200 færslur fundust merktar „skipulagsmál“

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar.
Vind­orkan áskorun fyrir stjórn­kerfi skipu­lags- og orku­mála
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir ræddi við Kjarnann fyrir skemmstu og fór þar yfir þau álitamál sem eru til staðar hvað vindorku varðar. Hún segir ekki sjálfgefið að nýta skuli þegar röskuð svæði, eins og til dæmis við hálendisbrúnina, undir vindmyllur.
5. janúar 2023
Veikleikar og brotalamir í skipulagsmálum á Íslandi
Eftir níu ár á forstjórastóli hjá Skipulagsstofnun söðlaði Ásdís Hlökk Theodórsdóttir um á árinu, yfir í kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Í viðtali við Kjarnann ræðir hún skipulagsmál á Íslandi, gæði byggðar og álitamál um beislun vindorkunnar.
30. desember 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Borgarlínan „lykilþáttur“ í samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið, sem meðalstór norræn borg, er í samkeppni við aðrar slíkar á Norðurlöndum um íbúa, bæði íslenska og erlenda. Hágæða almenningssamgöngukerfi sem gefur möguleika á þéttri borgarbyggð er þar „lykilþáttur“ segir Davíð Þorláksson.
28. desember 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Áttar sig illa á andstöðu hægrimanna við veggjöld
Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að mestur árangur í baráttu við umferðartafir náist með því að leggja á veggjöld sem séu hærri á háannatímum en utan þeirra. Kjarninn ræðir við Davíð Þorláksson um veggjöld, Keldnalandið og verkefni samgöngusáttmála.
27. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
1. desember 2022
Í Sóltúni 2 (t.v.) er í dag rekið hjúkrunarheimili. Til stendur að stækka það hús og byggja svo allt að 79 íbúðir í stakstæðu fjölbýlishúsi við Sóltún 4 sem er til hægri á teikningunni. Gildandi skipulag gerir ráð fyrir hjúkrunarrýmum þar.
Hátt í 80 íbúðir í nýju fjölbýli á Ármannsreit
Íbúar í Túnum í Reykjavík segja sumir að síðasta tækifæri borgaryfirvalda til að skipuleggja hverfisgarð fyrir þau sem búa á svæðinu sé að fara forgörðum, með skipulagsbreytingum á lóðinni Sóltún 2-4, sem bíða samþykktar borgarráðs.
23. nóvember 2022
Þétting byggðar getur aukið losun gróðurhúsalofttegunda
Rannsóknir doktors á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ sýna að þétting byggðar getur aukið losun gróðurhúsalofttegunda. Endurvarpsáhrif og aðrir þættir, svo sem ráðstöfunartekjur og lífsviðhorf, geta þurrkað út ávinning af þéttingu byggðar.
19. nóvember 2022
Fyrirhuguð Fossvogsbrú, eins og hún leit út á teikningum frá Eflu, sem varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppninni í fyrra.
Vegagerðin líti ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð starfsmanna alvarlegum augum
Niðurstaða kærunefndar útboðsmála vegna kæru sem barst vegna hönnunarsamkeppni Fossvogsbrúar liggur fyrir. Kærunni var vísað frá og skaðabótaskyldu hafnað. Forstjóri Vegagerðarinnar fagnar niðurstöðunni.
9. nóvember 2022
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, og Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður samtakanna
Hafa beðið í rúman áratug eftir að eignast eigið heimili
Aðstæður fatlaðra á húsnæðismarkaði eru „ólíðandi“ sem „ábyrg stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga“ verða að setja í algjöran forgang að bæta úr. Þroskahjálp sendir stjórnvöldum tóninn og hvetur til þess að breytingum á skipulagslögum verði hraðað.
8. nóvember 2022
Keldnalandið verður skipulagt undir blandaða byggð á næstu árum.
Sameiginleg bílastæðahús fremur en bílakjallarar í Keldnalandinu
Horft verður til þess að byggja nokkur bílastæðahús fremur en bílastæðakjallara í hverfinu sem á að skipuleggja að Keldum og í Keldnaholti, til að spara bæði peninga og tíma.
4. nóvember 2022
Vegagerðin eigi að útfæra valkost sem „fellur betur að framtíðarsýn borgarinnar“
Skipulagsstofnun segir að í umhverfismatsskýrslu frá Vegagerðinni vegna Sæbrautarstokks ætti að teikna upp valkost sem falli betur að framtíðarsýn Reykjavíkurborgar um þróun borgarinnar og ekki útiloka valkosti þó þeir hafi áhrif á umferðarflæði.
4. nóvember 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Drög að íslensku „Carlsberg-ákvæði“ komin frá innviðaráðherra
Tveir starfshópar um húsnæðismál hafa á undanförnum árum mælt með að sveitarfélög fái heimild til að gera kröfur um að ákveðið hlutfall íbúða á uppbyggingarreitum verði hagkvæmar íbúðir. Nú hefur innviðaráðherra lagt fram drög um slíkar breytingar.
24. október 2022
Um það bil svona mun nýr göngu og hjólastígur við rætur Öskjuhlíðarinnar tengjast inn að hverfinu við Hlíðarenda, en til stendur að byggja húsnæði ofan á núverandi legu stígsins.
Björgunarsveit missir bílastæði undir hjólastíg
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík mun á næstunni missa aðgang að bílastæðum við höfuðstöðvar sínar, en vegna uppbyggingar húsnæðis við rætur Öskjuhlíðar þarf að færa göngu og hjólastíg á svæðið sem nýtt hefur verið sem bílastæði.
15. október 2022
Gróf þrívíddarteikning af húsinu sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni.
Stallað stórhýsi í Borgartúni má verða með allt að 100 íbúðum
Á bak við Hótel Cabin í Borgartúni verður heimilt að koma fyrir allt að 100 íbúðum, samkvæmt skipulagstillögu sem yfirvöld í borginni hafa samþykkt. Húsið lækkar um eina hæð frá eldra skipulagi, en íbúar í nágrenninu telja það þó margir verða of hátt.
13. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
5. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
2. október 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
30. september 2022
„Svona getur íslensk gata litið út, svona getur íslenskt hverfi litið út“
Borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg segir að það sé heiður að fá að kynna Nýja-Skerjafjörð á arkitektúrþríæringnum í Ósló og að áherslur úr hönnunarleiðbeiningum hverfisins verði notaðar víðar í borginni, við hönnun hverfa og endurgerð eldri gatna.
25. september 2022
Sigurður Guðmundsson
Fróðleikur um fasteignaskatta
23. september 2022
Teikning af mögulegri götumynd í Nýja-Skerjafirði.
Reykvískt hverfi, sem óljóst er hvort megi rísa, til sýningar í Ósló
Deilur hafa staðið yfir á milli ríkis og borgar um heimild til að hefja uppbyggingu íbúða í svokölluðum Nýja-Skerjafirði. Hönnunarleiðbeiningar vegna almenningsrýma og gatna hverfisins eru til sýnis á arkitektúrhátíð í Ósló.
23. september 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Námuvinnsla skilur eftir sig spor ...
13. september 2022
Egilsstaðabúið stendur við Lagarfljót. Þar er bæði kúabú og ferðaþjónusta.
„Mun skera land okkar í sundur“
Bændur á Egilsstaðabúinu og Egilsstöðum II gera ýmsar athugasemdir við þá leið sem Vegagerðin vill fara með veg að áformuðum Fjarðarheiðargöngum. Vegurinn myndi fara um jarðir þeirra og setja búrekstur í uppnám.
23. ágúst 2022
Sárafáar athugasemdir bárust við skipulag 735 íbúða hverfis í Hafnarfirði
Á tæplega 33 þúsund fermetra svæði ofan við Suðurhöfnina í Hafnarfirði er verið að skipuleggja byggingu alls 735 íbúða í 25 stakstæðum fjölbýlishúsum. Fáar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillögu reitsins, sem auglýst var í sumar.
22. ágúst 2022
Í vel á fjórða áratug hafa stjórnvöld haft það á stefnuskrá sinni að bæta samgöngur til og frá Seyðisfirði með jarðgöngum.
Göng frá Seyðisfirði til Norðfjarðar „mun hyggilegri“
Eðlilegra og farsælla væri að gera jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar en að ráðast í Fjarðarheiðargöng að mati Samgöngufélagsins sem rýnt hefur í allar áætlanir stjórnvalda og Vegagerðarinnar um málið.
21. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
15. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
14. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
13. ágúst 2022
Í miðborg Reykjavíkur eru mörg gömul hús, sem þegar eru friðuð. Þar eru líka mörg steinsteypt hús sem eru að verða 100 ára og eiga kannski ekki endilega skilið að verða friðuð.
Hundrað ára hús verði ekki sjálfkrafa aldursfriðuð
Til stendur að leggja fram frumvarp á þingi um að í stað þess að 100 ára hús verði sjálfkrafa aldursfriðuð verði fundið eitthvað nýtt ártal til þess að miða aldursfriðun húsa við. Ekki er ljóst hvaða ártal verður lagt til.
5. ágúst 2022
Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, síðar á kjörtímabilinu.
Vill skoða aðra kosti í skýrslu Rögnunefndar ef Hvassahraun þykir ófýsilegt
Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að ef svo fari að hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni verði slegnar út af borðinu myndi hann strax vilja ráðast í vinnu við að skoða aðra flugvallarkosti sem fjallað var um í skýrslu Rögnunefndarinnar.
5. ágúst 2022
Kolbrún Baldursdóttir segir íbúa í grennd við Hlemm hafa áhyggjur af því að komast ekki að húsum sínum á bíl eftir að Hlemmtorg verður að veruleika.
Saknar samráðs við íbúa og spyr hvað verði um bílastæðin á Hlemmtorgi
Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir lipurð og sveigjanleika skorta hjá meirihlutanum í skipulagsmálum. Að hennar sögn hafa íbúar í grennd við Hlemm áhyggjur af því að komast ekki að húsum sínum á bíl, til dæmis til að afferma vörur.
1. ágúst 2022
Kristján Godsk Rögnvaldsson
Almenningur japlar á deigkenndum pappaskeiðum á meðan þeir ofurríku fá ókeypis stæði fyrir einkaþotur í miðborginni
27. júlí 2022
Í Alliance-húsinu er í dag Sögusafnið og veitingastaðurinn Matur og drykkur. Á lóðinni má byggja 4.193 nýja fermetra ofanjarðar, undir verslun, þjónustu, íbúðir og hótelstarfsemi, samkvæmt skipulagi.
Telja að Alliance-húsið og byggingarréttur séu öllu meira en 650 milljóna virði
Við Grandagarð 2 stendur Alliance-húsið, sem Reykjavíkurborg keypti fyrir 10 árum og gerði upp að utan. Frá 2018 hafa verið gerðar tvær tilraunir til að selja það, en það hefur ekki enn gengið. Nú á að reyna í þriðja sinn.
27. júlí 2022
Ekkert vindorkuver er risið á Íslandi þótt nokkrar tilraunamyllur hafi verið reistar.
Rammann vantar því annars yrði byrjað „að drita þessu niður út um allt“
Fjölmörg sveitarfélög hafa misserum saman verið að fá á sín borð fyrirspurnir og beiðnir um byggingu vindorkuvera. Loks hillir undir að ríkið setji ramma um nýtingu vinds sem forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir sárlega vanta.
26. júlí 2022
Heidelberg fær úthlutað alls 12 lóðum undir starfsemi sína á nýju athafnasvæði í grennd við höfnina í Þorlákshöfn, sem verið er að stækka.
Þýskur sementsrisi fær 49 þúsund fermetra undir starfsemi í Þorlákshöfn
Þýski iðnrisinn HeidelbergCement ætlar sér að framleiða að minnsta kosti milljón tonn af íblöndunarefnum í sement í Þorlákshöfn á hverju ári og hefur sótt um og fengið vilyrði fyrir úthlutun tólf atvinnulóða undir starfsemi sína í bænum.
25. júlí 2022
Afmörkun lóðamarka fiskeldisins (svört lína) og náttúruverndarsvæði (hvít brotalína).
Umfangsmikið rask yrði á varpsvæðum kríu og hettumáfs
Líkur eru á að varp hettumáfs leggist af og að kríur færi sitt varp ef af mikilli uppbyggingu fiskeldisstöðvar verður syðst á Röndinni á Kópaskeri. Á svæðinu er áformað að ala laxaseiði og flytja þau svo í sjókvíar á Austurlandi.
23. júlí 2022
Félagsstofnun stúdenta starfrækir Skuggagarða í miðbæ Reykjavíkur. Nú er stækkun í kortunum.
Stúdentagarðar stækka við sig í Skuggahverfi
Félagsstofnun stúdenta hefur fengið lóð við Vatnsstíg til að fjölga íbúðum við Skuggagarða. FS mun þurfa að flytja friðað hús af lóðinni yfir á þá næstu áður en framkvæmdir geta hafist.
15. júlí 2022
Borgaryfirvöld þurfi að læra á göngugötur ekki síður en íbúar
Borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði segist ætla láta skoða hvað sé hægt að gera í aðgengismálum íbúa við göngugötur. Hann var nýlega gagnrýndur í aðsendri grein fyrir að segja að fólk þyrfti „bara að læra á“ göngugötur.
14. júlí 2022
Guðrún Pétursdóttir
Lærðu á þetta
11. júlí 2022
Þegar samgöngusáttmálinn var settur saman árið 2019 var stefnt á að hafa breytingar á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar klár árið 2021. Það varð ekki, en nú hillir undir lausn.
Bann við vinstri beygju tekið til skoðunar en það hefði aukið umferð á öðrum stöðum
Horft er til þess að mislæg lausn verði gerð fyrir vinstri beygjur af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg, í tillögum sem Vegagerðin hefur unnið í samstarfi við borgina. Hugmynd um að banna vinstri beygju inn Bústaðaveg var líka skoðuð.
10. júlí 2022
Mikil uppbygging stendur til á Heklureitnum.
Finna þarf jafnvægi í birtu og rými á milli húsa
Reykjavíkurborg vinnur að leiðbeiningum um birtuskilyrði og gæði á dvalarstöðum og í íbúðarhúsnæði.
9. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Veitumál og stál- og steypuverð gætu helst aukið kostnað við Borgarlínu
Búast má við því að kostnaður við Borgarlínu og aðrar framkvæmdir í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði eitthvað hærri en áætlað hefur verið. Næsta kostnaðaráætlun fyrstu lotu Borgarlínu lítur dagsins ljós eftir að forhönnun lýkur á næsta ári.
5. júlí 2022
Gunnar Alexander Ólafsson
Aukum öryggi Hvalfjarðarganga
4. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
3. júlí 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
30. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
29. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
27. júní 2022
Sæbraut verði 1+1 vegur á löngum kafla í meira en tvö ár
Til að byggja Sæbrautarstokk þarf að grafa níu metra ofan í jörðina á rúmlega þrjátíu metra breiðum og kílómetralöngum kafla, þar af um fimm metra ofan í klöpp. Áætlað er að það þurfi 50-70 tonn af sprengiefni í framkvæmdina, sem á að taka yfir tvö ár.
23. júní 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sókn ráðherra í skipulagsvaldið umhverfis flugvelli milduð
Sveitarfélög munu hafa aðkomu að mótun tillagna um skipulagsreglur flugvalla, sem verða rétthærri en skipulag sveitarfélaga. Skipulagsreglur eiga þó ekki að binda hendur sveitarfélaga meira en flugöryggi krefst.
21. júní 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Innanlandsflugið: Nútíma lausnir?
9. júní 2022
Stóru línurnar í þróun borgarinnar breytast lítið með nýjum meirihluta
Framsókn undir forystu Einars Þorsteinssonar virðist hafa fallið eins og flís við rass að stefnu síðasta meirihluta í málum sem varða framtíðarvöxt og -þróun Reykjavíkurborgar. Ögn aukna áherslu á uppbyggingu í jaðri byggðar má þó sjá í nýju samstarfi.
7. júní 2022
Gunnlaugur Friðriksson og Harpa Barkardóttir
Blöndulína 3 og stóra samhengið
23. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
22. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
16. maí 2022
Lambhagafossar í Hverfisfljóti. Reisa á virkjun rétt undir 10 MW í ánni og mun rennsli í fossunum skerðast.
