200 færslur fundust merktar „flugmál“

PLAY að ráðast í hlutafjáraukningu sem átti alls ekki að ráðast í fyrir nokkrum mánuðum
Stærstu hluthafar PLAY eru að leggja félaginu til 2,3 milljarða króna. Í mars sögðu stjórnendur að engin hlutafjáraukning væri áformuð og að rekstrarafkoman á seinni hluta 2022 yrði jákvæð. Hvorugt gekk eftir.
4. nóvember 2022
Icelandair Group hagnaðist um 7,7 milljarða króna á þremur mánuðum
Eftir gríðarlegan taprekstur frá árinu 2018 hefur orðið viðsnúningur hjá Icelandair. Félagið hefur sýnt hagnað upp á 1,6 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og tvöfaldaði farþegafjölda sinn á þriðja ársfjórðungi milli ára.
20. október 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi: Ekki unnt að fallast á fyrirhugaða byggð í Skerjafirði að óbreyttu
Innviðaráðherra segir að hann muni ekki fallast á að farið verði í uppbyggingu á næstum sjö hundruð íbúða hverfi í Nýja-Skerjafirði án þess að það verði tryggð að hún hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.
13. september 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Ekki alveg svona einfalt...
9. september 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri dróg fram nýlega skýrslu Jarðvísindastofnunar HÍ, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Voga, í umræðum um framtíð Reykjavíkurflugvallar í vikunni.
Dagur: Hvassahraun virðist „ein öruggasta staðsetningin“ fyrir innviði á Reykjanesskaga
Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum, yrði mögulegt flugvallarstæði í Hvassahrauni í hverfandi hættu vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga.
8. september 2022
PLAY tapaði 3,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins
Flugfélagið Play hefur tapað 6,5 milljörðum króna frá byrjun síðasta árs. Starfsemin komst fyrst í fullan rekstur í júlí og félagið spáir þvi að það sýni jákvæða rekstrarafkomu á síðari hluta yfirstandandi árs.
22. ágúst 2022
Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, síðar á kjörtímabilinu.
Vill skoða aðra kosti í skýrslu Rögnunefndar ef Hvassahraun þykir ófýsilegt
Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að ef svo fari að hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni verði slegnar út af borðinu myndi hann strax vilja ráðast í vinnu við að skoða aðra flugvallarkosti sem fjallað var um í skýrslu Rögnunefndarinnar.
5. ágúst 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Innanlandsflugið: Nútíma lausnir?
9. júní 2022
Markaðsvirði Icelandair Group lækkað um 30 milljarða á innan við mánuði
Stríðið í Úkraínu hefur orsakað gríðarlegar hækkanir á eldsneytisverði. Flugfélög finna verulega fyrir því enda hefur verðið á þotueldsneyti hækkað um tugi prósenta á nokkrum dögum.
9. mars 2022
Gildi mun greiða atkvæði gegn tillögu um milljarða bónuskerfi hjá Icelandair Group
Einn stærsti hluthafi Icelandair Group telur tillögu stjórnar félagsins um uppsetningu nýs hvatakerfis, sem er ætlað að halda lykilstarfsfólki, of umfangsmikla. Hann mun kjósa gegn tillögunni.
2. mars 2022
Icelandair Group hefur gengið í gegnum mikinn ólgusjó á síðustu árum.
Kostnaður við greiðslur til stjórnarmanna Icelandair Group jókst um þriðjung milli ára
Icelandair Group tapaði 13,7 milljörðum króna í fyrra og hefur alls tapað næstum 80 milljörðum króna á fjórum árum. Kostnaður við stjórn félagsins jókst hinsvegar um 11,3 milljónir króna á síðasta ári.
9. febrúar 2022
Laun forstjóra Icelandair hækkuðu um næstum helming milli ára þrátt fyrir yfir 13 milljarða tap
Þrátt fyrir að Icelandair Group hafi tapað 13,7 milljörðum króna í fyrra hækkuðu laun forstjóra félagsins um næstum helming á árinu. Icelandair Group hefur fengið milljarða úr opinberum sjóðum til að koma sér í gegnum faraldurinn.
8. febrúar 2022
Áttföld eftirspurn eftir bréfum í Play
Hlutafjárútboði Play sem hófst í gærmorgun lauk klukkan 16 í dag. Alls bárust áskriftir fyrir hlutum fyrir 33,8 milljarða króna, eða margfalt umfram það sem var til sölu.
25. júní 2021
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Icelandair í hlutafjáraukningu í annað sinn á innan við ári
Icelandair Group ætlar að sækja sér átta milljarða króna í viðbót með því að selja nýtt hlutafé til bandarísks fjárfestingasjóðs. Félagið sótti sér síðast nýtt hlutafé í september í fyrra. Tap Icelandair á árinu 2020 var 51 milljarður króna.
24. júní 2021
Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play, Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, og María Rúnarsdóttir, stjórnarmaður í Play.
Stjórnarformaður, forstjóri og stjórnarmaður í Play til rannsóknar hjá yfirvöldum
Tveir af fimm stjórnarmönnum Play eru til rannsóknar hjá yfirvöldum hérlendis. Það er forstjóri flugfélagsins líka. Grunur er um að Play hafi hagnýtt sér af­ritaðar flug­rekstrar­hand­bækur WOW air við umsókn um flugrekstrarleyfi.
22. júní 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
21. apríl 2021
Hefði átt að afturkalla flugrekstrarleyfi WOW air í maí 2018
WOW air átti ekki fé til að standa við skuldbindingar sínar í maí 2018. Stjórnvöld efuðust verulega um getu Samgöngustofu til að sinna fjárhagseftirliti með flugfélaginu. Það virtist skorta á þekkingu til að vinna úr upplýsingum um fjárhagsstöðu WOW air.
16. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
14. apríl 2021
Boeing 737 MAX-vélarnar voru kyrrsettar um heim allan í nærri tvö ár.
Tæpur helmingur Íslendinga segist viss um öryggi MAX-vélanna
Um það bil einn af hverjum fimm Íslendingum telur óöruggara að fljúga með Boeing 737 MAX en öðrum farþegaþotum. Það er svipað hlutfall og sagðist í könnun í Bandaríkjunum árið 2019 ekki ætla að fljúga með þotunum um leið og kyrrsetningu yrði aflétt.
11. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
4. mars 2021
Þotuhreyflar sem keyrðir eru á fullu afli í flugtaki mynda mikinn sogkraft og geta sogað að sér hluti sem liggja á brautinni. Og flugbrautarljósin sjálf, ef ekki er tryggilega gengið frá þeim.
Hvað vissi ráðherrann?
Danskir þingmenn vilja fá að vita hvort samgönguráðherra landsins hafi haustið 2019 sagt þinginu allt sem hann vissi um öryggismál á Kastrup flugvelli. Málið snýst um biluð flugbrautarljós sem hefðu getað valdið stórslysi.
21. febrúar 2021
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna á árinu 2020
Icelandair átti 29,7 milljarða króna í eigið fé í lok síðasta árs. Tap félagsins á árinu 2020 var gríðarlegt, enda dróst farþegafjöldi saman um 83 prósent milli ára. Forstjórinn segir óvissu enn vera verulega.
8. febrúar 2021
Samdráttur í flugi meginástæða þess að losun íslenska hagkerfisins minnkar hratt
Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenska hagkerfinu dróst verulega saman í fyrra. Það var annað árið í röð sem það gerist. Stærst ástæðan: samdráttur í umfangi flugs á vegum íslenskra flugfélaga.
