200 færslur fundust merktar „stjórnsýsla“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lítur dagsins ljós
Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af.
10. desember 2018
Stjórnmálaflokkarnir sammála um að fá meira rekstrarfé úr ríkissjóði
Allir flokkar á þingi standa að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um stjórnmálastarfsemi. Í því verður fjármögnun stjórnmálaflokka á nafnlausum áróðri bannaður með lögum og geta einkaaðila til að gefa þeim pening aukin .
7. desember 2018
Frosti Sigurjónsson.
Frosti skipaður formaður starfshóps um sértækar aðgerðir til íbúðarkaupa
Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað Frosta Sigurjónsson formann starfshóps sem útfæra á sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði.
6. desember 2018
Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur hefur fengið tæpar 23,5 milljónir í aksturskostnað á eigin bíl
Frá árinu 2013 hefur þingmaður Sjálfstæðisflokksins fengið tæpar 23,5 milljónir endurgreiddar vegna aksturskostnaðar á eigin bifreið. Hæstu endurgreiðslurnar fékk hann árið 2014.
5. desember 2018
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk of háa styrki frá Ísfélagsfjölskyldunni
Þrjú félög í eigu fjölskyldu Guðbjargar Matthíasdóttur, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, styrktu Sjálfstæðisflokkinn um rúmlega tvöfalda þá upphæð sem lög heimila tengdum aðilum að gera. Hluti styrkjanna hafa verið endurgreiddir.
28. nóvember 2018
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur endurgreiddi þinginu 178 þúsund krónur vegna ferða með tökufólki ÍNN
Þingmaður Sjálfstæðisflokks endurgreiddi kostnað sem hann hafði fengið endurgreiddan vegna ferða sem hann fór um kjördæmi sitt með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN, sem gerðu sjónvarpsþátt um ferðirnar.
26. nóvember 2018
Ríkislögmaður víkur sæti í bótamáli
Sáttanefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vinnur með ríkislögmanni við að semja um bótagreiðslur til þeirra sem voru sýknaðir. Ríkislögmaður er hins vegar vanhæfur vegna aðkomu föður hans að rannsókn málsins og því hefur nýr verið settur.
19. nóvember 2018
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Brotamönnum gert kleift að sitja í stjórn FME tíu árum eftir dóm
Í tillögum dómsmálaráðherra um breytingar á lögum vegna uppreist æru er lagt til að menn sem hafa framið alvarleg lögbrot verði sjálfkrafa hæfir til að sitja í stjórn Fjármálaeftirlitsins tíu árum eftir að þeir voru dæmdir. Tillagan er ekki rökstudd.
13. nóvember 2018
Nefnd um dómarastörf hefur rætt ráðgjöf Davíðs Þórs Í Landsréttarmálinu
Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari hefur upplýst nefnd um dómaramál um ráðgjafastörf sín í Landsréttarmálinu. Það gerði hann sama dag og bréf var sent til ríkislögmanns þar sem spurst var fyrir um aukastörf hans.
31. október 2018
Ef skipan dómara hefði verið lögmæt hefðu Eiríkur og Jón verið skipaðir í Landsrétt
Héraðsdómur samþykkti að greiða tveimur mönnum sem urðu af embætti dómara í landsrétti vegna saknæmrar og ólögmætrar ákvörðunar dómsmálaráðherra um að skipa þá ekki í Landsrétt. Annar gerði kröfu um 31 milljónir króna í skaðabætur en fékk 4 milljónir.
25. október 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Eiríkur og Jón fá bætur vegna skipunar dómsmálaráðherra í Landsrétt
Tveir umsækjendur um stöðu dómara í Landsrétti, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson, sem voru metnir á meðal þeirra hæfustu en Sigríður Á. Andersen ákvað að skipa ekki, unnu mál sitt gegn íslenska ríkinu vegna skipunarinnar í dag.
25. október 2018
Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson leiðir samstarfshóp gegn félagslegum undirboðum
Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og Seðlabankastjóri, hefur verið skipaður formaður samstarfshóp gegn félagslegum undirboðum.
23. október 2018
Sara Dögg Svanhildardóttir
Betri þjónusta - betra samfélag
23. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
20. október 2018
Leggja til skýrari reglur um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna
Markmiðið með nýju frumvarpi er að kveða á um að meginreglan sé sú að opinberir starfsmenn njóti tjáningarfrelsis og að það verði aðeins takmarkað þegar þörf krefur og þá samkvæmt skýrum og fyrirsjáanlegum lagaákvæðum.
15. október 2018
Ekki benda á Ásmund Friðriksson
12. október 2018
Kristrún Heimisdóttir.
Kristrún Heimisdóttir leiðir sáttanefnd vegna eftirmála í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða fyrir hönd stjórnvalda sáttaviðræður við fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar.
2. október 2018
Stór hluti skýrslu um Samgöngustofu gerður ólæsilegur
Stór hluti af áfangaskýrslu starfshóps sam­gönguráðuneyt­is­ins um störf og starfs­hætti Sam­göngu­stofu er svertur svo ekki er hægt að lesa hvað þar stendur. Ráðuneytið hefur ekki svarað spurningum Kjarnans um hvað veldur.
27. september 2018
Velferðarráðuneytið: Bragi fór ekki út fyrir valdsvið sitt
Bragi Guðbrandsson hefur fengið bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem það staðfestir að hann hafi ekki farið út fyrir verksvið sitt í barnaverndarmáli. Ráðuneytið hefur því fellt fyrri ákvörðun sína um slíkt úr gildi.
26. september 2018
Hannes segir Breta skulda Íslendingum afsökunarbeiðni
Beiting hryðjuverkalaganna bresku gegn Íslandi var ruddaleg og óþörf aðgerð og bresk stjórnvöld skulda þeim íslensku afsökunarbeiðni vegna hennar. Þetta kemur fram í skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann skilaði til fjármálaráðherra í dag.
25. september 2018
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
25. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
24. september 2018
Elín Oddný Sigurðardóttir
Ráðgjafarstofa innflytjenda – heildstæð þjónusta á einum stað
20. september 2018
Héraðsdómur: Ráðherra verður að virða reglur
Hver eru réttaráhrif læknadómsins í gær? Munu sérgreinarlæknar nú fá aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands eða getur ráðherra staðið við það að loka samningnum? Kjarninn fór yfir niðurstöðu Hérðasdóms Reykjavíkur í málinu.
20. september 2018
Hátíðarfundurinn á Þingvöllum kostaði 87 milljónir
Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum í júlí var tæpar 87 milljónir króna, eða 41 milljón umfram áætlun. Alls voru greiddar rúmar 9 milljónir fyrir hönnun og ráðgjöf í tengslum við hátíðarfundinn og rúmlega 2,5 milljónir í gæslu.
