, er á meðal níu manns sem er ákærður í fjársvikamáli sem er fyrir frönskum dómstólum. Farið er fram á þriggja ára skilorðsbundið fangelsi yfir honum.
26. maí 2017
Jón Ásgeir spyr hver ætli að axla ábyrgð vegna dóms
Jón Ásgeir Jóhannesson segist ánægður með dóm Mannréttindadómstóls Evrópu, og segist velta því fyrir sér hver ætli að axla ábyrgð á því að mannréttindi séu fótum troðin í íslenskum réttarsölum.
18. maí 2017
Ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni. Þeir voru dæmdir tvisvar fyrir sömu brotin.
18. maí 2017
Niels Holck er umdeildur maður.
Eins og að hafa ömmu sem lífvörð
Ofangreind orð eru höfð eftir yfirlögfræðingi mannréttindasamtaka í tilefni þess að ráðherra í Danmörku telur danska sendiráðsmenn á Indlandi geta gætt öryggis Danans Niels Holck sem Indverjar vilja fá framseldan. Saga Niels Holck er reyfarakennd.
14. maí 2017
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Fimm konur og tíu karlar verði dómarar við Landsrétt
Búið er að velja fimmtán einstaklinga sem þykja hæfastir í embætti dómara við Landsrétt, sem tekur til starfa í upphafi næsta árs, en Alþingi þarf að samþykkja skipun þeirra. Fjórir dómarar, prófessorar og borgarlögmaður eru meðal þeirra.
12. maí 2017
Karl Wernerson
Karl Wernersson skýtur lyfjakeðju undan...aftur
Lyf og heilsa er nú skráð í eigu rétt rúmlega tvítugs sonar Karls Wernerssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem faðir hans færir lyfjakeðjuna milli eigenda með hætti sem orkað hefur tvímælis. Það gerði hann líka í kringum hrunið.
7. maí 2017
Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður var einn þeirra sem hlaut dóm í Hæstarétti í málinu.
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi fyrrverandi DV-mönnum í hag í Sigurplastsmáli
Dómstóllinn birti niðurstöðu sína í morgun og þar segir að dómur Hæstaréttar Íslands í Sigurplastsmálinu sé brot á 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu.
4. maí 2017
Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður og einn aðaleiganda Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið.
Fjársvikamál gegn Björgólfi og Landsbanka í Lúxemborg fyrir dómi í París
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, er á meðal níu manns sem er ákærður í fjársvikamáli sem er fyrir frönskum dómstólum. Aðalmeðferð hófst í dag og stendur yfir til 24. maí. Allt að fimm ára fangelsi er við brotunum.
2. maí 2017
Lögbrot að veita rannsóknarnefnd rangar eða villandi upplýsingar
Allt að tveggja ára fangelsi er við því að segja rannsóknarnefnd Alþingis ósatt. Þeir sem hönnuðu „Lundafléttuna“ í kringum aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum könnuðust ekki við hana þegar spurt var út í málið við skýrslutöku.
2. maí 2017
15 milljóna króna sekt Samherja felld úr gildi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á útgerðarfyrirtækið Samherja vegna brota á gjaldeyrislögum. Bankinn þarf að greiða fjórar milljónir í málskostnað.
24. apríl 2017
Fjársvikin voru með því að svíkja fé út úr virðisaukaskattskerfinu með því að falsa uppbyggingu húsa.
Fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra dæmdur fyrir fjársvik
Átta manns dæmdir sekir fyrir að svíkja 278 milljónir króna út úr ríkissjóði í gegnum virðisaukaskattskerfið. Fólkið notaði sýndarfyrirtæki til að svíkja féð út.
11. apríl 2017
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Stjórnsýsla Seðlabankans var „ógagnsæ og óaðgengileg“
Úttekt Lagastofnunar segir að frá setningu gjaldeyrishafta og fram til september 2014 hafi stjórnsýsla Seðlabankans í undanþágumálum verið ógagnsæ og óaðgengileg. Úr þessu hafi verið bætt síðar. Ekki gerðar athugasemdir við málsmeðferð í máli Samherja.
11. apríl 2017
Bessastaðir.
Starfsmaður fær bætur fyrir að hafa verið fastur á Bessastöðum
Umsjónarmaður með forsetabústaðnum var hlunnfarinn um 7,5 milljónir króna í laun að mati héraðsdóms. Hann segist í raun hafa verið fastur á Bessastöðum allan tímann sem hann vann þar.