Í landi sem er „sprúðlandi af náttúrugæðum“ þarf að einblína á fleira en orkuskipti
„Við verndum ekki og virkjum sama fossinn,“ segir forstjóri Skipulagsstofnunar. „Þegar við ákveðum að fórna náttúruperlu í þágu orkuframleiðslu, hlýtur að vera forgangsatriði að sú ákvörðun skili samfélaginu sem bestri nýtingu viðkomandi orkulindar.“
14. maí 2022
Vík í Mýrdal.
Sveitarfélagið sé vísvitandi að útiloka ákveðna valkosti
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps slær nokkra valkosti á færslu hringvegarins út af borðinu með vísan til nýrra hverfa sem áformuð eru í Vík. Samtök íbúa segja stjórnina vísvitandi beita sér fyrir ákveðnum valkosti framkvæmdarinnar.
14. maí 2022
Margrét Tryggvadóttir
Á flótta undan kjósendum
12. maí 2022
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Þorgerður Arna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Blikastaðalands ehf. við undirritun samningsins í síðustu viku.
Styr um samningagerð við Arion í bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Níu dögum fyrir sveitarstjórnarkosningar undirritaði Mosfellsbær samkomulag við félag í eigu Arion banka um uppbyggingu Blikastaðalandsins. Minnihlutinn í bæjarstjórn sat ýmist hjá eða greiddi atkvæði gegn samningnum og taldi þörf á meiri umræðu.
12. maí 2022
Blikastaðalandið er stærsta óbyggða svæðið innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins.
3.500-3.700 nýjar íbúðir verði byggðar á Blikastaðalandinu í Mosfellsbæ
Samningar voru í dag undirritaðir um mikla húsnæðisuppbyggingu á Blikastaðalandinu, sem er í endanlegri eigu Arion banka, og Mosfellsbæjar. Fjöldi þeirra íbúða sem fyrirhugaðar eru slagar langleiðina upp í þann fjölda íbúða sem eru í Mosfellsbæ í dag.
5. maí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi leggst gegn uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði
Innviðaráðherra segir að fyrirhuguð íbúðauppbygging í Skerjafirði brjóti gegn samkomulagi ríkisins og Reykjavíkur um rannsóknir á nýju flugvallarstæði í Hvassahrauni. Hollenskir sérfræðingar sögðu flugöryggisrök ekki standa uppbyggingunni í vegi.
4. maí 2022
Sigurður Guðmundsson
Þarf að brúa bilið?
2. maí 2022
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
Lítil ást heimamanna á náttúrunni stingur mest
„Það þýðir ekki að guggna,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Skaftárhreppi sem berst gegn því að virkjað verði í Hverfisfljóti, einu yngsta árgljúfri heims.
1. maí 2022
Innviðaráðherra staðfestir ekki aðalskipulagsbreytingar vegna vindorkuvera
Ráðherra hefur hafnað aðalskipulagsbreytingum vegna þriggja vindorkuvera í Reykhólahreppi og Dalabyggð. Skipulagsstofnun hafði ítrekað bent sveitarfélögunum á atriði sem þyrfti að bæta úr.
27. apríl 2022
Gísli Marteinn Baldursson var fundarstjóri á framboðsfundi Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem fram fór á dögunum.
Einungis eitt framboð vill halda flugvellinum í Vatnsmýri
Á flugvöllurinn að víkja fyrir byggð? Styður þitt framboð Borgarlínu? Á Reykjavíkurborg að beita sér fyrir því að bílaumferð minnki innan borgarmarkanna? Svörin við þessum spurningum og fleirum voru kreist fram úr frambjóðendum í borginni á dögunum.
21. apríl 2022
Íbúðum á „Reit 13“ fækkað um tíu og samþykkt að auglýsa deiliskipulag
Skipulagsráð Kópavogsbæjar samþykkti í upphafi mánaðarins að setja í auglýsingu deiliskipulagstillögu að svokölluðum „Reit 13“ á Kárnesi. Búið er að fækka fyrirhuguðum íbúðum á reitnum um tíu frá vinnslutillögu sem kynntar var fyrr á árinu.
18. apríl 2022
Til vinstri sést lóðin á milli Kleppsspítala og Holtagarða, þar sem björgunarmiðstöð á að rísa. Til hægri er svo afmörkuð með gulum línum sú ríkislóð sunnan við Borgarspítalann sem borgin fær til eignar. Þar á að þróa íbúabyggð.
Björgunarmiðstöð ríkisins við Holtagarða – Borgin fái stóra ríkislóð í Fossvogi á móti
Áformað er að stórhýsi fyrir viðbragðsaðila muni verða á 30.000 fermetra lóð Faxaflóahafna við Holtagarða, sem Reykjavíkurborg framselur til ríkisins. Í staðinn muni ríkið láta Reykjavíkurborg í té stærðarinnar lóð sunnan Borgarspítala undir íbúðir.
9. apríl 2022
Borgarstjóri segir forstjóra ÁTVR hafa lofað því að það verði áfram Vínbúð í miðborginni
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR hafi handsalað það á fundi að jafnvel þótt Vínbúðin í Austurstræti myndi loka yrði auglýst eftir 1-2 nýjum staðsetningum fyrir Vínbúðir í miðborg Reykjavíkur.
6. apríl 2022
Fyrirhugað uppbyggingarsvæði við Vesturbugt í Reykjavík.
Borgin þurfi að leysa til sín lóð við Vesturbugt ef framkvæmdir fari ekki að hefjast
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði á opnum fundi um húsnæðismál að ef þeir aðilar sem standa að fyrirhugaðri uppbyggingu við Vesturbugt færu ekki að hefja framkvæmdir færi borgin bara að leysa lóðina til sín aftur.
1. apríl 2022
Stóra samgöngubótin
Fyrir tæpum tuttugu árum fullyrti danskur þingmaður, í umræðum í þinginu, að fyrir miðja öldina yrði komin vegtenging yfir Kattegat, milli Sjálands og Jótlands. Kollegarnir í þinginu hlógu að þessum orðum, það gera þeir ekki lengur.
20. mars 2022
Þetta er framtíðarsýn lóðarhafa á svokölluðum reit 13 á Kárnesi. 160 íbúðir, þar sem í dag er gamalt atvinnuhúsnæði.
Of mikið byggingarmagn – eða hreinlega of lítið?
Skiptar skoðanir koma fram í þeim rúmlega hundrað athugasemdum sem bárust skipulagsyfirvöldum í Kópavogi um vinnslutillögu að deiliskipulagi svokallaðs reits 13, yst á Kársnesi sunnanverðu.
19. mars 2022
Samtök atvinnulífsins segja að einfalda þurfi regluverk og skipulagsferla hér á landi til að hraða íbúðauppbyggingu.
Samtök atvinnulífsins leggja til sameiningu HMS og Skipulagsstofnunar
Samtök atvinnulífsins segja að stjórnvöld hafi aðallega ýtt undir eftirspurn með aðgerðum sínum í húsnæðismálum á undanförnum árum. Nú þurfi að auka framboð – og til þess að það sé hægt að byggja hratt þurfi að einfalda regluverkið í byggingariðnaðinum.
9. mars 2022
Svona mun nýtt Lækjartorg líta út.
Lækjartorg mun taka miklum breytingum
Það er einróma álit dómnefndar að tillagan sem vann hönnunarsamkeppni um Lækjartorg „uppfylli flestar áherslur samkeppnislýsingarinnar og gefi torginu og aðliggjandi gatnarýmum nýja vídd og nýtt og spennandi hlutverk í hjarta borgarinnar“.
4. mars 2022
Veggjaldaáætlanir í vinnslu – horft til gjaldtöku í Fossvogsdal og Elliðaárvogi
Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um álagningu flýti- og umferðargjalda á höfuðborgarsvæðinu, en slík gjöld eiga að standa undir stórum hluta fjármögnunar Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins næsta rúma áratuginn. Það er þó eitt og annað í pípunum.
23. febrúar 2022
Miðbæjarsvæðið í Kópavogi mun umbreytast með þeim áformum sem samþykkt hafa verið í bæjarstjórn. Skiptar skoðanir eru um ágæti skipulagsins.
Ekki á döfinni að taka upp nýlega samþykkt skipulag í miðbæ Kópavogs
Skoðanakönnun sem félagið Vinir Kópavogs lét gera sýnir að svipað mörgum líst illa og vel á samþykkt skipulag í miðbæ Kópavogs. Sama könnun sýndi að 17,4 prósent íbúa gætu hugsað sér að kjósa sérframboð Vina Kópavogs í vor – og félagið skoðar nú málin.