8. febrúar 2021
Árni Stefán Árnason
Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks
21. október 2020
Boeing 757-200 vél frá Icelandair.
Kaupandinn að vélum Icelandair íslenskt félag fyrir hönd bandarísks fjárfestingasjóðs
Íslenskt félag sem sérhæfir sig í að kaupa, selja og leigja út flugvélar hefur samþykkt að kaupa þrjár Boeing 757 vélar, framleiddar 1994 og 2000, af flugfélaginu. Vélarnar voru veðsettar kröfuhafa Icelandair.
8. október 2020
Tíu staðreyndir um niðurstöðu hlutafjárútboðs Icelandair
Icelandair Group lauk hlutafjárútboði sínu í síðustu viku. Umframeftirspurn var eftir nýjum hlutum í félaginu og því tókst Icelandair Group að ná markmiði sínu, að safna 23 milljörðum króna í nýju hlutafé.
22. september 2020
Tíu staðreyndir um hlutafjárútboð Icelandair
Í dag hefst hlutafjárútboð Icelandair Group. Það er síðasti liðurinn í langdregnum björgunarleiðangri félagsins. Á morgun kemur svo í ljós hvort að hann hafi lukkast eða ekki.
16. september 2020
Tekur minna en mánuð að hefja flugrekstur PLAY
Forstjóri og eigandi PLAY segja að þeir séu ekki að stefna á heimsyfirráð en búast við því að félagið nái stærri markaðshlutdeild en WOW air náði á fyrstu árum sinnar starfsemi.
14. september 2020
Hönd Icelandair fer sífellt dýpra ofan í vasa almennings
Á síðustu metrunum fyrir hlutafjárútboð Icelandair Group bættist ýmislegt við úr hendi opinberra aðila sem ætlað er að hjálpa samstæðunni að lifa af. Framlag almennings, beint og óbeint, í formi lána og mögulegra hlutabréfakaupa, hleypur á tugum milljarða
10. september 2020
Bæði ASÍ og Neytendasamtökin hafa skilað inn umsögn vegna ríkisábyrgðar á láni til Icelandair og vilja að hún verði skilyrt. Drífa Snædal er forseti ASÍ og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakana.
Icelandair „geri hreint fyrir sínum dyrum gagnvart almenningi“ áður en ábyrgð er veitt
Hundruð farþega Icelandair Group sem hafa ekki fengið endurgreitt niðurfelld flug hafa leitað til Neytendasamtakana vegna þessa. Þau vilja að ríkisábyrgð á lánum til félagsins verði skilyrt endurgreiðslu til þeirra.
31. ágúst 2020
Arnar Már Magnússon,. forstjóri Play.
Play segir vísbendingar um að skuldsetning Icelandair sé þegar orðin ósjálfbær
Forstjóri flugfélagsins Play telur að áform um fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair Group, sem nýlega voru gerð opinber, séu óraunsæ. Þetta kemur fram í umsögn hans um væntanlega ríkisábyrgð á lánum til Icelandair.
31. ágúst 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Verið að reyna að matreiða einhverja vitleysu ofan í almenning“
Formaður VR telur stjórnendur Icelandair algjörlega óhæfa. Hann vill frekar að ríkið taki félagið yfir en að veita því ábyrgð.
28. ágúst 2020
ESA samþykkir ríkisábyrgð fyrir Icelandair – Gæti þurft að skila hluta af stuðningnum
Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið grænt ljós á ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair. Á næsta ári á Ísland að gera úttekt á tjóni félagsins vegna COVID-19 og ef ríkisstuðningurinn reynist hærri en tjónið á félagið að skila mismuninum.
27. ágúst 2020
Icelandair Group- samstæðan samanstendur af nokkrum fyrirtækjum.
Ríkisábyrgð Icelandair verður beintengd við tap vegna flugreksturs
Stjórnvöld segja að hugað hafi verið sérstaklega að því að ríkisábyrgð á láni til Icelandair Group, sem á fjölda dótturfélaga, samrýmist reglum um ríkisaðstoð, enda eigi ráðstafanir hins opinbera ekki að fela í sér ótilhlýðilega röskun á samkeppni.
25. ágúst 2020
Icelandair á allt sitt undir því að fá fjármuni frá íslenskum almenningi
Icelandair hefur fengið há ríkisbankalán, milljarða króna í hlutabætur, enn fleiri milljarða í uppsagnarstyrki, gert samgöngusamninga við stjórnvöld og fengið milljarða lán frá viðskiptavinum vegna ferða sem hafa ekki verið flognar.
22. ágúst 2020
Icelandair segist spara sér 61 milljarð með samningum við kröfuhafa
Icelandair hefur birt innihald þeirra samninga sem félagið hefur gert við kröfuhafa og aðra hagaðila. Langmestu munar um samning við Boeing um að losna undan kaupskyldu á flugvélum og afslátt sem fæst á þeim vélum sem Icelandair mun samt þurfa að kaupa.
19. ágúst 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair lækkað um 42 prósent í morgun – Verðið nú við vænt útboðsgengi
Virði hlutabréfa í Icelandair hefur hríðfallið í morgun í kjölfar þess að félagið opinberaði að það ætlaði sér að selja nýtt hlutafé á eina krónu á hlut, eða langt undir gengi sínu við lok dags í gær.
18. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
11. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
7. ágúst 2020
Icelandair búið að semja við suma kröfuhafa og segir viðræður vel á veg komnar við aðra
Icelandair segir í tilkynningu að félagið hafi undirritað samninga við flesta kröfuhafa sína og náð samkomulagi í meginatriðum við aðra. Samningarnir eru háðir því að Icelandair nái að afla nýs hlutafjár og geri samning um lánalínu með ríkisábyrgð.
1. ágúst 2020
Uppsagnarfrestur um 700 flugfreyja og -þjóna klárast um mánaðamótin
Um 170 flugfreyjur og -þjónar fá endurráðningu hjá Icelandair og verða um 200 í stéttinni að störfum fyrir félagið í ágúst og september. Vegna mikillar óvissu er ekki hægt að segja til um hvort fleiri verða ráðin á næstu vikum.
28. júlí 2020
Icelandair tapaði 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi
Kostnaður vegna kórónuveirunnar er metinn á 30 milljarða króna í bókum Icelandair.
27. júlí 2020
Ögurstund hjá Icelandair nálgast
Icelandair Group á að vera búið að ljúka gerð samkomulags við lánveitendur, leigusala, íslenska ríkið og Boeing um fjárhagslega endurskipulagningu sína fyrir lok dags í dag. Ljúka þarf öllum þeim skrefum til að hægt sé að fara í hlutafjárútboð.
29. júní 2020
Frá undirskrift samningsins í nótt.
Flugfreyjufélagið og Icelandair búin að skrifa undir kjarasamning
Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair undirrituðu í nótt kjarasamning sem gildir til loka september 2025. Nú eru allar lykilstéttir starfsmanna Icelandair búnar að semja. Framundan er hlutafjárútboð þar sem Icelandair reynir að sækja hátt í 30 milljarða.
25. júní 2020
Icelandair Group ætlar í hlutafjárútboð í lok þessa mánaðar og stefnir að því að safna allt að 29 milljörðum króna.
Ekki skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði að leggja mikið undir í íslensku flugfélagi
Beinast liggur við að sækja nýtt hlutafé í Icelandair til útlanda að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunnar HÍ. Ekki sé víst að Icelandair hætti rekstri þótt það fari í þrot. Lánardrottnar gætu samið við fyrri stjórnendur um að halda rekstrinum áfram.