8. apríl 2017
Dæmdar sekar fyrir að reyna að fjárkúga Sigmund Davíð
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand dæmdar í tólf mánaða fangelsi fyrir fjárkúgun og tilraun til fjárkúgunar. Hluti dómsins er skilorðsbundinn.
7. apríl 2017
Ólafur Ólafsson.
Arion banki: Engar skuldir Samskipa afskrifaðar
Ekkert bendir til þess að tengsl hafi verið hjá félögum Ólafs Ólafssonar við aflandsfélög, sem fóru í gegnum endurskipulagningu og skuldauppgjör eftir hrunið. Þetta kemur fram í svari Arion banka við fyrirspurn Kjarnans.
5. apríl 2017
Engin tilkynning né kæra borist vegna mútutilrauna
Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né forsætisráðuneytið hafa tilkynnt né kært meintar mútutilraunir eða hótanir vogunarsjóða gagnvart fyrrverandi forsætisráðherra til embættis héraðssaksóknara.
28. mars 2017
Heiðar Guðjónsson.
Seðlabankinn og ESÍ sýknuð af milljarða kröfu Heiðars
23. mars 2017
Niðurstaða í Hauck & Aufhäuser-rannsókn væntanleg í lok mánaðar
Samkvæmt upplýsingum Kjarnans er stefnt að því að birta niðurstöður úr rannsókninni 29. mars næstkomandi. Ólafur Ólafsson hefur látið setja upp vef þar sem hann ætlar að birta eigin framsetningu á sögunni um söluna á Búnaðarbankanum.
17. mars 2017
Hæstiréttur braut gegn tjáningarfrelsi ritstjóra
Mannréttindadómstóll Evrópu segir íslenska ríkið hafa brotið gegn tíundu grein Mannréttindasáttmálans með dómi yfir Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar.
16. mars 2017
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Skýrslu um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans var skilað fyrir áramót
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað veita aðgang að skýrslu um stjórnsýsluúttekt sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann á gjaldeyriseftirliti bankans fyrir bankaráð hans. Líklegt þykir að niðurstaðan kalli á frekari rannsókn á eftirlitinu.
14. mars 2017
Málið átti að fara fyrir Hæstarétt á morgun, en af því verður ekki.
Lífsverk fær 835 milljónir í bætur
Tryggingafélagið VÍS var dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu bóta en hafði áfrýjað. Málið átti að koma fyrir Hæstarétt á morgun, en sátt náðist og lífeyrissjóðurinn fær 835 milljóna eingreiðslu.
12. mars 2017
Karl Wernersson.
Wernessynir þurfa að greiða 5,2 milljarða til þrotabús Milestone
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.
8. mars 2017
Svona var hægt að spila á höftin eins og fiðlu...og græða á því
Í ákæru gegn meintum fjársvikara má sjá hvernig hann nýtti sér fjármagnshöftin til að hagnast. Maðurinn bjó til sýndarviðskipti til að koma hundruð milljóna út úr höftunum og kom síðan aftur til baka með peninganna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans.
8. mars 2017
Magnús Þorsteinsson flutti lögheimili sitt til Rússlands vorið 2009. Skömmu síðar var hann úrskurðaður gjaldþrota. Skiptum á búinu er nú lokið.
Tugmilljarða gjaldþrot Magnúsar langt frá því að vera stærsta þrot einstaklings
Samþykktar kröfur í bú Magnúsar Þorsteinssonar, sem einu sinni átti banka á Íslandi, nema 24,5 milljörðum króna. Tveir aðrir einstaklingar sem voru umsvifamiklir í bankarekstri fyrir hrun fóru í mun stærra persónulegt þrot en Magnús.
7. mars 2017
Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.
Samherji vill fá afhentar upplýsingar úr skýrslu Lagastofnunar
Tekist er á um aðgengi að upplýsingum um rannsóknir og aðgerðir gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands gagnvart Samherja.
7. mars 2017
FME segir engar upplýsingar um leka í Borgunarmáli
Fjármálaeftirlitið gerir athugasemd við frétt Morgunblaðsins um upplýsingaleka í Borgunarmáli og segir að fyrir liggi að héraðssaksóknari hafi upplýst fjölmiðla um málið.
6. mars 2017
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir kominn með prókúru í eiganda 365
Jón Ásgeir Jóhannesson er kominn með prókúru í félagi sem á öll B-hlutabréf í 365 miðlum. Félagið er eigu stærsta eiganda fjölmiðlarisans, félags sem skráð er í Lúxemborg. Kaup Vodafone á hluta af 365 eru enn ófrágengin.