18. febrúar 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Vonast til að hægt verði að kynna tillögur að útfærslu flýti- og umferðargjalda fljótlega
Sextíu milljarðar af þeim 120 milljörðum sem eiga að fara í samgönguframkvæmdir innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á næsta rúma áratug eiga að koma til vegna sérstakra gjalda á umferð. Samtal um útfærslu þessara gjalda er farið af stað.
16. febrúar 2022
Hverfisfljót í Skaftárhreppi.
„Umhverfisáhrif virkjunarinnar eru mjög lítil“
Himinn og haf er á milli afstöðu minni- og meirihluta Skaftárhrepps er kemur að virkjun í Hverfisfljóti sem hefði í för með sér rask á Skaftáreldahrauni. Ýmsar stofnanir hafa gert athugasemdir við fyrirætlanirnar og spyrja: Hver er hin brýna nauðsyn?
16. febrúar 2022
Þessi mynd sýnir mismunandi áfanga Borgarlínu og þau þróunarsvæði í Reykjavík og Kópavogi sem eru undir í framkvæmdum á næstu árum.
Svör ekki komin fram um hvernig tryggt verði að það „lokist ekki á allt hjá okkur“
Það verður nóg um að vera í samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Vegagerðin vinnur nú að greiningum á því hvernig allir ferðamátar eigi að komast leiðar sinnar á framkvæmdatímanum, en hefur engin góð svör við því sem stendur.
15. febrúar 2022
Reykjavíkurborg kaupir fasteignir Nýju sendibílastöðvarinnar á lóðinni við Knarrarvog 2, sem hér er merkt í gulu, á næstum hálfan milljarð, undir legu Borgarlínu.
Borgin borgar hátt í hálfan milljarð til að koma Borgarlínu í gegnum Knarrarvog
Reykjavíkurborg ætlar að greiða 460 milljónir fyrir fasteignir fyrirtækis við Knarrarvog 2, fyrir tengingu Borgarlínu í gegnum Vogahverfið. Borgin er einnig að semja við Barnavinafélagið Sumargjöf um landskika undir Borgarlínu handan Sæbrautar.
11. febrúar 2022
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar er formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
Vilja að talað sé um Borgarlínu í loftslagsáætlun höfuðborgarsvæðisins
Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í samgöngu- og skipulagsráði vísuðu skýrsludrögum um loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið á ný til umsagnar – og vilja að talað sé um Borgarlínu og þéttingu byggðar í aðgerðaáætlun skýrslunnar.
11. febrúar 2022
Yfir þúsund umsóknir bárust um 34 lóðir í Vesturbergi í Þorlákshöfn í desember. Úthlutunin fór fram milli jóla og nýárs, um þremur vikum seinna en til stóð.
Kæra gjaldtöku vegna lóðaúthlutunar í Þorlákshöfn
Innviðaráðuneytinu hefur borist kæra vegna gjaldtöku sveitarfélagsins Ölfuss á umsóknum um byggingarlóðir. Úthlutunarferlið sjálft er einnig gagnrýnt fyrir pólitísk hagsmunatengsl og er ráðuneytið hvatt til að taka ferlið til rannsóknar.
10. febrúar 2022
Eldvörp eru meðal þeirra landsvæða sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar.
Rammaáætlun verður lögð fram í fjórða sinn af fjórða ráðherranum
Sautján virkjanakostir eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun sem nú hefur verið dreift á Alþingi. Þetta er sama tillaga og fyrst var lögð fram haustið 2016 fyrir utan að tíu svæði í verndarflokki hafa verið friðlýst og eru því ósnertanleg.
8. febrúar 2022
Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur K. Nielsen
Verndum lífríki Skerjafjarðar!
6. febrúar 2022
Að setja Miklubraut í stokk á að skapa pláss undir nýja byggð á svæðinu. Þessi mynd úr tillögu Yrkis arkitekta o.fl. sýnir „nýja Snorrabraut“.
Allir séu að leggjast á eitt til að Miklubrautarstokkur verði tilbúinn 2025-26
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær val á tillögum til að vinna áfram með varðandi stokka undir bæði Miklubraut og Sæbraut. Borgarstjóri boðar að Miklubrautarstokkur gæti verið tekinn í notkun ekki síðar en 2025-2026.
3. febrúar 2022
Frelsið til að þurfa bara að reka einn bíl
None
2. febrúar 2022
Yfirlitsmynd af Laugardalnum úr umfjöllun starfshópsins. Hér tákna fjólubláir reitir hugmyndir að húsum.
Laugardalurinn sem bíllaust íþrótta- og útivistarsvæði?
Starfshópur um skipulags- og mannvirkjamál í Laugardal hefur skilað af sér tillögum og hugmyndum að framtíðarskipulagi fyrir Laugardalinn. Þar er því velt upp hvort koma megi í veg fyrir gegnumakstur um Engjaveg og fækka lítið notuðum bílastæðum.
31. janúar 2022
Úr Ármúla. Öll stæði framan við húsin sem standa hér á vinstri hönd eru á borgarlandi og því er ekki heimilt að merkja þau sérstaklega sem einkastæði fyrir viðskiptavini verslana.
Mörg bílastæði á borgarlandi ranglega merkt sem einkastæði undir viðskiptavini
Fjölmörg bílastæði sem standa á borgarlandi við Ármúla, Síðumúla og Grensásveg eru merkt sem einkastæði verslana. „Verslanir hafa ekki leyfi til að merkja sér stæði á borgarlandi,“ segir í svari frá Reykjavíkurborg, sem hyggst skoða málið nánar.
29. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri segir að taka þurfi öllum fréttum Moggans með fyrirvara í aðdraganda kosninga
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir Morgunblaðið í dag fyrir að hafa sleppt því að birta svör hans sem hrekja efnislega nokkra punkta í fréttaflutningi blaðsins um bensínstöðvarlóð við Ægisíðu 102.
21. janúar 2022
Þórarinn Hjaltason
Góðar samgöngur eru fyrir alla
7. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Bílastæðið í kjallaranum stundum „langdýrasta herbergið í húsinu“
Gríðarlegt pláss fer undir þá bíla sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári og kostnaður við geymslu þeirra er borinn af heimilum og fyrirtækjum, sagði Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur í viðtali við Kjarnann á dögunum.
5. janúar 2022
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir
Hugmyndin um góða byggð
4. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segist hafa „tröllatrú“ á að best væri að fækka akreinum undir almenna umferð á Suðurlandsbraut.
Saknar einhver fjögurra akreina Skeiðarvogs?
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur segist hafa „tröllatrú“ á því að skynsamlegast væri að fækka akreinum fyrir almenna umferð á Suðurlandsbraut samfara uppbyggingu sérrýmis Borgarlínu. Hann segir dæmin sýna að fólk sakni ekki akreina þegar þær fara.
3. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur.
Samgöngusáttmálinn „stóra málamiðlunin“ á milli öfganna í umræðunni
Skipulagsfræðingurinn Hrafnkell Á. Proppé hefur verið í forsvari fyrir borgarlínuverkefnið undanfarin ár. Hann er nýlega horfinn til annarra starfa, en ræðir við Kjarnann um Borgarlínu, stöðu verkefnisins, sögu þess og framtíð.
29. desember 2021
Frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Mynd úr safni.
Leik- og grunnskóli í Kópavogi kærir tvöföldun Suðurlandsvegar
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hefur kært tvöföldun Suðurlandsvegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forsvarsmenn skólans telja sig ekki hafa neina tryggingu fyrir því að tengingar skólans við tvöfaldan veginn verði viðunandi.
18. desember 2021
Gríðarlegt magn af almennu sorpi er fargað með urðun í Álfsnesi.
Hagkvæmast að reisa margra milljarða sorpbrennslustöð í Álfsnesi
Urðun almenns sorps verður hætt í Álfsnesi árið 2023. Brennsla er talin betri kostur og hagkvæmast væri að staðsetja slíka stöð í Álfsnesi. Kostnaður við bygginguna yrði á bilinu 20-35 milljarðar.
15. desember 2021
Býfluga safnar safa úr blómum í Hyde Park.
Vilja endurheimta náttúru- og dýralíf Lundúna
Gangi metnaðarfull áform borgarstjóra Lundúna eftir gæti almenningsgarðurinn Hyde Park orðið heimkynni villtra dýra á borð við bjóra og förufálka á ný.