17. september 2018
Guðmundur Hafsteinsson
Guðmundur Hafsteinsson formaður stýrihóps um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland
Guðmundur Hafsteinsson yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant verður formaður í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.
17. september 2018
Isavia veitir ekki upplýsingar um vanskil flugfélaga eða tekjur vegna þeirra
Isavia greinir ekki frá því hvernig tekjur félagsins skiptast eftir viðskiptavinum né hvort, og þá hversu mikil, vanskil séu til staðar á lendingargjöldum. Uppbygging Keflavíkurflugvallar er unnin út frá ýmsum sviðsmyndum.
15. september 2018
Helga Sigrún Harðardóttir
Staðla...hvað?
11. september 2018
Kjartan Jónsson
Haltur leiðir blindan
10. september 2018
Treystið okkur
8. september 2018
María Heimisdóttir
María Heimisdóttir nýr forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands til næstu fimm ára.
5. september 2018
Jón Ólafsson var formaður starfshópsins.
Svona ætlar ríkisstjórnin að efla traust á stjórnmálum
Starfshópur vill láta „lobbyista“ skrá sig og gera samskipti þeirra við stjórnvöld gegnsæ, setja reglur um störf stjórnmála- og embættismanna fyrir aðra ogr auka hagsmunaskráningu. Þá vill hann að fleiri setji sér siðareglur.
5. september 2018
Svandís sér um kæru vegna knatthúsa FH í stað Sigurðar Inga
Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra situr í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Kæra vegna knatthúsa FH mun því verða afgreidd af Svandísi Svavarsdóttur.
4. september 2018
Íslandspóstur tapaði 161 milljón á fyrstu sex mánuðum ársins
Bréfasendingum á Íslandi fækkaði um 12 prósent milli ára. Ófjármagnaður kostnaður Íslandspósts við framkvæmd alþjónustu er áætlaður um 700 milljónir króna í ár. Unnið er að því í samstarfi við stjórnvöld að tryggja fjármögnun.
31. ágúst 2018
Sigurður Skúli Bergsson settur tollstjóri
Bjarni Benediktsson hefur sett Sigurð Skúla Bergsson tímabundið í embætti tollstjóra.
29. ágúst 2018
Útlendingastofnun
Umsóknarferlið flókið og kerfið óliðlegt
Ungur maður frá Litháen sem búið hefur meirihluta ævi sinnar hér á landi hefur fengið synjun um íslenskan ríkisborgararétt. Hann gagnrýnir umsóknarferlið og telur það vera flóknara og tyrfnara en það þyrfti að vera.
27. ágúst 2018
Landsbankinn vill matsmenn til að leggja mat á ársreikning Borgunar
Mál sem Landsbankinn höfðaði gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og þeim sem keyptu hlut bankans í því haustið 2014 var tekið fyrir í apríl. Bankinn vill enn ekki afhenda stefnuna í málinu né framlagðar greinargerðir.
22. ágúst 2018
Tekjuviðmiðum fyrir gjafsóknir breytt
Breytingin felur í sér hækkun viðmiðunarfjárhæða gjafsóknar. Þannig mega tekjur einstaklings ekki nema hærri fjárhæð en 3,6 milljóna í stað 2 milljóna áður. Sama upphæð fyrir hjón eða sambúðarfólk hækkar úr 3 milljónum í 5,4 milljónir.
8. ágúst 2018
Ísland eftirbátur Norðurlanda í stafrænni stjórnsýslu
Stafræn þjónusta hins opinbera á Íslandi er slökust allra Norðurlanda, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna.
3. ágúst 2018
Helga Dögg Sverrisdóttir
Opið bréf til Brynjars Níelssonar og Helgu Völu Helgadóttur þingmanna
17. júlí 2018
Íslenska skjaldamerkið.
Minnsti innleiðingarhalli Íslands síðan 2010
Umtalsvert hefur dregið úr innleiðingarhalla tilskipana og reglugerða sem falla undir EES samninginn og er hann í tilviki Íslands sá minnsti frá árinu 2010. Þetta er niðurstaða 42. frammistöðumats Eftirlitsstofnunar EFTA.
6. júlí 2018
Bréf umboðsmanns Alþingis birt of fljótt – Yfirfara verklag í kjölfarið
Bréf umboðsmanns Alþingis til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var aðgengilegt í svokallaðri fundagátt við móttöku þess en í bréfinu kom fram að umboðsmaður vildi ekki gera það opinbert fyrr en það hefði verið afhent og lagt fram á fundi nefndarinnar.
2. júlí 2018
Sautján aðstoðarmenn verða á þingi
Til stendur að auka enn frekar aðstoð við þingflokka og þingmenn en í henni felst m.a. hærra framlag vegna rekstrar og kaupa á sérfræðiþjónustu. Þingmaður Pírata telur breytingarnar vera til batnaðar.
2. júlí 2018
Alþingi
Fundað 30 sinnum í úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Á þremur árum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fundað 30 sinnum. Meðalmálsmeðferðartíminn styttist milli ára, samkvæmt forsætisráðherra.
29. júní 2018
Kópavogur
Bæjarstjóri leggur til að lækka laun kjörinna fulltrúa í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, lagði til við bæjarstjórnina að laun kjörinna fulltrúa, þar með talið bæjarstjóra Kópavogs, yrðu lækkuð um 15 prósent.
28. júní 2018
Athugasemdir í kæru Pírata leiða ekki til ógildingar kosninga
Nefnd á vegum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að athugasemdir af hálfu Pírata vegna sveitarstjórnarkosninganna, sem gerðar voru í kæru til nefndarinnar, séu ekki slíkar að þær leiði til ógildingar kosninganna.
15. júní 2018
Birgir veitti leyfi fyrir hálfnaktri myndatökunni
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins veitti leyfi fyrir myndatöku á hálfnöktum konum í tengslum við gjörning á Listahátíð í þingflokksherbergi flokksins. Sér enga ástæðu til að amast við þessum listgjörningi.
12. júní 2018
Ekkert ólöglegt við nafnlausan áróður í þingkosningum
Engir flokkar eru ábyrgir fyrir nafnlausum áróðri hulduaðila í aðdraganda kosninga og stjórnvöld telja sig ekki geta grafist um hverjir standi á bak við slíkan áróður.
11. júní 2018
Sigmundur Davíð spyr forseta Alþingis um hálfnakið fólk
Formaður Miðflokksins hefur beint fyrirspurn til forseta Alþingis og vill fá að vita hver hafi gefið leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk“ nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni.