6. mars 2017
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan ætlar að funda með Íslandsbanka vegna Borgunar
Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Borgun hafi ekki uppfyllt kröfur laga um aðgerðir gegn peningaþvætti. Málinu hefur einnig verið vísað til héraðssaksóknara. Bankasýsla ríkisins ætlar að funda með Íslandsbanka vegna málsins.
3. mars 2017
Fyrrverandi þingmaður, héraðsdómarar og prófessorar sækja um embætti við Landsrétt
14 karlar og 23 konur sóttu um dómaraembætti.
2. mars 2017
Íslenska ríkið hagnast á klámi
1. mars 2017
Segir valdahóp dómskerfisins hafa komið Hönnu Birnu frá
Fyrrverandi hæstaréttardómari segir valdahóp innan íslenska dómskerfisins hafa brugðist við skipun „utankerfisnefndar“ með því að koma Hönnu Birnu Kristjánsdóttur úr starfi innanríkisráðherra með tylliástæðum sem hafi dugað.
28. febrúar 2017
Mál Borgunar til héraðssaksóknara – Grunur um refsiverða háttsemi
FME vísaði í gær máli Borgunar til héraðssaksóknara. Grunur leikur á um að fyrirtækið hafi vanrækt að sinna kröfum um aðgerðir gegn peningaþvætti, sem er refsivert.
28. febrúar 2017
Hafi bendlað Sævar og Kristján Viðar við hvarfið til að sleppa sjálfur úr fangelsi
Vitni sagði fyrrum sambýlismann sinn hafa samið við lögreglu um að bendla Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson við hvarfið á Guðmundi Einarssyni gegn því að sleppa sjálfur úr fangelsi. Hann hafi borið ábyrgð á hvarfinu sjálfur.
24. febrúar 2017
Endurupptaka í Guðmundar- og Geirfinnsmáli heimiluð
Endurupptökunefnd hefur úrskurðað að heimilað sé að taka upp öll dómsmál sem tengdust hvarfi og morði á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni. Hins vegar var ekki fallist á að taka upp mál Erlu Bolladóttur og aðra dóma um rangar sakargiftir.
24. febrúar 2017
Heimila að mál Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars verði tekin upp að nýju
24. febrúar 2017
Segir „þungbært“ að sjá brot á mannréttindum
Lögmaður Magnúsar Guðmundssonar fagnar niðurstöðu Hæstaréttar, en Marple-málið svokallaða verður tekið fyrir aftur í héraði.
24. febrúar 2017
Skúli Þorvaldsson, einn sakborninganna.
Vanhæfur vegna tals um „bankabófa“ og deilinga á samfélagsmiðlum
Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði, talaði um bankabófa í videobloggi árið 2011 og það er meðal annars grundvöllur þess að Hæstiréttur dæmdi hann vanhæfan sem meðdómara í Marple-málinu.
23. febrúar 2017
Marple-málinu vísað aftur í hérað vegna vanhæfis meðdómara
23. febrúar 2017
Rannsakendur frá Lúxemborg yfirheyrðu menn á Íslandi
Lögregluyfirvöld í Lúxemborg sendu þrjá menn hingað til lands í lok desember vegna Lindsor-málsins svokallaða. Þeir yfirheyrðu Íslendinga sem tengjast málinu. Það snýst um lán sem Kaupþing veitti sama dag og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland.
17. febrúar 2017
Þrettán af nítján hjá kærunefnd útlendingamála láta af störfum
Þrettán af nítján starfsmönnum kærunefndar útlendingamála láta af störfum í lok mars ef ekkert breytist, þar sem fjárheimildir nefndarinnar hafa verið skertar. Formaður kærunefndarinnar segir 140 milljónir vanta upp á.
14. febrúar 2017
Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari
Enn á huldu hvaðan gögn um dómara við Hæstarétt komu
Íslandsbanki og Fjármálaeftirlitið hafa bæði kært leka á gögnum um viðskipti dómara við Hæstarétt við Glitni til héraðssaksóknara. Þar stendur rannsókn yfir. Gögnin voru á sínum tíma boðin völdum aðilum til sölu.
13. febrúar 2017
Róbert Wessmann sýknaður af kröfu Björgólfs Thors
9. febrúar 2017
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tekist á um Trump-bannið – „Forsetinn er ekki hafinn yfir lögin“
Í ítarlegri greinargerð Washington ríkisins segir að komubann Bandaríkjaforseta á íbúa sjö múslimaríkja sé stjórnarskrárbrot og fari auk þess gegn hagsmunum Bandaríkjanna.