8. júní 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
26. maí 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Flugfreyjufélagið hafnar lokatilboði Icelandair
Forstjóri Icelandair segir það mikil vonbrigði að tilboði félagsins hafi verið hafnað. Nýr kjarasamningur er talin forsenda þess að hægt verði að ná í nýtt hlutafé inn í Icelandair.
20. maí 2020
Bogi Nils Bogason ræddi við starfsmenn Icelandair um stöðu mála á fjarfundi kl. 15 í dag.
Laun flugmanna 30 prósent af heildarlaunakostnaði Icelandair
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði á starfsmannafundi félagsins í dag að launakostnaður flugmanna væri um 30 prósent af heildarlaunakostnaði félagsins. Icelandair vill fá meira vinnuframlag frá flugstéttunum.
12. maí 2020
Farþegum Icelandair í apríl fækkaði úr 318 þúsund í 1.700 milli ára
Millilandaflug Icelandair lagðist nánast af í síðasta mánuði og gríðarlegur samdráttur var einnig í innanlandsflugi. Fraktflutningar drógust hins vegar minna saman.
6. maí 2020
Bolli Héðinsson
Starfsmenn Icelandair ráða miklu um framtíð þess
6. maí 2020
Almenningur þarf að koma Icelandair aftur í loftið
Algjör óvissa er um það hvenær Icelandair getur hafið eðlilega starfsemi að nýju. En engin óvissa er um að félagið þarf mikla fjárhagslega fyrirgreiðslu í nánustu framtíð ef það á að lifa af. Sú fyrirgreiðsla verður að uppistöðu að koma úr tveimur vösum.
5. maí 2020
Virði Icelandair að fara undir tíu milljarða en tapið á þremur mánuðum var 31 milljarðar
Icelandair tapaði rúmlega tvisvar sinnum hærri fjárhæð á fyrstu þremur mánuðum ársins en félagið gerði samanlagt á árunum 2018 og 2019.
4. maí 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Rekstrartap Icelandair var 26,8 milljarðar króna frá áramótum og út mars
Lausafjárstaða Icelandair Group er ekki komin undir þau viðmið sem félagið vinnur eftir, en fer þangað bráðum. Útflæði fjármagns hjá félaginu minnkar um 1,7 milljarða króna á næstu þremur mánuðum eftir að það rak stóran hluta starfsfólks.
1. maí 2020
Núverandi hluthafar Icelandair þynnast niður í 15,3 prósent eign
Icelandair Group ætlar að sækja rúma 29 milljarða króna í nýtt hlutafé í júní. Gangi það eftir mun íslenska ríkið kanna möguleikann á því að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð lána. Lánveitendur verða hvattir til að breyta skuldum í hlutafé.
30. apríl 2020
Rikisstjórnin samþykkir að skoða lánalínu til Icelandair
Ríkið mun eiga samtal um lánalínu til Icelandair Group ef fullnægjandi árangur næst í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.
30. apríl 2020
Nær engir ferðamenn koma lengur til landsins.
30 manns sagt upp í Fríhöfninni og hundrað manns boðið lægra starfshlutfall
Tekjur Fríhafnarinnar hafa dregist saman um 98 prósent vegna faraldursins. 130 af alls 169 starfsmönnum hefur verið sagt upp eða boðið lægra starfshlutfall.
29. apríl 2020
Búist við því að nokkur þúsund manns missi vinnuna hjá Icelandair
Formaður FÍA segir að viðbúið sé að um 90 prósent starfsmanna Icelandair verði sagt upp í vikunni. Í fyrra störfuðu 4.715 að meðaltali hjá félaginu. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir vill að ríkið taki þátt í að fjármagna uppsagnarfresti.
27. apríl 2020
Icelandair hrynur í verði og stærsti eigandinn selur
Staða Icelandair, sem nú flýgur um fimm prósent af boðaðri flugáætlun, heldur áfram að versna á hverjum degi. Framundan er hlutafjáraukning þar sem félagið ætlar að sækja fé til núverandi hluthafa. Virði bréfa félagsins nálgast nú sögulegt lágmark.
24. apríl 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair boðar frekari uppsagnir
Forstjóri Icelandair segir að félagið þurfi að aðlaga starfsemi sína að þeim veruleika sem blasir við.
22. apríl 2020
Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varaþingmaður Miðflokksins.
Segja laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en gengur og gerist
FÍA hafnar því að laun flugmanna Icelandair séu ekki sambærileg því sem gengur og gerist hjá öðrum flugfélögum. Þrýst er á þá að lækka laun flugmanna í þeim aðgerðum sem nú standa yfir til að reyna að bjarga félaginu.
18. apríl 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair ætlar í hlutafjárútboð til að bjarga sér til framtíðar
Icelandair flýgur nú tíu prósent af flugáætlun sinni og ætlar að sækja nýtt hlutafé til hluthafa sinna í nánustu framtíð.
17. apríl 2020
2020 fram að kórónufaraldri: Icelandair rær lífróður
Áföllin sem dunið hafa á Icelandair á undanförnum árum eru af ýmsum toga. Sum vegna rangra ákvarðana en önnur eru vegna ytri aðstæðna sem félagið getur lítið eða ekkert gert við.
10. apríl 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Kvika og ríkisbankarnir eiga að finna leiðir til að styrkja fjárhag Icelandair
Lausafjárstaða Icelandair mun að óbreyttu fara undir lausafjárviðmið sem félagið starfar eftir í nánustu framtíð. Félagið flýgur nú tíu prósent af áætlun sinni og þegar hefur verið gert ráð fyrir fjórðungssamdrætti í sumar.
6. apríl 2020
Norwegian aflýsir 85 prósent allra fluga og segir mögulega upp þúsundum
Norska lágfargjaldarflugfélagið sem flýgur meðal annars til Íslands hefur gripið til stórtækra aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og áhrifa þess á flugsamgöngur.
16. mars 2020
Icelandair vinnur með stéttarfélögum að því að lækka launakostnað
Á síðustu dögum hefur dregið úr flugframboði hjá Icelandair um 30 prósent og félagið gerir ráð fyrir því að flugframboð yfir háannartíma muni að minnsta kosti dragast saman um fjórðung.
15. mars 2020
Kauphöllin breytir viðmiðum fyrir sveifluverði fyrir Icelandair
Bréf í Icelandair hafa verið í frjálsu falli í morgun. Kauphöllin hefur gripið til frekari aðgerða vegna þessa.
12. mars 2020
Icelandair fellur um 22 prósent í fyrstu viðskiptum
Ferðabannið sem Bandaríkin settu á í nótt hefur gríðarleg áhrif á markaðsvirði Icelandair. Það hrundi við opnun markaða.
12. mars 2020
Virði Icelandair undir 30 milljarða í fyrsta sinn í átta ár
Áföllin sem dunið hafa á Icelandair á undanförnum árum eru af ýmsum toga. Sum vegna rangra ákvarðana en önnur eru vegna ytri aðstæðna sem félagið getur lítið eða ekkert gert við.
9. mars 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
22. janúar 2020
Dennis A. Muilenberg.
Brottrekinn forstjóri Boeing fær 7,7 milljarða
Fyrrverandi forstjóri Boeing mun ekki fara tómhentur frá borði, þrátt fyrir að hafa verið rekinn vegna mikils vandræðagangs fyrirtækisins. Nýi forstjórinn fær hátt í milljarð króna í bónus takist honum að koma 737 Max vélunum aftur í loftið.
11. janúar 2020
Michelle Roosevelt Edwards, einnig þekktsem Michelle Bellerin.
