200 færslur fundust merktar „ferðaþjónusta“

Framtíðarsýn ferðaþjónustu – ákvörðun um aðgerðir
Jóhannes Þór Skúlason segir að ef okkur heppnast vel að setja saman aðgerðaáætlun um uppbyggingu ferðaþjónustu á grunni stefnurammans til 2030 munum við á næstu árum öðlast sterkari atvinnugrein sem skili samfélaginu meiri verðmætum ár hvert.
30. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
1. desember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Sagði einhver 8 milljón?
2. nóvember 2022
Vegakerfið á Suðurlandi er nú þegar dapurt segja Samtök ferðaþjónustunnar.
Stöðug umferð vörubíla „algjör andstæða“ við þá upplifun sem ferðamenn sækjast eftir
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna harðlega áform um vikurnám á Mýrdalssandi og þá miklu flutninga sem henni fylgja. Framkvæmdaaðili sé augljóslega ekki kunnugur staðháttum og sterkri stöðu ferðaþjónustu á svæðinu.
19. október 2022
Horft yfir hið áformaða efnistökusvæði í átt að Hafursey.
Segja námufyrirtækið hafa hótað gjaldtöku og sýnt hroka
Fyrirtækið EPPM sem vill vinna vikur í stórum stíl á Mýrdalssandi segist vilja vinna að verkefninu í sátt og samlyndi við heimamenn. Ferðaþjónustufyrirtæki segja viðmótið allt annars eðlis og einkennast af hroka og rógburði.
16. október 2022
„Komufarþegar munu átta sig á því hvar Davíð getur keypt ódýrara öl og versla áfengið á brottfararflugvelli“
Ferðaþjónustan og hagsmunaverðir hennar gagnrýna fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp á ýmsan hátt og telja hækkun gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti muni draga úr getu Íslands til að keppa um ferðamenn.
11. október 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
12. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
8. ágúst 2022
Ferðamenn skoða sig um á Hellnum á Snæfellsnes
Erlendar gistinætur orðnar fleiri en fyrir faraldur
Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í júní voru 12 prósent fleiri en í sama mánuði árið 2019. Fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll hefur ekki náð sömu hæðum en dvalartími ferðamanna hefur lengst frá því fyrir kórónuveirufaraldur.
29. júlí 2022
Hátt í 700 þúsund farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðasta mánuði.
Uppsveiflan í ferðaþjónustu hafin á ný
Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvellil var 90 prósent af fjöldanum í sama mánuði árið 2019 og heildarfjöldi farþega er talsvert meiri en spár Isavia gerðu ráð fyrir. Erlend kortavelta hefur aldrei mælst jafn mikil í mánuðinum.
25. júlí 2022
Vöxtur ferðaþjónustunnar gæti hefur líklega aukið framboð á fjölbreyttum störfum sem hægt er að vinna í hlutastarfi að sögn Róberts Farestveit, sviðsstjóra á sviði stefnumótunar og greininga hjá ASÍ. Slík störf geti hentað ungu fólki vel.
Vinnumenning og starfasamsetning mögulegar skýringar á langri starfsævi
Mikil atvinnuþátttaka ungmenna og meðal eldri aldurshópa skýrir að einhverju leyti hversu löng starfsævi Íslendinga er að sögn sviðsstjóra hjá ASÍ. Starfsævi Íslendinga er lengri en hjá öllum öðrum Evrópuþjóðum.
20. júlí 2022
Banaslys varð í Reynisfjöru í sumar sem vakti enn og aftur umræðuna um öryggismál á þessum vinsæla ferðamannstað.
Þörf á ótvíræðri lagaheimild til að loka ferðamannastöðum
Hefjast þarf handa við að áhættumeta tíu ferðamannastaði á Íslandi. Meðal þeirra eru Þingvellir og Reynisfjara. Engin miðlæg skrá er til um slys og dauðsföll ferðamanna eftir svæðum.
8. júlí 2022
Fjaðrárgljúfur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Keyptu Fjaðrárgljúfur fyrir 280 milljónir króna
Félagið Hveraberg ehf. hefur keypt jörðina Heiði en innan hennar er náttúruperlan Fjaðrárgljúfur. Kaupverðið, samkvæmt kauptilboði sem Kjarninn fékk afhent, er 280 milljónir króna. Til stendur að rukka bílastæðagjald af ferðamönnum.
21. júní 2022
Flúðasiglingar í jökulsánum í SKagafirði eru undirstaða ferðaþjónustu á svæðinu.
Lýsa vonbrigðum með að jökulsárnar í Skagafirði séu teknar úr verndarflokki
Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að gera ferðaþjónustunni hærra undir höfði við hagsmunamat þegar ákveðið er hvenær og hvar eigi að virkja.
14. júní 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Segir Reynisfjöru „stórhættulegan stað“ og vill nýta heimild til lokunar
Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir það ekki gott fyrir heildarhagsmuni ferðaþjónustunnar að á Íslandi séu orðnir „stórhættulegir staðir og við gerum ekkert í því“. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru á aðeins sjö árum.
13. júní 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
19. maí 2022
Búist er við mikilli umferð um Keflavíkurflugvöll næstu dagana.
Flugvellir teppast um allan heim
Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum á síðustu dögum, samhliða aukinni eftirspurn eftir millilandaflugi eftir faraldurinn og skorti á vinnuafli.
13. apríl 2022
Bókanir í ferðaþjónustu „fugl í skógi ekki í hendi“ að mati Seðlabanka Íslands
Þótt lifnað hafi yfir bókunum í ferðaþjónustu séu þær með sveigjanlegri skilmálum en áður og því ekki í hendi. Stríðið í Úkraínu og afleiddar afleiðingar þess muni líklega draga úr ferðavilja að mati bankans.
22. mars 2022
Innrásin gæti dregið úr ferðavilja Bandaríkjamanna
Flugbókanir bandarískra ferðamanna drógust töluvert saman í öllum Evrópulöndum, að Íslandi, Belgíu og Serbíu undanskildu, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Erlendir sérfræðingar segja stríðið geta hægt á viðspyrnu evrópskrar ferðaþjónustu.