14. desember 2021
Villtar kanínur eru varar um sig og forðast hvers kyns ónæði.
Hvar eru kanínurnar?
Hvað hefur orðið um kanínurnar sem ætíð mátti sjá á göngu um Öskjuhlíð? Blaðamaður Kjarnans fór í fjölda rannsóknarleiðangra og leitaði svara hjá borginni og dýraverndarsamtökum.
12. desember 2021
Dóra Björt, Hildur, Eyþór og Þórdís Lóa tókust á í Silfrinu.
Öll styðja borgarlínu en „galdrarnir og töfrarnir“ felast í málamiðlun
Menningarstríð, eðlisfræði og „genasamsetning“ Reykvíkinga er meðal þess sem borgarfulltrúar tókust á um í Silfrinu. Hætt er við að borgarlínu og einkabíl sé stillt upp sem andstæðum pólum en lausnarorðin eru valfrelsi og málamiðlanir.
12. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
3. desember 2021
Þó það sé ef til vill framtíðarmúsík að Borgarlína aki um land Blikastaða er búið að vinna mikla skipulagsvinnu. Landeigendur vilja fá að vita hvernig þeir eigi að hanna göturnar undir sérrými Borgarlínunnar.
Blikastaðaland á teikniborðinu með borgarlínuleið sem forsendu
Þrátt fyrir að enn sé rúmur áratugur í að Borgarlína eigi að aka um land Blikastaða í Mosfellsbæ hefur bærinn kallað eftir því að verkefnastofa Borgarlínu skilgreini hvernig skuli hanna götur á fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum með tilliti til Borgarlínu.
2. desember 2021
Lilja G. Karlsdóttir
Umferðareyjan þín?
2. desember 2021
Frá Reykjavíkurvegi. Húsaröðin sem er hér til vinstri á myndinni er sú sem ekki mun njóta hverfisverndar og gæti þurft að víkja ef ákveðið verður að breikka götuna.
Opnað á breikkun Reykjavíkurvegar fyrir Borgarlínu og hjólastíga
Í deiliskipulagstillögu fyrir vesturbæ Hafnarfjarðar er gengið út frá því að heimildir verði gefnar til að færa eða rífa hátt á annan tug húsa sem standa við Reykjavíkurveg, ef það þurfi að breikka götuna vegna Borgarlínu og hjólastíga.
30. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
29. nóvember 2021
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
28. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
26. nóvember 2021
Á þessari mynd sjást valkostirnir tveir sem hafa verið rýndir að beiðni Kópavogsbæjar.
Heppilegasta leið Borgarlínu frá Hamraborg í Smáralind liggi um íþróttasvæði Breiðabliks
Samkvæmt minnisblaði frá verkefnastofu Borgarlínu er heppilegra að Borgarlína fari um Hafnarfjarðarveg og Fífuhvammsveg en að leið hennar komi til með liggja um Digranesveg og Dalveg.
24. nóvember 2021
Ólína Gunnlaugsdóttir
Svik og blekkingar í Snæfellsbæ
21. nóvember 2021
Páll Hermannsson
Sundabrú og Sundahöfn – Leiðir til að hætta sóun á tíma, plássi og peningum
20. nóvember 2021
Svæðið sem verður undir í skipulagsferlinu sem er framundan.
Suðurlandsbraut og efsti hluti Laugavegar í deiliskipulagsferli á næstu mánuðum
Til stendur að nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsbraut og efsta hluta Laugavegar sem felur í sér mótun sérrýmis fyrir Borgarlínu verði kynnt í febrúar. Skipulagslýsing fyrir verkefnið liggur fyrir og verður kynnt formlega eftir samþykkt borgarstjórnar.
19. nóvember 2021
Reykjanesbrautin gerir í dag ferðir gangandi og hjólandi á milli Smára og Glaðheimahverfis fremur torfærar.
Kópavogur leitar hugmynda að loki ofan á Reykjanesbraut
Hugmyndasamkeppni stendur yfir á vegum Kópavogsbæjar og Arkitektafélags Íslands, þar sem meðal annars er vonast eftir að fram komi hugmyndir um lok ofan á Reykjanesbrautina. Einnig er kallað eftir hugmyndum að staðsetningu borgarlínustöðvar við Smáralind.
16. nóvember 2021
Andri Snær Magnason
Hver er hugmyndin?
16. nóvember 2021
Bæjarstjórinn í Árborg lítur svo á að það þurfi að byggja upp nýjan veg, ýmist sunnan við Selfoss eða í Ölfusi, til að höndla þungaflutninga austan að og til Þorlákshöfn.
Sunnlenskir sveitarstjórar hugsi yfir auknum þungaflutningum um Suðurland
Bæjarstjórinn í Árborg segir ljóst að byggja þurfi upp nýjan veg umhverfis Selfoss til að anna stórkostlegri aukningu vöruflutninga úr austri og til Þorlákshafnar, óháð því hvort fyrirhugaðir flutningar Kötluvikurs af Mýrdalssandi verði að veruleika.
12. nóvember 2021
Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Flutningabíll æki að meðaltali á sex mínútna fresti í gegnum þéttbýlisstaði á Suðurlandi
Skipulagsstofnun áréttar, í áliti sínu vegna matsáætlunar um fyrirhugaða vikurnámu við Hafursey á Mýrdalssandi, að umhverfismatsskýrsla þurfi að fjalla um áhrif afar umfangsmikilla flutninga með vikurinn til Þorlákshafnar.
11. nóvember 2021
Rafbílar eru fyrirferðamiklir í umræðunni í kringum Cop26-ráðstefnuna í Glasgow.
Rörsýn á rafmagnsbíla á ráðstefnunni í Glasgow
Í aðalsýningarsalnum á Cop26 í Glasgow er hægt að sjá kappakstursbíl sem gengur fyrir rafmagni. Lítil áhersla er hins vegar bæði þar og í dagskrá ráðstefnunnar á virka ferðamáta og almenningssamgöngur, ýmsum til furðu.
4. nóvember 2021
Hildigunnur Sverrisdóttir
Skipulag til allra heilla?
1. nóvember 2021
Fólk trúir að það geti haft áhrif á sitt nánasta nágrenni
Almenningur vill láta sig skipulagsmál varða, en mörgum þykja þau flókin og óaðgengileg. Fagfólk telur litla háværa hópa stundum hafa of mikil áhrif. Kjarninn ræðir samráð í skipulagsmálum við Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar.
31. október 2021
ÁTVR leitar nú að nýju plássi undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur.
Vínbúðin gagnrýnd fyrir að leita sér að bílvænni stað í miðborginni
Fréttir af því að ÁTVR kanni möguleikann á að finna nýjan stað undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur hafa fallið í grýttan jarðveg hjá ýmsum. Ríkisfyrirtækið hefur áður sætt gagnrýni fyrir að reka stefnu sem miði að því að fólk komi keyrandi að kaupa vín.
27. október 2021
Þann 1. október voru heimildir til þess að byggja rúmlega þrjúþúsund íbúðir á deiliskipulögðum lóðum hér og þar í Reykjavík.
Meirihluti íbúða í samþykktu deiliskipulagi er á nýjum uppbyggingarsvæðum
Flestar þær íbúðir sem heimilt var samkvæmt samþykktu deiliskipulagi að byggja í Reykjavíkurborg þann 1. október, án þess að búið væri að gefa út byggingarleyfi, eru fyrirhugaðar á nýjum uppbyggingarsvæðum í Vogahverfi, Bryggjuhverfi og Skerjafirði.
27. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
26. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
23. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
21. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
20. október 2021
Horft frá bakgarði til vesturs.
Byggingin „lík virki“ og skýringarmyndir „fráhrindandi“
Skipulagsfulltrúi fellst ekki á að færa og snúa gömlu húsi á Bræðraborgarstíg, segir gólfsíða glugga áformaðrar nýbyggingar „einhæfa“, „stóreflis“ kvisti eins og húshlið að ryðjast upp á þak og framkomnar skýringarmyndir „fráhrindandi og kaldar“.
14. október 2021
Hver er framtíð tómlega túnbalans í horni Laugardalsins?