11. júní 2018
Íslandsstofa ekki undanþegin upplýsingalögum
Meirihluti utanríkismálanefndar vill að upplýsingalögin gildi áfram um starfsemi Íslandsstofu. Í frumvarpi utanríkisráðherra átti starfsemin að vera undanþegin ákvæðum upplýsinga- og samkeppnislaga og laga um opinber innkaup.
11. júní 2018
Kjartan Bjarni Björgvinsson og Bragi Guðbrandsson.
Velferðarráðuneytið brást í málum Braga
Samkvæmt niðurstöðu óháðrar úttektar á málsmeðferð velferðarráðuneytisins á málum forstjóra Barnaverndarstofu samrýmdist hún ekki grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins.
8. júní 2018
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Engin greining fór fram á hvernig lækkun veiðigjalds myndi skiptast
Stjórnvöld létu ekki greina hvernig lækkun á veiðigjöldum myndi skiptast niður á útgerðir. Stærstu útgerðir landsins myndu taka langstærstan hluta af þeim tekjum sem ríkið hefði gefið eftir.
8. júní 2018
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.
„Mikilvæg viðbrögð við #metoo“ – Breytingar á siðareglum samþykktar
Viðbætur við siðareglur alþingismanna voru samþykktar í dag. Breytingar komu til m.a. vegna #metoo-umræðu.
5. júní 2018
Sigríður Víðis Jónsdóttir
Sigríður Víðis nýr aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra
Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra.
4. júní 2018
Vilja auka sýnileika siðareglna alþingismanna
Samkvæmt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eiga siðareglur að vera lifandi og taka mið af þeim breytingum sem verða í samfélaginu. Nefndarálit hefur nú verið samþykkt varðandi breytingar á siðareglum alþingismanna.
3. júní 2018
Facebook-síða forsætisráðuneytisins.
Engar reglur til um notkun stjórnvalda og stofnana á samfélagsmiðlum
Stjórnvöld og ríkisstofnanir geta útilokað einstaka aðila frá því að taka þátt í umræðum á samfélagsmiðlum þeirra. Reglur um notkun þeirra eiga að liggja fyrir í haust.
31. maí 2018
Kúrdískt flóttafólk í Frakklandi.
Útlendingastofnun hefur ekki gefið út ársskýrslur frá árinu 2014
Útlendingastofnun hefur ekki gefið út ársskýrslur frá árinu 2014 vegna mikilla anna sem stöfuðu af fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd.
29. maí 2018
Hálfur milljaður útistandandi vegna umferðarlagabrota
Tæplega hálfur milljaður er útistandandi í sektir vegna umferðarlagabrota samtals frá árunum 2015 til 2018 eða 465.678.317 krónur.
28. maí 2018
Ásmundur skipar aðstoðarmanninn sem stjórnarformann TR
Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað aðstoðarmann sinn, Arnar Þór Sævarsson, sem formann stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins.
25. maí 2018
Bjarni Benediktsson tók við sem fjármála- og efnahagsráðherra að nýju í lok nóvember 2017. Nefndin var skipuð í tíð fyrirrennara hans í starfi, Benedikts Jóhannessonar.
Fékk greiddar tólf milljónir króna fyrir bankaskýrslu
Formaður nefndar sem vann tillögur um skipulag bankastarfsemi á Íslandi var einnig starfsmaður hennar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið greiddi honum tæpar tólf milljónir króna fyrir vinnuna í byrjun apríl.
23. maí 2018
25 sækja um embætti forstjóra Vegagerðarinnar
Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð til að meta hæfni þeirra 25 umsækjenda sem sækjast eftir embætti forstjóra Vegagerðarinnar.
22. maí 2018
Íslenska ríkið greiðir 500 milljónir á ári í póstburðargjöld
Bjarni Benediktsson vill að rafrænar birtingar á tilkynningum hins opinbera til borgara landsins verði meginreglan. Við það megi spara fjármuni, draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og bæta þjónustu.
22. maí 2018
Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.
Framhaldsskólum refsað fyrir góðan árangur
Bóknámsskólar hafa ekki komið vel út úr fjárveitingum ríkisins síðastliðin misseri, að mati rektors Menntaskólans við Sund en framlag til nemenda er mjög mismunandi eftir skólum.
21. maí 2018
23 til viðbótar sækja um stöðu upplýsingafulltrúa Sigríðar Andersen
Alls eru 45 umsóknir í gildi um upplýsingafulltrúastöðu dómsmálaráðuneytisins eftir að starfið var auglýst á nýjan leik með breyttum hæfnisskilyrðum frá fyrri auglýsingu.
18. maí 2018
Láðist að auglýsa í Lögbirtingablaðinu
Umsóknarfrestur framlengdist um tvær vikur vegna þess að það láðist að auglýsa embætti forstjóra Vegagerðarinnar í Lögbirtingablaðinu.
18. maí 2018
Hagsmunaskráning aðstoðarmanna og nokkurra ráðuneytisstjóra gerð opinber
GRECO samtök gegn spillingu beindu því til stjórnvalda að ástæða sé til hagsmunaskráningar aðstoðarmanna vegna nálægðar við vald og eðli starfanna. Sumir sinna plötusnúðastörfum, aðrir eru fasteignaeigendur eða stjórnarmenn opinberra fyrirtækja.
17. maí 2018
Síðustu tvær alþingiskosningar, sem fóru fram með árs millibili 2016 og 2017, áttu sér stað vegna þess að almenningur þrýsti mjög á breytingar. Í báðum kosningunum er rökstuddur grunur um að farið hafi verið á svig við lög um fjármál stjórnmálaflokka.
Engin eftirlitsstofnun rannsakar mögulegt kosningasvindl á Íslandi
Fjölmörg atvik áttu sér stað í kringum síðustu tvær alþingiskosningar þar sem grunur leikur á um að farið hafi verið á skjön við lög um fjármál stjórnmálasamtaka til að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga. Engin rannsókn hefur farið fram á þeim.
11. maí 2018
Saga ÁTVR kostaði 22 milljónir króna
Það tók þrettán ár að rita bók um fyrst 90 árin í sögu ÁTVR. Kostnaðurinn er 53 prósent yfir upphaflegri kostnaðaráætlun.
10. maí 2018
Segir launahækkun forstjóra Hörpu dómgreindarleysi
Forseti borgarstjórnar segir að borgin eigi að senda stjórn Hörpu tilmæli vegna hækkunar á launum forstjórans. Úrskurður kjararáðs um laun forstjóra Hörpu var gerður opinber daginn áður en tilkynnt var um ráðningu núverandi forstjóra.
8. maí 2018
Þórður H. Hilmarsson
Erlend fjárfesting – Er þetta ekki bara orðið ágætt?