15. mars 2022
Neyslugleði rússneskra ferðamanna mun minni en áður
Fyrir níu árum síðan eyddi hver rússneskur ferðamaður um helmingi meiri pening en ferðamaður frá öðrum þjóðernum. Á síðustu árum hefur hins vegar dregið hratt úr neyslu þeirra og eyða þeir nú minna en aðrir hérlendis.
14. mars 2022
Umfjöllun um blóðmerahald í útlöndum valdi íslenskri ferðaþjónustu skaða
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að einungis 7.700 ferðamenn þurfi að ákveða að koma ekki til Íslands til þess að efnahagslegur skaði af því fyrir þjóðarbúið verði meiri en ávinningurinn af blóðtöku úr fylfullum merum.
18. febrúar 2022
Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Hagsmunasamtök vilja verðbæta viðmiðunarupphæðir styrkja
SA og SAF segja í umsögn til þingsins að það ætti að taka tillit til verðbólgu þegar verið er að ákvarða hvort fyrirtæki geti fengið viðspyrnustyrki. Einnig vilja þau sjá styrkina gilda út apríl, óhað því hvort sóttvarnareglur falli niður á næstu dögum.
16. febrúar 2022
Jóhannes Þór Skúlason
Í kjólinn eftir jólin
2. janúar 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ætla ekki að leggja niður gistináttaskatt til frambúðar
Stefnt er að því að framlengja niðurfellingu á gistináttaskatti í tvö ár í viðbót, og innheimta hann ekki aftur fyrr en 2024. SAF vill að hann verði aflagður með öllu en fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til þess.
18. desember 2021
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sá ráðherra sem bar ábyrgð á framkvæmd Ferðagjafarinnar.
Ráðuneyti braut gegn persónuverndarlögum með framkvæmd Ferðagjafar og fékk sekt
Smáforritið sem notað var til að dreifa ferðagjöf stjórnvalda sótti um tíma, án vitneskju eigenda símtækja, aðgang að „myndavél til þess að taka ljósmyndir og myndbönd, svo og að hljóðnema til að taka upp hljóð og breyta hátalarastillingum símtækis.“
25. nóvember 2021
Þegar mest var komu 2,3 milljónir ferðamanna til Íslands á einu ári. Nú er reiknað með að fjöldi þeirra í ár verði rúmur fimmtungur af þeim fjölda.
Spá því að fjöldi ferðamanna verði 720 þúsund í ár – Svipaður fjöldi og kom árið 2012
Samkvæmt spá Seðlabankans verður framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar jákvætt í fyrsta sinn síðan árið 2019 á næsta ári. Þar telur að bankinn reiknar með rúmlega tvöföldun ferðamanna en mestu skipta auknar loðnuveiðar.
24. nóvember 2021
„Til að fá ferðafólk út af þjóðvegi eitt þarf að hafa eitthvað sem vekur athygli“
Jóhanna Magnúsdóttir vinnur að uppbyggingu á menningar- og kaffihúsi á Bakkafirði. Hún safnar fyrir verkefninu á Karolina fund.
3. október 2021
Helgi Magnússon, aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Eigandi Fréttablaðsins selur hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða – Kaupverðið trúnaðarmál
Fjárfestingafélagið Stoðir hefur keypt hlut Helga Magnússonar í Bláa lóninu. Fyrir rúmum tveimur árum var hlutur hans metinn á um þrjá milljarða króna en hefur mat á virði félagsins hefur síðan lækkað.
1. september 2021
Sækja um viðspyrnustyrki gegn 20 prósenta þóknun
Ráðgjafafyrirtækið Ferðavefir býðst til þess að sækja um viðspyrnustyrki fyrir önnur ferðaþjónustufyrirtæki gegn þóknun. Fjármálaráðuneytið segir umsóknirnar einfaldar og fljótlegar, en fyrirtækið segist hafa aðstoðað hátt í 20 umsækjendur nú þegar.
16. ágúst 2021
Flest störf sem orðið hafa til í sumar tengjast ferðaþjónustutengdri starfsemi. Atvinnulausum innan þess geira fækkaði um 22 til 25 prósent í síðasta mánuði.
70 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í hálft ár eða lengur
Alls voru níu af hverjum tíu störfum sem auglýst voru í júlímánuði eru tengd átaksverkefnum þar sem ríkið greiðir þorra launa fólks eða reynsluráðningar. Það kemur í ljós í haust, þegar ráðningastyrkir renna út, hvort um framtíðarstörf verði að ræða.
14. ágúst 2021
Það hefur ekki verið mikið um afbókanir erlendra ferðamanna eftir að smitum tók að fjölga innanlands.
Staða faraldursins og erlendir listar hafa ekki haft mikil áhrif: „Sjö, níu, þrettán“
Þegar ný bylgja kórónuveirusmita var að rísa lýstu talsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu yfir áhyggjum af því að Ísland færðist inn á „rauða lista“ erlendis. Áhrifin af því hafa verið hverfandi, þó enn sé „spurning hvernig Ameríkaninn bregst við“.
10. ágúst 2021
Frá áramótum hafa um 184 þúsund erlendir farþegar farið um Keflavíkurflugvöll.
Brottfarir erlendra farþega ekki fleiri í einum mánuði síðan fyrir faraldur
Nálega helmingur þeirra erlendu farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í júlí voru frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mikla fjölgun farþega um flugvöllinn var fjöldi brottfara erlendra ferðamanna í júlí innan við helmingur þess sem hann var í sama mánuði 2019.
10. ágúst 2021
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Keahótel-keðjan tapaði hálfum milljarði og fékk hátt lán með ríkisábyrgð
Í lok síðasta árs breytti ríkisbankinn Landsbankinn skuldum Keahótel-samstæðunnar í nýtt hlutafé og eignaðist 65 prósent hlut í henni. Fyrri hluthafar lögðu fram 250 milljónir í nýtt hlutafé og eiga nú 35 prósent.
10. ágúst 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
24. júlí 2021
Um 70 prósent þeirra erlendu ferðamanna sem sóttu Ísland heim í fyrra komu á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Stuðningur hins opinbera við ferðaþjónustuna nam 35 milljörðum árið 2020
Ferðaþjónustan tók til sín um helming af fjárútlátum hins opinbera vegna efnahagslegra mótvægisaðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki í fyrra. Áætlað er að tapaður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 hafi verið 149 milljarðar króna.