Segir að WOW air fari aftur í loftið innan fárra vikna
Michelle Roosevelt Edwards, sem keypti WOW air vörumerkið í fyrra, boðar flugtak á árinu 2020.
8. janúar 2020
Icelandair gengur frá 3,7 milljarða króna fjármögnun
Icelandair hefur tekið annað lán hjá bandaríska bankanum CIT Bank en alls hefur bankinn lánað félaginu um 8 milljarða króna í þessum mánuði.
31. desember 2019
Árið 2019: Þegar WOW air fór á hausinn
WOW air og forstjóri þess flugu hátt um nokkurra ára skeið og ætluðu sér að verða heimsmeistarar í flugrekstri. Draumurinn brotlenti harkalega í lok mars 2019 þegar flugfélagið fjólubláa fór í þrot, með þrjár milljónir króna inni á reikningum sínum.
27. desember 2019
Icelandair reiknar ekki með Max vélunum fyrr en í maí
Fyrri tilkynningar höfðu gert ráð fyrir að hinar kyrrsettu vélar frá Boeing gætu komist í loftið í mars á næsta ári. Flugvélarnar hafa verið kyrr­settar um allan heim frá því í lok mars vegna tveggja flugslysa,
17. desember 2019
Play flýgur meðal annars til Alicante og London til að byrja með
Þegar Play fer í loftið mun flugfélagið fljúga til sex borga í Evrópu. Áfangastöðum mun svo fjölga jafnt og þétt fram á árið 2022. Búið er að semja um aðstöðu- og afgreiðslutíma á þeim flugvöllum sem byrjað verður að fljúga á.
7. nóvember 2019
Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, á kynningu á starfsemi félagsins á þriðjudag.
Play leitar að 1,7 milljörðum króna frá innlendum einkafjárfestum
Play er þegar búið að tryggja sér 5,5 milljarða króna lán frá breskum fjárfestingarsjóði sem á líka kauprétt á hlut í félaginu. Félagið mun byrja að selja flugmiða strax og flugrekstrarleyfi er í höfn, en það verður þegar Play hefur lokið hlutafjármögnun.
7. nóvember 2019
Kostnaður vegna starfsfólks Play allt að 37 prósent lægri en hjá WOW
Nýja lágfargjaldarflugfélagið Play hefur náð samningum um að lækka kostnað við flugmenn og flugliða um allt að 37 prósent miðað við það sem þeir kostuðu WOW air. Samningarnir fela líka í sér „betri nýtingu“ á starfsfólki.
7. nóvember 2019
Nýtt íslenskt lágfargjaldaflugfélag heitir Play
Nýtt íslenskt lágfargjaldaflugfélag hefur verið opinberað. Það var mótað undir vinnuheitinu WAB Air en mun heita Play.
5. nóvember 2019
Er valkostum Íslendinga í millilandaflugi að fara að fjölga?
WAB air boðar til blaðamannafundar á morgun
Nýtt íslenskt flugfélag mun kynna áform sín, að minnsta kosti að hluta, á blaðamannafundi í Perlunni á morgun. Samkeppni er mögulega á sjóndeildarhringnum í íslenskum flugheimi.
4. nóvember 2019
Afkoma Icelandair batnar eftir að kostnaður við MAX innleiðingu flyst á næsta ár
Icelandair gerir ráð fyrir því að afkoma á þriðja ársfjórðungi verði svipuð og hún var í fyrra. Afkoma félagsins á þeim ársfjórðungi, sem er sá stærsti í ferðaþjónustu, dróst mikið saman milli 2017 og 2018.
28. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
22. október 2019
Isavia afskrifaði 2,1 milljarð vegna WOW air
Isavia tapaði miklu fyrri hluta ársins. Stærsta hluta tapsins má rekja til niðurfærslu á kröfu á WOW air, sem fór í þrot í mars.
1. október 2019
Segja upp 87 flugmönnum og fresta launahækkun
Icelandair hefur dregið til baka ákvörðun um að setja fjölmarga flugmenn í 50 prósent starf. Þess í stað verður tugum flugmanna sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum.
25. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
20. september 2019
Betur borgandi ferðamenn
Þrátt fyrir 17 prósent fækkun ferðamanna frá falli WOW air hefur lengri dvalartími ferðamanna og aukin neysla þeirra mildað högg ferðaþjónustunnar. Icelandair hefur átt stóran þátt í því að ferðamönnum hafi ekki fækkað meira.
11. september 2019
Mun WOW air taka á loft að nýju?
Bandarískt fyrirtæki kaupir eignir af þrotabúi WOW air
USAerospace Associates LLC ætlar að greina frá kaupum á eignum úr þrotabúi WOW air á Grillinu á Hótel Sögu síðar í dag.
6. september 2019
111 flugmenn Icelandair í 50 prósent starf
Alls munu 111 flugmenn hjá Icelandair færast niður í 50 prósent starf og verða 30 flugstjórar færðir í starf flugmanns á fjögurra mánaða tímabili, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020.
30. ágúst 2019
Skúli Mogensen, var forstjóri og eigandi WOW air.
Leiga á íbúð sögð greiðsla á persónulegum kostnaði Skúla
Félagið sem leigði íbúð fyrir forstjóra WOW air í London hét áður Mogensen Limited. Skiptastjórar telja 37 milljóna króna leigugreiðslur hafa verið vegna persónulegs kostnaðs hans en ekki á viðskiptalegum forsendum.
24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
24. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
23. ágúst 2019
WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
23. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
19. ágúst 2019
WOW air átti þrjár milljónir á reikningnum þegar það fór í þrot
Undir eitt prósent af 151 milljarða kröfum í bú WOW air munu fást greiddar miðað við eignarstöðu. Riftunarmál hafa verið höfðuð og verið er að skoða hvort löglegt hafi verið að WOW air greiddi húsaleigu fyrir Skúla Mogensen í London fyrir 37 milljónir.
16. ágúst 2019
Mun WOW air taka á loft að nýju?
Ballarin á Íslandi að reyna aftur við endurreisn WOW air
Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin er stödd hérlendis til að reyna aftur að kaupa eignir úr þrotabúi WOW air. Í föruneyti hennar er þekktur íslenskur almannatengill og íslenskur lögmaður hennar.
13. ágúst 2019
Icelandair aldrei flutt jafnmarga farþegar til landsins í júlí
Icelandair flutti alls 564 þúsund farþegar í júli. Farþegum sem flugu til Íslands fjölgaði um 32 prósent milli ára.
6. ágúst 2019
Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs
Kyrrsetning MAX-véla Icelandair hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur félagsins. Vélarnar áttu að samsvara 27 prósent af sætaframboði en hafa verið kyrrsettar frá því í mars.
1. ágúst 2019
Erfið staða innanlandsflugs
Í nýjum drögum að heildstæðri flugstefnu stjórnvalda kemur fram að staða innanlandsflugs sé erfið. Fjöldi farþega hefur dregist saman um 20 prósent á síðustu tíu árum og afkoma flugfélaganna tveggja þykir óásættanleg.
31. júlí 2019
Stjórnvöld beiti sér fyrir því að rafmagns- og tvinnvélar verði nýttar í innanlandsflugi
Verkefnisstjórn samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins leggur til að íslenskur flugiðnaður verði til fyrirmyndar í umhverfismálum og leggi áherslu á að vera í fararbroddi í orkuskiptum í flugi.
29. júlí 2019
Allar flugrekstrareignir þrotabús WOW air seldar
Gengið hefur verið frá sölu á öllum eignum þrotabús WOW air tengdum flugrekstri. Fyrrverandi stjórnendur WOW air höfðu ekki aðkomu að viðskiptunum og kaupin eru einnig ótengd WAB air.