8. maí 2018
Stjórnarráðið
Upplýsingar um hagsmunaskráningu líklegast ekki birtar opinberlega
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp hagsmunaskráningu fyrir ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands og aðstoðarmenn ráðherra. Hún verður þó valkvæð fyrst um sinn.
8. maí 2018
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir málið vera á borði ákærusviðs.
Persónuvernd og lögregla skoða afhendingu gagna Barnaverndarstofu
Persónuvernd telur mögulegt að gögn sem Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hafi brotið í bága við lög.
5. maí 2018
Kjartan Bjarni framkvæmir úttekt á málum Braga
Að tillögu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hefur verið ákveðið að fram fari óháð úttekt á tilteknum málum á sviði barnaverndar hér á landi, sem verið hafa til umfjöllunar í velferðarráðuneytinu og hjá velferðarnefnd Alþingis.
2. maí 2018
Ingvar J. Rögnvaldsson
Ingvar J. Rögnvaldsson gegnir tímabundið embætti ríkisskattstjóra
Ingvar J. Rögnvaldsson hefur tímabundið verið settur til að gegna embætti ríkisskattstjóra. Fráfarandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, hefur verið kjörinn ríkisendurskoðandi af Alþingi til næstu sex ára.
2. maí 2018
Fundurinn með Braga lokaður
Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu verður lokaður. Formaður nefndarinnar fékk bréf frá lögmanni aðila sem málið snýst um í gærkvöldi.
2. maí 2018
Ertu með dekkin og handfrjálsa búnaðinn í lagi?
Sektir fyrir umferðarlagabrot hækka um tugi þúsunda króna frá og með deginum í dag, 1. maí, samkvæmt nýrri reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot.
1. maí 2018
Rökstuddur grunur um misbeitingu valds
1. maí 2018
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Breyttar hæfniskröfur í auglýsingu dómsmálaráðuneytisins
Ný auglýsing birtist á atvinnuauglýsingasíðum Fréttablaðsins í morgun en dómsmálaráðuneytið leitar í annað sinn að upplýsingafulltrúa fyrir ráðuneytið.
28. apríl 2018
Sigríður auglýsir aftur eftir upplýsingafulltrúa
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst auglýsa aftur eftir upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, en staðan var fyrst auglýst laus til umsóknar í mars.
25. apríl 2018
23 sækja um upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins
Alls vilja 23 verða upplýsingafulltrúar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Mörg þekkt andlit meðal umsækjenda.
12. apríl 2018
Stjórnarráðið keypti áfengi fyrir 3,5 milljónir á átta mánuðum
Stjórnarráðið hefur alls greitt 3.509.626 krónur til ÁTVR frá því í ágúst í fyrra til síðustu mánaðarmóta. Langmest hefur verið greitt til ÁTVR frá utanríkisráðneytinu eða 1.316.870 krónur.
12. apríl 2018
Helga Dögg Sverrisdóttir
Pabbi og barn mega ekki hittast vegna hættu á mamma brjálist
10. apríl 2018
Ísland enn í neðsta sæti meðal annarra ríkja í EES
Ísland er eina EES-ríkið innan EFTA sem hefur bætt frammistöðu sína þegar kemur að innleiðingu á EES-tilskipunum frá því í fyrra. En þrátt fyrir það er Ísland enn í neðsta sæti.
8. apríl 2018
Innan úr ráðherrabifreið Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Kostnaður við rekstur ráðherrabíla og bílstjóra 16 milljónir í fyrra
Kostnaður stjórnarráðsins við rekstur ráðherrabíla og bílstjóra í fyrra var alls 16.363.529 krónur. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar.
6. apríl 2018
Tollstjóri
Ríkislögreglustjóri, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Tollstjóri undir eitt þak
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að vinna að því að sameina húsnæði Tollstjóra, Ríkislögreglustjóra og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á nýjum stað.
6. apríl 2018
Helga Dögg Sverrisdóttir
Mamma færðu mér pabba aftur
5. apríl 2018
Landsbankinn mátti ekki greiða starfsfólki sínu 85 milljónir í aukagreiðslur
Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hafi brotið gegn lögum með því að greiða starfsfólki sínu aukagreiðslur vegna tímabundins álags á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar fóru til 76 starfsmanna.
5. apríl 2018
Helga Dögg Sverrisdóttir
Barnasálfræðingur segir börn verða fyrir varanlegum skaða missi þau samband við foreldri sitt
31. mars 2018
Haukur Arnþórsson
Upplýsingamál ríkisins eru í sjálfheldu
16. mars 2018
Vanhæfiskröfunni vísað frá Hæstarétti
Kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir Landsréttardómari víki sæti vegna vanhæfis, á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð með réttum hætti í embætti, hefur verið vísað frá Hæstarétti.
8. mars 2018
Gjaldfrjáls aðgangur að gögnum eins og „ókeypis aðgangur að söfnum landsins“
Ríkisskattstjóri telur að lagabreyting sem myndi veitir almenningi gjaldfrjálsan aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár kippi fótunum undan rekstri hennar. Creditinfo finnst óþarfi að hætta rukkun fyrir gögnin.
8. mars 2018
Sendiráðsbústaðurinn í Washington.
Ítrekar ekki ábendingu um auglýsingu sendiherraembætta
Ríkisendurskoðun segist ekki sjá tilgang í því að ítreka ábendingu um skipan í stöður sendiherra en minnir á sjónarmið um gagnsæi, jafnræði og vandaða stjórnsýslu við ráðningu ríkisstarfsmanna.
7. mars 2018
Kjararáð bað um og fékk launahækkun í fyrra
Formaður kjararáðs bað fjármála- og efnahagsráðuneytið um launahækkun daginn áður en að ríkisstjórn sprakk í fyrrahaust. Sú hækkun var veitt sex dögum eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum.
7. mars 2018
Setja 12 milljónir í loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun fyrir Stjórnarráðið
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja 12 milljónir króna af stefnufé árið 2018 til gerðar loftslagsstefnu og aðgerðaráætlunar fyrir Stjórnarráðið.
6. mars 2018
Stjórnarandstaðan undirbýr vantrauststillögu á Sigríði
Stjórnarandstöðuflokkarnir ræða nú sín á milli um möguleika þess að leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta herma heimildir Kjarnans.
5. mars 2018
Að ráðherra eigi hönk upp í bakið á dómara veikir dómskerfið
Lögmaður veltir því upp í greinargerð af hverju Brynjar Níelsson hafi skipt um skoðun og hleypt Sigríði Andersen dómsmálaráðherra í oddvitasæti eftir að hún gerði konuna hans að dómara við Landsrétt. Brynjar hafi þar með misst færi á ráðherraembætti.