23. júlí 2021
Bólusettir komufarþegar verða krafðir um niðurstöðu COVID-prófs áður en þeir halda af stað til Íslands frá og með næsta mánudegi.
Bólusettir þurfa að skila inn COVID-prófi áður en þeir leggja af stað til Íslands
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að frá og með 27. júlí þurfi bólusettir einstaklingar sem ferðast til Íslands að skila inn neikvæðu COVID-prófi, ýmist PCR-prófi eða hraðprófi, áður en haldið er af stað.
19. júlí 2021
Kort sem fylgir tillögu að endurskoðaðri friðlýsingu Hverfjalls.
Endurskoða friðlýsingu Hverfjalls
Í tillögu að endurskoðun friðlýsingar Hverfjalls er hið friðaða svæði minnkað um tæplega 0,4 ferkílómetra. Er breytingin gerð að beiðni landeigenda. Friðunin nær nú yfir rúmlega 3 ferkílómetra svæði en samkvæmt tillögunni yrði það 2,76 ferkílómetrar.
17. júlí 2021
Bílaleigubílum í umferð hefur fjölgað samhliða auknum fjölda ferðamanna.
Aukinn byr í segl bílaleiga og flotinn stækkar
Bílaleigubílum í umferð hefur fjölgað um fimm þúsund á síðustu tveimur mánuðum sem er 30 prósent fjölgun. Samt sem áður ná bílaleigur vart að anna eftirspurn og dæmi eru um að verð hafi margfaldast.
16. júlí 2021
Miðað við bráðabirgðatölur Hagstofunnar voru gistinætur útlendinga í júní 109 þúsund. Þær voru 15 þúsund í sama mánuði í fyrra.
Gistinóttum útlendinga fjölgar en Íslendinga fækkar á milli ára
Seldar gistinætur til útlendinga í júní sjöfölduðust á milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fjöldi gistinátta þeirra er þó innan við þriðjungur gistinátta í sama mánuði 2019. Íslendingar keyptu færri gistinætur í júní í ár en í fyrra.
7. júlí 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
17. júní 2021
Hagsmunaverðir atvinnulífsins vonast til þess að fjöldi ferðamanna hérlendis verði 700-800 þúsund í ár. Árið 2019 voru þeir tvær milljónir.
„Mörg fyrirtæki eru því stórlöskuð; horfur eru óljósar, skuldir hafa hlaðist upp“
Skuldavandi í ferðaþjónustu getur stórhamlað uppbyggingu næstu ára að mati SA og SAF. Þótt vandinn hafi aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum þá var hann til staðar áður en COVID-19 kom til sögunnar.
5. júní 2021
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
SA og SAF vilja að tekið sé á atvinnulausum sem hafni störfum „af festu“
Hagsmunaverðir atvinnulífsins segja í minnisblaði að einungis hafi tekist að ráða í 28 prósent þeirra starfa sem auglýst hafa verið í átakinu „Hefjum störf“. Ástæðan sé að uppistöðu hækkun atvinnuleysisbóta og lenging bótatímabils. ASÍ hafnar þessu alfari
4. júní 2021
Breskir og bandarískir ferðamenn skilja að jafnaði eftir sig mikið af gjaldeyri hér á landi, samkvæmt fjármálaráðuneytinu.
Neysluglaðir Bretar og Bandaríkjamenn koma til landsins
Vísbendingar eru uppi um að hver ferðamaður sem kemur hingað til lands skilji eftir sig meiri gjaldeyristekjur í ár heldur en síðustu ár. Hátt hlutfall breskra og bandarískra ferðamanna, sem eru að jafnaði neysluglaðir, gæti útskýrt þetta.
26. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
7. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
5. maí 2021
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega: „Þessir hagsmunaaðilar eiga dagblöðin“
Hagsmunarimma hefur staðið á Íslandi í áratugi og orð Seðlabankastjóra um völd hagsmunahópa komu því Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði, ekki á óvart. „Stríðskostnaðurinn“ geti verið mikill þegar þessir aðilar séu skæðir.
2. maí 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
21. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
19. apríl 2021
Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts, hefur reynslu úr flugbransanum, en hann var framkvæmdastjóri Iceland Express og einnig aðstoðarforstjóri WOW air.
Birgir Jónsson nýr forstjóri Play
Flugfélagið Play er sagt hafa tryggt sér yfir fimm milljarða fjármögnun frá nýjum fjárfestum og ráðið Birgi Jónsson í starf forstjóra.
12. apríl 2021
Víðerni og lítt spillt náttúra eru mikilvæg auðlind fyrir ferðaþjónustuna og er því spáð að verðmæti slíks umhverfis eigi eftir að aukast á næstu áratugum.
Ferðaþjónustan alls ekki einróma um hvernig best sé að nýta hálendið
Um 45 prósent svarenda í nýrri rannsókn á sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu hálendisins voru andvígir stofnun hálendisþjóðgarðs en um 40 prósent studdu hana. Þeir sem nýta hálendið í starfsemi sinni voru neikvæðari gagnvart fyrirhuguðum garði en aðrir.
7. apríl 2021
Spurningum Jóhannesar svarað
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar bar fram nokkrar spurningar til hagfræðinga um sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Hér er tilraun til að svara þessum spurningum.
5. apríl 2021
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, og stjórn félagsins.
Tap Bláa lónsins í fyrra var tæpur helmingur af arðgreiðslum áranna 2018 og 2019
Tekjur Bláa lónsins drógust verulega saman í fyrra vegna COVID-19 og það skilaði tapi í fyrsta sinn í áratug. Félagið fékk 591 milljón króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði og setti 454 manns á hlutabótaleiðina.
1. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Þórólfur segir „algjörlega alrangt“ að hann sé að grafa undan ákvörðunum stjórnvalda
Sóttvarnalæknir segist „ekki bundinn af litakóðunarkerfinu“ og vísar ummælum talsmanns ferðaþjónustunnar, um að hann sé að grafa undan ákvörðunum stjórnvalda „til föðurhúsanna“.
31. mars 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og þeirri skipulagslínu nýs vegar sem er að finna á aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
Gera má ráð fyrir „verulegum breytingum“ á ströndinni við Vík
Munnar jarðganga í Reynisfjalli yrðu á „alræmdu“ snjóflóðasvæði og „einu þekktasta“ skriðufallasvæði landsins. Vegur um ósbakka og fjörur samræmist ekki nútíma hugmyndum um umhverfisvernd. Kjarninn rýnir í umsagnir um áformaða færslu þjóðvegar í Mýrdal.