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardal hafa verið samþykkt í borgarráði þrátt fyrir mótbárur, en hvað svo? Kjarninn skoðar þær hugmyndir og áætlanir sem eru uppi um grasbalann mikla vestan við Glæsibæ. Þar er jafnvel rætt um að setja niður leikskóla.
10. október 2021
Hæð byggðar í Mjódd lækkuð og blásið á hugmyndir um búðarkjarna við Bauhaus
Aðalskipulag Reykjavíkur fram til ársins 2040 var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar á miðvikudag. Helsta breytingin frá auglýstri tillögu er sögð sú að viðmiðunarhæð byggðar í Mjódd lækkar niður í 4-7 hæðir.
9. október 2021
Byggt verði af virðingu við fórnarlömb brunans og húsin í kring
Íbúar í Vesturbæ skora á borgaryfirvöld að eignast lóðina við Bræðraborgarstíg 1 og 3. Þeir segja reitinn ekki bera áformað byggingarmagn og vilja að þar verði reistur minnisvarði um fórnarlömb eldsvoðans og byggt í takti við timburhúsin í nágrenninu.
9. október 2021
Í athugasemd frá arkitektúrdeild LHÍ segir að þéttleiki sumra uppbyggingarreita í breyttu aðalskipulagi séu í mótsögn við markmið gildandi aðalskipulags borgarinnar.
Gagnrýnir lítið samráð í tengslum við „afgerandi“ breytingar á borginni
Í umsögn frá deildarforseta arkitektúrdeildar LHÍ um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur segir að viðmið um þéttleika og hæð byggðar á nokkrum reitum virðist í ósamræmi við markmið aðalskipulagsins sem nú er í gildi.
7. október 2021
Við Ægisíðu 102 er í dag þjónustu- og bensínstöð á vegum N1.
Telja opnað fyrir óeðlilega mikið byggingarmagn við Ægisíðu 102
Íbúar í grenndinni við Ægisíðu 102, þar sem þjónustustöð N1 er í dag, telja að borgin sé að opna á of mikla uppbyggingu á lóðinni með breytingum á aðalskipulagi. Þeir furða sig einnig á að Festi hf. fái byggingaréttinn á lóðinni afhentan.
5. október 2021
Á hinum svokallaða Heklureit sem stendur við Laugaveg stendur til að byggja fjölmargar íbúðir á næstu árum.
Lýsa áhyggjum af „skuggasundum“ og dimmum íbúðum á Heklureit
Tveir arkitektar gagnrýna þéttleika byggðar á hinum svokallaða Heklureit við Laugaveg og segja athugasemdir sínar raunar geta átt við um fleiri þéttingarreiti í borginni. Þeir segja þéttingu byggðar meðfram legu Borgarlínu ekki mega bitna á gæðum íbúða.
4. október 2021
Fasteignafélagið sem á verslunarhúsnæði Bauhaus vill fá leyfi til að byggja nýjan verslunarkjarna á lóðinni, sem liggur meðfram Vesturlandsvegi.
Vilja reisa nýtt verslunarhúsnæði á bílaplaninu við Bauhaus
Fasteignafélagið Lambhagavegur vill fá leyfi til þess að reisa nýjan 3-4.000 fermetra verslunarkjarna á bílaplaninu við Bauhaus. Félagið gerir ráð fyrir því að þar gæti verið matvöruverslun, auk annarrar þjónustu.
3. október 2021
Mjódd og Norður-Mjódd verða að óbreyttu skilgreind sem uppbyggingarsvæði þar sem ráð er gert fyrir að hús geti verið 5-8 hæðir. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ekki par sáttir við það.
Fara fram á að nýbyggingar í Mjóddinni verði ekki hærri en fimm hæðir
Margir íbúar í Neðra-Breiðholti mótmæla skilgreindri viðmiðunarhæð nýrrar byggðar í Mjódd og Norður-Mjódd í breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur. Íbúarnir segjast margir óttast að kvöldsól og útsýni muni heyra sögunni til, rísi háreist byggð á svæðinu.
2. október 2021
Hildur Knútsdóttir
Þorpið í borginni
30. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
20. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
16. september 2021
Á myndinni sjást gámar í Þormóðsdal sem Mosfellsbær hefur spurt landeigandann, Landbúnaðarháskóla Íslands, út í. Skólinn kannast ekki við gámana.
Leita gulls án leyfis í Þormóðsdal
Iceland Resources hóf rannsóknarboranir til gullleitar í Þormóðsdal í sumar þrátt fyrir að Mosfellsbær hefði ekki gefið út leyfi til framkvæmdanna. Fyrirtækið boraði í „góðri trú“ um að það væri sameiginlegur skilningur að ekkert slíkt leyfi þyrfti.
14. september 2021
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til Alþingis
11. september 2021
Bjarki Gunnar Halldórsson
Arkitektúr og pólitík
9. september 2021
Fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu sögðust keyra til vinnu í júní 2021 en þegar spurt var að því sama í júní árið 2020.
Áfram fleiri sem keyra oftast til vinnu en helst myndu kjósa
Hlutfall þeirra sem keyrðu oftast í vinnuna í júnímánuði jókst á þessu ári miðað við síðasta ár, samkvæmt nýrri ferðavenjukönnun frá Maskínu. Borgarfulltrúar túlkuðu niðurstöðurnar hver með sínu nefi á fundi skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag.
3. september 2021
svæðið sem átti samkvæmt tillögu að breyta úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði á aðalskipulagi.
Fresta breytingum á skipulagi vegna vindorkuvers „því þetta er gríðarlega stór ákvörðun“
Sveitarstjórn Norðurþings hefur ákveðið að fresta frekari vinnu við breytingu á aðalskipulagi þar til umhverfismati fyrirhugaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu verður lokið að fullu. Gert í samræmi við vilja íbúa, segir forseti sveitarstjórnar.
1. september 2021
Edda Ívarsdóttir
Þetta gengur ekki lengur! – F(b)íllinn í herberginu
28. ágúst 2021
Minjastofnun segist gera ráð fyrir miklum og tímafrekum fornleifarannsóknum víða þar sem fyrirhugað er að Borgarlínan muni liggja, fyrst og fremst í miðbæ Reykjavíkur.
Minjastofnun fær ekki séð hvernig eigi að koma Borgarlínu fyrir í miðborginni
Minjastofnun Íslands gerði í upphafi sumars athugasemdir við eitt og annað í tengslum við Borgarlínu, í umsögn vegna væntra aðalskipulagsbreytinga Reykjavíkurborgar og Kópavogs í tengslum við fyrstu lotu verkefnisins.
27. ágúst 2021
Guðmundur H. Sigurðsson
Skipulagðar samgönguvenjur
23. ágúst 2021
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgarfulltrúi telur Reiti setja fram „gamaldags viðhorf til fólks“ og þykir það leitt
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir leitt að sjá neikvæðar athugasemdir fasteignafélagsins Reita við uppbyggingu smáhýsa fyrir nokkra skjólstæðinga velferðarsviðs borgarinnar í Laugardal.
13. ágúst 2021
Sverrir Norland
Hvernig á góð borg að vera?
7. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
1. ágúst 2021
Fjölbreytt fuglalíf er við Grafarvog innan Gullinbrúar og fara þar um þúsundir vaðfugla. Svæðið er alþjóðlega mikilvægur viðkomustaður farfugla, einkum vaðfuglategunda.
Vilja friða eina af fáum óspilltu leirum borgarinnar
Með áformum um friðlýsingu Grafarvogs innan Gullinbrúar er horft til þess að vernda til framtíðar náttúrulegt ástand vogsins og líffræðilega fjölbreytni hans, þ.m.t. mikilvægar fjöruvistgerðir, búsvæði fugla og óspillta leiru.
20. júlí 2021
María Hrönn Gunnarsdóttir
Þriðja stærsta raforkuver landsins á Melrakkasléttu?
19. júlí 2021
Steinsteypan gerir það að verkum að í borgum er hiti hærri en í næsta nágrenni þeirra.
Borgirnar hitna: Misskipting innbyggð í skipulagið
Öfgakenndar hitabylgjur eiga eftir að verða enn tíðari. Borgir heims verða verst úti. Og innan þeirra eru það fátækustu íbúarnir sem eru fórnarlömbin.
17. júlí 2021
Samkvæmt samantekt bráðamóttöku Landspítalans voru 45 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku sumarið 2020 eftir byltu á rafhljópahjóli yngri en 18 ára.