5. mars 2018
Umboðsmaður segir tveggja vikna frestinn ekki hafa átt við
Mun ekki hefja frumkvæðisrannsókn á Landsréttarmálinu. Segir tveggja vikna tímafrestinn sem dómsmálaráðherra hefur borið fyrir sig ekki hafa átt við í málinu.
5. mars 2018
Sjálfsagt að þingmenn segi af sér ef þeir gefa út tilhæfulausa reikninga
Það að komast í gegnum kosningar á ekki að veita þingmönnum syndaaflausn, segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann var á meðal gesta nýjasta sjónvarpsþáttar Kjarnans á Hringbraut.
4. mars 2018
Sjálftaka stuðlar að stéttastríði
3. mars 2018
Samgöngustofa segir Sádi-Arabíu ekki átakasvæði
Engin tilmæli hafa borist Samgöngustofu um sérstaka skoðun á þróun eða ástandi í tilteknum heimshlutum. Segja það ekki hlutverk stofnunar um samgönguöryggi að leggja slíkt pólitískt mat.
2. mars 2018
Þórhildur segir uppi rökstuddan grun um margvísleg brot ráðamanna
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir reglur í íslensku samfélagi ekki gilda um æðstu lög samfélagsins og æðstu valdhafa á Íslandi. Þetta sagði Þórhildur í Silfrinu á RÚV í dag.
25. febrúar 2018
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Umhverfisráðherra vanhæfur til að fara með mál Landverndar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra verður settur ráðherra til að fara með tiltekin mál á ábyrgðarsviði Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra er varða Landvernd á þeim grundvelli að hann sé vanhæfur.
23. febrúar 2018
Björn Leví Gunnarsson hefur kallað eftir rannsókn á meintum brotum á siðareglum. Ásmundur Friðriksson hefur hlotið hæstar endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar.
Óskar eftir rannsókn á brotum á siðareglum vegna akstursgreiðslna
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur sent formlegt erindi til forsætisnefndar þess efnis að rannsaka þurfi meint brot á siðareglum vegna akstursgreiðslna.
22. febrúar 2018
Akstursupplýsingar frá 1. janúar birtar
Upplýsingar um þingfararkostnað alþingismanna verður birtur og verða þær miðaðar við 1. janúar 2018 og uppfærðar mánaðarlega. Ekki hefur verið ákveðið að birta greiðslur til þingmanna fyrir þann tíma.
22. febrúar 2018
Arnaldur verður héraðsdómari
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði í dag Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara.
19. febrúar 2018
Lítill hluti þingmanna þiggur nánast allar endurgreiðslur sem greiddar eru vegna aksturs á eigin bifreið.
Tíu þingmenn fá nánast allar endurgreiðslur vegna aksturs
Tugur þingmanna fá níu af hverjum tíu krónum sem endurgreiddar eru vegna aksturs eigin bifreiða. Fjórir fá um helming greiðslnanna. Þeim þingmönnum sem þiggja háar upphæðir vegna slíks aksturs hefur fækkað mikið á undanförnum fimm árum.
12. febrúar 2018
Maðurinn sem keyrði í 85 vinnudaga
10. febrúar 2018
Ásmundur sá sem keyrði fyrir 385 þúsund krónur á mánuði
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er sá þingmaður sem fékk 4,6 milljónir króna í endurgreiðslur vegna aksturs í fyrra. Hann segist fara 100 prósent eftir öllum reglum.
9. febrúar 2018
Einar Hannesson aðstoðar Sigríði Andersen
Einar Hannesson lögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Aðstoð­ar­menn ráð­herra eru með Einari 21 tals­ins, að með töldum upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
5. febrúar 2018
Haukur Arnþórsson
Hefur þekkingarsamfélagið betur gagnvart pólitískum hugmyndum?
25. janúar 2018
Katrín Jakobsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Helga Vala Helgadóttir.
Katrín svarar fyrir gjörðir Sigríðar Andersen
Stjórnarandstaðan fjölmennti í pontu á Alþingi til að spyrja forsætisráðherra út í stöðu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra eftir dóm Hæstaréttar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hún hafi brotið stjórnsýslulög.
22. janúar 2018
Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra.
Sérfræðingar ráðuneyta vöruðu Sigríði ítrekað við
Stundin birtir í dag gögn sem sýna að sérfræðingar þriggja ráðuneyta vöruðu Sigríði Á. Andersen ítrekað við því að breytingar á lista dómnefndar um Landsréttardómara gætu verið brot gegn stjórnsýslulögum.
22. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Gunnar Atli Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson.
Gunnar Atli aðstoðar Kristján Þór
Gunnar Atli var um tíma fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og hefur starfað hjá slitastjórn Kaupþings, Fjármálaeftirlitinu og Landslögum sem lögfræðingur.
19. janúar 2018
Jakob R. Möller, fomaður dómnefndarinnar.
Formaður dómnefndar gerir athugasemd við aðfinnslu ráðherra
Formaður dómnefndar sem mat hæfi umsækjenda um héraðsdómaraembætti segir að nefndin hafi ekki verið fullskipuð fyrr en 13. október. Því hafi sex vikna frestur hennar runnið út síðar en ráðherra haldi fram. Þá hafi fjöldi umsækjenda verið meiri en áður.
9. janúar 2018
Það er ekki hægt að panta traust, það verður að vinna fyrir því
9. janúar 2018
Katrín skipar starfshóp til að efla traust á stjórnmál
Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Formaður hópsins sagði í fyrra að stjórnmálamenn væru ítrekað að taka algjör­lega vit­lausar ákvarð­anir um hvernig þeir eiga að umgang­ast við­kvæm stór­mál.
5. janúar 2018
Pólitísk ábyrgð dómsmálaráðherra virðist engin vera
Prófessor í lögfræði segir að afleiðingar af því að ráðherra sé dæmdur fyrir að brjóta lög við skipun dómara séu ríkið greiði skaðabætur. Pólitísk ábyrgð ráðherrans sem brýtur lögin virðist ekki vera nein. Hún óttast um sjálfstæði dómstóla.
3. janúar 2018
Breyting á lyfjalögum eftir fjögurra ára bið
Íslensk stjórnvöld hafa staðið sig illa í að innleiða EES tilskipanir en til stendur að innleiða eina slíka eftir áramót.
28. desember 2017
Vésteinn Lúðvíksson
Stjórnviskuskortur
27. desember 2017
Sigríður mun ekki segja af sér í kjölfar dóms Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Andersen hafi brotið stjórnsýslulög í Landsréttarmálinu. Hún ætlar ekki að segja af sér embætti vegna þessa.