24. mars 2021
Átt þú inneign hjá Icelandair vegna meginlandsferðar sem ekki var hægt að fara í út af heimsfaraldrinum? Þá getur þú tekið flugið innanlands í staðinn.
Inneignir og gjafabréf frá Icelandair munu gilda í innanlandsfluginu og til Grænlands
Icelandair gaf í fyrra út inneignarnótur fyrir rúma 12 milljarða íslenskra króna. Þeir sem eiga inneign eða gjafabréf munu geta bókað sér flug innanlands eða til Grænlands, eftir samþættinguna við Air Iceland Connect.
9. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
4. mars 2021
Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur er í teymi vísindamanna Háskóla Íslands sem gera spálíkan um faraldurinn.
Pfizer-rannsókn hefði skilað þekkingu „einmitt af því að við erum nánast veirufrí“
Rannsókn Pfizer á Íslandi hefði getað svarað mörgum spurningum um virkni bóluefnisins einmitt af þeirri ástæðu að hér eru mjög fá smit, segir líftölfræðingurinn Jóhanna Jakobsdóttir í viðtali við Kjarnann.
22. febrúar 2021
„Það er ekki þannig að heimurinn verði alveg eins“
Þegar ég hef fengið bólusetningu, get ég þá lagst í ferðalög um heiminn? Hætt að bera grímu, farið að knúsa fólk – jafnvel á Tene? Kjarninn ræddi við líftölfræðinginn Jóhönnu Jakobsdóttur um áleitnar spurningar sem vaknað hafa með tilkomu bóluefna.
20. febrúar 2021
Vottorðin myndu tryggja forréttindi bólusettra til ferðalaga innan Evrópu.
Löndin sem tekið hafa forystu með bólusetningarvottorð
Samhliða upphafi bólusetninga gegn COVID-19 í löndum Evrópu vex þrýstingur á að bólusettir geti ferðast innan álfunnar án hindrana. Margir horfa til bólusetningarvottorða, sem stundum eru kölluð bólusetningarvegabréf, í því sambandi.
5. febrúar 2021
Samtök ferðaþjónustunnar mæla gegn samþykkt frumvarps um hálendisþjóðgarð
„Gríðarlega mikilvægt“ er að ná „breiðri sátt“ þegar færa á ákvörðunarvald stórs landsvæðis undir eina ríkisstofnun. Sú sátt er ekki fyrir hendi þegar kemur að frumvarpi um hálendisþjóðgarð, segja Samtök ferðaþjónustunnar.
2. febrúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
27. janúar 2021
Þetta er ekki búið
Jóhannes Þór Skúlason lítur á helstu áskoranirnar innan ferðaþjónustunnar á nýju ári.
25. desember 2020
Jón Bjarki Bentsson
Fáum við hagvöxt án ferðaþjónustu?
18. desember 2020
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Ríkisbanki eignast 35 prósent hlut í Keahótelum
Landsbankinn hefur breytt skuldum vegna Keahótela við sig í hlutafé og á nú rúmlega þriðjung í hótelkeðjunni. Leigusalar hafa samþykkt að veltutengja leigu, en þó með lágmarksgólfi.
16. desember 2020
Bólusetning gegn COVID-19 er að hefjast víða um heim um þessar mundir. Enn er ekki vitað hversu lengi vörnin gegn veirunni endist.
Munu bólusetningavegabréf færa ferðalög til fyrra horfs?
Flugfélög eru þegar farin að prófa smáforrit sem geyma upplýsingar farþega um bólusetningar og sýnatökur. Þó að bólusetning gegn COVID-19 verði ekki skylda er ljóst að ýmsir þjónustuaðilar gætu krafið viðskiptavini um ónæmisvottorð.
15. desember 2020
Að hanga heima hefur aldrei verið betra
Útlandaþrá þjáir marga landsmenn í COVID-einangruninni. Eikonomics segir flest okkar hins vegar ofmeta fórnarkostnað sinn af því að vera föst á Íslandi.
28. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
25. nóvember 2020
Mynd: Samsett
We Guide – tímarit fyrir fagfólk í ferðamennsku
Þrír leiðsögumenn ákváðu að stofna tímarit sem er sérstaklega ætlað fólki í ferðaþjónustu í stað þess að sitja aðgerðarlaus á meðan að kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og ferðamenn geta farið að snúa aftur til landsins.
22. nóvember 2020
Haraldur A. Haraldsson
Smithræddi gistihúsaeigandinn – Reynslusaga á tímum Covid19 heimsfaraldurs
19. nóvember 2020
Innflytjendur voru aflið að baki síðasta góðæri
Á örfáum árum hefur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi fjölgað úr rúmlega 20 þúsund í rúmlega 50 þúsund. Flestir þeirra koma hingað til lands til að vinna. Samhliða hafa þeir mannað þau þúsundir starfa sem ferðaþjónustugóðærið kallaði á.
15. nóvember 2020
Flest fyrirtækin sem nýta sér greiðsluskjólsleiðina eru tengd ferðaþjónustu.
Alls 17 fyrirtæki hafa sótt um greiðsluskjól
Í sumar voru samþykkt lög sem gera fyrirtækjum í neyð vegna COVID-faraldursins kleift að hætta að borga af skuldbindingum sínum en fá samt vernd frá því að verða sett í gjaldþrot í allt að eitt ár.
9. nóvember 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
28. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
20. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Tæpur helmingur hefur nýtt sér fimm þúsund króna ferðagjöfina
Fimm þúsund króna ferðagjöf stjórnvalda til landsmanna úr ríkissjóði átti að kosta 1,5 milljarð króna. Tæplega helmingur þeirra sem eiga rétt á henni hafa nýtt gjöfina nú þegar tveir og hálfur mánuður er eftir af gildistíma hennar.
17. október 2020
Pétur Gauti Valgeirsson
Leiðsögumenn eru lykilfólk
9. október 2020
Áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi.
Óvissa um nýorkubíla eykur „gríðarlega áhættuna“ í rekstri bílaleiga
Ferðaþjónustan vill vinna með stjórnvöldum en ekki gegn þeim í umhverfismálum en þá þurfa sjónarmið þeirra þó að fara saman, segir í umsögn SAF um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
7. október 2020
Þær verða flestar á jörðu niðri, enn um sinn.