Rafskútur geti skýrt aukinn fjölda alvarlegra slysa meðal barna í umferðinni
Algengasta orsök slysa meðal hjólandi barna er sú að bifreið aki á þann sem er hjólandi, samkvæmt nýrri skýrslu um börn og samgöngur. Hægt sé að stuðla að breyttum ferðavenjum allra með því að hlúa að ferðamynstri barna og ungmenna.
16. júlí 2021
Hrafnhildur Bragadóttir
Umgjörð um öðruvísi framtíð
14. júlí 2021
Pawel Bartoszek er borgarfulltrúi Viðreisnar og jafnframt formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.
Ekki öruggt að Sundabraut verði lögð
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir það háð félagshagfræðilegri greiningu hvort og þá hvernig framkvæmd Sundabrautar verður háttað. Yfirlýsing um lagningu Sundabrautar var undirrituð í vikunni af ríki og borg.
9. júlí 2021
Ríki og borg sammælast um að Sundabraut verði lögð alla leið á Kjalarnes, í einni samfelldri framkvæmd, en ekki aðeins í Gufunes.
Stefna að opnun Sundabrautar árið 2031
Borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirrituðu í dag yfirlýsingu um lagningu Sundabrautar. Ekki er enn ljóst hvort brú eða göng verða fyrir valinu en framkvæmdin verður fjármögnuð með gjaldtöku.
6. júlí 2021
Hið áformaða virkjanasvæði er í grænum lit fyrir miðri mynd.
Áhrifasvæðið myndi ná langt inn á óbyggð víðerni
Bæði Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun vilja að fuglarannsóknir vegna áformaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu standi í tvö ár. Á svæðinu eru uppeldisstöðvar rjúpu. Þeim er sérstaklega hætt við að fljúga á hindranir. Myllurnar yrðu um 200 metra háar.
6. júlí 2021
Þjófafoss í Þjórsá í Rangárþingi ytra.
Sameining á Suðurlandi: Yrði stærsta sveitarfélag landsins
Kosið verður um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi samhliða þingkosningum í september. Samþykki íbúar tillöguna verður hið nýja sveitarfélag það stærsta á Íslandi og mun ná yfir um sextán prósent af landinu.
1. júlí 2021
Viðvörunarbjöllur hringt í þrjú ár
Flestir voru í fastasvefni er hrikta tók í stoðum Champlain Towers South-byggingarinnar. Svo tóku hæðirnar þrettán að falla ein af annarri. Rétt eins og veikbyggð spilaborg. Sextán hafa fundist látin og 149 er enn leitað.
30. júní 2021
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir
Skipulag borgar og bæja í fortíð og framtíð
27. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
24. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
20. júní 2021
Elías Elíasson
Hágæða fólksflutningskerfi fyrir höfuðborgarsvæðið
19. júní 2021
Lóðirnar sem um ræðir eru samliggjandi við sjávarsíðuna á Vesturvör á Kársnesi. Þær verða í grennd við brúarsporð fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar.
Óld tán við Skæla gún á Kársnesi?
Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt að úthluta lóðum í grennd við nýja baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi til tengds fyrirtækis sem hefur áform um að byggja þar upp „Old Town“, afþreyingarhverfi í gömlum íslenskum stíl.
19. júní 2021
Miklubrautarstokkur, eins og teymi Arkís, Landslags og Mannvits sér fyrir sér að hann gæti orðið.
Mannlíf yfir bílum: Tillögur að stokkalausnum kynntar
Fimm þverfagleg teymi hafa skilað inn tillögum að stokkum á Miklubraut og Sæbraut, eftir hugmyndaleit sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Borgarstjóri sagði á kynningarfundi að Miklubraut í núverandi mynd væri ógn við lífsgæði og heilsu íbúa á stóru svæði.
15. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
12. júní 2021
Ólína Gunnlaugsdóttir
Þjóðgarður notaður sem skálkaskjól skipulagsofbeldis?
10. júní 2021
Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkurborgar hefur verið ráðinn til Betri samgangna ohf.
Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar ráðinn til Betri samgangna
Þorsteinn R. Hermannsson hefur verið ráðinn til Betri samgangna ohf. sem forstöðumaður samgangna, til eins árs frá 1. september. Hann fer í leyfi frá starfi sínu hjá borginni á meðan.
10. júní 2021
Mikill munur virðist á afstöðu fólks til hugmynda um Borgarlínu eftir því hversu margir bílar eru í heimilishaldinu, samkvæmt þessari nýju könnun.
Þeim sem búa miðsvæðis í Reykjavík líst best á hugmyndir um Borgarlínu
Samkvæmt nýrri könnun sem MMR framkvæmdi fyrir þrýstihóp sem vill verja minna almannafé í bættar almenningssamgöngur líst um 40 prósentum íbúa á höfuðborgarsvæðinu vel á framkomnar hugmyndir um Borgarlínu, en 34 prósentum illa.
3. júní 2021
Hans Guttormur Þormar
Hvernig getum við byggt Listaháskóla í Vatnsmýrinni?
2. júní 2021
Hugmyndir eru uppi um að byggja sex fjölbýlishús á svæðinu fyrir aftan Hilton Nordica-hótelið við Suðurlandsbraut.
Sex fjölbýlishús við Hilton Nordica-hótelið?
Fasteignafélagið Reitir er með hugmyndir um að byggja allt að 120 íbúðir í sex fjölbýlishúsum á því sem í dag er að mestu bílastæði fyrir aftan Hilton Nordica-hótelið við Suðurlandsbraut.
31. maí 2021
Metro kerfið í Kaupmannahöfn hefur notið fádæma vinsælda. Og nú er stefnt að því að láta það teygja sig til Svíþjóðar.
Metro undir Eyrarsund til Malmö
Fyrir níu árum sagði yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar að hann sæi fyrir sér að Metro lestarkerfið í Kaupmannahöfn næði yfir Eyrarsund til Malmö innan fárra áratuga. Fáir voru trúaðir á þessa framtíðarsýn. Nú er komið annað hljóð í strokkinn.
30. maí 2021
Tíu molar um hvernig Reykjavík hyggst verða „hjólaborg á heimsmælikvarða“
Ný hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt og samþykkt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í vikunni. Kjarninn skoðaði plaggið og tók saman nokkra mola um það sem í því felst.
29. maí 2021
Ólína Gunnlaugsdóttir
Skipulagsofbeldi í Snæfellsbæ?
1. maí 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
21. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
14. apríl 2021
Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Innsend erindi teljast fyrirliggjandi gögn óháð því hvort borgarfulltrúar hafi séð þau eða ekki
Afgreiðsla Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni frá Kjarnanum var haldin verulegum annmörkum, að mati úrskurðarnefndar. Borgin hélt því fram að innsend erindi um skipulagsmál gætu ekki talist fyrirliggjandi gögn fyrr en borgarfulltrúar hefðu kynnt sér þau.
10. apríl 2021
Alda athugasemda við veg um „einn fegursta stað á jarðríki“
Áform um að leggja hringveginn milli þorps og strandar við Vík í Mýrdal mun vega beint að hagsmunum samfélagsins sem ferðamannastaðar, að mati tveggja sérfræðinga í ferðamálum.
2. apríl 2021
Sigrún H. Pálsdóttir
Sundabraut á landfyllingum yfir Leiruvog – Stöldrum við
1. apríl 2021
Mynd úr kynningarefni skipulagsbreytinga fyrir Hamraborgarsvæðið.
Meirihluti vill breytingar á Hamraborginni samkvæmt nýrri könnun
Meirihluti svarenda í nýrri könnun um miðbæ Kópavogs er jákvæður í garð fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á Hamraborgarsvæðinu. Meira en helmingur svarenda hefur þó kynnt sér breytingarnar lítið sem ekkert.
30. mars 2021
Björn Teitsson
Bæta við, umbreyta og endurnýta
24. mars 2021
Borgarlínuleiðin sem pólitíkin í Hafnarfirði og Garðabæ vill kanna hvort hægt sé að flýta undirbúningi á er sú sem hér sést í fjólubláum lit, á milli Fjarðar og Miklubrautar.
Garðabær og Hafnarfjörður kanna hvort unnt sé að flýta vinnu við Borgarlínu
Bæjarstjórnir bæði Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa í vikunni samþykkt að kanna hjá Betri samgöngum og Vegagerðinni hvort mögulegt sé að fara fyrr af stað með vinnu við frumdrög að borgarlínuleiðinni sem tengja á Hafnarfjörð og Reykjavík.