8. febrúar 2017
15 hrunmálum lokið og 20 enn eftir
Ekki sér fyrir endann á meðferð hrun mála fyrir dómstólum ennþá.
7. febrúar 2017
Trump kærir til áfrýjunardómstóls – Hafnað umsvifalaust
Komubann Trumps Bandaríkjaforseta var fellt úr gildi með dómi alríkisdómstóls í Washington ríki. Niðurstöðunni hefur nú verið áfrýjað til áfrýjunardómstóls.
5. febrúar 2017
110,5 milljóna króna gjaldmiðlaviðskipti inn á borði dómstóla
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Inga Gíslasyni fer fram 1. júní næstkomandi. Í ákæran er hann sakaður um meiri háttar brot í tengslum við framvirka gjaldmiðlasamninga á árunum 2007 og 2008.
31. janúar 2017
Jun Þór Morikawa
„Bréf til þingmanna - morðmál Birnu Brjánsdóttur“
30. janúar 2017
Ólafur Ólafsson fær að bera höfnun á endurupptöku undir dómstóla
26. janúar 2017
Fjórum fréttamönnum fréttastofu 365 miðla hefur verið stefnt vegna fréttaflutnings af Hlíðamálinu svokallaða.
Fréttamönnum 365 stefnt vegna umfjöllunar um Hlíðamálið
21. janúar 2017
Ólafur verður að bera vitni í Hauck&Aufhäuser-rannsókn
18. janúar 2017
Ólafur Ólafsson var einn þeirra sem hlaut dóm í Al Thani-málinu.
Sakborningar í Al Thani upplýsa MDE um fjármálaumsvif dómara
9. janúar 2017
Mál á hendur Öldu Hrönn fellt niður
21. desember 2016
Enginn leki úr Íslandsbanka í dómaramálinu – vilja opinbera rannsókn
16. desember 2016
Nefnd um dómarastörf fundað tólf sinnum á tveimur árum
9. desember 2016
Okkar ógeðslega þjóðfélag
9. desember 2016
Jón Steinar segir blasa við að Markús hafi verið vanhæfur í hrunmálum
7. desember 2016
Arnar Þór Jónsson og Katrín Oddsdóttir.
Valdbeiting „fjórða valdsins“
7. desember 2016
Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari við þingsetningu í dag.
Formaður slitastjórnar Glitnis hafði aldrei séð Markúsar-gögnin
6. desember 2016
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru tilgreindir í kærum sem lagðar hafa verið fram gegn stjórnendum Seðlabanka Íslands.
Aserta-menn kæra – Vilja láta rannsaka Má og fleiri toppa í Seðlabankanum
5. desember 2016
Sushi Samba má ekki heita Sushi Samba
1. desember 2016
Þorsteinn Már Baldvinsson telur yfirmenn í Seðlabankanum hafa brotið á sér.
Kærir toppa í Seðlabankanum vegna gjaldeyrismálsins
30. nóvember 2016
Ábyrgð á ábyrgð
28. nóvember 2016
Lárus Welding sakfelldur í Aurum málinu en Jón Ásgeir sýknaður
24. nóvember 2016
Fyrstu úrsagnir úr Alþjóða sakamáladómstólnum í Haag
Rússland hefur ákveðið að hætta að styðja Alþjóða sakamáladómstólinn í Haag. Áður höfðu Suður-Afríka, Gambía og Búrúndi gert slíkt hið sama á þessu ári. Er að fjara undan tilverugrundvelli dómstólsins?
20. nóvember 2016
Systurnar játa að hluta
14. nóvember 2016
Sigurður Einarsson sakar Bjarna um tvískinnung
14. nóvember 2016
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
46 skattaundanskotum vísað til saksóknara
13. nóvember 2016
Sendu líka fjárkúgunarbréf til aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs
5. nóvember 2016
Geirmundur sýknaður í SpKef-máli
4. nóvember 2016
Systur ákærðar í fjárkúgunarmáli gegn forsætisráðherra
3. nóvember 2016
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Ekki með upplýsingar um að fleiri trúnaðarbrot hafi verið framin
Strangar reglur gilda í Seðlabankanum um meðferð trúnaðarupplýsinga. Bankinn hefur ekki upplýsingar um að fleiri lykilstarfsmenn en Sturla Pálsson hafi brotið trúnað. Hann vill takmarkað tjá sig um mál Sturlu.