2.200 færri nýjar þotur á loft næsta áratuginn
Sérfræðingar Boeing segja að það muni taka farþegaflugið þrjú ár að ná sömu hæðum og það gerði árið 2019. Flugvélaframleiðandinn bandaríski spáir því að mun færri þotur verði afhentar á næstu árum en til stóð.
7. október 2020
Afkoma ríkisins á næstu árum er sveipuð óvissu, sem felst meðal annars í því hvort og hvenær öruggt bóluefni gegn COVID-19 kemst í dreifingu.
Mikil óvissa í ríkisfjármálum: Bóluefni fljótlega eða annar veiruskellur?
Óvissa um hvernig heimsfaraldurinn mun þróast setur svip sinn á alla áætlanagerð. Í ríkisfjármálaáætlun til ársins 2025 eru svartsýnar og bjartsýnar sviðsmyndir um þróun heimsfaraldursins dregnar upp.
2. október 2020
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Sóknarfæri vegna farsóttarinnar
Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.
25. september 2020
Félög í eigu Icelandair Group hafa fengið á fjórða milljarð króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði.
Skatturinn birtir lista yfir uppsagnarstyrki til fyrirtækja
Stærstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins raða sér efst á lista sem Skatturinn hefur birt á vef sínum yfir svokallaða uppsagnarstyrki.
7. september 2020
Minna var um erlenda ferðamenn hér á landinu í vor.
Lítill sem enginn þjónustuafgangur við útlönd
Hrun í ferðaþjónustu og farþegaflutningum hefur leitt til þess að útflutningur þjónustu er nær sá sami og innflutningur hennar í fyrsta skipti í 12 ár.
4. september 2020
Björn Hauksson
Laugardagsmorgunn ferðaþjónustu í Reykjavík
3. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sextán greinst í seinni sýnatöku – meira en Þórólfur átti von á
Hlutfall virkra smita í landamæraskimun hefur tífaldast á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að ef slakað yrði á takmörkununum myndi hann hafa áhyggjur af þróuninni. „Við erum með lítið smit innanlands út af þessum aðgerðum. Það er ástæðan.“
3. september 2020
Vilja ekki að Icelandair Group-samstæðan fái ríkisábyrgð, einungis flugfélagið
Tvær ferðaskrifstofur hafa sent fjárlaganefnd umsögn þar sem þær mælast geg því að Icelandair Group, sem er samstæða í margháttaðri starfsemi, fái ríkisábyrgð. Hún verði þess í stað bundin við flugrekstur félagsins, sem sé þjóðhagslega mikilvægur.
31. ágúst 2020
Afleiðingar atvinnuleysisins þurfa að vera með í reikningsdæminu
Íslands er í alvarlegri efnahagskreppu. Taka þarf afleiðingar langtímaatvinnuleysis fjölda fólks með inn í jöfnuna þegar verið er vega og meta efnahagsleg áhrif sóttvarnaaðgerða, segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
29. ágúst 2020
Isavia segir upp 133 starfsmönnum
Stöðugildum hjá Isavia hefur fækkað um 40 prósent frá því að heimsfaraldurinn skall á. Eftir að tvöföld skimun var tekin upp á landamærum hefur orðin algjör viðsnúningur á fjölgun ferðamanna.
28. ágúst 2020
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mikilvægt að fá gögn um skammtímagistingu
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mjög mikilvægt að íslensk skattayfirvöld séu byrjuð að fá gögn um greiðslur vegna skammtímagistingar á borð við AirBnB. Hert eftirlit undanfarinna ára hafi einnig þegar skilað árangri.
27. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Mætti styðjast við greiningu Nýja-Sjálands við mat á kostnaði og ávinningi af sóttvörnum
Í minnisblaði ferðamálaráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í síðustu viku er segir að það sé samdóma álit stjórnsýslu ferðamála og forsvarsmanna greinarinnar að ólíklegt sé að ferðamenn komi eftir að takmarkanir á landamærum voru hertar.
27. ágúst 2020
Embætti skattrannsóknastjóra hefur fengið gögn um 30 prósent þeirra aðila sem fengu hæstar greiðslur vegna AirBnB-útleigu á Íslandi á árunum 2015-2018.
Fengu gögn um þá stóru en ekki þá mörgu smáu
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gögn um 25 milljarða greiðslur til AirBnB-leigusala sem fengust afhent frá AirBnB á Írlandi nemi um 80 prósent heildargreiðslna, en varði einungis 30 prósent leigusala.
26. ágúst 2020
Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fær upplýsingar um 25 milljarða greiðslur í gegnum AirBnB
Skattrannsóknarstjóri hefur fengið send gögn frá AirBnB á Írlandi, um greiðslur sem komið hafa til vegna útleigu íbúða á Íslandi. Alls fékk embættið upplýsingar um greiðslur sem námu um 25,1 milljarði króna á árunum 2015-2018.
26. ágúst 2020
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Stígur illa í spínatið“
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar andmælir ummælum í grein Stefáns Ólafssonar, prófessors við HÍ og sér­fræð­ings hjá Efl­ing­u, um ferðaþjónustuna.
25. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson á upplýsingafundi dagsins.
Þriðji hver flugfarþegi skilaði sér til landsins í gær
Á bilinu 8-900 farþegar komu til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll í gær en gert hafði verið ráð fyrir um 2600 farþegum. Nýjar reglur einfalda skimun á landamærunum að sögn verkefnisstjóra þar sem eitt gildir nú fyrir alla.
20. ágúst 2020
Mikil fækkun starfsfólks í einkennandi greinum ferðaþjónustu
Samkvæmt nýbirtum skammtímahagvísum ferðaþjónustu dróst virðisaukaskyld velta í geiranum saman um 59 prósent í mars-apríl í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Samdráttur í gistinóttum hefur verið mikill í sumar samkvæmt skammtímahagvísunum.
19. ágúst 2020
Danir sú þjóð sem eyddi mestu á Íslandi í júlí
Erlend kortavelta í júlí var um þriðjungur af því sem hún var í sama mánuði í fyrra, fór úr 31 milljarði niður í 10 milljarða. Kortavelta Dana hérlendis í mánuðinum nærri tvöfaldaðist á milli ára.
