200 færslur fundust merktar „samgöngumál“

Nýr vegur um Öxi yrði mikil lyftistöng fyrir Múlaþing en einnig allt Austurland segir sveitarstjórinn. Á myndina er búið að tölvuteikna nýjan veginn fyrir miðju.
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10. janúar 2023
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Þegar það snjóaði inn um anddyri Íslands
9. janúar 2023
Möguleg ásýnd vegarins að göngunum á Héraði. Eyvindará liggur í fallegu gili til hægri á myndinni.
Skipulagsstofnun dregur fram kosti Miðleiðar að Fjarðarheiðargöngum
Aðalvalkostur Vegagerðarinnar um Hérað að Fjarðarheiðargöngum hefði verulega neikvæð áhrif á gróðurfar á meðan Miðleið hefði minni áhrif að mati Skipulagsstofnunar sem efast auk þess um þá niðurstöðu að Miðleið hefði neikvæð samfélagsáhrif á Egilsstöðum.
5. janúar 2023
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Borgarlínan „lykilþáttur“ í samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið, sem meðalstór norræn borg, er í samkeppni við aðrar slíkar á Norðurlöndum um íbúa, bæði íslenska og erlenda. Hágæða almenningssamgöngukerfi sem gefur möguleika á þéttri borgarbyggð er þar „lykilþáttur“ segir Davíð Þorláksson.
28. desember 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Áttar sig illa á andstöðu hægrimanna við veggjöld
Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að mestur árangur í baráttu við umferðartafir náist með því að leggja á veggjöld sem séu hærri á háannatímum en utan þeirra. Kjarninn ræðir við Davíð Þorláksson um veggjöld, Keldnalandið og verkefni samgöngusáttmála.
27. desember 2022
Hríseyjarferjan Sævar.
Eysteinn Þórir hreppti Hríseyjarferjuna
Vegagerðin tók lægsta boði í rekstur Hríseyjarferjunnar á árunum 2023-2025. Eysteinn Þórir Yngvason bauð rúm 85 prósent af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar í reksturinn, fyrir hönd óstofnaðs félags, en hann rak Viðeyjarferjuna frá 1993 til 2008.
20. desember 2022
Ríkið leggur 15 milljarða króna Keldnalandið inn í Betri samgöngur
Keldnalandið verður þróað til að samræmast áformum um þéttingu byggðar á samgöngu- og þróunarás Borgarlínu. Deiliskipulag fyrir fyrstu uppbyggingarreiti á að þróa á næsta ári. Það mun taka 20 mínútur að komast með Borgarlínu frá Keldum á Lækjartorg.
20. desember 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á þinginu í síðustu viku.
Bjarni tók upp hanskann fyrir almenningssamgöngur
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á þingi á dögunum að honum þætti formaður Miðflokkins tala um almenningssamgöngur eins og þær skiptu engu máli. „Ég er ekki sammála því,“ sagði Bjarni.
17. desember 2022
Árni B. Helgason
Samgöngur á landi – í hinu stóra samhengi orku- og auðlindadrifins skattkerfis
17. desember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ætlaði að leggja fram frumvarp um flýti- og umferðargjöld fyrir jól. Það hefur enn ekki verið lagt fram.
Betri samgöngur fá 900 milljónir úr ríkissjóði vegna tafa á flýti- og umferðargjöldum
Álagning flýti- og umferðargjalda á höfuðborgarsvæðinu eiga að fjármagna helming samgöngusáttmálans, sem inniheldur meðal annars Borgarlínuna. Gjöldin hafa frestast en áætlað er að þau skili 75 milljörðum króna til ársins 2033.
8. desember 2022
Innstigum í strætisvagna fækkaði verulega í kórónuveirufaraldrinum. Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins biðla á ný til þingsins um að bæta tekjutap Strætó bs. vegna faraldursins.
Harma að fjáraukalög innihaldi ekki framlög til þjónustu við fatlaða né reksturs Strætó
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru skúffuð yfir því að í fjáraukalagafrumvarpi fjármálaráðherra sé hvorki að finna aukið fé til lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk, né aukin framlög til Strætó bs. vegna tekjutaps í gegnum veirufaraldurinn.
16. nóvember 2022
Árni B. Helgason
Samgöngur á landi – undir orku- og auðlindadrifnu skattkerfi
12. nóvember 2022
Rætt var um nagladekk í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í gær.
Borgarfulltrúar segja þá spurningu vakna hvort lögregla megi fara á svig við lög
Um 15 prósent bifreiða í borginni voru komnar á nagladekk strax um miðjan október. Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að löggan gefi það út að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja.
10. nóvember 2022
Keldnalandið verður skipulagt undir blandaða byggð á næstu árum.
Sameiginleg bílastæðahús fremur en bílakjallarar í Keldnalandinu
Horft verður til þess að byggja nokkur bílastæðahús fremur en bílastæðakjallara í hverfinu sem á að skipuleggja að Keldum og í Keldnaholti, til að spara bæði peninga og tíma.
4. nóvember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Að flytja Litla-Sandfell úr landi myndi auka losun, slíta vegum og fjölga slysum
Stofnanir ríkisins hafa sitt hvað út á áformaða námuvinnslu við Þrengslaveg að setja. Of lítið sé gert úr áhrifum aukinnar þungaumferðar og of mikið úr jákvæðum áhrifum á loftslag.
20. október 2022
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
„Hugsum okkur um áður en við notum bílinn sem úlpu“
Þingmenn úr röðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar gerðu almenningssamgöngur að umtalsefni sínu á þingi í dag. Þau sögðu skerðingu á þjónustu strætó vekja upp spurningar og að arðbærni almenningssamgangna væri öllum ljós.
19. október 2022
Vegakerfið á Suðurlandi er nú þegar dapurt segja Samtök ferðaþjónustunnar.
Stöðug umferð vörubíla „algjör andstæða“ við þá upplifun sem ferðamenn sækjast eftir
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna harðlega áform um vikurnám á Mýrdalssandi og þá miklu flutninga sem henni fylgja. Framkvæmdaaðili sé augljóslega ekki kunnugur staðháttum og sterkri stöðu ferðaþjónustu á svæðinu.
19. október 2022
Vík í Mýrdal.
Ályktanir um áhrif vikurnáms á Mýrdalssandi lýsa „miklu skilningsleysi“
Ef fara á í vikurnám á Mýrdalssandi ætti að flytja efnið stystu leið og í skip sunnan við námusvæðið en ekki til Þorlákshafnar, að mati sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sem lýsir sig reiðubúna til viðræðna um hafnargerð.
14. október 2022
Telja „órökréttar og illa undirbúnar“ aðgerðir boðaðar til að bjarga fjármálum ríkisins
Bílgreinasambandið og SVÞ eru hvassyrt í garð stjórnvalda í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið og telja nýjar álögur á rafbíla, sem skilja eiga 4,9 milljörðum í ríkissjóð, til þess fallnar að veikja efnahagslega hvata til orkuskipta.
14. október 2022
Á undraskömmum tíma hafa rafhlaupahjól, svokallaðar rafskútur, orðið vinsæll ferðamáti. Í umsögn frá Hopp segir að 11 þúsund ferðir hafi verið eknar á deilirafskútum fyrirtækisins á hverjum degi að meðaltali í septembermánuði.
Efast um gildi aldurstakmarks og þungra refsinga við ölvun á rafskútum
Rafhlaupahjólaleigan Hopp og yfirlæknir á bráðamótttöku Landspítala eru sammála um að ekki sé ástæða til að kveða á um allt að tveggja ára refsingar við því að aka rafskútu undir áhrifum áfengis, eins og lagt er til í drögum að breyttum umferðarlögum.
7. október 2022
Vegir á Suðurlandi uppfylla á löngum köflum ekki nútíma hönnunarviðmið.
Vikurflutningar myndu slíta vegum á við milljón fólksbíla á dag
Vegagerðin telur að sú aukning á þungaumferð sem fylgja mun áformuðu vikurnámi á Mýrdalssandi hefði mikil áhrif á niðurbrot vega og flýta þyrfti viðhaldsaðgerðum, endurbyggingu vega og framkvæmdum. Viðbótarkostnaður ríkisins myndi hlaupa á milljörðum.