12. júlí 2019
Vinna að því að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air
Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag, WAB air, á grundvelli WOW. Írskur fjárfestingarsjóður hefur skuldbundið sig til þess leggja hinu nýja flugfélagi til 5,1 milljarð króna í nýtt hlutafé.
10. júlí 2019
Flugvöllurinn í Vatnsmýri
Helmingur andvígur flutningi flugvallar úr Vatnsmýri
Rúmlega 50 prósent landsmanna eru andvígir brotthvarfi flugvallarins úr Vatnsmýri en tæplega 30 prósent hlynntir samkvæmt nýrri Zenter könnun. Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar liggur fyrir á Alþingi.
1. júlí 2019
Alþingi samþykkir úttekt vegna gjaldþrots WOW air
Ríkisendurskoðun mun meðal annars rannsaka hvort að Isavia hafi haft heimildir til þess að veita WOW air greiðslufrest þegar flugfélagið gat ekki greitt ríkisfyrirtækinu fyrir veitta þjónustu.
18. júní 2019
Fyrrverandi eigandi Primera Air greiddi sig frá málsóknum
Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi eigandi Primera Air, greiddi þrotabúi flugfélagsins tæplega 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Hann féll jafnframt frá tveggja milljarða króna kröfum sínum í búið.
12. júní 2019
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta hjá Morgunblaðinu.
Stefán Einar svarar Skúla og segir bókina standa óhaggaða og óhrakta
Stefán Einar Stefánsson, höfundur nýrrar bókar um WOW air, svarar ummælum Skúla Mogensen í hans garð og segir full­yrðingar sínar um fall WOW air standa ó­haggaðar.
10. júní 2019
Skúli Mogensen segir Stefán Einar ítrekað hafa farið með „dylgjur og ósannindi“
Stofnandi og forstjóri WOW air fer hörðum orðum um höfund nýrrar bókar um sig og flugfélagið. Hann segist sannfærður um að það hefði verið hægt að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti.
9. júní 2019
Farþegum til Íslands mun fækka um 388 þúsund í ár
Farþegar sem heimsækja Ísland heim í ár verða færri en tvær milljónir og skiptifarþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um 1,7 milljón í ár. Ástæðan: Gjaldþrot WOW air og óvissa vegna Boeing MAX-véla Icelandair.
7. júní 2019
Björgólfur Thor keypti skuldabréf í WOW en var aldrei hluthafi
Björgólfur Thor Björgólfsson segir að hann hafi aldrei verið hluthafi í WOW air og að fyrsta aðkoma hans að félaginu hafi verið þátttaka í skuldabréfaútboði 26. september í fyrra. Hann hafi tekið þátt til að styðja Skúla Mogensen.
3. júní 2019
Skúli vill fá annað tækifæri til að stofna flugfélag – Myndi kalla það WOW air
Stofnandi WOW air segir það mikilvægt að á Íslandi sé lággjaldaflugfélag og telur hann að nýtt félag eigi erindi hér á landi undir formerkjum WOW air.
3. júní 2019
Nítján starfsmönnum sagt upp hjá Isavia
Isavia hefur sagt upp 19 starfsmönnum og til viðbótar boðið 15 starfsmönnum lægra starfshlutfall. Uppsagnirnar koma til vegna brotthvarfs Wow air í mars síðastliðnum og breyttri flug­á­ætl­un Icelandair í kjöl­far kyrr­setn­ingar á Max vél­u­m ­Boeing.
28. maí 2019
Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air
Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar keypti skuldabréf fyrir þrjár milljónir evra í skuldabréfaútboði WOW air í haust. Yfir helmingur þess fjármagns sem safnaðist í útboðinu kom frá aðilum sem stóðu WOW air eða Skúla Mogensen nærri.
28. maí 2019
Mun síðasta flugvélin lenda í Vatnsmýrinni á næsta áratug?
Telur flugvöllinn verða farinn úr Vatnsmýrinni fyrir 2030
Borgarfulltrúi telur engan vafa á því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Borgarstjóri segir Hvassahraun besta kostinn en ekki þann eina sem sé raunhæfur.
24. maí 2019
Uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum lokið
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum sem talið er að hafi valdið tveimur flugslysum í vetur.
17. maí 2019
Stefán Einar Stefánsson
Stefán Einar gefur út bók um gjaldþrot WOW air
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, gefur út bók um ris og fall flugfélagsins WOW air um næstu mánaðamót.
15. maí 2019
Unnar Örn Ólafsson
Einmennings flugvellir á Íslandi
12. maí 2019
Dýrkeypt leynimakk Boeing
Íslenskur flugiðnaður gengur nú í gegnum mikla erfiðleika. Gjaldþrot WOW air og kyrrsetning á 737 Max vélum Boeing hafa leitt til dramatískrar niðursveiflu sem ekki sér fyrir endann á.
10. maí 2019
Transavia hefur sölu á flugsætum til Akureyrar
Hol­lenska flug­fé­lagið Transa­via hef­ur hafið beina sölu á flug­sæt­um til Ak­ur­eyr­ar frá hol­lensku borg­inni Rotter­dam. Um er að ræða ferðir sem farn­ar verða í sum­ar og næsta vet­ur.
7. maí 2019
Styrkur ríkisfyrirtækis við WOW air tapast
Í gær komst dómstóll að því að leigusali WOW air þurfi ekki að greiða skuld hins gjaldþrota félags við ríkisfyrirtækið Isavia. Því virðast skattgreiðendur, eigendur Isavia, sitja uppi með það tap sem verður.
3. maí 2019
WOW skuldaði Isavia rúman millj­arð í júlí
WOW air skuldaði Isavia 1.033 millj­ón­ir króna í lok júlí síðasta árs. Í fundargerðum Isavia kemur fram að WOW fékk að safn­a upp skuldum vegna vissu Isavia um að fé­lagið hefði ör­ugg­an halds­rétt í ein­hverri af þeim vél­um sem WOW hafði á leigu.
2. maí 2019
WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
Verðbólga hækkar skarpt milli mánaða - Flugfargjöld hækkuðu um 20 prósent
Verðbólga mælist nú 3,3 prósent og hækkar umtalsvert á milli mánaða. Gjaldþrot WOW air hefur þar mikil áhrif en verð á flugfargjöldum hækkaði um 20,6 prósent á milli mánaða.
29. apríl 2019
Verkfall SAS hefur áhrif á 60 þúsund farþega í dag
Um 1.500 flug­menn flug­fé­lagsins SAS í Noregi, Sví­þjóð og Dan­mörku eru enn í verk­falli en ekki hefur tekist að leysa deiluna sem uppi er um kjör þeirra. Talið að verkfallið kosti félagið allt að 100 milljónir sænskra króna á dag.
29. apríl 2019
Vildu tryggja að fleiri ættu séns en Icelandair
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, ræddi um samkeppni í fluggeiranum og hvernig eftirlitið hafi beitt sér til að tryggja hana í 21 á Hringbraut í vikunni.
27. apríl 2019
Segir framgöngu Isavia ófyrirleitna og óskiljanlega
Air Lea­se Cor­por­ation á­skilur sér allan rétt til að krefja Isavia og ís­lenska ríkið um bætur vegna tjóns sem fé­lagið kveðst hafa orðið fyrir vegna kyrrsetningu far­þega­þotu fé­lagsins. Stofnandi ALC segir kröfu Isavia ófyrirleitna og óskiljanlega.