18. ágúst 2020
Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Segir „svikalogn sumarsins“ vera að renna sitt skeið á enda
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það „hreinan barnaskap“ að halda að ferðamenn sem dvelji að meðaltali sjö til átta nætur á landinu komi til að „dúsa innilokaðir“ megnið af ferðinni. Hún telur atvinnustig verða miklu verra en óttast var.
17. ágúst 2020
Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum nam 100 milljónum króna í apríl og maí samtals. Í sömu mánuðum í fyrra nam veltan 1,7 milljörðum.
Samdráttur í eldsneytissölu það sem af er ári nemur milljörðum
Í árshlutareikningum olíufélaga sést að sala eldsneytis hefur dregist saman um milljarða frá fyrra ári. Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum dróst saman um 2,2 milljarða á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.
16. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
14. ágúst 2020
Þorsteinn Kristinsson
Lærdómar frá Taívan
14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
14. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
12. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur níu valkosti fyrir stjórnvöld
„Áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
12. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
11. ágúst 2020
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
9. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
8. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
4. ágúst 2020
Af þeim 311 milljónum sem útleystar hafa verið í formi ferðagjafar hafa um 100 milljónir runnið til gististaða.
Þriðjungur ferðagjafa nýttur í gistingu
Alls hafa um 311 milljónir verið greiddar út í formi ferðagjafar ríkisstjórnarinnar. Margir hafa valið að nota ferðagjöfina sína til að kaupa skyndibita en mest hefur þó runnið til gististaða ef horft er til einstakra flokka.
2. ágúst 2020
Icelandair gerir ekki ráð fyrir viðbótaráhrifum vegna hertra aðgerða
Upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið ekki gera ráð fyrir að hinar nýju og hertu sóttvarnaaðgerðir muni hafa mikil viðbótaráhrif á bókanir. Hún minnir á að faraldurinn hafi „auðvitað haft mikil áhrif á okkar starfsemi“.
31. júlí 2020
Íslendingar skráðir fyrir 83 prósentum af hótelgistingu í júní
Íslendingar voru skráðir fyrir 74.800 gistinóttum á hótelum í júní síðastliðnum en erlendir ferðamenn voru skráðir fyrir 15.100. Í júní voru 32 hótel enn lokuð og heildarfjöldi greiddra gistinátta dróst saman um 72 prósent.
31. júlí 2020
Ekki er mælt með notkun gríma á almannafæri. Þeim ber að henda í almennar sorptunnur eftir notkun.
Rök gríma getur aukið sýkingarhættu – aðeins skal nota hverja grímu í 4 tíma
Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni, gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri hér á landi.
31. júlí 2020
Vegagerðin hefur nú ákveðið að lækka veginn sem náttúruverndarfólk hefur m.a. gagnrýnt.
Vegagerðin stöðvar framkvæmdir við Hljóðakletta
Vegagerðin hefur ákveðið að gera hlé á vegaframkvæmdum um Vesturdal í nágrenni Ásbyrgis og Hljóðakletta. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, kærðu framkvæmdirnar í síðustu viku.
29. júlí 2020
Þegar faraldurinn stóð sem hæst í vetur lágu margir inni á gjörgæslu í einu. Þeir sem sýktir eru núna eru ekki alvarlega veikir.
Neyðarstig virkjað í vetur er fyrstu innanlandssmitin greindust
Daginn sem fyrstu innanlandssmitin voru staðfest hér á landi í vetur var viðbúnaður vegna faraldursins færður af hættustigi á neyðarstig. Undanfarið hafa fjórtán innanlandssmit verið staðfest og enn er viðbúnaður á hættustigi.
29. júlí 2020
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
„Þessir fundir eru bara á hættutímum og við erum á hættulegu augnabliki“
Til skoðunar er að breyta samfélagsaðgerðum vegna fjölgunar sýkinga af COVID-19 hér á landi síðustu daga. Þá er einnig til skoðunar að hækka viðbúnað aftur á hættustig.Það var alvarlegur tónn í fulltrúum yfirvalda á upplýsingafundi í dag.
28. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Tilslökunum á samkomutakmörkunum frestað
„Á undanförnum dögum hefur orðið sú breyting á faraldsfræði COVID-19 hér á landi að innflutt smit hafa greinst hér í vaxandi mæli og dreifing hefur orðið innanlands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
28. júlí 2020
Smitum fjölgar enn: 24 með virk smit og í einangrun
Í gær greindust þrjú innanlandssmit til viðbótar hér á landi. Í heild eru því 24 með virk smit á landinu.
28. júlí 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Enn stefnt að því að ljúka hlutafjárútboði í ágúst
None
28. júlí 2020
Strandirnar á Mallorca að lifna við.
Fuglar og friðlönd fái meiri athygli en botninn á bjórglösunum
Sumir vilja meina að í kjölfar faraldurs COVID-19 skapist tækifæri til að breyta um kúrs í ferðaþjónustu. Að núna hafi opnast gluggi til að markaðssetja svæði með sjálfbærni að leiðarljósi í stað ódýrra drykkja og diskóteka. En er slíkt hægt á Mallorca?
22. júlí 2020
Icelandair segir stutt í samkomulag við hagaðila
Tekjur Icelandair á öðrum ársfjórðungi voru 60 milljónir dala samanborið við 400 milljónir á sama tíma í fyrra. Viðræður við hlutaðeigandi aðila eru langt komnar vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í ágúst.
22. júlí 2020
Foss ofan við Skógafoss þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefst. Á síðasta ári þurfti að loka hluta af Skógaheiði ofan við Skógafoss vegna ágangs um svæðið.
Áfangastaðir innanlands grænka
Náttúruperlur Íslands fá ekki frí í sumar þótt erlendum ferðamönnum hafi snarfækkað. Helstu ferðamannastaðir innan friðlýstra svæða eru þó mun betur í stakk búnir til að taka við ágangi en áður vegna uppbyggingar undanfarinna ára.
21. júlí 2020
Öskrað við Skógafoss. Mynd úr herferð Íslandsstofu.
Doktor í raddfræðum varar eindregið við öskurherferð
„Þetta má ekki gerast,“ segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddfræðum, um nýja auglýsingaherferð þar sem fólk er hvatt til að öskra til að losa um streitu. Öskur geti valdið raddskaða og því sé verið að leysa einn vanda en búa til annan.