7. október 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
30. september 2022
Staða Strætó bs. hefur verið þung í kjölfar heimsfaraldursins, sem dróg verulega úr farþegatekjum. Í ár hafa svo orðið töluverðar hækkanir á olíu, sem stór hluti flotans er enn háður.
Strætómiðinn upp í 550 krónur – Gjaldskráin hækkuð um 12,5 prósent
Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að hækka gjaldskrána til að „draga úr þörf á frekari hagræðingu“ í leiðakerfinu. Einnig ætla sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins að „skoða“ að leggja félaginu til aukið rekstrarfé.
27. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
26. september 2022
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Vilja byrja á Sundabraut á næsta ári og klára hana fyrir árslok 2027
Þegar innviðaráðherra og borgarstjóri undirrituðu yfirlýsingu um að stefna að lagningu Sundabrautar var markmiðið að hefja framkvæmdir 2026 og ljúka þeim 2031. Þingflokkur Flokks fólksins vill flýta þessu ferli umtalsvert.
24. september 2022
Land hinna umhverfisvænu bíla
None
17. september 2022
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust um flýti- og umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu.
Von á frumvarpi frá Bjarna um ný umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu
Ný gjaldtaka á akandi umferð á höfuðborgarsvæðinu er áformuð frá 1. janúar 2024. Fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp um málið á næstunni, en lítið hefur heyrst af útfærslunni á þessum gjöldum, sem eiga að skila a.m.k. 60 milljörðum á 12 árum.
16. september 2022
Pawel Bartoszek, varaborgarfullrúi Viðreisnar.
Pawel pælir í lestarkerfi – „Það myndi nú stundum ekki drepa okkur að hugsa stórt“
„En hvað um neðanjarðarlestir?“ spyr Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. „Auðvitað yrðu sjálfvirkar neðanjarðarlestir frábærar í landi grænnar orku, dýrs vinnuafls og misjafnrar veðráttu.“
14. september 2022
Í fjárlagafrumvarpinu eru kynnt fyrstu skrefin í þeirri viðleitni stjórnvalda til að stoppa í það gat sem myndast hefur í tekjustofnum ríkisins vegna innreiðar rafbíla..
Fyrstu skrefin að breyttri gjaldtöku á bíla skili hátt í 5 milljörðum í ríkissjóð
Breytingar á vörugjöldum og bifreiðagjöldum, sem eiga að koma til framkvæmda á næsta ári, munu skila 4,9 milljörðum króna í viðbótartekjur fyrir ríkissjóð ef áætlanir fjármála- og efnahagsráðuneytisins stemma.
12. september 2022
Unnið er að lengingu Suðurvarargarðs við Þorlákshöfn þessa dagana.
Heimilt að veita Þorlákshöfn ríkisstyrk, samkvæmt mati Vegagerðarinnar
Þrátt fyrir að vörugjöld af bílum og tækjum í Þorlákshöfn séu einungis 43 prósent af því sem þau eru hjá Faxaflóahöfnum telur Vegagerðin það ekki raska samkeppni né koma í veg fyrir ríkisstyrki til uppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn.
11. september 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er sem fyrr forvitinn um fjárfestingu hins opinbera í hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Ríkið fjármagnar 87,5 prósent samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins
Hlutur ríkisins í fjármögnun Borgarlínu og annarra uppbyggingarverkefna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins nemur 87,5 prósentum. Uppreiknað m.v. byggingavísitölu í júlí er hlutur ríkisins í kostnaðaráætlun Borgarlínu 51,7 milljarðar króna.
9. september 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri dróg fram nýlega skýrslu Jarðvísindastofnunar HÍ, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Voga, í umræðum um framtíð Reykjavíkurflugvallar í vikunni.
Dagur: Hvassahraun virðist „ein öruggasta staðsetningin“ fyrir innviði á Reykjanesskaga
Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum, yrði mögulegt flugvallarstæði í Hvassahrauni í hverfandi hættu vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga.
8. september 2022
Suðurleið færi yfir skóglendi sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.
Vilja suðurleið og þungaumferð út fyrir bæinn – „Umhverfisslys í einstöku náttúruvætti“ segir fulltrúi Miðflokks
Meirihluti umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings samþykkir aðalvalkost Vegagerðarinnar um veglínu að áformuðum Fjarðarheiðargöngum. Ráðið felldi tillögu fulltrúa Miðflokksins um íbúafund.
6. september 2022
Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata og fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó.
„Almenningssamgöngum er ekki ætlað að koma út í plús“
Fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bendir á það í samtali við Kjarnann að almenningssamgöngur séu fjárfesting samfélagsins, sem eigi ekki að skila hagnaði, heldur ágóða í formi minni mengunar, bættrar umferðar og þjónustu fyrir fólk.
3. september 2022
Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata og fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó.
Óljóst hvenær og hvernig loforð um ókeypis strætó fyrir grunnskólabörn verður uppfyllt
Nýi meirihlutinn í Reykjavíkurborg lofaði því að hafa það á meðal sinna fyrstu verka að gera strætisvagnaferðir grunnskólabarna ókeypis. Ekki liggur fyrir hvað það kostar Strætó, né hvort nágrannasveitarfélögin ætla að taka þátt í því.
1. september 2022
Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó bs.
Strætó í kröggum og telur sig þurfa 750 milljóna aukaframlag frá eigendum
Framkvæmdastjóri Strætó segir að til þess að geta sinnt nauðsynlegum fjárfestingum og náð sjálfbærum rekstri þurfi fyrirtækið um 750 milljóna króna aukaframlag til rekstursins á þessu ári frá eigendum sínum. Eigendafundur fer fram í byrjun september.
26. ágúst 2022
Allir valkostirnir frá Héraði að göngunum myndu fara um gamlan og þéttan birkiskóg. Hér er sýndur hluti norðurleiðar.
Vegaframkvæmdir á Héraði munu valda „mjög miklu og óafturkræfu raski“ á gömlum birkiskógi
Aðalvalkostur Vegagerðarinnar á veglínu á Héraði að gangamunna Fjarðarheiðarganga myndi valda mestu raski allra kosta á skógi og votlendi. Birkitrén eru allt að 100 ára gömul og blæaspir hvergi hærri á landinu.
25. ágúst 2022
Næturstrætó fer úr miðborginni um nánast um allt höfuðborgarsvæðið, en síðustu vagnarnir rúlla af stað úr miðborginni laust fyrir kl. 4 á laugardags og sunnudagsmorgnum.
Fjórtán til sextán farþegar að meðaltali í hverjum næturstrætó
Notkun næturstrætó er þokkaleg, en þó er farþegafjöldinn undir væntingum, að sögn fyrirtækisins. Næturaksturinn hófst að nýju um helgar í júlí en ákveða á í september hvort honum verði haldið áfram.
24. ágúst 2022
Egilsstaðabúið stendur við Lagarfljót. Þar er bæði kúabú og ferðaþjónusta.
„Mun skera land okkar í sundur“
Bændur á Egilsstaðabúinu og Egilsstöðum II gera ýmsar athugasemdir við þá leið sem Vegagerðin vill fara með veg að áformuðum Fjarðarheiðargöngum. Vegurinn myndi fara um jarðir þeirra og setja búrekstur í uppnám.
23. ágúst 2022
Í vel á fjórða áratug hafa stjórnvöld haft það á stefnuskrá sinni að bæta samgöngur til og frá Seyðisfirði með jarðgöngum.
Göng frá Seyðisfirði til Norðfjarðar „mun hyggilegri“
Eðlilegra og farsælla væri að gera jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar en að ráðast í Fjarðarheiðargöng að mati Samgöngufélagsins sem rýnt hefur í allar áætlanir stjórnvalda og Vegagerðarinnar um málið.
21. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
15. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
13. ágúst 2022
Ríkið lengir í lánum Vaðlaheiðarganga um 36 ár og eignast félagið að nánast öllu leyti
Þegar ákveðið varð að gera Vaðlaheiðargang átti að vera um einkaframkvæmd að ræða. Ríkið átti að lána fyrir framkvæmdinni en fá allt sitt til baka í eingreiðslu þremur árum eftir að þau yrðu opnuð.