26. apríl 2019
Safna undirskriftum fyrir nýtt flugfélag
Fólki gefst nú kostur á skrá sig sem þátttakendur í nýju flugfélagi sem farþegar, fjárfestar og samstarfsaðilar á heimasíðunni flyicelandic.is. Á síðunni segir að FlyIcelandic geti annaðhvort orðið að nýju flugfélagi eða vildarklúbbi.
26. apríl 2019
Vilja láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórnenda WOW air
Skuldabréfaeigendur WOW air vilja láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórnenda WOW air á grundvelli þess að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi upplýsingar í skuldabréfaútboði flugfélagsins síðasta haust, samkvæmt heimildum Markaðsins.
24. apríl 2019
Aldrei fleiri Íslendingar til útlanda en í fyrra
Utanlandsferðum Íslendinga fer sífjölgandi en alls sögðust 83 prósent landsmanna hafa farið utan í fyrra. Jafnframt fer fjöldi ferða vaxandi en að meðaltali fóru Íslendingar 2,8 sinnum til útlanda á árinu 2018.
23. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
20. apríl 2019
WOW skuldaði Isavia tvo milljarða í lok febrúar
Isavia gerði samkomulag við WOW air í september í fyrra um hvernig flugfélagið gæti greitt himinháa skuld sína við ríkisfyrirtækið. Á grundvelli þess samkomulags gat Isavia haldið vél frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem veði fyrir greiðslu.
18. apríl 2019
Björn Óli Hauksson.
Forstjóri Isavia hættur
Björn Óli Hauksson, sem stýrt hefur ríkisfyrirtækinu Isavia í áratug, er skyndilega hættur störfum. Hann hættir samstundis.
17. apríl 2019
Unnið er að því að reyna að koma WOW air aftur í loftið. Til þess er fundað stíft með allskyns fjárfestum.
Allskyns mögulegir fjárfestar voru boðaðir á endurreisnarfund WOW air fyrir viku
Á meðal þeirra sem sátu fund Arctica Finance um mögulega endurreisn WOW air á mánudag fyrir viku voru Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Iceland Express, og Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir. Pt Capital á ekki í viðræðum um að endurreisa WOW air.
15. apríl 2019
Af vefnum hluthafi.com
Svara ekki hverjir standa að baki söfnuninni fyrir WOW
Aðstandendur síðunnar hluthafi.com, sem efnt hafa til söfnunar til að endurreisa flugfélagið WOW air eða stofna nýttflugfélag, svara ekki fyrirspurnum um hverjir standa að baki síðunni. Vænta má yfirlýsingu frá vefsíðunni á morgun eða þriðjudag.
14. apríl 2019
Vilja stofna almenningshlutafélag sem gæti fjárfest í WOW air
Á heimasíðunni hluthafi.com eru ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki hvött til að leggja fram „lítilsháttar hluta­fé“ í krafti fjöld­ans til að tryggja endurreisn WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag.
14. apríl 2019
WOW air seldi losunarheimildir rétt fyrir gjaldþrot
WOW air seldi losunarheimildir fyrir um 400 milljónir til þess að eiga fyrir launagreiðslum í mars. Þrotabúið fékk greiðsluna í hendurnar eftir gjaldþrotið.
10. apríl 2019
Áframhaldandi vera Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hefur verið pólitískt bitbein árum saman.
WOW air studdi þjóðaratkvæðagreiðslur um Reykjavíkurflugvöll
WOW air og stéttarfélag flugmanna félagsins studdu þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með umsögn sem dagsett er tíu dögum fyrir þrot flugfélagsins.
9. apríl 2019
Skúli Mogensen
Ætlar að hóp­fjár­magna endurreisn WOW air
Skúli Mogensen hyggst nýta sér erlendan hópfjármögnunarvettvang til að safna 670 milljónum króna til að endurreisa WOW air. Lágmarksfjárhæðin sem hægt verður að leggja til verkefnisins verður á bilinu 200 til 250 þúsund krónur.
8. apríl 2019
Kerfið er tilbúið til að takast á við áfallið
Sigurður Ingi Jóhannsson segir að það verði að koma í ljós hvort hluti af þeim mikla fjölda erlendra ríkisborgara sem flutt hefur til Íslands á síðustu árum fari aftur úr landi nú þegar samdráttur er í atvinnulífinu.
6. apríl 2019
Sigurður Ingi: Rétt ákvörðun að láta WOW air falla
Sigurður Ingi Jóhannsson segir að erlendur ráðgjafi hafi sagt við íslensk stjórnvöld að ef þau vildu vera í flugrekstri þá væri gáfulegra að stofna sitt eigið ríkisflugfélag en að stíga inn í WOW air.
6. apríl 2019
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður
Fara fram á að Sveinn Andri verði settur af sem skiptastjóri WOW air
Arion banki, einn stærsti kröfuhafinn í þrotabúi WOW air, hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og nýskipaður skiptastjóri þrotabús WOW air verði settur af vegna vanhæfis.
5. apríl 2019
Skúli Mogensen
Skúli ætlar að stofna nýtt flugfélag á grunni WOW air
Skúli Mo­gensen stofn­andi flugfélagsins WOW air, sem tekið var til gjaldþrota­skipta í síðustu viku, hyggst end­ur­vekja rekst­ur nýs flug­fé­lags­ á grunni WOW air.
4. apríl 2019
Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair á 5,6 milljarða
Fjárfestingasjóður frá Boston hefur keypt 11,5 prósent hlut í Icelandair Group. Um er að ræða útgáfu á nýju hlutafé.
3. apríl 2019
Undirbúa viðbrögð eftir fall WOW air
Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ harma að WOW air hafi hætt starfsemi. Bæjarráð Reykjanesbæjar segir ljóst að áfallið muni hafa mikil samfélagsleg áhrif til skamms tíma. Suðurnesjabær fylgist grannt með gangi mála og undirbýr viðbrögð.
29. mars 2019
Hörð lending
Uppgangurinn í ferðaþjónustunni hefur verið ævintýri líkastur á undanförnum árum. Óhætt er að tala um að gengið hafi verið hratt um gleðinnar dyr í greininni. Víða er nú hagræðing í kortunum og útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins.
29. mars 2019
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður
Sveinn Andri og Þorsteinn skipaðir skiptastjórar yfir búi WOW air
Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air. Skiptastjórarnir tveir eru nú á leiðinni á fund með stjórnendum WOW á skrifstofu félagsins.
28. mars 2019
Úti er WOW-ævintýri
WOW air hefur háð baráttu fyrir tilveru sinni mánuðum saman. Þótt undið hafi verið ofan af umfangi flugfélagsins síðustu mánuði versnaði staðan samt sem áður dag frá degi. Í lok síðustu viku lá fyrir að afar ólíklegt væri að WOW air yrði bjargað.
28. mars 2019
Skúli Mogensen
„Hefðum getað klárað þetta“
Forstjóri WOW air segist hafa verið njörvaður niður í það sæti að sætta sig við staðreyndir málsins í morgun. Hann segist trúi því ennþá að ef félagið hefði fengið aðeins meiri tíma þá hefði verið hægt að klára endurfjármögnun.
28. mars 2019
Forsætisráðherra segir viðbragðsáætlun hafa virkjast við fall WOW air
Katrín Jakobsdóttir fékk upplýsingar um stöðu WOW air um miðnætti í gær. Sérstakur viðbragðshópur stjórnvalda fundaði strax í morgun. Hún segir hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fylgir því að WOW air hafi hætt starfsemi.