17. júlí 2020
Þeir Rögnvaldur, Þórólfur og Páll á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Um 60 prósent farþega frá 15. júní búsettir í öruggum löndum
Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar fyrri hluta ágúst sem og opnunartími veitinga- og skemmtistaða.
16. júlí 2020
Jóhannes Þór gerir ráð fyrir að farþegum frá Suður-Evrópu muni fjölga í ágúst.
Segir fjölgun öruggra landa skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna
Frá og með morgundeginum þurfa einstaklingar sem dvalið hafa í að minnsta kosti tvær vikur í löndum sem talin eru örugg ekki að fara í skimun eða sóttkví. Það er fagnaðarefni að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.
15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
15. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
14. júlí 2020
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
14. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
11. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
10. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
7. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
3. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
1. júlí 2020
Einn á ferð. Ferðamaður gengur frá flugvellinum í Munchen.
Aðildarríkin ákveða sjálf hvort tekið er á móti fólki frá „öruggum löndum“
Stjórn ESB segist velja „örugg lönd“ út frá heilbrigðissjónarmiðum. Listinn er engu að síður sagður málamiðlun því mjög skiptar skoðanir eru innan sambandsins á því hvernig standa eigi að opnun ytri landamæranna.
1. júlí 2020
Tekjur Bláa Lónsins voru tæplega 20 milljarðar króna í fyrra
Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fækkað í fyrra jukust tekjur Bláa Lónsins. Félagið átti 12,4 milljarða í eigið fé um síðustu áramót. COVID-19 hefur sett verulegt strik í reikninginn hjá félaginu í ár sem hefur sagt upp nálægt 75 prósent starfsfólks.
30. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Greinilegt að menn hafa slakað mjög, mjög á“
Sóttvarnarlæknir segir að almenningur verði að taka sig taki og herða á persónulegum sóttvörnum. Hann segir ekki tímabært að ákveða hvenær næst verður slakað á fjöldatakmörkunum eða hvenær opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður.
29. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Niðurstöður úr mótefnamælingum senn birtar og ýmsar afléttingar framundan
„Það er greinilegt að fólk er orðið mjög frjálslegt í fasi og framkomu hvað varðar sýkingarvarnir,“ segir sóttvarnalæknir. Handþvotturinn mikli er enn í fullu gildi.
24. júní 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson svöruðu spurningum blaðamanna á fundi dagsins.
Þórólfur telur enn óráðlegt að ferðast mikið erlendis
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir misskilnings gæta í kjölfar þess að stjórnvöld hættu í gær að vara við ónauðsynlegum ferðalögum innan Evrópu. Hann segir rétt að gera greinarmun á ráðleggingum stjórnvalda og sóttvarnalæknis.
24. júní 2020
Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Greiða 12-15 milljónir króna fyrir hönnun og rekstur Ferðagjafar-forrits
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samdi við fyrirtækið YAY ehf. um hönnun og rekstur snjallsímaforrits utan um ferðagjöf stjórnvalda. Samkvæmt ráðuneytinu hefur fyrirtækið ekki heimild til að nýta upplýsingar sem safnast frá notendum appsins.
23. júní 2020
Icelandair ætlar að fjölga áfangastöðum um næstu mánaðamót.
Stórum hópum og fjölskyldum með eldri börn finnst skimunargjaldið hátt
Í júní og júlí bjóða níu flugfélög ferðir milli Íslands og um 20 áfangastaða, aðallega í Evrópu. Icelandair segist finna fyrir miklum áhuga á ferðum til Íslands en að Íslendingar ætli frekar út í haust eða vetur.
23. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
350 með einkaflugi til Íslands á einni viku
Af þeim 7.000 farþegum sem hafa komið hingað til lands á einni viku hafa ellefu greinst með kórónuveiruna en virk smit voru aðeins tvö. Langflestir farþeganna komu um Keflavíkurflugvöll en 350 með einkaflugi.
22. júní 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Ekki eðlilegt að krefja ferðamenn um niðurstöður úr skimun
Ferðamönnum er ekki skylt að geyma niðurstöður úr landamæraskimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Kjarnann að það sé ekki eðlilegt að þeir séu krafðir um að framvísa niðurstöðunum á veitingahúsum eða annars staðar.
22. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ferðagjöf stjórnvalda komin í gagnið
Ferðagjöfinni er ætlað að styðja við bakið á ferðaþjónustunni og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir. Upphæð gjafarinnar er 5.000 krónur.
19. júní 2020
Rúmt er um gesti Dals á útisvæði kaffihússins.
Farfuglaheimilið í Laugardal opnar kaffihús
Sú hugmynd að opna kaffihús í Farfuglaheimilinu í Laugardal hefur lengi blundað með starfsfólki en nú gafst tækifæri til þess að koma því á koppinn. Framkvæmdastjóri gerir ekki ráð fyrir mörgum Íslendingum í gistingu í sumar.
17. júní 2020
Hlutur ferðaþjónustunnar stóð í stað síðustu fjögur ár
Samkvæmt Hagstofunni drógust heildarútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi saman milli áranna 2018 og 2019 en jukust hjá innlendum ferðamönnum.
16. júní 2020
Ferðamenn mega bóka sér gistingu í Kaupmannahöfn á mánudaginn.
Danska stjórnin skipti um skoðun eftir gagnrýni ferðaþjónustunnar
Þeim ferðamönnum sem verður leyft að fara til Danmerkur á annað borð frá og með mánudeginum verður nú einnig heimilt að gista í Kaupmannahöfn. Danska ríkisstjórnin hlustaði á háværar gagnrýnisraddir ferðaþjónustunnar.
12. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
4. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
3. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
1. júní 2020
Bláa lónið segir upp 403 starfsmönnum
Bláa lónið ætlar að segja upp 403 starfsmönnum um mánaðamótin. Er þetta gert til að „bregðast við miklum samdrætti og óvissu í ferðaþjónustu“.
28. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
26. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
25. maí 2020
Fámennt er á grískum ströndum um þessar mundir.
Möguleikar á ferðalögum milli landa aukast hratt
Í varfærnum skrefum er hvert landið á fætur öðru að aflétta takmörkunum á ferðalögum í þeirri von að lokka til sín erlenda gesti. Enginn býst þó við því að fjöldinn verði sá sami og fyrir ári.