5. ágúst 2022
Skjáskot úr myndbandi frá Birgi Birgissyni sem sýnir afar glæfralegan (og ólöglegan) framúrakstur bifreiðar um síðustu jól.
Hafa ekki sektað neina ökumenn fyrir að taka ólöglega fram úr hjólreiðafólki
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei sektað ökumann fyrir að taka fram úr hjólreiðamanni án þess að 1,5 metra bil sé á milli bíls og hjóls. Samtök hjólreiðafólks hafa gagnrýnt lögreglu fyrir að taka ekki á móti myndefni sem sanni slík brot.
29. júlí 2022
Þóroddur Bjarnason telur rétt að staldra við fyrirætlanir um að fjármagna uppbyggingu samgönguinnviða með gjaldtöku í jarðgöngum.
Gjaldtaka í jarðgöngum yrði „talsverð byrði“ fyrir íbúa smárra sveitarfélaga
Prófessor í félagsfræði spyr hvers vegna íbúar á landsvæðum þar sem jarðgöng eru brýn nauðsyn ættu að greiða fyrir samgöngubætur annars staðar á landinu, umfram þá vegfarendur sem fara um önnur kostnaðarsöm mannvirki á borð við brýr eða mislæg gatnamót.
29. júlí 2022
Borgaryfirvöld þurfi að læra á göngugötur ekki síður en íbúar
Borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði segist ætla láta skoða hvað sé hægt að gera í aðgengismálum íbúa við göngugötur. Hann var nýlega gagnrýndur í aðsendri grein fyrir að segja að fólk þyrfti „bara að læra á“ göngugötur.
14. júlí 2022
Guðrún Pétursdóttir
Lærðu á þetta
11. júlí 2022
Þegar samgöngusáttmálinn var settur saman árið 2019 var stefnt á að hafa breytingar á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar klár árið 2021. Það varð ekki, en nú hillir undir lausn.
Bann við vinstri beygju tekið til skoðunar en það hefði aukið umferð á öðrum stöðum
Horft er til þess að mislæg lausn verði gerð fyrir vinstri beygjur af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg, í tillögum sem Vegagerðin hefur unnið í samstarfi við borgina. Hugmynd um að banna vinstri beygju inn Bústaðaveg var líka skoðuð.
10. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Veitumál og stál- og steypuverð gætu helst aukið kostnað við Borgarlínu
Búast má við því að kostnaður við Borgarlínu og aðrar framkvæmdir í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði eitthvað hærri en áætlað hefur verið. Næsta kostnaðaráætlun fyrstu lotu Borgarlínu lítur dagsins ljós eftir að forhönnun lýkur á næsta ári.
5. júlí 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
28. júní 2022
Sæbraut verði 1+1 vegur á löngum kafla í meira en tvö ár
Til að byggja Sæbrautarstokk þarf að grafa níu metra ofan í jörðina á rúmlega þrjátíu metra breiðum og kílómetralöngum kafla, þar af um fimm metra ofan í klöpp. Áætlað er að það þurfi 50-70 tonn af sprengiefni í framkvæmdina, sem á að taka yfir tvö ár.
23. júní 2022
Sósíalistar fengu tvo menn kjörna í borgarstjórn fyrir röskum mánuði síðan.
Vilja sjá sex strætóbílstjóra, sex strætófarþega og sex pólitíkusa í stjórn Strætó
Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað á þriðjudag að vísa tillögum Sósíalista um að stækka stjórn Strætó upp í 18 manns til umræðu á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Vinstri grænna telur að tillagan verði svæfð þar.
23. júní 2022
Tölvugerð mynd af gangamunna Seyðisfjarðarmegin.
Jarðgöng undir Fjarðarheiði með lengstu veggöngum í heimi
Fjarðarheiðargöng yrðu ekki aðeins lengstu veggöng á Íslandi heldur með þeim lengstu í heimi. Kostnaðurinn yrði á bilinu 44-47 milljarðar króna en með framkvæmdinni yrði hæsta fjallvegi milli þéttbýlisstaða á landinu útrýmt.
22. júní 2022
Strætisvagn númer 14 á ferðinni við Fiskislóð.
Meira en helmingur þeirra sem hafa prófað Klappið segjast óánægð með það
Rúm 53 prósent þeirra sem segjast hafa prófað Klappið, nýtt greiðslukerfi Strætó, eru ýmist mjög óánægð eða frekar óánægð með greiðslulausnina, samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó. Yfir 300 milljónum hefur verið varið í innleiðingu kerfisins.
21. júní 2022
Herjólfur leggst að bryggju í Landeyjahöfn. Vegagerðin segir dýpkunarþörf hafa stórminnkað með nýju skipi, en Ríkisendurskoðun bendir á að kostnaðurinn sé enn langt umfram áætlanir eftir að nýja skipið hóf siglingar.
Dýpkunarkostnaður Landeyjahafnar bókfærður sem fjárfesting hjá Vegagerðinni
Búið að verja meira fé í að dæla sandi úr Landeyjahöfn en kostaði að byggja hana og er dýpkunarkostnaður á árunum 2011-2020 fjórfaldur miðað við upphaflegar áætlanir. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að Vegagerðin bókfæri dýpkunarkostnað sem fjárfestingu.
10. júní 2022
Stóru línurnar í þróun borgarinnar breytast lítið með nýjum meirihluta
Framsókn undir forystu Einars Þorsteinssonar virðist hafa fallið eins og flís við rass að stefnu síðasta meirihluta í málum sem varða framtíðarvöxt og -þróun Reykjavíkurborgar. Ögn aukna áherslu á uppbyggingu í jaðri byggðar má þó sjá í nýju samstarfi.
7. júní 2022
Mengun af völdum rykagna sem losna af dekkjum við akstur verður gæti von bráðar orðið áskorun fyrir löggjafa
Bíldekk menga meira en útblástur – samkvæmt nýrri rannsókn
Eftir því sem þyngri bílum fjölgar verður mengun frá bíldekkjum nærri tvö þúsund sinnum meiri en mengun vegna útblásturs, samkvæmt nýrri rannsókn. Mengun af þessu tagi gæti brátt orðið mikil áskorun fyrir löggjafa.
4. júní 2022
Frá Reykjavíkurflugvelli.
Ætla má að innanlandsflug hafi hækkað um 10 prósent á milli ára
Flugfargjöld sem keypt voru með Loftbrú voru um það bil 10 prósentum dýrari í febrúar á þessu ári en í febrúar í fyrra, samkvæmt því sem fram kemur í svari innviðaráðherra við fyrirspurn á þingi.
2. júní 2022
Hið mikla landbrot sem varð í fjörunni við Vík í Mýrdal í vetur er greinilegt á þessari mynd sem tekin var 17. mars.
Landrof við Vík yfir 50 metrar eftir veturinn – „Suðvestanáttin étur úr þessari fjöru“
Mikið landbrot hefur orðið í fjörunni við Vík í Mýrdal frá áramótum og stefnir Vegagerðin á að hækka flóðvarnargarða sem liggja meðfram Víkurþorpi. Hin óstöðuga strönd er meðal þess sem varað hefur verið við verði hringvegurinn færður niður að fjörunni.
13. maí 2022
Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.
„Af hverju þarf að fækka bílum?“
Oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík sér enga ástæðu til að fækka bílum á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill auka umferðarflæði í borginni til að minnka mengun og innleiða „Viðeyjarleið“ sem tengir byggðir borgarinnar saman.
11. maí 2022
Þórarinn Hjaltason
Forsendur fyrir þungri Borgarlínu eru brostnar
4. maí 2022
Elías B. Elíasson
Ungt fólk, eldra fólk og umferðin
3. maí 2022
Gísli Marteinn Baldursson var fundarstjóri á framboðsfundi Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem fram fór á dögunum.
Einungis eitt framboð vill halda flugvellinum í Vatnsmýri
Á flugvöllurinn að víkja fyrir byggð? Styður þitt framboð Borgarlínu? Á Reykjavíkurborg að beita sér fyrir því að bílaumferð minnki innan borgarmarkanna? Svörin við þessum spurningum og fleirum voru kreist fram úr frambjóðendum í borginni á dögunum.