28. mars 2019
Starfsmenn WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur
Vinnumálastofnun vekur athygli starfsmanna WOW air á því að þeir geta sótt um atvinnuleysisbætur. Stofnunin hvetur starfsmenn til að sækja um bæturnar sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.
28. mars 2019
Isavia beitti stöðvunarheimild á flugvél WOW air
Ljóst þykir að brotthvarf WOW air muni hafa áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar. Isavia mun á næstunni fara yfir hver þau áhrif kunni að verða.
28. mars 2019
Icelandair hækkar hratt í fyrstu viðskiptum – Flestir aðrir lækka
Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á íslenskan hlutabréfamarkað. Icelandair Group, stærsti samkeppnisaðili WOW air, hefur rokið upp í virði en flest önnur félög, sem sum hver verða beint eða óbeint fyrir ahrifum af þroti WOW air, lækka.
28. mars 2019
Icelandair vinnur að áætlun um að aðstoða flugfarþega WOW air
Flugfélagið gerir ráð fyrir því að ljúka áætluninni á næstu klukkustundum.
28. mars 2019
Leigu­sal­ar kyrrsettu vélar WOW air í nótt
Flugvélar Wow air sem áttu að fljúga frá Bandaríkjunum í nótt lögðu aldrei upp frá flugvöllum vegna þess að leigusalar WOW air í Bandaríkjunum og Kanada létu kyrrsetja vélarnir vegna vanefnda á leigusamningum.
28. mars 2019
Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Arion banki: Stöðvun WOW air hefur ekki „veruleg bein áhrif“ á afkomu
Arion banki er einn af stærri kröfuhöfum WOW air, sem tilkynnti í morgun að fyrirtækið hefði hætt starfsemi. Bankinn hefur þegar sent tilkynningu í Kauphöll vegna áhrifa sem stöðvun á rekstri WOW air hefur á afkomu hans.
28. mars 2019
Wow air hættir starfsemi
Flugfélagið Wow air hefur hætt starfsemi. Tilkynning þessa efnis birtist á vef félagsins upp úr klukkan átta í morgun.
28. mars 2019
ÍFF óskar eftir rannsókn á hlunnindum til blaðamanna
Í ljósi „óvæginnar“ umfjöllunar um WOW air óskar Íslenska flugmannafélagið, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum til blaðamanna frá helsta samkeppnisaðila WOW air.
27. mars 2019
Gera ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri WOW air
Áætlun um fjárhagslega endurskipulagningu WOW air gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins á næstu árum. Gangi áætlunin eftir er gert ráð fyrir að lausafjárstaða félagsins verði jákvæð um meira en milljarð um mitt næsta ár.
27. mars 2019
Hvað þarf að gerast til að WOW air lifi af?
Mjög misvísandi frásagnir eru af því hvort og þá hvernig WOW air geti lifað af þær hremmingar sem fyrirtækið er í sem stendur. Hér er það sem við vitum í raun um stöðuna.
26. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
25. mars 2019
WOW air leitast eftir skuldaafskriftum og milljarðainnspýtingu
Skúli Mogensen reynir til þrautar að halda WOW á floti með viðræðum við kröfuhafa. Arctica Finance vinnur nú að því að safna 5 milljarða króna viðbótarfjárfestingu. WOW air tapaði 22 milljörðum króna á síðasta rekstrarári.
25. mars 2019
Virði Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum
Icelandair Group er eina félagið í Kauphöllinni sem hækkar í virði í fyrstu viðskiptum dagsins. Arion banki, helsti lánardrottinn WOW air, lækkar mest.
22. mars 2019
Indigo slítur viðræðum við WOW – Viðræður hafnar við Icelandair
Tilkynnt var um það í kvöld að Indigo Partners hafi slitið viðræðum sínum um aðkomu að rekstri WOW air. Viðræður eru hafnar við Icelandair í staðinn.
21. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
20. mars 2019
Boeing kyrrsetur allar 737 Max þotur
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hef­ur kyrr­sett all­an 737 Max flug­flot­ann eft­ir að rann­sókn leiddi í ljós ákveðin líkindi milli flugslysanna tveggja. Alls er 371 þota af Boeing 737 Max gerðinni í notk­un í heim­in­um.
14. mars 2019
Kemur til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að ef salan á Icelandair Hotels gangi vel og það verði ekki frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu þá gæti verið að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu.
13. mars 2019
Icelandair hríðfellur við opnun markað eftir fréttir af slysi og WOW air
Flugslys í Eþíópíu og tíðindi af WOW air eru bæði þættir sem gætu haft þau áhrif að gengi bréfa í Icelandair hríðféllu við opnun markaða í morgun.
11. mars 2019
Skúli Mogensen
Skúli gæti endað með 0 prósent hlut
Hlut­ur Skúla Mo­gensen, stofn­anda og eina eig­anda fé­lags­ins, gæti orðið á bil­inu 0 til 100 prósent allt eft­ir því hvernig fé­lag­inu reiðir næstu þrjú árin, sam­kvæmt nýrri tilkynningu frá WOW air.
9. mars 2019
Skuldabréfaeigendur WOW air gætu þurft að fallast á tugprósenta afskriftir
Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um.
6. mars 2019
Skiptastjóri segir forsvarsmenn Primera mögulega hafa valdið félaginu tjóni
Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa valdið félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.
20. febrúar 2019
Pálmi Haraldsson
Pálmi orðinn stærsti einkafjárfestir í hluthafahópi Icelandair
Pálmi Haraldsson er kominn í hóp stærstu fjárfesta Icelandair Group. Þrjú félög í eigu Pálma áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta í flugfélaginu, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair.
18. febrúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
18. janúar 2019
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sendi bréf til skuldabréfaeigenda.
Indigo mun fyrst eignast 49 prósent í WOW – Gætu eignast mun stærri hlut
Indigo Partners stefnir að því að lána WOW air fjármuni til að snúa við rekstri flugfélagsins. Lánið verður í formi tíu ára skuldabréfs með breytirétti og fyrir lánveitinguna ætlar Indigo að eignast 49 prósent í WOW air.
9. janúar 2019
WOW air fellt niður flugferðir til minnst sex flugvalla
WOW air hefur að undanförnu tilkynnt farþegum að félagið hafi neyðst til að fella niður ákveðnar flugferðir. Neytendasamtökin benda farþegum á að þeir ættu að geta valið um endurgreiðslu á flugmiða eða óskað eftir því flugfélagið útvegi þeim nýtt flug.
8. janúar 2019
Árið sem flugfélögin ógnuðu stöðugleikanum
Vöxtur Icelandair og WOW air hefur leikið lykilhlutverk í því að snúa við efnahagsstöðu Íslands. Stjórnendur þeirra hafa verið dásamaðir á undanförnum árum fyrir árangur sinn. En á árinu 2018 snerist staðan.
30. desember 2018
Viðskiptamaður ársins vill breyta nafni HB Granda í Brim
Guðmundur Kristjánsson er viðskiptamaður ársins samkvæmt Markaðnum. Verstu viðskiptin á árinu tengjast WOW air, Icelandair og kaupum fjarskiptafyrirtækis á hluta fjölmiða 365 miðla.
28. desember 2018
Wizz air keypti lendingarleyfi WOW air á Gatwick
Lendingarleyfi WOW air á Gatwick flugvellinum í London fóru til tveggja flugfélaga, Wizz air og easyJet. Salan á leyfunum fór fram sama dag og tilkynnt var um mögulega fjárfestingu Indigo Partners í WOW air en Wizz air er í eigu Indigo Partners.