21. október 2016
Trúnaðarbrot lykilmanns í Seðlabankanum var fyrnt
Sturla Pálsson viðurkenndi við yfirheyrslur árið 2012 að hann hefði brotið trúnað. Samkvæmt lögum fyrnast slík brot á tveimur árum. Brot Sturlu var framið 2008 og fyrndist því árið 2010.
20. október 2016
Af hverju erum við ekki öll meira eins og Hannes Smárason?
19. október 2016
Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra sem ákærður er í Aurum-málinu.
Aðalmeðferð í Aurum-málinu hafin...aftur
Aðalmeðferð í Aurum málinu, þar sem fjórir menn eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar, hófst í morgun í annað sinn. Hæstiréttur ógilti sýknudóm í fyrra vegna efa um óhlutdrægni dómara.
19. október 2016
Alda Hrönn með stöðu sakbornings
18. október 2016
Ólafur Ólafsson stefnir íslenska ríkinu og ríkissaksóknara
16. október 2016
Einu frægasta fyrirhrunsmálinu lokið með klúðri
Hæstiréttur felldi í gær niður mál sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni í hinu svokallaða Sterling-máli vegna klúðurs. Saksóknari skilaði ekki greinargerð í tíma. Málið var mikið fréttamál og langan tíma hefur tekið að púsla saman brotum þess.
14. október 2016
Mál gegn Hannesi Smárasyni fellt niður vegna klúðurs
13. október 2016
Lögmenn dæmdra í markaðsmisnotkunarmáli fá yfir 300 milljónir króna
Sléttum átta árum frá því neyðarlög voru sett var kveðinn upp dómur í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Allir níu ákærðu voru sakfelldir.
7. október 2016
Hæstiréttur sakfelldi alla í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings
6. október 2016
Hreiðar Már ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik
27. september 2016
Ekki hægt að opna neyðarbrautina aftur án skaðabóta
22. september 2016
Formaður og varaformaður fjárlaganefndar, sem kynntu skýrsluna um einkavæðingu bankanna hinna síðari fyrir viku síðan.
Mögulegt að skýrsla Vigdísar og Guðlaugs fari fyrir dómstóla
Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir mjög grófar ærumeiðingar í skýrslu meirihluta fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna. Það sé grafalvarlegt að skýrslan sé stimpluð Alþingi og til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla.
19. september 2016
Fyrrverandi dómari ásakar sérstakan um vanhæfni eða óheiðarleika
10. september 2016
Hæstiréttur segir dómara ekki vanhæfa í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings
7. september 2016
Örlítil sneið til lögmanna
25. ágúst 2016
Íslendingar voru stórtækir í því að geyma peninga í félögum með heimilisfesti í þekktum skattaskjólum. Einna vinsælastar voru Bresku Jómfrúareyjarnar.
Íslendingar í skattaskjólsgögnum sem eru fluttir úr landi ekki rannsakaðir
18. ágúst 2016
Bankamenn „dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi“
Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, segir mann sinn saklausan en samfélagið hafi þurft útrás fyrir reiði sína og því hafi hann og aðrir verið dæmdir í fangelsi.
10. ágúst 2016
Saksóknari hafnar öllum ásökunum Hreiðars Más
8. ágúst 2016
Hreiðar Már Sigurðsson var bankastjóri Kaupþings banka á árunum 2003 til 2008.
Vill lögreglurannsókn á starfsháttum saksóknarans
Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fer fram á lögreglurannsókn á starfsmönnum Sérstaks saksóknara. Hann telur embættið hafa leynt mikilvægum sönnunargögnum sem hefðu hugsanlega geta leitt til sýknu hans í tveimur dómsmálum.
7. ágúst 2016
Sigríður Björk Guðjónsdóttir vill ekki tjá sig um stefnuna á hendur ríkinu.
Stefnir ríkinu vegna saknæmrar hegðunar lögreglustjóra
Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar hefur stefnt ríkinu á grundvelli saknæmar og ólögmætar tilfærslu sinnar í starfi. Í stefnunni segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi beitt hana ítrekuðu einelti. Lögreglustjóri neitar að tjá sig.
22. júlí 2016
Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, er eigandi Stillu sem er minnihlutaeigandi í Vinnslustöðinni.
Fara fram á að ráðuneytið láti rannsaka Vinnslustöðina
14. júlí 2016
Netflix stærsti fjárfestirinn í heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið
9. júlí 2016