19. desember 2017
Hæstiréttur segir dómsmálaráðherra hafa brotið gegn stjórnsýslulögum
Málsmeðferð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, þegar vék frá niðurstöðu dómnefndar um skipan 15 dómara við Landsrétt, var andstæð stjórnsýslulögum. Vegna þess var einnig annmarki á meðferð Alþingis á málinu.
19. desember 2017
Kjartan Jónsson
Af brottkasti og annarri óáran
12. desember 2017
Ísland enn og aftur eftirbátur annarra ríkja í EES
Íslenskt stjórnvöld eiga enn eftir að innleiða reglur frá Evrópusambandinu og segir í frammistöðumati ESA að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að grípa til aðgerða.
11. desember 2017
Átta héraðsdómarar skipaðir í embætti í desember
Dóms­málaráðuneyt­inu bárust 41 um­sókn um 8 stöður héraðsdóm­ara sem aug­lýst­ar voru en um­sókn­ar­frest­ur rann út þann 18. sept­em­ber. Ráðherra mun skipa í embættin í þessum mánuði enda á skipun dómaranna að taka gildi 1. janúar á næsta ári.
6. desember 2017
Trúverðugleiki Seðlabankans gæti skaðast vegna leka
Verið er að kanna með hvaða hætti leki á afriti af símtali milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde verði rannsakaður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vitnað er í símtal sem tekið var upp í bankanum án þess að annar aðilinn vissi af því.
1. desember 2017
Er Ísland land þitt?
Hvernig á fólk utan EES að setjast að á Íslandi til frambúðar?
26. nóvember 2017
Árni B. Helgason
Að vera félag – eða ekki félag (eða þannig)
7. október 2017
Tíu milljarðar farnir í Hörpu frá 2011
Þegar tap Hörpu frá árinu 2011 er lagt saman við framlög ríkis og borgar vegna skulda hennar og rekstrarframlags eigenda þá er samtalan um tíu milljarðar króna. Þegar hefur tæpur hálfur milljarður í viðbót verið settur inn á þessu ári.
25. september 2017
Tryggvi Gunnarsson var gestur stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í dag.
Segir ekki tilefni til rannsóknar á embættisfærslum ráðherra
Umboðsmaður Alþingis ætlar ekki í frumkvæðisrannsókn á „trúnaðarbrestinum“.
21. september 2017
Innanríkisráðuneytinu var skipt upp í dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneyti á þessu ári.
Gögnin ekki opinberuð fyrr en eftir helgi
Dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að birta gögn um framkvæmd uppreist æru fyrr en eftir helgi. Til stóð að birta gögnin í gær.
16. september 2017
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Ráðuneytið segir Róbert Downey ekki hafa fengið sérmeðferð
Dómsmálaráðuneytið segir að 44 prósent þeirra sem hafa fengið uppreista æru hafi fengið hana innan fimm ára frá afplánun refsinga. Mál Róberts Downey sé því ekki einsdæmi.
14. september 2017
Það er fjármála- og efnahagsráðuneytið sem stendur að verkefninu. Benedikt Jóhannesson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Aðgengi almennings að fjárhagsupplýsingum ríkisins aukið
Búið er að opna vefinn opnirreikningar.is þar sem hægf verður að nálgast yfirlit yfir greidda reikninga úr bókhaldi ráðuneyta. Vefurinn átti upphaflega að opna í mars.
11. september 2017
Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og húsnæðismála
Ekki kostnaðarlega forsvaranlegt að halda Háholti opnu
Félags- og jafnréttisráðherra útilokar að meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði verði opnað aftur. Rekstur þess kostaði hálfan milljarð á þremur árum en vistmenn voru að jafnaði 1-3. „Skelfileg meðferð á opinberu fé“ sagði forstjóri Barnaverndarstofu.
4. september 2017
Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Bendiktssonar. Hún ætlar að auglýsa allar stöður forstöðumanna undirstofnana ráðuneytisins lausar að loknum skipunartíma sitjandi forstöðumanna.
Athuga hvort auglýsingar ráðherra standist jafnræðisreglu
Unnið er að lögfræðilegri úttekt fyrir forstöðumenn ríkisstofnana um hvort Björt Ólafsdóttir hafi mátt auglýsa öll störf stofnana sem undir hana heyra.
1. september 2017
Ráðhús Reykjavíkur.
Reykjavíkurborg skilar miklu meiri afgangi en lagt var upp með
Alls skilaði sá hluti reksturs Reykjavíkurborgar sem rekin er fyrir skattfé 3,6 milljarða króna afgangi á fyrri hluta ársins. Það er 2,5 milljörðum krónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ástæðan er m.a. hærri skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs.
31. ágúst 2017
Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Staða forstjóra Umhverfisstofnunar verður auglýst til umsóknar
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt forstjóra Umhverfisstofnunar að staða hennar verði auglýst til umsóknar. Tilkynningin var send innan þess sex mánaða frestar sem þarf að gefa ef til stendur að auglýsa stöðu hans þegar skipanatími rennur út.
30. ágúst 2017
Útveggir í Orkuveituhúsi kostuðu hundruð milljóna
Kostnaður vegna slæms ásigkomulags á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur nemur milljörðum.
29. ágúst 2017
Kostar milljarða að gera við rakaskemmdir í Orkuveituhúsinu
Vesturhús Orkuveituhússins er mjög illa farið af rakaskemmdum. Þegar áfallinn kostnaður er um hálfur milljarður króna og viðgerðir kosta á bilinu 1,5-3 milljarða króna.
25. ágúst 2017
Um 1.200 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili
Um 200 starfsmenn vantar í hlutastörf á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar.Rúmur þriðjungur þeirra barna sem sótt hafa um vistun hafa ekki fengið hana. Heildartala barna á höfuðborgarsvæðinu öllu er líklega mun hærri.
23. ágúst 2017
Hugarafl fær fjármagn til að starfa áfram
Stjórnvöld hafa tilkynnt um að stefnt verði að langtímasamningi um aukin framlög til Hugarafls til að styrkja starf samtakanna, sem starfa í þágu fólks með geðraskanir.
17. ágúst 2017
Kjartan Þór Eiríksson.
Stjórn Kadeco mun ekki taka afstöðu í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra
Ekki mun reyna á afstöðu stjórnar Kadeco gagnvart svörum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins vegna viðskipta hans á Ásbrú þar sem hann hefur þegar sagt upp starfi sínu.
5. ágúst 2017
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni staðfesti skipan dómara við Landsrétt
Forseti Íslands staðfesti skipan allra 15 dómaranna við Landsrétt.
8. júní 2017
Þarf ekki lengur starfsleyfi fyrir heimagistingu
Frá 1. júlí þarf ekki lengur að fá starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd til að starfrækja heimagistingu í 90 daga eða minna. Nóg verður að skrá fasteignir hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
7. júní 2017
Ríkisendurskoðun nefnir sérstaklega viðskipti Fjármálaráðuneytisins við lögmannstofuna Juris, en þeim var komið á með tölvupósti.