21. apríl 2022
Tillaga Eflu, brúin Alda, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog.
Hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú kærð – aftur
Fyrri vinna Eflu við undirbúning Fossvogsbrúar og náin tengsl lykilfólks hjá Vegagerðinni við verkfræðistofuna ættu að leiða til ógildingar á hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú, að mati eins þeirra teyma sem tóku þátt í keppninni.
14. apríl 2022
Rafskútur hafa á skömmum tíma orðið vinsæll og mikið notaður fararmáti. En því fylgja áskoranir.
Ölvun á rafskútum verði refsiverð við 0,5 prómill, en heimilt að aka þeim á sumum umferðargötum
Verkefnishópur innviðaráðuneytisins um smáfarartæki á borð við rafhlaupahjól hefur sett fram nokkrar úrbótatillögur. Ef þær verða að veruleika verður refsivert að aka slíkum tækjum með meira en 0,5 prómill af áfengi í blóðinu.
12. apríl 2022
Borgarstjóri segir forstjóra ÁTVR hafa lofað því að það verði áfram Vínbúð í miðborginni
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR hafi handsalað það á fundi að jafnvel þótt Vínbúðin í Austurstræti myndi loka yrði auglýst eftir 1-2 nýjum staðsetningum fyrir Vínbúðir í miðborg Reykjavíkur.
6. apríl 2022
Kannski munu glæpamenn nýta sér Borgarlínuna. Eða bara halda áfram að nota einkabílinn.
Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ óttast að Borgarlínan færi glæpi út í úthverfin
Oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ vísar til Reykjavíkur sem höfuðborgar „sem ræður ekki við glæpi og vill kerfi sem dreifir þeim betur um höfuðborgarsvæðið“ – og á þar við hina fyrirhuguðu Borgarlínu.
5. apríl 2022
Ætti Strætó að losa sig við aksturshattinn?
Strætó lét nýlega vinna fyrir sig skýrslu um útvistun á akstri. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætó segir útvistun á öllum akstri hafa komið til umræðu hjá stjórn, en að engar ákvarðanir hafi verið teknar.
2. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Kostar líklega á bilinu 5,5 til 5,7 milljarða að niðurgreiða 5.000 rafbíla til viðbótar
Til stendur að lækka hámarksendurgreiðslu virðisaukaskatts af rafbílum úr 1,56 milljónum niður í 1,32 milljónir í lok þessa árs og niðurgreiða 5.000 bíla til viðbótar við þá 15 þúsund sem þegar hafði verið ákveðið að veita afslátt af.
21. mars 2022
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins settu fram afstöðu sína til Borgarlínu og ýmislegs annars í skjali sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á dögunum.
Borgarlínan stendur í frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Þau sem vilja tvö efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast öll vilja fara með borgarlínuverkefnið í aðrar áttir en núverandi meirihluti borgarstjórnar. Svokölluð „léttlína“ og mislæg gatnamót eru ofarlega í huga sumra frambjóðenda.
18. mars 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Hvaða bílar og eldsneyti eru best?
15. mars 2022
Í könnun Maskínu var spurt hvort fólk væri hlynnt eða andvígt lagningu Sundabrautar, óháð því hvort um brú eða göng yrði að ræða.
Rúm 66 prósent landsmanna segjast hlynnt lagningu Sundabrautar
Mældur stuðningur við Sundabraut á meðal Reykvíkinga er á pari við landsmeðaltalið, samkvæmt könnun sem Maskína framkvæmdi um afstöðu til þessarar stórframkvæmdar í febrúarmánuði.
10. mars 2022
Fjarvinna færðist mjög í aukana vegna faraldursins.
Tveir fjarvinnudagar í viku gætu skilað 15 milljarða króna sparnaði á ári
Samkvæmt svokölluðu samgöngumati sem unnið hefur verið af Bandalag háskólamanna í samstarfi við Mannvit gæti tveggja daga fjarvinnuheimild fyrir helming starfandi á höfuðborgarsvæðinu skilað 15 milljarða sparnaði fyrir heimili á höfuðborgarsvæðinu.
23. febrúar 2022
Veggjaldaáætlanir í vinnslu – horft til gjaldtöku í Fossvogsdal og Elliðaárvogi
Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um álagningu flýti- og umferðargjalda á höfuðborgarsvæðinu, en slík gjöld eiga að standa undir stórum hluta fjármögnunar Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins næsta rúma áratuginn. Það er þó eitt og annað í pípunum.
23. febrúar 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Vonast til að hægt verði að kynna tillögur að útfærslu flýti- og umferðargjalda fljótlega
Sextíu milljarðar af þeim 120 milljörðum sem eiga að fara í samgönguframkvæmdir innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á næsta rúma áratug eiga að koma til vegna sérstakra gjalda á umferð. Samtal um útfærslu þessara gjalda er farið af stað.
16. febrúar 2022
Þessi mynd sýnir mismunandi áfanga Borgarlínu og þau þróunarsvæði í Reykjavík og Kópavogi sem eru undir í framkvæmdum á næstu árum.
Svör ekki komin fram um hvernig tryggt verði að það „lokist ekki á allt hjá okkur“
Það verður nóg um að vera í samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Vegagerðin vinnur nú að greiningum á því hvernig allir ferðamátar eigi að komast leiðar sinnar á framkvæmdatímanum, en hefur engin góð svör við því sem stendur.
15. febrúar 2022
Reykjavíkurborg kaupir fasteignir Nýju sendibílastöðvarinnar á lóðinni við Knarrarvog 2, sem hér er merkt í gulu, á næstum hálfan milljarð, undir legu Borgarlínu.
Borgin borgar hátt í hálfan milljarð til að koma Borgarlínu í gegnum Knarrarvog
Reykjavíkurborg ætlar að greiða 460 milljónir fyrir fasteignir fyrirtækis við Knarrarvog 2, fyrir tengingu Borgarlínu í gegnum Vogahverfið. Borgin er einnig að semja við Barnavinafélagið Sumargjöf um landskika undir Borgarlínu handan Sæbrautar.
11. febrúar 2022
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar er formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
Vilja að talað sé um Borgarlínu í loftslagsáætlun höfuðborgarsvæðisins
Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í samgöngu- og skipulagsráði vísuðu skýrsludrögum um loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið á ný til umsagnar – og vilja að talað sé um Borgarlínu og þéttingu byggðar í aðgerðaáætlun skýrslunnar.
11. febrúar 2022
Að setja Miklubraut í stokk á að skapa pláss undir nýja byggð á svæðinu. Þessi mynd úr tillögu Yrkis arkitekta o.fl. sýnir „nýja Snorrabraut“.
Allir séu að leggjast á eitt til að Miklubrautarstokkur verði tilbúinn 2025-26
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær val á tillögum til að vinna áfram með varðandi stokka undir bæði Miklubraut og Sæbraut. Borgarstjóri boðar að Miklubrautarstokkur gæti verið tekinn í notkun ekki síðar en 2025-2026.
3. febrúar 2022
Pawel Bartoszek
Lítil áhrif á strætó
2. febrúar 2022
Frelsið til að þurfa bara að reka einn bíl
None
2. febrúar 2022
Sabine Leskopf
Sundabraut: Furðuleg félagshagfræði
1. febrúar 2022
Úr Ármúla. Öll stæði framan við húsin sem standa hér á vinstri hönd eru á borgarlandi og því er ekki heimilt að merkja þau sérstaklega sem einkastæði fyrir viðskiptavini verslana.
Mörg bílastæði á borgarlandi ranglega merkt sem einkastæði undir viðskiptavini
Fjölmörg bílastæði sem standa á borgarlandi við Ármúla, Síðumúla og Grensásveg eru merkt sem einkastæði verslana. „Verslanir hafa ekki leyfi til að merkja sér stæði á borgarlandi,“ segir í svari frá Reykjavíkurborg, sem hyggst skoða málið nánar.
29. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
25. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
22. janúar 2022
Sveinn Óskar Sigurðsson
Gjá á skipulagssvæði höfuðborgarsvæðisins
10. janúar 2022
Þeir valkostir sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt athugunarsvæði. Nýi valkosturinn, 4b, er gula línan.
Bætt við valkosti án jarðganga vegna fjölda athugasemda
Vegagerðin hefur bætt við nýjum valkosti áformaðrar færslu hringvegarins í Mýrdal. Sá liggur samhliða núverandi vegi og norðan við Víkurþorp og gerir því ekki ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall.
10. janúar 2022
Þórarinn Hjaltason
Góðar samgöngur eru fyrir alla
7. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Bílastæðið í kjallaranum stundum „langdýrasta herbergið í húsinu“
Gríðarlegt pláss fer undir þá bíla sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári og kostnaður við geymslu þeirra er borinn af heimilum og fyrirtækjum, sagði Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur í viðtali við Kjarnann á dögunum.
5. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segist hafa „tröllatrú“ á að best væri að fækka akreinum undir almenna umferð á Suðurlandsbraut.
Saknar einhver fjögurra akreina Skeiðarvogs?
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur segist hafa „tröllatrú“ á því að skynsamlegast væri að fækka akreinum fyrir almenna umferð á Suðurlandsbraut samfara uppbyggingu sérrýmis Borgarlínu. Hann segir dæmin sýna að fólk sakni ekki akreina þegar þær fara.
3. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur.
Samgöngusáttmálinn „stóra málamiðlunin“ á milli öfganna í umræðunni
Skipulagsfræðingurinn Hrafnkell Á. Proppé hefur verið í forsvari fyrir borgarlínuverkefnið undanfarin ár. Hann er nýlega horfinn til annarra starfa, en ræðir við Kjarnann um Borgarlínu, stöðu verkefnisins, sögu þess og framtíð.
29. desember 2021
Straumsvík og Straumstjarnir eru á náttúruminjaskrá.
Breyta áformum og þyrma Straumstjörnum
Vegagerðin ákvað á síðustu metrum umhverfismats að endurskoða veghönnun við tvöföldun síðasta kafla Reykjanesbrautar. Straumstjörnum, sem eru einstakar á heimsvísu, verður ekki raskað.
28. desember 2021
Frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Mynd úr safni.
Leik- og grunnskóli í Kópavogi kærir tvöföldun Suðurlandsvegar
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hefur kært tvöföldun Suðurlandsvegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forsvarsmenn skólans telja sig ekki hafa neina tryggingu fyrir því að tengingar skólans við tvöfaldan veginn verði viðunandi.
18. desember 2021
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Ríkisendurskoðun segir að gjalda þurfi varhug vegna lána ríkissjóðs til Betri samgangna
Ríkissjóður fær heimild til að lána félagi sem stofnað var utan um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu fjóra milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ríkisendurskoðun minnir á það sem gerðist með fjármögnun Vaðlaheiðarganga.
14. desember 2021
Þó það sé ef til vill framtíðarmúsík að Borgarlína aki um land Blikastaða er búið að vinna mikla skipulagsvinnu. Landeigendur vilja fá að vita hvernig þeir eigi að hanna göturnar undir sérrými Borgarlínunnar.
Blikastaðaland á teikniborðinu með borgarlínuleið sem forsendu
Þrátt fyrir að enn sé rúmur áratugur í að Borgarlína eigi að aka um land Blikastaða í Mosfellsbæ hefur bærinn kallað eftir því að verkefnastofa Borgarlínu skilgreini hvernig skuli hanna götur á fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum með tilliti til Borgarlínu.
2. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
30. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
29. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
26. nóvember 2021
Á þessari mynd sjást valkostirnir tveir sem hafa verið rýndir að beiðni Kópavogsbæjar.
Heppilegasta leið Borgarlínu frá Hamraborg í Smáralind liggi um íþróttasvæði Breiðabliks
Samkvæmt minnisblaði frá verkefnastofu Borgarlínu er heppilegra að Borgarlína fari um Hafnarfjarðarveg og Fífuhvammsveg en að leið hennar komi til með liggja um Digranesveg og Dalveg.
24. nóvember 2021
Alls 156 hleðslustöðvar á vegum Orku náttúrunnar verða á ný virkar síðar í vikunni.
ON fékk úrskurði hnekkt og opnar hleðslustöðvar sínar á ný
Orka náttúrunnar fékk í dag úrskurði kærunefndar útboðsmála hnekkt í Héraðsdómi Reykjavíkur og getur því opnað á ný á annað hundrað hleðslustöðva sem hafa verið rafmagnslausar frá í júní.
23. nóvember 2021
Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó hnýtir í villandi skrif skoðanadálks Morgunblaðsins um niðurstöður könnunar sem framkvæmd var fyrir Strætó.
Upplýsingafulltrúi Strætó afruglar Morgunblaðið
Morgunblaðið segir í skoðanadálki í dag að heil 98,7 prósent svarenda í könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó telji að Borgarlína muni ekki auka líkurnar á því að þeir taki Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó segir þessa túlkun ekki standast nokkra skoðun.
17. nóvember 2021
Bæjarstjórinn í Árborg lítur svo á að það þurfi að byggja upp nýjan veg, ýmist sunnan við Selfoss eða í Ölfusi, til að höndla þungaflutninga austan að og til Þorlákshöfn.
Sunnlenskir sveitarstjórar hugsi yfir auknum þungaflutningum um Suðurland
Bæjarstjórinn í Árborg segir ljóst að byggja þurfi upp nýjan veg umhverfis Selfoss til að anna stórkostlegri aukningu vöruflutninga úr austri og til Þorlákshafnar, óháð því hvort fyrirhugaðir flutningar Kötluvikurs af Mýrdalssandi verði að veruleika.
12. nóvember 2021
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds.
Arndís Ósk leiðir verkefnastofu Borgarlínu
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni, en hún tekur við starfinu af Hrafnkeli Á. Proppé um áramót. Arndís hefur starfað í fjórtán ár hjá OR og Veitum.
11. nóvember 2021
Rafbílar eru fyrirferðamiklir í umræðunni í kringum Cop26-ráðstefnuna í Glasgow.
Rörsýn á rafmagnsbíla á ráðstefnunni í Glasgow
Í aðalsýningarsalnum á Cop26 í Glasgow er hægt að sjá kappakstursbíl sem gengur fyrir rafmagni. Lítil áhersla er hins vegar bæði þar og í dagskrá ráðstefnunnar á virka ferðamáta og almenningssamgöngur, ýmsum til furðu.
4. nóvember 2021
Gauti Kristmannsson
Hvert er erindi Framsóknarflokksins í Reykjavík?
24. september 2021
Elías B. Elíasson
Umferðartafir, Borgarlína og ferðaval
8. september 2021
Tryggvi Felixsson
Vegagerð um Teigsskóg – íslensk náttúra á útsölu
4. september 2021
Ekki hefur verið samið um neina aðkomu ríkisins að rekstri Borgarlínunnar, ennþá.
Ríkið mun setja rúma 46 milljarða í Borgarlínu á núvirði
Formaður Miðflokksins fékk svör frá fjármála- og efnahagsráðherra um núvirtan kostnað ríkisins við framkvæmdir vegna Borgarlínu til 2033. Á núvirði kostar verkefnið í heild tæpa 53 milljarða króna á núvirði.
3. september 2021
Fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu sögðust keyra til vinnu í júní 2021 en þegar spurt var að því sama í júní árið 2020.
Áfram fleiri sem keyra oftast til vinnu en helst myndu kjósa
Hlutfall þeirra sem keyrðu oftast í vinnuna í júnímánuði jókst á þessu ári miðað við síðasta ár, samkvæmt nýrri ferðavenjukönnun frá Maskínu. Borgarfulltrúar túlkuðu niðurstöðurnar hver með sínu nefi á fundi skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag.
3. september 2021
Minjastofnun segist gera ráð fyrir miklum og tímafrekum fornleifarannsóknum víða þar sem fyrirhugað er að Borgarlínan muni liggja, fyrst og fremst í miðbæ Reykjavíkur.