27. desember 2018
WOW air selur fjórar þotur til Air Canada
WOW air hefur samþykkt að selja fjórar Airbus flugvélar til Air Canada. Í kjölfarið mun sjóðstaða WOW air batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. Salan er hluti af endurskipulagningu félagsins.
21. desember 2018
WOW air búið að selja flugtíma sína á Gatwick
WOW air mun ekki lengur fljúga til Gatwick flugvallar í London eftir að hafa selt flugtíma sína á vellinum. Héðan í frá mun allt London-flug félagsins fara í gegnum Stansted-völl.
20. desember 2018
Skuldabréfaeigendur WOW air í betri stöðu en á horfðist
Skilmálabreytingar á skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air virðast vera töluvert betri en talið var. Veigamestu atriðin í skilmálbreytingunum er að ekki verður farið fram á neina lækkun á höfuðstól bréf­anna auk þess sem vaxta­kjör haldast óbreytt.
18. desember 2018
WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða
Enn er unnið að því að ná samningum við Indigo Partners um fjárfestingu í félaginu.
14. desember 2018
Eina leiðin til að bjarga WOW air
WOW air hefur sagt upp hundruð starfsmanna, hættir að fljúga til Indlands og Los Angeles og mun hafa fækkað vélum sínum úr 24 í 11 á mjög skömmum tíma. Forstjórinn viðurkennir að rangar ákvarðanir í rekstri séu ástæða stöðunnar.
13. desember 2018
Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Más Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
13. desember 2018
Bréf Icelandair rjúka upp eftir fréttir af samdrætti hjá WOW
WOW air dregur verulega saman rekstur sinn. Afleiðing þess er sú að hlutabréfaverð í stærsta samkeppnisaðila fyrirtækisins hefur hækkað verulega.
13. desember 2018
Fjöldauppsagnir hjá WOW og flugvélum fækkað
Mörg hundruð manns verður sagt upp í dag hjá WOW air og mun félagið selja fjórar vélar.
13. desember 2018
Sterk og viðkvæm staða í senn
Ekki er hægt að segja annað en að hagtölurnar úr íslenska hagkerfinu séu frekar jákvæðar þessi misserin. Engu að síður er staðan viðkvæm, eins og miklar sveiflur á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði gefa til kynna. Þar skiptir staða flugfélaganna lykilmáli.
7. desember 2018
Bréf í Icelandair hrynja annan daginn í röð - Allt annað grænt
Hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað mikið frá því að markaðir opnuðu í morgun. Að öðru leyti er kauphöllin græn og sum félög hafa hækkað skarpt. Mesta hækkunin er hjá eldsneytissala WOW air.
30. nóvember 2018
Áreiðanleikakönnun gaf til kynna að fjárþörf WOW air væri meiri
Greiningar og áreiðanleikakannanir sem gerðar voru á stöðu WOW air sýndu að þær forsendur sem gerðar voru í kaupsamningi Icelandair stóðust ekki. Samkomulag við kröfuhafa og leigusala lá ekki fyrir og fjárþörf WOW air var meiri en gert var ráð fyrir.
30. nóvember 2018
Óvissa um jafnræði fjárfesta vegna kaupa á WOW air
Hver veit hvað um kaup Icelandair á WOW air? Af hverju sendi Fjármálaeftirlitið út dreifibréf til þess að brýna fyrir ráðuneytum og stofnunum að fylgja lögum um innherjaupplýsingar?
27. nóvember 2018
Skúli keypti sjálfur í skuldabréfaútboði WOW fyrir 770 milljónir
Eigandi og forstjóri WOW air keypti sjálfur fyrir háar fjárhæðir í skuldabréfaúboði sem félagið fór í , og lokaði um miðjan september síðastliðinn. Hann segir ýmsa aðila hafa áhuga á WOW air.
27. nóvember 2018
Ólíklegt að fyrirvarar í kaupsamningi á WOW air verði uppfylltir
Icelandair Group telur ólíklegt að fyrirvarar í kaupsamningi á öllum hlutum í WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund sem á að samþykkja kaupin. Viðskipti með bréf í félaginu voru stöðvuð í morgun en þau eru nú hafin að nýju.
26. nóvember 2018
Icelandair ber sjálft ábyrgð á að veita nægjanlegar upplýsingar
Páll Harðarson segir að það hafi ekki komið til greina að stöðva viðskipti með bréf í Icelandair lengur en gert var. Það sé staðlað verklag að fara yfir öll viðskipti sem eigi sér stað í aðdraganda mikilla tíðinda.
25. nóvember 2018
Endurskoðendur draga ársreikninga Primera Air í efa
Eigandi Primera Air hafnar því að ranglega hafi verið staðið að gerð ársreikninga félaga innan Primera-samstæðunnar en endurskoðendur segja það vandséð hvort félaginu hafi verið heimilt að innleysa hagnað vegna sölu á vélum sem enn eru í smíðum.
14. nóvember 2018
Búast má við skipulagsbreytingum og hærra flugmiðaverði
Vonast er til að töluverð samlegðaráhrif skapist við kaup Icelandair á WOW air, sem meðal annars verður hægt að ná fram með hagræðingu í starfsmannafjölda og betri nýtingu á starfsfólki.
10. nóvember 2018
Dauðastríð mánuðum saman
Icelandair keypti WOW air í upphafi viku. Kaupverðið er langt frá því verði sem til stóð að fá fyrir helmingshlut í WOW air fyrir tæpum tveimur mánuðum. Um björgunaraðgerð var að ræða sem átti sér skamman aðdraganda.
9. nóvember 2018
Icelandair óskar ekki eftir undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu
Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. Samkeppniseftirlitið hefur því allt að 114 virka daga til þess að taka afstöðu til kaupa.
7. nóvember 2018
Kaupin á WOW air björgunaraðgerð sem átti sér skamman aðdraganda
Lánardrottnar WOW air, sem breyttu víkjandi lánum í hlutafé nýverið fá 1,8 prósent hlut í Icelandair. Það fer eftir niðurstöðu áreiðanleikakönnunar hvað Skúli Mogensen fær í sameinuðu félagi. Hann gæti fengið ekkert til viðbótar.
5. nóvember 2018
Búast má við hækkun á fargjöldum hjá Icelandair
Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 7,4 prósent í verði í Kauphöllinni í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Forstjóri flugfélagsins segir að búast megi við að fargjöld hækki í takt við hækkanir á olíuverði.
1. nóvember 2018
Þórðargleði
22. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
21. september 2018
Isavia veitir ekki upplýsingar um vanskil flugfélaga eða tekjur vegna þeirra
Isavia greinir ekki frá því hvernig tekjur félagsins skiptast eftir viðskiptavinum né hvort, og þá hversu mikil, vanskil séu til staðar á lendingargjöldum. Uppbygging Keflavíkurflugvallar er unnin út frá ýmsum sviðsmyndum.
15. september 2018
Erfiður vetur framundan hjá flugfélögunum
Vonir standa til þess að WOW air ljúki fjármögnun í dag eða á allra næstu dögum. Icelandair glímir við erfiðan grunnrekstur og íþyngjandi fjárhagsskilyrði í lánasamningum. Útlit er fyrir áframhaldandi krefjandi aðstæður.
31. ágúst 2018
Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Hlutabréf í Icelandair hrynja í verði – Markaðsvirðið ekki lægra í sex ár
Hlutabréfamarkaðurinn brást hart við nýrri afkomuviðvörun frá Icelandair og uppsögn forstjóra félagsins. Það sem af er degi hefur gengi Icelandair lækkað um á annað tug prósenta.
28. ágúst 2018