Ógagnsætt ferli þegar ráðuneyti völdu fyrrverandi þingmenn sem ráðgjafa
Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við kaup ýmissa ráðuneyta á sérfræðiþjónustu í nýrri stjórnsýsluúttekt.
6. júní 2017
Rétt að ráðherra fái svigrúm til mats við mönnun heils dómstóls
Formaður Dómarafélags Íslands telur rétt að ráðherra hafi svigrúm til mats í máli eins og Landsréttarmálinu. Annað mál sé hvernig staðið sé að því. Allir sem að málinu koma þurfi að hugsa sinn gang.
3. júní 2017
Sigríður vill endurskoða reglur um veitingu dómaraembætta
Dómsmálaráðherra segir að í ljósi reynslunnar af veitingu dómaraembætta við Landsrétt eigi að endurskoða fyrirkomulagið. Hún segir að ljóst hafi verið frá upphafi að tillaga dómnefndarinnar hlyti ekki brautargengi á Alþingi.
3. júní 2017
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Telja að þingið hafi brotið lög í kosningu um dómara við Landsrétt
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bíður eftir símtali frá forseta Íslands, sem hann segir síðasta öryggisventilinn í Landsréttarmálinu. Þingmenn Pírata telja að kjósa hefði átt um hvern dómara fyrir sig í þinginu, annað sé lögbrot.
2. júní 2017
Skipti út héraðsdómara fyrir annan sem var skipaður sama dag
Jón Höskuldsson og Ásmundur Helgason voru skipaðir héraðsdómarar sama daginn, en Jóni var skipt út af dómaralista dómnefndar og Ásmundur settur inn á lista ráðherra. Jón segir enga ástæðu fyrir þessu í skýringum ráðherra.
1. júní 2017
Umhverfis- og samgöngunefnd er fylgjandi bílastæðagjaldi í dreifbýli
Meirihluti Umhverfis- og samgöngunefndar er fylgjandi því að frumvarp sem heimilar innheimtu bílastæðagjalda í dreyfbýli verði samþykkt óbreitt. Minnihlutinn segir það þurfa að skoða gjaldtöku í ferðaþjónustu á heildstæðan hátt.
22. maí 2017
Að hengja fjölmiðil fyrir Samkeppniseftirlit
20. maí 2017
Athugasemd frá ritstjórn Kjarnans
19. maí 2017
Fjórðungur framhaldsskóla landsins hafa neikvætt eigið fé og voru 40 prósent þeirra reknir með halla á síðasta ári.
Eigið fé FSu nemur 88 prósentum af öllu eigin fé framhaldsskólanna
Ríkisendurskoðun telur að fjárveitingar til framhaldsskólanna rati ekki á rétta staði. Mikið ójafnræði ríkir á milli skólana og ekki er tekið tillit til aðstæðna hvers skóla fyrir sig.
16. maí 2017
Fjárveitingar til kirkjunar hafa verið skertar með lagasetningum og samkomulagi frá hruni.
Möguleikar kirkjunar til hagræðingar ekki fullreyndir
Biskupsstofa og Kirkjuráð vilja að fjárveitingar verði reiknaðar miðað við sömu forsendur og gert var fyrir hrun.
13. maí 2017
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Fimm konur og tíu karlar verði dómarar við Landsrétt
Búið er að velja fimmtán einstaklinga sem þykja hæfastir í embætti dómara við Landsrétt, sem tekur til starfa í upphafi næsta árs, en Alþingi þarf að samþykkja skipun þeirra. Fjórir dómarar, prófessorar og borgarlögmaður eru meðal þeirra.
12. maí 2017
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.
Þingfararkostnaður nam 168 milljónum í fyrra
Þingfararkostnaður, sem bætist ofan á þingfararkaup alþingismanna, nam 4,7 milljónum á hvern þingmann að meðaltali í fyrra. Búið er að lækka þessar greiðslur til að koma til móts við gagnrýni á launahækkun.
11. maí 2017
Má ráðherra brjóta lög?
6. maí 2017
Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson fær opinn fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að verða við formlegri beiðni Ólafs Ólafssonar um að mæta á fund með nefndinni. Fundurinn verður opinn fjölmiðlum.
4. maí 2017
Sárt að sjá hvernig fór fyrir stjórnarskrármálum
Salvör Nordal segir sárt að sjá hversu mikil átök voru um stjórnarskrármál. Í gær rann út frestur til þess að breyta stjórnarskránni með auðveldari hætti.
1. maí 2017
Starfsemi United Silicon stöðvuð þar til úrbætur hafa verið gerðar
Umhverfisstofnun mun veita leyfi fyrir tilraunum á mengun en þar til úrbætur hafa verið gerðar fær United Silicon ekki að starfa.
26. apríl 2017
United Silicon gerir ekki athugasemdir við lokun
United Silicon í Helguvík gerir ekki athugasemdir við þá ákvörðun Umhverfisstofnunar að leyfa ekki gangsetningu að nýju. Félagið lýsir eindregnum vilja til að starfa með stofnuninni.
25. apríl 2017
Unnur Valborg Hilmarsdóttir er nýr formaður ferðamálaráðs.
Unnur Valborg verður formaður ferðamálaráðs
Ráðherra ferðamála skipar formann og varaformann ferðamálaráðs.
24. apríl 2017
Ríkisendurskoðun stendur við niðurstöðu bótaskýrslu en viðurkennir mistök
Ríkisendurskoðun viðurkennir að hafa gert mistök í skýrslu um bótasvik, en stendur engu að síður við meginniðurstöðurnar. Stofnunin segist ekki geta borið ábyrgð á því hvernig almenningur, fjölmiðlar og stjórnmálamenn túlkuðu skýrsluna.
24. apríl 2017
Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðausturkjördæmi.
Segir réttlætanlegt að taka skipulagsvald af sveitarstjórnum
Njáll Trausti Friðbertsson segir það réttlætanlegt að skipulagsvaldið verði tekið af Reykjavíkurborg ef það er til að gæta öryggishagsmuna þjóðarinnar.
15. apríl 2017
Háholt er meðferðarheimili í Skagafirði fyrir ungmenni sem eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða.
Einn fangi var vistaður í Háholti
Forstjóri Barnaverndarstofu segir að þær 500 milljónir króna sem fóru í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt, og í fólst að ungir fangar yrðu vistaðir þar, hafi verið skelfileg meðferð á opinberu fé.