Minjastofnun fær ekki séð hvernig eigi að koma Borgarlínu fyrir í miðborginni
Minjastofnun Íslands gerði í upphafi sumars athugasemdir við eitt og annað í tengslum við Borgarlínu, í umsögn vegna væntra aðalskipulagsbreytinga Reykjavíkurborgar og Kópavogs í tengslum við fyrstu lotu verkefnisins.
27. ágúst 2021
Alþýðusambandið gagnrýnir stefnumörkun ríkisins um einkaframkvæmdir og veggjöld
Í umsögn ASÍ um Grænbók í samgöngumálum má finna gagnrýni á þá stefnu sem mörkuð hefur verið á undanförnum árum um gjaldtöku af umferð á höfuðborgarsvæðinu og samstarf ríkisins við einkaaðila um einstakar vegaframkvæmdir.
18. ágúst 2021
Fram kemur í umsögn SSH um málið að samtökin hafi rekið á eftir því við ráðuneytið að hefja vinnu um hvernig ríkið og sveitarfélögin ætli að fjármagna rekstur almenningssamgangna til framtíðar.
Telja nauðsynlegt að ríkið auki framlög til reksturs almenningssamgangna
Bæði Strætó og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu koma því á framfæri í umsögnum við drög að Grænbók um samgöngumál að ríkið þurfi að koma að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu af auknum krafti.
17. ágúst 2021
Páll Hermannsson
Stórskipahöfnin Þorlákshöfn
16. ágúst 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
28. júlí 2021
Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á myndinni er einungis sýndur einn valkostur. Rauð punktalína afmarkar rannsóknarsvæðið.
Lokakaflinn við tvöföldun Reykjanesbrautar að hefjast
Skipulagsferli og mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar við Straumsvík er hafið. Á kaflanum er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum og undirgöngum fyrir hjólandi og gangandi. Lífríkið er viðkvæmt og á áhrifasvæðinu er fjöldi fornminja.
15. júlí 2021
Pawel Bartoszek er borgarfulltrúi Viðreisnar og jafnframt formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.
Ekki öruggt að Sundabraut verði lögð
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir það háð félagshagfræðilegri greiningu hvort og þá hvernig framkvæmd Sundabrautar verður háttað. Yfirlýsing um lagningu Sundabrautar var undirrituð í vikunni af ríki og borg.
9. júlí 2021
Ríki og borg sammælast um að Sundabraut verði lögð alla leið á Kjalarnes, í einni samfelldri framkvæmd, en ekki aðeins í Gufunes.
Stefna að opnun Sundabrautar árið 2031
Borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirrituðu í dag yfirlýsingu um lagningu Sundabrautar. Ekki er enn ljóst hvort brú eða göng verða fyrir valinu en framkvæmdin verður fjármögnuð með gjaldtöku.
6. júlí 2021
Elías Elíasson
Hágæða fólksflutningskerfi fyrir höfuðborgarsvæðið
19. júní 2021
Miklubrautarstokkur, eins og teymi Arkís, Landslags og Mannvits sér fyrir sér að hann gæti orðið.
Mannlíf yfir bílum: Tillögur að stokkalausnum kynntar
Fimm þverfagleg teymi hafa skilað inn tillögum að stokkum á Miklubraut og Sæbraut, eftir hugmyndaleit sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Borgarstjóri sagði á kynningarfundi að Miklubraut í núverandi mynd væri ógn við lífsgæði og heilsu íbúa á stóru svæði.
15. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
12. júní 2021
Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkurborgar hefur verið ráðinn til Betri samgangna ohf.
Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar ráðinn til Betri samgangna
Þorsteinn R. Hermannsson hefur verið ráðinn til Betri samgangna ohf. sem forstöðumaður samgangna, til eins árs frá 1. september. Hann fer í leyfi frá starfi sínu hjá borginni á meðan.
10. júní 2021
Páll Hermannsson
Hjartað í Húnavatnssýslu
4. júní 2021
Metro kerfið í Kaupmannahöfn hefur notið fádæma vinsælda. Og nú er stefnt að því að láta það teygja sig til Svíþjóðar.
Metro undir Eyrarsund til Malmö
Fyrir níu árum sagði yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar að hann sæi fyrir sér að Metro lestarkerfið í Kaupmannahöfn næði yfir Eyrarsund til Malmö innan fárra áratuga. Fáir voru trúaðir á þessa framtíðarsýn. Nú er komið annað hljóð í strokkinn.
30. maí 2021
Tíu molar um hvernig Reykjavík hyggst verða „hjólaborg á heimsmælikvarða“
Ný hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt og samþykkt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í vikunni. Kjarninn skoðaði plaggið og tók saman nokkra mola um það sem í því felst.
29. maí 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
14. apríl 2021
Alda athugasemda við veg um „einn fegursta stað á jarðríki“
Áform um að leggja hringveginn milli þorps og strandar við Vík í Mýrdal mun vega beint að hagsmunum samfélagsins sem ferðamannastaðar, að mati tveggja sérfræðinga í ferðamálum.
2. apríl 2021
Sigrún H. Pálsdóttir
Sundabraut á landfyllingum yfir Leiruvog – Stöldrum við
1. apríl 2021
Björn Teitsson
Bæta við, umbreyta og endurnýta
24. mars 2021
Stærsta verkefni Íslandssögunnar – Hvað er að gerast í Finnafirði?
Finnafjarðarverkefnið gengur út á byggingu stórskipahafnar með tilheyrandi athafnasvæði sem yrði ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Áhrifin geta orðið mikil, á efnahag, náttúru og mannlíf en einnig landfræðipólitíska stöðu Íslands.
21. mars 2021
Hvað keyrir áfram bílamenninguna í Reykjavík?
Í nýlegri rannsókn reyndi fræðafólk við Háskóla Íslands og Aalto-háskóla í Finnlandi að kortleggja hvað útskýrir mikla bílaeign á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið skiptir miklu, í bland við slæma ímynd almenningssamgangna og sess einkabílsins í samfélaginu.
17. mars 2021
Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Hve marga rafbíla þyrfti að kaupa fyrir alla notendur Strætó?
Hópur sem telur Borgarlínu of dýra framkvæmd og vill byggja meira undir einkabíla viðraði nýlega þá hugmynd að færa öllum notendum Strætó lítinn rafbíl að gjöf. Það væri ódýrara og betra fyrir loftslagið. Kjarninn skoðaði hversu marga rafbíla þyrfti til.
15. mars 2021
Þotuhreyflar sem keyrðir eru á fullu afli í flugtaki mynda mikinn sogkraft og geta sogað að sér hluti sem liggja á brautinni. Og flugbrautarljósin sjálf, ef ekki er tryggilega gengið frá þeim.
Hvað vissi ráðherrann?
Danskir þingmenn vilja fá að vita hvort samgönguráðherra landsins hafi haustið 2019 sagt þinginu allt sem hann vissi um öryggismál á Kastrup flugvelli. Málið snýst um biluð flugbrautarljós sem hefðu getað valdið stórslysi.
21. febrúar 2021
Vegakerfið uppfyllir víða ekki lágmarksviðmið vegna uppsafnaðrar viðhaldsþarfar, að sögn skýrsluhöfunda.
Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins metin yfir 450 þúsund krónur á hvern Íslending
Stærstur hluti uppsafnaðrar viðhaldsþarfar innviða á Íslandi er í vegakerfinu, eða um 160-180 milljarðar króna. Í nýrri skýrslu frá Samtökum iðnaðarins eru stjórnvöld sögð þurfa að ráðast í frekari opinberar fjárfestingar en boðað hefur verið.
17. febrúar 2021
Sjö fróðleiksmolar um Borgarlínu
Af hverju er aftur verið að ráðast í þetta borgarlínuverkefni? Hvernig líta næstu áfangar þess út? Og hvað vitum við um væntan kostnað? Kjarninn tók saman nokkra mola um sögu og framtíð Borgarlínu.