24. maí 2020
Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Ætla að taka sýni úr hótelstarfsmönnum til að tryggja öryggi ferðamanna
Austurríkismenn komust í heimsfréttirnar þegar upp komst að rekja mátti fjölda smita í nokkrum löndum til skíðabæjarins Ischgl. Nú vilja þeir fá ferðamenn til sín á ný og ætla að skima fyrir veirunni meðal fólks sem starfar í ferðaþjónustu.
21. maí 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
„Hinn blákaldi veruleiki“ að hluti fyrirtækja í ferðaþjónustu munu ekki lifa af
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að fjármunir verði frekar notaðir til að örva eftirspurn eftir ferðaþjónustu en að halda á lífi fyrirtækjum sem séu ekki lífvænleg. Það sé t.d. hægt að gera með því að skala upp hugmyndir um stafrænar ávísanir.
19. maí 2020
Bogi Nils Bogason ræddi við starfsmenn Icelandair um stöðu mála á fjarfundi kl. 15 í dag.
Laun flugmanna 30 prósent af heildarlaunakostnaði Icelandair
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði á starfsmannafundi félagsins í dag að launakostnaður flugmanna væri um 30 prósent af heildarlaunakostnaði félagsins. Icelandair vill fá meira vinnuframlag frá flugstéttunum.
12. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Hægt að taka enn stærri skref í afléttingu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur óhætt að leyfa samkomur fleiri manna í lok maí en áður hafði verið gert ráð fyrir. Rætt var um að hækka fjöldamörk úr 50 manns upp í 100 manns en „við getum stigið stærri skref“.
8. maí 2020
Kynnisferðir reka stóran hluta starfsemi sinnar undir merkjum Reykjavik Excursions.
Ferðaþjónusturisi verður til í miðjum faraldri
Kynnisferðir, sem nýverið sögðu upp 40 prósent starfsfólks síns og þáðu styrk frá ríkinu til að greiða starfsfólki uppsagnarfrest, hafa undirritað samkomulag um að sameinast Eldey TLH, sem er í 70 prósent eigu íslenskra lífeyrissjóða.
7. maí 2020
„Hart og fljótt“ reyndist árangursrík aðferð
„Þetta eru skilaboð til allra á Nýja-Sjálandi. Við reiðum okkur á þig. Þar sem þú ert núna verður þú að vera héðan í frá.“ Þannig hljóðuðu skilaboð stjórnvalda landsins er til aðgerða var gripið. Landsins sem nú hefur náð góðum árangri í baráttunni.
5. maí 2020
Júlíus Birgir Kristinsson
Fyrir hugmyndabankann – Lausnamiðuð umræða um ferðamannageirann
28. apríl 2020
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðaþjónustan þarf að geta lagst í híði
Ef ferðaþjónustufyrirtæki fá ekki meiri aðstoð „erum við að taka ákvörðun um að fórna hér lífskjörum fólks inn í framtíðina,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjaldþrotaeldurinn brenni upp fjárfestingar, þekkingu og reynslu.
26. apríl 2020
Allt að 330 milljarða tekjur munu ekki skila sér í þjóðarbúið 2020
Ferðamönnum sem heimsækja Íslands mun fækka um allt að 69 prósent í ár. Mikil óvissa er um það hvenær viðspyrna getur hafist en ganga má út frá því að starfsemi í ferðaþjónustu verði skert í allt að ár í viðbót hið minnsta.
18. apríl 2020
Flestir sem eru án atvinnu eða á hlutabótum störfuðu áður í ferðaþjónustu.
Alls 38.600 einstaklingar á atvinnuleysiskrá í lok mars
Atvinnuleysi í mars mældist 9,2 prósent í marsmánuði. Hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá eru án atvinnu en fjölmargir eru líka á hlutabótum, og reiknast inn í atvinnuleysishlutfallið. Búist er við því að 6.500 fyrirtæki nýti sér hlutabótaleiðina.
17. apríl 2020
Valdimar Halldórsson
Tækifærin að loknum faraldri
15. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldurinn að mestu tilkominn vegna ferða Íslendinga erlendis
Á meðan tiltölulega fáir hafa sýkst og þar með myndað mótefni þarf að huga að því hvernig hægt er að vernda þann stóra hóp sem enn er móttækilegur. Það er til dæmis hægt með einhvers konar ferðatakmörkunum, segir sóttvarnalæknir.
14. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
9. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
8. apríl 2020
Ólöf Ýrr Atladóttir
Viðspyrna ferðaþjónustunnar á erfiðum tíma
3. apríl 2020
Ferðamenn hafa verið mjög fyrirferðamiklir á Reykjavík undanfarin ár. Nú eru þeir vart sjáanlegir í höfuðborginni.
Tekjur hótela í Reykjavík drógust saman um 98 prósent í lok mars
Í marsmánuði 2019 var herbergjanýting á hótelum í höfuðborg Íslands 82 prósent. Í síðustu viku marsmánaðar 2020 var hún 2,1 prósent.
3. apríl 2020
Kemur ekki til greina að greiða út arð úr Bláa lóninu á þessu ári
Forstjóri Bláa lónsins segir að um 65 prósent af arðgreiðslu fyrirtækisins í fyrra hafi skilað sér aftur óbeint til samfélagsins. Það væri óábyrgt og ekki í samræmi við siðferði ef þau fyrirtæki sem nýti sér úrræði stjórnvalda myndu fara að borga sér arð.
30. mars 2020
Eyðsla útlendinga hérlendis hefur dregist verulega saman á skömmum tíma.
Kortavelta ferðamanna einungis 23 prósent af því sem hún var í fyrra
Erlend kortavelta, sem sýnir eyðslu ferðamanna hérlendis, er að nálgast frostmark. Síðasta föstudag var hún minna en fjórðungur af því sem hún var sama dag í fyrra.
24. mars 2020
Bandaríkjamenn greiddu 10,2 milljarða til fyrirtækja hér á landi í mars og apríl í fyrra
Bandaríkjamenn eru mikilvægasta markaðssvæði ferðaþjónustu á Íslandi og ljóst að áhrifin verða tilfinnanleg, samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar.
12. mars 2020