19. mars 2021
Samstaða er á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Borgarlínu og fulltrúar segja fagnaðarefni hve langt á veg verkefnið er komið. Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg ríkir ekki sama sáttin.
„Þverpólitísk sátt“ um Borgarlínu nær ekki inn í Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík
Langflestir fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal þrír sjálfstæðismenn í Kraganum, telja það fagnaðarefni að borgarlínuverkefnið sé komið vel af stað. Ekki þó fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
18. mars 2021
Hans Guttormur Þormar
Listaháskólann í Vatnsmýrina!
18. mars 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Ráðherra leggur til að flugvallareglur ráðherra trompi skipulagsáætlanir sveitarfélaga
Í nýju frumvarpi til laga um loftferðir er lagt til að ráðherra verði heimilt að setja skipulagsreglur fyrir flugvelli sem gangi framar skipulagi sveitarfélaga. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir þetta „galið.“
17. mars 2021
Hvað keyrir áfram bílamenninguna í Reykjavík?
Í nýlegri rannsókn reyndi fræðafólk við Háskóla Íslands og Aalto-háskóla í Finnlandi að kortleggja hvað útskýrir mikla bílaeign á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið skiptir miklu, í bland við slæma ímynd almenningssamgangna og sess einkabílsins í samfélaginu.
17. mars 2021
Borgaryfirvöld segja núverandi almenn hraðamörk, 50 km/klst., leiði til þess að hraðamörk séu oft og tíðum of há innan þéttbýlis.
Reykjavíkurborg hlynnt því að 30 kílómetra hámarkshraði verði nýja normið
Reykjavíkurborg hefur skilað inn jákvæðri umsögn um frumvarp sem felur í sér að almenn hraðamörk í þéttbýli lækki úr 50 km/klst. í 30 km/klst. Borgin bendir á að núverandi hraðamörk séu ekki í samræmi við rannsóknir eða þróun síðustu áratuga.
16. mars 2021
Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Hve marga rafbíla þyrfti að kaupa fyrir alla notendur Strætó?
Hópur sem telur Borgarlínu of dýra framkvæmd og vill byggja meira undir einkabíla viðraði nýlega þá hugmynd að færa öllum notendum Strætó lítinn rafbíl að gjöf. Það væri ódýrara og betra fyrir loftslagið. Kjarninn skoðaði hversu marga rafbíla þyrfti til.
15. mars 2021
Lægri hámarkshraði myndi kalla á fleiri strætisvagna
Strætó segir í umsögn við frumvarp Andrésar Inga Jónssonar um lækkun hámarkshraða í þéttbýli að það myndi auka öryggi gangandi vegfarenda. En einnig ferðatíma strætófarþega og kostnað Strætó, nema gripið yrði til mótvægisaðgerða.
13. mars 2021
Tíu molar um hóp sem vill fresta Borgarlínu og malbika meira
Nýr hópur sem kallar sig „Áhugafólk um samgöngur fyrir alla“ lagði á dögunum fram tillögur að breytingum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hópurinn telur Borgarlínu of dýra og leggur til mörg ný mislæg gatnamót. Kjarninn skoðaði tillögurnar.
12. mars 2021
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita og Dagur B. Eggertson borgarstjóri undirrituðu samkomulag um uppbyggingu Orkureitsins í gær.
Heimilislausir handan Suðurlandsbrautar virðast ekki ætla að stöðva áform Reita
Samkomulag hefur verið undirritað um uppbyggingu 440 íbúða á Orkureitnum. Reitir sögðust í fyrra áskilja sér rétt til þess að hætta við áformin ef smáhýsi fyrir heimilislausa yrðu byggð í nágrenninu. Forstjórinn segir oftúlkun að kalla það hótun.
10. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
2. mars 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
26. febrúar 2021
Fárviðri suðvestanlands – við hverju má búast?
Illviðrið sem gekk yfir Suðvesturland í febrúar árið 1991 og olli gríðarlegu tjóni á höfuðborgarsvæðinu kom að óvörum því ekki hafði tekist að spá fyrir um hversu svakalegt það yrði. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um hamfaraveðrið.
21. febrúar 2021
Hönnunarteymið fær það verkefni að taka við þeim tillögum sem koma fram í frumdragaskýrslu Borgarlínu og útfæra verkefnið nánar fram að framkvæmdum, í samstarfi við Vegagerðina.
Franskur verkfræðirisi leiðir hönnunarteymi Borgarlínu
Alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Artelia Group og danskir og íslenskir samstarfsaðilar þess urðu hlutskörpust í hönnunarútboði fyrir fyrstu lotu Borgarlínu.
19. febrúar 2021
Sjö fróðleiksmolar um Borgarlínu
Af hverju er aftur verið að ráðast í þetta borgarlínuverkefni? Hvernig líta næstu áfangar þess út? Og hvað vitum við um væntan kostnað? Kjarninn tók saman nokkra mola um sögu og framtíð Borgarlínu.
16. febrúar 2021
Tillaga íbúaráðs Grafarvogs um að taka upp póstnúmerið 112 í Bryggjuhverfi hefur verið dregin til baka.
Tillaga um póstnúmerabreytingu í Bryggjuhverfi afturkölluð
Ekkert virðist ætla að verða af hugmyndum íbúaráðs Grafarvogs um að breyta póstnúmeri Bryggjuhverfis úr 110 í 112. Tillaga um þá breytingu hefur verið afturkölluð, en ekki reyndist einhugur á meðal íbúa um málið.
11. febrúar 2021
Pawel Bartoszek
Borgarlína í gullflokki
10. febrúar 2021
Tilraunastöðin tók til starfa að Keldum í botni Grafarvogs árið 1948. Til stendur að selja landið og nýta ágóðann af sölunni til samgöngumála. Tilraunastöðin krefst samráðs um skipulag og hlutdeildar í ágóðanum af sölunni.
Keldur vilja vera áfram að Keldum og fá hlutdeild í söluandvirði landsins
Í upphafi mánaðar lagði Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fram þrjár kröfur til mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnunin vill vera áfram að Keldum, eiga samráð um skipulagningu landsins og fá hlutdeild í söluágóða þess.
10. febrúar 2021
Gauti Kristmannsson
Spurt um Sundabraut
7. febrúar 2021
Til vinstri má sjá núverandi hringtorg á Hringbraut og tillöguna þar fyrir neðan og til hægri má sjá núverandi hringtorg á Suðurlandsbraut og tillögu að gatnamótum þar fyrir ofan.
Hringtorg kveðja og vinstri beygjur víða gerðar ómögulegar
Lagt er til að tvö stór hringtorg verði ljósagatnamót og vinstri beygjum í kringum borgarlínuleiðir verði fækkað verulega, í fyrstu tillögum að útfærslu alls 79 gatnamóta sem eru í fyrstu lotu Borgarlínu.
6. febrúar 2021
Hvernig breytir Borgarlínan götunum?
Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínu hafa verið birt. Þar fæst skýrari mynd en áður hefur komið fram um hvernig fyrirséð er að Borgarlínan breyti samgönguskipulaginu á þeim götum sem hún fer um. Tillaga er gerð um einstefnu á Hverfisgötu.
5. febrúar 2021
Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Sundabrú myndi rísa allt að 35 metrum yfir haffletinum í Kleppsvík
Starfshópi sem falið var að meta hvort fýsilegra væri að nota jarðgöng og lágbrú til að þvera Kleppsvík í tengslum við Sundabraut komst að þeirri niðurstöðu að kostir brúar væru meiri. Sundabrú yrði hins vegar ekki neitt sérlega lág.
3. febrúar 2021
Valkostirnir tveir sem starfshópurinn rýndi í og mat upp á nýtt voru löng og dýr jarðgöng eða lágbrú sem mun fyrirsjáanlega hafa einhver áhrif á starfsemi Sundahafnar.
„Þurfum ekki að skrifa fleiri skýrslur“: Sundabrú trompar Sundagöng
Brú yfir Kleppsvík þykir fýsilegri kostur en jarðgöng úr Laugarnesi yfir í Gufunes, samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps. Áætlaður heildarkostnaður við lagningu Sundabrautar er tæpir 70 milljarðar króna.
3. febrúar 2021