16. febrúar 2021
Án nýrrar lántöku yrði lausafé Strætó á þrotum innan fárra vikna
Blikur eru á lofti í rekstri Strætó út af faraldrinum. Samkvæmt nýlegri fjármálagreiningu frá KPMG verður ekki hægt að endurnýja vagnaflotann í takt við þarfir nema með stórauknu framlagi eigenda, sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
11. febrúar 2021
Tilraunastöðin tók til starfa að Keldum í botni Grafarvogs árið 1948. Til stendur að selja landið og nýta ágóðann af sölunni til samgöngumála. Tilraunastöðin krefst samráðs um skipulag og hlutdeildar í ágóðanum af sölunni.
Keldur vilja vera áfram að Keldum og fá hlutdeild í söluandvirði landsins
Í upphafi mánaðar lagði Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fram þrjár kröfur til mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnunin vill vera áfram að Keldum, eiga samráð um skipulagningu landsins og fá hlutdeild í söluágóða þess.
10. febrúar 2021
Gauti Kristmannsson
Spurt um Sundabraut
7. febrúar 2021
Til vinstri má sjá núverandi hringtorg á Hringbraut og tillöguna þar fyrir neðan og til hægri má sjá núverandi hringtorg á Suðurlandsbraut og tillögu að gatnamótum þar fyrir ofan.
Hringtorg kveðja og vinstri beygjur víða gerðar ómögulegar
Lagt er til að tvö stór hringtorg verði ljósagatnamót og vinstri beygjum í kringum borgarlínuleiðir verði fækkað verulega, í fyrstu tillögum að útfærslu alls 79 gatnamóta sem eru í fyrstu lotu Borgarlínu.
6. febrúar 2021
Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Sundabrú myndi rísa allt að 35 metrum yfir haffletinum í Kleppsvík
Starfshópi sem falið var að meta hvort fýsilegra væri að nota jarðgöng og lágbrú til að þvera Kleppsvík í tengslum við Sundabraut komst að þeirri niðurstöðu að kostir brúar væru meiri. Sundabrú yrði hins vegar ekki neitt sérlega lág.
3. febrúar 2021
Valkostirnir tveir sem starfshópurinn rýndi í og mat upp á nýtt voru löng og dýr jarðgöng eða lágbrú sem mun fyrirsjáanlega hafa einhver áhrif á starfsemi Sundahafnar.
„Þurfum ekki að skrifa fleiri skýrslur“: Sundabrú trompar Sundagöng
Brú yfir Kleppsvík þykir fýsilegri kostur en jarðgöng úr Laugarnesi yfir í Gufunes, samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps. Áætlaður heildarkostnaður við lagningu Sundabrautar er tæpir 70 milljarðar króna.
3. febrúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
26. janúar 2021
Vík í Mýrdal.
Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum
Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.
22. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
16. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
14. janúar 2021
Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Stjórn Betri samgangna réði Davíð eftir að þrír umsækjendur spreyttu sig á verkefni
Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna ohf., segir að stjórn félagsins hafi tekið lokaákvörðun um að ráða Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra eftir ferli þar sem 18 manns sóttu um, sjö voru tekin í viðtöl og þrjú látin leysa verkefni.
14. janúar 2021
Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Ríkar heimildir til takmarkana á umferð vegna loftgæða í nýjum reglugerðardrögum
Samgönguráðuneytið er búið að skilgreina í reglugerðardrögum hvaða aðgerðum sveitarfélögum eða Vegagerðinni verður heimilt að grípa til í því skyni að takmarka bílaumferð og tryggja loftgæði, á svokölluðum gráum dögum.
12. janúar 2021
Ragnar Árnason
Fargjaldatekjur eru ekki þjóðhagslegur ábati
4. nóvember 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
30. október 2020
Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar á vegstæði Sundabrautar
Átök um legu Sundabrautar hafa tekið á sig harðari mynd. Vegagerðin hefur nú lagst gegn friðlýsingu Minjastofnunar og segir ljóst að allir valkostir Sundabrautar muni setja fornminjar í hættu. Mótvægisaðgerðir gætu náð fram sömu markmiðum.
13. október 2020
Borgarlínukerfið eins og ráðgert er að það verði orðið árið 2034. Í þessu félagshagfræðilega mati er þó einungis fyrsta lota Borgarlínu undir.
Fyrsta lota Borgarlínu skili 25,6 milljarða samfélagsábata á næstu 30 árum
Borgarlína er þjóðhagslega arðbært verkefni sem áætlað er að skili miklum samfélagslegum ábata næstu 30 árin, helst í formi styttri ferðatíma með almenningssamgöngum, samkvæmt nýrri félagshagfræðilegri greiningu frá COWI og Mannviti.
9. október 2020
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
20. september 2020
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
19. september 2020
Þeim sem fara akandi í vinnuna fækkar á milli kannana, en í júní sögðust 63,3 prósent svarenda oftast fara keyrandi á einkabíl og 8 prósent sögðu að þeim væri skutlað í vinnuna.
Stór hluti bílstjóra væri til í að breyta ferðavenjum sínum
Langflestir keyra til og frá vinnu á sínum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þeim fari fækkandi á milli ára. Tæpur helmingur þeirra sem keyra væru til í að ferðast með öðrum hætti til og frá vinnu, samkvæmt nýrri ferðavenjukönnun frá Maskínu.
18. september 2020
Guðmundur Haukur Sigurðarson
Samgöngumátasamanburður
16. september 2020
Minjastofnun hafnar því að friðlýsing hindri lagningu Sundabrautar
Friðlýsing menningar- og búsetulandslags á Álfsnesi á ekki að hindra lagningu Sundabrautar að mati Minjastofnunar Íslands. Bæði Vegagerðin og Reykjavíkurborg halda hinu gagnstæða fram.
15. september 2020
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Hraðbraut yfir sundin er „byggð á einhverri fortíðarþrá“
Varað er við því að draga upp „gömul og rykfallin“ plön til að skapa atvinnu vegna COVID. Sundabraut sem hraðbraut er slíkt plan, segir borgarfulltrúi Pírata. Oddviti sjálfstæðismanna segir það gleymast að Reykjavík sé borgin við sundin sem þarfnist brúa.
13. september 2020
Dagur B. Eggertsson, er borgarstjóri í Reykjavík. Umsögn borgarinnar um tilögu Minjastofnunar var lögð fram á fundi borgarráðs í gær.
Borgin vill láta kanna að falla frá friðlýsingu sem gæti hindrað lagningu Sundabrautar
Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands bréf þar sem óskað er eftir því að kannað verði hvort hægt sé að vernda minjar á ætluðu vegstæði Sundabrautar með öðrum hætti en friðlýsingu. Verði friðlýsingin að veruleika er lagning Sundabrautar í uppnámi.
11. september 2020
Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Friðlýsingaráform Minjastofnunar setja lagningu Sundabrautar í uppnám
Vegagerðin hefur sent Minjastofnun Íslands bréf og óskað eftir fundi. Ástæðan er sú að áform hennar um friðlýsingu meðal annars í Álfsnesi geta haft veruleg áhrif á lagningu Sundabrautar, þar sem svæðið er á ætluðu vegstæði Sundabrautar.
10. september 2020
Hver er staðan á Sundabraut?
Sundabraut hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur, eins og svo oft áður. Ýmsir hópar hafa rýnt í þessa framkvæmd áratugum saman, en hún virðist enn á byrjunarreit. Tillaga enn eins starfshópsins um framtíðarlausn er væntanleg fyrir októberlok.
10. september 2020
Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar.
Lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar með Loftbrú
Loftbrú veitir 40 prósent afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir innan­lands til og frá höfuð­borgar­svæðinu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti verkefnið í dag en það mun kosta ríkið 600 milljónir á ári.
9. september 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári: „Eiginlega galið“ hjá seðlabankastjóra að tjá sig um Sundabraut
Seðlabankastjóri sagði á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag að honum fyndist „stórundarlegt og ámælisvert“ að Sundabraut hefði ekki verið byggð. Þingmaður Pírata segir ummæli hans eiginlega galin.
27. ágúst 2020
Ekkert bendir til að kostnaður við Borgarlínu sé vanmetinn
Að undanförnu hafa ýmsir fullyrt að kostnaðurinn við uppbyggingu Borgarlínu verði mun meiri en kostnaðaráætlun frá árinu 2017 segir til um. Ekkert bendir þó til þess, segja starfsmenn Verkefnastofu Borgarlínu sem Kjarninn ræddi við í vikunni.
16. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
9. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
7. ágúst 2020
Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Boris Johnson boðar róttæka hjólreiðabyltingu í Bretlandi
Breska ríkisstjórnin kynnti í gær stórhuga áform um lagningu hágæða hjólastíga í borgum og bæjum. Boris Johnson forsætisráðherra segir að allir græði á því er einn hjóli, líka þeir sem eru á bílum.
28. júlí 2020
Mengun frá bílum kemur alls ekki aðeins frá eldsneyti.
Mengandi agnir úr dekkjum og bremsuklossum enda á afskekktum svæðum jarðar
Meira en 200 þúsund tonn af plastögnum fjúka af vegum og út í hafið ár hvert að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem leidd var af norsku loftgæðastofnuninni.
18. júlí 2020
Birgir Birgisson
Á villtum götum
15. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
13. júlí 2020
Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Allir fæddust á Íslandi samkvæmt stafrænu ökuskírteinunum
Rúmur fjórðungur allra bílstjóra á Íslandi hefur þegar sótt stafræn ökuskírteini í símann. Í fyrstu útgáfu skírteinanna voru allir handhafar með Ísland sem skráðan fæðingarstað, en því mun hafa verið kippt í liðinn.
9. júlí 2020
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
1. júlí 2020
Strembnum þingvetri lauk með átökum um vímuefnamál
Ýmis þingmál runnu í gegn á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí. Sum í góðri sátt, en önnur ekki. Samkeppnislögum var breytt, Borgarlína færist nær og stjórnarflokkar lögðust gegn breytingum á vímuefnalöggjöf sem þó er fjallað um í stjórnarsáttmálanum.
30. júní 2020
Allir níu þingmenn Miðflokksins hafa rætt mikið um samgönguáætlanir Alþingis undanfarna daga. Á myndina vantar Bergþór Ólason.
Samgönguáætlanir voru til umræðu í 43 klukkustundir
Umræðu um samgönguáætlanir Alþingis til fimm og tíu ára lauk í hádeginu, er þingmenn Miðflokksins héldu fjórar ræður. Alls var rætt um samgönguáætlunirnar í 43 klst. í annarri umræðu. Samgöngumál eru áfram á dagskrá þingsins.
23. júní 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
26. maí 2020
Möguleg útfærsla  fyrir mislæg vegamót við Norðlingavað.
Þrenn mislæg gatnamót á 5,3 kílómetra kafla
Vegagerðin áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur, um 5,3 kílómetra leið. Byggð verða þrenn mislæg gatnamót og fyllingar settar í Rauðavatn. Framkvæmdasvæðið liggur um friðlýst svæði, fólkvanginn Rauðhóla.
23. maí 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson
Vill endurskoða lög um loftferðir
Núgildandi lög um loftferðir eru komin til ára sinna og þrátt fyrir fjölda breytinga er talið tímabært að yfirfara þau heildstætt, samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
22. maí 2020
Borgarlínan mun liggja um sérakreinar og fá forgang á umferðarljósum til að greiða fyrir umferð og lágmarka tafir.
Telur markmið um breyttar ferðavenjur með borgarlínu „nokkuð metnaðarlaust“
Í verk- og matslýsingu á fyrstu lotu borgarlínu er reiknað með að um 58 prósent ferða á höfuðborgarsvæðinu árið 2040 verði farnar á einkabílum. Á sama tímabili er reiknað með að íbúum fjölgi um 40 prósent. Miðað við þetta mun umferðarþungi aukast.
22. maí 2020
Strætó hefur ekið eftir laugardagsáætlun sinni, sem þýðir skerta ferðatíðni, frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla.
Strætó segir „ekki verjandi“ að aka tómum vögnum um göturnar
Framkvæmdastjóri Strætó segir að það sé „ekki verjandi“ að aka um með vagnana tóma. Eftirspurn eftir strætóferðum hefur hríðfallið á farsóttartímum og aukist takmarkað í þessari viku. Neytendasamtökin gagnrýna þjónustuskerðingu fyrirtækisins.
7. maí 2020
Strandavegur liggur nú milli hótelsins í Djúpavík og sjávar. Áformað er að færa hann ofan byggðarinnar.
Brattar brekkur víkja en útsýnið ekki
Það segir sína sögu um Strandaveg að Vegagerðin segir hann snjóþungan „jafnvel á vestfirskan mælikvarða“. Nú á að gera nýjan og malbikaðan veg um Veiðileysuháls sem í dag einkennist af kröppum beygjum og bröttum brekkum. Og stórkostlegu útsýni.
5. maí 2020
Vonast er til þess að um 6.000 störf skapist við byggingu  Femern-ganganna.
Loksins hillir undir göngin
Eftir áralangar umræður og þrætur, að ógleymdum óteljandi kærumálum, hillir loks undir að göng undir Femern sundið milli Danmerkur og Þýskalands verði að veruleika. Framkvæmdir hefjast í ársbyrjun 2021.
26. apríl 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
30. mars 2020
Það er lítið um að vera á Keflavíkurflugvelli þessa dagana.
Flugferðum til og frá landinu fer fækkandi og framhaldið er óljóst
Ákvarðanir um flugáætlun Icelandair eru teknar dag frá degi og ekki er hægt að segja til um það í dag hvaða flug verða flogin næstu daga. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar verður einungis flogið þaðan til London og Boston á morgun.
25. mars 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp sem heimilar innheimtu veggjalda
Búið er að leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda, sem áætlað er að geti skapað allt að fjögur þúsund störf. Um er að ræða samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila sem fjármögnuð verða með veggjöldum.
18. mars 2020
Ekki mögulegt að gefa út áreiðanlega afkomuspá á þessum tímapunkti
Icelandair Group hefur sent frá sér tilkynningu vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar þar sem segir að staðan sem uppi er komin skapi aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu félagsins fyrir árið 2020.
1. mars 2020
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
8. desember 2019
Play frestar miðasölu
Áætlanir lággjaldaflugfélagsins Play þess efnis að byrja að selja miða til farþega í nóvember gengu ekki eftir. Félagið greinir þó frá því að miðasala sé handan við hornið.
30. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
12. nóvember 2019
Hátt í þúsund starfsumsóknir borist PLAY
Um 26 þúsund manns hafa skráð sig á póstlistann hjá PLAY, nýju lággjaldaflugfélagi á Íslandi, og hafa hátt í þúsund starfsumsóknir borist félaginu.
6. nóvember 2019
Vilja að þjóðin kjósi um Reykjavíkurflugvöll
Sextán þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
3. nóvember 2019
Steinar Frímannsson
Heilagar kýr eða bíllaus lífsstíll
31. október 2019
Guðjón Sigurbjartsson
Samgönguráð og óráð
16. október 2019
Mikill samdráttur í umferð á Suðurlandi
Umferðin á Hringveginum dróst saman um 1,7 prósent í september en mestur samdráttur var á Suðurlandi og mældist hann 8,5 prósent.
3. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Hagræðing af sameiningum sveitarfélaga metin 3,6 til 5 milljarðar á ári
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur látið greina möguleg hagræn áhrif þess að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga við töluna 1.000.
3. október 2019
Opinn fyrir því að selja banka til að fjármagna samgöngusáttmála
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fleiri möguleikar séu til staðar til að afla 60 milljarða króna til samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu en að setja á veggjöld. Einn slíkur möguleiki er að selja ríkisbanka.
27. september 2019
MiMichele Ball­ar­in
Fyrsta ferð WOW air frestast
Endurreist WOW air mun fara sína fyrstu ferð um miðjan október. Til stóð að hún myndi eiga sér stað í byrjun mánaðarins.
25. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
21. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
20. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
17. september 2019
Samþykkja að lengja og hækka gjaldskyldu bílastæða
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að lengja gjaldskyldu á gjaldsvæði 1 til klukkan átta á virkum dögum og laugardögum sem og að hefja gjaldskyldu á sunnudögum. Ráðið samþykkti einnig að hækka gjaldskrár á gjaldsvæðunum fjórum.
12. september 2019