12. apríl 2017
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Stjórnsýsla Seðlabankans var „ógagnsæ og óaðgengileg“
Úttekt Lagastofnunar segir að frá setningu gjaldeyrishafta og fram til september 2014 hafi stjórnsýsla Seðlabankans í undanþágumálum verið ógagnsæ og óaðgengileg. Úr þessu hafi verið bætt síðar. Ekki gerðar athugasemdir við málsmeðferð í máli Samherja.
11. apríl 2017
Bæjarfulltrúi segir að loka þurfi verksmiðju United Silicon
Fulltrúi í meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að búið sé að fara fram á fund með Umhverfisstofnun vegna arseníkmengunar frá verksmiðju United Silicon. Hún vill láta loka henni.
26. mars 2017
Baltasar Kormákur í hlutverki sínu í kvikmyndinni Eiðurinn.
Greiddu minnst 80,4 milljónir í kvikmyndasýningar fyrir skólabörn
Menntmálaráðuneytið gerir reglulega samninga við kvikmyndagerðamenn og -framleiðendur um sýningar á kvikmyndum í grunnskólum landsins. Síðan 1988 hefur ráðuneytið greitt að minnsta kosti 80,4 milljónir fyrir kvikmyndir.
25. mars 2017
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á fyrsta ríkisráðsfundi sínum.
Skipting innanríkisráðuneytis kostar 120 milljónir á ári
Alþingi ræðir nú um varanlega skiptingu innanríkisráðuneytisins í tvö ráðuneyti. Flestir umsagnaraðilar styðja tillöguna, en minnihluti þingsins gagnrýnir kostnað og segir ástæðuna fyrst og fremst vöntun á ráðherrastólum.
21. mars 2017
United Silicon fær ekki frest til að stöðva mengun
Umhverfisstofnun segir að vegna umfangsmikilla og og endurtekinna rekstrarvandamála sé umfang eftirlits með verksmiðju United Silicon fordæmalaust. Fyrirtækið fær ekki frest til að bæta úr mengunarmálum.
16. mars 2017
Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins nýr stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs
Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins verður tímabundið formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs, eftir að formaðurinn sagði af sér vegna flutninga til útlanda. Nýr ráðherra á eftir að skipa stjórn.
8. mars 2017
Þrír karlar fá milljón fyrir að læra til leikskólakennara
Verkefni sem miðar að því að auka hlut karla í yngri barna kennslu ætlar að borga þremur körlum milljón á mann fyrir að ljúka meistaranámi í leikskólakennarafræðum.
8. mars 2017
Fyrrverandi þingmaður, héraðsdómarar og prófessorar sækja um embætti við Landsrétt
14 karlar og 23 konur sóttu um dómaraembætti.
2. mars 2017
Stjórnarráðsstarfsmönnum fækkað um tæplega 100 frá hruni
Starfsmönnum í Stjórnarráðinu hefur fækkað talsvert frá hruni. Skrifstofustjórum hefur fækkað um 30 og ráðuneytisstjórum um fimm.
2. mars 2017
Kennaraskortur yfirvofandi
Mikill fjöldi leikskóla- og grunnskólakennara starfar ekki við kennslu og kennaranemum hefur fækkað svo mikið á undanförnum árum að kennaraskortur er yfirvofandi. Aðeins þriðjungur þeirra sem vinna á leikskólum eru menntaðir kennarar.
27. febrúar 2017
39% forstöðumanna hjá ríkinu eru konur
Hlutfall kvenna í stöðum forstöðumanna hjá ríkinu hefur hækkað úr 29 prósentum í 39 prósent frá árinu 2009. Forstöðumönnum hefur á sama tíma fækkað um ríflega 50.
19. febrúar 2017
„Tíminn er að hlaupa frá okkur“
Markmið um 40% minni losun árið 2030 er fjarlægur draumur ef Íslendingar gerast ekki róttækari í loftslagsmálum. Umhverfisráðherra kynnir stöðumat í ríkisstjórn í þessum mánuði.
19. febrúar 2017
RÚV braut lög um Ríkisútvarpið
RÚV braut lög með því að kosta sjö þætti sem ekki teljast „íburðarmiklir dagskrárliðir“. Fjölmiðlanefnd féll frá stjórnvaldssekt í málinu vegna þess að búið er að breyta reglum RÚV eftir að 365 miðlar kvörtuðu.
13. febrúar 2017
Guðmundur Kristján ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar
27. janúar 2017
Stjórnvöld ætla að tryggja markaðsverð fyrir orku
25. janúar 2017
Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már áfram upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar
24. janúar 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Ætlar að opna bókhald ríkisins upp á gátt
17. janúar 2017
Umboðsmaður Alþingis skoðar upplýsingagjöf úr stjórnsýslunni
16. janúar 2017
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Siðareglur ráðherra gilda áfram fyrir nýja ríkisstjórn
13. janúar 2017
Mál á hendur Öldu Hrönn fellt niður
21. desember 2016
Fyrrverandi ráðherra var ráðin í starf sérfræðings
16. desember 2016
Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra til MS
Sunna Gunnars Marteinsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Hún kemur til MS úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
5. desember 2016
Ísland fer í mál vegna Iceland-keðjunnar
24. nóvember 2016
Ríkisendurskoðandi annast ekki eftirlit með bróður sínum
17. nóvember 2016
Stjórnvöld á lokametrum að ganga frá ólögmætri ríkisaðstoð
Íslensk stjórnvöld eru á lokametrunum að ganga frá samningum um endurheimt á ólöglegum ríkisstyrkjum. Þau hafa þó enn ekki upplýst eftirlitsstofnun EFTA um stöðu mála.
7. nóvember 2016
Fasteignamat Hörpu lækkað verulega en verður samt áfrýjað
Þjóðskrá Íslands hefur birt nýtt fasteignamat fyrir Hörpu. Það er mun lægra en fyrra mat og gerir það að verkum að Harpa á inni háar fjárhæðir í ofgreidd fasteignagjöld. En stjórn hússins telur samt að matið fyrir 2017 sé of hátt. Og ætlar að áfrýja því.
5. nóvember 2016
Lilja skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn Íslandsstofu
19. október 2016
Efasemdir um að Evróputilskipun standist stjórnarskrána
22. september 2016
Haraldur segist hafa fengið grafalvarlega hótun frá ráðuneytisstjóra
21. september 2016
Ráðuneytisstjóri ræddi „rætnar og alvarlegar ásakanir“ við Harald
21. september 2016
Vigdís gagnrýnir Einar K. og starfsfólk Alþingis
20. september 2016
Íslenskir dómarar vilja funda með ráðherrum vegna Tyrklands
30. ágúst 2016
Flestir hælisleitendur sendir til Þýskalands og Ítalíu
10. ágúst 2016
Óskar Jósefsson nýr framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála
3. ágúst 2016